www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Trump dregur til baka ummæli sín um getnaðarvarnir

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. Mynd/Michael M. Santiago

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur dregið til baka ummæli sín um að hann væri opinn fyrir takmörkun að aðgengi getnaðarvarna.

„Ég hef aldrei, og mun aldrei tala fyrir takmörkun að aðgengi getnaðarvarna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum „Truth Social“ í dag.

„Ég styð ekki bann við getnaðarvörnum, og Repúblíkanaflokkurinn mun ekki gera það heldur!“

Trump hefur oft flaggað skoðunum sínum á málefnum kvenna, þá einkum skoðunum sínum til þungunarrofs.

Í mars gaf hann í skyn að hann væri hlynntur banni við þungunarrofi í landinu eftir 15. eða 16. viku meðgöngu. Stuttu síðar dró hann þau ummæli til baka og sagði að slíkar ákvarðanir ættu að vera í höndum ríkjanna.

21 ríki í Bandaríkjunum er nú með bann við þungunarrofi, að hluta eða að öllu leyti.

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert