www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Völvublað Mannlífs - Aukaútgáfa

Page 1

„Eldur Elí er mesta hetjan“ Hetja ársins er Rúna Sif Hetja ársins 2021

10. tölublað 38. árgangur

Hámhorf um áramót: Myrti mæðginin með hníf og hamri Illvirki um illviðrisnótt Hann vildi verða raðmorðingi Komst nakinn og hrakinn að Hróarsholti Tíu kvikmyndir til að liggja yfir Afþreying 34 Sakamál 28 Baksýnisspegillinn 8 Qing kennir - Tolli nemur 10 föstudagur 31. desember 2021




ú

FRÉTT

Útgáfan

Sólartún ehf. Útgáfufélag

SAMFÉLAG

Ármúla 15, 105 Reykjavík Blaðamenn:

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Reynir Traustason

Björgvin Gunnarsson

Guðjón Guðjónsson Frétta- og útgáfustjóri: Trausti Hafsteinsson Gunnhildur Birgisdóttir

Aðstoðarútgáfustjóri: Salome Friðgeirsdóttir

Katrín Guðjónsdóttir

Salome Friðgeirsdóttir Gæðastjóri: Kolbeinn Þorsteinsson

Svanur Már Snorrason

Markaðsstjóri: Valdís Rán Samúelsdóttir

Ljósmyndari: Róbert Reynisson

Auglýsingar: valdis@man.is

Svava Jónsdóttir

Kristín Arna Jónsdóttir

Lumar þú á frétt?

Sendu ábendingu á man@man.is

Almenningur tók Mannlífi opnum örmum

- Fordæmalaus sókn og allt að 100 þúsund lesendur á einum degi

M

annlíf hefur verið á stanslausri sókn frá því að nýir eigendur tóku við fjölmiðlinum undir merki Sólartúns. Frá því Sólartún tók við mannlif.is á síðasta ári hefur lestur Mannlífs aukist um 556 prósent og notendum fjölgað um 385 prósent. Þá hefur beinum heimsóknum inn á vefinn fjölgað um 884 prósent.

Mesta lestraraukning Mannlífs milli mánaða á tímabilinu nemur 615 prósentum. Fjölmiðilinn hefur náð góðu jafnvægi á fjölmiðlamarkaðnum þar sem daglegur lestur er allajafna um 40-55 þúsund lesendur. Hæst reis lesturinn í rúmlega 100 lesendur á dag. Helstu tölur um aukninguna frá 1. mars 2020: Notendur: 385% Flettingar: 556% Nýir notendur: 373% Lestur í farsíma: 432% Lestur í tölvu: 272% Lestur í spjaldtölvum: 353% Á samfélagsmiðlum: 358% Beinar heimsóknir: 884% Organic reach: 306% Bounce rate: 4,5% Tími sem lesandi er inni: 23,54% Pageviews: 601% Erlendar heimsóknir: Bretland 678%, Danmörk 348%, Bandaríkin 197%.

4

föstudagur 31. desember 2021

Lestur í hverjum mánuði: Mars 2020 - 36.561 Apríl 2020 - 57.684 Maí 2020 - 17.948 Júní 2020 - 26.980 Júlí 2020 - 36.143 Ágúst 2020 - 42.298 September 2020 - 69.168 Október 2020 - 58.617 Nóvember 2020 - 56.428 Desember 2020 - 61.602 Janúar 2021 - 81.880 Febrúar 2021 - 78.626 Mars 2021 - 59.814 Apríl 2021 - 59.196 Maí 2021 - 65.228 Júní 2021 - 55.077 Júlí 2021 - 100.760 Ágúst 2021 - 64.669 September 2021 - 60.586 Október 2021 - 57.204 Nóvember 2021 - 55.911 Útgefendur og starfsfólk Mannlífs þakka lesendum sínum þessar frábæru móttökur. Eigendur Sólartúns eru Reynir Traustason ritstjóri og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri.


Mosi með svörtum eða hvítum ramma

50x50 cm

Ármúli 31 | 588 73 32 | i-t.is Mánudaga - Fimmtudaga 9-18 Föstudaga 9-17 | Laugardaga 11-14

föstudagur 31. desember 2021

5


Rúna Sif er sannkölluð hetja

Eftir / Reyni Traustason

Við Íslendingar erum einstaklega hrifnæm þjóð. Við erum

En við eigum raunverulegar, gegnheilar hetjur. Mannlíf valdi Hetju ársins 2021 þar sem lagt

stöðugt að búa til hetjur og afreksfólk úr sáralitlum efnivið.

var upp með að finna þá sem ekki eru endilega frægðarmenni. Meðal þeirra sem skoruðu

Bersýnilegt dæmi um slíkt er þegar jólabókaflóðið skellur á

hæst voru Helgi Seljan fréttamaður sem staðið hefur í eldlínunni vegna Samherjamálsins

þjóðinni. Þá standa helstur páfar úr heimi gagnrýnenda á öndinni

og mátt þola hatursherferð og jafnvel ofsóknir svonefndra skæruliða Samherja. Katrín Björk

yfir hverju meistaraverkinu á fætur öðru. Stjörnum er hellt yfir

Guðjónsdóttir, sem tekur brosandi við hverjum degi þrátt fyrir að vera bundin hjólastól eftir

höfunda af öllu tagi og meintum meistaraverkum hampað í

að hafa fengið heilablóðfall tvisvar. Guðmundur Felix Grétarsson missti báðar hendur í slysi

auglýsingum og af mistækum gagnrýnendum. Reyndin er sú

en barðist árum saman til að fá nýjar hendur. Dugnaður hans og lífsgleði við að venjast nýju

að umrædd meistaraverk þola fæst dóm sögunnar og sogast á

höndunum hefur vakið þjóðarathygli og lýsir sannri hetjulund. Hanna Vilhjálmsdóttir vakti

haf út þegar fjaran tekur við af flóðinu. Orðið sem eftir stendur

athygli fyrir að hafa kveikt þá elda sem ollu því að MeToo-bylgjan reis hátt. Rúna Sif Rafnsdóttir,

er oflof. Fátt er göfugra Aðrar meintar hetjur í nútímanum eru svokallaðir áhrifavaldar en sú fórn sem hafa það eitt til brunns að bera að geta smælað framan í sem hún heiminn og hampað vörumerkjum með hjálp TikTok, Snapchat Instagram. Innihaldsleysið er nánast algjört og þegar snappið færði til að eða bjarga lífi endar blasir tómleikinn við og ekkert stendur eftir.

sem bjargaði lífi átta mánaða drengs, Elds Elís, á ögurstundu þegar hún gaf honum hluta af lifur sem var honum lífsnauðsynleg. Allt þetta fólk verðskuldar að vera útnefnt sem hetjur ársins. Niðurstaða lesenda Mannlífs og dómnefndar fjölmiðilsins var samdóma. Rúna Sif, sem bjargaði lífi lítils barns, verðskuldar þennan titil fyrir árið 2021. Fátt er göfugra en sú fórn sem hún færði til að bjarga lífi. Mannlíf er stolt af því vali lesenda sinna sem lýsir gildismati sem gengur þvert á innihaldsleysið sem gjarnan tröllríður samtímanum. Rúna Sif er sönn hetja.

Orðrómur rt@man.is

Harðnar á dal Davíðs

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður 74 ára þann 17. janúar næstkomandi. Hann hefur mörg undanfarin ár verið á framfæri Morgunblaðsins og Guðbjargar Matthíasdóttur, auðkonu í Vestmannaeyjum, sem hefur lagt blaðinu til líflínu í gegnum kvótaauð sinn. Því hefur lengi verið spáð að Davíð sé á förum frá blaðinu en hann er þaulsætinn. En nú kann að harðna á dalnum hjá Davíð. Sérstakur vefur, minningar. is, hefur verið settur upp til að gefa syrgjendum kost á að birta minningargreinar sínar. Víst er að margir taka því fegins hendi að fá þann vettvang í stað þeirrar niðurlægingar að leggja Mogganum til lifibrauð …

Leitað að Elliða

Spennan vegna kjörs leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer vaxandi. Eyþór Arnalds hvarf sem kunnugt er frá því að gefa kost á sér til endurkjörs svo eftir stendur Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi sem skoraði hann á hólm. Hildur kemur af þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem fylgir Bjarna Benediktssyni formanni að málum. Stuðningsmenn höfuðandstæðings hans, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, leita nú logandi ljósi að frambjóðanda sem skákað getur Hildi. Nokkur nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi. Hæst ber leitina þar sem Elliða Vignisson bæjarstjóra og Pál Magnússon ber á góma. Páll þykir afar hentugur en hann er í ónáð flokksforystunnar …

Sigur Jóns Bjarka

Heimildamyndin Hálfur álfur hefur svo sannarlega slegið í gegn. Í myndinni fylgist Jón Bjarki Magnússon blaðamaður með lífi afa síns, Trausta Breiðfjörð Magnússonar, fyrrverandi vitavarðar á Sauðanesvita. Myndin hefur hlotið mikið lof en þar er að finna óborganlega kafla eins og þegar Trausti er að skoða líkkistu sína sem hann hafði valið sér af alúð. Gamli maðurinn átti sér þá ósk að verða 100 ára og það gekk eftir, en hann lést áður en hann náði 101 árs aldri. Fólk bíður nú spennt eftir næsta verkefni Jóns Bjarka …

Yrsa lagði Arnald

Þau stórtíðindi urðu í desember að Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur lagði Arnald Indriðason í slagnum um efsta sætið á bóksölulista Bónuss. Bók Yrsu. Lok, lok og læs, toppaði Sigurverk Arnaldar. Það kann að hafa ráðið einhverju að Arnaldur sveigði af leið og var ekki með glæpasögu í ár en Yrsa hélt sig við glæpina. Nú ert þess beðið hvort Yrsa haldi áfram sigurgöngu sinni í næsta jólabókaflóði og drottning glæpasagnanna leggi konunginn aftur …

6

föstudagur 31. desember 2021


Þ Æ

G

I

N D

BRANDSON.IS

SIGRÚN

I

COLLECTION


Texti / Kolbeinn Þorsteinsson

b

Mynd / Úr safni

Illvirki um illviðrisnótt

Baksýnisspegillinn

– Fjórir ræningjar fremja rán í Flóa

A

ðfaranótt hins 9. febrúar, 1827, svaf heimilisfólk á bænum Kambi í Flóa svefni hinna réttlátu og uggði ekki að sér. Þrátt fyrir að úti fyrir geisaði stormur mikill ríkti friður innan veggja heimilisins. Næturfriðurinn var rofinn þegar fjórir menn, illþekkjanlegir, brutust þar inn. Heimilisfólk var bundið á höndum og fótum, þar sem það lá nakið í rekkjum sínum. Fjórmenningarnir fóru síðan um húsið allt í leit að peningum eða öðru fémætu. Á Kambi í Hróarholtshverfi í Flóa bjó þá ekkillinn Hjörtur Jónsson. Hann var af talinn vel loðinn um lófana og gengu um það sögur þá, að hann ætti mikið af peningum. Þegar þetta átti sér stað voru á heimilinu, ásamt Hirti, ráðskonan Gróa Ketilsdóttir, vinnukonan Guðrún Björnsdóttir og sex vetra drengur, Andrés. Ránsmennirnir þustu rakleiðis til baðstofu eftir að hafa brotist inn í bæinn og fóru tveir þeirra að rúmi Hjartar og bundu hendur hans og fætur með snæri. Einn mannanna gerði slíkt hið sama við Gróu ráðskonu, „eigi mjög fast“, og fleygði henni síðan á grúfu á gólfið. Rígbundnum Hirti hentu þeir síðan ofan á Gróu. Menn eða djöflar Mennirnir létu ekki þar við sitja en tóku allt lauslegt úr rekkjum Hjartar og Gróu, sængurföt, hey og reiðing, sem undir rúmi var, og hentu í haug yfir þau þar sem þau lágu á gólfinu. Undan rúmi drógu þeir síðan kistu, skrínu, kvarnarstokk og sitthvað fleira. Vinnukonan Guðrún fór ekki varhluta af aðgerðum ránsmannanna. Fjórði maðurinn tók hana og batt á sama hátt og gerð hafði verið við Gróu, „þó ekki fast“. Meðan á því stóð spurði Guðrún, hverjir þeir væru; „hvort heldur menn eða djöflar“. Hún fékk þau svör að mennirnir væru á höttunum eftir peningum Hjartar.

8

Hótað dauða Sá sem batt Guðrúnu bað hana að upplýsa hvar peningar húsbónda hennar væru, annars yrði hún drepin. Sagðist Guðrún ekkert vita um það og batt þá ræninginn rekkjuvoð um höfuð hennar svo hún sæi ekkert og fleygði henni að því loknu aftur upp í rúmið. Andrés litli, sem deildi rúmi með Guðrúnu, fékk vægari meðferð en hin fullorðnu. Hendur hans voru bundnar fyrir aftan bak, en fæturnir voru ekki bundnir. Í öllum atganginum fann Guðrún að maðurinn var í skinnklæðum og með grímu fyrir andliti, en slíkt hið sama hafa ráðskonan fundið þegar hún var bundin. Limlesting, pyntingar og dauði Þegar þarna var komið sögu leituðu ræningjarnir að lampa, kveiktu síðan ljós og hófu leit í húsinu. Einn ræningjanna, sem virtist foringinn í hópnum, stóð þó allan tímann yfir Hirti. Hann jós yfir Hjört fúkyrðum, hótaði honum öllu illu, pyntingum og dauða, ef hann segði eigi til peninganna. Segir sagan að svo rammt hafi kveðið að ragni þessa fyrirliða að meira að segja félögum hans blöskraði og töldu þeir næsta víst að Hjörtur yrði að lokum limlestur eða tekinn af lífi. Rúmlega 1.000 ríkisdalir Einn ræningjanna tók úr pússi sínu hamar og fleyg og braut upp kistu og kistla. Síðan tóku ræningjarnir allir til óspilltra málanna og létu ekki staðar numið fyrr en brotnar höfðu verið upp allar hirslur og flestu lauslegu snúið við. Upp úr krafsinu höfðu þeir rúmlega 1.000 ríkisdali og ákváðu við svo búið að hverfa á braut. Hafði þá fyrirliðinn á orði að best væri að bera eld að húsinu, „brenna það að kalda kolum“ og heimilisfólk með. Annar ræningi taldi þó að gott væri komið og hurfu fjórmenningarnir við svo búið út í nóttina. Nakinn að næsta bæ Hirti tókst að komast undan kösinni og mjaka sér að rúmi sínu og velta sér upp í það. Þar náði

föstudagur 31. desember 2021

hann í hníf og gat skorið snærið sem bundið var um hnésbætur hans, en gat ekki losað hendurnar. Fátt var annað í stöðunni en að finna hjálp og dróst Hjörtur því klæðlaus og bundinn á höndum, gegnum storminn, að næsta bæ sem var Hróarsholt. Þar tókst honum að gera vart við sig og var liðsinnt án tafar. Heima á Kambi hafði Guðrúnu tekist að losna úr böndunum, leysa Andrés úr viðjum og veita ráðskonunni hjálp. Fóru þær síðar að smábýlinu Grákletti og fengu þar hjúkrun, enda þrekaðar mjög. Leðurskór í túnjaðri Menn frá Hróarsholti höfðu þá vakið menn upp á Króki, næsta bæ, og hélt hersingin að Kambi. Þar var allt á rúi og stúi og ömurlegt um að litast. Andrés litli var þar aleinn í myrkrinu, dauðskelfdur eftir raunir næturinnar. Eftir að ljós höfðu verið kveikt sást ýmislegt sem ræningjarnir höfðu skilið eftir sig; hattgarmur, strigatuska, brot úr brúsa, snærishönk og nýsleginn járnteinn. Í túnjaðrinum fannst síðan það sem átti eftir að skipta sköpum bið rannsókn málsins, leðurskór sem talið var næsta víst að tilheyrði einhverjum ræningjanna. Ræningjarnir fundnir Í maí þetta sama ár var rannsókn á málinu vel á veg kominn. Tekist hafði að finna alla ræningjana og höfðu þeir allir meðgengið afbrot sitt. Það sem kom yfirvöldum á rétta sporið var einmitt skórinn sem fundist hafði í túnjaðrinum á Kambi. Gerhugul kona taldi sig þekkja handbragðið á skónum og næsta víst að eiginkona Jóns nokkurs Geirmundssonar á Stéttum í Hraunshverfi í Stokkseyrarhreppi hefði gert hann. Á steðja þessa sama Jóns sannaðist að nýslegni járnteinninn hafði verið á honum sleginn.

Annar Jón, sá Kolbeinsson, rennismiður á Brú í Stokkseyrarhreppi, bendlaðist við málið vegna vettlings sem fannst í túni á Kambi nokkrum dögum eftir ránið. Einnig upplýstist að Hafliði á Stóra-Hrauni, bróðir Jóns, hefði verið að heiman umrædda nótt. Leiðtoginn nefndur Þremenningarnir játuðu við yfirheyrslu á sig glæpinn og bar þeim öllum saman um að forsprakkinn væri Sigurður Gottsveinsson á Leiðólfsstöðum. Hann var þvermóðskan uppmáluð við yfirheyrslu en meðgekk að lokum eftir mikla vafninga. Upp úr kafinu kom að ekki voru einungis fjórmenningarnir viðriðnir málið heldur urðu ýmsir ættingjar þeirra uppvísir og sannir að sök um vitorð og yfirhylmingu. Þegar upp var staðið var talið að um tuttugu manns væru sekir, með einum eða öðrum hætti, í ránsförinni að Kambi óveðursnóttina í febrúar 1827. Dómur fellur Þann 21. janúar, 1828, féll dómur í máli þeirra sem komu að ránsförinni að Kambi. Var þá um að ræða eitt umfangsmesta mál af þessum toga á Íslandi. Rannsókn stóð yfir í nærfellt ellefu mánuði og alls var dæmt í málum 30 karla og kvenna. Fimmtán voru sakfelldir, tíu „dæmdir fríir af frekari ákærum réttvísinnar“ og fimm sýknaðir að fullu. Sigurður var dæmdur til að hýðast við staur og brennimerktur verða og þræla ævilangt í Kaupmannahöfn. Jón Geirmundsson var dæmdur til að hýðast við staur og þrælkunarvinnu til æviloka. Jón Kolbeinsson fékk tólf ára þrælkunardóm og bróðir hans, Hafliði, átta ára þrælkunardóm. Heimild: Öldin sem leið


Ennþá meira úrval af

listavörum

Listverslun.is Gagnlegar jólagjafir

Tilvalið fyrir jólaseríurnar

Mikið úrval af fjöltengjum

Verkfæralagerinn

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17


Rúna Sif Rafnsdóttir, hetja ársins: „Eldur Elí er mesta hetjan“

K

jöri Mannlífs um Hetju ársins 2021 er lokið og úrslit liggja fyrir. Ljóst er að fórnfýsi og gæska Rúnu Sifjar Rafnsdóttur snertu streng í hjörtum lesenda. Rúna Sif lagði sín lóð á vogarskálarnar til að bjarga lífi átta mánaða drengs, Elds Elís, og gaf honum hluta af lifur sinni sem var honum lífsnauðsynleg. Rúna Sif átti ekki heimangengt og því varð úr að Eydís Lilja, frænka Elds Elís, tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd. Eydís Lilja var einnig reiðubúin, ef til þess hefði komið, að gefa Eldi Elí hluta lifrar sinnar. Rúna Sif Rafnsdóttir er sannarlega vel að titlinum Hetja ársins 2021 komin og óskar Mannlíf henni til hamingju. Rúna Sif er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur búið á Tálknafirði í þrjú ár og segir að fjölskyldunni líði mjög vel þar. Þegar henni voru færð tíðindin af vali ritstjórnar og lesenda Mannlífs tók hún þeim af mikilli hógværð. „Tilfinningin er yndisleg og maður finnur hvað fólki þykir vænt um fallegu söguna okkar, og hvað þetta endaði vel er hreint út sagt kraftaverk,“ sagði Rúna Sif og bætti við: „En ég var svo sannarlega ekki ein í þessu liði og án allra hinna hefði ég lítið getað gert. Ég vil nefna Jónatan, manninn minn, sem tók hvert einasta skref með mér, Kristínu og Bjarka, foreldra Elds Elís, alla lækna og hjúkrunarfræðinga, fjölskylduna okkar allra og vini okkar, og auðvitað Eld Elí. Eldur Elí er að mínu mati mesta hetjan.“

10

föstudagur 31. desember 2021


Eldur Elí á milli Rúnu Sifjar (t.v.) og móður sinnar, Kristínar

Eydís Lilja tekur, fyrir hönd Rúnu Sifjar, á móti viðurkenningarskjali frá Reyni Traustasyni ritstjóra. Mynd: Róbert Reynisson.


v

Völvan

B

laðamaður gengur inn á Kaffivagninn dag einn í desember, til þess að hitta völvuna. Hann veit ekki við hverju er að búast; hann hafði bara fengið símanúmer til að hringja í. Hún hafði svarað, valið stað og stund. Nú fikrar blaðamaðurinn sig sjávarmegin í salinn, eins og völvan hafði heimtað. Hann er búinn að panta og fá kaffibollann þegar hún loks kemur og sest andspænis honum, án þess að hika. Hún er með lokk í nefi, stutt og hvasst, dökkrautt hár sem gægist fram undan ljósu kasmír „Aftur“-húfunni. Ilmur af D:fi-vaxi fyllir vit blaðamannsins og minnir hann óþægilega mikið á unglingsárin. Eða kannski þægilega mikið. Völvan er klædd í aðsniðinn, svartan bómullarbol sem á stendur „Varúð! Háspenna“ með gulri mynd af eldingu undir. Hún er í dökkgráum ullarfrakka í yfirstærð og silfurlituðum leðurbuxum, og með Apple-úr hangandi í þremur, þunnum silfurkeðjum. Hún byrjar strax að tala á meðan hún kemur sér fyrir, algjörlega án þess að kynna sig, en brosir breitt og einhvern veginn … hratt. „Þið eruð heppin, spáin innanlands er æðislega björt miðað við síðastliðin tvö ár,“ segir hún og augnaráðið er þétt. Hún brosir, einlæg, en blaðamanni finnst augun samt einhvern veginn borast inn í hann. Starfsmaður kemur með te handa völvunni og blaðamaður furðar sig á því að hún hafi

12

ekki einu sinni þurft að panta það; varla sest niður. Hún þakkar hlýlega fyrir sig, en snýr sér svo strax aftur að blaðamanninum sem er farinn að iða örlítið í sæti sínu. Augun eru hviklaus þegar hún segir „Ég vil fá þrjá fjórðu greiðslunnar fyrirfram.“ Hún hrærir í teinu, tekur svo símann sinn upp snögglega (nýjasta iPhone-inn, tekur blaðamaður eftir) og lítur í snatri á tilkynningu á skjánum, sem virðist innihalda breytur tengdar einhverju – hugsanlega gjaldmiðlum, sýnist blaðamanninum. Þegar völvan lítur upp, augnaráðið ákaft og brosið enn jafn einlægt, kinkar blaðamaðurinn einu sinni kolli sem svar við kröfu hennar. Völvan virðist taka það gilt, því hún tekur strax til máls. „Mig langar til þess að byrja á að segja að árið 2022 verður ár úrvinnslu. Þjóðin, eins og heimsbyggðin öll, hefur gengið í gegnum svo miklar breytingar og lifað spennuþrungna og þunga tíma síðustu tvö árin. Við erum orðin þreytt. Margir eru hættir að skilja faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir, en eiga ef til vill erfitt með að viðurkenna það. Eitthvað sem átti að vera átak þar sem hægt yrði að vinna einhvers konar sigur með tilkomu bólusetninga, er nú farið að breytast í viðvarandi ástand og langtímaverkefni. Það tekur tímann sinn að sætta sig við það og það er eðlilegt. Við verðum að sýna okkur sjálfum þolinmæði og mildi núna. Það er allt í lagi að vera svekktur og leiður yfir ástandinu. Þetta er búið að vera erfitt, en við höfum staðið okkur vel og megum alveg klappa okkur á bakið. Árið 2022 munum við ekki sjá mikið af nýjum stórum þemum, en við erum hins vegar að horfa fram á nýjan heim sem hefur verið að verða til síðustu tvö árin. Við erum að

föstudagur 31. desember 2021

brjótast út úr alls konar munstrum og farin að draga ýmislegt í efa varðandi byggingu samfélagsins. Þetta er árið sem við förum að vinna úr öllu því sem hefur breyst og því sem við höfum séð og uppgötvað. Við erum búin að vera föst í því að „lifa af“, en þetta er árið sem við byrjum að vinna úr því sem hefur gerst og breyst og byrjum að lifa í nýjum heimi. Þessu geta fylgt nokkrir vaxtarverkir, sérstaklega fyrir þjóð sem vill alltaf að allt gerist strax. Við erum farin að hafa mikla þörf fyrir félagsleg samskipti og nánd; að sjá og tengja við aðra. Við finnum hvað félagsveran er stór partur af okkur og hvað við höfum mikla þörf fyrir að tilheyra. Enginn er eyland. Á vor- og sumarmánuðum má segja að einhvers konar hippafílingur svífi yfir vötnum. Fólk verður svolítið á útopnu og vill elska, tengja og skemmta sér. Ef til vill verða fleiri með ananas í innkaupakörfunum sínum. Mikil ást er í loftinu – þetta minnir pínulítið á „sumar ástarinnar“. Fólk er farið að hugsa nánd og tengingu við aðra upp á nýtt og fer í auknum mæli að velta fyrir sér sambandsformum. Mér finnst eins og ástarsambönd með fleirum en einum verði meira áberandi en áður. Fólk fer að endurskoða strúktúr, í samfélaginu og ástinni – og einhvern veginn verður þetta svolítið samofið. Fólk vill ekki lengur fylgja sömu, gömlu reglunum í blindni – það vill í það minnsta skilja hvaða reglur henta því og hverjum það vill kasta frá sér.

Ég finn að í sumar verður dálítið manísk orka yfir þjóðinni. Fólk er búið að vera eins og dýr í búri vegna sóttvarnaraðgerða og nú förum

við að sjá almennilega hvaða áhrif það hefur á mannsandann. Þetta verður tryllingsleg orka og við missum aðeins stjórn á okkur eftir allt sem á undan er gengið. Vorið og sumarið mun líka bera með sér ákveðna nýríka orku. Fólk sem á peninga flaggar þeim svolítið. Það er mikill íburður og þetta tengist þessari manísku orku; allt er á útopnu. Fólk flaggar hönnun, flottum bílum – það er mikill íburður. Margir eru að kaupa dýrara húsnæði og það er aukin þörf fyrir ýmis stöðutákn hjá þeim nýríku. Það sem við þurfum að hafa í huga er að efnishyggjan er akkilesarhæll okkar Íslendinga. Við erum nú, eins og áður, líkleg til þess að fara fram úr okkur í fjárfestingum í auknum mæli. Fólk fer að taka aukna áhættu. Við Íslendingar erum alltaf svo hrædd við að vera fátæk, vegna þess að við vorum það svo lengi og það situr í þjóðarsálinni. Þar af leiðandi eigum við það til að vera blind og óraunsæ þegar það kemur að peningum. Förum alltaf beina leið í „þetta reddast“hugsunarháttinn. Af sumrinu er það líka að segja að Hinsegin dagar verða sérlega glæsilegir þetta árið og fólk gjörsamlega kastar af sér öllum böndum. Segja má að Hinsegin dagar verði lokahnykkurinn í skrautlegu sumri – sumri ástar, tryllings og útrásar. Fleiri verða í gleðigöngunni en nokkru sinni fyrr. Það verður einhver, alveg einstök orka yfir landanum þessa daga.“


föstudagur 31. desember 2021

13


„Af faraldrinum er það að segja að janúar og febrúar verða þungir, en þraukið elsku vinir. Það kemur í ljós snemma á árinu að omíkron-afbrigðið veldur sannarlega minni þungum veikindum hjá fólkinu í landinu en spáð var – eins og vísbendingar eru þegar um núna. Þetta mun raungerast og það eru því eiginlega bara fyrstu tveir mánuðir ársins sem verða svona þungir. Í vor og sumar verðum við dálítið stikkfrí frá veirunni, að mestu leyti allavega. Það ýtir undir þessa trylltu sumarorku sem ég talaði um hér áðan.

Það kemur hins vegar hnykkur í faraldrinum næsta haust sem virðist slæmur og þetta verður töluvert sjokk. Að endingu verður þessi hnykkur þó frekar stuttur og ekki mjög djúpur. Þetta verður í kringum október. Við erum smátt og smátt að átta okkur á því að við verðum ekki laus við veiruna að fullu fyrr en eftir nokkur ár. Við þurfum að læra að lifa í breyttu samfélagi. Covid-19 mun halda áfram að stökkbreyta sér en veiran breytist smátt og smátt í venjulega flensu sem hefur ekki sömu skaðlegu áhrif og áður.“

„Af Covid-þríeykinu okkar er svo sem ekki margt nýtt að segja. Það er töggur í Þórólfi en hann er farinn renna hýru auga til eftirlaunatímans. Hann þraukar út árið í sinni stöðu og gerir þar allt af staðfestu og fagmennsku eins og áður. Að árinu loknu sé ég aftur á móti að Þórólfur er orðinn þreyttur og lætur verða af því að setjast í helgan stein, sáttur þegar hann lítur yfir farinn veg en meira en tilbúinn til að hverfa frá og segja skilið við hasar síðustu ára. Mér sýnist að hann muni huga að heilsunni og ég sé hann njóta lífsins í sólinni.

„Hreinsunareldur MeToo-byltingarinnar heldur áfram. Konur opna sig á öllum sviðum samfélagsins og fjalla um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnuvettvangi og annars staðar. Þessu er hvergi nærri lokið. Ég sé umræðu um kvenfyrirlitningu í bönkum landsins, sem og í Seðlabanka Íslands. Ég sé ekkert bakslag hvað þetta varðar – heldur er bara verið að snúa risastóru olíuskipi. Það er þungt og tekur tíma. Öflugar femínistahreyfingar munu halda áfram sínu striki í baráttunni gegn ofbeldi.

Alma lætur engan bilbug á sér finna. Hún heldur ótrauð áfram í starfi sínu sem landlæknir. Það er mikill kraftur í Ölmu og hún er sterk í brúnni. Þótt álagið hafi verið mikið síðustu tvö ár er Alma fær í að vinna undir álagi og hún tekur það ekki inn á sálina. Víðir þarf að fara að passa betur upp á sig og hvílast. Álagið á honum hefur verið afar mikið og hann er orðinn þreyttur. Víðir hefur tekið síðustu tvö ár mikið inn á sig og það er honum erfitt.“

Umræðan verður þó áfram mjög pólaríseruð. Við erum smátt og smátt að læra að lifa í nýjum heimi og förum að verða meira tilbúin í að eiga erfið og flókin samtöl. Við erum að átta okkur á því hvernig samfélag við viljum byggja. Við erum líka að læra að við viljum byggja þetta nýja samfélag saman en ekki sundruð. Á þessu ári förum við að tala meira um það hvað við eigum að gera næst; hvert næsta skref verður. Til dæmis hvað við eigum að gera við gerendur. Á þessu ári verður háværari umræða um betrunarstefnu, fangavist og sáttameðferðir.

Af Knattspyrnusambandi Íslands er það að segja að á árinu mun fara fram mjög nauðsynleg og opinská umræða um kynferðisafbrot. Þær upplýsingar sem við höfum fengið síðastliðið ár hafa verið mörgum áfall. Nú er að vinna úr því. Ég sé það fyrir að einhverjir knattspyrnumenn muni stíga fram og játa brot sín. Það mun ýta umræðunni áfram, þar sem ákveðnir gerendur taka þátt og vilja bera ábyrgð á sínu. Ég sé þó fyrir mér að það séu ákveðnir einstaklingar sem halda áfram að fara í vörn og vilja ekkert viðurkenna. Þarna er ég að tala um einstaklinga sem ég sé að hafa ekki alveg hreina samvisku. Þeir

14

föstudagur 31. desember 2021

munu halda áfram að klóra í bakkann en það mun ekki gefa þeim neina hugarró. Við þurfum alltaf að mæta samvisku okkar að lokum. Ég sé þó nýja kynslóð knattspyrnumanna sem eru mun meira tilbúnir í þessa umræðu alla og umbætur en forverarnir. Framtíðin er björt. Þeir ungu drengir sem ég sé innan knattspyrnuhreyfingarinnar munu láta að sér kveða og sýna að dropinn er sannarlega að hola steininn.



Af Gylfa Þór Sigurðssyni er það að segja að hann mun að endingu sleppa fyrir horn í því máli sem nú er verið að rannsaka. Annaðhvort verður hann ekki ákærður og málið látið falla niður, eða þá að hann verður að endingu sýknaður. Hvort sem verður, sé ég að hann verður hólpinn gagnvart dómsvaldinu. Hann hefur þó beðið varanlega álitshnekki og orðspor hans er verulega laskað.

Jón Baldvin Hannibalsson mun hvergi bakka í sínum málflutningi. Hann mun ekki gangast við þeim sökum sem á hann hafa verið bornar, en konurnar standa eftir sem áður með sínum sögum. Mér sýnist Jón Baldvin hugsanlega fara enn lengra inn í þann hugsunarhátt að hann sé fórnarlamb í þessum aðstæðum og umræðunni sem á sér stað. Í það minnsta mun hann tjá það meira út á við. Hann mun líklega skrifa meira af pistlum og greinum, það er eins og hann verði óheflaður og á útopnu.

Hann hefur mikla þörf fyrir að gefa fólki það sem hann telur vera rétta mynd af sér og sínum afrekum. Honum er mjög annt um almenningsálit, en telur sig geta beygt það og stjórnað því. Hann vill fá að skrifa söguna sjálfur og mun gera það í meira mæli. Jón Baldvin vill skilja meira eftir sig undir það síðasta sem hann telur marka spor hans í stjórnmálum í gegnum tíðina. Mér sýnist að á þessu ári skrifi hann ef til vill skýrslu er varðar kvótakerfið.

Mér sýnist Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, ekki sýna auðmýkt eða gefa möguleika á einhvers konar samtali. Það er eins og hann eigi eftir að fara enn lengra í hina áttina á þessu ári. Mér sýnist verða töluverð neysla og djamm á honum. Hann er í afneitun gagnvart þeim ásökunum sem á honum hafa dunið og er ekki tilbúinn til þess að fara ofan í saumana á þeim eða skoða sjálfan sig gagnrýnum augum. Hann lítur á sig sem fórnarlamb í þessu öllu saman.

Sölvi Tryggvason verður frekar óútreiknanlegur á þessu ári. Það er einhvers konar miðlífskrísa í kortunum hjá honum. Það er eins og hann muni hugsanlega mála sig meira út í horn. Hann verður mikið gagnrýndur, því hann virðist ekki vera tilbúinn í samtalið og vill ekki taka ábyrgð á neinu. Honum mun áfram finnast erfitt að líta í eigin barm.

16

föstudagur 31. desember 2021

Hann er hræddur við að eldast og mér sýnist verða dálítið skemmtanalíf á honum. Hann er líklegur til þess að slá hlutunum upp í kæruleysi og gefa skít í allt. Það mun þó verða ákveðið augnablik þar sem hann mun koma fram af heiðarleika og segja frá einhverju mjög persónulegu sem hefur að gera með málefni innan dyra svefnherbergisins.

Það eru þó tvær hliðar á peningnum. Ingólfur er á leið inn í þannig tímabil í lífinu að ef honum tekst að sýna æðruleysi gæti það hugsanlega gjörbreytt lífi hans og veitt honum aukna hamingju. Hann gæti komist í tengingu við einhvers konar æðri mátt og fundið sig betur í framhaldinu. Þetta er ákveðið fíkniþema – hann þarf að fylla holuna með einhverju. Þetta gerist ekki á þessu ári, en gæti gerst síðar ef hann sleppir takinu og sýnir auðmýkt.


Við höfum ALLT sem þarf til að fullkomna stemmninguna


Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, eða Auður, hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið eftir þær ásakanir sem komu fram á hendur honum. Mér finnst eins og hann muni eitthvað tjá sig á nýju ári. Mér sýnist að hann muni koma fram og biðjast fyrirgefningar. Hann mun opna sig og fara inn í umræðuna. Hann viðurkennir hrein-

skilnislega það sem hann hefur gerst sekur um og talar sömuleiðis um neyslu og skaðleg áhrif hennar. Hann fær ákveðið bakslag en tekur ágætlega á móti því. Seinni part ársins munum við sjá örlítið meira af honum, en með nýjum hætti. Hann mun í auknum mæli vinna í lagasmíðateymum erlendis – meira á bak við tjöldin.

Fleiri mál munu líta dagsins ljós vegna Megasar. Umræðan opnast og konur sem segja hann hafa meitt sig í áranna rás stíga fram. Hann mun ekki svara fyrir þessar ásakanir. Megas verður að endingu tekinn af heiðurslaunum listamanna.

Baráttukonan Edda Falak hefur látið mikið til sín taka í Metoo-umræðunni á þessu ári. Árið 2022 gæti orðið dálítið flókið fyrir hana; það eru miklar umbreytingar að eiga sér stað innra með henni. Hún verður að vissu leyti nokkuð landamæralaus; hún veit ekki alveg hvar hún byrjar og endar. Hlutir fara að hafa meiri áhrif á hana sálrænt og hún mun taka hlutum persónulega í auknum mæli. Hún gæti farið að upplifa sig svolítið sem fórnarlamb og finnast allir vera að ráðast á sig. Til þess að finna einhverja ró gæti hún fundið upp á því að fara meira út að skemmta sér, en það mun bara gera hana þreytta með tímanum. Hún gæti hugsanlega lent í einhvers konar kulnun.

Kosturinn við þetta tímabil er að upp úr kulnun eða örmögnun gæti hún fundið sálarró. Hún fer að finna fyrir egódrepandi áhrifum og verður miklu næmari á tilfinningar fólksins í kringum sig. Hún mun hitta einhvern og upplifa tengingu við viðkomandi sem hún hefur aldrei komist nálægt áður. Þetta er eins og einhvers konar sálufélagatenging. Edda mun koma til baka úr þessu tímabili öflugri en áður og mun geta látið margt gott af sér leiða í framhaldinu. Rétt er að nefna að þetta tímabil tekur í kringum tvö ár í heildina.

Sólborg Guðbrandsdóttir baráttukona mun á komandi ári finna nýjar hliðar á sér og fara út fyrir kassann. Hún gæti lent í því að fara örlítið fram úr sér, því þetta er afar byltingarkennd og róttæk orka sem mun umlykja hana á árinu. Orkan er innblásin og rafmögnuð og mun veita öðrum kraft.

18

föstudagur 31. desember 2021

Sólborg mun koma með sterka vinkla í samfélagsumræðuna svo eftir verður tekið og setja hluti í samhengi sem mun fara vel í almenning. Hún verður mjög áberandi þar sem hún kemur sér fyrir og verður meiri upphafskona, sem setur af stað strauma og stefnur. Hún mun tala fyrir framtíðinni og koma fram með nýja og ferska vinkla.“


„Eldgosum er sannarlega ekki lokið á Reykjanesskaga. Þar verður mikið um jarðskjálfta sem svo enda með eldgosi. Strax í janúar fer að gjósa á svipuðum slóðum og fyrra gosið var. Þetta verður ekki risastórt og mun ekki ógna byggð að neinu marki – en gosið verður glæsilega fallegt og mun enn frekar tryggja stöðugan straum ferðamanna til landsins yfir allt árið. Ég spái litlu eldgosi á öðrum stað – í Grímsvötnum. Það er svipaða sögu að segja af því, þetta verður svokallað túristagos. Fólk mun flykkjast að til þess að berja gosið augum.

„Í þeirri ríkisstjórn sem stofnuð var nýverið eru engar risavaxnar sprengingar fyrirsjáanlegar. Sjálfstæðisflokkurinn er mjög ráðandi í stjórninni og flokkurinn verður með lokasvar í ýmsu. Enn er einhver ólga fram undan hvað varðar sóttvarnaraðgerðir og það mun helst sjást á ósamkomulagi innan Sjálfstæðisflokksins. Fleiri ráðherrar og þingmenn í flokknum munu tala gegn sóttvarnaraðgerðum. Svandís Svavarsdóttir er afar fegin að

Bjarni Benediktsson stýrir fjármálaráðuneytinu af festu og öryggi. Hann er á réttum stað þar, þekkir starfið út og inn og er kominn með góða reynslu. Utan við starfið vill hann hins vegar sleppa fram af sér beislinu. Bjarni verður öflugur í skemmtanalífi á komandi ári. Hann er mikill sjarmör, orðheppinn og á afar auðvelt með að heilla samferðafólk sitt. Álag ráðherraembættisins og þingmennskunnar er farið að taka sinn toll. Ein birtingarmynd þess hjá Bjarna er að hann finnur hjá sér aukna þörf til skemmtana – hann leitar uppi áhyggjuleysi og gleði. Honum mun því bregða æ oftar fyrir á djamminu, glaðbeittum og örum. Hann hefur mikla þörf fyrir að klæða af sér fjármálaráðherrann þegar úr vinnunni er komið og hætta að vera við stjórn. Bjarni klárar kjörtímabilið en hættir svo þingmennsku. Hann er farinn að hugsa út og á árinu fer hann að skipuleggja næstu skref. Ég sé sendiherrastöðu í kortunum hjá honum – einhverja stöðu sem setið er um, vel staðsetta í „flottari kantinum“. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er öllu rólegri en Bjarni, kollegi hennar. Hún drekkur appelsínudjús og te í rólegheitum. Katrín er mikil fjölskyldukona og heldur áfram að rækta þá hlið. Hún eyðir miklum tíma með börnum sínum. Katrín vill hafa skýran ramma heima fyrir og heldur fjölskyldulífi sínu utan við sviðsljósið. Þetta verður gott ár fyrir hana, en ekki ár mikilla umbreytinga eða sprenginga. Hún mun uppskera vel og vera vinsæl. Katrín hefur algjörlega helgað sig starfinu og er mjög annt um að gera allt vel. Hún minnir um margt á „Elastic girl“ í ofurhetjumyndinni „Incredibles“. Hún heldur öllu saman. Þetta á bæði við um starfið og heimilið. Hún er límið. Það verður mjög greinilegt á komandi kjörtímabili – hún er sú sem getur lægt öldurnar og sætt ólík sjónarmið. Þetta hefur hún gert listilega hingað til og verður lítil breyting þar á. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er á áhugaverðum krossgötum í lífi sínu. Það er einhver innri tilfinningaleg bylting að eiga sér stað hjá henni. Á komandi tímum mun hún endurskoða lífið og brjótast út úr kassanum. Áslaug finnur hjá sér ríka þörf til að upplifa og prófa nýja hluti sem hún hefur ekki gert áður. Hún er í einhverju ástarsambandi sem hún telur vera hið

Ég sé síðan fyrir mér einhverjar stórar jarðhræringar með haustinu. Þá er eins og eitthvað vakni úr dvala, mikill dreki. Þetta gæti verið hún Katla okkar að minna á sig. Það verður mikið um rigningar síðari part vetrar og í vor, en mars verður þó snjóþungur mánuður og það mun snjóa fram í apríl. Sumarið verður hins vegar bjart og mun bera með sér mikla veðurblíðu, öllum til mikillar ánægju.“

vera laus við heilbrigðisráðuneytið undir þeim kringumstæðum. Samstarfið innbyrðis á næsta ári gengur jafn vel og vonast var til. Helstu deilurnar þar verða um þjóðgarðinn. Mesta gagnrýnin sem ríkisstjórnin mun sæta frá almenningi varðar það hvernig hún ætlar að eiga við heilbrigðiskerfið.

rétta fyrir sig, en það fylgja því flækjur sem reynast henni erfiðar. Í sumar mun eitthvað breytast innra með henni. Ef til vill áttar hún sig betur á tilfinningum sínum og hvað það er sem hún vill ekki í lífinu. Hún mun í kjölfarið segja skilið við núverandi flækjur sem þjóna henni ekki og fólk sem heldur aftur af henni. Áslaug mun verða tilbúin til að fórna öryggi, orðspori og því sem hún þekkir til þess að upplifa nýja, óvænta hluti og frelsi í framhaldinu. Segja má að hún muni uppgötva sjálfa sig upp á nýtt. Hún mun finna fyrir auknu frelsi þegar kemur að ástamálum og hún víkkar út sjóndeildarhringinn. Áslaug mun að endingu finna djúpa ástríðu og innra með henni mun kvikna ástarbál þar sem hún hefði síst átt von á. Þetta mun svo hjálpa henni við að elska sjálfa sig á dýpri hátt. Guðlaugur Þór Þórðarson mun upplifa áhugaverða og öfluga tíma á komandi ári. Mér sýnist verða einhver titringur í hjónabandi hans og Ágústu Johnson. Þau eru stödd í einhverjum nýjum aðstæðum sem skapa spennu. Ef þau leyfa hlutunum að gerast og vanda tjáskiptin gætu þau orðið nánari fyrir vikið, þegar tímabilið er á enda. Þetta mun ekki verða áreynslulaust, það hriktir aðeins í stoðunum hjá þeim, en þetta er áhugavert vaxtarskeið sem er mikilvægt. Passi þau vel upp á nándina og kærleikann sín á milli munu þau uppskera ríkulega, bæði sem hjón og einstaklingar. Guðlaugur Þór er að enduruppgötva sjálfan sig og er staddur á nokkurs konar tímamótum. Fólk mun bera aukna virðingu fyrir honum og setja hann á stall. Það er eins og hann muni komast upp með fleiri hluti; eins og hann hafi drukkið dropa af heppni og það sem hann taki sér fyrir hendur í framhaldinu hafi einhvern veginn tilhneigingu til að ganga upp. Fólki mun þykja það gott sem hann gerir og geri hann mistök fær hann ágætis svigrúm frá samfélaginu og samferðafólki. Árið 2022 er mikið happaár fyrir Guðlaug og ár uppsveiflu fyrir hann persónulega. Fólk mun sjá hann í nýju ljósi og hann öðlast meiri virðingu úr öllum áttum – ekki bara innan síns eigin flokks. Þetta ár verður ár upprisu Guðlaugs Þórs. Sigurður Ingi Jóhannsson hugsar þetta kjörtímabil sem sitt síðasta, í það minnsta sem formaður flokksins. Hann horfir til Lilju Daggar og Ásmundar Einars sem arftaka sinna. Árið verður í sjálfu sér rólegt hjá Sigurði Inga og ekki mikla ólgu að sjá. Hann er sáttur og rólegur þar sem hann er og nýtur vinsælda úr öllum áttum.

Svandís Svavarsdóttir mun standa sig vel í nýju ráðuneyti og er að endingu mjög fegin að vera laus við álagið í heilbrigðisráðuneytinu. Hún mun vera Willum Þór innan handar í áskorunum sem bíða hans sem arftaka hennar. Svandís er orðin langþreytt eftir álagið í faraldrinum og mun taka sér eitthvert frí. Hún þarf á því að halda að vera með sínum nánustu, fá að vera til og finna einhverja innri ró. Hún hefur staðið sig vel á afar krefjandi tímum og getur svo sannarlega klappað sér á bakið. Sagan mun vera með henni í liði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun þurfa að huga vel að heilsunni á komandi ári. Hann þarf að gefa andlegu hliðinni gaum og átta sig á því hvað það er sem lætur honum líða vel og hvað sýgur úr honum orkuna og veldur tjóni. Hann er í eðli sínu viðkvæmur á sálinni en hefur alltaf skammast sín fyrir það og reynt að fela það. Hann þarf að skilja að það er ekki veikleiki – heldur hefur það sínar björtu hliðar, gerir hann næman og ljúfan. Sigmundur verður að fara betur með sig og læra að þykja vænt um sjálfan sig. Stjórnmálin fara í rauninni alls ekki vel í hann og hann er farinn að finna það. Á komandi ári fer hann að velta því fyrir sér hvort hann þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt – hvort hann sé á réttum stað. Þessu getur enginn svarað nema hann sjálfur, en ég ráðlegg honum að þiggja ráð frá því fólki sem hefur reynst honum best og hann treystir. Þetta geta verið nánir vinir eða fjölskyldumeðlimir – fólk sem hefur hingað til veitt honum skilyrðislausa ást og skilning. Inga Sæland er að sigla inn í þýðingarmikið ár. Það er eitthvað mikið umbreytingarafl í kringum hana sem mun bylta sjálfsmynd hennar og tilfinningalífi. Hún verður á nýjum slóðum – öðrum en við höfum áður séð hana á – og hún mun koma á óvart. Það er innri bylting að fara af stað hjá henni sem mun verða til þess að hún mun hafa miklu minni þolinmæði fyrir öllu sem er á gráa svæðinu. Inga mun öðlast mun meiri innri kraft og afl. Hún mun hugsa hlutina meira í svörtu og hvítu. Hún mun í kjölfarið lyfta grettistaki og koma af stað málum sem eru nærri hjarta hennar. Hún verður mikil réttlætisbaráttukona á þessum sviðum. Fólk hefur oft ekki tekið Ingu Sæland nægilega alvarlega og nú mun koma í ljós að það voru sannarlega mistök. Innan þingheims mun fólk byrja að líta á hana sem verðugan andstæðing og hún mun vinna sér inn sinn sess. Þessi orka sem mun umlykja hana er nauðsynleg til þess að knýja mál áfram.

föstudagur 31. desember 2021

19


Andrés Ingi Jónsson er rísandi stjarna innan raða Pírata. Hann mun gera góða hluti á þinginu á árinu og vera áberandi. Hann mun upplifa sig á réttum stað í flokknum og verður vinsæll. Andrés Ingi mun láta til sín taka í réttlætismálum – enda mjög samfélagslega þenkjandi.

Ásmundur Einar Daðason nær góðri yfirsýn sem skólaog barnamálaráðherra og verður áfram áberandi vinsæll. Honum tekst að greina á milli hvaða gagnrýni hann þurfi að bregðast við með viðeigandi breytingum og hvaða gagnrýni hann eigi að hunsa.

Kristrún Frostadóttir verður ótrúlega beitt á þinginu og mun leiða mjög öfluga stjórnarandstöðu. Hún mun ögra þeim sem hafa haft tögl og hagldir í fjármálaumræðum á þinginu og gefa lýðnum ferska sýn á stöðu mála. Hart verður vegið að hennar persónu á komandi þingári, enda virðist mörgum ógnað af risi hennar og veru í þinginu.

Aftur fer af stað umræða um niðrandi orðræðu sem hann lét falla í garð kvenna í fortíðinni. Þetta er dæmi um eitthvað sem hann lærir að hann þurfi að endingu að bregðast við og tjá sig um.

Mér sýnist Lilja Dögg Alfreðsdóttir þurfa að fara varlega og hugsa vel um sig á nýju ári. Það er þarna einhver hætta á kulnun og hún gæti lent í að bregðast ókvæða við gagnrýni, sem svo elur af sér meiri gagnrýni. Þetta er þó eitthvað sem hún getur komið í veg fyrir með því að hugsa vel um sjálfa sig og dreifa ábyrgð – Lilja er svo vön því að sjá um allt sjálf en hún er að læra að það er í lagi að biðja um aðstoð og treysta á annað fólk.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kemur í heimsókn til Íslands. Vel fer á með honum og Katrínu Jakobsdóttur. Orðrómur fer af stað um að Bjarni Ben hafi manað hann í sjómann á Hótel Holti. Í sumar verður einhvers konar kynlífsskandall hjá æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Þetta verður orðrómur á sveimi sem verður æ háværari. Að lokum er orðrómurinn staðfestur – hugsanlega er einhver sem lekur upplýsingum, einhver sem var á staðnum. Við fáum nýja sýn á þetta fólk og

„Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hverfur á braut úr borgarpólitíkinni. Hann kveður sviðið sáttur en þreyttur. Sjálfstæðisflokknum mun ganga betur í borginni með Hildi Björnsdóttur í brúnni. Hún mun að endingu fagna sigri eftir harða baráttu og verða borgarstjóri. Hún verður afar vinsæl á árinu. Sósíalistaflokknum mun ekki ganga vel í borgarstjórnarkosningunum og Miðflokkurinn geldur afhroð. Þar með hverfur Vigdís Hauksdóttir á braut úr borginni.

„Stóra málið um blóðmerahaldið mun draga dilk á eftir sér og varpa ljósi á önnur mál er varða dýravelferð á Íslandi. Dýravernd verður fyrirferðarmikil í fjölmiðlaumfjöllun og fljótlega verður áberandi umfjöllun og háværari umræða en nokkru sinni fyrr um dýraát Íslendinga og möguleika í grænkeralífsstíl. Þetta mun verða til þess að girnileg grænmetisfæða og grænkerauppskriftir verða vinsælli en nokkru sinni fyrr.

20

föstudagur 31. desember 2021

Inga Sæland mun halda áfram að þrýsta á bann við blóðmerahaldi og safna að sér enn fleiri bandamönnum. Þetta er ekki síðasta dýraverndarmálið sem hún mun tala fyrir.“

sjáum að það er margt sem gerist bak við luktar dyr. Þetta er ein hliðin á frjálsræði og tryllingi komandi sumars. Það verða í rauninni engir stórir hlutir sem gerast hjá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á árinu. Hann heldur sínum vinsældum og er ákveðinn klettur þegar ólga er í samfélaginu. Hann tekur enga afgerandi afstöðu en fólk kann vel við hann þarna í forsetastólnum og þykir vænt um hann. Kári Stefánsson fer skyndilega að styðja grasrótarhreyfingu í stjórnarskrárbaráttunni. Hann er mikill lýðræðissinni, talar gegn kvótakerfinu og fer að sjá aukna möguleika í nýrri stjórnarskrá. Hann sökkvir sér í vinnu þetta árið. Sólveig Anna Jónsdóttir finnur annan vettvang þar sem hún getur látið til sín taka og heldur ótrauð áfram. Efling verður örlítið minna róttækt stéttarfélag en mun sækja jafnt og þétt fram á við og verða fyrirferðarmikið í umræðunni með marga mikilvæga vinkla.“

Framsóknarflokkurinn mun halda áfram sinni sigurgöngu í Reykjavík. Mér sýnist að Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata, muni ganga vel í borgarpólitíkinni. Hún er á réttum stað þarna og getur gert mikið gagn.“


„Lögfræðiprófessorar í Háskóla Íslands gera drög að stjórnarskrárbreytingum að beiðni ríkisstjórnarinnar. Drögin fara misvel í þingmenn. Þau velkjast um í kerfinu og daga að lokum uppi í nefnd og verða að ryki.

„Æ fleiri bændur munu fara út í grænmetisframleiðslu á árinu. Mikið verður tekist á um það hvort grænmetisbændur eigi að fá ódýrari raforku. Það verður svo úr að garðyrkjubændur fá loks raforkuverð á sambærilegu verði og aðrir stórkaupendur, til lýsingar í gróðurhúsum sínum. Þetta mun auka grænmetisrækt, þjóðinni til mikillar lukku þar sem

hún fer að neyta meira grænkerafæðis á árinu. Grænmetisbændur munu eiga auðveldara með að standa undir sér í matvælaframleiðslu og fólk kemur til með að kaupa meira íslenskt – sem svo dregur úr kolefnisfótspori okkar. Þarna liggja mikil tækifæri fyrir þjóðina.“

„Ríkisstjórnin mun semja um virkjun og reyna að fara einhvers konar baktjaldaleið að því. Látið verður eins og rask og afleiðingar verði mun minni en þær verða. Markmiðið er að virkja fyrir önnur lönd til að afla fjár. Almenningur verður ekki hafður með í ráðum hvað þetta varðar og það vekur að endingu reiði í samfélaginu.

„Árið 2022 mun Ísland taka á móti fleira flóttafólki en síðustu tvö ár. Samt sem áður verður útlendingastefnan hér rekin með harðari hætti en áður og fleiri tilvik verða þar sem konur og börn verða send úr landi til landa þar sem líf þeirra eru í

Sama má segja um endurskoðun á auðlindamálum, varðandi sanngjarnan arð af sameiginlegri sjávarauðlind þjóðarinnar. Þetta fer í nefnd og eftir mas og þras verður ekkert úr þessu. Háværar umræður verða í lok árs um að þetta sé kannski merki um að það sé best að fara eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012, þar sem samþykkt var að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar breytingum.“

Eitthvað virðist mér að þessi ríkisstjórn verði góð í baktjaldamakki og svolítið lúmsk. Umhverfisráðuneytið mun í auknum mæli gera lítið úr áhrifum náttúrurasks og virkjana. Hvað loftslagsvána varðar eru markmið stjórnarsáttmálans í loftslagsmálum nokkuð metnaðarfull. Mér sýnist að ríkisstjórnin muni leggja mikið púður í að láta þau raungerast …“

hættu. Almenningi verður mjög misboðið út af þessu og það verður mikil ólga í kjölfarið, með miklum mótmælum. Þetta mun svo leiða af sér stórar breytingar í málaflokknum og viðhorfsbreytingu almennt á þessu sviði.“

föstudagur 31. desember 2021

21


„Það verða frekari eftirmálar vegna mistakanna í alþingiskosningunum. Það eru kærur í farvatninu sem að endingu munu fara fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Málin verða ekki tekin til meðferðar á þessu ári, en það er hins vegar á hreinu að þetta mun ekki deyja út. Nú er farin af stað atburðarás sem mun að endingu verða ákveðinn áfellisdómur yfir kerfinu okkar hér og því hvernig við tökum á málum sem þessum. Dómsmál neytendasamtakanna gegn bönkunum byrjar. Það er eitthvað sem mun taka tíma, en mun hafa áhrif á lánakerfi okkar til frambúðar.

„Hneykslismál munu koma upp innan Þjóðkirkjunnar á árinu. Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi er ekki vært í embættinu og kirkjan klofnar enn frekar innbyrðis. Hún nær ekki að sameina stríðandi fylkingar og er of umdeild. Hún reynir að kenna kvenfyrirlitningu um óvinsældir sínar, en staðreyndin er sú að það er ekki satt í hennar tilfelli. Hún hefur einfaldlega ekki staðið sig nægilega vel í embættinu og komið illa

Efnisdómur fellur í kærum fjögurra kvenna til Mannréttindadómstóls Evrópu – þar verður staðfest að farið hafi verið gegn ákvæði sáttmálans varðandi réttláta málsmeðferð. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Ísland fær áfellisdóm í málum sem þessum og í ljós kemur að kerfið okkar er mun aftar á merinni en við viljum vera að láta. Konurnar fjórar munu hafa betur gegn íslenska ríkinu og þetta mun hafa áhrif til lengri tíma. Að endingu mun þetta verða til þess að við tökum kerfið okkar til gagngerrar endurskoðunar – en það verður ekki á þessu ári.“

fram við marga. Þetta er eitthvað sem mér sýnist að muni koma í ljós. Þeir sem eru ósáttir við Agnesi munu rísa upp og tjá sig meira. Ljósi verður varpað á þau dómsmál sem hafa verið rekin og verða rekin gegn henni og kirkjunni. Mér sýnist að ofbeldismál muni koma upp í tengslum við kirkjuna. Uppgjör er þarft.“

„Mál á borð við plastmálið verða fleiri sem og margs konar vanræksla í stórum og mikilvægum samfélagslegum kerfum. Við sjáum hversu margt af því tagi hefur hreinlega ekki verið nógu vel gert. Almenningur hneykslast og finnur fyrir samábyrgð og vilja til þess að við gerum betur fyrir heildina. Öld Vatnsberans fer að koma sterk inn í hjörtum manna.“ Geðheilsa þjóðarinnar „Ég hef miklar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar. Henni fer hrakandi og áfram fer tilfellum kulnunar fjölgandi. Við erum líka að verða daprari, þunglyndari og kvíðnari. Inntaka geðlyfja er að aukast. Enda skyldi engan undra, í kerfi sem niðurgreiðir ekki sálfræðiþjónustu. Árið 2022 mun hefjast uppgjör í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Geðdeild verður endanlega vanhæf í að takast á við biðlista og æ fleiri fá ekki þá aðstoð sem þeir þurfa. Í kjölfarið verður umræða um hið andlega, trú og kærleika meira áberandi. Margir munu opna á annars konar aðferðir til þess að takast á við vanlíðan, utan heilbrigðiskerfisins. Þarna sýnist mér að tabú umræða varðandi einhvers konar trú, í hvaða mynd sem hún er, muni opnast meira og fæða af sér eitthvað fallegt og stórt í samfélaginu. Fólk fer að finna einhverja aukna þörf fyrir trú og umræða um einhvers konar æðri mátt, sálina og slíkt verður fyrirferðarmeiri og heyrist á hinum ólíklegustu stöðum.

Landspítalinn „Frelsi frá sóttvarnareglum heldur áfram að stranda á spítalanum að einhverju marki. Við höldum áfram að finna fyrir því á árinu hvað spítalinn þolir lítið álag vegna langvarandi fjársveltis. Þetta er einn eitt dæmið um hluti sem við höfum áttað okkur á, eða fengið slengt framan í okkur, og þurfum nú að lifa með og ákveða hvað við viljum gera í framhaldinu. Í kjölfar þessa verður háværari umræða um breytingu í heilbrigðiskerfinu – hverju við erum tilbúin til að eyða í gott kerfi sem þolir meira. Þessi umræða mun fela í sér nokkur átök og andstæða póla. Þeir sem því eru hlynntir munu til að mynda tala fyrir einkavæðingu í auknum mæli. Mér sýnist meirihluti þjóðarinnar ekki vilja aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Við eigum eftir að sjá meiri fólksflótta frá Landspítalanum. Í framhaldinu mun ríkisstjórnin sjá að ástandið er ekki sjálfbært og mun engan annan kost eiga en að fara í samtal við spítalann um hvað vanti og ráðast í bráðabirgðaaðgerðir til að laga ástandið, svo harðar samkomutakmarkanir verði ekki viðvarandi um ókominn tíma. Seinni part árs verða fleiri skurðaðgerðir framkvæmdar á einkastofum úti í bæ og þannig komið til móts við húsnæðisvandann í bili. Ráðist verður í aðgerðir til fá fleiri svæfingalækna og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga á spítalann. Eins og áður sagði verður Covid-19 þó ekki eins stór ógn á næsta ári eins og hún var á því síðasta, svo hlutirnir munu fara betur en á horfðist.“

22

föstudagur 31. desember 2021

Hvað geðsjúkdóma varðar sé ég aukna umræðu og fræðslu um geðklofa á árinu og hvernig hægt sé að lifa með sjúkdómnum. Þetta er einn af þeim geðsjúkdómum sem mætt hafa hvað mestum fordómum. Ég held að það verði í kjölfar opnari umræðu um geðsjúkdóma sem fíknisjúkdómar verði teknir meira fyrir og að endingu verði neysluskammtar afglæpavæddir, eftir mas og þras í þinginu. Annars konar umræða um tabú málefni tengd geðheilsu og spiritúalisma mun fjalla um ýmsar „alternative“ lækningaraðferðir, jurtir og fleira. Meira verður rætt um smáskammta af sveppum til andlegra lækninga, CBD-olíu og fleira. Fólk vill prófa nýjar leiðir og þótt það verði tekist á um þessi mál og hreint ekki allir sammála, þá verður umræðan sjálf meira áberandi en áður. Að lokum myndast enn meiri þrýstingur á að sálfræðiþjónusta í landinu verði niðurgreidd og viti menn; það næst fyrir árið 2023. Viðhorf samfélagsins til vinnu er að breytast hægt og rólega og fleiri sjá að fólk þarf að sinna andlegri heilsu betur, þjóðarsálinni til hagsbóta.“


AfsláttarAPP Íslendinga yfir 50.000 notendur

100 afslættir og tilboð um land allt. Vertu klár með krónurnar og njóttu!

Nánari upplýsingar á coupons.is

Coupons_Mannlif_des2021.indd 1

12/14/2021 12:16:29 PM


„Vaxtahækkanir munu þrengja æ meira að fjölskyldum og fólki á fasteignamarkaði. Hækkanir fara að sliga sum heimilin. Verð heldur áfram að hækka og bilið milli hinna íku og fátæku breikkar enn. Áfram verður erfitt fyrir þá sem eiga ekki fasteign að komast inn á markaðinn.

„Davíð Oddsson hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu. Miðillinn mun hagnast á brotthvarfi hans og byrja hægt og rólega að endurnýja sig. Nýtt fólk stígur til metorða á Morgunblaðinu og miðlinum mun ganga betur í kjölfarið.

Verðtrygging verður til umræðu á árinu, sem og óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Jón Ásgeir Jóhannesson verður frekar rólegur á árinu og tekur upp nýtt áhugamál. Hann heldur sínu striki á bak við tjöldin. Haraldur Ingi Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, frumkvöðull og upphafsmaður átaksins Römpum upp Reykjavík, heldur áfram að láta gott af sér leiða með ýmsu móti á nýju ári. Þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur árið 2022 munu bera ávöxt. Haraldur er erkitýpa Satúrnusar í Vatnsbera, kæru vinir, sem þýðir að hann gefur af sér til samfélagsins og uppsker á móti. Hans velgengni er beintengd samfélagsúrbótum. Hann horfir út á við og lítur á sína hagsmuni sem samofna hagsmunum samfélagsins. Ungar konur fjárfesta meira og nýta sér meðbyr á fjárfestingamarkaði. Þær fara fyrir fjármagni í auknum mæli og kynjamisréttið í þeim heimi verður því sífellt minna. Við sem samfélag, ekki síst hin unga kynslóð sem er að erfa landið, verðum samt sem áður að passa okkur á skaðlegum áhrifum síðkapítalismans sem grasserar. Ég hvet fólk eindregið til að fjárfesta og stýra peningum með hag almennings fyrir brjósti. Það mun skila sér ríkulega fyrir land og þjóð.“

Icelandair og Play „Samkeppni á flugmarkaði verður mikil á árinu og ferðalagaþyrstur almenningur græðir á því. Play mun öðlast sinn sess og viðurkenningu. Flugfélagið verður virt og ber sig ekki saman við Icelandair, heldur er Play stjórnað á einbeittan hátt í að gera sitt eigið og lúta sínum eigin lögmálum. Fyrirtækið eltist ekki við Icelandair og er ekki að reyna að líkja eftir því gamalgróna flugfélagi, eins og WOW var farið að gera sín síðustu ár. Play stendur með því að vera lággjaldaflugfélag og notast við sitt viðskiptamódel. Þetta mun reynast fyrirtækinu gjöfult í samkeppni og hjálpa því að ná langt.“ Ferðamannaiðnaður á Íslandi „Það verður meiri túrismi í ár en í fyrra og raunar mun hann blómstra strax í vor. Fólkið sem kemur hingað núna er þó kannski ekki endilega ríkir túristar sem eru að eyða háum fjárhæðum í þægindi og lúxus, heldur er ævintýramennska ríkjandi. Við munum sjá meira af millistéttarfólki í rómantískum ferðum og ævintýra- og útivistarferðum. Fyrirtæki sem gera út á upplifun munu uppskera vel. Það verður sem sagt minna um forréttinda-lúxustúrista. Fólk sem hingað kemur er að koma til að láta kveikja í sér eftir mikla kyrrsetu, innilokun og einangrun. Fólk vill fyrst og fremst UPPLIFA.“ Tækni „Ég sé fyrir stóran leka á persónulegum upplýsingum. Ég sé því miður ekki mikið meira og ekki á hvaða sviði lekinn verður, en ég sé þó sterkan rauðappelsínugulan og bláan lit í tengslum við þessa sýn.“

RÚV er ekki að halda nægilega vel utan um starfsfólk sitt. Enn fleiri munu segja skilið við ríkisfjölmiðilinn á nýju ári og hann veikist með brotthvarfi fleira lykilfólks. Launamál hjá RÚV komast í brennidepil. Fólkið sem hverfur á braut hrökklast út ósátt og kvíðið. Meira verður um kulnun þar innanhúss á árinu. Í framhaldinu verður einhver endurnýjun innanhúss. RÚV verður á auglýsingamarkaði eins og áður þrátt fyrir gagnrýni og heldur þannig sinni yfirburðastöðu. Vinsældir RÚV hjá almenningi halda þó áfram að vera nokkuð miklar og unga fólkið sækir í miðilinn í auknum mæli. RÚV heldur áfram á þeirri vegferð að endurnýja sig og verður sífellt ferskari miðill sem höfðar til yngri aldurshóps. Ég sé Loga Bergmann Eiðsson lenda í einhverjum vandræðum á nýju ári. Hann verður mikið á milli tannanna á fólki. Það er eins og það komi eitthvað í ljós í tengslum við hann. Ég sé aðra manneskju nálægt þessu. Ég sé því miður ekki nákvæmlega hvað þetta er eða hvernig þetta mun enda, en mér sýnist geta brugðið til beggja vona hvað málalyktir varðar hjá Loga Bergmann í þessu máli. Helgi Seljan er, eins og frægt er orðið, einn þeirra lykilmanna sem hafa horfið af skjáum landsmanna undanfarin misseri. Hann þurfti á veikindaleyfi að halda eftir það mikla álag sem hann var undir eftir að hafa afhjúpað ámælisverð viðskipti Samherja í Namibíu. Í haust opnaði hann sig síðan um það mikla áreiti og árásir sem hann mátti þola frá Samherjamönnum í kjölfarið. Hann talaði við sama tilefni opinskátt um andleg veikindi sín. Árið 2022 verður stórt ár í lífi Helga og hann mun rísa á ný. Hann er núna staddur í miðri endurfæðingu – segja má að hann sé núna eins og fuglinn Fönix, að steypa sér í eldinn, áður en hann endurfæðist síðan upp úr öskunni. Hann er að endurskoða allt um þessar mundir. Í apríl kemur augnablikið þar sem hann byrjar að rísa upp og átta sig á því hvað hann þarf að gera og hvert hann vill fara. Hann mun endurskoða leiðina sína og að endingu feta nýja braut sem verður honum mikið gæfuspor. Þetta eru virkilega spennandi og öflugir tímar. Stundin mun áfram fletta ofan af spillingu og vinna úr stórum og miklum málum á árinu. Ég sé þau einna helst verða með fleiri stór ofbeldismál á næstunni. Í fjölmiðlum almennt verður dýravernd meira áberandi og hulunni verður svipt af fleiri málum er varða slæma meðferð á dýrum á Íslandi. Sömuleiðis munu loftslagsmál fá stærri sess í umfjöllun.“


Bóka borð eða panta mat? dineout.is

Hátíðlegir viðburðir og jólahlaðborð til bókunar á dineout.is ásamt gjafabréfum á vinsælustu veitingastaði landsins.


„Það verður afar þungur róður hjá Borgarleikhúsinu á árinu og fjármálin standa afar illa eftir síðustu tvö ár. Nýverið óskaði leikhúsið eftir 50 milljóna króna styrk úr ríkissjóði vegna tekjutaps í heimsfaraldrinum. Mér sýnist hins vegar að leikhúsið hafi ekki alveg erindi sem erfiði þar og muni ekki fá alla upphæðina. Mér finnst eins og málið verði tafið í einhverri skriffinnsku í kerfinu – og eins og það verði hugsanlega tafið viljandi. Þetta verður til þess að leikhúsið þarf að taka stóra fjárhagslega áhættu. Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri er með mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart leikhúsinu þessi misserin, en á sama tíma vill hún brjótast út úr kassanum, verða fyrir innblæstri og vera frjáls sem listamaður. Það mun á næstunni reynast henni þrautin þyngri að sameina listamanninn og leikhússtjórann. Henni finnst erfitt að vera svona bundin niður eins og raunin hefur orðið í þessu starfi í ófyrirséðum heimsfaraldri. Að endingu mun Brynhildur þó halda ótrauð áfram og ná ákveðnu jafnvægi. Hún verður einhvern veginn beintengd tíðarandanum og þótt árið verði erfitt verður það á sama tíma spennandi. Hún mun gera góða hluti í samræmi við það sem fólk vill sjá akkúrat núna. Hún fær margar nýjar hugmyndir og mikinn innblástur á seinni hluta ársins og mun gera áhugaverða hluti. Magnús Geir Þórðarson heldur áfram sigurgöngu sinni í Þjóðleikhúsinu og þetta verður afar jákvætt og sterkt ár þar á bæ. Vinsældirnar verða miklar og margar sýningar munu njóta hylli landsmanna. Í kjölfarið mun Þjóðleikhúsið sópa til sín Grímuverðlaunum, annað árið í röð. Magnús Geir er almennt séð mjög næmur á tíðarandann, en þetta árið verður hann alveg sérstaklega mikið með puttann á púlsinum. Það er eins og hann sé algjörlega á réttum stað núna. Allt það sem hann gerir á þessu ári hefur yfir sér orku og álög þannig að breytingar verða til frambúðar og fótspor hans mun endast og varðveitast. Þetta þýðir að hverjar þær breytingar sem hann kann að gera á þessu tímabili verða varanlegar, eða að minnsta kosti mjög langlífar. Magnús Geir hefur engan áhuga á neinu yfirborðskenndu, heldur vill hann fara á dýptina og það mun endurspeglast í verkefnavali Þjóðleikhússins sem og því listafólki sem verður valið til starfa við húsið. Hann hefur mikinn og djúpan skilning á listinni en líka á mannlegu eðli og trendum og veit hvað fólkið vill. Þetta er hæfileiki sem hann hefur alltaf búið yfir, en hann verður enn betri í því núna – sem mun geta af sér gullöld Þjóðleikhússins. Þjóðleikhúsið verður því í algjörri yfirburðastöðu á árinu. Leiksýningin Ásta mun vinna til ótal Grímuverðlauna og Birgitta Birgisdóttir hreppir verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki. Baltasar Kormákur verður áfram á kafi í verkefnum og mun ganga vel. Hann mun í meira mæli miða á slóðirnar sem hann var á í Kötlu og er meðal annars að vinna að framhaldi á þeim þáttum. Ófærð 3 olli vonbrigðum og það endurspeglast í áhorfi og allri gagnrýni. Hann lætur þó engan bilbug á sér finna. Eitthvað virðist vera að gerast í einkalífinu og mér sýnist að þau Sunneva Ása Weisshappel muni tilkynna um fjölgun á nýju ári … Nína Dögg Filippusdóttir skrifar eða leikstýrir nýju efni á árinu. Þetta eru þættir eða kvikmynd. Það mun ganga mjög vel og hún mun uppskera ríkulega. Hún vinnur til verðlauna fyrir verkið og vekur athygli erlendis. Þuríður Blær Jóhannsdóttir verður áberandi á árinu, bæði í leikhúsinu og í Reykjavíkurdætrum. Mér sýnist að hún gæti fengið tækifæri erlendis sem lætur hana uppgötva nýja og hrárri hlið á sjálfri sér. Ástin blómstrar hjá Matthíasi Tryggva Haraldssyni, leikskáldi og Hatara, og Brynhildi Karlsdóttur, sviðslista- og tónlistarkonu. Þau virðast eiga vel saman í lífi og listum og veita hvort öðru mikinn innblástur. Ég ætla að ganga svo langt að segja að það virðist vera frjósemi í kortunum hjá þeim og ég spái því að ástin muni fjölga sér á nýju ári … Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er stödd í tímabili með mjög háu orkustigi og villtu yfirbragði. Þetta gæti falið í sér aukna hvatvísi og æsing. Mér finnst eins og hún muni skrifa eitthvað sem fer öfugt ofan í ansi marga og eftirá mun hún upplifa að hún hafi farið fram úr sér í það skipti. Þetta á sérstaklega við í sumar, þá verður mikill æsingur í kringum hana. Hún gæti virkjað þessa orku með nýju listrænu verkefni sem gæti reynst gjöfult. Mér finnst ég þó sjá töluvert mikið um skrif hjá henni – það eru jafnvel nokkrar líkur á því að hún skrifi bók. Það verður þá umdeild bók. Nýju þættirnir Verbúðin slá algjörlega í gegn og munu hafa ófyrirséð áhrif á samfélagsumræðuna. Þættirnir hjálpa almenningi að setja sig inn í flókna sögu landsins um fisk og kvóta. Sú skoðun að þjóðin ætti að fá stærri hlut af fiskauðlindinni verður útbreiddari.“

26

föstudagur 31. desember 2021

„Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsál okkar Íslendinga. Hann heldur sínu striki á árinu og talar fyrir samtali og einingu. Hann vill vita hvernig við ætlum að halda áfram með Metoo-verkefnið. Fólki líkar ekki alltaf það sem hann segir og gerir, en hann verður brú á milli andstæðra póla á næstu misserum, eins konar sáttasemjari. Einn af hæfileikum Bubba er að hann getur talað við báðar hliðar og sameinað fólk, ef fólkið er tilbúið í það. Hann er reiðubúinn til að tjá sig og taka gagnrýninni sem kemur óumflýjanlega. Bubbi talar fyrir því sem honum finnst vera sannleikurinn - hann festir sig ekki í pólitískri rétthugsun, heldur talar út frá því sem hann trúir. Hann bendir á keisarann þegar hann er nakinn og talar inn í það sem er í deiglunni. Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, er sannarlega búin að marka spor sín í tónlistarbransanum og er nú að uppskera eftir miklar breytingar síðustu ár. Hún er ekki upptekin af sjálfri sér eða sviðsljósinu. Athyglin sem hún fær fylgir dugnaði hennar, hæfileikum og vinnusemi. Hún mun hljóta miklar viðurkenningar á árinu og er stödd á tímabili mikillar uppskeru sem hún má sannarlega njóta. Ég sé líka að hún mun fást við leiklist í auknum mæli. Slíkt verkefni mun koma í fangið á henni á þessu ári og hún ætti að taka því opnum örmum, því þetta er lukkutími. Bríet mun halda áfram á sömu braut og ekkert lát mun verða á velgengni hennar. Hún er komin til að vera og þetta er hennar vettvangur – að vera poppstjarna. Hún mun áfram fara varlega í að tjá sig um stjórnmál og slíkt; hún velur heldur að standa utan við þá umræðu opinberlega. Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari í hljómsveitinni Kaleo, munu halda sínu sambandi áfram. Þau munu ganga í gegnum örlítið erfitt tímabil á árinu og þurfa að hugsa sig um og átta sig á því hvert þau stefna sem par – en ástin sigrar að lokum. Valdimar Guðmundsson er að upplifa sterka umbreytingarorku. Hann er með ákveðna þörf fyrir að breyta um stefnu og marka sér ný spor, bæði út á við og inn á við. Hann er nýorðinn pabbi í fyrsta sinn og mun farnast vel í því hlutverki. Líf hans er fullt af ást þessi misserin. Hann mun finna fyrir því hvernig nýja hlutverkið er að breyta honum til frambúðar og það mun síðan hafa töluvert mikil áhrif á sköpun hans og því hver næstu skref hans verða í listinni. Það er eins og hann finni nýjan innblástur og ég spái því að hann muni semja mikið af nýju efni á næstunni sem muni fá virkilega góðar undirtektir. Þetta er tími þar sem hann getur hrist af sér allt það sem heldur aftur af honum og skorið böndin við fólk sem hefur ekki góð áhrif á hann. Hann gæti lent upp á kant við fólk og rifist við vini og samstarfsfólk, því það er mikill sprengikraftur í gangi innra með honum og það getur reynst honum erfitt að halda aftur af sér og temja skapið. Þetta er sannarlega góður tími til að ná hinum ýmsu markmiðum. Valdimar gæti upplifað dálitla hvatvísi á komandi mánuðum og þarf aðeins að vera meðvitaður um það – betra er að horfa fram á veginn og á langtímamarkmið. Eftir þann umbreytingartíma sem nú er í gangi mun Valdimar að endingu upplifa sátt og að hann sitji betur í sjálfum sér og þekki sjálfan sig betur. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona er að koma út úr miklu breytinga- og umrótstímabili, en nú fer öldurnar að lægja. Hún finnur að hún er þar sem hún vill vera og er hamingjusöm. Henni finnst hún vera búin að vaxa mikið og komast nær kjarna sínum. Hún situr betur í sér núna en áður og fjölgun á nýju ári mun veita mikla hamingju. Ástin blómstrar og hún upplifir miklu minni þörf fyrir að stjórna umhverfi sínu. Hún upplifir sig örugga og rólega og finnst hún vera í betra flæði. Hún getur núna sleppt takinu og látið sig fljóta. Það er því mikið gæða- og hamingjuár í vændum hjá Jóhönnu Guðrúnu og hún mun gefa út meiri tónlist sem hún er virkilega ánægð með. Magnús Eiríksson, tónlistarmaður og lagasmiður, sem á stóran sess í hjörtum þjóðarinnar, hlýtur loksins heiðurslaun listamanna á árinu og er eins vel að þeim kominn og hugsast getur. Hann tekur á móti þeim auðmjúkur og af hógværð, eins og honum einum er lagið. Björk Guðmundsdóttir leikur í nýju kvikmyndinni The Northman, sem kemur út árið 2022 og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Myndin mun því miður ekki ganga nógu vel – en það skiptir engu máli því ástfangna Björk er að hnoða saman plötu sem mun fara á lista yfir áhrifamestu plötur 3. áratugar 20. aldarinnar. Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti eins og hann er jafnan kallaður, mun eiga gott ár. Mér finnst vera heppni í kortunum hjá honum sem þýðir að það sem hann ákveður að taka sér fyrir hendur verður með ákveðin lukkuálög yfir sér. Mér sýnist að það muni koma töluvert af nýrri tónlist frá honum á árinu. Hann mun syngja meira og vera einlægur. Það leggst vel í áheyrendur og nýja tónlistin hans mun fá mikla hlustun. Reykjavíkurdætur fá loksins verðskuldaða athygli og viðurkenningu hér heima eftir þrusutónleika sem þær halda á árinu.“


„Fríða Ísberg fær heimsathygli út af nýju bókinni sinni og hún selst mjög vel. Þetta markar upphaf frjós ferils hennar utan landsteinanna. Arnaldur Indriðason heldur sínu striki í skrifum en honum er farið að leiðast dálítið. Ég sé nýja bók fyrir næstu jól, venju samkvæmt. Yrsa Sigurðardóttir sendir frá sér bók þetta árið sem gengur ekki alveg nógu vel. Hún er hins vegar með barnabók í farvatninu sem mun vekja mikla lukku og fá góða dóma, líka utan landsteinanna.

„Túristabarn hverfur í náttúru Íslands og mikil leit hefst. Barnið finnst síðan aftur, með breytt útlit og nýjan persónuleika. Nokkrir karlmenn á sjötugsaldri sem telja sig hafa séð og talað við geimveru koma saman og fjalla um það opinskátt. Þetta opnar á umræðu í þjóðfélaginu um geimverur og anda, en líka á umræðu um ósýnilega vini barna, og mögulega tengingu þarna á milli.“

Bókin hans Guðmundar Felix Grétarssonar gengur vel og fær heimsathygli. Bati hans heldur áfram að ganga vonum framar. Nýjasta bók Kamillu Einarsdóttur verður færð á leiksvið og mun vekja mikla lukku og vinna til verðlauna. Hún og pabbi hennar, Einar Kárason, munu lenda í einhvers konar samkeppni á árinu, verkum þeirra verður stillt upp hlið við hlið, og Kamilla hefur betur. Feðginin hafa þó bara gaman af þessu öllu saman og Einar samgleðst dóttur sinni. Þau fara síðan í kókosbolluátkeppni í sumar og Einar vinnur hana.“

„Stjörnuspeki er orðin svo vinsæl að fólk getur ekki farið á Tinder án þess að vera spurt „hvaða rísandi merki það er. Stjörnuspeki er komin til að vera og verður aðalísbrjóturinn hjá fólki undir 35 ára aldri. Þekkingin er að verða dýpri og þorri ungs fólks veit áður en árið er liðið hvaða tunglmerki og rísandi merki það er í. Þróunin endurspeglar stærra mynstur um að manneskjur séu að verða tengdari alheiminum og skilja betur að það sé einhvers konar innri samverkun með öllu sem er.“ Þegar völvan hefur loks lokið máli sínu, eftir að hafa dreift ótal glósublöðum um allt borð og drukkið þrjá tebolla, þagnar hún alveg og tekur síðasta sopann af teinu áður en hún stendur upp og klæðir sig aftur í ullarfrakkann.

„Hildur Yeoman hefur öðlast ást og virðingu þjóðarinnar með dáleiðandi fatahönnun sinni. Á árinu 2022 mun fara jafn mikið, ef ekki meira, fyrir henni og enn fleiri erlendar stjörnur bætast í hóp þeirra sem klæðast hönnun hennar. Ég sé fyrir að henni verði boðið á tískupall úti í löndum með nýja fatalínu. Stærsta ævintýri Hildar á nýju ári verður hins vegar innra ferðalag. Þá mun einhvers konar nýr ástarneisti kvikna innra með henni sem mun kveikja sterkan sköpunaranda hjá henni. Hún mun þurfa að sleppa einhverju, sakna einhvers og fórna einhverju, en hún þarf ekki að örvænta því lukkuhjól hennar hefur ekki staðnæmst enn. Hildur mun að endingu koma út úr þessu ferðalagi með miklu fleiri opnar dyr.“

„Ég veit að þú tókst þetta upp, en þú mátt eiga blöðin. Ef þú skyldir þurfa að kíkja eitthvað á þetta,“ segir hún. Blaðamanninn langar til að segja að hann mundi sennilega ekkert skilja í kaótískum punktum hennar hvort eð er, en lætur það eiga sig. „Hér er svo reikningsnúmerið mitt.“ Hún sýnir blaðamanninum reikningsnúmer og kennitölu á skjánum á símanum hennar og bíður einfaldlega á meðan hann opnar heimabankann í sínum eigin síma og leggur inn á reikninginn þrjá fjórðu af heildargreiðslunni, eins og þau höfðu sammælst um í upphafi fundarins. Nafnið sem kemur upp er ekki hennar eigið, heldur skrýtið nafn á einhverju fyrirtæki, sem verður ekki upplýst um hér. Blaðamaðurinn er því engu nær um hvað hún heitir. Að því loknu kveður völvan, ákveðin og brosandi, og bætir því við að hún eigi von á gesti. Það sé fullt tungl – hún spyr hvort blaðamaðurinn finni það ekki í loftinu. Blaðamaðurinn veit svo sem ekkert hvað hann finnur. Hann situr í dálitla stund eftir að völvan er horfin á braut, tekur svo saman glósublöðin, til öryggis, og heldur af stað út í desembereftirmiðdaginn.

föstudagur 31. desember 2021

27


h

Texti /Svanur Már Snorrason

Mynd/ Úr safni

Helgarpistillinn

Varúð! Klisja: Allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi

U

m Verslunarmannahelgina árið 1994 á Akureyri (hátíðin Halló Akureyri! var einmitt haldin fyrst þetta árið) tók ég þátt öðru sinni í Streetball körfuboltamóti (götubolta). Alla helgina var frábært veður – eins gott og það getur verið hér í þessari „veðurparadís“ sem Ísland jú „vissulega“ er – yfir 20 stiga hiti og glampandi sól alla helgina. Ég er ekki að ljúga! Það var ekki á dagskránni að taka þátt í mótinu hjá okkur félögunum þremur, mér, Kidda og Audda, sem fórum sem leið liggur frá Hafnarfirði til Akureyrar á bílnum hennar mömmu minnar, Toyota Corolla, árgerð 1988. Bíllinn var fullur af áfengi og einhverjum smá mat (aðallega súkkulaðikexi, kókdósum, Sómasamlokum og sígarettum – en það þótti töff að reykja í þá daga) og planið var að skvetta ærlega úr klaufunum þessa helgina, sem við og gerðum með allnokkrum stæl. Við vissum ekki einu sinni að á dagskrá væri slíkt mót á Akureyri þessa helgina; en við vissum alveg hvaða bönd voru að spila í Sjallanum og vorum duglegir að finna eftirpartí, enda var lítið sofið þessa helgi.

28

Eftir afar hressilegt „föstudagskvöld“ (sem svo skyndilega varð að laugardegi) drösluðum við okkur á fætur rétt fyrir hádegi, af þeirri einu ástæðu að við vöknuðum allir á sama tíma glorhungraðir – enda hafði fæða okkar samanstaðið af fljótandi „mat“ um nóttina. Við fórum á Pizza 67 og átum eins og hungraðir úlfar og Auddi bætti um betur og svolgraði í sig tveimur bjórum, en ég og Kiddi létum gosið duga. Á næsta borði við okkur sátu þrír ungir menn og voru að tala um körfuboltamót sem var í þann mund að hefjast. Kiddi sagði að við ættum bara að taka þátt í því, og það var sem betur fer ekki búið að loka fyrir skráningu – við vorum síðasta liðið inn á mótið. Sem betur fer höfðum við skilið „djammgallann“ eftir í húsinu sem við leigðum og eftir þynnkusturtu vorum við allir þrír í gallabuxum, stuttermabol og sæmilegum strigaskóm; ég og Kiddi grúttimbraðir en Auddi flauelsmjúkur eftir bjórana tvo á Pizza 67. Dagskipun mín var einföld: „Takið fráköst og komið boltanum á mig. Þegar þeir eru með boltann þá berjið þið á þeim af öllum lífs- og sálarkröftum – beitið öllum löglegum, og þó sérstaklega ólöglegum aðferðum, við að verjast og ná í fráköst; berjist eins og brjálæðingar. En munið, ég á að fá boltann!“

föstudagur 31. desember 2021

Ég var sá eini af okkur sem var góður leikmaður (þótt ég segi sjálfur frá), en góðir leikmenn geta í raun ekki neitt nema þeir fái aðstoð frá samherjum sínum. Það var fjöldi liða mættur til leiks; þrír leikmenn í hverju liði (spilað á eina körfu) og einn varamaður, en slíkan munað gátum við ekki leyft okkur. Öll liðin, nema það síðasta sem við mættum, vanmátu okkur gróflega og þurftu að greiða hátt gjald fyrir það; sigrarnir hrönnuðust upp; ég varð næstum eins heitur og Kiddi Byssa (einmitt! I wish!) og hreinlega raðaði niður körfunum og Auddi og Kiddi spiluðu eins og þeir væru úlfaldar á amfetamínsterum; lömdu frá sér og tóku hvert frákastið á fætur öðru. Við spiluðum góða, en harða og alveg kolólöglega vörn, en allir sem hafa tekið þátt í slíkum mótum vita að leikmenn kalla ekki eftir villu nema þeir séu farnir að hrækja blóði, þrír fingur farnir úr liði, öll liðbönd í vinstri ökklanum slitin og hægri sköflungurinn mölbrotinn. Og þeir hlýddu mér; gáfu alltaf boltann á mig þegar þeir gátu. Ég var jafnheitur og veðrið og hafði trú á að ég gæti allt (sem er frábær tilfinning) og oft fannst mér karfan vera á stærð við gám úr Sorpu ef hann væri kringlóttur. Í undanúrslitunum mættum við leikmönnum úr

meistaraflokki Þórs frá Akureyri; þeir voru betri en við og höfðu líka varamann. Samt tókst okkur að standa í þeim, en að lokum urðum við að játa okkur sigraða; lokatölur í eina leik mótsins sem við töpuðum voru 15-8 norðanmönnum í vil. Jæja, þá er komið að klisjunni góðu: Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En í klisjum er oft mikinn sannleika að finna, það er mín trú. Við félagarnir, tveir vinir og annar í fríi, stóðum okkur frábærlega á mótinu af því að við höfðum dagskipunina einfalda og fórum eftir henni. Við trúðum á sjálfa okkur og það er einfaldlega eitt það mikilvægasta sem fólk gerir í lífinu. Fólk getur allt sem það vill, sé viljinn fyrir hendi og dugnaður alltaf á dagskrá. Þrír 23 ára gamlir og skemmtanaglaðir Hafnfirðingar með takmarkaða getu í körfubolta komust alla leið í undanúrslit á fjölmennu og sterku móti. Ef við gátum það, þá getið þið það pottþétt. Við getum öll allt, ef viljinn er fyrir hendi.


Árið sem nú rennur sitt skeið var ár stórra tíðinda. Gos í Geldingadölum setti sinn svip á árið, Covid-19 var eðlilega plássfrekt í fjölmiðlum, MeToo og KSÍ og margt fleira. Mannlíf þakkar samfylgd á árinu og óskar öllum farsældar á nýju ári. Um þetta allt og meira, má lesa í annál okkar hér að neðan.

Fréttaannáll 2021


Texti / Kolbeinn Þorsteinsson Myndir / Úr safni

s Sakamál

Dorothy Rogers Varð vitni að átökum Gregorys og Micks.

Raðmorðingi vildi hann verða – Risti eitt fórnarlamb á hol og lágu iðrin úti

G

regory Davis var enginn venjulegur unglingur. Hann fæddist inn í ágætlega virta fjölskyldu í Great Linford í Buckingham-skíri á Englandi og í sjálfu sér fátt sem benti til þess sem framtíð hans bar í skauti sér.

Í færslu í dagbók Gregorys mátti lesa eftirfarandi: „Hætta í vinnunni á morgun. Drepa Mick. Láta Stuart [sennilega Stewart Johnson, innsk.] taka út pening daglega. Þegar allt er búið, drepa hann. Endurtaka Mick-dæmið út í hið óendanlega úti um allt land og allan heim í Las Vegas og á háklassa börum.“

Gregory var listhneigður og nam myndlist í Northampton-háskóla og má kannski segja að þar hafi birst fyrsta vísbendingin um þá stigu sem hann hugðist feta. Um var að ræða eitt verka hans; eins konar verðlaunaskjöld sem á var að finna nöfn raðmorðingja sem voru í uppáhaldi hjá Gregory.

Félagar af kránni Mick og Dorothy voru ekki ókunnugt fólk, valið af handahófi. Gregory þekkti þau og hafði umgengist þau á hverfiskránni, Pilgrim's Bottle, í Great Linford. Sem fyrr segir var Mick skotmark Gregory þennan dag og þegar hann kom á heimili Dorothy upphófst rifrildi milli þeirra tveggja.

Setti markið hátt Svo heltekinn var Gregory af raðmorðingjum að hann sá ekkert annað í stöðunni en að gerast slíkur sjálfur. Í dagbók sinni útlistaði Gregory áætlun sína og eftir að hafa sett inn færslu sem undirstrikað þá þrá hans að drepa út í hið óendanlega og „um allan heim“, ákvað hann að láta til skarar skríða.

Í fórum sínum var Gregory með klaufhamar og hníf og lét Gregory hamarinn vaða í höfuð Micks, fyrir framan Dorothy og son hennar, Michael. Gregory sá að eitthvað þyrfti að gera við vitnin tvö.

Þann 28. janúar, 2003, fór Gregory, þá 24 ára, yfir lista sem hann hafði sett saman um fólk sem hann hugðist koma fyrir kattarnef. Á listanum var Stewart Johnson og fór Gregory að heimili hans. Það varð kannski Stewart til lífs að einmitt daginn þann voru iðnaðarmenn á heimili hans önnum kafnir við að setja upp eldhúsinnréttingu. Gregory var kominn á byrjunarreit og gluggaði í lista sinn í leit að öðru fórnarlambi.

31 stunga Hann réðst á Dorothy og beitti klaufhamrinum sem óður væri og lauk verkinu með því að stinga hana 31 sinni með kjötskurðarhníf. Sonur Dorothy lagði á flótta, en komst ekki langt. Gregory náði Michael á leikvelli í grenndinni og fyrir framan skelfd börn og foreldra risti hann Michael á hol þannig að iðrin voru úti.

Sonur Dorothy Michael var myrtur á leikvelli fyrir framan skelkuð börn.

En kannski var of snemmt að tala um málalyktir því sagan er ekki búin. Takmarkað frelsi Í nóvember, 2009, bar til tíðinda að Gregory gæti um frjálst höfuð strokið. Reyndar ekki fullkomlega, því frelsi hans einskorðaðist við tvær klukkustundir tvisvar í viku, án eftirlits. Vinur fórnarlamba Gregorys hafði á orði þegar hann heyrði tíðindin: „Það er engu líkara en Davis hafi bara átt slæman dag á skrifstofunni og sé nú orðinn nógu góður til að snúa aftur til vinnu.“ Á meðal þess sem Gregory gerði í þessum útivistarleyfum sínum var að fara til Milton Keynes, bæinn þar sem hann framdi morðin, og heimsækja þar foreldra sína. Fullt frelsi Árið 2011 var mál Gregorys Davis tekið fyrir hjá þar til stofnaðri nefnd sem lagði mat á bata hans og tók afstöðu til áframhaldandi vistunar hans á geðdeild Littlemore-spítalans, þar sem Gregory hafði verið vistaður síðan 2009. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Gregory væri batnað og því óhætt að sleppa honum út í samfélagið á ný. Síðan þá hefur Gregory ekki látið mikið að sér kveða.

Mick Cowells lifði árásina en lést síðar, 63 ára að aldri, eftir að hafa misst fótanna á heimili sínu, en það er önnur saga.

Hætta í vinnunni, drepa Mick Næst bar Gregory niður á heimili Dorothy Rogers, 48 ára fráskilinnar móður, í Milton Keynes. Þar bjó Dorothy með 19 ára syni sínum, Michael.

Vistaður á geðdeild Þar og þá lauk raðmorðingjaferli Gregorys Davis. Hann var handtekinn, mál hans fór sína leið og lauk þegar dómur var kveðinn upp yfir honum í desember 2003. Þar lýsti hann sig sekan um manndráp og sagði að hann væri ekki ábyrgur gerða, hann hefði verið í geðveikiskasti.

Síðar kom í ljós að ætlun Gregorys var ekki að myrða Dorothy og son hennar, heldur var Michael „Mick“ Cowells, kærasti Dorothy skotmarkið.

Málalyktir urðu þær að Gregory var úrskurðaður til vistar á geðdeild í óskilgreindan tíma þar sem hann fengi viðeigandi meðferð.

Árið 2009 Gregory fékk að viðra sig án eftirlits.

30

föstudagur 31. desember 2021


Vorum að opna á nýjum stað! Ég býð alla velkomna á nýja og vel búna stofu mína að Hlíðasmára 19 í Kópavogi. Brynja Björk Harðardóttir tannlæknir.

Á stofunni starfar einnig Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, sérfræðingur í tannfyllingum og tannsjúkdómum.

föstudagur 31. desember 2021

31


Texti /Salome Friðgeirsdóttir Mynd ir/ Úr safni

m Menning

Listamenn og menningarviðburðir sem eftir var tekið á árinu!

G

Íslenskt menningar- og listalíf hefur blómstrað á árinu sem aldrei fyrr þrátt fyrir miklar áskoranir. Það hefur verið bæði kraftur í útgáfu og almennu andrúmslofti og því ekki úr vegi að menningargeiranum sé fagnað sérstaklega. Árið var að mörgu leyti blómlegt þrátt fyrir augljósa erfiðleika vegna heimsfaraldursins.

Mannlíf tók saman yfirlit yfir listamenn og menningarviðburði sem hafa gert það gott á árinu. Úr mjög mörgu var að velja. Hér er yfirlit yfir það sem okkur fannst vekja lukku. Listamennirnir eru nefndir í stafrófsröð.

Birki Blær Óðinsson söngvari Birki Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi í sænska Idolinu í desember, en hann keppti á móti Jacqline Mossberg Mounkassa. Sigri í keppninni fylgir útgáfusamningur við Universal auk peningaverðlauna. Úrslitakeppnin fór fram í beinni útsendingu á TV4 í Svíþjóð þar sem sýnt var frá Globen-höllinni í Stokkhólmi. Í fyrri umferðinni söng Birkir Blær lagið Sign of the time eftir Harry Styles og í síðari umferðinni Are you gonna be my girl sem Jet gaf út árið 2003. Birkir virtist eiga erfitt með að muna texta þess lags í upphafi en hélt svo ótrauður áfram. Birkir keppti við söngkonuna Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitunum föstudaginn 10. desember í Avicii Arena sem margir þekkja sem Globen. Birkir Blær söng alls þrjú lög í keppninni. Eitt sem hann hefur áður sungið, eitt lag með Adele og svo síðast lagið Weightless sem var sérstaklega samið fyrir lokakeppnina, en hann og keppinautur hans, Jacqline Mossberg Mounkassa, sungu það báðir. Sigurvegarinn í keppninni fær lagið gefið formlega út að henni lokinni. Birkir Blær er að norðan og vakti þjóðarathygli á Íslandi þegar hann keppti fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri árið 2018 og sigraði með laginu I put a spell on you. Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti honum verðlaun. Ljóst er að Birkir Blær á framtíðina fyrir sér í tónlist en sem sigurvegari hlýtur hann að launum plötusamning við hina virtu Universal-útgáfu.

BÍDDU BARA! Gamanleikritið er eftir stórstjörnurnar Sölku Sól Eyfeld, Selmu Björnsdóttur og Björk Jakobsdóttur sem leiða saman hryssur sínar í fyrsta sinn. Verkið er einlægt, beitt og fyndið sem fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma). „Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Uppistand, leiksenur og söngur af bestu sort,“ segja þær.

32

föstudagur 31. desember 2021


Björk Orkestral – Live from Reykjavík Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í október. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. Tónleikarnir sem eru í umsjón Iceland Airwaves áttu upphaflega að fara fram í ágúst á síðasta ári en þeim þurfti að fresta vegna heimsfaraldursins. Um er að ræða fyrstu tónleika sem Björk heldur á Íslandi í þrjú ár og rennur hluti ágóða tónleikaseríunnar til Kvennaathvarfsins. Tónleikarnir voru með ólíka dagskrá og allir sína sérstöðu. Kjóll Bjarkar vakti mikla athygli en hann var hannaður af japanska hönnuðinum Tomo Koizumi. Þá skartaði Björk grímu og hring eftir hönnuðinn James Merry og eyrnalokkum frá Aurum.

Björk, söngkona. Mynd.Skjáskot/RÚV

-

Brúðulistahátíðin (alþjóðleg) Alþjóðlega brúðulistahátíðin Hvammstangi International Puppetry Festival eða HIP Fest fór fram dagana 8.-10. október. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin og komu um á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem buðu upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir. „HIP Fest er einstök viðbót í menningarlíf landsmanna, enda eina brúðulistahátíð landsins,“ segir í tilkynningu frá Handbendi – Brúðuleikhús núverandi Eyrarrósarhafa. HIP Fest var valin menningarviðburður ársins á Norðurlandi vestra árið 2020. „Þrátt fyrir verulegar samkomutakmarkanir á hátíðinni í fyrra tókst hún einstaklega vel við mikla ánægju þátttakenda og áhorfenda. Brúðulistin er fjölbreytt og fornt listform sem stöðugt haslar sér meiri völl í menningarlífi landsins. Á hátíðinni má líta fjölbreyttar sýningar fyrir alla aldurshópa, sem nýta sér öll blæbrigði listformsins,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Dj Dóra Júlía Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. Í desember fer hún svo af stað með sjónvarpsþáttinn Þetta reddast á Stöð 2. „Sjónvarpsþátturinn er viðtalsþáttur með afar óhefðbundnu sniði á léttum, skemmtilegum og einlægum nótum,“ segir hún um þættina sem fara af stað í desember.

Eysteinn Sigurðsson leikari Hlutverk höfuðskúrksins í fjórðu seríu víkingaþáttanna The Last Kingdom, sem eru nú í sýningu á streymisveitunni Netflix, er í höndum Eysteins Sigurðssonar sem landsmenn þekkja meðal annars úr sjónvarpsmyndinni Mannasiðum. Eysteinn fæddist í Reykjavík en bjó lengst af í Madison í Wisconsin. Hann lærði ensku og skapandi skrif við University of Wisconsin áður en hann sneri sér að leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands. Að námi loknu tók Eysteinn til starfa í Borgarleikhúsinu þar sem hann lék stór hlutverk í uppsetningum eins og Línu Langsokk, Hver er hræddur við Virginia Woolf? og Mamma Mia! Utan Íslands er hann þekktastur fyrir hlutverk sín sem Hjálmar í sjónvarpsþáttum Baltasars Kormáks Ófærð og sem Sigtryggr í Netflix-kvikmyndinni The Last Kingdom. Hér má Eystein í hlutverki Sigtryggr.

Fríða Ísberg rithöfundur Fríða Ísberg veltir upp áhugaverðum siðferðisspurningum í fyrstu skáldsögu sinni sem gerist á Íslandi í náinni framtíð. „Það er verðugt verkefni skáldskapar að kanna mörkin á mannlegu atferli og reyna skilja hvernig þau geta verið á skjön við hugmyndir og hugsjónir sem í sjálfum sér geta verið af hinu góða,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. Merking, skáldsaga Fríðu Ísberg, hefur verið seld til 14 málsvæða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu. Breski bókaútgefandinn Faber & Faber keypti réttinn í Bretlandi, en fyrirtækið var stofnað árið 1929 og gefur út bækur margra fremstu rithöfunda heims, á borð við Milan Kundera, Sally Rooney og Kazuo Ishiguro.


Gugusar Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir, sem kemur fram undir listamannsnafninu gugusar gaf út fyrstu plötu sína í fyrra. Hún nefnist Listen to this twice. Hún flytur tónlistina á plötunni, semur og annast upptöku og hefur starfað með nokkrum þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Lög Gugusar hafa ratað inn á vinsældalista og hún nýtur mikillar velgengni á Spotify. „Mér datt ekki í hug að þetta myndi einhvern tíma gerast, þegar ég byrjaði að semja tónlist. Ég gerði plötuna, sem ég er búin að gefa út, þegar ég var fimmtán ára og ég var að búast við að mamma og pabbi myndu kannski hlusta, ef þau myndu nenna því, þannig að þetta er ótrúlegt,“ segir Guðlaug.

Laufey Lín söngkona Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur á skömmum tíma náð eftirtektarverðum árangri í tónlistarútgáfu. Hún lauk námi við Berklee-tónlistarskólann í Boston þar sem hún var á forsetalista. Hún hefur gefið út smáskífu, EP-plötur og fjölda laga sem hafa náð eyrum milljóna hlustenda og áhorfenda á Youtube. Og það er nóg um að vera hjá henni. Tónlistarkonan Billie Eilish, ein vinsælasta söngkona heims, deildi myndbandi hennar á Instagram og var Laufey Lín heldur betur hissa. Hún gaf út litla EP-plötu í apríl þegar hún flutti til Los Angeles síðasta sumar og er að taka upp meiri tónlist. Hún vann við BBC-þáttaröð á árinu í New York. Þetta voru tólf þættir og er tónlistin hennar spiluð undir ásamt annarri tónlist sem hún setti saman og heitir Happy Harmonies.

Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru myndlistarmenn ársins 2021 Libia Castro og Ólafur Ólafsson hlutu Myndlistarverðlaun ársins 2021 fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands, 3. október 2020 í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, afhenti Íslensku myndlistarverðlaunin sem haldin var í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands fimmtudaginn 25. febrúar. Í umsögn dómnefndar kemur fram: „Tvíeykið Libia Castro (f. 1970) og Ólafur Ólafsson (f. 1973) sviðsettu í samvinnu við Töfrateymið stóran myndlistarviðburð Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland á árinu. Verkið er fjölradda tónlistar- og myndlistargjörningur við hundrað og fjórtán greinar nýrrar stjórnarskrár Íslands sem kosið var um í október 2012 og nær tveir þriðju hlutar samþykktu. Áræðið og úthugsað þátttökuverk sem varpar ljósi á mátt listarinnar og efnir til umræðu um sjálfan grunn samfélagssáttmálans.“

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir rappari Sigurvegari Rímnaflæðis 2021 var Ragnheiður Inga Matthíasdóttir eða Ragga Rix frá félagasmiðstöðinni Tróju Akureyri. Hún er 13 ára og gengur í Brekkuskóla. „Ég byrjaði að rappa 8 ára með systur minni. Við stofnuðum rappsveitina Blauta sokka og sömdum nokkur lög. Systir mín gafst upp á frægðinni en ég hélt áfram,“ segir Ragga. Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, var fyrst haldin árið 1999 og fór fram á netinu í ár vegna sóttvarnaraðgerða. Rímnaflæði hefur skipað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamdir. Átta keppendur tóku þátt í ár, þar af þrír af landsbyggðinni.

Salóme Gunnarsdóttir leikkona Salóme lauk prófi frá leiklistardeild LHÍ og hefur leikið hjá Þjóðleikhúsinu, í kvikmyndum, sjónvarpi og víðar. Nýlega lék hún í vísinda- og fantasíukvikmyndinni Zack Snyder’s Justice League sem var tilnefnd til verðlauna í þremur flokkum; besta myndin, besta kvenhetjan og besta slagsmálaatriði. Salóme leikur í myndinni íslenska konu. Á síðasta ári lék hún í fyrsta þætti seríunnar Pennyworth frá bandarísku kapalstöðinni Epix, þar sem hún lék Patricia Wayne, systur Thomas Wayne (föður Bruce/Batman). Þættirnir eru „spin-off“ þáttaraðarinnar Gotham sem sýndir voru í nokkur ár á Fox-stöðinni í Bandaríkjunum við miklar vinsældir. Pennyworth segir frá þjóni Batman, Alfred Pennyworth, á yngri árum. Sömu aðilar og stóðu að Gotham, Danny Cannon og Bruno Heller, standa að þessum þáttum. Það voru einstaklega margir framúrskarandi listamenn sem gerðu það gott á árinu og því erfitt að velja. Sköpunin var allsráðandi árið 2021. Það verður forvitnilegt að sjá hvað á eftir að koma frá þessum á næstunni, fylgjumst vel með!

34

föstudagur 31. desember 2021


Texti /Salome Friðgeirsdóttir Myndir / Úr safni

v Viðtal

„Menningarsjokk"

M

enningarlífið hefur tekið stakkaskiptum í faraldrinum, en erum við loksins farin að sjá líf glæðast á ný innan menningar- og listaheimsins? Og þó! Ein af mörgum afleiðingum faraldursins hefur verið takmarkað aðgengi að hinni ýmsu afþreyingu, listum og viðburðum og er fólk farið að þyrsta í aukið menningarlíf.

Það er hægt að segja að við höfum orðið fyrir nokkurs konar „menningarsjokki” í heimsfaraldrinum og þurft að aðlaga okkur breyttum heimi. Sennilega hefur það aldrei verið eins skýrt eins og nú hvað listir og skapandi greinar hafa mikla þýðingu fyrir mannlífið og þá ekki síður fyrir efnahaginn og atvinnumálin.

Skapandi greinar ýta af stað nýsköpun og glæða hagkerfið lífi, auk þess sem þær geta stuðlað að fjölmörgum öðrum leiðum til jákvæðra samfélagslegra áhrifa eins og vellíðan og bættri heilsu, menntun, þátttöku fólks o.s.frv. Vonandi verður ekki langt í það að

listamenn fái aftur sitt sviðsljós, en það hefur verið erfitt að finna hvaða leið sé best að fara í heimsfaraldri þegar kemur að skapandi greinum vegna óhefðbundins vinnutíma og fjölbreytileika starfa í greininni. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig tekst til við að endurlífga menningarlífið í takt við nýja heimsmynd, því þó svo að ekki hafi verið hægt að fjölmenna á viðburði, kraumar listagleðin undir niðri og bíður þess að fá heyrast og sjást.


Texti /Björgvin Gunnarsson

m Menning

Myndir/ Úr safni

10 kvikmyndir til

N

ú árið er liðið í aldanna skaut eins og skáldið sagði. Mér datt ekki í hug neitt snjallt að segja þannig að ég ákvað að slá aðeins um mig. Sem sagt, nú er nýtt ár að ganga í garð með nýjum áskorunum, nýjum augnablikum, minningum og sjálfsagt nýjum sóttvarnaraðgerðum. Nú þegar um 3% þjóðarinnar eru annaðhvort í sóttkví eða einangrun og restin í hátíðarkóma er tilvalið að hjálpa fólki við að starta nýju ári. Hér er listi yfir 10 kvikmyndir til byrja árið með stæl.

36

1. Amélie Le fabuleux destin d’Amélie Poulain) (2001) Er eitthvað betra en að byrja árið á krúttmynd allra krúttmynda? Þessi franska perla skaut hinni gullfallegu og hæfileikaríku leikkonu Audrey Tautou upp á stjörnuhimininn árið 2001 en hún hlaut 5 Óskarstilnefningar sem er óvenjulegt fyrir kvikmynd sem ekki er amerísk. Kvikmyndinni er leikstýrt af hinum frábæra Jean-Pierre Jeunet sem einnig er maðurinn á bak við gullmola eins og Delicatessen, City of Lost Children og svo Alien: Resurrection. Myndin fjallar um draumórastelpuna Amélie sem ákveður að tileinka líf sitt því að hjálpa fólkinu í nærumhverfi hennar. Hún áttar sig svo á því að með því vanrækir hún sitt eigið líf og leit sinni að ástinni. Myndin er í senn fyndin, falleg og rómantísk, kjörin fyrir pör og rómantískar sálir. Til gamans má geta að Amélie er í 119 sæti yfir bestu kvikmyndir allra tíma á imdb.com.

2. Se7en (1995) Skiptum algjörlega um gír. Se7en er spennumynd allra spennumynda. Eftir að hún sló í gegn birtist aragrúi kvikmynda sem auglýstu sig sem „í anda Se7en“ en í raun voru það bara „wannabe“ Se7en. Hinn stórkostlegi leikstjóri David Fincher sló rækilega í gegn með þessari mynd en hún er aðeins önnur kvikmyndin sem hann leikstýrði (sú fyrsta var Alien 3!). Fram að henni hafði hann gert fjöldann allan af tónlistarmyndböndum fyrir listamenn eins og Madonnu, Iggi Pop og Billy Idol. Er hann einnig maðurinn á bak við snilldarkvikmyndir á borð við The Game, Fight Club, Zodiac og þættina Mind Hunter. Se7en kom eins og stormsveipur árið 1995 en hún fjallar um leit tveggja rannsóknarlögreglumanna að einum viðbjóðslegasta raðmorðingja kvikmyndasögunnar. Án þess að fara lengra í plottið get ég sagt að lokaatriði myndarinnar er eitt það allra besta í sögu kvikmyndanna. Leikarar myndarinnar eru alls ekki af verri endanum, þvert á móti; Brad Pitt, Morgan Freeman, Kevin Spacey og Gwyneth Paltrow. Se7en er númer 21 á lista imdb.com yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Ekki fyrir viðkvæma!

Coco (2017) Já, ég veit, þetta er teiknimynd, en mér er sama. Að mínu mati er Coco besta teiknimyndin síðan Lion King kom út. Hún hefur allt, húmor, spennu, fegurð og frábært plott. Coco kom út árið 2017 og vann tvenn Óskarsverðlaun. Henni er leikstýrt af þeim Lee Unkrich og Adrian Molina. Myndin gerist í Mexíkó og fjallar um hinn gítaróða Miguel sem er ungur drengur með stóra drauma um að verða tónlistarmaður. En fjölskylda hans bannar alla tónlist vegna þess að langalangafi hans hafði tekið tónlistina fram yfir fjölskylduna á sínum tíma. Á degi hinna dauðu verður Miguel fyrir því óláni að fara yfir í handanheiminn (án þess þó að deyja) en hann kemst ekki til baka nema með hjálp langa langafa síns og Fridu Calo og fleiri íbúa handanheimsins. Það sem gerir þessa teiknimynd svo frábrugðna flestum öðrum teiknimyndum er söguþráðurinn. Hann er þéttur, bráðsnjall og ljúfsár og svo er frábært plott í lokin. Litafegurðin í henni skemmir einnig alls ekki fyrir sem og tónlistin sem er stórkostleg. Með aðalhlutverk fara Anthony Gonzales, Gael García Bernal, Benjamin Bratt og Alanna Ubach. Coco er númer 72 á lista imdb.com yfir bestu kvikmyndir sögunnar. Tilvalin fjölskyldumynd en þú getur líka horft á hana ein/n.

4. On the Waterfront (1954) Hér er ein úr geymslunni. On the Waterfront er svolítið týndur jársjóður, en hún kom, sá og sigraði á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1955; kvikmyndin hlaut 8 verðlaun og er númer 183 á lista imdb.com. Ungur og upprennandi Marlon Brando hlaut fyrri Óskarinn sinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. On the Waterfront segir söguna um Terry Malloy (Brando) sem er fyrrverandi boxstjarna og farinn að vinna á höfninni og baráttu hans við spillta verkalýðsforystu sem bróðir hans tilheyrir. Svo fer hann að falla fyrir syrgjandi systur eins af samstarfsmönnum sínum. Myndinni er leikstýrt af Elia Kazan sem er þekktastur fyrir kvikmyndir á borð við Gentlemen´s Agreement, A Streetcar named Desire, America America og East of Eden. Kvikmyndin er einstaklega vel leikin og söguþráðurinn stórgóður og eiginlega tímalaus, því enn þann dag í dag er fólkið á gólfinu að kljást við spillingu á toppnum. Marlon Brando fer á kostum í henni en einnig eru Lee J. Cobb, Karl Malden og Rob Steiger með hlutverk í myndinni. Stórgott val ef vel á að gera við sig.

föstudagur 31. desember 2021


að hefja nýtt ár 5. 28 days later (2002) Þessi skaut mér skelk í bringu í byrjun aldarinnar og gerir enn. Hinn eitursvali Cillian Murphy leikur hér ungan mann sem vaknar eftir að hafa legið í dái á spítala og heldur að hann sé eins og Palli, einn í heiminum. Götur London eru auðar og enginn virðist á svæðinu. En því miður fyrir hann er sú ekki raunin. Það sem ungi maðurinn veit ekki, er að á meðan hann lá í dái hefur dularfull veira farið yfir mannkynið á ógnarhraða. Einkennin eru ekkert ósvipuð þeim sem fólk finnur nú á Covid-tíma fyrir utan eitt smáatriði. Einkennin eru hiti, hausverkur, sviti, beinverkir og mannætu „tendensar“. Ungi maðurinn reynir hvað hann getur til að lifa af í nýjum veruleika með hjálp nokkurra sem hafa ekki enn fengið veiruna. Enginn annar en Danny Boyle leikstýrir þessari stórgóðu kvikmynd, en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar A Shallow Grave, Trainspotting, Sunshine, A Slumdog Millionaire, 128 Hours og Yesterday. Naomie Harris og Christopher Eccleston leika með Murphy og standa sig með prýði. Tilvalin mynd fyrir þá sem þurfa að koma blóðinu af stað.

7. Eyes Wide Shut (1999) Síðasta kvikmynd sénísins Stanleys Kubrick er hin furðulega Eyes Wide Shut og verð ég að segja að það finnst mér stórgóð kveðjugjöf leikstjórans til áhorfenda. Þetta er kannski ekki besta mynd Kubrick en þetta er sú kvikmynd eftir hann sem ég vil horfa á á fyrstu dögum nýs árs. Eyes Wide Shut er kynþokkafull, dularfull, skrítin og stríðin. Ég segi stríðin, því Kubrick tekst á frábæran máta að kitla áhorfendur með hálfgerðu loforði um kynlífssenu sem kannski aldrei verður. Hún fjallar sem sagt um lækninn William Harford, sem leikinn er af Tom nokkrum Cruise, sem fer á furðulegt ferðalag eina nótt á Manhattan, eftir að kona hans, sem leikin er af Nicole Kidman, segir honum frá fantasíu sinni þar sem hún gerir sér dælt við annan mann. Læknirinn kemst eftir flóknum leiðum inn í dularfullt kynlífspartí þar sem allir bera grímur (karnivalgrímur, ekki Covid-grímur) en þar eru engar fjarlægðartakmarkanir. Í partíinu lendir læknirinn í vondum málum en meira vil ég ekki segja. Aðrir leikarar sem vert er að nefna eru Todd Field, Sydney Pollack og Julienne Davis. Tilvalin kvikmynd fyrir Netflix- og Chill-stefnumót eða fyrir fólk sem hefur gaman af erótík og spennu í bland. Takið sérstaklega eftir tónlistinni í myndinni, hún er einföld en sterk.

9. Memento (2000) Áður en Christopher Nolan sló í gegn með The Dark Knight – Batman-myndunum gerði hann eina snilld sem virðist oft gleymast. Memento fjallar um mann, sem leikinn er af Guy Pierce, sem reynir að komast að því hver myrti konuna hans. Það er bara einn galli og það ekkert lítill galli. Hann hefur ekkert skammtímaminni. Hann verður því að treysta á minnismiða sem hann verður að skrifa á mjög reglulega yfir daginn. Þetta er öðruvísi „Whodunit“-kvikmynd svo ekki sé meira sagt, frumleikinn er allsráðandi og spennan í hámarki allan tímann. Svo er hún listavel leikin. Með önnur aðalhlutverk fara þau Carrie-Ann Moss og Joe Pantoliano. Myndin er númer 55 á lista imdb.com yfir bestu kvikmyndir sögunnar. Ég ábyrgist að þessi mynd mun slá í gegn hjá þér ef hún hefur hingað til farið fram hjá þér. Öfund!

6. Skytturnar (1987) Ég verð nú að hafa að minnsta kosti eina íslenska kvikmynd með, er það ekki? Ég vil samt ekki benda fólki á týpískar kvikmyndir eins og Með allt á hreinu, Sódóma Reykjavík eða Englar alheimsins, sem allar eru stórkostlegar en svolítið útjaskaðar. Skytturnar er fyrsta kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar í fullri lengd, en aðrar þekktar kvikmyndir sem hann leikstýrir eru til að mynda Börn náttúrunnar, Bíódagar, Djöflaeyjan og Englar alheimsins. Í Skyttunum eru fylgst með tveimur minnipokamönnum, þeim Grími og Bubba, í einn dag, þar sem þeir fara á puttanum frá Hvalfirði þar sem þeir voru að vinna við hvalskurð, til Reykjavíkur þar sem þeir hyggjast mála bæinn blóðrauðan. Sagan er einföld en spennandi og hrynjandinn er fínn þar sem áhorfandinn fylgist með félögunum sökkva sífellt dýpra í vandræði. Aðalleikararnir eru þeir Þórarinn Óskar Þórarinsson og Eggert Guðmundsson en þeir smellpassa báðir í hlutverk félaganna. Atriðin í bílnum og á skemmtistaðnum eru óborganleg.

8. The Rocky Horror Picture Show (1975) Talandi um erótík og spennu, næst á listanum er költmynd allra költmynda, The Rocky Horror Picture Show. Áður en kvikmyndin var tekin upp var verkið sýnt á leiksviði víða undir sama nafni. Leikstjórinn Jim Sharman er þekktur ástralskur leikhúsleikstjóri og hefur í raun og veru ekki leikstýrt mörgum kvikmyndum og er Rocky Horror langvinsælasta myndin hans. Kvikmyndin kom út árið 1975 en sló þó ekki í gegn fyrr en tveimur árum síðar, leikurunum til óvæntrar gleði. Hefur kvikmyndin verið sýnd í svokölluðum miðnætursýningum í bíó, víðs vegar í Ameríku, sleitulaust í 43 ár. Leikaravalið er einstaklega gott en með aðalhlutverk fara Susan Sarandon, Barry Bostwick, Tim Curry, Meat Loaf, Nell Campell, Patricia Quinn, Jonathan Adams, Charles Gray og höfundur verksins, Richard O’Brien. Ég bara gat ekki valið á milli hlutverka. Myndin, sem er söngvamynd, er ástaróður til B-myndanna. Hið íhaldssama par, Brad og Janet, eru á leið til vinar síns þegar það springur á bílnum hjá þeim. Þau leita skjóls í kastala nokkrum í nágrenninu þar sem þau verða vitni að ýmsu misjöfnu og lenda í ævintýrum, ástar sem og öðrum. Óhætt er að segja að þessi kvikmynd eigi eftir verða áhorfendum minnisstæð langa, langa lengi (svo ég vitni í verkið sjálft). Lögin í myndinni er grípandi og textinn frábær. Húmorinn er einnig stórgóður í verkinu og svo eru skilaboðin svo falleg; „don´t dream it, be it“. Ekki fjölskyldumynd.

10. 12 Angry Men (1954) Síðasta myndin á lista mínum er þessi gamla, en stórgóða kvikmynd, 12 Angry Men sem leikstýrt var af Sidney Lumet sem er einnig þekktur fyrir myndir á borð við A Dog Day Afternoon, Serpico og Network. Myndir gerast vart einfaldari í umgjörð en hún gerist á einum degi í herbergi 12 manna kviðdóms í morðmáli. Allir nema einn þeirra eru á því að hinn meinti morðingi sé sekur, en það er þessi eini sem ekki gefur sig. Þeir verða sífellt reiðari við hann en þurfa svo að horfast í augu við rökin sem hann kemur með og smám saman fara fleiri að efast um sekt þess ásakaða. Ef þú elskar rökræður þá er þetta hin fullkomna mynd fyrir þig. Já, og leikurinn, maður minn! Það er erfitt að finna betur leiknar myndir en 12 Angry Men en í aðalhlutverkum eru þeir Henry Fonda, Lee J. Cobb, Martin Balsam og Jack Warden að öllum hinum kviðdómendum ólöstuðum. Myndin er hvorki meira né minna í 5. sæti lista imdb.com, geri aðrar betur! Já, reyndar gera fjórar aðrar myndir betur, en þessi er samt helvíti góð. Myndin var svo löngu síðar endurgerð, en bara ekki, ekki sjá hana. Góða skemmtun!

föstudagur 31. desember 2021

37


Sólartún EHF

I Ú t g á f u f é l a g I Á r m ú l a 1 5 , 1 0 5 R e y k j av í k I 1 0 . t ö l u b l a ð 3 8 . á r g a n g u r I f ö s t u d a g u r 3 1 . d e s . 2 0 2 1

Ritstjórn: man@man.is

Síðast en ekki síst

Eftir / Kolbein Þorsteinsson

Í blálok árs

Lind stofnar sérstaka

Atvinnuhúsnæðisdeild Brátt rennur árið 2021 sitt skeið og mér væri í lófa lagið að fara um það hörðum orðum – af nógu er að taka í þeim efnum. En nei, nýtt ár tekur við af því gamla og því kjörið tækifæri til að horfa fram á veginn. Hvað það ber í skauti sér veit enginn með vissu, en á sumu hefur maður stjórn og annað er hendingum háð. Ég hef afrekað að vera neikvæður allt síðastliðið ár – flensan sem nú tröllríður landinu hefur ekki náð að festa sig við mig. Það er eitthvað sem maður getur haft einhverja stjórn á – upp að vissu marki –, þótt vissulega geri stjórnvöld sitt besta til að taka þá stjórn af almenningi með hinum ýmsu aðgerðum. Hvað sem því líður þá hyggst ég gera mitt besta til að viðhalda áðurnefndri neikvæðni á nýju ári, en aftur á móti byggja undir jákvæðni á öðrum sviðum.

Lind Atvinnuhúsnæðisdeild

Yfir 50 ára reynsla í sölu og leigu á atvinnuhúsnæðum. Vantar allar gerðir eigna á skrá, heyrðu í okkur eða sendu okkur tölvupóst á atv@fastlind.is

Það er, þegar grannt er skoðað, svo margt sem maður getur hlakkað til; afabörnin eru orðin þrjú, tveir háværir, fyrirferðarmiklir sólargeislar og lítil prinsessa sem horfir á fyrrnefnda, eldri sólargeisla í forundran en þó með ákveðið umburðarlyndi í augum. Þótt ég afrekaði ekki margt annað á komandi ári en að byggja og hlúa að samfélagi við þessa þrjá litlu einstaklinga þá yrði ég ánægður. Ég stefni að því að fylgjast með þeim komast til manns, en geri mér þó grein fyrir að í því efni er ekki allt undir mér komið. Ég get þó með ákveðnum breytingum á minni tilveru aukið líkurnar á því og veit manna best að þær breytingar yrðu mér aðeins til góða. Ég er ekki maður heitstrenginga og hef ekki iðkað þann sið um áramót. Á því verður ekki breyting nú, en ég er hins vegar reiðubúinn til að stefna að endurbættri og heilbrigðari útgáfu af mér, 6.0-útgáfunni, sem mun líta dagsins ljós í janúar, og mun gera það með jákvæðni að leiðarljósi og von um áframhaldandi neikvæðni.

Nánari upplýsingar veita

Ísak V. Jóhansson Sölustjóri 822 5588 isak@fastlind.is

Viðar Marinósson Lögg. fasteignasali 898 4477 vidar@fastlind.is

Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is

Ég óska öllum farsældar á nýju ári.

Lind fasteignasala • Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • 510 7900 • fastlind.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.