www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Lifað í eigin skinni

Ingileif Friðriksdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu, Ljósbrot, um konu sem er í forsetaframboði og stendur frammi fyrir því hvort hún ætli að lifa í eigin skinni eins og hún upplifir sig, eða að leyfa ímyndinni að vera ofaná

Mikill áhugi á íslenskum skáldskap

Mikill og vaxandi áhugi er á íslenskum skáldskap ytra. Þær Valgerður Benediktsdóttir og Stella Sofffía Jóhannesdóttir starfa hjá umboðsskrifstofunni Reykjavík Literary Agency sem kynnir íslenskar bækur fyrir erlendum útgefendum.

Bækur fyrir og eftir konur

Bókabeitan hrindir úr vör bókaklúbbi með ljúflestrarbókum fyrir og eftir konur. Þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir hyggjast ræða um slíkar bækur í Bókasafni Kópavogs sumardaginn fyrsta.

Gefinn fyrir hrylling

Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Theodór Eggertsson hefur skrifað bækur með hryllilegu ívafi fyrir börn- og fullorðna, en lengi langað að fara alla leið. Nýjasta bók hans, Vatnið brennur, er hreinn hryllingur kryddaður sænskri þjóðlagasýru.