www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Mannlíf, 11. tbl., 40. árg.

Page 1

BAKSÝNISSPEGILLINN

Pistlar

M AT G Æ Ð I N G U R I N N

S TÆ K K U N A R G L E R I Ð

Viðtöl

Samfélagið

11. tölublað 40. árgangur­ Föstudagur 15. Desember 2023

N e y ta n d i n n

Einkaviðtal

Bæjarstjóri Grindavíkur

Fannar Jónasson

„Vonandi komumst við öll heim“

Frítt k a t n i e




EFNISYFIRLIT Útgáfufélag: Sólartún ehf.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Reynir Traustason Ritstjórar: Kolbeinn Þorsteinsson og Lára Garðarsdóttir Markaðs- og auglýsingastjóri: Valdís Samúelsdóttir Auglýsingasala: Eureq Ljósmyndari: Þráinn Kolbeinsson Umbrot: Lára Garðarsdóttir, Blaðamenn: Björgvin Gunnarsson, Brynjar Birgisson, Katrín Guðjónsdóttir, Lára Garðarsdóttir, Svava Jónsdóttir

Í góðum málum / slæmum málum Leiðarinn Fjölmiðlapistillinn Orðrómur Neytandi vikunnar Forsíðuviðtal Helgarpistill Matargagnrýni Sjóarinn Listin Lífsreynslusaga Jólapistill Bókakynning Sakamálið Útivist Jólaskreytingar Stækkunargler Matgæðingurinn Síðast, en ekki síst

4 6 8 8 10 12 20 24 26 28 34 35 36 38 40 42 46 48 50

Gleðilega hátíð!

Í GÓÐUM MÁLUM Umsjón: Björgvin Gunnarsson

Í SLÆMUM MÁLUM

Ljósmynd: Trausti Hafsteinsson

Jólabörn á öllum aldri eru í góðum málum um þessar stundir, enda styttist óðfluga í hátíð ljóss og friðar. Úrvalið á alls konar jóla hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, verið jafn mikið og einmitt nú. Allir tónlistarmenn og ömmur þeirra líka halda jólatónleika og virðist vera uppselt á þá alla. Meira að segja sumir sem sögðust aldrei ætla að halda jólatónleika, eru farnir að halda slíka tónleika en kalla það bara Þorláksmessutónleika. Kóngurinn sjálfur, Bó Halldórs, byrjaði auðvitað á þessu brjálæði og virðist hvergi nærri hættur, enda ku tónleikar vera hans helsta tekjulind.

4

Jóladagatal æsku minnar sem innihélt aumt súkkulaði, heyrir nú nánast sögunni til, því af hverju ætti maður að vilja fá súkkulaði þegar maður getur fengið legókalla, snyrtivörur, titrara, húðvörur og allt hitt? Og þau sem vilja koma sér í jólaskap í gegnum kvikmyndirnar, þá flæða nú inn á Netflix dísætar og velgjuvekjandi fjöldaframleiddar Hallmark-jólamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að innihalda algjörlega óþekkta leikara og þunna söguþræði. En þær eru um jólin og það er nóg til að koma fólki í jólaskapið og það er það eina sem skiptir máli.

Grindvíkingar eru í frekar slæmum málum þessa dagana, það dylst engum. Ástæðan er að sjálfsögðu augljós, en íbúar heils bæjarfélags eru nú á vergangi vegna mögulegs eldgoss, flóttafólk í eigin landi, eins og einhver orðaði það. Reyndar flóttafólk sem fær afar ríkulega aðstoð í formi húsnæðisbóta, niðurfellingu banka á vöxtum og verðbóta af íbúðalánum, tímabundið, og fleira en samt sem áður í afar slæmum málum, því neitar enginn. Að þurfa að yfirgefa bæinn sinn, heimili sitt og jafnvel atvinnu, á einu augabragði er skelfilegt, en móðir náttúra er ströng móðir

sem ekki er hægt að þræta við, heldur neyðumst við mennirnir til að hlýða. En það er eitt sem er mögulega verra en að vera rifinn upp með rótum og neyddur til að flytja inn á fjölskyldumeðlimi eða í ókunnugt leiguhúsnæði, nánast allslaus, en það er nagandi óvissan. Enn er ekki vitað hvort og þá hvenær mun gjósa, né hvar. Hvort kvikan komi upp í miðjum Grindavíkurbæ eða fyrir utan hann. En Grindvíkingar eru heppnir hvað eitt varðar: Á Íslandi býr samheldið fólk sem þrátt fyrir daglegt nöldur og rifrildi á samfélagsmiðlum, stendur við bakið á samlöndum sínum í neyð. Það er eitthvað.



Leiðarinn

Kolbeinn Þorsteinsson

Í hringiðu ofsans Maður getur ekki annað en velt fyrir sér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru í máli íslenskrar móður sem nú hefur verið send til Noregs. Þar situr hún í sama fangelsi og hýsti Anders Behring Breivik á sínum tíma og bíður þess sem verða vill í máli sem varðar forsjárdeilu sem hún stendur í. Deilan sú var til lykta leidd í Noregi og var föðurnum dæmt forræði. Óþarfi er að fjölyrða um það mál, enda búið að fjalla mikið um það í fjölmiðlum. Ekki er ætlunin hér að taka afstöðu til sektar eða sakleysis hlutaðeigandi, en þess í stað horfa aðeins til aðgerða yfirvalda hér, sem og lögreglunnar. Í fyrsta lagi má velta fyrir sér þeim gjörningi að lýsa eftir umræddri móður og birta af henni mynd, líkt og um stórglæpamann sé að ræða. Á sama tíma fjargviðrast lögreglan yfir myndbirtingu almennra borgara sem einungis vilja fá eigur sínar til baka úr höndum óprúttinna einstaklinga sem óáreittir láta greipar sópa um annarra manna eigur. Í annan stað var hér fallist á framsal móðurinnar til Noregs og var það gert með slíkum hraða að ætla mátti að hér væri á ferðinni stórhættulegur glæpamaður. Það má setja spurningarmerki við hve íslensk stjórnvöld eru fljót að girða niður um sig þegar aðrar þjóðir leggja fram kröfu um hitt og þetta. Gera má því skóna að móðirin muni dúsa í fangelsi í Noregi þar til mál hennar verður tekið fyrir þar í landi, en ekkert liggur fyrir um hvenær það verður. Mér er til efs að yfirvöld frændþjóða okkar gengju jafn rösklega til verks og lögregla hér ef þessu dæmi yrði snúið við. Vissulega er til staðar framsalssamningur milli

Norðurlandaþjóðanna, en þá þarf að vera um sérstaklega alvarleg mál að ræða. Til dæmis heimila norsk lög ekki framsal eigin þegna undantekningarlaust. Þess í stað heimila þau að réttað sé yfir þeim einstaklingi sem um ræðir, vegna brota sem framin eru utan Noregs. Eitthvað svipað er uppi á teningnum hvað Danmörku áhrærir. Ljóst er að hjá þeim tveimur frændþjóðum okkar er krafist afar gildra raka þegar um er að ræða framsal eigin þegna. Glæpurinn þarf þess utan að vera mjög alverlegur. Mitt í hringiðu þessa ofsa íslenskra yfirvalda eru börn sem vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Tilveru þeirra hefur verið snúið á hvolf í þessum ofsafengnu viðbrögðum yfirvalda. Ekki er úr vegi að varpa þeirri spurningu fram hvort hagsmunir barnanna séu hafðir að leiðarljósi í þessu máli. Vissulega er það nú þannig að lög og réttlæti eiga sjaldnast samleið, en að fara í þennan bófaleik undir þeim meintu formerkjum að hagsmunir barnanna séu hafðir í fyrirrúmi er til háborinnar skammar. Til að bíta höfuðið af skömminni þá er þeim sem reyna að vera þessum börnum skjól í þessum stormi hótað öllu illu af yfirvöldum. Er nema von að maður spyrji: Er mennskan með öllu horfin úr íslensku samfélagi? Þess er vert að geta, að þegar þessi orð eru skrifuð eru umrædd börn enn hér á landi, fjarri foreldrum sínum og allsendis óvíst hvort hægt sé, samkvæmt lögum, að senda þau úr landi, þegar og ef það verður ákveðið.


vfs.is

Láttu ekki smá óhapp stoppa þig Nýja teppahreinsivélin frá RYOBI reddar málunum

SKANNAÐU OG SKOÐAÐU

EIN RAFHLAÐA

+ öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn


ORÐRÓMUR

Fjölmiðlapistill Geir í stuði

Björgvin Gunnarsson

Tónlistarmaðurinn og stórsöngvarinn Geir Ólafsson stóð að sýningunni Christmas Las Vegas Show með miklum glæsibrag. Tónleikarnir og matarveislan voru í Gamla bíói þar sem fjöldi innlendra og íslenskra listamanna stigu á svið. Fyrir utan sjálfan stórsöngvarann er óhætt að fullyrða að Herbert Guðmundsson hafi sungið sig inn í hjörtu áheyrenda.

Nýja

þráhyggjan mín Ég er mikill YouTube-maður. Ég horfi á myndbönd á meðan ég elda, set í uppþvottavélina, á meðan ég tannbursta mig og sit á klósettinu. Mætti segja að þetta sé orðið að vandamáli hjá mér. Síðastliðið árið hef ég mestmegnis horft á sönn erlend sakamál, svokölluð „True Crime“myndskeið, sem og draugamyndbönd. Draugamyndböndin eru hálfávanabindandi, en þar má sjá missannfærandi myndbönd af meintum draugagangi hjá venjulegu fólki, en einnig má finna aragrúa af draugaveiðimyndbanda (e. ghost hunters), sem sömuleiðis eru missannfærandi. En ég ætla hvorki að skrifa um hræðilega glæpi sem venjulegt fólk fremur, né um drauga sem hrella saklaust fólk á heimilum þeirra. Nei, ég ætla að tala um klaufalækningar á kúm. Fyrir nokkrum vikum rakst ég fyrir tilviljun á stutt myndband, sirka tvær mínútur, þar sem sérfræðingur í lækningum á klaufum kúa, sýndi listir sínar. Innra með mér kviknaði ljós. Ég veit ekki alveg hvernig ég get útskýrt þetta, en það að sjá manninn fletta neðan af klaufunum eins og um parmesanost væri um að ræða, með flugbeittum hníf, þar til að meinið sem hrjáir kúna, kemur í ljós, var ótrúlega gefandi. Að sjá þegar bleikur vökvinn spýtist út úr holunni sem kemur í ljós eftir að nógu mörg lög af hyrninu hafa verið skorin í burtu, er ótrúlega fullnægjandi, það er að segja, það veitir mér mikla hugarfró. Sennilega er ástæðan sú að ég get sett mig í spor kýrinnar sem hlýtur að finna til gríðarlega mikils léttis þegar þrýstingurinn hverfur með hverri

8

gusu úr sárinu. Svo horfir maður á það þegar sérfræðingurinn úðar vökva yfir sárið og vefur svo utan um það klúti og límir kubb á heilbrigðan hluta klaufanna svo kýrin þurfi ekki að ganga á sárinu. Smá saman hef ég fært mig yfir í lengri myndbönd, sem eru um átta mínútur að lengd, en þar fær maður frekari upplýsingar um það sem gert er. Oftar en ekki eru sérfræðingarnir í myndböndunum breskir og því auka bónus að hlusta á skemmtilegan hreiminn. Áður en ég veit af verð ég sjálfsagt farinn að horfa á heilu heimildaþættina um þessa listgrein, klaufalækningar. Ef maður rýnir aðeins í sálfræðina á bak við þetta nýja áhugamál mitt má líklegast staðhæfa að um einhvers konar mótvægi við morð og viðbjóð sé að ræða - að ég sæki ómeðvitað í eitthvað á borð við klaufaskurði og -lækningar til að friða hugann eftir öll myndböndin sem sýndu mér að venjulegt fólk getur framið hræðilegustu glæpi án nokkurs samviskubits. En fyrir utan það eru þessi nýuppgötvuðu myndbönd afar fræðandi. Ég, sem þó bjó í sveit sem barn, hafði ekki hugmynd um að kýr þyrftu á slíkri hjálp að halda, en auðvitað þurfa þær hana, rétt eins og mannfólkið þarf hjálp við að viðhalda fótum sínum. Mér líður hálfpartinn eins og eiturlyfjafíkli sem er að reyna að koma öðrum í vímu ... en ef þú, kæri lesandi ert forvitinn um þetta get ég bent þér á að leita að The Hoof GP á YouTube, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

Geir sagði í Mannlífi fyrir tónleikasyrpuna að vegna dræmra undirtekta yrði þetta í síðasta sinn sem hann héldi þessa tónleika. En svo tók aðsóknin við sér og Geir gaf út á lokatónleikunum að hann myndi mæta með sitt lið aftur að ári ...

Vítalía þjónaði Matargestir á Las Vegas Christmas Show voru ekki sviknir af veitingunum sem Guðvarður Gíslason, Guffi á Gauknum, bar ábyrgð á ásamt sínu fólki. Á lokakvöldinu var margt frægra gesta. Þar mátti sjá Ara Edvald, fyrrverandi framkvæmdastjóra Mjólkursamsölunnar, Magnús Scheving íþróttaálf, Jón Ólafsson vatnskóng, Sigurstein Másson rithöfund og baráttukonuna Erlu Bolladóttur. Á meðal starfsfólks í sal var sjálf Vítalía Lazereva kökugerðarmeistari sem þjónaði til borðs af mikilli lipurð ...

Edda Björk niðurlægð Mörgum blöskraði sú harðneskja og niðurlæging sem átti sér stað þegar móðirin einstæða, Edda Björk Arnardóttir, var handtekin, fangelsuð og flutt nauðug til Noregs þar sem hún er læst inni í öryggisfangelsi. Þótt Edda sé sek um tálmun og brot gagnvart fyrrverandi manni sínum þykir aðförin gegn henni vera ómanneskjuleg. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sagt að ráðuneyti hennar hefði engin úrræði til að grípa inn í framsalsmálið og því fór sem fór. Einhverjir veltu því upp hvort ekki ætti að afgreiða Samherjamenn í Namibíumálinu með sama hætti og framselja þá svo þeir svari til saka ytra. Vandinn þar mun þó liggja í framsalssamningum ...

Einar sá ljósið Einar Þorsteinsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, sagði sig úr Þjóðkirkjunni á sínum tíma vegna framgöngu Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur bisk­ups og annarra ráðamanna innan kirkjunnar sem hann taldi óboðlega. Hann tók seinna viðtal við Agnesi sem spyrill Kast­ljóss á RÚV. Biskupinn heillaði fréttamanninn gjörsamlega og hann skipti um skoðun. Eftir viðtalið sá hann ljósið og skráði sig aft­ur í Þjóðkirkj­una ...



Neytendamál Brynjar Birgisson

Hvað kost

r?

a

Sopinn er góður en dýr Mörgum þykir bjórsopinn góður og sumum finnst hann of góður. Mannlíf fór í rannsóknarleiðangur til að komast að því hvaða skemmtistaður, bar eða krá á Íslandi, byði upp á besta verðið þegar kemur að bjór. Haft var samband við alla helstu söluaðila bjórs en ekki sáu allir staðir sér fært að svara okkur þannig að listinn er ekki tæmandi. Hér var eingöngu spurt um verð, magn og staðsetningu staðar. Hvaða bjórar voru í boði kom málinu ekkert við og ekki var spurt um verð á svokallaðri „gleðistund“. Verðmunurinn var nokkuð mikill en ódýrasta bjórinn var hægt fá á Íslenska Rokkbarnum og Ölver en sá dýrasti var á Dillon og Lebowski Bar í 500 ml flokknum. Skammarverðlaunin fá Vamos og Hressingarskálinn fyrir að bjóða upp á bjór í 400 ml glösum. Ekki nóg með að nota svo lítil glös heldur rukkar Hressingarskálinn aðeins 10 krónum minna fyrir 400 ml en sá dýrasti staðurinn í 500 ml flokknum. Verðkönnunin var gerð dagana 29.-30. nóvember.

10


Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla

og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða


VIÐTAL Svava Jómsdóttir Myndir /Þráinn Kolbeinsson

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindarvíkur

Bæjarstjórinn og jarðskjálftarnir

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, hefur staðið þétt við bakið á sínu fólki í þeim jarðhræringum sem hafa skekið Reykjanes. Í viðtali við Reyni Traustason ræðir hann um jarðhræringarnar og áhrif þeirra, um Suðurlandsskjálftann sem hann fann vel fyrir sumarið 2000 og í haust var hann í Marokkó þegar mannskæður jarðskjálfti reið þar yfir.

12


13


Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, hefur heillað marga með framkomu sinni en hann þykir vera öruggur og rólegur og sannur leiðtogi í þessari krísu. Hvernig eru horfurnar? „Breytilegar frá degi til dags. Það er þessi óvissa sem er svo erfið fyrir íbúana og fyrirtækin. Sem stendur er staðan verulega betri heldur en á tímanum frá 10. nóvember þegar ósköpin dundu yfir og þurfti að rýma bæinn. Það var hætta á eldgosi í kvikugangi sem hafði myndast undir bænum. Það er einsdæmi í sögunni og íbúarnir þurftu að yfirgefa bæinn sinn og er ekki neinu saman við að jafna nema Vestmannaeyjagosið. Síðan hafa horfurnar batnað en engu að síður segja vísindamenn að það sé hætta á eldgosi. En upptakasvæðið er norðar heldur en mögulega gat verið.“

14

Eins og er eru horfur á að fólk geti síðar snúið heim, jafnvel eftir nokkra mánuði. Það hlýtur að vera mikil gleðitilfinning. „Já, það er það og það var líka mjög ánægjulegt þegar fólk gat farið heim og vitjað eigna sinna og sótt verðmætustu muni; kannski „sækja minningarnar“ eins og sumir sögðu því margir höfðu yfirgefið bæinn í fötunum sem þeir stóðu í. Og síðan þegar heimilt var að sækja þessa muni þá var það auðvitað mjög gleðilegt. Fólk hefur sótt eitt og annað þannig að staðan er miklu betri.“ Fannar settist í bæjarstjórastólinn í ársbyrjun 2017 og 26. janúar 2020 var hann og fleiri kallaðir í Skógarhlíðina þar sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra boðaði til skyndifundar vegna þess að óvenjumikið ris hafði orðið við Þorbjörn. „Í framhaldi af því tóku við jarðskjálftar. Þetta var


Fannar segir að hús hans og fjölskyldu hans hafi sloppið. „Ég hef séð tvær litlar sprungur í bílskúrnum.“ Hægt að endurbyggja Fannar er spurður hvort Grindavík muni ná fyrri styrk. „Það ætla ég hreint að vona. Þetta er gríðarlega öflugt bæjarfélag og það er mikil samheldni í bæjarbúum sem standa þétt saman eins og gjarnan er með sjávarútvegsbæi. Menn þurftu að standa saman en oft koma skipin ekki að landi sem lögðu af stað að morgni. Sjórinn gefur en hann tekur líka og þá þurfti að vera mikil samstaða. Þessi samkennd, samhjálp, lifir á meðal bæjarbúa.“ Þjappar fólkinu saman. „Og vonandi getum við horft fram á betri tíma. Það er hægt að endurbyggja bæinn. Það er ótrúlega gott ástand. Það var svo gott að sjá hvað fráveitan er í góðu standi en við óttuðumst að hún væri verulega löskuð. Þannig að við þurfum kannski ekki að bíða mjög lengi eftir því að þau kerfi séu í lagi; það er kannski þessi óvissa um framhaldið af því að við erum í miðjum atburði. Það er enn þá landris. Við erum að búa okkur undir það að geta ekki flutt heim næstu mánuðina. Vonandi verður sá tími ekki mjög langur. En það þýðir heldur ekki að gera sér of miklar væntingar. Við verðum að vera raunsæ með það að það sé í fyrsta lagi í lagi með veitukerfin, heitt og kalt vatn, ljósleiðara, frárennsli og rafmagn. Margir þessir innviðir eru laskaðir og komnir að þolmörkum þannig að það er ekki gott um miðjan vetur að það fari eitthvað af þessu að gefa sig og fólk að lenda í vandræðum. Við viljum taka það rólega og búa okkur undir það að vera nokkurn tíma í burtu frá Grindavík en vonandi komumst við öll heim fyrr en síðar; þau sem vilja á annað borð koma til baka. Það er ekkert endilega víst að þeir sem hafa misst húsin sín vilji kaupa ný eða byggja. Margir eru búnir að fá nóg.“ Fannar hyggst ekki fara áfram í pólitík; lengra í landsmálin.

eiginlega upphaf þessara atburða sem hafa staðið yfir í að verða fjögur ár með hléum; þrjú gos, fimm sinnum skjálftahrinur og margoft landris.“ Fannar er spurður hvort hann hafi ekki verið orðinn þreyttur á þessum skjálftum. „Jú, við vorum oft mjög þreytt á þessu. Það er auðvitað mjög lýjandi að búa við þetta og sérstaklega á nóttunni; að vakna kannski þrisvar til fjórum sinnum. Fólk var illa sofið. Það er misjafnt hvernig fólki líður með þetta. Sumir eru eiginlega alveg rólegir. Öðrum líður mjög illa. Þetta venst aldrei almennilega en samt kippum við okkur ekki upp við skjálfta sem öðrum finnst vera snarpir; eðlilega því við erum orðin svo vön þessu. En þetta er ónotalegt.“

„Ég held ég láti gott heita; ef allt gengur eftir í Grindavík eftir þetta kjörtímabil læt ég kannski gott heita yfirleitt. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir að fá tækifæri til að vera á þessum frábæra stað. Okkur hjónum hefur verið tekið einstaklega vel af bæjarbúum og ég hef átt mjög gott samstarf við alla bæjarfulltrúa,“ segir bæjarstjórinn sem er ópólitískt ráðinn. „Ég hef reynt að leggja mig fram við það að vinna fyrst og fremst fyrir íbúana og sinna þeim skyldum sem mér er ætlað sem sveitarstjórnin, bæjarstjórnin, felur mér. Ég geri engan greinarmun á minnihluta og meirihluta í því efni. En auðvitað er það meirihluti sem ræður hverju sinni, tekur af skarið, og þá ber mér náttúrlega að framfylgja því sem meirihlutinn ákveður.“ Fylgdi hefðinni Fannar Jónasson kom í heiminn árið sem Elvis Presley náði fyrsta toppsæti sínu í Bretlandi með laginu All Shook Up. Hann er ættaður úr Fljótshlíðinni og Landeyjum; fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hellu og bjó þar með foreldrum

15


sínum og systur og flutti hann svo á höfuðborgarsvæðið fyrir rúmum 20 árum. „Ég get rakið ættir mínar í Íslendingabók meðal Rangæinga langt aftur. Þeir hafa verið heimakærir og ekki verið að sækja sér maka um langan veg þannig að það eru Rangæingar meira og minna fyrir utan ömmu mína í móðurætt sem var Austfirðingur. Amma mín missti móður sína ung og fór í vist suður og þannig kynntust þau nú, amma mín og afi. Afi minn var Rangæingur frá Hellum í Landsveit og amma mín kom þangað sem vinnukona og úr þessu varð hjónaband og þeim varð margra barna auðið.“ Eiginkona Fannars, Hrafnhildur Rósa Kristjánsdóttir, er Sunnlendingur; úr Austur-Landeyjum. „Svo ég fór ekki heldur mjög langt eftir kvonfanginu. Fylgdi bara hefðinni.“ Þú passar upp á sunnlensku genin. „Eigum við ekki bara að segja það.“ Bæjarstjórinn er spurður um æskuna og draumana. „Ég held ég hafi bara verið venjulegur peyi í þorpinu okkar litla. Það voru ekki margir íbúar. Það voru kannski sex götur, barnmargar fjölskyldur og kannski 300 manns þegar ég var að alast upp þarna fyrst og svo fjölgaði smám saman. Þannig að þarna var maður að leika sér. Það er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn og þarna þekktu allir alla og maður gekk á milli húsa til vina og fjölskyldurnar voru mjög nátengdar.“ Hann talar um sveitina. „Pabbi var í hestum og amma og afi voru bændur í Fljótshlíðinni. Ég hafði gaman af dýrunum og hestamennsku. Það var lengst af mitt hobbí að vera með hesta og á nú jörð í Fljótshlíðinni og sumarbústað þar og uni þar hag mínum vel þó hestamennskan hafi látið undan síga fyrir öðru. Heyskapur er nokkuð sem ég sinnti áratugum saman og girðingarvinna og smíðar. Ég fór nú í húsasmíði á góðum aldri og nýt þess að vinna og er ágætlega sjálfbjarga í smíðum.“ Ungur í sveitarstjórnarmálin Fannar var lengi í sveitarstjórnarmálunum þegar hann bjó á Hellu. „Ég var upp undir 20 ár viðloðandi sveitarstjórnarmál; var oddviti á tímabili og sat í hreppsnefnd og síðan var ég í ýmsum nefndum. Ég var framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Rangæinga sem ég hafði mjög gaman af; það voru 11 sveitarfélög í sýslunni. Héraðsnefndinni voru falin ýmis störf. Ég kynntist þannig náttúrlega bæði

16

mönnum og málefnum og þetta voru lærdómsrík ár. Ég byrjaði ungur í sveitarstjórn, 24 ára sat ég held ég minn fyrsta sveitarstjórnarfund og 28 ára var ég orðinn oddviti. Þannig að ég hafði ágætis bakgrunn í sveitarstjórnarmálum þegar ég kom til Grindavíkur en þetta var samt mjög ólíkt.“ Hann fór fyrir lista Sjálfstæðismanna og óháðra. „Það þýddi það að þetta var ansi opinn félagsskapur og þeir sem töldust vinstra megin voru svo með sameinaðan lista. Við náðum ágætis árangri, þessi sameinaði hópur. En á þessum minni stöðum snýst þetta ekkert um


pólitík; þetta eru bara málefni sem gilda og það á líka við um stærri staði – það vilja allir leggja sitt af mörkum og best er þegar samstaðan er mikil og það geta allir lagt gott til málanna og þá farnar sveitarfélögunum best.“ Suðurlandsskjálftinn Og jörðin skelfur af og til. Fannar var á Hellu þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir sumarið 2000 og eyðilögðust nokkuð mörg hús.

„Ég var þá viðloðandi sveitarstjórnarmálin. Ég var til dæmis formaður stjórnar Hitaveitu Rangæinga, var það í 19 ár, og það urðu mjög miklar skemmdir á hitaveitunni 17. júní. Aðveitan frá Laugalandi og að Hellu og síðan í Hvolsvöll laskaðist mjög verulega og það var heitavatnslaust hjá okkur í um það bil hálfan mánuð. Og það vildi bara svo vel til að við vorum að leggja nýja stállögn í staðinn fyrir gömlu asbestlögnina – ef það hefði ekki verið á lokametrunum má segja hefðu bæjarfélögin verið vatnslaus svo mánuðum skipti. Þannig að það var í rauninni algert lán að þessi lögn skyldi nánast vera tilbúin og að þessi atburður skyldi vera um mitt sumar. Ef þetta hefði verið 17. desember en ekki 17. júní hefðu hús skemmst í stórum stíl vegna frostskemmda. Þannig að það var mikið lán yfir þessu. Sá skjálfti var

17


mjög harður og eins og innbú okkar hjóna og annarra fór; meira og minna allt leirtau brotnaði. Þetta var reyndar misjafnt eftir húsum og götum en það urðu mjög miklar skemmdir hjá okkur.“ 17. júní-skemmtun var í íþróttahúsinu á Hellu og Fannar hafði skroppið á skrifstofuna og var þar þegar jarðskjálftinn reið yfir. „Það féllu bókaskápar og voru möppur út um allt.“ Fannar fór út og segist hafa séð um helminginn af vatninu úr sundlauginni í bænum streyma niður götuna og að það hafi gusast upp úr lauginni í jarðskjálftanum. „Það var rafmagnslaust í íþróttahúsinu og fólk var skelfingu lostið að koma út um neyðarútgangana. Þar hitti ég konuna mína og börnin. Það var blíðskaparveður. Þetta var auðvitað mikill atburður og harður skjálfti á Hellu en þó hann hafi verið ennþá harðari við upptökin þá vorum við svo nálægt þessu að það urðu miklar skemmdir.“ Fannar var í almannavarnanefnd Rangárvallasýslu á þessum tíma og var þess vegna svolítið viðloðandi framhaldið. „Þetta voru sérstakir tímar. Ég fór með vísindamönnum og verkfræðingum svolítið í úttektir á milli húsa og sá skemmdirnar og auðvitað brá mörgum í brún. Sumir þorðu ekki að fara aftur inn í húsin. Það var eftirskjálfti 21. júní og hann var dálítið snarpur líka. Það var fólk sem tjaldaði í garðinum hjá sér eða gisti annars staðar. En þessi nýju hús eru svo rammbyggð að þau standast svona áraun. Elstu húsin sem voru kannski hlaðin og úr vikursteinum fóru verst. Það mátti enginn fara inn í sum þeirra sem voru að því komin að hrynja. Nokkrum dögum seinna fóru björgunarsveitarmenn inn og tíndu út nauðsynlegustu muni en fólkið kom aldrei inn í húsin aftur. Þannig að hefði skjálftinn staðið yfir örlítið lengur hefðu sum hús hrunið; elstu húsin sem voru byggð eftir allt öðrum reglum en nú eru í gildi.“

Fjöldi manns lést Jörð skelfur víðar en á Íslandi. Fannar er formaður jarðvangsins Reykjanes Geopark og var í september haldið alþjóðaþing jarðvanga í Marokkó og var Fannar staddur í borginni Marrakesh þegar jarðskjálfti reið yfir og létust margir. „Ég mætti á ráðstefnuna meðal annars vegna þess að við erum að undirbúa Evrópuþing jarðvanga sem verður haldið á Suðurnesjum á næsta ári. Við áttum seturétt og svo vildum við kynna okkur hvernig þetta færi fram, alþjóðaþingið, og undirbúa framhaldið hjá okkur; Evrópuþingið. Og þá vildi svo til að það varð þessi mikli skjálfti í Marokkó. Ég var í Marrakesh og þar voru skjálftarnir náttúrlega talsvert snarpir en ef ég ber þetta saman við stærstu skjálftana í Grindavík þá hefðu ekki orðið neinar skemmdir í Grindavík sem neinu nemur. Það hafa orðið svo margir skjálftar hjá okkur en einn slíkur í Marrakesh dugði til þess að það hrundu byggingar í gamla bænum. Við fórum nokkur þarna inn tveimur dögum síðar til að skoða aðstæður og var varla nokkurn mann að sjá, enda ekki skynsamlegt út af mögulegum eftirskjálftum að vera þarna; en við fórum nokkur sem langaði til að kíkja á þetta og þetta voru mjög miklar skemmdir og fólk dó. Við komumst ekkert út úr landinu. Ráðstefnan var blásin af, það var lýst yfir þjóðarsorg og það máttu eðlilega ekki vera neinir mannfagnaðir. Við ætluðum að komast heim en það var alveg útilokað; fólk þyrptist út úr landinu.

Erfiðir tímar Það skalf líka í efnahagslífinu. Fannar vann hjá Arion banka í áratug, fyrst hjá Kaupþingi og svo Arion banka. „Fimm ár fyrir hrun og slétt fimm ár eftir hrun. Þannig að það varð mikil breyting á miðju tímabilinu.“ Hrunið.

Við vorum þarna í þrjá til fjóra daga og gistum á nýlegu hóteli en samt sá eðlilega á því en það var mikið af sprungum á veggjum og gólfi. Ég var hissa á hvernig byggingin leit út miðað við að þetta er nýleg bygging og fullt af fólki þorði ekki að gista á hótelinu og var við sundlaugarbakkann með sængina sína og svaf þar á nóttunni. Okkur var sagt að þetta væri nýtt hótel og engin hætta á ferðum.“ Í helgan stein

„Þetta voru mjög erfiðir tímar fyrri alla. Mér fannst vera erfitt að vinna í bankanum. Það var sárt að sjá hvernig fyrirtækin fóru út úr þessu og fólkið. Ég vann mikið með fyrirtækjum og þess vegna nefni ég það sérstaklega. Ég var á tímabili forstöðumaður fyrirtækja og viðskipta og eigendur og framkvæmdastjórar, sem höfðu staðið sig á allan hátt mjög vel, þurftu síðan að horfa upp á eignir sínar rýrna með þessum hætti og hrynja. Þetta var óskaplega erfiður tími, fannst mér.“ Svo hætti Fannar störfum í bankanum. „Það voru bara breytingar á bankanum. Það voru miklar sameiningar þannig að mér gafst kostur á því að færa mig um set og færði mig yfir til góðs viðskiptavinar sem ég hafði kynnst; eigendur Fálkans, hins gamalgróna fyrirtækis, og átti þar góð tvö ár en óvænt var fyrirtækið selt en sameinað öðru fyrirtæki. Þá var ég á milli starfa og fór að vinna sjálfstætt í smátíma en svo benti konan mér á auglýsingu sem gekk út á það að það vantaði bæjarstjóra í Grindavík svo ég sló til, sótti um og fékk starfið.“

18

Sumir steinar hrynja en aðrir ekki. Fannar Jónasson kemst á næstu árum á eftirlaun og sest þá í helgan stein. „Eins og ég sagði áðan þá á ég jörð og sumarbústað og gæti endalaust dundað mér þar. Ég er með ýmsar hugmyndir um að gera upp bæði útihús og íbúðarhús og er búinn í nokkur ár að gera upp íbúðarhús sem er í mjög góðu standi þó mörgu sé ólokið. Svo höfum við hjónin mjög gaman af því að ferðast. Við eigum þrjú börn og átta barnabörn og það er mikil samheldni hjá okkur. Við ferðumst saman og njótum lífsins. Ég er með heilmikið prógram um verkefni. Ég er hraustur og það er ekkert sem amar að hjá okkur. Ég horfi líka fram á það að lífið er ekki búið þótt ég hætti í launuðu starfi. Fjarri því.“


TRAUSTIR FASTEIGNASALAR

GUÐBJÖRG G. SVEINBJÖRNSDÓTTIR

KRISTJÁN BALDURSSON

Löggiltur fasteignasali gudbjorg@trausti.is

Löggiltur fasteignasali kristjan@trausti.is

899-5949

Vegmúla 4, 108 Reykjavík

867-3040

546-5050

www.trausti.is


Helgarpistill Lára Garðarsdóttir

Við erum öll Grýlur Grýla er þekkt fyrir að ræna börnum og refsa. Matreiða fyrir jólaköttinn. Hún tekur einhliða ákvarðanir og lætur sig litlu varða ástæðu slæmrar hegðunar. Samkennd einkennir ekki hlutgervi Grýlu - eins og hún gerir öllu jafna manneskjuna, sem getur heyrt frásögn og sett sig í spor þess sem við á. Fallegur eiginleiki og hlýr, en getur hann gengið of langt? Við fáum dæmisögu um Siggu sem stígur fram í kastljósið og segir frá atviki sem henti hana. Hún talar umbúðalaust og ljósmyndirnar af henni sýna uppreyrðan handlegg. Sigga var bitin af grimmum hundi sem var bundinn fyrir utan verslun í hverfinu hennar. Ljótt sárið krafðist tafarlausrar aðhlynningar. Sigga lýsir árásinni og hvernig hún í kjölfarið eigi erfitt með að finna til öryggis í umhverfi sínu. Á Íslandi segja lög til um að lóga eigi dýrinu. Víti til varnaðar; hundar bíta fólk. Einhliða og átakanleg frásögn, og allir tilbúnir að hata hundinn - og jafnvel alla aðra hunda líka. Hjá Siggu var réttlætinu framfylgt. Hundinum var lógað og hræðsla Siggu sefuð. Fylgjendur fagna. Hundurinn hét Lappi, tveggja ára og tilheyrði fjögurra manna fjölskyldu. Hann var ljúfur hundur og vel metinn. Gekk prúður við hæl og gelti sjaldan. Hann hafði gaman af því að fylgja eigendum sínum hvert sem þeir fóru. Hinn afdrifaríka dag hafði Lappi fylgt yngsta meðlimi fjölskyldunnar í búðarferð. Hann var bundinn við staur og sagt að bíða, þegar ókunnug kona kom aðvífandi. Hún var hávær og óþarflega upptekin af honum, hún fór að atast í ólinni hans. Hún lyktaði af áfengi. Eigandinn kom út og konan fór að hrópa að honum og gera sig breiða. Eigandanum var brugðið. Lappa var nóg boðið og beit frá sér. Nú má spyrja sig að því hvort pistlahöfundur sé uppvís að þolendaskömm. Er verið að taka upp hanskann fyrir gerandann? Sigga getur ekki hugsanlega hafa látið hundinn bíta sig, ekki stóð hún og bað um að vera bitin. Það að saga gerenda fylgi með frásögn Siggu, veikir hana ekki, heldur kastar betri sýn á atvikið. Fylgjendur geta þar með mótað sér betri afstöðu, telji þeir sig þurfa að taka hana, og lært af biturri reynslu Siggu. Kannski væri nær að taka sveig fram hjá bundnum hundi sem situr einn, í stað þess að mála alla hunda svarta og láta lóga þeim? Það er auðvelt að sýna Siggu samkennd eftir árásina, en jafnframt er á ábyrgð okkar allra að muna að; sjaldan veldur einn þá tveir deila. Við höfum öll gelt, glefsað og bitið frá okkur þegar við höfum talið okkur vera í ógnvekjandi aðstæðum eða þegar okkur þótti að okkur vegið. Var það rétt af okkur; að einhverju leyti skiljanlegt eða ætti kannski að lóga okkur? *Frjálst er að lesa pistilinn aftur og skipta út orðinu hundur fyrir eitthvert annað orð.

20



Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla


Útfararþjónusta Rúnars

og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða


MATARGAGNRÝNI Brynjar Birgisson Myndir / Aðsendar

Múlakaffi

lifir á fornri frægð Saga Múlakaffis er stórmerkileg, um það verður ekki deilt. Þegar hjónin Stefán Ólafsson og Jóhanna Jóhannesdóttir opnuðu staðinn árið 1962 í Hallarmúla, þar sem hann er enn þá til húsa, fannst mörgum það fáránleg hugmynd. Á þeim tíma var mikill uppbygging á svæðinu, en það þótti hálfgerð sveit í Reykjavík. Þau hjónin hlógu þó allan leið í bankann og varð matsölustaðurinn fljótt vinsæll og þekktur fyrir góðan mat og sanngjarnt verð. Árið 2023 sér Jóhannes Stefánsson, sonur þeirra hjóna, um staðinn og hefur gert í áratugi. Óhætt er að segja að á tímanum frá stofnun hans hafi staðurinn skapað sér sérstakan stað í hjarta margra íbúa Reykjavíkur, en ásamt því að bjóða upp á upp á mat í Hallarmúla rekur Múlakaffi veisluþjónustu og sér um mat í nokkrum stórum fyrirtækjum. Það eru örugglega fáir Íslendingar á höfuðborgarsvæðinu 25 ára eldri sem hafa aldrei borðað mat frá Múlakaffi, hvort sem þeir vita af því eða ekki. Þó að ég hafi vissulega borðað mat frá Múlakaffi, þá hafði ég aldrei komið inn á matsölustaðinn í Hallarmúla, þrátt fyrir að hafa unnið og búið í nágrenni við staðinn til lengri tíma. Ég skellti mér því þangað tvisvar sinnum með stuttu millibili. Í fyrra skiptið fékk ég mér lambalæri með kartöflum í bearnaisesósu og hið seinna Tikka Masala-kjúkling með hrísgrjónum. Stemmingin á staðnum var eins 24

og ég bjóst við. Iðnaðarmenn á fertugs- og fimmtugsaldri og karlmenn sem eru sennilega hættir að vinna. Ég sá aðeins eina konu borða á staðnum, en báða dagana var fullt hús. Andrúmsloftið var afslappað og fínt að sitja inni á staðnum. Konan sem afgreiddi mig var svo indæl að mig langaði helst til að bjóða henni að setjast með mér og ræða um lífið og tilveruna. En þrátt fyrir huggulegt andrúmsloft, þá er ekki hægt að líta fram hjá því að maturinn var einfaldlega vondur. Jú, sósurnar og meðlætið voru allt í lagi en lambið og kjúklingurinn voru nánast óæt. Stórfurðuleg áferð á kjötinu, sem var seigt í þokkabót, og ég er ekki viss um að ég gæti greint milli lambsins og kjúklingsins ef um blindsmökkun væri að ræða. Þá verð ég líka að setja spurningarmerki við skammtastærðina. Ég á einhvern veginn erfitt með að trúa því að smiður sem er að vinna úti í frosti og 15 metrum á sekúndu sé sáttur við hálfan disk fyrir þrjú þúsund krónur. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir sömu upphæð á Salatbarnum er hægt að fá aðgang að hlaðborði þar sem er meira úrval af mat og sá matur er talsvert betri. Það sem stingur líka er að Múlakaffi gefur sig út fyrir að maturinn sé fullur af ást. „Eins og maturinn heima hjá mömmu,“ sagði Stefán um stefnu staðarins og á það vera stefnan í dag. Maturinn sem ég borðaði á ekkert skylt ljúffengan heimilismat sem er eldaður af ást og umhyggju. Kannski var það raunin fyrir einhverjum árum, en nú er annað uppi á teningnum.


25


Sjóarinn

Aríel Pétursson:

„Sonur minn er fiðluleikari og hann er úti á sjó. Sendið þyrlu og það strax!“ Sjómaðurinn Aríel Pétursson var til sjós á togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni vestur á Hala þegar hann datt og flækti höndina í vélbúnaði með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa á fingrum annarrar handar. Enginn óskar sér þess að slasast með þessum hætti, og kannski síst Aríel því hann er fiðluleikari. Hann var snar til og rauk upp í brú þar sem hanskinn var tekinn af og áverkarnir komu í ljós. Stýrimaðurinn á vaktinni benti á tvo fingur og sagði: „Þessi verður staur og þessi verður tekinn af.“ Ákveðið var að sigla með hinn slasaða til Patreksfjarðar. Aríel var nítján ára gamall þegar þetta gerðist og hringdi hann dapur í móður sína á leiðinni. Hann sagði henni frá slysinu og að verið væri að sigla með hann inn á Patreksfjörð. Hún spurði hann þá hvort það hafi nokkuð verið puttarnir. Hann játti því og bað hana að hafa ekki

áhyggjur en við það sleit hún samtalinu. Stuttu síðar kemur skipstjórinn og tilkynnir þeim að þeir séu alls ekki á leið inn á Patreksfjörð, því þeir séu að fara að taka á móti björgunarþyrlunni. Móðir Aríels, sem var fiðlukennari, gat ekki unað við það að sonur hennar misst mögulega fingur. Hún hringdi beint í Skógarhlíðina og tilkynnti: „Sonur minn er fiðluleikari og hann er úti á sjó. Sendið þyrlu og það strax!“ Fingrunum var bjargað og bæklunarlæknir staðfesti í kjölfarið að hefði Aríel ekki komist í aðgerð eins skjótt og raunin varð þá hefði stýrimaðurinn haft rétt fyrir sér; annar fingurinn hefði orðið staur og hinn hefði farið af. Aríel var gestur hlaðvarpsþáttanna Sjóarinn hjá Mannlífi, en þar segir hann margar skemmtilegar sögur. Aríel flutti til Danmerkur þegar kona hans vildi fara þangað til náms. Þar ákvað hann að skrá sig í danska sjóherinn.

Á þeim tíma var hann til sjós á frystitogaranum Vigra RE, en til að búa sig undir inntökuprófið gerði hann eins og margir Íslendingar gerðu forðum og las Andrés önd á dönsku á frívöktunum. Prófið gekk vel, hann gerðist sjóliðsforingi og gekk um tíma brúarvaktir. Hann lýsir því að valdaskiptingin um borð í dönsku skipunum sé ansi frábrugðin því sem gengur og gerist á íslenskum fiskiskipum. Skipstjóri um borð í dönsku herskipi geti ekki beðið háseta um að færa sér kaffi sýnist honum svo. Hins vegar séu þrír messar um borð og menn hafi þar aðgang eftir tign. Þetta sé þó ekki tilkomið vegna krafa þeirra hæst settu, heldur vegna þess að hinir lægst settu vilja hafa frelsi til að blanda sérstaklega geði við þá sem þeir deila vöktum með. Viðtalið við Aríel má hlusta á í heild sinni á vef Mannlífs.

Sjóarinn eru viðtalsþættir á efnisveitu Mannlífs. Þar ræðir Reynir Traustason við íslenska sjómenn og fólk tengt íslenskum sjávarútvegi. 26



Listin - Viðtal Lára Garðarsdóttir

Kaldhæðni vék fyrir væmni Hlíf Una Bárudóttir er starfandi teiknari. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskóla Reykjavíkur af teiknibraut árið 2016. Hlíf tók á móti Mannlífi á dögunum í fallegu heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur þar sem hún býr með eiginmanni sínum og ungri dóttur. 28

Hún var komin yfir þrítugt þegar hún fann loksins rétta hillu, en óhætt er að segja að hún blómstri nú sem teiknari og eru verkefnin sem frá henni koma þessa stundina ótal mörg. Hún hefur alla tíð leitað í skapandi umhverfi, eftir stúdentspróf af listabraut vann hún lengi í leikmunagerð hjá Íslensku óperunni, hún hóf nám hjá Myndlistaskólanum og kláraði þar diplómunám í keramiki: „Keramikið var svo mikill útúrdúr í mínu lífi, sem taldist lítið með.“


Mynd : LG

Þrátt fyrir ótal kúrsa frá barnsaldri, reynslu sína og námið sem hún hafði á bakinu segir hún: „Það hvarflaði samt aldrei að mér að ég gæti unnið við þetta. Þetta var bara hobbíið mitt.“

var eitthvað algjört happaglappa,“ útskýrir Hlíf og segir frá því hvernig tilviljun ein varð til þess að lítið handteiknað afmæliskort fyrir vinkonu hafi skilað sér í verki að heilli veggmynd á Gljúfrasteini. Hvernig lýsir þú stílnum þínum?

Eftir útskrift af teiknibraut lýsir Hlíf Una því hvernig hún hafi beðið eftir hinu eina, rétta svari við því hvernig hún ætti að koma sér á framfæri. Þrátt fyrir að skila inn sýnishorni af verkum sínum hjá forlögum og þá hafi það ekki skilað neinu í hennar tilviki. „Þetta

„Hann er gamaldags, retro, nákvæmur og raunsær,“ segir hún og bætir við að það hafi komið henni sjálfri á óvart. „Langflestar teikninga minna eru ljúfar, saklausar og einlægar.“ Hún hefði sjálf búist við því að þær yrðu meira upp á kant og kaldhæðnari, en það hafi ekki

29


orðið raunin. „Um leið og ég er komin með blað og blýant þá brýst einhver voða ljúf hlið fram.“ Ekki er langt síðan að Hlíf Una færði sig frá blaðinu og blýantinum og yfir á tölvutækt form en hún segir þá vegferð hafa verið nauðsynlega, tímans vegna. „Ég er tæknileg risaeðla,“ svarar Hlíf Una aðspurð hvort hún sé með heimasíðu til að halda utan um verkin hennar. Hún segir það hafa verið í mörg ár á markmiðalistanum að koma upp slíkri síðu, en ekki sé enn komið því að. Hlíf Una brosir sposk og rifjar upp skondið atvik frá fundi í tengslum við teikniverkefni. Fundurinn hafi verið hinn formlegasti, haldinn í fundarsal með skjávarpa og öllu hinu helsta. Svo kom að því að sýna dæmi um verkin og lýsir Hlíf Una því sem þá gerðist. „Upp á skjávarpa var ég með mitt persónulega Facebook og skrollaði í gegnum ljósmyndir af Halldóri [eiginmanni Hlífar Unu, innsk. blm.] og Báru Mjallhvíti [dóttur Hlífar Unu, innsk. blm.] - Mjög indælt, en ekki mjög pró,“ segir Hlíf Una.

Hlíf Una við vinnslu veggmyndarinnar að Gljúfrasteini. Mynd/Aðsend

„Ég á mjög erfitt með þetta. Mig langar í umboðsmanneskju sem hangir yfir öxlina á mér og tekur myndir af verkum í vinnslu,“ útskýrir hún og segir það pressu að fylgja eftir samskiptum og almennu utanumhaldi rekstrarins. Nærðu að framfleyta þér á listinni? „Já, núna, en þetta kemur í svona bylgjum. - Stundum og stundum ekki.“ Hlíf segist vera með nóg að verkefnum í augnablikinu, en telji sig seint til ríkra. Hún segir það raunhæft að vinna eingöngu í teikningu þar sem þau hjónin væru ekki bæði í starfi. „Ég vinn hægt, ég teikna hægt og ég er nostrari. Þar af leiðandi tek ég mér of mikinn tíma í hvert verk.“ Margir ættu að þekkja stíl Hlíf Unu, en teikningar hennar skreyta oft síður Heimildarinnar. Hún segist þurfa að vinna þær teikningar hraðar. Hlíf verður hugsi og ögn hikandi og bætir við: „… jafnvel hraðar en ég get. Ég fór að gráta yfir einni forsíðu sem unnin var á tveimur tímum,“ segir Hlíf Una hlæjandi en bætir við að tilfinningaviðbrögð hennar hafi ekki staðið í útskýringartexta undir teikningunni. Hún segist hafa áttað sig á því fyrir skemmstu að hún væri ekki alltaf sjálfri sér best:

Lokaverkefni Hlífar Unu, Erótík í eldhúsinu, frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Mynd/Aðsend

30

„Ég tala stundum upphátt við sjálfa mig, og því miður er það aldrei neitt jákvætt. Þá er ég að skamma mig, með svona tón: - Hlíf Una, nú hættir þú!“


Myndir : LG Hlíf býr í fallegri íbúð í gamla stílnum í miðbæ Reykjavíkur

Ertu með fullkomnunaráráttu? „Já, algjöra en ég er samt ekki viðkvæma týpan. Þannig að fái ég tár í augun er það alveg í frásögur færandi.“ Hlíf Una er með sterka sýn á hver endanleg útkoma myndar á að vera og þykir því erfitt að skila frá sér verki sem rími ekki nægilega vel við þá hugmynd: „Ókei - Ég fór ekki að hágráta, en ég var ekki ánægð með þetta. Þarna er teikning sem á að fara á forsíðu og ég er ekki ánægð með myndina.“ Alla jafna stendur Hlíf Una samt hreykin upp frá hverju verki. Hvað gefur listin þér? „Þegar ég er komin ákveðin stað í teikningunni …,“ það er eftir skipulagningu og hugmyndavinnu, útskýrir Hlíf: „… að þá verður þetta næstum því eins og hugleiðsluástand.“ Hún lýsir gleðinni við útfærslu smáatriða, eins og til dæmis áferð peysu eða mynstri hennar. „Sem skiptir ekki endilega öllu máli í myndinni - en gerir það samt!“ Viðbætur og smáatriði eru uppáhaldspartur teikningarinnar hjá Hlíf.

Tvær bækur sem Hlíf Una myndskreytti og komu út fyrir jólin.

Harkið og fórnarkostnaður Hlíf Una ræðir um kosti þess og galla að vinna sjálfstætt og heima, en í gegnum tíðina hefur hún unnið hlutastörf samhliða listinni til að sjá sér farborða. „Ég hafði verið að reikna árslaun mín frá árinu áður og þau voru ekki há - Bara alls ekki há. En samt hafði það ár verið þannig að ég hafði varla tíma til að hitta vini mína. Ég gerði ekkert nema teikna - árangurinn var einhvern veginn þannig að ég lagði mikið á mig fyrir lítið,“ segir Hlíf Una sem tók að sér fyrir einu og hálfu ári hlutastarf sem aðstoðarmanneskja í eldhúsi. Þrátt fyrir að skilgreina sig sem „introvert“ þá fann hún fljótt hversu mikið hún hafði saknað nærveru við samstarfsfólk - og segist hafa vantað kaffistofuspjallið í lífið. „Ég finn fyrir því núna að vera hætt þarna, þar sem þetta var góður vinnustaður og ég var að vinna með vinkonu minni - og því mikið hlegið.“

31


Í dag starfar Hlíf Una að fullu við teikningu og er að berjast við að mynda sér einhverja rútínu og varast að vera alltaf ein heima að teikna. Hún fer því stundum á kaffihús til að vera meðal fólks og vinnur þar. Hún segir það ekki endilega vera vinatengsl innan vinnustaðar sem hún sakni heldur nærveran við annað fólk. „Ég segi ekki nei við teikniverkefnum sem mér finnast áhugaverð,“ segir Hlíf Una, en hún fann fljótt að álagið var orðið of mikið til að halda tveimur störfum gangandi. „Ég er frekar til í að leggja á mig vökunætur og mæta síðan í vinnu. Þetta bara gekk ekki,“ bætir hún við og lýsir því hvernig ástandið hafi hvað mest bitnað á fjölskyldulífinu og félagslega partinum. Álagið og streitan voru orðin það mikil að litlir hlutir voru farnir að taka á. „Ég var komin með svona tilfinningu þegar vinkonur mínar hringdu til að hittast að þá voru fyrstu viðbrögð mín að ég varð pirruð,“ og hún segist hafa hugsað með sér: „Vita þær ekki að það er brjálað að gera? Af hverju eru þær að setja mig í þá stöðu að þurfa að segja nei?“ Í dag hlær hún og gerir grín að viðbrögðum sínum og segist átta sig á hversu sjálfhverf hugsunin hafi verið, í stað þess að vera þakklát fyrir að eiga vinkonur sem þó hringdu. Öryggið og reglulegar tekjur við að vera launamaður eru ómetanlegar. Jólahlaðborð, sumarfrí og stéttarfélag eru hluti þess sem oft mætir rest hjá sjálfstætt starfandi og segist Hlíf hafa verið ofboðslega þakklát fyrir að hafa réttindi á stuðningi stéttarfélags þegar í ljós kom að hún þurfti að fá heyrnartæki fyrir ári: „Þau eru rosalega dýr.“ Verkin Fyrir jólin eru komnar út tvær bækur sem Hlíf Una er myndhöfundur að. Ljóðabókin Flagsól, með ljóðum eftir Melkorku Ólafsdóttur, og barnabók eftir Ólöfu Sverrisdóttur um Sólu og stjörnurnar. Að auki teiknaði hún bókarkápu og tvær myndir í bókina; Maðurinn með strik fyrir varir, eftir Ragnar H. Blöndal. En bókin byggir á bréfum á milli Ragnars, Hlífar Unu og Ólafs sem eru einstakir pennavinir. „Svo þetta er í fyrsta skipti sem ég sem persóna kem fyrir í bók.“ Aðspurð hvort hún mundi ekki pennann sjálf við skrif, segir Hlíf Una að myndmálið sé hennar frásagnarleið. Hún nefnir lokaverkefni sitt við Myndlistaskólann sem hana langar að vinna áfram. Verkið eru teiknaðar smásögur með yfirskriftinni; „Erótík í eldhúsinu“. Myndirnar endurspegluðu hversdagslegt fólk inni á sínum heimilum og til hliðar lítil textabox með bundnu máli. Hlíf Una segir það væri gaman að fá rithöfunda til að skrifa texta út frá myndunum.

32

Hvað er á döfinni? Á teikniborðinu hjá Hlíf er plötuumslag, stórt verkefni fyrir borgina: „Þar sem þessi væmna hlið mín fær að njóta sín,“ segir Hlíf Una hlæjandi og bætir við að í því gefist henni kostur á dreifa hlýju og mildi út í samfélagið. Þá teiknar hún Fauna-myndir fyrir Menntaskólann í Reykjavík og eru það yfir 100 teikningar. Að auki er barnabók sem Hlíf Una segist ætla að taka sér góðan tíma til að vinna: „Það er þannig bók sem ég ætla að leyfa mér að taka nokkra mánuði í að gera,“ segir Hlíf Una að lokum. Fleiri sýnishorn af verkum Hlífar Unu má sjá hér að neðan:


33


Lífsreynslusaga Aðsend

Jólaminning barns: Tilhlökkunin var áþreifanleg. Systir mín var að koma til okkar mömmu yfir jólin. Við skilnaðinn höfðum við systur fylgt sitthvoru foreldrinu. Mamma flutti mig og sig sjálfa búferlum - hinum megin á landið. Það var talið í árum síðan ég hafði hitt pabba og systur mína. Hvað þá að vera með henni á jólunum og hún hafði aldrei komið til okkar í heimsókn í litla bæinn. Satt best að segja virtist loksins rofa til í þeirri hatrömmu forræðisdeilu sem foreldrar okkar áttu í. Ég hlakkaði svo til að sjá systur mína og að sýna henni herbergið mitt. Ég hlakkaði til að hún sæi hundinn okkar, ég vonaði að hún myndi kannski vilja sofa uppi í rúminu mínu. Kannski vildi hún leika við mig. Við gætum kannski hoppað af húsþakinu ofan í allan snjóinn? Loksins gætu krakkarnir séð að ég ætti í alvörunni stóra systur. Engin teiknaði jafnfallega og hún, rithönd hennar og skrift var svo nákvæm og falleg - allt sem hún gerði var listilega vel gert. Mér þótti hún langsamlega flottasta stóra systirin. Mig langaði að vera alveg eins og hún. Eitt af síðustu skiptunum sem ég hafði hitt hana, var þegar við mamma bjuggum enn á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim tíma máttum við ekki lengur hittast heima hjá foreldrum okkar. Við þurftum að hittast hjá einhverri grútfúlli, að mér

34

fannst, konu sem bjó niðri í bæ. Allt við fyrirkomulagið var rangt og asnalegt og ég man enn eftir þungri og rakri lyktinni heima hjá henni. Það var ekkert dót, ekkert fyrir okkur að gera. Hvorugri okkar leið vel í aðstæðunum sem við réðum engu um. Samtöl okkar náðu sjaldnast flugi, enda eflaust báðar að bögglast með risastóran hnút og fullt af beygluðum tilfinningum. Það var helst ef við fórum í labbitúr og við systur gengum á undan að við gátum þá betur talað saman - konan gekk spölkorn fyrir aftan. Ein síðasta minningin sem ég átti um systur mína var einmitt frá slíkum labbitúr, við vorum fyrir utan pylsuvagninn og hún leyfði mér að finna lyktina af Samba ilmvatninu sínu og spreyjaði því beint upp í munninn á mér. Það var óstjórnlega fyndið. Það sem við hlógum. Ef ég man rétt átti hún að koma með flugi á aðfangadag. Ég gat varla setið kyrr. Heimsins besta jólagjöf sem ég gat hugsað mér. Grunlaus og barnaleg hljóp ég inn í eldhús og spurði hvenær við færum út á völl að sækja hana. Fósturpabbi sat þar þungur á brún: „Hún var ekki í fluginu,“ var svarið. Mamma var lögst fyrir og mér bent á að sýna henni tillitssemi.


Jólapistill Kolbeinn Þorsteinsson

Púslað um jól

Enn eina ferðina standa jólin fyrir dyrum með öllu því umstangi sem þeim fylgir nú um stundir. Hvað mig áhrærir verður um 61. jólin að ræða, þau hafa komið og farið og þótt það verði seint um mig sagt að ég sé jólabarn, þá kann ég ágætlega að meta þennan sið. Reyndar er svo komið að fáir gleðjast jafnmikið yfir komu jólanna og mangarar af ýmsum toga og hætt við að Jesús sá sem gjarna er bendlaður við jólin hefði verið snöggur að setja ofan í við þá. Að þessu sögðu er þó rétt að undirstrika að þó að jólagjafir muni ávallt gleðja lítil börn, þá er ekki síður mikilvægt að þau finni gleði, öryggi og kærleika umlykja sig um jól sem alla aðra daga. Það ríkti mikil eftirvænting á barnaheimilinu Dalbraut, í Reykjavík, í desember árið 1967. Þá voru á Dalbraut ung börn sem ekki áttu í önnur hús að venda, en um var að ræða einhvers konar millilendingu þar til lausn fyndist á málum þeirra. Heimilið hafði verið skreytt hátt og lágt, músastigar héngu hér og hvar og glitrandi jólakúlur stöfuðu geislum sem dáleiddu ungar sálir. Þrátt fyrir umkomuleysi þá skynjuðu börnin að eitthvað gleðilegt var í vændum, kannski jólapakkar undir jólatré. Gott ef skór voru ekki settir í glugga að kveldi og svei mér þá ef ekki leyndist í þeim eitthvert lítilræði þegar börn vitjuðu þeirra að morgni, með stírur í augum og drauma liðinnar nætur enn ljóslifandi í huga sér. Loks rann aðfangadagur upp. Úti fyrir var jörð snævi þakin og frostrósir skreyttu rúðurnar. Dagurinn var lengi að

líða, mínúturnar siluðust áfram – ætlar kvöldið aldrei að koma? Það hafði nefnilega kvisast að jólasveinninn kíkti jafnvel við, jafnvel fleiri en einn. Það yrði nú eitthvað! Kvöldið tók loks við af deginum og viti menn; einhver barði á hurðina. Hver skyldi vera þar á ferð? Fyrir utan stóð fjöldi karla, allir með jólasveinshúfu á höfðinu og margir með poka á bakinu – jólasveinarnir voru komnir. Fljótlega kom í ljós að þarna voru ekki íslenskir jólasveinar á ferð. Þarna voru hermenn af Vellinum mættir til að gleðja lítil börn sem höfðu kannski fátt að gleðjast yfir annað. Hvort jólasveinarnir voru íslenskir eða bandarískir skipti engu máli, þeir voru í jólaskapi og fyrr en varði var hugarangur á bak og burt hjá börnunum. Hermennirnir tóku börnin á hné sér og gjafir voru teknar úr pokum. Ég var fimm ára og ég hafði aldrei upplifað viðlíka gleði. Ég sat á læri eins hermannsins og fékk púsluspil með stórum stykkjum. Ég man ekkert hver myndin var en ég man að í hvert skipti sem ég fann einhverju stykki stað þá klappaði hermaðurinn saman höndunum, tók utan um mig og sagði eitthvað sem ég ekki skildi, en hljómaði hlýlega. Púsluspilið var eina jólagjöfin þessi jól og var ekki til eignar, en það skipti engu máli. Þetta aðfangadagskvöld kom og fór eins og önnur, en seint mun fenna yfir minninguna. Gæska þessa óþekkta hermanns og hlýja mun ylja mér um hjartarætur hver einustu jól sem ég á eftir að upplifa.


Bókakynning Aðsend

Með lífsförunautinum Á meðan Guðrún var í námi erlendis kynntist hún eiginmanni sínum Ólafi Thorlacius. Hér eru þau á Bessastöðum, þegar Guðrún var sæmd íslensku fálkaorðunni.

Samfélagið refsaði konum sem urðu barnshafandi utan hjónabands Guðrún Jónsdóttir er á meðal mikilvægustu brautryðjenda kvennabaráttunnar á síðustu öld og fram á þessa. Hún var í hópi þeirra kvenna sem brutu glerþak stjórnmálanna með Kvennaframboðinu og síðar átti hún stóran þátt í því að rjúfa þagnarmúrinn kringum kynferðisofbeldi og var í lykilhlutverki þegar kom að stofnun Stígamóta. Saga Guðrúnar er „saga kvennahreyfingarinnar nýju“. Í bókinni er því ekki aðeins verið að segja sögu einnar konu, heldur baráttusögu íslenskra kvennu, þjóðarsögu um miklar samfélaghræringar þar sem Guðrún var í hringiðunni. Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg er ævi- og baráttusaga Guðrúnar, falleg fjölskyldusaga um ást og tryggð, gleði og sorgir, vináttu og samheldni. Hér á eftir eru birtir kaflar sem sýna hvernig baráttukonan mótaðist af samfélaginu. Eftir stúdentspróf réði Guðrún sig sem kokk á síldarbát til að fjármagna háskólanám erlendis, en hún var fyrsti félagsráðgjafinn á Íslandi. Með barni Einn úr áhöfninni varð henni náinn. Eftir seinasta túrinn kom hann til Reykjavíkur og hélt þar til um tíma. Þau héldu áfram að hittast og skömmu eftir heimkomuna læddist sá grunur að Guðrúnu að hún væri í vandræðum. „Ég var í sjokki. Ég vissi að það yrði erfitt að segja frá þessu. Mér óaði við því.“ Þegar blæðingar létu á sér standa trúði hún móður sinni fyrir því að hún væri hrædd um að vera orðin ólétt og þær grétu saman. Heimilislæknir staðfesti það sem Guðrún vissi þá þegar, að hún væri með barni. Í kjölfarið heimsótti hún barnsföður sinn og greindi honum frá stöðunni.„Hann var ekki tilbúinn til að festa ráð sitt og eiginlega ekki ég heldur. Ég vissi að ég gæti fengið skólavist í Svíþjóð. Við komumst engu að síður að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert annað að gera en að eignast þetta barn.“ Á þessum tíma voru engar getnaðarvarnir, fóstureyðingar

36

voru ekki aðgengilegar og ef konur urðu barnshafandi utan hjónabands var litið niður á þær. Ef hún hefði haft val um að fara í fóstureyðingu segist Guðrún reikna með að hún hefði farið þá leið því þungunin setti svo sannarlega strik í reikninginn. Öll sund virtust lokuð. „Mér fannst þetta setja allt mitt líf á hvolf. Ég var villuráfandi og vissi ekki hvort eða hvernig mér tækist að klára mig.“ Innst inni fann hún samt fyrir annarri tilfinningu: Gleði. Barnsfaðir Guðrúnar hélt austur á Djúpavog og Guðrún fór að vinna á Barónsborg, einu af þremur barnaheimilum borgarinnar, til að uppfylla inntökuskilyrði háskólans í Svíþjóð. Barnið átti að fæðast í byrjun ágúst en námið að hefjast í september. Þrátt fyrir breyttar aðstæður var hún staðráðin í að fara utan. „Ég vissi að ef ég myndi ekki drífa mig í nám myndi ég enda sem ófullnægður kennari, geðill og ómöguleg. Ég vildi það ekki. Ég vildi komast út og fara í þennan skóla. Foreldrar mínir voru nú ekki mjög upprifnir yfir stöðunni en vissu sem var að þau gætu ekkert við þessu gert. Þau buðu mér að búa áfram frítt hjá sér en sögðu að ég yrði að afla peninga til eigin nota. Það voru fyrstu viðbrögðin. Eftir að þau höfðu jafnað sig á áfallinu tóku þau fullan þátt í meðgöngunni og undirbúningi fyrir komu barnsins.“ Fleiri áttu erfitt með að meðtaka fréttirnar. Guðrún var ekki bara elsta barn foreldra sinna, heldur var hún elsta systkinabarnið beggja vegna. Og það sem meira var, hún var líka fyrst allra í fjölskyldunni til að halda áfram námi eftir skyldunám, fara í menntaskóla og ljúka stúdentsprófi. Fjölskyldan var samheldin og hafði væntingar til framtíðarinnar, þarna var komin stúlka sem stóð sig svona vel. „Það voru viss vonbrigði að ég skyldi láta fallerast. Á þessum tíma var þungur dómur felldur yfir stúlkum sem eignuðust börn í lausaleik, eins og það var kallað. Öll ábyrgðin var sett á konuna og ég hafði brugðist.“ Fjölskyldan vildi varla trúa þessu, þetta gæti ekki gerst


hjá henni Sísí, hún sem var alltaf svo passasöm. Þetta var reiðarslag. Hún varð þó vör við velvilja og minnist þess þegar hún kom kasólétt í heimsókn til Sigríðar ömmusystur sinnar og eiginmanns hennar, Jóns Ormssonar rafvirkja, á Sjafnargötu 1. Mikill samgangur var á milli heimilanna. Líkt og vanalega buðu þau upp á kaffi í eldhúsinu og í þetta sinn líka upp á hughreystingu, en þau höfðu verið að hugsa málið vegna vandræða Guðrúnar: Við erum búin að ræða þetta mikið, Sísí mín, með þig og þetta barn. Þetta getur verið gæfuspor og orðið þér til framdráttar, því sá sem þú átt eftir að giftast veit allavega að þú getur eignast barn, sögðu þau. „Mér þótti þetta nú dálítið langsótt en fallegt af þeim að reyna að finna hið jákvæða. Það var dálítið sætt. Að eignast barn í lausaleik þótti svo hryllilegur áfellisdómur.“ Meðvituð um neikvæð viðhorf samfélagsins átti Guðrún erfitt með að fara út á meðal almennings eftir að fór að sjá á henni. Fyrst um sinn átti hún jafnvel erfitt með að hitta nánustu vinkonur sínar, en það lagaðist sem betur fer með tímanum og þær áttu eftir að láta mikið með barnið. Þrátt fyrir allt fékk Guðrún stuðning frá sínu baklandi. Ekki var vanþörf á. Refsað á fæðingardeild Þegar skammt var á milli hríða og fæðingin virtist vera að fara af stað var Guðrún lögð inn á Landspítalann. Hún hugsar til þess með hryllingi. „Mórallinn á kvennadeildinni var þannig að kvensur eins og ég, sem voru að eignast börn einar, voru ekki hátt skrifaðar. Viðhorfið var áþreifanlegt, ég var fordæmd, annars flokks manneskja og það birtist í allri framkomu gagnvart mér.“ Allt í einu hægðist aftur á útvíkkun og í rúman sólarhring

Með dóttur sinni Guðrún skildi barnunga dóttur sína eftir hjá foreldrum sínum þegar hún hélt utan til náms. Það var léttir þegar þær sameinuðust aftur.

lá Guðrún ein inni í hálfdimmu herbergi. Aðeins einstaka sinnum var litið inn til hennar, en annars var hún látin ein. Hún var óörugg og lítil í sér. „Eftir því sem ég best man kíktu ljósmæðurnar á mig tvisvar yfir daginn og aftur um kvöldið. Ég skil ekki af hverju ég var ekki send heim. Engar heimsóknir voru leyfðar, svo áður en barnið fæddist var ég alein, lokuð inni í herbergi og gat ekki farið fram úr. Ég var svo hrædd að ég var ekki með sjálfri mér. Í mínum huga er þetta myrkur tími.“ Ekki tók betra við eftir fæðinguna. Tvær giftar konur deildu stofu með henni á sængurlegunni. Viðmótið sem þær mættu var allt annað en henni var sýnt. „Skilaboðin voru skýr, svona hegðun var ekki samþykkt. Það var eins og fólk óttaðist um siðgæði samfélagsins ef konum leyfðist að eignast barn í lausaleik. Þessir dagar á kvennadeildinni voru algjör hryllingur.“ Erfiðlega gekk að fá barnið til að taka brjóst. Guðrún fékk fljótt sár á geirvörturnar og var aum. Henni leið ekki vel í þessum aðstæðum. „Ég fann hvernig kerlingarnar nutu þess að pína mig með barnið á brjósti. Sérstaklega gamlar hjúkkur sem voru alveg skelfilegar. Fyrstu dagana kveið ég því í hvert skipti sem þær komu með barnið og grét undan hörkunni. Ég var ekki hreykin af mínum aðstæðum og eftir fæðinguna var ég algjörlega berskjölduð og viðkvæm, eins og opið sár. Í því ástandi mætti ég miklum fordómum. Ég brotnaði ekki aðeins undan hörkunni heldur líka undan skömminni. Ekki síst því að brjóstagjöfin gengi ekki betur. En um leið og ég kom heim féll allt í ljúfa löð. Þar gekk allt vel.“ Sakadómur Barnsfaðir Guðrúnar hafði upphaflega gengist við barninu, en nú hafði afstaða hans breyst. Þegar dóttir hennar var nýfædd óskaði Guðrún eftir meðlagi en fékk meiðandi bréf. „Móðir hans tók stjórnina og sendi mér bréf þar sem hún spurði hvernig ég vogaði mér að fara fram á meðlag, þegar ég hefði getað sofið hjá hverjum sem var. Það fauk í mig og ég ákvað að sleppa þeim ekki með þetta.“ Í kjölfarið lagði Guðrún fram kæru á hendur barnsföður sínum, með kröfu um viðurkenningu á faðerni og meðlagsgreiðslum. „Málið var rekið sem sakamál og ég var kölluð fyrir í sakadómi. Lögreglumaður tók á móti mér og leiddi mig inn í dómsal. Þar sátu þrír karlar. Verst var að ég þekkti einn þeirra og vissi að hann væri maður sem velti sér upp úr vesæld annarra, var illmæltur og alls ekki góð manneskja. Enda var hann virkilega kaldranalegur við mig. Þeir spurðu hvort ég stæði við að þessi maður væri faðir barnsins, því hann hefði neitað því fyrir sýslumanni. Ég hafði engar sannanir en tókst að stynja því upp að það væri ekki um annan að ræða. Því næst var ég yfirheyrð eins og sakamanneskja og gert að svara ýmsum spurningum til að ganga úr skugga um að ég væri ekki að ljúga faðerni upp á manninn. Ég þurfti til dæmis að lýsa okkar samskiptum í smáatriðum, hvar og hvenær allt hefði farið fram. Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera, virkilega ógeðfelld upplifun.“

37


Sakamálin Kolbeinn Þorsteinsson

Síðasta jólamyndatakan Á jóladag, árið 1929, höfðu jólin verið hugguleg og indæl hjá Lawson-fjölskyldunni í Germantown í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Heimilisföðurnum, Charlie, hafði tekist að öngla saman nægu fé til að fara með alla fjölskylduna í bæinn. Í bænum hafði Charlie klætt alla fjölskylduna upp og meira að segja látið taka fjölskyldumynd af hersingunni allri; honum og eiginkonunni Fannie, 37 ára, og börnunum þeirra sem voru sjö talsins, Arthur, 19 ára, Marie, 17, Carrie, 12, Maybell, 7, James, 4, Raymond, 2, og Mary Lou, fjögurra mánaða. Þetta voru alls ekki afleit jól, í ljósi þess að kreppan mikla var rétt skollin á. Það sem síðar gerðist hefur enginn getað hent reiður á. Einhverra hluta vegna ákvað Charlie að bana allri fjölskyldunni. Hann skaut Carrie og Maybell þegar þær voru rétt lagðar af stað i heimsókn til frænku sinar og frænda. Eftir að hafa fullvissað sig um að þær væru báðar dánar, kom hann líkunum fyrir í hlöðunni. Síðan skaut Charlie, eiginkonu sína, sem sat úti á veröndinni. Þegar skotið ómaði rak Marie upp hræðsluóp inni í húsi. Charlie snaraði sér inn og skaut hana og fann síðan syni sína, James og Raymond, þar sem þeir höfðu reynt

að fela sig. Hann skaut þá til bana. Þá var röðin komin að Mary Lou og hlaut hún sömu örlög og systkini hennar. Arthur slapp með skrekkinn, því einhverra hluta vegna hafði Charlie sent hann einhverra erinda rétt áður en morðæði rann á hann. Sjálfur fór Charlie að þessu loknu út í nærliggjandi skóg og svipti sig lífi. Engin ástæða fannst nokkru sinni fyrir verknaðinum, en Gróa á Leiti lét ekki að sér hæða þá frekar en fyrri daginn. Sá kvittur fékk vængi að Charlie hefði níðst kynferðislega á Marie og að hún hefði verið barnshafandi. Charlie hefði fyrirkomið allri fjölskyldunni vegna skammar og sektarkenndar. Krufning leiddi reyndar í ljós að ekkert var hæft í þeim orðróm að Marie hefði verið ólétt. Enn hefur ekkert komið fram sem varpar ljósi á þennan atburð sem átti sér stað á jóladag í Norður-Karólínu.

Misráðin morð um jól Um jólin 1951 höfðu Harry og Harriette Moore heldur betur ástæðu til að fagna. Ekki aðeins jólunum heldur einnig 25 ára brúðkaupsafmæli sínu. Þann 25. desember höfðu þau litlar áhyggjur, þrátt fyrir að þau hefðu verið áberandi í jafnréttisbaráttu þeldökkra, sem á þeim tíma var afskaplega illa séð hjá íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Þannig var mál með vexti að Moore-hjónin voru á meðal þeirra blökkumanna sem hæst höfðu á þessum tíma í Flórída. Moore-hjónin og dóttir þeirra héldu upp á jólin á heimili sínu í Mims í Flórída eins og hefð var fyrir. Þau áttu ekki von á neinu óvæntu, en annað kom svo sannarlega á daginn. Sprengja, sem hafði verið komið fyrir undir húsi fjölskyldunnar, sprakk með miklum látum um kvöldið. Hjónin slösuðust illa en dóttir þeirra lifði sprenginguna af því hún var í öðrum hluta hússins. Harry dó í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús, en Harriette lést af áverkum sínum níu dögum síðar. Aldrei þessu vant var lögreglan ekki lengi að komast að því hverjir voru á bak við sprenginguna; meðlimir Ku Klux Klan. Samtökin hugðust þagga niður í hjónunum í eitt skipti fyrir öll. Reyndar tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hinna seku, sem voru fjórir, til þess að gera háttsettir karlar innan Ku Klux Klan; Earl J. Brooklyn, Tillman H. Belvin, Joseph Cox og Edward L. Spivey. Sá síðastnefndi varpaði sök á Cox þegar hann var við dauðans dyr vegna krabbameins. Cox svipti sig síðar lífi. Brooklyn og Belvin önduðust báðir á meðan rannsókn alríkislögreglunnar FBI stóð yfir. Tíminn leiddi síðar í ljós að sprengjutilræði fjórmenninganna var afskaplega misráðið því samtökum um borgarleg réttindi blökkufólks óx fiskur um hrygg í kjölfarið og ól af sér mótmæli og reiði í garð ódæðismannanna.

38


Óskiljanlegt ódæði á aðfangadag Í næstu frásögn víkur sögunni aftur til ársins 1881. Þann 23. desember það árið var Emma nokkur Carico hjá vinum sínum og nágrönnum í Ashland í Kentucky í Bandaríkjunum. Vinir Emmu, Robert og Fannie Gibbons bjuggu í húsinu við hliðina á heimili hennar og öll voru þau á táningsaldri og leið vel saman. Þar sem móðir Emmu var, sem fyrr segir, í næsta húsi var fátt sem gaf til kynna annað en að fullkomlega öruggt væri fyrir Emmu að gista heima hjá Gibbons-fjölskyldunni. Einhvern tímann á milli 23. og 24. desember áttu sér stað óhugnanlegir og óskiljanlegir atburðir á heimili Gibbonsfjölskyldunnar. Inn á heimilið brutust þrír karlar vopnaðir öxum og börðu unglingana þrjá til bana. Ekki létu ódæðismennirnir það nægja, heldu báru eld að húsinu í kjölfarið. Móðir Emmu sá eldhafið út um glugga heima hjá sér, en ekki varð við nokkuð ráðið og síðar fundust lík unglinganna í rústunum.

Múrhleðslumaður að nafni George Ellis játaði síðar á sig verknaðinn og benti á samstarfsmenn sína, William Neal og Ellis Craft, sem vitorðsmenn. Ekki þótti öruggt að hafa þá í haldi í Ashland, enda vildi ólmur almenningur helst hengja þá á dóms og laga. Voru þremenningarnir í haldi í Cattleburg fram að réttarhöldum, 16. janúar 1882. Neal og Craft voru dæmdir til dauða og áfrýjuðu þeir dómnum. Réttað var yfir George Ellis 30. maí, og fékk hann lífstíðardóm. Óður múgur náði honum úr fangelsinu 31. maí og hengdu hann án dóms og laga í Ashland. Dauðadómur var síðar staðfestur yfir Craft og Neal og sá fyrrnefndi fór til fundar við skapara sinn 12. október, 1883, og sá síðarnefndi 27. mars, 1885. Aldrei fékkst á hreint hví þremenningarnir frömdu ódæðið.

39


Útivist Reynir Traustason

Hundurinn sem elskaði fjöll - Tinni lifði af 10 metra fall Ég hélt undir höfuð hundsins á meðan líf hans fjaraði út. Dýralæknirinn var með hlustunarpípu og fylgdist með hjartslætti hans. Svo var allt yfirstaðið. Barón Tinni var allur, rúmlega 9 ára gamall. Krabbamein hafði lagt hann að velli. Lokadagurinn í lífi hans var 20. nóvember 2023. Alla sína hundstíð hafði hann fylgt mér eins og skugginn. Hann svaf inni hjá mér. Kom með mér í vinnuna og mætti í allar fjallgöngur. Blindaður af tárum kvaddi ég líflausan hundinn og flýtti mér út í bíl. Ég skammaðist mín hálfpartinn fyrir viðkvæmnina. Karlar af minni kynslóð gráta ekki. Ég sat undir stýri fyrir utan Dýralæknastofuna. Veðrið var í samræmi við líðan mína. Regnið buldi á framrúðunni. Ég kreppti hendur um stýrið og beið þess að ná stjórn á tilfinningum mínum til að geta ekið heimleiðis, hundlaus. Hann Tinni var ekkert venjulegur hundur. Hann kom í heiminn 13. apríl 2014. Hann kom undan tíkinni Jasmín sem var í eigu fjölskyldu minnar. Tvisvar var hann seldur, en jafnoft skilað. Á endanum var ákveðið að við myndum halda dýrinu. Það var gæfuspor. Á umbrotatímum í lífi mínu var hann alltaf til staðar. Þegar flest sund virtust lokuð færði hann birtu og yl inn í líf mitt. Á leiðinni heim reikaði hugurinn til baka og ég fór yfir samleið okkar. Minningarnar voru óteljandi. Tinni var allt fram í dauðann fjallahundur. Hann bókstaflega elskaði að þvælast með húsbónda sínum um fjöll og firnindi. Fyrsta gangan hans var á Festarfjall þegar hann var rétt tæplega tveggja mánaða. Síðan komu fjöllin eitt af öðru. Hann gekk á Búrfell í Hálsasveit með mér og fjölskyldunni, líklega þriggja mánaða. Þá munaði minnstu að hann léti lífið. Hvolpurinn hafði fylgt mér eftir á leiðinni niður Sökkur. Allt í einu uppgötvaði ég að hann var hvergi sjáanlegur. Hópurinn sneri við til að leita. Einhver heyrði ámátlegt væl sem virtist koma úr iðrum jarðar. Við nánari skoðun kom í ljós að hann var ofan í gjótu sem gras huldi. Þar var hvolpurinn dauðhræddur í sjálfheldu. Hann varð lausninni feginn. Eftir þetta vék hann sjaldnast frá mér á ferðum okkar um fjöllin.

40

Hrapaði 10 metra Annar og stærri háski steðjaði að Tinna þegar við gengum sem leið lá úr Skálavík og að Galtarvita í Keflavík. Á bakaleiðinni um Bakkaskarð dundi ógæfa hundsins yfir. Hópurinn hafði klofnað á niðurleiðinni um klettasnös. Tinni hafði, aldrei slíku vant, dregist aftur úr. Hann tók á sprettinn en áttaði sig ekki á því hvorum hópnum hann ætti að fylgja og æddi beint fram af klettinum. Ég sá mér til skelfingar að hann hrapaði allt að 10 metrum og lenti á bakinu. Svo harkalegt var fallið að hann kastaðist aftur upp eins og bolti. Ég var beinlínis skelfingu lostinn þar sem ég hraðaði mér til hundsins sem lá grafkyrr. Mér þótti líklegt að hann væri að minnsta kosti stórslasaður, ef ekki dauður. Skyndilega hreyfði hann sig og brölti á lappir mér til óskaplegs léttis. Hann var í fyrstu vankaður, en náði áttum og þáði kjötbita. Mér fannst það vera kraftaverki líkast að hann skyldi lifa fallið af. Þvaglát í tjaldi Tinni var ekki gamall þegar hann rölti með mér og nokkrum Sófistum 25 kílómetra leið á fjallið Krák sem trónir yfir Arnarvatnsheiði. Þegar við komum í tjaldið eftir þá göngu var hann örþreyttur eins og ég. Við steinsofnuðum báðir. Í botni tjaldsins var álteppi til að einangra sem best frá kuldanum. Um miðja nótt vaknaði ég við undarlegt hvisshljóð. Mér til skelfingar sá ég að Tinni var að hafa þvaglát inni í tjaldinu. Mér var ekki skemmt en ég hafði ekki brjóst í mér til að skamma örþreytt dýrið. Ég brölti út í nóttina með teppið og skolaði það í nærliggjandi læk. Tinni fylgdist lúpulegur með, vitandi að það er ekki til siðs að míga inni í tjaldi. Við Tinni gengum saman á Úlfarsfell að minnsta kosti 1.200 ferðir. Hann var alltaf jafn ánægður þegar hann sá mig taka til göngufötin og fara í skóna. Gleði hans var takmarkalítil þegar lagt var upp í göngu og viljinn endalaus. Þetta voru sólskinsstundirnar í lífi hans. Og þær voru margar. Tinni var friðsamur hundur sem gelti sjaldan og veittist aldrei


að öðrum hundum að fyrra bragði. Undantekningin var þegar aðrir hundar voru að abbast upp á hann. Hann hafði ekki mikið þol gagnvart því að aðrir hundar væru að hnusa af rassinum á honum. Hann átti það til að snöggreiðast. Gagnvart fólki var hann afskiptalaus. Undantekningin var þegar hann fann lykt af kræsingum. Þá horfði hann sínum brúnu hundsaugum á matráðinn og vonaðist eftir bita. Árás sauðkindar Eitt sinn lenti Tinni beinlínis í háska í samskiptum sínum við sauðkind sem varð á vegi okkar. Við höfðum gengið frá Ingólfsfirði og yfir í Ófeigsfjörð um Brekkur. Þegar niður kom sá ég kind með tvö lömb fjarri gönguleið okkar. Mér til undrunar tók kindin strikið í áttina til okkar. Það skipti engum togum að hún renndi á hundinn og stangaði hann. Tinni rak upp hræðsluvein. Kindin tók sér aftur stöðu og virtist ætla að stanga mig á viðkvæman stað. Ég hvæsti á kindina og stappaði niður fæti. Hún hrökklaðist á brott. Ég leit á Tinna sem var enn með skottið á milli lappanna. „Mundu það svo lengi sem þú lifir, að kind hefur misþyrmt þér,“ sagði ég og hló framan í hann. Við Tinni áttum saman yfir 3.000 daga. Hann var sem skugginn minn. Alltaf til staðar en gerði engar kröfur umfram það að fá að vera nærstaddur mér og skjótast á fjöll. Þá sjaldan sem ég skildi hann eftir einan heima kom hann sér fyrir í hægindastólnum mínum og beið. Hann fór aldrei í stólinn þegar ég var heima. Þegar ég sneri aftur fagnaði hann mér með gleði blandinni ásökun. Síðustu árin glímdi hann við ofnæmi og þurfti lyf til að halda niðri einkennum. Heyrnin var að mestu horfin og hann glímdi við eyrnabólgu. Sá grunur hafði læðst að mér undanfarna mánuði það væri farið að

styttast í endalokin hjá honum. En ég átti engan veginn von á því að þetta myndi gerast svo snöggt sem raun bar vitni. Venjulegur dagur Dagurinn sem hann dó var ósköp venjulegur og enginn fyrirboði um það sem varð. Ég hleypti Tinna út og gaf honum lyfin sín. Svo héldum við á vinnustaðinn. Ég tók eftir því að hann átti erfitt með stigana. Það vakti áhyggjur mínar og ég fékk neyðartíma hjá dýralækni um miðjan dag. Klukkustund síðar féll dómurinn. Krabbamein í brisi og lifur. Tinni var þjáður. Aðeins dauðinn gat líknað honum. Við Tinni áttum saman hálftíma einir á dýralæknastofunni. Ég hvíslaði í eyra hans og rifjaði upp ævintýrin okkar saman. Manstu Strandirnar og manstu Úlfarsfell? Það féllu tár í feld míns góða vinar sem aldrei krafðist neins en gaf endalaust. Svo kom dýralæknirinn og sendi hann í sína hinstu för. Ég hélt harmi lostinn um höfuð Tinna þegar líf hans fjaraði út. Óreiðukenndar minningar um hundinn minn streymdu um hugann. Daprir dagar Dagarnir eftir brotthvarf Tinna úr þessum heimi eru í senn skrýtnir og dapurlegir. Mér finnst hann enn vera við hlið mér, en þar er enginn lengur. Öll dagleg rútína er úr skorðum. Göngufélagar og vinir senda samúðarkveðjur á Facebook. Hundlaus veröld blasir við mér. Ég horfi á tómt bælið hans og matardallana sem eru engum til gagns lengur. En ég finn fyrir honum alls staðar og stend mig að því að skima eftir honum. Minningarnar um Tinna lifa og hlýja mér um ókomna tíð. Farðu í friði, kæri Tinni og takk fyrir allt sem þú gafst mér.

Við Rauðsgil. Tinni á einum af sínum uppáhaldsstöðum.

41


42


Kertin standa

á grænum greinum, gul og rauð og blá - Jólaskreytingar Mögdu

Magda, Magdalena Kowalonek-Pioterczak, er blómaskreytingameistari. Hún er frá Stargard í Póllandi, en hefur búið á Íslandi síðan árið 2007. Nú þegar jólin eru handan hornsins fannst Mögdu tilvalið að deila með lesendum Mannlífs blómaskreytingum fyrir hátíðina og góðum ráðum þar að lútandi. Magda gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum og fræða lesendur um uppruna sinn og segja frá því hvenær áhugi hennar á blómaskreytingum vaknaði. „Í raun og veru er ekki hægt að tala um eiginlegt upphaf hjá mér í blómaævintýrinu. Þannig er mál með vexti að móðir mín rak litla blómabúð á 9. áratugnum og ég nánast ólst upp í faðmi blóma frá unga aldri. Ég fékk þetta eiginlega beint í æð og sá hvernig blómavendir urðu til, lærði að meta ilminn af blómum og form þeirra. Taugin sem myndaðist á þeim tíma trosnaði um skeið á unglingsárum mínum, þegar ég útskrifaðist úr hótelskóla og starfaði á því sviði. En taugin slitnaði ekki og blómin kölluðu á mig og þá varð ekki aftur snúið.“ Magda starfaði í nokkrum blómabúðum í Póllandi og útskrifaðist úr pólska blómaskólanum í Poznan, Polska Szkoła Florystyczna, en prófin fóru fram í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Skömmu síðar, árið 2007, flutti Magda til Íslands. Hvað tók við eftir komuna til Íslands? „Jú, ég einbeitti mér að því að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og hugarfari. Samhliða því vann ég með blóm og tók reyndar þátt í samkeppni tveimur mánuðum eftir að ég kom til landsins. Ég sigraði í þeirri keppni og það gaf mér kraft og hugrekki

43


Ljósmyndir: Adam Dereszkiewicz til að reyna að láta draum minn um eigin rekstur rætast. Eftir að hafa starfað í hinum ýmsu blómabúðum steig ég síðan skrefið til fulls árið 2019 þegar ég opnaði mína eigin blómabúð, Blómahús Mögdu, í Keflavík. Því miður skall Covid-faraldurinn á heimsbyggðinni skömmu síðar, með öllu sem honum fylgdi.“ Magda greip til þess ráðs að mennta sig enn frekar í faginu, enda var nægur tími en vinnan varð takmörkunum háð. Hún tók fjölda námskeiða á netinu og með tímanum jókst löngun hennar til að stíga næsta skref í heimi blóma – að öðlast meistaragráðu í faginu. Eftir mikla vinnu rættist sá draumur í Varsjá í Póllandi. Þaðan útskrifaðist Magda með meistaragráðu í faginu. Hún náði 2. sæti í flokki blómakransa og 3. sæti í almennum flokki. „Í prófverkefnunum notaði ég mikið íslenskt hráefni; til dæmis ull, hraunmola og sand úr Reynisfjöru. Óhætt er að segja að það hafi vaki mikinn áhuga og athygli og mörgum fannst æði spennandi að fara höndum um ullina eða svartan sandinn. Sumir blómasalar höfðu jafnvel á orði að þeir fengju af því innblástur.“ Aðspurð hvað einkenni jólaskreytingar hennar í ár, segir Magda: „Íslenskar áherslur og hráefni. Kúlur sem þaktar eru svörtum sandi, ég nota ull til að ramma þær inn. Einnig nota ég ull sem sjálfstætt skraut og líka mosa. Furukönglarnir eru íslenskir. Ég leitaði til móður minnar, sem er mikil hannyrðakona, og hún heklar fyrir mig snjókorn og stjörnur, sem mér finnst gefa skreytingunni afskaplega hlýlegt yfirbragð. Fyrir vikið verður jólaskreytingin einkar persónuleg og vistvæn. Ég nota til dæmis ekki eiginlegt plast í mínar jólaskreytingar, heldur vistvænt, niðurbrjótanlegt efni.“ Að sögn Mögdu er litavalið mikilvægt.

44


„Það er auðvelt að missa sig í vali á litum og litasamsetningu, en það er einnig kannski eðlilegt að óttast ákveðna liti, eða litadýrð. Ég leita í fortíðina þegar ég huga að litavali. Þegar ég hóf nám í þessu fagi, þá lærði ég samsetningu bleiks litar og rauðs í jólaskreytingum og það var eiginlega hálfgert áfall fyrir mig. Þar hefur nú orðið breyting á, því daufbleikur, svona kampavínsbleikur, er orðinn uppáhaldsliturinn minn. Mér finnst einstaklega gaman að hafa hann með til dæmis hvítum kúlum, gráum kertum, perlum og borðum og jútu, og ekki má gleyma ullinni.

Þetta verður eins og tónverk, tónaflóð sem við eigum að njóta – ekki bara um jólin, heldur hvenær sem er til að skapa notalegheit. Til að lyfta okkur upp úr drunga dimmra daga og gefa mikilvægum stundum lit.“ Magda segir að fallega skreytt borðstofu- eða sófaborð gleðji augu allra um jólin. „Ilmurinn af grænum greinum og kanil, jólaseríur og flöktandi kertalogar – allt þetta skapar hlýlega og umvefjandi stemmingu þegar dagurinn er stuttur og kalt er úti. Þetta er ómissandi um jólin,“ segir Magda að lokum.

Varahlutir í atvinnubíla Sími: 555-8000

Kastarar og aukaljós í úrvali


Ég var í MS og FÁ á yngri árum, þar sem ég var á náttúrufræðibraut. Í FÁ tók ég þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna og vissi um leið að mig langaði að vera í tónlist. Útkoman: Ég stofnaði fyrirtækið Trúbbi sem þjónustar einstaklinga og fyrirtæki með lifandi tónlistarflutningi ásamt öðrum skemmtilegum lausnum fyrir tilefnið. Kíktu bara á www.trubbi.is (ad). Uppáhaldssjónvarpsefni? True Crime, góð hrollvekja og hinar klassísku barna Disneymyndir með falda fullorðinshúmornum með krökkunum. Síðan er auðvitað reglan - Die hard um jólin og Jesus Christ Superstar um páskana. Leikari? Á ekki neinn uppáhalds en að sjá Liam Neeson í annarri mynd en Taken væri eins og að sjá Fróða í Die Hard. Rithöfundur? Íslenskur: Einar Már Guðmundsson. Erlendur: J.K. Rowling. Bók eða bíó? Bíó allan daginn - helst núna á sýningar tímum á bilinu 17.0020.00, ég dotta samt í 99% tilvika í þrjú bíói með krökkunum. Ég ætlaði samt ekkert að nefna það. Besti matur? Ég vitna í kviðm... ég meina kynbróður minn hann Ingvar Valgeirs og segi „rjúpurnar hennar mömmu“. Svo er það líka bara elsku pítsan og Nings. Besti drykkur? Rautt með nautinu og uppáhaldsbjórinn er annaðhvort Classic eða Blue Moon með appelsínunni... annars er það Pepsi og er ég er alltaf á leiðinni að minnka gosið en það gengur hægt!

Arnar Friðriksson Trúbador og tónlistarmaður slær á létta strengi í Stækkunargleri Mannlífs að þessu sinni. Hann ssegir Die Hard og rjúpurnar hennar mömmu vera ómissandi um jólin. Fjölskylduhagir? Einhleypur, þrjú börn – Isabella, Amilía Rós og Friðrik Rósberg. Menntun/atvinna? Með B.Sc sem viðskiptafræðingur/markaðsfræðingur og með master í nýsköpun og viðskiptaþróun með áherslu á markaðsfræði. Fór í HÍ því mig langaði að tvinna saman tónlist og atvinnu.

46

Nammi eða ís? Naaaaaaaaaammi. Kók eða pepsí? Vitna í svar mitt að ofan - það er óþarfi að vera að ranta það frekar. Fallegasti staðurinn? Laugardalurinn. Hvað er skemmtilegt? Semja og syngja rokk og ról og performa (engin tilfinning er betri en að syngja eigin lög fyrir aðra) og vera með krökkunum líka. Hvað er leiðinlegt? Hroki, óvirðing og kvikmyndin Nope! Fæ aldrei þann tíma aftur af lífi mínu. Hvaða skemmtistaður? Ætli ég verði ekki að segja Irishman/Danska/English. Var


reglulega með ráðningu þar hér áður og jú, ég fer svona yfirleitt þangað en þó stundum annað. Kostir? Eftir að hafa gengið í gegnum helvíti á jörðu, sem ég óska ekki mínum versta óvini og eftir sálfræðiaðstoð, hef ég komist að því að sjálfsvirðing mín er minn helsti kostur. Það smitar nefnilega svo út frá sér og endurspeglast í öllu sem maður gerir. Síðan get ég hlustað, veitt ráð, aðstoðað og verið til staðar fyrir þá sem mér þykir vænt um. Lestir? Ég geri alveg stundum lista yfir fimm hluti til að gera yfir daginn og ég næ kannski einum. Gleymskan er yfirgnæfandi en ég vona að með ADHD-lyfjum, sem ég fæ á næsta leyti, nái ég örlitlum tökum á því. Síðan þá get ég fengið ákveðna þráhyggju fyrir hlutum sem er „pein in ðí ess.“ Hver er fyndinn? Mér finnst Bjarni töframaður vera fyndnasti maður sem ég þekki. Hann þarf bara að festa puttana í gítarstrengjum og ég arga. En þó er Þórhallur Þórhallsson líka alveg pirrandi mökk drepfyndinn. Hver er leiðinlegur? Þessir bjánar sem eru að hefja stríð! En svo hefur hann Gísli Marteinn bara alls ekki vaxið á mig, verð ég að segja, þótt hann sé nú eflaust ágætis piltur. Mestu vonbrigðin? Ég hugsa að mestu vonbrigðin séu þau að átta sig ekki á því að manni leið ekki vel í of langan tíma og án þess að gera neitt í því. Lífið héðan í frá skal vera með mesta móti eintóm hamingja og maður þarf að þekkja sín gildi. Hver er draumurinn? Draumur minn hefur alla tíð, eða síðan ég fékk almennilegt vit (hætti að þykjast vera Eminem í menntó), verið að performa á Wembley. Á því tel ég hins vegar ekki miklar líkur á í dag. Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Náði að vinna grunninn að fyrirtæki númer tvö og tók frekari skref í að endurheimta sjálfan mig eftir ítarlega sjálfsvinnu. Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Laaaangt í frá! Nokkur búin, en nokkur eftir! Vandræðalegasta augnablikið? Úff, ég veit ekki hvort ég eigi að segja það en það felur í sér að ég kom sök á hund fyrir pissupoll. Þið þurfið bara að geta í eyðurnar. Mikilvægast í lífinu? Krakkarnir mínir og fjölskylda allan daginn.

Ég skora á Magga Gnúsara, fallegasta og duglegasta tónleikaljósmyndara landsins, að stíga næsta dans.


Amerísk piparkökukaka Aðferð:

Hráefni:

3/4 bolli sjóðandi vatn 1/2 tsk. matarsódi 2/3 bolli mólassi (molasses ,dökkt þykkt síróp) 3/4 bolli sykur 1 2/3 bolli hveiti 2 tsk. malað engifer 1 tsk. malaður kanill 1/4 tsk. malað múskat 1/8 tsk. malaður negull 1/2 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 1/3 bolli jurtaolía 2 stór egg Krem: ¾ bolli rjómaostur, mjúkur 1/3 bolli ósaltað smjör, mjúkt 1 3/4 bolli flórsykur 1/2 tsk. vanilludropar

48

1.

Hitið ofninn í 160 °C á blæstri og smyrjið 20-25 cm form og leggið til hliðar.

2.

Þeytið saman sjóðandi vatni og matarsóda. Hrærið mólassanum og strásykri saman við, þeytið vel til að leysa upp sykurinn og setjið til hliðar. Í stórri hrærivélarskál, þeytið saman hveiti, engifer, kanil, múskat, negul, lyftiduft og salt. Hrærið jurtaolíu og eggjunum út í mólassablönduna. Blandið saman þurrefnum við blautu blönduna í sirka þremur skrefum og hrærið hægt og rólega saman. Þegar allt er orðið vel blandað, hellið þið blöndunni í formið.

3.

Bakið í forhituðum ofni í um það bil 30-35 mínútur. Kælið í 5-10 mínútur og losið kökuna úr forminu og færið á kökudisk eða fat. Bíðið þar til kakan hefur kólnað nægilega til þess að hægt sé að setja kremið á.

Krem: Þeytið saman rjómaosti og smjöri í hrærivél þar til það er orðið ljóst og loftkennt. Bætið vanilludropum og flórsykri út í og ​​blandið þar til það er orðið loftkennt á ný. Hægt er að skreyta kökuna með piparkökum, hnetum eða berjum, hugmyndaflugið ræður för!


Baileysmolar

Aðferð 1.

Klæðið eldfast mót með bökunarpappír (sirka stærð 23x23cm)

2. Hráefni 397 g niðursoðin mjólk (ein dós) 600 g dökkt súkkulaði 125 ml Baileys

Hellið niðursoðnu mjólkinni í pott og bætið súkkulaðinu saman við – bræðið við vægan hita og hrærið reglulega í, svo súkkulaðið festist ekki í botninum.

3.

Þegar súkkulaðið hefur bráðnað og blandast saman við mjólkina er Baileys hellt út í og ​​blandað vel saman.

4.

Hellið í formið og strjúkið yfir blönduna með sleikju. Geymið í ísskáp í að minnsta kosti 5-6 tíma (eða helst yfir nótt) til að blandan nái að verða stíf.

5.

Takið úr forminu og skerið í ferninga. Setjið aftur í ísskápinn í nokkra klukkutíma í viðbót. Berið fram og njótið!


Ekki er þörf á nýjum velli - Mynd:KSI.is

Síðast, en ekki síst Brynjar Birgisson

Við þurfum ekki nýjan

Laugardalsvöll

Mín uppáhaldsíþróttagrein er knattspyrna. Síðan ég man eftir mér hef ég haft fótbolta á heilanum, sérstaklega þegar ég var yngri. Ég hef keppt í knattspyrnu, ég hef dæmt í knattspyrnu, ég hef skrifað um knattspyrnu og svo mætti lengi telja. Eins og gefur að skilja þá eru margir hlutir í knattspyrnuheiminum sem hægt er að ræða fram og til baka. Ein furðulegasta umræðan sem kemur upp aftur og aftur er sú að Ísland þurfi nýjan þjóðarvöll fyrir knattspyrnu. Það er nefnilega lygi að einhver þörf sé á slíku þótt það væri vissulega gaman að mörgu leyti. Jú, það þarf að laga grasið. Það er óásættanlegt að það sé ekki hægt að spila á Laugardalsvelli allt árið um kring og ég held að um það geti flestir verið sammála. Það þarf að setja hita undir grasið og það þarf að setja alvöru hug og þekkingu í viðhald. En það er í raun og veru það eina sem nauðsynlega þarf að gera. Allar aðrar kröfur sem Laugardalsvöllur stenst ekki eru gerviþarfir sem FIFA og UEFA hafa búið til. Þegar maður skoðar listann yfir þær lagfæringar sem krafist er þá er það galin hugmynd að ætla byggja nýjan völl út af þeim. Búningsklefi dómara er of lítill, búningsklefar liða eru of litlir, lyfjaeftirlitsherbergi er of lítið, of fáar sturtur, lýsing fyrir utan völlinn er léleg, aðstaða fyrir fjölmiðla þykir léleg og fleira í þessum dúr. Allt, fyrir utan grasið sjálft, er algjört smotterí í stóra samhenginu og kallar ekki á byggingu nýs vallar. Það er hægt að laga þessa hluti og nóg er af plássi í kringum völlinn til að bæta þetta allt saman. Það er hægt að bæta við sætum allan hringinn og færa innganginn út á risastórt bílastæði sem nánast aldrei notað. En það virðist vera lítill áhugi hjá fólki innan knattspyrnuheimsins á að bæta núverandi völl. Það einfaldlega sér ekkert nema nýjan glæsivöll í slefandi hillingum. En persónulega er mér sama þó að Bruno

50

Fernandes þurfi að bíða í auka fjórar mínútur til að komast í sturtu vegna þess að Ronaldo er svo lengi að þvo á sér hárið eða að það sé örlítið þröngt um Sydney Lohmann á meðan hún er að reima takkaskóna. En það sem er kannski furðulegast af þessu öllu er að KSÍ gæti fyrir löngu verið búið að laga sumt af þessu með þeim peningum sem sambandið fékk fyrir þátttöku Íslands á EM og HM karla, en nei, það virðist henta betur að skattgreiðendur borgi nýjan völl. Mögulega væri réttlætanlegt að byggja nýjan völl ef Íslendingar hefðu áhuga á að mæta á völlinn, en eins og staðan er í dag er áhugi á báðum landsliðunum í mikilli lægð. Kvennalandsliðið spilaði gegn Þýskalandi, einu besta landsliði heims, í lok október á þessu ári og mættu aðeins 1.300 manns á þann leik. Karlalandsliðið spilaði einnig í október og var fyrsti landsleikur Gylfa Þórs Sigurðssonar í tæp þrjú ár þar á dagskrá. Mætti halda að slíkt myndi draga að áhorfendur, en á þann leik mættu 4.600 áhorfendur. Það er minna en 50% sætanýting. Vissulega var uppselt á leik gegn Portúgal fyrr á árinu en það skrifast á áhuga fólks á Cristiano Ronaldo, einum vinsælasta knattspyrnumanni sögunnar, og menn í þeim gæðaflokki eru ekki að spila á Laugardalsvelli reglulega. Svo er annar vinkill. Stærstur hluti knattspyrnuunnenda, að minnsta kosti karla megin, á Íslandi er hægri sinnaður þegar kemur að pólitík. Þeim virðist vera alveg sama þó að erlend samtök skipi íslenskum stjórnvöldum fyrir og er sama um þá sóun á skattpeningum sem framkvæmdir á nýjum velli væru. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma. Gleðileg jól.


EIN AF HVERJUM FIMM glímir við áreynsluþvagleka um ævina - hvað er til ráða?

Efemia er einföld og þægileg lausn Þvaglekatappinn er margnota leggangatappi úr læknasílikoni. Honum er ætlað að draga tímabundið úr ósjálfráðum þvagleka við áreynslu með því að styðja við þvagrásina. Byrjunarsettið inniheldur þvaglekatappa í þremur stærðum. Notendur prófa sig áfram til að finna stærð sem hentar og í framhaldinu má kaupa staka þvaglekatappa. Verð á byrjunarsetti 16.990 kr.

www.stod.is

Draghálsi 14 - 16

S. 565 2885

stod@stod.is


Norðlenskt kofareykt hangikjöt Kofareykta hangikjötið frá Kjarnafæði er taðreykt upp á gamla mátann, eins og gert hefur verið í sveitum landsins í gegnum aldirnar. Það hefur unnið til fjölda verðlauna og er eitt vinsælasta hangikjöt landsins.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.