www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 41. tbl. 44. árg.

Page 1

Miðvikudagur 1. nóvember 2023 // 41. tbl. // 44. árg.

Blóðugt draugahús

MEÐAL EFNIS Síða 8

Verð alltaf Njarðvíkingur í hjarta mínu Síður 10-11

Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ stóð fyrir hreint hryllilegu draugahúsi á hrekkjavökunni. Þar flæddi blóðið um allt eins og myndin sýnir. VF/Hilmar Bragi

Óvissu sé eytt Erindi til mennta- og barnamálaráðherra, dagsett 18. október, frá stjórn og framkvæmdastjóra Keilis og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurnesja um mögulega sameiningu skólanna var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Bæjarráð leggur áherslu á í bókun að óvissu sé eytt um þetta mikilvæga hagsmunarmál sem varðar menntun á Suðurnesjum og starfsemi þeirra menntastofnana sem um ræðir.

Óbreytt útsvar í Suðurnesjabæ Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta fyrir árið 2024 verði sú sama og á árinu 2023, eða 14,74%. Bæjarráð samþykkir einnig samhljóða að vísa drögum að fjárhagsáætlun 2024–2027, sem voru til meðferðar á fundi bæjarráðs, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Útiloka ekki að kvika nái upp n Algengast að kvikuhreyfingar sambærilegar þessum fjari út og endi ekki með eldgosi Jarðskjálftahrina við Þorbjörn sem hófst á þriðjudagsmorgun og stóð yfir í tæpa tvo klukkutíma sýndi öra virkni. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist M3,7. Miðja hrinunnar var rétt austan við miðju landrissins sem mælst hefur. Dýpt skjálftanna var á bilinu 5 til 1,5 km. Engar vísbendingar eru um gosóróa en hrinan er skýrt merki um kvikuhlaup, þ.e.a.s. að kvika sé á hreyfingu á þessu dýpi. GPS mælingar styðja þá túlkun að um kvikuhlaup hafi verið að ræða, en þó hefur hægt á landrisinu sem hófst á föstudaginn, segir í samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Fundur var með Almannavörnum og hagsmunaaðilum á Reykjanesskaga á þriðjudagsmorgun þar sem farið var fyrir nýjustu mælingar og mögulegar sviðsmyndir og viðbrögð við þeirri atburðarás sem nú er í gangi.

skorpuna á svæðinu norðvestur af Þorbirni. Það er mikilvægt að benda á að algengast er að kviku-

Síða 22

„Þetta var ekki alveg nógu gott gigg“ Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

Náið fylgst með þróun virkninnar „Veðurstofan fylgist grannt með þróun mála og er horft til þess hvort að smáskjálftavirkni aukist nær yfirborði sem væru skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið í gegnum jarðskorpuna. Miðað við mælingar á hádegi eru engin skýr merki um slíkt. Staðan getur hinsvegar breyst hratt og ekki hægt að útiloka þá sviðsmynd að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarð-

hreyfingar sambærilegar þeim sem sjást nú fjari út og endi ekki með eldgosi. En áður hefur verið bent á að sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni auðveldara að færast grynnra í skorpunni,“ segir í samantekt Veðurstofu Íslands. Nánar er fjallað um jarðhræringar við Grindavík á síðu 2 og á baksíðu Víkurfrétta í þessari viku. Þá eru daglegar fréttir á vf.is

Margir halda tryggð við sinn bílasala

2.–5. nóvember

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Óvissustig vegna jarðhræringa Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýstu yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst snemma í morgun 25. október og er enn í gangi. Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni. Veðurstofa Íslands hefur einnig vakið athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát við brattar hlíðar. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað.

Litakóði fyrir Reykjanes gulur Veðurstofa Íslands hefur sent út tilkynningu um breytingu á litakóða eldf jalls. Litakóði fyrir Reykjanes er núna gulur en það var kl.15:18 laugardag sem kóðinn fór úr grænum yfir á gulan. Eldstöðin var síðast skilgreind gul frá 16. maí til 2. júní 2022.

Aðdragandi eldgoss gæti orðið frábrugðinn

Horft yfir svæðið sem hefur nötrað síðustu vikuna. Fremst er Sýrlingafell og handan við það má sjá orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið. Þana sést einnig Þorbörn og byggðin í Grindavík lengst til vinstri. Orkuverið og Bláa lónið standa í Illahrauni. Handan við það er Eldvarpahraun. Fremst á myndinni má sjá í Sundhnjúkagígaröðina og hluti af Arnarseturshrauni má sjá lengst til hægri á myndinni. Síðast gaus í Svartsengi árið 1226. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræðum, segir í samtali við Víkurfréttir að talið er að þessi skjálftavirkni við Þorbjörn tengist sillu-innskoti á um 4-5 km dýpi. Þorvaldur segir að aðdragandinn, ef til goss kemur, sem er allsendis óvíst, gæti orðið eitthvað frábrugðin því sem var í tengslum við gangainnskotið undir Fagradalsfjalli. Landris á svæðinu er viðvarandi en jarðeðlisfræðingar segja að eitthvað hafi hægst á því. Þá halda jarðskjálftar á svæðinu áfram.

Land rís og jörð skelfur í óvissuástandi við Grindavík Öflug jarðskjálftahrina hófst aðfaranótt miðvikudagsins 25. október skammt norðan við Grindavík. Yfir eitt þúsund jarðskjálftar mældust á fyrstu klukkustundum hrinunnar en stærsti skjálftinn upp á M4,5 varð að morgni miðvikudagsins. Veðurstofan greindi frá því þá að nýjustu aflögunargögn frá nokkrum mælistöðvum nærri Grindavík sýni ekki markverðar breytingar tengdar þessarri skjálftahrinu. Miðað við aðgengileg gögn er líklegast að skjálftavirknin sé afleiðing spennubreytinga vegna aflögunar á Reykjanesskaga síðustu ár. Sólarhring eftir að hrinan hófst höfðu tæplega 4.000 skjálftar mælst og þar af fjórtán yfir M3,0 að stærð. Mesta virknin var frá Stóra-Skógsfelli í norðaustri að Eldvörpum. Aflögunarmælingar við Svartsengi og Grindavík sýndu engar breytingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna norðan við Grindavík. Veðurstofa Íslands greindi svo frá því um hádegi á laugardag að nýjustu GPS gögn og InSAR mynd

unnin úr gervitunglagögnum frá því síðdegis föstudaginn 27. október sýna skýr merki um landris nærri Svartsengi. Landris virðist hafa hafist 27. október og bendir til aukins þrýstings, líklegast vegna kvikuinnskots á dýpi. Miðja landrissins er um 1,5 km norðvestan við Þorbjörn, nærri Bláa lóninu. Landrisið var um þrír sentimetrar á fyrsta sólarhringnum. Árin 2020 og 2022, mældist einnig landris á sama svæði. Þetta er í fimmta sinn

síðan 2020 sem landris mælist þar. Fyrsta mat á hraða landrissins sem er í gangi núna er að það sé hraðara en áður. „Að svo stöddu er ekki merki um að kvika færist nær yfirborði, aðstæður geta hins vegar breyst á skömmum tíma. Sprunguhreyfingar vegna gikkskjálfta nærri og austan Svartsengis gætu mögulega gert kvikunni kleift að færast grynnra í skorpunni,“ sagði í færslu Veðurstofunnar á laugardag. Sunnudaginn 29. október staðfestu GPS gögn að landrisið heldur áfram. Heldur hafi dregið úr jarðskjálftavirkni norðan Grindavíkur. „Rétt er að vara við því að á meðan að landrisi stendur yfir, getur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur, með jarðskjálftum sem fólk finnur vel fyrir,“ sagði Veðurstofan á sunnudag.

Búist var við nýjum gervihnattagögnum síðdegis á sunnudag og reyna átti að vinna úr þeim eins fljótt og auðið er. „Gagnaúrvinnsla bylgjuvíxlmynda mun hjálpa til við að greina betur umfang virkninnar undanfarna tólf daga,“ sagði Veðurstofan en ekkert bólaði á þessum gögnum þegar þessi frétt var skrifuð á hádegi þriðjudagsins 31. október. Veðurstofan upplýsti á hádegi á mánudag, 30. október, að gervihnattagögnin hafi ekki borist. Í hádeginu á mánudag varð skjálfti upp á M4,2 og á þriðjudagsmorgun var aukin skjálftavirkni með nokkrum skjálftum yfir þremur að stærð, sá kröftugasti M3,7. Flestir þessara skjálfta eiga sér upptök rétt norðan við byggðina í Grindavík og heimafólk finnur vel fyrir skjálftunum.

Grindvíkingar smeykir í jarðhræringum HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Grindvíkingar hafa síðustu daga verið minntir á jarðskjálftana og eldgosin undanfarin ár, sumir kippa sér ekkert upp við skjálftana en aðrir eru allt frá því að finnast þeir óþægilegir, yfir í að vera beinlínis hræddir. Fyrir 55 árum var upplýsingagjöfin langt í frá sú sama, Víkurfréttir tóku púlsinn á tveimur mæðrum sem eru annars vegar að upplifa þetta núna og hins vegar fyrir 55 árum.

„Mjög óþægilegt“ Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er Grindavíkurmær og ein þeirra sem finnst skjálftarnir vera óþægilegir. „Ég segi ekki að ég sé hrædd við þetta en mér þykir þetta vera mjög óþægilegt. Mér finnst vont að hafa ekki neina stjórn á aðstæðum, þegar jarðskálfti ríður yfir hefur maður nákvæmlega enga stjórn á aðstæðum. Þegar fyrsta skjálftahrynan dundi yfir bjuggum við á öðrum stað í Grindavík, í Hvassa­ hrauni og það hús er ofan á klöpp en núverandi húsnæði okkar í Vesturhópinu er á púða, við finnum miklu minna fyrir þessu núna en taugakerfið er bara greinilega ekki alveg búið að jafna sig eftir þessa fyrstu hrynu fyrir rúmum tveimur árum. Svo erum við með hund núna, Kolbeinn greyið skelfur og tirtar þegar jarðskjálftarnir ganga yfir, neitar að fara út til að gera þarfir sínar og maður reynir að taka jákvæða sálfræði á hann með misgóðum árangri. Ég er ekki beint hrædd við að það fari að gjósa nálægt okkur, mér finnst fréttaflutningurinn vera í svolitlum æsifréttagír, við eigum góða vísindamenn sem fylgjast vel með gangi mála. Ef það myndi byrja gjósa nær Grindavík, erum við með ótal útgönguleiða, svo ég hef ekki beint áhyggjur af því. Sem móðir finnst mér bara verst að vita ekki hvar börnin mín eru ef til eldgoss kemur. Ef það gerist á skólatíma er ég örugg því ég er sjálf kennari og yngri strákurinn minn er í þeim skóla og sá eldri í FS. Ef þeir væru hins vegar á æfingu eða úti að leika sér, yrði mér órótt. Við eigum bara að taka tillit til allra, allar tilfinningar eiga rétt á sér, sama hvort fólk hræðist jarðskálftana ekki neitt eða sé logandi hrætt,“ sagði Rannveig.

Æddi út í bíl um miðja nótt með börnin

Valgerður Gísladóttir er 86 ára gömul kona í Grindavík sem man tímana tvenna en jarðskjálftarnir á undanförnum árum, eru alls ekkert einsdæmi og Gerður man þegar jarðskjálftahrina dundi yfir árið 1968. „Það gekk yfir jarðskjálftahrina og ég man vel hve hrædd ég var við þetta, það kom oft fyrir að ég æddi út í bíl um miðja nótt með börnin og keyrði um á meðan skjálftarnir gengu yfir. Það eru miklu meiri upplýsingar um þetta í dag en á þessum tíma vissum við svo lítið. Ég var mikið ein heima með börnin því Willard var á sjó og það var ekki til að gera hlutina þægilegri fyrir mig. Þegar ég upplifi þessa skjálfta núna rifjast alveg upp miður góðar minningar frá þessum tíma en ég er ekki svo hrædd við þetta í dag, ætli ég sé ekki orðin svona sjóuð,“ sagði Valgerður.

NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM

YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS


LEIKFÖNGIN ERU KOMIN 14999

kr. stk.

Photo Creator Instant Camera

7499

kr. stk.

VTech Animal Friends Boat

2999

kr. stk.

Kirkland gjafapappír þrír í pakka

15999

kr. stk.

Fisher Price Barbie LP Dreamhouse

10999

kr. stk.

VTech Toot Toot Drivers Set

2999

kr. stk.

Kirkland jólamerkimiðar

12999

kr. stk.

Transformers Optimus Prime

10999

kr. stk.

Leapfrog Build A Slice Pizza

3499

kr. stk.

Hallmark gjafapokar 20 stk Á meðan birgðir endast

OPIÐ 24/7 HAFNARGÖTU 51, 230 KEFLAVÍK


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Styrktu Minningarsjóð Ölla um hálfa milljón Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,

KRISTJANA ÞORBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR Systa Garðbraut 47, Garði,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 21. október. Útför fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 2. nóvember klukkan 15. Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Vilhjálmur Pétur Björgvinsson Steinunn Bríet Ágústsdóttir Helga Ágústsdóttir Friðrik Valdimar Árnason Hildur Ágústsdóttir Stefanía Vilhjálmsdóttir Kristinn Kristinnson barnabörn og barnabarnabörn

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi

GUÐMUNDUR PÁLL KRISTJÁNSSON frá Ísafirði, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,

varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 13. Innilegar þakkir til starfsfólks Nesvalla á Selvík fyrir einstaka umönnun og hlýju. Viðar Örn Pálsson Vilma Kristín B. Svövudóttir Hafdís Pálsdóttir Sandra Pálsdóttir Einar Bjarni Eyþórsson Erla Pálsdóttir Tomoya Sakurai og barnabörn

Ástkær eiginkona mín, stjúpmóðir okkar og systir,

JÓRUNN TÓMASDÓTTIR framhaldsskólakennari, Vatnsholti 5c, Keflavík,

varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 20. október. Útförin verður gerð frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. nóvember klukkan 13. Blóma ekki óskað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Ljósið. Skúli Thoroddsen Jón Fjörnir Thoroddsen Bolli Thoroddsen Ásgerður Kormáksdóttir Halla Tómasdóttir Bergþóra Tómasdóttir Tómas Tómasson

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

KRISTINN SIGURJÓN ANTONSSON Móavöllum 2, Reykjanesbæ,

lést á Hrafnistu Nesvöllum fimmtudaginn 19. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 3. nóvember klukkan 13. Elínborg Ósk Elísdóttir Jens Elís Kristinsson Magnea Garðarsdóttir Anton Gunnlaugur Kristinsson Kristjana Vilhelmsdóttir Kolbrún Kristinsdóttir Jóhann Kristinn Lárusson Berglind Kristinsdóttir Georg Einir Friðriksson Kristín Sesselja Kristinsdóttir Snorri Pálmason barnabörn og barnabarnabörn

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á

timarit.is

Kaupfélag Suðurnesja afhenti fulltrúum Minningarsjóðs Ölla hálfa milljón króna þegar félagið hélt fulltrúaráðsfund sinn í síðustu viku. Særún Lúðvíksdóttir, önnur tveggja umsjónarkvenna sjóðsins, mætti á fundinn hjá KSK og sagði frá starfsemi hans. Ungir fulltrúar minningarsjóðsins, tvö körfuboltaungmenni, tóku við styrknum sem Sigurbjörn Gunnarsson, formaður KSK, afhenti.

Tíu aðilar fengu styrk úr Samfélagssjóði HS Orku Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði HS Orku í síðari úthlutun ársins og fengu ellefu góð verkefni styrk úr sjóðnum í þetta skiptið. Opið var fyrir umsóknir frá 1. til 30. september og bárust hartnær fimmtíu umsóknir. Meðal verkefna sem hljóta styrki eru verkefni knattspyrnudeildar Keflavíkur sem snýr að virkni og vellíðan fyrir flóttafólk og hælisleitendur, fræðsluverkefnið Fróðleiksfúsi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, áframhaldandi þróun verkefnisins Sagnastund á Garðskaga, verkefnið Forvarnir á opnu húsi hjá Félagi slökkviliðsmanna í Grindavík og grænfánaverkefnið Bambahús hjá Reykholtsskóla þar sem íslenskt hugvit og hönnun er nýtt við gerð gróðurhúss fyrir kennsluna við skólann. Samfélagssjóðurinn styrkir verkefni sem geta haft jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, lífsgæði og mannlíf. Styrkir eru veittir til skýrt skilgreindra verkefna eða atburða. Tekið er á móti umsóknum um styrki frá öllum landshlutum en sérstök áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Við val á verkefnum er m.a. litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur valið fyrir starfsemi sína. Næsta styrkúthlutun úr sjóðnum er í maí 2024 og tekið verður á móti umsóknum í gegnum umsóknarsvæði á vefsíðu HS Orku frá 1. til 30. apríl næstkomandi.

Blái herinn við hreinsunarstörf í Mölvík árið 2019.

Verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum í október 2023: n Knattspyrnudeild Keflavíkur – Virkni og vellíðan flóttafólks og hælisleitenda n Minningarsjóður Ölla – Styrkveitingar Minningarsjóðs Ölla 2024 n Þekkingarsetur Suðurnesja – Fróðleiksfúsi á spjaldtölvur n Hilmar Bragi Bárðarson – Sagnastund á Garðskaga 2023–2024 n Reykholtsskóli – Bambahús í Grænfánaverkefni n Elsa Pálsdóttir – Afreksíþróttir öldunga n Heiðarskóli Reykjanesbæjar – Það er alltaf gaman í stærðfræði n Verzlunarfélag Árneshrepps – Hornsteinn samfélags n Blái herinn – Hreinsunarverkefni á Reykjanesi n PCOS samtök Íslands – Fræðslukvöld PCOS og breytingaskeiðið n Félag slökkviliðsmanna í Grindavík – Fjörugur föstudagur, forvarnir á opnu húsi

Roðagyllum heiminn, eyðum ofbeldi Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“, eða Roðagyllum heiminn. Markmiðið er að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum. Þessi litur táknar bjartari framtíð án ofbeldis. „Við viljum hvetja stofnanir og fyrirtæki á Suðurnesjum til að lýsa byggingar, styttur, minnisvarða o.s.frv. á þeirra vegum af þessu tilefni, okkur öllum til vitundarvakningar. Þessar dagsetningar eru valdar í ljósi þess að 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni og nær átakið hámarki sínu mánudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn.

Tökum höndum saman um að binda enda á ofbeldi gegn konum, sem eru útbreiddustu, lífseigustu og mest skemmandi mannréttindabrot í heiminum í dag. Ofbeldið hefur áhrif á konur óháð aldri, bakgrunni eða menntunarstigi og bitnar á stúlkum og konum jafnt á internetinu sem utan þess,“ segir í tilkynningu frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur.


-25% AF ÖLLUM

SKANNAÐU KÓÐANN

BLÁ HELGI Í20-40% BYKO AFSLÁTTUR

1.-5. nóvember

AF VÖLDUM VÖRUM 3

2

FYRIR

AF ALLRI INNIMÁLNINGU*

-20%

AF ÖLLUM BLÁUM BOSCH VERKFÆRUM

* Þú færð 3 dósir en greiðir aðeins fyrir 2 dýrari dósirnar

-25%

-25%

AF ÖLLUM RAFMAGNSVERKFÆRUM* * Gildir ekki af bláum Bosch

-25%

-25%

AF ÖLLUM KÓSÝVÖRUM

AF ÖLLUM HANDVERKFÆRUM

-30%

-30%

-20%

-25%

-20%

AF ÖLLUM HÁÞRÝSTIDÆLUM

AF ÖLLU HARÐPARKETI

AF INNI- OG ÚTILJÓSUM

AF ÖLLUM FLÍSUM

AF ÖLLUM PERUM

* Gildir ekki af Hue/Wiz snjallperum

AF ÖLLUM SNICKERS VINNUFÖTUM

Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

JÓLAVÖRUM


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

ORÐALEIT

Finndu tuttugu vel falin orð

E B T Ú P N R Ö J B R O Þ Æ S J L G M Ó B A N T P K J I V Ö A G D U G G A U É T Æ Þ A T N R S T V A M B G A L A R S V G Ð É A E Ö Ó Ð U Þ K T E J H K S E M L N R Æ R P S T Y R K O K A E G G P P T E U S K U B N J A R J L G H N I L Ö J Ð Ó A Á T T A A G G A T T S A A MÆ L A T B R I G N A A S N L Ú T F R I T T É R F A S A E Á G É T A S T R A L F J Ó G S N Æ Þ A F L A B R Ö G Ð U Ð S N M H R Ö N S L U G S I R D N A L Ú A P T S A K A V A J K K E R H LANDRIS S VA R T S E N G I J A R Ð S K J Á L F TA R ELDVÖRP REYKJANES ANNÁLAÐUR AFLABRÖGÐ ÖNGLAR H R E K K J AVA K A ÞORBJÖRN

el! Gangi þér v

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín? Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Rétturinn

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

Opið:

www.bilarogpartar.is

Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

11-13:30

alla virka daga

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Mikil gróska í málefnum barna og ungmenna í Reykjanesbæ Síðustu vikur hafa verkefnin hjá ungmennaráði Reykjanesbæjar verið mörg. Þar má nefna sameiginlegan fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ungmennaráðs sem haldinn var þann 17. október síðastliðinn og barna- og ungmennaþing Reykjanesbæjar sem fór fram þann 19. október. Meðlimir ungmennaráðs eru áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum bæjarins. Hlutverk ráðsins er fyrst og fremst að vera rödd ungmenna í bænum. Þau taka við hugmyndum og ábendingum frá börnum og ungmennum og koma þeim á framfæri til ráða og nefnda innan bæjarins. Fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ungmennaráðsins er árlegur viðburður þar sem ungmennin í ráðinu geta komið skoðunum sínum á framfæri til bæjar-

ÖNUGUR VELGJA EGG ÁT TA IÐJA SÖNGKONA GALAR FRÉTTIR DUGGA S U LTA

sími 421 7979

Fulltrúar ungmennaráðs fluttu ræður á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ.

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

stjórnar. Á fundinum í ár fóru tólf meðlimir ráðsins með fjölbreytt erindi um mál er varða börn og ungmenni, auk þess voru fjögur erindi skrifleg. Það var fjallað um það

sem betur mætti fara en einnig það sem vel er gert. Líkt og á síðasta fundi mátti heyra að andleg heilsa, skjátími og símanotkun barna, aðstaða tómstunda og íþrótta, að-

Októbermánuður var býsna góður Tíminn æðir áfram eins og ansi margir pistlar mínir hafa byrjað á. Þegar þessi pistill kemur þá er nóvembermánuður kominn af stað en nýliðinn októbermánuður var býsna góður aflalega séð. Það gerði reyndar eitt bræluskot sem varði í um fimm daga. Lítum aðeins á bátana, byrjum á togurunum. Jóhanna Gísladóttir GK var með 461 tonn í sex löndunum en togarinn kom bilaður til Grindavíkur og var stopp í nokkra daga út af því er hann kominn aftur á veiðar. Þónokkurt flakk var á Jóhönnu Gísladóttir GK því togarinn landaði í Bolungarvík, Djúpivogi, Neskaupstað og heimahöfn sinni, Grindavík. Reyndar var þessi löndun í Grindavík einungis um 45 tonn sem var eftir að bilunin kom upp í togaranum. Sturla GK var með 458 tonn í átta, landað á Grundarfirði, Hornafirði, Djúpivogi og Grindavík. Í Grindavík var þó aðeins ein löndun, 74 tonn. Sóley Sigurjóns GK hætti á rækjuveiðum og hóf veiðar með fiskitrolli og var með 368 tonn í fimm löndunum á Grundarfirði og Siglufirði. Vörður ÞH 357 tonn í fjórum löndunum, landað á Djúpavogi og Grindavík, 267 tonn var landað í Grindavík. Pálína Þórunn GK var með 375 tonn í sex löndunum sem landað var á Siglufirði, Djúpavogi og 58 tonnum var landað í Sandgerði. Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK kom með 680 tonn í einni löndun til Hafnarfjarðar. Netabátarnir voru ekki margir en allir voru þeir að veiða fyrir Hólmgrím. Addi Afi GK er með 24 tonn í sautján róðrum, Sunna Líf GK 12,5 tonn í átta og Friðrik Sigurðsson ÁR var með 145 tonn í 22 róðrum. Reyndar kom annar stór bátur inn í Keflavík af og til en það var Kap VE frá Vestmannaeyjum. Báturinn kom ekki til Keflavíkur til að landa heldur til að bíða meðan netin voru í sjó því að báturinn veiddi í sig og sigldi síðan til Vestmannaeyja til þess að landa aflanum. Kap VE var með 237 tonn í fimm róðrum mest 65 tonn í löndun.

Dragnótaveiði var nokkuð góð. Siggi Bjarna GK var hæstur með 130 tonn í þrettán róðrum, Benni Sæm GK 88 tonn í tíu, Sigurfari GK 97 tonn í fjórtán og Maggý VE 78 tonn í tólf. Bæði Maggý VE og Sigurfari GK eru ekki með leyfi til að veiða inn í Faxaflóanum, eða bugtin eins og það kallast því var ansi fjölbreytt úrval af fiskitegundum hjá bátunum. Sigurfari GK var með 24 tegundir af fiski og Maggý VE var með sextán tegundir af fiski. Ekki var neinn annar bátur á landinu með jafn margar tegundir af fiski og Sigurfari GK var með núna í október. Línubátarnir veiddu vel, nema hvað að Valdimar GK bilaði mjög alvarlega og var aðeins með 196 tonn í tveimur róðrum. Þrír bátar náðu yfir 500 tonna afla og voru það allt Vísisbátar. Páll Jónsson GK með 558 tonn í fjórum róðrum og mest 153 tonn, Fjölnir GK 562 tonn í fimm og mest 114 tonn og Sighvatur GK 580 tonn í fjórum róðrum og mest 159 tonn. Bátarnir voru allir á veiðum fyrir austan og við Norðurlandið. Lönduðu þá á Djúpavogi og Skagaströnd, nema að Fjölnir GK kom eina löndun til Seyðisfjarðar. Eins og sést á þessu voru Vísisbátar og togarar með um 2.100 tonna afla í október og það gengur hratt á kvótann þegar svona vel fiskast.

AFLAFRÉTTIR Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Af minni bátunum eru aðeins tveir bátar á veiðum á línu við Suðurnesin þegar þetta er skrifað. Þeir voru þrír en Óli á Stað GK fór norður til Siglufjarðar undir lok október en skömmu áður hafði Dúddi Gísla GK komið suður til Grindavíkur og síðan er Margrét GK frá Sandgerði en honum gekk nokkuð vel, var með um 110 tonn í fjórtán róðrum. Dúddi Gísla GK var með 69 tonn í ellefu og af því þá var um sextán tonnum landað í Grindavík. Aðrir bátar voru t.d. Gísli Súrsson GK 184 tonn í sextán, Auður Vésteins SU 173 tonn í sextán, Sævík GK 137 tonn í sextán, Daðey GK 131 tonn í fimmtán, Hópsnes GK 118 tonn í sautján, Vésteinn GK 107 tonn í átta, Katrín GK 87 tonn í tólf, Geirfugl GK 80 tonn í fimmtán og Óli á Stað GK 71 tonn í þrettán róðrum. Einhamarsbátarnir voru allir á veiðum fyrir austan og lönduðu að mestu á Neskaupstað. Stakkavíkurbátarnir (Hópsnes GK, Katrín GK og Geirfugl GK) voru á Siglufirði, Daðey GK var á Skagaströnd og Sævík GK byrjaði fyrir norðan, kom síðan til Sandgerði og fór þaðan austur og landaði alls í sex höfnum í október.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 7 staða nemenda í skólum bæjarins og umhverfis- og flokkunarmál séu mikið áhyggjuefni meðal ungmenna. Ungmennaráðið í samstarfi við Fjörheima félagsmiðstöð héldu barna- og ungmennaþing í sömu viku. Þingið er mikilvægur liður í innleiðingu verkefnisins Barnvænt sveitarfélag í Reykjanesbæ. Alls sóttu um 170 börn og ungmenni úr grunnskólum Reykjanesbæjar viðburðinn en markmið þingsins er að veita þeim rödd innan stjórnsýslunnar. Þarna fá börn og ungmenni bæjarins vettvang til að koma fram sínum skoðunum um hina ýmsu málaflokka og ungmennaráð Reykjanesbæjar vinnur úr niðurstöðum þingsins og kemur hugmyndum og ábendingum til ráðamanna bæjarins. Málaflokkarnir sem teknir voru fyrir á þinginu voru eftirfarandi: Menntun, tómstundir og frítíminn, íþróttir, andleg líðan og lýðheilsa, skipulagsmál og samgöngur og menning. Þátttakendum var skipt niður á sextán borð þar sem líflegar samræður mynduðust og ljóst er að ungmenni bæjarins eru uppfull af hugmyndum og hafa áhuga á því að koma að borðinu og segja sína skoðun á málum sem geta litað þeirra upplifun á bænum og framtíð þeirra í Reykjanesbæ. Þetta er í annað skiptið sem slíkt þing er haldið en það var þó með mun stærra sniði en áður þar sem fyrra þingið var haldið í miðjum heimsfaraldri. Áhyggjur og skoðanir meðlima ungmennaráðs Reykjanesbæjar sem fóru með erindi á bæjarstjórnarfundi fyrr í vikunni rýma því vel við þær umræður sem áttu sér stað á þinginu og er augljóst að þeir séu vel upplýstir og standi sig vel sem fulltrúar barna og ungmenna bæjarins. Þar með er innleiðing verkefnisins Barnvænt sveitarfélag að skila sér í verki og því ber að fagna.

Alla leið á öruggari dekkjum Bókaðu tíma í dekkjaskipti í N1 appinu

Cooper Discoverer Snow Claw

Cooper Weather-Master WSC

Cooper Discoverer Winter

Hannað fyrir krefjandi vetraraðstæður

Öflugt og gott grip við erfiðar aðstæður

Mjúk gúmmíblanda fyrir hámarksafköst við lágt hitastig

Mikið skorið og stefnuvirkt mynstur fyrir jeppa og jepplinga

Míkróskorin óneglanleg vetrardekk

Afburðagott grip, neglanlegt

Flott dekk fyrir íslenskt veðurfar

SWR og 3PMS merking

Afburða veggrip og stutt hemlunarvegalengd Mjúk í akstri með góða vatnslosun

Notaðu N1 kortið

Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Klettagörðum 440-1365

Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi Réttarhvammi Akureyri

440-1378 440-1374 440-1372 440-1394 440-1433

ALLA LEIÐ


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sigríður Margrét í sínum gamla heimabæ á vinnufundi Samtaka atvinnulífsins í Reykjanesbæ.

Mikilvægt að finna leiðir út úr vítahring verðbólgu og vaxta n segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir vinnufund í Reykjanesbæ. Stærsta verkefni komandi kjarasamninga. Hvert vaxtaprósent lækkar húsnæðislánið um tugi þúsunda. Er með sterkar taugar til Suðurnesja og alltaf Njarðvíkingur í hjartanu. Það er mjög mikilvægt að finna leiðir út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Það er stærsta áskorunin í íslensku samfélagi í dag,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins eftir vinnufund í Reykjanesbæ í síðustu viku en samtökin standa fyrir hringferð um landið á haustdögum. Sigríður sem er gallharður en brottfluttur Njarðvíkingur tók við starfinu fyrir stuttu síðan og segir það fjölbreytt og skemmtilegt. „Við erum með opna vinnufundi um allt land þar sem við bjóðum alla velkomna, hvort sem þeir eru atvinnurekendur eða starfsfólk, almenningur eða stjórnsýsla eða eru að vinna fyrir verkalýðsfélögin, að koma og hitta okkur til að ræða lausnir af því að það er það sem skiptir öllu máli núna. Það er í rauninni bara ólíðandi að verðbólgan sé 8% og stýrivextir séu 9,25%. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að fara í hringferðina.“

ef vextir lækka um eitt prósentustig lækkar það afborgun af 40 milljóna króna húsnæðisláni um 33.000 krónur. Þetta er jafngildi 57.000 króna launahækkunar. Það skiptir svo miklu máli að við tökum samtalið um verðbólguna og hvað liggur að baki til þess að við séum samtaka í því að geta þá gert kjarasamninga sem eru þá að fara að skila í rauninni meira í vasa fólks á útgjaldahliðinni. Það að vera með svona mikla verðbólgu dregur úr kaupmætti. Það að vera með svona

verðbólgu. Það er eina leiðin til að fara inn í svona verkefni.“ Eruð þið að gefa einhvern tón um að það sé ekki mikið svigrúm til launahækkana? „Framtíðarsýn Samtaka atvinnulífsins er samfélag hagsældar og tækifæra og það þýðir að við þurfum og eigum að vera að styðja við ákvarðanir sem hagnast samfélaginu og við myndum aldrei styðja við ákvarðanir sem hagnast fyrirtækjum á kostnað samfélagsins. Þegar við förum inn í svona verkefni og áttum okkur á því að það sem skiptir máli er að fólk viti að við erum í rauninni að semja um verðmætaaukninguna sem á sér stað í landinu og þá þarf líka fólk að vita hver verðmætaaukningin er. Þá þarf fólk að skilja

Ná verðbólgu og vöxtum niður Sigríður segir að starfsmenn samtakanna hafa undanfarið lagt mikla vinnu í að skoða hvað það sé sem skipti máli. „Við erum búin að eyða mjög miklum tíma núna og að liggja yfir því hvað það er sem skiptir máli, hvað það er sem liggur að baki verðbólgunni, hvernig við getum verið samtaka til að ná henni niður vegna þess að þetta er það sem skiptir mestu máli. Það er mjög ánægjulegt þegar við eftir þessa fyrstu tvo fundi sem við erum búin að taka og eins líka þegar við erum að skoða niðurstöður úr könnunum sem við erum að gera á meðal aðildarfyrirtækja og meðal almennings, að það er mjög mikill samhljómur á milli fólks um að þetta sé stærsta verkefni komandi kjarasamninga eða það mikilvægasta. Að gera kjarasamninga sem stuðla að því að verðbólga lækki og þar með vextir, vegna þess að við sjáum það til dæmis að ef okkur tekst að semja innan þess svigrúms sem atvinnulífið hefur efni á og ef okkur tekst að ná tökum á verðbólgunni þá munar það svo gríðarlega miklu fyrir heimilin í landinu. Sem dæmi má nefna að

Frá vinnufundi Samtaka atvinnulífsins í Reykjanesbæ. háa stýrivexti eykur kostnað bæði fyrirtækja og heimila og þetta dregur líka úr fjárfestingum í framtíðartækifærum.“ Hversu bjartsýn ertu á að hægt verði að ná þessum markmiðum, lækkun verðbólgu og vaxta? „Ég ætla að leyfa mér vera bjartsýn vegna þess að þegar við sjáum að yfir 90% atvinnurekenda telja að þetta sé það mikilvægasta sem kemur að næstu kjarasamningum og yfir 70% almennings, þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýn um það að okkur takist í sameiningu að ná tökum á þessari

þessar tölur sem við erum alltaf að tala um í stóra samhenginu. Eins og staðan er núna er það þannig á Íslandi, hvort sem við horfum á síðustu þrjú ár, síðustu fimmtán ár eða síðustu tuttugu ár, þá erum við að semja um launahækkanir sem eru kannski tvöfalt til þrefalt hærri en á Norðurlöndunum. Þá sitjum við uppi með umhverfi eins og það sem er hér, þar sem við erum með vexti sem eru kannski þrefalt, fjórfalt hærri en í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það er samhengi í þessu öllu og þess vegna skiptir svo miklu máli að einmitt eiga samtalið og útskýra

Þá sitjum við uppi með umhverfi eins og það sem er hér, þar sem við erum með vexti sem eru kannski þrefalt fjórfalt hærri en í löndum sem við viljum bera okkur saman við. ... hlutina því ég er alveg viss um að við eigum svo miklu, miklu meira sameiginlegt.“ Hvað segir Njarðvíkingurinn um þá miklu breytingu sem hefur orðið í atvinnulífi á Suðurnesjum á undanförnum áratug? „Heldur betur. Ég verð alltaf Njarðvíkingar í hjartanu og það er hreint og klárt þegar maður er alinn upp í Ljónagryfjunni er maður auðvitað með rosalega sterkar taugar til svæðisins og þar eru mínar bestu vinkonur. Æskuvinkonurnar eru héðan og við höldum sambandi og hittumst reglulega þó við búum ekki allar á sama stað. Það er auðvitað bara frábært að fylgjast með uppbyggingunni sem hefur átt sér stað hér á Suðurnesjunum og hvað hefur í rauninni mikið áunnist á undanförnum áratugum. Við erum komin með ferðaþjónustuna sem eina af undirstöðu útflutningsgreinum landsins og hér er auðvitað hjarta ferðaþjónustunnar, hvort sem við erum að tala um flugvöllinn eða afþreyingu og uppbyggingu. Við erum að sjá að sum af okkar fremstu ferðaþjónustufyrirtækjum eru staðsett á Suðurnesjum.“

Ná verðbólgu og vöxtum niður Hvernig metur þú stöðuna fyrir Suðurnesin með tilliti til atvinnusvæðis, hver er mesta áskorunin fyrir Suðurnesjasvæðið á næstunni? „Áskoranirnar á Íslandi speglast mjög vel hér á þessu svæði vegna

þess að við vitum að á Íslandi er stór hluti af neyslunni okkar innfluttur. Sterkur og samkeppnishæfur útflutningsgeiri skiptir okkur alveg gríðarlega miklu máli og þegar kemur að útflutningsgeiranum þá sjáum við það þegar við horfum hundrað ár aftur í tímann að fjölbreytnin hefur aukist mjög mikið og við erum að sjá einmitt nýjar stoðir koma inn. Staðreyndin er hins vegar sú að ef okkur tekst ekki að auka fjölbreytileikann í útflutningsgreinunum verður Ísland og Suðurnesin með einhverja minnstu fjölbreytnina í útflutningi ef við setjum ekki fókusinn alveg á útflutningsgreinarnar. Það eru vaxtartækifæri og það eru að koma inn ný fyrirtæki og sprotar. Fiskeldisfyrirtækin hafa t.d. tífaldað útflutninginn sinn frá síðustu aldamótum og svo má nefna hugverkaiðnaðinn sem hefur komið alveg gríðarlega sterkur inn. Það eru sprotar hér sem ég held að skipti mjög miklu máli að hugsa vel um og hlúa að til að tryggja þennan fjölbreytileika í útflutningi.“

Treysta á erlent vinnuafl Það er líka fleira sem skiptir mjög miklu máli. Ef við horfum bara á náttúrulega fjölgun íbúa á Íslandi á vinnualdri þá vitum við það að hún stendur undir um það bil 0,5 prósenta hagvexti og það þýðir að að ef við viljum hagvöxt umfram það, og það gildir um þetta svæði eins og önnur svæði, erum við að fara að treysta á aðflutta og það skiptir mjög miklu máli. Ef hagvöxtur eykst um þrettán prósent á næstu árum verða til fimmtán þúsund ný störf en íbúum á Íslandi á vinnualdri fjölgar bara um 2.500. Það setur miklar kröfur á okkur að taka vel á móti aðfluttum og vanda okkur í því.“

Páll Ketilsson pket@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 9

Áhugi á stöðu efnahagsmála Vel var mætt á efnahagsfund Íslandsbanka á Park Inn hótelinu síðasta föstudag. Farið var yfir nýja þjóðhagsspá greiningardeildar bankans undir heitinu „Lygnari sjór eftir öldurót“. Sérfræðingar bankans útskýrðu stöðuna og fóru yfir það markverðasta; vaxtamál, hagvöxt, verðbólgu, stöðu krónunnar, húsnæðismál og fleira. Þeir gera ráð fyrir því að verðbólga verði kominn niður í rúmlega 5% á næsta ári en í 3,7%

á árinu 2025. Þá muni stýrivextir ekki verða komnir niður að 7% fyrr en 2025. Óvissa sé í loftinu vegna komandi kjaraviðræðna. Gestur fundarins var Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann fór yfir þróun mála allt frá því þegar bæjafélagið var mjög skuldugt árið 2014 og næstu ár á eftir og hvernig tókst að snúa blaðinu við. Í stuttu máli sagði Kjartan Már það vera einfalt, eyða minna en maður aflar.

Hann sagði frá fordæmalausri fjölgun íbúa í bæjarfélaginu og hvernig hafi gengið að takast á við þá áskorun sem felst mikið í því að styrkja innviði, s.s. að byggja skólahúsnæði og leikskóla. Sömuleiðis hvernig raki og mygla hafi búið til ný vandamál og verkefni sem ekki hafi verið gert ráð fyrir. Staðan í fjármálum væri orðin viðráðanleg en bæjarfélagið skuldaði þó mikla peninga.

Kjartan Már, bæjarstjóri, og Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka. VF/pket

Tveir Suðurnesjamenn meðal æðstu stjórnenda Íslandsbanka Bergný og Elín til Kadeco Kadeco hefur ráðið til starfa þær Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu R. Guðnadóttur. Bergný er sjálfbærnistjóri Kadeco og Elín er yfirverkefnastjóri. Bergný kemur til Kadeco frá Suðurnesjabæ þar sem hún starfaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra frá árinu 2018. Þar áður starfaði hún sem gæða- og verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Hugverkastofu. Bergný er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún er formaður stjórnar félags stjórnsýslufræðinga og situr í faghópi Stjórnvísi um ISO vottanir og gæðastjórnun. Elín hefur frá árinu 2020 starfað sem sérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og kom meðal annars að gerð þróunaráætlunar K64 fyrir Kadeco, sem og vinnu við svæðisskipulag Austurlands. Þar áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og sem sjálfstæður ráðgjafi á Íslandi og í London. Elín er landfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræði frá King’s College í London og meistaragráðu í stefnumótun frá City University í London. „Við stöndum frammi fyrir krefjandi og spennandi verkefni, þ.e. að koma hugmyndunum í þróunaráætluninni, K64, í framkvæmd. Þær Bergný og Elín koma með mikilvæga reynslu til okkar sem mun reynast vel í þeirri vinnu. Við erum mjög lánsöm að fá svona öflugar konur til liðs við okkur og ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Suðurnesjamennirnir Ellert Hlöðversson og Sigurður Heiðar Jónsson tóku nýlega við stjórnendastöðum hjá Íslandsbanka. Ellert er nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans og Sigurður var ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Ellert er brottfullur Keflvíkingur en hann tekur við stöðunni af Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra. Ellert tók nýlega við sem forstöðu-

maður fyrirtækjaráðgjafar bankans en var áður forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka frá júní 2022 og þar áður verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf bankans. Hann hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2010. Ellert er með B.Sc gráðu í rafmagnsverkfræði og M.Sc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Ellert

mun taka við starfi fjármálastjóra um næstu áramót. Sigurður Hreiðar Jónsson er brottfluttur Grindvíkingur. Hann hefur verið ráðinn forstöðumaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka. Sigurður er með áratugareynslu af störfum á fjármála- og verðbréfamarkaði en ferilinn hóf hann 2003 hjá Búnaðarbankanum og svo Kaupþingi. Sigurður Hreiðar hefur starfað víða á fjármálamarkaði en kemur til Íslandsbanka

frá Kviku banka og þar áður ACRO verðbréfum þar sem hann var einn stofnenda. Sigurður er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Sigurður hefur þegar hafið störf hjá bankanum.

30% afmælisafsláttur fimmtudag, föstudag og laugardag.

Kóda fagnar 40 ára afmæli. Velkomin í kaffi og afmælistertu.


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Holtsgata 52 í Njarðvík.

Útskriftarnemarnir .

Farsældinni fagnað í Hljómahöll

n Tíu starfsmenn Reykjanesbæjar útskrifuðust með viðbótardiplómu farsældar barna frá Háskóla Íslands. Börnin ávallt í fyrsta sæti. Innleiðingarteymi í verkefninu Farsæld barna hjá Reykjanesbæ blés til veislu miðvikudaginn 18. október í Stapa í Hljómahöll. Tilefnið var að fagna þeim áföngum sem hafa náðst hingað til í verkefninu og auka sýnileika þess. Viðburðurinn markaði kaflaskil í vegferðinni þar sem framkvæmd verkefnisins fer nú á fulla ferð og innleiðingin hefst með krafti eftir góðan og mikilvægan tíma í undirbúning og þróun. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Viðburðurinn var vel sóttur þar sem um 100 manns mættu frá ólíkum áttum. Fulltrúum frá öllum leik-, grunn- og framhaldsskólum í sveitarfélaginu, starfsfólki á skrifstofu velferðar- og menntasviðs sveitarfélagsins, fulltrúum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, lögreglu og íþróttahreyfingunni, ásamt kjörnum fulltrúum var boðið á viðburðinn. Farsæld barna eða samþætting þjónustu í þágu farsældar barna er verkefni sem öll sveitarfélög, stofnanir og þjónustuveitendur sem vinna með börnum og ungmennum á landinu taka þátt í. Verkefnið kemur frá lögum sem eru gjarnan kölluð farsældarlögin eða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Markmiðið með lögum um samþætta þjónustu er að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur með því að stuðla að samvinnu og samstarfi þjónustuveitenda barna og fjölskyldna. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld barna verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð við hæfi. Á viðburðinum var upplýsingasíða um farsæld barna opnuð formlega á vefsíðu Reykjanesbæjar þar sem allir íbúar, foreldrar, starfsfólk skóla, stofnana og aðrir geta nálgast upplýsingar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hjá Reykjanesbæ. Síðuna er að finna á forsíðu Reykjanesbæjar og undir Þjónusta á síðu Reykjanesbæjar.

Einnig voru verkferlar um samþættingu þjónustu formlega teknir í notkun, ferlarnir munu auðvelda starfsfólki sveitarfélagsins til þess að vinna með þessa nýju nálgun í þjónustu. Á viðburðinum voru einnig veittar viðurkenningar til útskriftarnema sem útskrifuðust með viðbótardiplómu farsældar barna frá Háskóla Íslands síðastliðið vor. Tíu starfsmenn Reykjanesbæjar útskrifuðust úr náminu og að sögn Eydísar Rósar Ármannsdóttur, verkefnastjóra, er það mikill styrkur fyrir sveitarfélagið að starfsfólk sæki sér aukna þekkingu til þess að leggja sitt að mörkum í innleiðingu laganna í sveitarfélaginu. „Í stóru þróunarverkefni sem þessu er samvinna allra aðila það mikilvægasta. Allir verða að leggja sitt að mörkum til þess að vinna að farsæld barna, börn, foreldrar, starfsfólk skóla, heilsugæslu, lögreglu og starfsfólk og þjálfarar íþrótta- og tómstunda. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna koma ekki í staðinn fyrir þjónustu sem þegar ber að veita, heldur eru þau ætluð sem viðbót til að greiða aðgengi barna og foreldra, tryggja heildarsýn lykilaðila og til þess að þeir sem veita þjónustu vinni saman að hagsmunum barnsins. Þetta verkefni hófst má segja árið 2022 þegar Alþingi samþykkti farsældarlögin svokölluðu. Við á velferðar- og menntasviði Reykjanesbæjar höfum lagt okkur öll fram við að innleiða þessi lög hjá sveitarfélaginu og erum mjög stolt af því að kynna vinnuna hér í dag

í Hljómahöll. Mikil vinna var lögð í vefsíðuna, þar ættu allir að geta fundið svör við þeim spurningum sem upp vakna en við tökum líka glöð við ábendingum. Þetta verkefni þurfum við öll að vinna að saman, hvort sem það eru börnin eða þeir aðilar sem vinna að farsæld þeirra. Við erum sömuleiðis mjög stolt af því starfsfólki Reykjanesbæjar sem útskrifaðist með viðbótardiplómu farsældar barna frá Háskóla Íslands. Þetta er upphafið að góðum hlutum, það er ég sannfærð um,“ sagði Eydís. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er stoltur af vinnunni sem hefur verið innt af hendi hjá starfsfólki Reykjanesbæjar. „Ég er mjög stoltur, gaman að sjá þessa kynningu. Það er búið að vera mikill framgangur í verkefninu og við erum á fleygiferð að innleiða þetta inn í stjórnsýsluna hjá okkur. Við fréttum af þessu árið 2021 þegar Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félags- og barnamálaráðherra, kynnti lögin sem tóku síðan gildi í fyrra. Þessi vinna hefur verið í gangi allar götur síðan og mér sýnist Reykjanesbær standa mjög vel að vígi varðandi innleiðingu þessara flottu laga,“ sagði Kjartan. Jóhanna Helgadóttir var ein útskriftarnemanna. „Það var félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands sem stóð fyrir náminu og það er gaman frá því að segja að deildin fékk þetta upp í hendurnar að vori og þurfti að vera klár með námið um haustið og ég myndi segja að frábærlega hafi tekist til. Það voru í heildina um 180 manns sem skráðu sig í námið sem fór fram í beinni á netinu í fjarfundarbúnaði, alltaf á miðvikudögum. Ég hef alltaf haft að leiðarljósi í mínu starfi sem kennari að mæta börnunum eins og þau séu mín eigin. Öll nálgun í þessu námi miðaði út frá því, að setja börnin ávallt í fyrsta sæti,“ sagði Jóhanna að lokum.

Margir halda n Hóf bílasölurekstur í faraldri. n Vill stækka hlutdeild BL vörumerkjanna á Suðurnesjum. n Mikil sala í rafmagnsbílum. Sigurður stofnaði Bílasölu Suðurnesja árið 2020 í glerhúsi Bílabúðar Benna á Fitjum í Njarðvík. Hann langaði að færa bílasöluna og úr varð að hann keypti Bílasölu Reykjaness við Holtsgötu í Njarðvík, rekur hana undir því nafni og selur bíla frá BL bílaumboðinu. Siggi byrjaði sinn starfsferil reyndar ekki sem bílasali, heldur menntaði hann sig sem rafeindavirki og fylgdi í fótspor afa síns, Sigurðar Jónssonar. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„Ég er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. Ég ólst upp í vesturbænum í Keflavík, gekk í grunnskólann og fór svo í Iðnskólann, hafði áhuga á rafmagni en lærði til rafeindavirkja. Afi heitinn átti Sónar, ég byrjaði að vinna hjá honum og fann að þetta átti vel við mig. Ég vann við iðnina og gekk svo inn í fyrirtækið Tæknivík árið 2000 en það hafði verið stofnað árið 1994 en við seldum það svo árið 2010. Ég vann áfram hjá fyrirtækinu en fann svo að mig langaði til að fara gera eitthvað annað og söðlaði um. Ég vissi ekki hvað mig langaði að gera, ég byrjaði í sumarafleysingum í Fríhöfninni uppi á flugvelli og fannst það fínt, að stimpla sig bara inn og út á móti því að vera með hugann við reksturinn allar sólarhringinn. Þeir sem hafa starfað sjálfstætt fara held ég oft aftur í þann bransa og ég fann að það togaði í mig. Ég og Júlíus Steinþórsson kynntumst, þá var hann að reka Heklu umboðið í Reykjanesbæ og ég gerðist bílasali. Þetta átti strax vel við mig en ég flutti mig síðan yfir í Bílabúð Benna, áfram að selja bíla og þaðan tók ég skrefið í að fara út í sjálfstætt. Ég valdi reyndar ekki rétta tímann, COVID var nýskollið á

og því var ansi lítið að gera til að byrja með. Við stofnuðum Bílasölu Suðurnesja, ég og Erlingur Örn Karlsson en hann leitaði svo á önnur mið sem varð til þess að ég hélt áfram einn. Ég var með reksturinn þar sem Bílabúð Benna var, á Njarðarbrautinni en vegna kostnaðar fórum við að huga að nýrri staðsetningu og fórum að kíkja í kringum okkur. Við nálguðumst Bjarka Má Viðarson sem átti Bílasölu Reykjaness og úr varð að hann seldi okkur reksturinn. Við sameinuðum bílasölurnar og þar sem Bílasala Reykjaness var með samninga við BL, ákváðum við að notast við það nafn áfram.“

Rafmagnið BL hefur lengi verið einn stærsti aðilinn á íslenskum bílamarkaði og er með mörg bílamerki á sínum snærum. „Við eru með umboð fyrir Nissan, Subaru, Dacia, Hyundai, Renault, Land Rover, BMW, Jaguar, Isuzu og svo er ég með umboð fyrir æðislegan bíl frá Kína, MG. Þetta eru rafmagnsbílar í millistærð, á mjög hagstæðu verði. Nissan og Hyundai hafa alltaf verið vinsælir bílar, við seljum mest af þeim. Það er greinilegt að þjóðin er að rafmagnsvæðast, við seljum lang mest af rafmagnsbílum í dag en svo erum við auðvitað líka með notaða bíla en það er lítið af þeim í rafmagni, hefur þó verið að aukast

Það var þétt setinn bekkurinn í Hljómahöllinni.

Vilborg Pétursdóttir, teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis, Einar Trausti Einarsson, yfirsálfræðingur og Eydís Rós Ármannsdóttir, verkefnastjóri á Velferðarsviði Reykjanesbæjar.

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, stýrði dagskránni með styrkri hönd og þær Sigrún Gróa Magnúsdóttir sem spilaði á píanó og hin unga Lovísa Rut Ágústsdóttir sem spilaði á fiðlu, léku ljúfa tóna.

Sigurður starfaði með í Björgunarsveitinni Suðurnes.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 11

Sigurður Guðjónsson, bílasali.

Aron og Kristján, bílasalar.

tryggð við sinn bílasala með meira framboði af nýjum rafbílum á markaðnum. Við erum mjög öflugir í notuðum bílum og viljum stækka hlutdeild BL vörumerkjanna hér suðurfrá. Við erum þrír að selja, ég stend á gólfi og sel en þarf líka að halda utan um reksturinn, því er frábært fyrir mig að vera með tvo mjög öfluga sölumenn, þá Aron Kristinsson og Kristján R. Guðnason,“ segir Sigurður.

Ævisamband Siggi segir að margir haldi tryggð við sinn bílasala. „Fólk kynnist sínum bílasala og virðist halda tryggð við hann um aldur og ævi ef ánægja ríkir. Margir af mínum viðskiptavinum frá því að ég byrjaði sem bílasali, hafa elt mig og svo er

Úti í náttúrunni með veiðistöngina. það oft þannig að börn og ættingjar þeirra vantar að selja eða kaupa bíl og þá er leitað til okkar þegar viðkomandi er í bílahugleiðingum. Svona er þetta og mun líklega alltaf verða, það myndast traust en við höfum alltaf lagt okkur 100% fram í að þjónusta okkar viðskiptavini

mjög vel. Sem betur fer erum við að jafna okkur eftir COVID en Úkraínustríðið er vissulega ennþá aðeins að tefja fyrir afhendingu. Þetta er samt miklu betra í dag en fyrir ári, lagerstaðan er góð og ef þú vilt sérpanta nýjan bíl í dag, ættirðu að vera kominn undir stýrið

Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig Á tm.is og í TM appinu getur þú gengið frá öllum tryggingum hvar og hvenær sem þér hentar.

„Ég vil byggja bílasöluna meira upp í því ört stækkandi samfélagi sem Suðurnesin eru,“ segir Sigurður Guðjónsson, eigandi Bílasölu Reykjaness.

á honum eftir 12-14 vikur. Svo er þetta alltaf þannig að það eru bílar í pípunum, það eru bílar á leiðinni og oft gerist það að viðskiptavinur vill ekki bíða eftir sérpöntuðum bíl og fær sér frekar bíl sem er til á lager. Annars er framtíðarplanið bara að hafa áfram gaman af lífinu, við hjónin eigum þrjú börn á aldrinum tólf til átján ára og við reynum að gera hluti saman. Við dveljum mikið í sumarbústað okkar í Skorradal, þar er alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Þegar ég var gutti gekk ég í skátana og var svo í björgunarsveitinni, það er ekki svo langt síðan ég var í aðgerðarstjórn og hef gengt trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna og björgunarsveitir en það hefur bara verið svo mikið að gera í bíla-

sölunni að ég hef ekki haft tíma í að sinna þeim áhugamálum. Ég er virkur í Rótarýklúbbi Keflavíkur og Round table, hef verið lengi í sóknarnefnd Keflavíkurkirkju og er mjög stoltur af því starfi. Ég hef verið í bæjarpólitíkinni undanfarin ár, hef verið í áttunda sæti Framsóknar og sit í stjórn hafnarinnar og er í atvinnu- og hafnarráði. Ég hef stutt við íþróttalífið hér í bæ og þótt ég sjálfur hafi ekki stundað íþróttir, veit ég hversu mikilvægt það starf er og líður vel með að styðja við bakið á því. Hvað varðar framhaldið og framtíðina, ég vil byggja þessa bílasölu upp, okkur hefur gengið vel og ég vona að það haldi áfram í stækkandi samfélagi hér á Suðurnesjunum.“ sagði Sigurður að lokum.


SUÐURNESJAFYRIRT Í FREMSTU RÖÐ!

VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SAMKVÆMT ÚTNEFNINGU CREDITINFO

Framúrskarandi frá upphafi

Íslandshús


TÆKI

2023

Hollt, gott og heimilislegt


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

44 framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum n Tæplega 5% af heildarfjölda framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Um 2% fyrirtækja landsins eru framúrskarandi. Fjörutíu og fjögur fyrirtæki á Suðurnesjum eða tæplega 5% af heildarfjöldanum eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækin koma úr öllum helstu greinum atvinnulífsins, sjávarútvegi, framleiðslu og verslun, verktakar úr iðnaðargeiranum og þá er nýtt fyrirtæki úr hugbúnaðargeiranum á listanum.

Aðeins eitt fyrirtæki á Suðurnesjum hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það er Verkfræðistofa Suðurnesja. Nánar um Framúrskarandi fyrirtæki: Þetta er í fjórtánda sinn sem Creditinfo veitir framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan

rekstur en listinn í ár var gerður opinber á viðburði í Hörpu í síðustu viku. Alls hafa rúmlega tvö þúsund fyrirtæki einhvern tímann komist á listann. Þegar Creditinfo metur hvort fyrirtæki teljist framúrskarandi er m.a. horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síðustu þriggja ára sé rekstrarhagnaður, ársniðurstaðan jákvæð, rekstrartekjur að lág-

marki 50 millj. kr. og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%. Um 39 þúsund fyrirtæki skila ársreikningi en þegar litið er til allra annarra skilyrða sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, þá teljast aðeins um 2% fyrirtækja framúrskarandi. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Creditinfo við afhendingu viðurkenninganna.

Systkinin í Skólamat, Fanný og Jón Axelsbörn.

Rafholtsmennirnir Grétar Magnússon og Helgi Rafnsson.

Gunnlagur Kárson frá HS Veitum.

Geirný Geirsdóttir og Hjalti Már Brynjarsson frá Grjótgörðum.

Þorfinnur Gunnlaugsson og Rúnar Helgason frá Lagnaþjónustu Suðurnesja.

Páll Erland forstjóri HS Veitna.

Fylgja þarf eftir verkefnum í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Bræðurnir í TSA, Stefán og Ari Einarssynir.

Íþróttasalurinn í Garði kominn í toppform Endurbótum innanhúss sem staðið hafa yfir undanfarið á íþróttamiðstöðinni í Garði er nú lokið. Parketgólf salarins sem telur rúmlega þúsund fermetra og var orðið nokkuð slitið, hefur nú verið tekið allt í gegn, það lagfært og slípað upp, endurmerkt og lakkað á nýjan leik. Einnig hefur öll lýsing í sal verið endurnýjuð með dimmanlegri LED keppnislýsingu. Fyrr á árinu var leikklukkan í salnum einnig endurnýjuð. Með þessum framkvæmdum má segja að íþróttasalurinn sé komin í toppform og tilbúinn í átök vetrarins.

Jón Ragnar Reynisson og Hjörleifur Stefánsson og frá Nesrafi.

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 14. október 2023, skorar á ríkisvaldið að viðhalda og efla kröftuga uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Í ályktun frá fundinum segir að fundurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Suðurnesjum á umliðnum mánuðum. Fylgja þarf eftir verkefnum sem hafa verið í undirbúningi og umræðu. Í Suðurnesjabæ hefur lengi verið kallað eftir því að sett verði á laggirnar heilsugæslusel. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt formlegar viðræður við heilbrigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS um að Heilsugæslusel verði sett á laggirnar í Suðurnesjabæ. Aðalfundurinn tekur undir ákall Suðurnesjabæjar um opnun Heilsugæslusels. Aðalfundurinn leggur áherslu á að framkvæmdir vegna opnunar nýs heilsugæslusels í Vogum og uppbyggingu nýrrar heilsugæslu í Njarðvík gangi samkvæmt áætlun. Mikilvægt er að viðhalda þeirri jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað undanfarið og tryggja áframhaldandi uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Leó Máni Quyen Nguyén hefur mikinn áhuga á fjármálum og ætlar að verða bankastjóri og einn af ríkustu mönnum heims í framtíðinni. Hann valdi FS af því skólinn er stutt að heiman og hann hafði heyrt góða hluti um félagslífið þar. Leó Máni er FS-ingur vikunnar. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Örugglega kennaranna. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Því var búin að heyra góða hluti um félagslífið og skólinn er stutt að heiman. Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið og ekki bekkjarkerfi.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Eins og er þá er það geggjað, geggjaðar auglýsingar og alltaf einhvað að gerast. NFS á hrós skilið. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Valur Axel fyrir að vera heimsfrægur dansari. Hver er fyndnastur í skólanum? Þau eru mjög mörg get ekki valið. Hvað hræðist þú mest? Sjóinn og að verða blankur. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt eru Uggs og kalt gamlir Air Force 1.

Ungmenni vikunnar

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Er búinn að vera að hlusta mikið á ICE GUYS upp á síðkastið.

FS-ingur vikunnar:

FS-ingur vikunnar

Hræðist að verða blankur

Nafn: Leó Máni Quyen Nguyén. Aldur: 18 ára. Námsbraut: Fjölgreinabraut, stúdent. Áhugamál: Eiginlega allt sem tengist fjármálum, peningum og rekstri.

Tvennir jólatónleikar Vox Felix Árlegir jólatónleikar Vox Felix fara fram í Hljómahöll í desember. Í ár ætlar kórinn að bjóða upp á tvenna tónleika. Tónleikarnir fara fram fimmtudaginn 7. desember kl. 18:00 og aðrir kl. 21:00. „Við lofum auðvitað miklu jólastuði og stemmningu þar sem við munum syngja gömul og ný lög, allt undir stjórn Rafns Hlíðkvists,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Almennt miðaverð er 4.900 kr. en sextán ára og yngri greiða 2.900 kr. Miðasala er á tix.is.

Eyþór Ingi með hátíðartónleika í Hljómahöll

Hver er þinn helsti kostur? Skipulagður, jákvæður og metnaðarfullur. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Instagram og YouTube. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Verða frumkvöðull, fyrirtækjarekandi, bankastjóri og eiga fallega fjölskyldu. Hver er þinn stærsti draumur? Verða bankastjóri, eiga nokkur fyrirtæki og verða einn af ríkustu mönnum heims. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Skipulagður. Mér finnst stundum svakalegt hvernig ég næ að skipuleggja allt sem ég geri og eiga ennþá tíma fyrir mig sjálfan.

Aðstandendur Ingólfs Aðalsteinssonar heimsóttu HS Veitur Í tilefni af því að Ingólfur Aðalsteinsson, fyrsti starfsmaður og fyrrum forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, hefði orðið 100 ára þann 10. október síðastliðinn komu aðstandendur hans í heimsókn hjá HS Veitum. Veittu þau Páli Erland, forstjóra f.h. HS Veitna, gjöf, lágmynd úr kopar eftir Erling Jónsson sem Ingólfi var færð að gjöf árið 2001 á stofnfundi Hitaveitu Suðurnesja hf. eftir að Alþingi samþykkti samruna við Rafveitu Hafnarfjarðar og að Hitaveita Suðurnesja yrði rekið sem hlutafélag.

Eyþór Ingi verður með hátíðartónleika í Hljómahöll 19. desember. Hátíðartónleikar Eyþórs hafa fengið frábærar viðtökur um land allt síðustu ár. Hér er á ferðinni létt og jólaleg kvöldstund þar sem Eyþór Ingi kemur fram með húmorinn, píanóið og gítarinn að vopni. Sérstakir gestir verða með Eyþóri í Hljómahöll en honum til halds og trausts verður Karlakór Keflavíkur. Hátíðartónleikar Eyþórs Inga einkennast af einstakri blöndu hugljúfra tóna, gríni og jafnvel eftirhermum. Það er klárt mál að ADHD hefur aldrei verið skemmtilegra. Síðast seldist upp hratt og færri komust að en vildu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en miðasala er á tix.is.

Ungmenni vikunnar: Nafn: Rakel Viktoría Sigmundsdóttir. Aldur: 15 ára. Bekkur og skóli: 10. bekkur, Akurskóli. Áhugamál: Að keyra fjórhjól.

Tæki bát með á eyðieyju Rakel Viktoría Sigmundsdóttir er fimmtán ára nemandi við Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún stefnir á að verða lögfræðingur og fer í ræktina til að halda sér í formi. Rakel Viktoría er ungmenni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég myndi segja danska. Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Mikki, hann er fyndinn og góður karakter. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Örugglega bara allt, ég er ekkert að pæla í því. Hver er fyndnastur í skólanum? Mikki og Pési. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Taktu þitt eigið – XXX Rottweiler hundar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? American Psycho. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Bát, vatn og

mat. Bát til að komast heim, ég ætla ekkert að vera þarna, og svo mat og vatn til að lifa af. Hver er þinn helsti kostur? Ég er stundvís. Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta breytt mér í hvað sem er (shapeshifting). Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera heiðarlegur. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég vil verða lögfræðingur. Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég fer í ræktina. Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Metnaðarfull.

Karlakór Keflavíkur 70 ára

Afmælistónleikar Laugardaginn 11. nóvember kl. 20:00 í Hljómahöll Einsöngur Cesar Alonzo Barrera Haraldur Helgason Ingi Eggert Ásbjarnarson Kristján Þorgils Guðjónsson Valgeir Þorláksson

Stjórnandi Jóhann Smári Sævarsson Hljómsveitarstjórn Sævar Helgi Jóhannsson

Miðasala á tix.is


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík, fagnaði sextugsafmæli nýlega. Hann bauð til veislu á hótelinu þar sem á fimmta hundrað manns mættu til að fagna með honum og fjölskyldunni. Steinþór notaði tækifærið og kynnti um leið framkvæmdir á KEF SPA sem opnar á næstu mánuðum. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 800 m2 heilsulind og mjög vel útbúinni líkamsræktarstöð. Afmælisbarnið segir að eftir frekari stækkun gæti heilsulindin öll orðið um 2.500 m2 en hún er hugsuð jafnt fyrir hótelgesti, bæjarbúa og almenna ferðamenn. Valdimar söng nokkur lög og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon spilaði undir afmælissöngnum sem gestir sungu með honum.

Stuð hjá sextugum Steina

Hjónin Steinþór og Hildur Sigurðardóttir og fjölskylda á glæsilegu Hótel Keflavík.

Hótelstjórinn tekur ekki oft lagið en sleppir því ekki í stórafmæli.

Afmælisbarnið með hjónunum Einari Bárðarsyni og Áslaugu Einarsdóttur.

Stuðmaðurinn Jakob Frímann tók lagið.

Steinþór sagði Kjartani Má bæjarstjóra frá framkvæmdunum.

Hótelstjórinn sextugi er á þönum alla daga og er alltaf að vinna að því að bæta aðstöðuna og þjónustuna á Hótel Keflavík. Tölvugerð mynd af spa-inu. Til hliðar má sjá mynd sem tekin var í afmælinu en framkvæmdir ganga vel.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 17

Þar sem hugur og líkami mætast gerast magnaðar breytingar Sigríður Rósa Kristjánsdóttir, „Sigga í Perlunni“, gefur út heilsurafbók „Þar sem heilsa hefur átt hug minn í mörg ár, og ég hef verið að kenna og einkaþjálfa frá því ég átti og rak líkamsræktarstöðina Perluna, þá er þessi rafbók framhald af því sem ég er að gera í dag. Ég bætti við mig fræðum og lærði markþjálfun sem heillaði mig upp úr skónum því fræðin og verkfærin innan markþjálfunar eru frábær viðbót við allt sem tengist heilsu,“ segir Sigríður Rósa Kristjánsdóttir en þessa dagana starfar hún við fjarþjálfun, markþjálfun og skipuleggur heilsuferðir fyrir fólk í sólina á Tenerife. „Næsta ferð verður til Albir á Spáni 2024. Þar munu hugur og líkami mætast og hlúð að með markþjálfun, hatha yoga, gönguferðum og fleira,“ segir Sigga en hvað kom til að hún ákvað að skrifa rafbók?

Sjálfsmynd okkar allra þarf að styrkja og hlúa að til þess að verða sterkari einstaklingar og skapa okkur tækifæri til þess að njóta lífsins í botn ...

„Þessi rafbók mín er afrakstur mikillar yfirlegu um hvernig ég gæti komið allri minni reynslu niður á blað og miðlað henni til annarra. Bókin raungerðist svo þegar ég flutti til Benidorm fyrr á þessu ári. Þar skapaðist rými til að setjast niður og formfesta alla þá þætti sem bókin tekur til. Það hefur tekið mig nokkra mánuði að koma þessu frá mér og ég er svo lukkuleg að eiga mjög góða að sem bæði hvöttu mig áfram, spegluðu, hjálpuðu til við hönnun bókarinnar og sáu um yfirlesturinn.“

Hugurinn aðalverkfærið Sigga segir að hugurinn sé að hennar mati aðalverkfærið til að búa að góðri heilsu. „Ef hugurinn er ekki nógu sterkur þá gerist ósköp lítið eða ekkert. Því heitir

bókin Þar sem hugur og líkami mætast sem er nákvæmlega það sem gerist þegar við tökum heilsuna okkar föstum tökum. Þessi bók er fyrir öll sem vilja og langar að setja sjálf sig í fyrsta sætið með sína heilsu. Þá meina ég með andlega heilsu, líkamlega heilsu og eigin framtíðarsýn á heilsuna . Bókin hefst á markþjálfun og lesandinn þarf að vera opinn og tilbúinn í sjálfsvinnu, kafa djúpt inn á við og finna leiðir til að njóta ferðalagsins. Settar eru fram krefjandi en jafnframt skemmtilegar spurningar og verkefni í þeim tilgangi að styrkja einstaklinga og hvetja þá áfram til að bæta eigin heilsu. Sjálfsmynd okkar allra þarf að styrkja og hlúa að til þess að verða sterkari einstaklingar og skapa okkur tækifæri til þess að njóta lífsins í botn.“

Fræðsla um mat og hreyfingu Sigga segir að í bókinni sé kafli um mat og mörgu honum tengt. „Í bókinni er ýmisleg fræðsla um mat, vítamín og matarkúra. Í kaflanum er hvatning til að borða hollt og verkefni til þess að skoða, ígrunda og finna út hvar stendur þú varðandi mataræði og er markmiðið að koma þér áfram í áttina að hollum eða hollari lífsstíl. Eins er kafli sem fjallar um hreyfingu og gildi hennar fyrir okkur. Við vitum að hreyfing er okkur mikilvæg og við vitum líka að það er misjafnt hvernig hreyfingu við aðhyllumst og hvernig við viljum rækta líkamann okkar. Eitt er þó sannað að við verðum að styrkja vöðvana okkar til að forðast að verða hokin gamalmenni – öll viljum við án efa geta staðið undir

Ilmur er litalína Slippfélagsins, hönnuð í samstarfi við Sæju innanhússhönnuð. Línan á rætur að rekja til jarðlita og inniheldur dempaða tóna með gulum og rauðum undirtónum.

Kyrrlát stund við frosnar tjarnir Það var kyrrlát stund við frosnar tjarnirnar í Innri-Njarðvík á sunnudagskvöld í stafalogni og tunglskini. Um fimmtán til tuttugu manns komu saman og fleyttu kertum í minningu stríðshrjáðra og fallinna barna. Íbúi í Innri-Njarðvík, Þorvaldur Óttar Guðlaugsson, stóð að framtakinu og vildi varpa örlitlu ljósi á stríðshrjáð og fallin börn um allan heim.

Fáðu innblástur og sjáðu litina á slippfelagid.is. Þú getur einnig nálgast litaprufur í öllum okkar verslunum.

SLIPPFÉLAGIÐ

Opið:

Hafnargötu 54

8-18 virka daga

Reykjanesbæ

10-14 laugardaga

S: 421 2720

slippfelagid.is

okkur þegar fram líða stundir. Þarna er farið með lesandann í ferðalag í formi verkefna og markþjálfunar til þess að hafa heilsuna með sér í liði. Í lok bókarinnar deili ég með lesandanum mínu leyndarmáli um hvernig megi bæta heilsuna á mjög einfaldan en góðan hátt. Ég er hokin af reynslu þegar kemur að þessum málum og hef prófað ansi margt á sjálfri mér og vonast ég til þess að geta leiðbeint öðrum á sinni vegferð með bætta heilsu og aukið sjálfstraust að leiðarljósi,“ segir Sigríður Rósa, heilsumarkog einkaþjálfari, að lokum. www.siggakr.is Insta: @sigga.kr Facebook: /siggakr70 Insta: @heilsumarkthjalfun


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Glæsilegt fornbíla- og dráttarvélasafn í Grindavík

„Ég myndi segja að þessi Buick, árgerð 1925, sé flaggskipið í flotanum. Það er ekki til annar eins bíl hér á landi, á Norðurlöndum, hugsanlega ekki í heiminum,“ segir Hermann Ólafsson, fornbílaog dráttarvélaeigandi í Grindavík. GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Hermann er oftast kenndur við útgerðarfyrirtækið Stakkavík sem hann stofnaði ásamt Gesti, bróður sínum, og föður þeirra, Ólafi Gamalíelssyni heitnum, fyrir 35 árum síðan. Hermann er hins vegar ekki við eina fjölina felldur og hefur undanfarin ár sankað að sér tugi dráttarvéla og fornbíla og er með gripina til sýnis í sýningarsal í Grindavík. Hann fékk heimsókn á dögunum frá Fergusonfélaginu. Hemmi, eins og hann er jafnan kallaður, hefur alltaf verið safnari. „Ég hef alltaf verið áhugamaður um gamla hluti, safnaði frímerkjum og mynt þegar ég var yngri. Ég ólst upp í sveit má segja, hef því alltaf haft áhuga á traktorum og fyrir líklega einum tuttugu árum hófst þessi söfnunarárátta. Þetta byrjaði með gömlum dráttarvélum og þá helst Ferguson en svo hafa fornbílar bæst í hópinn undanfarin ár. Þetta er nú kannski bara komið gott, ég vona að það verði ekki einhverjum glæsilegum fornbíl glennt fyrir framan nefið á mér sem ég á

ekki, ég er vís til að kaupa hann og bæta honum í safnið. Það eru margir bílar og dráttarvélar sem eru merkilegir í þessu safni mínu, merkilegastur er þó kannski Buick sem er frá árinu 1925. Það komu u.þ.b. 25 svona bílar til landsins á sínum tíma, sá sem ég keypti hann af hafði eignast nokkra þeirra og náði að nýta hluti úr þeim til að búa til þennan glæsilega bíl sem er hér í dag, ég myndi segja að þetta sé flaggskipið. Það er enginn annar svona bíll til á Íslandi, ekki einu sinni á Norðurlöndunum, jafnvel er ekki til annar svona bíll í heiminum.“ Fergusonfélagið var stofnað árið 2007, formaður félagsins í dag er Ragnar Jónasson. Það var gaman að fylgjast með gömlum bóndum og öðrum, þeir voru eins og lítil börn í sælgætisbúð. Ragnar sagði frá tilurð félagsins. „Ég er fæddur árið 1947, var sendur í sveit sem gutti og kynntist dráttarvélum. Mörgum árum seinna dreymdi mig um að eignast Ferguson-dráttarvél eins og ég hafði keyrt í sveitinni og kom auga á einn og keypti. Svo áttaði ég mig á að ég kunni ekkert á vélar svo ég fór að reyna hafa uppi á mönnum með sama áhugamál og ég, þannig gætum við kannski hjálpað hvorum öðrum og úr varð

Fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn í loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Bandarísk flugsveit kom til landsins 22. október síðastliðinn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kom til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn. Sveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Udem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd verkefnisins verður með sama

fyrirkomulagi og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitin er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt flugsveitum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands. Í umboði utanríkisráðuneytisins annast varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Isavia. Þá er ráðgert að loftrýmisgæslunni ljúki um miðjan nóvembermánuð.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 19

Þorfinnur Steinar Júlíusson við hinn glæsilega Buick, árgerð 1925.

Master Six, árgerð 1925. Ég eignaðist bílinn árið 1985, þá var búið að breyta honum í vörubíl svo ég keypti fleiri svona bíla til að geta gert upp einn góðan. Við getum sett hann í gang núna og þess vegna farið á honum til Egilsstaða,“ sagði Þorfinnur að lokum.

að Fergusonfélagið var stofnað árið 2007 ef ég man rétt. Svo fóru að koma fleiri dráttarvélar en bara Ferguson en við ákváðum að halda Fergusonnafninu. Við komum reglulega í safnið hjá Hermanni, okkur f innst þetta alltaf jafn

gaman, það bætast alltaf við fornbílar og síðan við komum síðast hafa nokkrir glæsivagnar bæst í hópinn,“ sagði Ragnar. Þorfinnur Steinar Júlíusson átti hinn glæsilega Buick en seldi Hermanni hann. „Þetta er Buick

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar flugsveitin kom til landsins. VF/Hilmar Bragi

„Ég hef alltaf verið áhugamaður um gamla hluti, safnaði frímerkjum og mynt þegar ég var yngri. Ég ólst upp í sveit má segja, hef því alltaf haft áhuga á traktorum og fyrir líklega einum tuttugu árum hófst þessi söfnunarárátta.“

Ragnar Jónasson, formaður Fergusonfélagsins.

STAÐA KYNNINGAR- OG ÞJÓNUSTUFULLTRÚA VIÐ KEFLAVÍKURKIRKJU

Laus er til umsóknar 100% staða kynningar- og þjónustufulltrúa við Keflavíkurkirkju, Kjalarnesprófastsdæmi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið og verkefni:

n Umsjón með kynningarmálum Keflavíkurkirkju m.a. á samfélagsmiðlum, heimasíðu og öðrum fjölmðlum.

n Utanumhald og þátttaka í athöfnum og viðburðum í kirkjunni. n Þátttaka í æskulýðsstarfi. n Umsjón með starfi sjálfboðaliða og hópa í Keflavíkurkirkju. n Önnur tilfallandi verkefni.

Þekking og hæfni: n Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. n Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. n Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt skipulagshæfni. n Áhugi og reynsla af kirkjustarfi er æskileg. n Sveigjanleiki til að taka að sér tilfallandi verkefni innan starfssviðsins.

Umsækjendur skulu skila inn starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Umsókn ber að fylgja staðfesting á menntun. Þá skulu umsækjendur fylla út eyðublað þar sem biskupsstofu er heimilaður aðgangur að tilteknum upplýsingum úr sakaskrá um viðkomandi umsækjanda, sbr. lög og reglur Þjóðkirkjunnar. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Tengil á eyðublaðið er að finna hér: https://kirkjan.is/library/Images/Frettamyndir/Skjol-vegna-fretta/samthykkifyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf. Frekari upplýsingar um starfið veitir séra Erla Guðmundsdóttir, erla@keflavikurkirkja.is, sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Umsóknarfrestur er til og með mánudaginn 13. nóvember 2023. Sækja ber um starfið með því að senda tilskilin gögn á tölvupóstfangið sjonsson0259@gmail.com


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Nýtt íþróttahús tekið í notkun í Grindavík Gamli íþróttasalurinn við grunnskólann var reistur árið 1947. Mikil bylting árið 1985 að komast í salinn sem í dag er sá eldri. Fyrst átti að stækka eldri salinn en þeirri ákvörðun var snúið. Ólafur Rúnar, ljósmyndari og kennari, spilar fyrir áhugasama nemendur í gamla leikfimissalnum í febrúar 1986.

Handboltaleikur í gamla leikfimissalnum 10. mars 1979. Handboltalið kvenna í Grindavík var í fjáröflunarverkefni og spilaði handbolta í einn sólarhring 10. mars 1979. Frá vinstri: Sjöfn Ágústsdóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Rut Óskarsdóttir í markinu, Hildur Gunnarsdóttir, Ólafía K. Jensdóttir, Sigríður J. Jóndóttur, Berglindi Demusdóttur, Ingunn Jónsdóttir, Hulda Guðjónsdóttir. „Fyrsta keppnin í körfuknattleik var milli grunnskólanna í Grindavík og Garði,“ segir Halldór Ingvason sem á einn stærsta þáttinn í að körfuknattleikur ruddi sér til rúms í Grindavík. Á upphafsárunum var leikið í sal sem var litlu stærri en badmintonvöllur en árið 1985 reis stærra íþróttahús í Grindavík og á dögunum var nýtt og enn stærra hús tekið í notkun. Það er ekki djúpt í árina tekið að kalla Halldór Ingvason einn af guðfeðrum körfuknattleiks í Grindavík. „Gamli salurinn var tekinn í notkun árið 1947 en þá var ég nýfluttur í Grindavík. Þessi íþróttasalur var sextán metrar að lengd og átta metrar á breidd, svona rúmlega badmintonkeppnisvöllur. Ég flutti síðan frá Grindavík til að mennta mig sem kennari og þegar ég sneri til baka árið 1962 hafði ekki verið íþróttakennsla í Grindavík í nokkur ár því Bogi Hallgrímsson, sem hafði sinnt íþróttakennslunni, hætti um tíma og vann á Keflavíkurflugvelli. Bogi hafði smíðað körfur og lét setja upp í salnum ásamt þá-

komum á keppni á milli skólanna, það er fyrsta keppnin sem fram fer í körfuknattleik í Grindavík. Þarna stigu sín fyrstu körfuboltaskref leikmenn eins og Kristinn Gamalíelsson, Bragi Ingvason, Jakob Eyfjörð, ég og fleiri og svo komu fljótlega elstu strákarnir úr unglingadeildinni í skólanum inn í liðið, t.d. bræðurnir Sigurður og Ægir Ágútssynir.“ Halldór Ingvason. verandi skólastjóra, Guðmundi Sigurðssyni, sem leysti Einar Kr. Einarsson af í eitt ár. Ég hafði kynnst körfubolta lítillega á Núpi í Dýrafirði og í námi mínu við Kennaraskólann og Íþróttakennaraskólann á Laugavatni, þar lærði ég undirstöðuatriðin og gat boðað fagnaðarerindi körfuboltans í Grindavík. Þennan fyrsta vetur var ég einn því Helga konan mín flutti ekki strax til Grindavíkur og því var ég öll kvöld að leika mér í körfubolta í þessum litla sal. Ég þekkti Finnboga Björnsson sem var farinn að kenna í Garðinum og við

Skólaslit í gamla leikfimissalnum í maí 1972. Kennarar og nemendur hlusta á erindi Friðbjörns Gunnlaugssonar, skólastjóra.

Landsliðið kemur til Grindavíkur Halldór hafði kynnst mörgum innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi í námi sínu og fékk aldeilis flotta heimsókn. „Ég þekkti Einar Bollason sæmilega og orðaði við hann að gaman yrði að fá nokkra körfuboltamenn suður til Grindavíkur til að sýna hvernig körfuknattleikur væri leikinn. Einar tók mig heldur betur á orðinu og

GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

bauðst til að fá hluta af landsliðinu til að hafa sýningu í Grindavík. Ég sótti þá á gamla skólabílnum og vakti þetta mikla athygli. Þeir gátu auðvitað lítið spilað, til þess var salurinn of lítill, en þeir sýndu troðslur og ýmislegt annað. Þetta kveikti greinilega áhuga en þarna voru guttar eins og Eyjólfur Guðlaugsson og Ólafur Jóhannsson sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í liðum Grindvíkinga sem kepptu á Íslandsmótum. Á þessum árum gátu krakkar í Grindavík ekki klárað grunnskólanámið í Grindavík og þurftu að fara út á land, flestir fóru í Reykholtsskóla eða á Laugarvatn þar sem mikil hefð var fyrir körfuknattleik. Þetta voru strákar sem lærðu undirstöðuatriði í körfubolta í Grindavíkurskóla og sögðust þeir

Þarna stigu sín fyrstu körfuboltaskref leikmenn eins og Kristinn Gamalíelsson, Bragi Ingvason, Jakob Eyfjörð, ég og fleiri ... hafa fengið þar góðan grunn, þeir komust fljótt í skólaliðin og uxu og þroskuðust ennþá meira í körfuboltafræðunum. Þegar þeir sneru svo til baka til Grindavíkur urðu þeir leiðandi í fyrstu liðum Grindvíkinga á Íslandsmótum í körfubolta,“ segir Halldór.

Áhorfendur fylgjast vel me ð við hliðarlínuna.

Nýja íþróttahúsið í Grindavík tekið í notkun 20. október 1985. Þá fór fram leikur í 1. deild körfuboltans á milli UMFG og Reynis í Sandgerði.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 21

Sjálfbært samfélag á Ásbrú Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Til þess að hverfi í bæjum og borgum geti talist sjálfbær er ekki nóg að huga að umhverfislausnum í skipulagi. Sjálfbær hverfi eru hverfi sem bjóða upp á þá þjónustu sem þarf til þess að íbúar geti sinnt erindum sínum og áhugamálum.

UMFG stofnað árið 1963 Íþróttafélag Grindavíkur var stofnað árið 1935 en eftir 1955 dró mjög úr starfi félagsins af ýmsum ástæðum og þegar Halldór byrjaði að kenna í Grindavík lá öll starfsemi niðri. Jón Leósson, sem var nýfluttur til Grindavíkur frá Akranesi, kom að máli við Halldór árið 1963 og orðaði við hann hvort Halldór væri tilbúinn að stofna með honum íþróttafélag. Þeir fengu til liðs við sig Braga Guðráðarson, Borgfirðing að ætt, og ákváðu að stofna nýtt félag og skildi það vera ungmennafélag. Þeir söfnuðu að sér nokkrum hópi af ungu fólki og í október 1963 var Ungmennafélag Grindavíkur stofnað sem tók við af Íþróttafélagi Grindavíkur. „Vegna ruglings vil ég sérstaklega árétta að fyrir 1963 var ekkert ungmennafélag starfandi í Grindavík. Þar sem Jón Leósson var góður knattspyrnumaður tók hann að sér að leiða knattspyrnuiðkun á vegum félagsins en ég tók að mér að koma körfuboltanum áfram. Helga kona mín kenndi svo stúlkum handbolta. Fljótlega eftir að drengirnir sem ég hafði kennt

undirstöðuatriði körfuboltans komu úr héraðsskólunum má segja að körfuboltatímabilið hefjist fyrir alvöru í Grindavík, líklega tímabilið 1967/1968. Við fengum að æfa í Njarðvík og uppi á velli og við lékum heimaleikina í íþróttahúsi Njarðvíkur allt þar til nýja íþróttahúsið var tekið í notkun árið 1985. Mér líst vel á nýja salinn sem var nýlega vígður, það er gaman að sjá þessa gulu og bláu liti. Mér er minnisstætt þegar við vorum að búa til fyrsta liðið sem keppti úti í Garði, fengum við eiginkonur og mæður leikmanna til að sauma búningana, eitthvað réði því að buxurnar voru gular og treyjurnar bláar, þessir litir hafa haldist alla tíð síðan,“ sagði Halldór.

Á Ásbrú er grunnþjónusta til staðar fyrir þá íbúa sem þar búa. Þar eru skólar, leikskólar og ágætt aðgengi að almenningssamgöngum. Í hverfinu er aftur á móti ekki að finna álíka þjónustustig og á sambærilegum svæðum á Íslandi hvað varðar verslun og þjónustu. Einnig eru útivistarsvæði og samkomustaðir fólks ekki sambærileg við önnur 4.000 íbúa samfélög. Bæir í svipuðum stærðarflokki hvað íbúa varðar eru meðal annars Borgarbyggð, Ísafjarðarbær og Seltjarnarnes. Ástæðurnar geta verið af ýmsum toga, sögulegar, skipulagslegar eða af öðrum meiði en nú glittir í uppfærslur sem munu gera mikið fyrir hverfið. Framundan er opnun matvöruverslunar og veitingastaða, uppi eru hugmyndir um húsnæði fyrir íþróttaiðkun ýmiss konar og á undanförnum árum hefur verið hlúð að leiksvæðum fyrir börn, meðal annars með opnun ærslabelgjar og hjólabrautar á framtíðarskólalóð hverfisins. Reykjanesbær mun byggja nýjan skóla við Grænásbraut á komandi

árum, ýmis skógræktarverkefni eru byrjuð og nýtt rammaskipulag er í kynningu en það mun leggja línurnar fyrir framtíð hverfisins. Ásbrú hefur alla burði til þess að verða þétt og aðlaðandi hverfi með góðu aðgengi að þjónustu eins og hverfi af þessari stærðargráðu ætti að bera. Tækifærin til sjálfbærrar þróunar hverfis eru óvíða eins augljós og á Ásbrú. Þeir innviðir sem skildir voru eftir af Bandaríkjaher bjóða upp á þéttingu og eflingu byggðarinnar án hefðbundins tilkostnaðar. Við brotthvarf varnarliðsins urðu ekki eingöngu eftir húsbyggingar heldur einnig gatnakerfi, veitur, gangstéttar og annað sem mun nýtast við mótun hverfisins til framtíðar. Samkvæmt rammaskipulagi munu búa um það bil 15.000 íbúar á Ásbrú árið 2050. Ef við setjum þá tölu í samhengi við önnur svæði þá er það svipaður fjöldi og býr í Mosfellsbæ, aðeins færri en í Garðabæ og álíka og í Hlíðunum í Reykjavík. Ásbrú mun kalla á sambærilega þjónustu og þessi samfélög.

Framundan er opnun matvöruverslunar og veitingastaða, uppi eru hugmyndir um húsnæði fyrir íþróttaiðkun ýmiss konar og á undanförnum árum hefur verið hlúð að leiksvæðum fyrir börn, meðal annars með opnun ærslabelgjar og hjólabrautar á framtíðarskólalóð hverfisins ...

Reykjanesbær mun byggja skóla og íþróttahús og einkaaðiliar munu sjá tækifærin við að þjónusta íbúa hverfisins sem munu vonandi geta sótt sér þjónustu að mestu leyti gangandi eða á annan umhverfisvænan hátt. Tækifærin munu svo sannarlega raungerast á Ásbrú með fjölgun íbúa og aukinni athygli bæjaryfirvalda og uppbyggingaraðila. Ásbrú er spennandi hverfi í útjaðri eins stærsta sveitarfélags landsins, með útsýni til allra átta, stutt til útlanda og örstutt til Reykjavíkur.

Fyrsti unglingalandsliðsmaður Grindvíkinga Eyjólfur Guðlaugsson var fyrsti unglingalandsliðsmaður Grindvíkinga og man vel eftir gamla salnum. „Ég man vel eftir mér sem gutti, við vörðum öllum stundum í salnum og spiluðum körfu-, fót- og handbolta. Það voru ekki beint neinar æfingar byrjaðar á þessum tíma og ég byrjaði ekki að æfa körfuknattleik fyrr en ég fór í héraðsskólann á Laugarvatni.

Mestan hluta míns ferils æfði ég í þessum gamla sal og á þaðan góðar minningar en það var mikil bylting að komast í nýja salinn árið 1985, sem nú er orðinn gamli salurinn. Mér líst mjög vel á þennan nýja sal en það er gaman frá því að segja að tveimur árum eftir að við fengum hinn salinn vorum við komnir eftir tvö ár í þessum nýja upp í efstu deild. Hver veit og glæsilega sal, sagði nema eitthvað gott gerist Eyjólfur.

Fyrsti A-landsliðsmaður Grindvíkinga sleit sínum barnskóm s ö mu l e i ð i s í g a m l a salnum við skólann. „Það var alltaf talað um okkur í Grindavík, að við hittum illa af köntunum en værum góðir að skjóta beint á körfuna, völlurinn var svo mjór. Ég var tólf, þrettán ára þegar ég byrjaði að æfa í gamla salnum við skólann og man vel hversu gaman Guðmundur Bragason það var að komast í var fyrsti A-landsliðs- salinn árið 1985 sem var maður Grindvíkinga og nýr þá. Sem betur fer var

ákveðið að byggja nýtt hús en fyrst átti að stækka gamla salinn, það hefði verið glapræði að mínu mati. Framtíð körfunnar í Grindavík er mjög björt með tilkomu þessa salar, það hefði auðvitað verið gaman að hafa salinn eins og Haukahúsið þar sem áhorfendur geta verið allan hringinn en það verður bara þröngt á þingi, þá myndast oft besta stemmningin,“ sagði Guðmundur.

Skipulags- og matslýsing fyrir heildarendurskoðun deiliskipulagsins í Svartsengi í Grindavík Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að kynna skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun deiliskipulagsins í Svartsengi skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Lýsinguna má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 747/2023. Eru þeir sem eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast fyrir 26. nóvember 2023 í gegnum umsagnarkerfi skipulagsgáttarinnar, bréfleiðis til skipulags- og umhverfissviðs á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 eða á netfangið skipulag@grindavik.is Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum varðandi skipulagsgáttina í gegnum netfangið skipulag@grindavik.is. Atli Geir Júlíusson, skipulagsfulltrúi Grindavíkurbæjar

Nýi íþróttasalurinn.


sport

Samt, þegar maður var að spila þá fattaði maður ekki hvað þetta var spennandi leikur. Maður var ekkert að pæla í því, var bara að hugsa um að vinna ...

„Þetta var ekki alveg nógu gott gigg“ – segir Sigurður Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur fyrir yfirstandandi körfuknattleikstímabil Sigurður Pétursson er ungur leikmaður og þykir mikið efni, það var því mikill fengur fyrir Keflvíkinga að hann skildi ganga til liðs við þá fyrir átökin í Subway-deild karla þar sem Keflvíkingum var spáð fimmta sæti en þeir ætla sér stærri hluti í vetur. Víkurfréttum lá forvitni á að vita meira um þennan unga og efnilega körfuboltamann og spurðu hann spjörunum úr. alveg gengið nokkuð vel hingað til. Þetta er misspennandi, sumt er mjög spennandi en annað alveg drepleiðinlegt,“ segir Sigurður um námið. „Mér finnst umhverfisverkfræðin spennandi. Maður er að vinna mikið með allskonar gögn og greina þau, eitthvað sem skiptir í alvöru máli. Núna erum við í frekar almennri verkfræði en á næsta ári, þriðja ári, förum við í að gera eitthvað sérhæfðara, förum að velja okkar sérhæfingu.“

Sigurður byrjaði að leika körfubolta með Haukum í Hafnarfirði.

Elst upp í kringum körfuboltann Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflvíkinga, er faðir Sigurðar og körfubolti hefur haft töluverð áhrif á uppvöxtinn. „Ég ólst upp í Hveragerði til sjö ára aldurs, pabbi var þá að þjálfa Hamar. Síðan fluttum við í Hafnarfjörðinn og ég hef búið þar síðan.“ Hefurðu alltaf verið í körfubolta? „Já, ég hef mætt á tvær fótboltaæfingar – fótbolti er alla vega ekki fyrir mig. Ég hef alltaf verið í körfubolta. Það eru einhvern veginn allir í kringum mig í körfubolta; bróðir minn, pabbi að þjálfa, Kári frændi. Þannig að þetta liggur í genunum. Ég var í Haukunum í yngri flokkunum en skipti svo yfir í Breiðablik þegar ég var á öðru ári í menntaskóla, kláraði yngri flokkana þar og skipti svo yfir í Keflavík núna.“ Sigurður var að byrja á sínu öðru ári í umhverfis- og byggingaverkfræði í Háskóla Íslands. Hann segist ekki hafa verið ákveðinn með það nám sem hann valdi sér en eftir fyrsta árið fann hann að sér þætti þetta skemmtilegt og ákvað að halda áfram. „Þetta hefur

Vill vinna titla á Íslandi og komast í landsliðið Spáðir þú ekkert í að fara út í háskóla? „Nei, ekki í háskóla. Ég stefni frekar á að fara út til Evrópu í atvinnumennsku. Ég fékk einhver tækifæri til þess í sumar en mér leist bara ekki alveg nógu vel á það sem var í boði – þetta var ekki alveg nógu gott gigg.“ Sigurður er einungis 21 árs gamall svo hann hefur nægan tíma til að velta hlutunum fyrir sér og vanda valið. „Kannski vinna einhverja titla hérna á Íslandi og reyna að komast í landsliðið, stökkva síðan eitthvert út,“ segir hann.

Ég komst aldrei í yngri landsliðin fyrr en U20. Þá komst ég í fyrsta skipti inn og átti eiginlega ekki von á því úr því að hafa ekki verið valinn fyrr. Ég bjóst svo sem ekki við að fá að spila neitt en svo spilaði ég slatta ... Þú átt einhverja leiki með yngri landsliðum Íslands, er það ekki? „Ég komst aldrei í yngri landsliðin fyrr en U20. Þá komst ég í fyrsta skipti inn og átti eiginlega ekki von á því úr því að hafa ekki verið valinn fyrr. Ég bjóst svo sem ekki við að fá að spila neitt en svo spilaði ég slatta. Síðan var ég valinn í tólf manna úrtak fyrir A-landsliðið í sumar og fór æfingaferð með því. Svo var ég köttaður út úr hópnum þegar hann fór til Tyrklands en ég er kominn á bragðið og byrjaður að banka á dyrnar hjá landsliðinu.“ Ef við tölum um að vinna titla, hvert er markmiðið í vetur? „Það er náttúrlega að vinna Íslandsmeistaratitilinn og sem flesta titla,“ svarar Sigurður að bragði. „Kannski aðallega Íslandsmeistaratitilinn og kannski líka bikarmeistaratitilinn. Eiga góða tíma og hafa gaman, það er það sem maður kemur til með að líta til baka á. Þetta er geggjaður hópur hér í Keflavík. Ég fór náttúrlega frá Breiðablik og það voru allir góðir vinir mínir þar en þetta eru alveg geggjaðir gæjar. Á pari skemmtilegir.“

Sigurður er góður skotmaður, hér setur þrist hann niður gegn Val fyrr á leiktíðinni. VF/JPK

Talandi um bikarinn þá var þetta rosalegur leikur á móti Njarðvík. Það hefur verið sætt að vinna Njarðvíkingana. „Já, hann var það. Ég hef fengið að heyra það nokkrum sinnum. Sætt að vinna Njarðvík, ég hata

Sigurður og Sylvía Sara, kærastan hans, eru búin að vera saman í fjögur ár.

ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Njarðvík núna eftir að ég gekk í Keflavík,“ segir hann og hlær. „Samt, þegar maður var að spila þá fattaði maður ekki hvað þetta var spennandi leikur. Maður var ekkert að pæla í því, var bara að hugsa um að vinna og svo þegar maður horfir til baka þá var þetta fáránlegur leikur. Sá sem skrifaði handritið – þetta var vel gert.“ Keflavík tapaði svo fyrir Stjörnunni í næsta deildarleik eftir að hafa leitt nánast allan tímann. Sat leikurinn gegn Njarðvík ennþá í ykkur? „Úff, við vorum kannski smá þreyttir en þessi Stjörnuleikur tengdist Njarðvíkurleiknum ekki neitt. Við bara klúðruðum þessu, vorum með þá í tuttugu og átta mínútur og spiluðum mjög illa síðustu tólf mínúturnar. Þetta er bara einn leikur, það má hugsa þetta þannig,“ segir hann að lokum.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 23

„ÞRUMAÐ Á ÞRETTÁN“

Kvennaslagur í tippinu Eva Rut Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og velti Jónasi Þórhallssyni af stalli í tippleiknum um síðustu helgi, æsispennandi leikur sem endaði 9-8 fyrir Evu. Jónas náði að vera á pallinum í þrjú skipti og er því á toppnum í heildarleiknum með 26 rétta. Til upprifjunar, fjórir efstu munu mætast í undanúrslitum þegar tvær umferðir verða eftir af enska boltanum. Þar sem verkfallsdagur kvenna var í síðustu viku, er við hæfi að láta tvær konur mætast að þessu sinni og úr varð að formaður Þróttar í Vogum, Petra Ruth Rúnarsdóttir, er næsti áskorandi. Petra sem þekkt keppnismanneskja, er ekki mætt í leikinn bara til að vera með. „Ég hef verið að tippa undanfarin ár og fyrir þetta tímabil tókum við þrjár að okkur að sjá um þetta fyrir Þrótt, ég, Elísabet Kvaran og Linda Ösp Sigurjónsdóttir. Það var Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar sem startaði þessu fyrir mörgum árum og það hefur alltaf verið virkt starf í kringum tippið í Vogum. Við erum með liðakeppni, það eru 22 lið sem keppa og gaman frá því að segja að kynjaskiptingin er nánast 50/50. Þessi keppni er þannig að allir í hverju liði tippa með sex tvítryggingum. Við látum hvert tímabil vera í níu vikur og erum með lokahóf 25. nóvember en ég náði einmitt að vinna þessa keppni síðasta vor. Það er gaman hjá okkur á laugardögum, þá mæta tipparar í íþróttahúsið, fá sér kaffi og heimabakað og fyrst ég er í tippleik Víkurfrétta í þessari viku lofa ég að baka extra mikið fyrir laugardaginn og hvet alla Vogabúa og fleiri til að kíkja á okkur, fá sér kaffi og með því, hitta annað fólk og prófa að tippa. Annars verð ég að viðurkenna, ég er ekkert límd yfir sjónvarpsskjánum á laugardögum þegar leikirnir eru, ég verð mjög vör við þegar Arsenal er að keppa því maðurinn minn heldur með þeim en sjálf er ég United-manneskja,“ sagði Petra. Eva var hæstánægð með sigurinn á móti Jónasi og er ánægð með að mæta annarri konu. „Ég tippaði mikið hér fyrir nokkrum árum en var hætt en finn að áhuginn er algerlega kominn til baka. Ég fylgdist mjög spennt með á laugardaginn og fyndið, ég taldi

fyrst vitlaust og síðasti leikurinn var á milli Wolves og Newcastle, ég taldi mig þurfa fá Newcastle sigur en sonur minn heldur með Wolves. Sá leikur endaði með jafntefli og ég því ekki með hann réttan svo ég fór að telja rétta leiki með einu merki en svo sá ég að ég hafði talið vitlaust. Var mjög ánægð þegar ég sá að ég hafði unnið Jónas. Ég þekki Petru og var einmitt að hugsa að gaman yrði ef Víkurfréttir myndi hafa tvær konur fyrst kvennafrídagurinn var í síðustu viku. Ég er komin með þvílíkan áhuga á tippinu aftur og ætla mér að reyna endurvekja tippkaffið á laugardögum í Víðishúsinu eins og var hér einu sinni,“ sagði Eva.

Kærustuparið með flest verðlaun

Eva

Seðill helgarinnar

Petra

ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo

Newcastle - Arsenal

ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo

Everton - Brighton Man.City - Bournemouth Brentford - West Ham Burnley - Crystal Palace Sheff.Utd. - Wolves Birmingham - Ipswich Huddersfield - Watford Millwall - Southampton Plymouth - Middlesbro Stoke - Cardiff Swansea - Sunderland W.B.A. - Hull

Kærustuparið Daníel Dagur Árnason og Þórdís Steinþórsdóttir úr voru með flest verðlaun Judofélags Reykjanesbæjar á haustmóti Júdósambands Íslands sem fór fram 14. október.

Daníel vann tvö silfur og Þórdís silfur og brons. Daði Jónsson keppti í þyngsta flokknum og vann verðskuldað silfur. Pamela Ómarsdóttir hneppti bronsið en hún er nýbyrjuð keppandi í U13.

Góður árangur yngri keppenda Judofélagsins Á afmælismóti Júdófélags Reykjavíkur í yngri aldursflokkum þann 21. október sigraði Artur Kopacki allar sínar viðureignir með trompi í U10 -34 kg flokki og hlaut gullverðlaun fyrir vikið. Mikolai og Milosz Dmochowski unnu til silfurverðlauna ásamt Alexander

Wozniak og þær Tíalilja Kristinsdóttir og Pamela Ómarsdóttir unnu til bronsverðlauna. Uppskera Judofélags Reykjanesbæjar því eitt gull, sjö silfur og fjögur brons í þessum tveimur mótum.

Mynd af vef Ungmennafélags Njarðvíkur

Njarðvík og Keflavík kepptu í Burkina Faso Knattspyrnukappar í Burkina Faso kepptu sín á milli íklæddir Njarðvíkur- og Keflavíkurbúningum en þeir höfðu fengið búningana að gjöf frá félögunum. ABC barnahjálp starfar víða og nýverið fóru einstaklingar á þeirra vegum til Burkina Faso í Afríku þar

sem þeir heimsóttu m.a. skóla sem rekinn er fyrir börn í neyð. Þessir sendifulltrúar á vegum ABC barnahjálpar komu við í Njarðvík og Keflavík og fengu búninga að gjöf frá félögunum sem máttu sjá af þeim fyrir gott málefni.

Skemmst er frá því að segja að búningunum var umsvifalaust komið í góð not og þegar hefur farið fram viðureign milli Njarðvíkur og Keflavíkur í Burkina Faso eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Það voru skólabörnin sem nutu góðs af búningunum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Heilsuleikskólinn Heiðarsel-Leikskólakennari Heiðarsel - Starfsmaður í skóla Njarðvíkurskóli - Kennari í heimilisfræði

FÉLAGS- OG FAGGREINAFUNDUR verður haldinn í Krossmóa 4 Reykjanesbæ mánudaginn 6. nóvember kl:18.00. Dagskrá fundarins. Kjaramál - kjarakönnun FIT. Lífeyrismál. Önnur mál. Súpa í boði félagsins.

Stjórnin

Njarðvíkurskóli - Sérkennari eða íslenska sem annað mál Stapaskóli - Kennari á unglingastig Umhverfis- og framkvæmdasvið- Tækjastjórnandi Umhverfismiðstöð - Þjónustufulltrúi Velferðarsvið - Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn


Blandaður úrgangur „Þetta á ekki að fara í blandaðan úrgang,“ heyrði ég sagt ákveðið fyrir aftan mig þar sem ég stóð með glæran plastpoka með vel blönduðum úrgangi á gámastöð Kölku nýlega, lítt árennilegur í drullugum vinnubuxum og það litla hár sem er eftir standandi út í loftið. Í pokanum var allskonar; gamlar bækur, málað og ómálað timbur, rafmagnsnúrur, málning og gömul brauðrist, ásamt einhverju fleiru. Mér, gömlum manninum, fannst ekki hægt að blanda þessum úrgangi betur. Bjó mig undir að fá

skammir fyrir hroðvirknina við flokkuninna, setti upp minn besta aumingjasvip og beið átekta. Til mín kom ung kona með bros á vör og rauk með hendurnar beint ofan í pokann, dró upp brauðristina og spurði: „Hvað er þetta?“ Svarið var augljóst. „Brauðrist,“ svaraði ég heldur skömmustulegur. „Á hún þá ekki að fara í raftæki?“ spurði hún og lét mér eftir að ákveða hvort brauðristin væri raftæki eða blandaður úrgangur. Ég tók ristina og hljóp að litlum gám sem merktur var raftæki. Svona tók

hún hvern hlutinn á eftir öðrum og bauð mér að flokka ruslið. Þrátt fyrir yfirhalninguna við að flokka ruslið þá leið mér vel þegar ég yfirgaf gámastöðina, ég hafði fengið betri skilning á flokkun rusls og ég hafði fengið að kynnast einstakri, þolinmóðri þjónustulund þeirra sem á gámastöðinni vinna. Þar vinna starfsmenn sem örugglega sýna sinn besta mann á hverjum degi, létta manni lífið með skemmtilegu viðmóti og kenna manni um leið mikilvæga hluti við flokkun rusls. Upp í hugann kom

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR ljóðlina Rúnars heitins Júlíussonar. „Það þarf fólk eins þig, fyrir fólk eins og mig.“ Takk fyrir mig starfsfólk Kölku.

Segir hitakatla einfalda og færanlega lausn „Maður hvorki tryggir né tyggur eftir á,“ segir Kjartan Ragnarsson, uppfinningamaður, en strax árið 2020 áður en fyrsta eldgosið reið yfir kynnti hann fyrir forstjórum HS Orku og HS Veitna ásamt bæjarstjórum allra sveitarfélaga á Suðurnesjunum, neyðaráætlun sem hann hafði samið ef eldgos myndi laska starfseminni við Svartsengi í Grindavík. Eins og fram kom í fréttum á mánudag, telur HS Orka sig vera vel í stakk búið varðandi rafmagn á Suðurnesjum ef eldgos hæfist nálægt Svartsengi en erfiðara yrði að takast á við heitavatnsskort og myndi taka sinn tíma að ræsa nýja hitaveitu. Kjartan Ragnarsson er uppfinningamaður og kynnti með tölvupósti fyrir forstjórum HS Orku og HS Veitna, ásamt flestum bæjarstjórum á Suðurnesjunum, drög að neyðaráætlun. Það kemur honum á óvart að tæpum þremur árum og eldgosum seinna, sé ennþá ekki til skotheld neyðaráætlun ef eldgos myndi laska starfsemi hitaveitunnar við Svartsengi í Grindavík.

Þorbjörn er ekki með risvandamál. Það er vísindalega staðfest!

Neyðarstjórn HS Veitna virkjuð

„Tel mig vera með lausnina klára“ Kjartan kynnti hugmyndar sínar í janúar 2020. „Þegar skjálftarnir voru sem mestir í ársbyrjun 2020 fór ég að velta þessum hlutum fyrir mér. Í versta falli gæti lónið og hitaveitan farið undir hraun, þannig þarf að maður hugsa þessi mál. Maður hvorki tryggir né tyggur eftir á. Mesta váin er ef hitaveitan fer, nánast öll okkar hús eru kynt með heitu vatni svo það gefur auga leið að ef eldgos myndi stoppa flæði heits vatns til bæjanna á Suðurnesjum, yrði mikil ringulreið. Þegar ég las fréttirnar í gær [mánudag] varð mér nóg um og vil reyna vekja fólk til umhugsunar um þessa alvarlegu stöðu. Ég fór á stúfana í byrjun árs 2020 og komst í kynni við kínverskt fyrirtæki og tel mig vera með lausnina klára.

Mundi

Þetta er einföld lausn og það sem er kannski best við hana, hún er færanleg. Þetta eru hitakatlar sem gætu verið í hverju byggðarlagi en líklega yrði nóg að hafa þá á Fitjum þar sem Forðatankar af vatni eru til staðar. Þessir hitakatlar myndu tengjast inn á tankana þar og sjá svæðinu fyrir heitu vatni. Grindavík er kannski nokkuð sér á báti þar sem staðsetning bæjarins er nær væntanlegu eldgosi en segjum sem svo að eldgos hæfist við Svartsengi og það yrði heitavatnslaust til Grindavíkur, yrði

hægt að koma þessum hitakatli fyrir hinum megin við Þorbjörn og tengjast inn á vatnstankinn sem er við Þorbjörn, þaðan inn á heitavatnsrörin sem liggja til Grindavíkur. Þessir hitakatlar ganga fyrir olíu, lítið mál yrði að koma tankbíl fyrir hjá hitakötlunum. Þetta er mjög einföld lausn og ég vona að forsvarsmenn HS Orku og HS Veitna opni augun fyrir þessari leið. Ég átti von á meiri viðbrögðum en betra er seint en aldrei,“ sagði Kjartan.

Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum þakkar frábærar móttökur Við erum á Aðaltorgi og síminn hjá okkur er 591-7080

Inflúensubólusetning fyrir áhættuhópa er hafin fyrir skjólstæðinga okkar. • Einstaklingar 60 ára og eldri • Öll börn fædd 1.1.2020–30.6.2023 sem hafa náð sex mánaða aldri þegar bólusett er • Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum • Barnshafandi konur • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan Bólusett er mánudaga til miðvikudaga frá 13.00 til14.00 en Covid örvunarskammtur er í boði á miðvikudögum á milli kl.13 og 14. Æskilegt er að bóka sig í síma 591-7080 Opið er fyrir skráningu á sjukra.is og á eyðublöðum í afgreiðslu okkar Dagvakt er opin alla virka daga frá 8 til 16 fyrir bráð erindi Tímabókanir og lyfjaendurnýjanir í síma 591-7080 Opið hús í inflúensubólusetningar laugardaginn 4. nóvember milli kl. 12:00 og 14:00 Allir velkomnir

Læknismóttaka | Hjúkrunarmóttaka | Ungbarnavernd | Mæðravernd | Bólusetningar

Neyðarstjórn HS Veitna hefur verið virkjuð til að yfirfara viðbragðsáætlanir og fyrirtækið er í samstarfi við almannavarnir, HS Orku og fleiri aðila vegna mögulegra áhrifa á þjónustu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Heita vatnið sem HS Veitur dreifa til viðskiptavina kemur frá HS Orku í Svartsengi og megnið af kalda vatninu kemur frá Lágum, sem eru mitt á milli Svartsengis og Fitja. Raforkan kemur yfir flutningskerfi Landsnets frá Svartsengi, Reykjanesvirkjun og Suðurnesjalínu. Eldgos eða hraunrennsli á óheppilegum stað getur haft veruleg áhrif á afhendingu þessara nauðsynlegu lífsgæða og því verður það samstarfsverkefni þessara fyrirtækja auk almannavarna að halda þessari grunnþjónustu gangandi eins og mögulegt er.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.