www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

17 ára og keppir með þeim bestu í heimi

Bergrós Björnsdóttir íþróttakona er aðeins 17 ára gömul og er strax á meðal þeirra bestu í heimi bæði í Crossfit-íþróttinni en einnig í ólympískum lyftingum. Bergrós hefur mikinn metnað til að ná góðum árangri og hefur nú þegar keppt á heimsleikunum í Crossfit í nokkur skipti, keppt á Evrópumóti fullorðinna í Crossfit og síðast en ekki síst keppti hún á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum sem var einungis viku eftir Evrópumótið.

Bikarinn sem fer í efstu hilluna

Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox varð Íslandsmeistari með Val á dögunum eftir dramatískan sigur gegn Grindavík í oddaleik á Hlíðarenda en hann meiddist illa á hné á fyrstu mínútu oddaleiksins. Kristófer ræddi við Bjarna Helgason um leiðina að Íslandsmeistaratitilinum, tímabilið, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíðina í boltanum.

Einsetti sér að njóta þess að spila

Birna Valgerður Benónýsdóttir varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með uppeldisfélagi sínu Keflavík í körfuknattleik á dögunum og var einnig valinn besti leikmaður tímabilsins. Birna ræddi við Bjarna Helgason um leiðina að Íslandsmeistaratitlinum, leikmanna- og landsliðsinsferilinn og framtíðina í körfuboltanum.

Þetta var fullkominn endir

Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson urðu Evrópubikarmeistarar í handknattleik með Val á dögunum eftir dramatískan sigur gegn Olympiacos í vítakeppni í Aþenu en þeir ákváðu báðir að leggja skóna á hilluna eftir leikinn. Alexander og Vignir ræddu við Bjarna Helgason um ævintýrið í Aþenu, handboltaferilinn og lífið eftir handboltann.