www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 39. tbl. 44. árg.

Page 1

Miðvikudagur 18. október 2023 // 39. tbl. // 44. árg.

MEÐAL EFNIS Síða 14

Tugir mála vegna fíkniefna og peningaþvættis Á síðasta ári rannsakaði lögreglan á Suðurnesjum sextíu og níu mál vegna smygls á fíkniefnum, peningaþvættis og flutningi á reiðufé úr landi. Það sem af er þessu ári eru málin orðin fimmtíu og átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Í þessum málum voru sakborningar handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins eða handteknir vegna gruns að vera með illa fengið fé á leið úr landi. Lagt hefur verið hald á 65 kg af kókaíni, 14.000 töflur af oxycontin, 1.800 töflur af contalgin, 100 kg af kannabis, amfetamínbasa og önnur efni sem bönnuð eru hér á landi. Um 60 milljónir kr. í reiðufé hafa verið haldlagðar í aðgerðum tollgæslu og lögreglu. Tolleftirlit í komusal flugstöðvar hefur reynst árangursríkt. Það er síðan í höndum lögreglu að rannsaka mál áfram og leiða í gegnum dómskerfið. Þessu tengt þá sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum árið 2022 í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði átta menn á dag, alla daga ársins. Í ár er talan komin í níutíu og sex, samtals 2.617 dagar, eða um tíu menn á dag það sem af er ári. Í dag sitja tíu menn í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á fíkniefnum.

Jana gefst ekki upp! Á göngum lögreglustöðvarinnar við Hringbraut á mánudag, skömmu eftir að stöðinni var lokað fyrir almenningi. VF/pket

Lögreglustöðinni lokað vegna raka og myglu Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað lögreglustöðinni við Hringbraut í Keflavík vegna raka og myglu. Lögreglustöðinni var skellt í lás í hádeginu á mánudag. Næstu dagar og vika fara í að koma starfseminni sem var á stöðinni við Hringbraut í starfsstöð við Brekkustíg. Reyna á að nota hluta húsnæðisins við Hringbraut áfram, t.a.m. fangageymslur. Þar þarf að tryggja góð loftgæði og aðstöðu fyrir lögregluvakt á meðan fangar eru í húsinu. Framkvæmdasýsla ríkisins gerði úttekt á húsnæði lögreglunnar við Hringbraut. Rannsókn leiddi í ljós

Lögreglustöðin við Hringbraut í Keflavík.

raka í veggjum og gólfum. Þá greindist einnig mygla á þeim stöðum sem sýni voru tekin. Mygla var áberandi á varðstofu lögreglunnar. Þá má vel finna lykt í húsnæðinu sem bendir til þess að þar sé bæði raki og mygla. „Framkvæmdasýsla ríkisins tók út innanrými hússins fyrr á árinu. Niðurstaða þeirrar úttektar er ekki góð. Hér er raki í öllum veggjum og öllum gólfum. Þar sem sýni voru tekin kemur í ljós mygla. Það eru góð ráð dýr og ekkert annað fyrir mig að gera en að huga að öryggi minna starfsmanna. Einhverjir í mínu liði og þeir sem eiga hér vinnustað hafa kvartað undan óþægindum í einhvern tíma. Ég er aftur á móti sannfærður um það að þetta hús sé búið að vera í slæmu ásigkomulagi mjög lengi og þar ræður væntanlega bara mjög lélegt viðhald og ekki brugðist við þegar þess hefur þurft. Nú stend ég frammi fyrir því að flytja starfsemi úr lögreglustöðinni og þetta er ekki alveg vandalaust,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Víkurfréttir. Nánar á vef Víkurfrétta, vf.is. Þar má m.a. horfa á sjónvarpsviðtal við Úlfar Lúðvíksson um málið.

Síða 4

Ræturnar liggja djúpt Síða 8

Ógeðslega spennandi hrollvekja Apptilboð - afsláttur í formi inneignar

NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM HORFÐU Á ÞÁTTINN Á VF.IS

19–22. október

Allt hakk

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Suðurnesin hafa alla burði til að verða eins og Kísildalurinn n Dómsmálaráðherra bjartsýnn á framtíð Suðurnesja. n Tölvuleikjagerð orðin risastór atvinnugrein. n Glæsilegasta bráðamóttaka landsins. „Ég er sannfærð um að Suðurnesin hafa alla burði til að geta orðið vagga nýsköpunar og tækni hér á landi, rétt eins og Kísildalur í Bandaríkjunum,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, þegar hún ávarpaði aðalfund Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á laugardaginn. Páll Ketilsson pket@vf.is

Ráðherra sem jafnframt er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis sagði að með sama hætti og Kísildalurinn varð til vegna byggðalegrar framsýni og einstaklingsframtaks, gæti Ásbrú og Suðurnesin eflst og orðið hreiður hátækni, miðstöð sérhæfingar í hugbúnaði, gervigreindar, gagnavinnslu, tölvuleikjagerðar, matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og hvers sem okkur dettur í hug.

„Það er ótúlegt en satt en tölvuleikir eru orðnir stærri en kvikmynda-, íþrótta og tónlistargeirarnir til samans. Bara hér á landi starfa á fjórða hundrað manns nú þegar við tölvuleikjagerð. Eins og ein stóriðja! Og hér á Suðurnesjum er eina sérhæfða námsbrautin í tölvuleikjagerð. Á undanförnum árum hafa stórkostlegir hlutir gerst sem renna stoðum undir það að þessi framtíðarsýn er að verða að veruleika. Grænir iðngarðar eru að rísa þar sem áður stóð til að bræða málm! Í nýliðinni kjördæmaviku fórum við þingmenn kjördæmisins hér um og

kynntum okkur framtíðaráætlanir grænna iðngarða í Helguvík. Það

var stórkostlegt að upplifa þann kraft sem þar er að finna og heyra

Hlutfallslega mest íbúafjölgun á Suðurnesjum

Vilja hagkvæmari Aðventugarð

Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. október. Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa.

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt fjárheimild upp á níu og hálfa milljón króna fyrir rekstur Aðventugarðsins og verður fjárheimildin sett í viðauka við fjárhagsáætlun 2023. Bæjarráð leggur jafnframt til að kannað verði hvort hægt er að finna hagkvæmari leiðir við verkefnið.

vf is

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. VF/pket.

að nú þegar er búið að skrifa undir leigusamning við fyrsta fyrirtækið. Tækifæri okkar til vaxtar í þessum geira eru gríðarleg. Við þurfum hér eftir sem hingað til að sýna frumkvæði, djörfung og pólitískan vilja,“ sagði Guðrún. Ráðherra sagði einnig að að eitt af helstu áherslumálum þingmanna kjördæmisins væri að tryggja og bæta heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Því væri það gleðiefni að gerðar hafi verið mikilvægar umbætur með opnun einkarekinnar heilsugæslu sem opnaði í september. „Þá er búið að ráðast í miklar endurbætur á Sjúkradeild HSS og ný bráðamóttaka tekin í notkun með fullkomnustu tækjum sem völ er á. Er nú hægt að fullyrða að glæsilegasta bráðamóttaka landsins er nú í Reykjanesbæ,“ sagði ráðherra.

Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingum fjölgar hægast á Suðurnesjum. Þeir eru 3.718 talsins og hefur fjölgað um 57 frá 1. desember 2022 eða 1,6%. Í Sveitarfélaginu Vogum voru íbúarnir 1.543 þann 1. október. Fjölgunin er 149 manns frá 1. desember 2022 eða 10,7% eins og áður segir.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Margrét GK 9 var rækilega bundin niður á flutningaskipið fyrir ferðalagið frá Tyrklandi til Helguvíkur. VF/Hilmar Bragi

Margrét GK 9 kom með flutningaskipi frá Tyrklandi Nýr stálbátur sem smíðaður var fyrir Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Tyrklandi, og verður afhentur Stakkavík í Grindavík, kom með flutningaskipi á mánudag til Helguvíkurhafnar. Nýja skipið verður klárað í skipasmíðastöðinni á næstu vikum og afhent nýjum eiganda þegar búið verður að ganga frá ýmsum búnaði í því. Nýja skipið sem minnir á veglegt straujárn hefur fengið nafnið Margrét GK 9. Að sögn Þráins Jónssonar hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur sem hannaði skipið, segir að það hafi fengið „far“ með flutningaskipi sem er á leið frá Tyrklandi til Bandaríkjanna. Þegar „straujárnið“ verður komið í húsnæði skipasmíðastöðvarinnar tekur við frágangs vinna sem áætlað er að taki sex vikur, m.a. verður ýmis búnaður settur á dekk eins og krabbavélar, kæling og fiskvinnslubúnaður. Margrét GK verður hvít að lit, eins og flest straujárn.

Forráðamenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur voru á kajanum í Helguvík á mánudaginn þegar Víkurfréttir smelltu mynd af þeim. „Stakkavíkurstraujárnið“ virkaði ekki stórt á flutningaskipinu. VF/pket.


100% RAFMAGNSBÍLL

TOYOTA bZ4X

Verð frá: 7.350.000 kr. KINTO ONE Langtímaleiga. Verð frá: 166.000 kr.

Toyota Reykjanesbæ – Njarðarbraut 19 – 420 6600

SPORLAUS

3+4 ÁBYRGÐ

ÁRA ÞJÓNUSTA

VEGAAÐSTOÐ

Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Fyrirvari við 7 ára ábyrgð: Ökutækinu skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. 7 ára ábyrgð gildir eingöngu um bíla sem fluttir eru inn af Toyota á Íslandi ehf. Birt með fyrirvara um villur. 12 mánaða vegaaðstoð fylgir öllum nýjum Toyota-bílum.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Ræturnar liggja djúpt

Bergur Daði Ágústsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fjármálum og reikningshaldi hjá Samkaupum.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar ræddi stöðu mála í að setja niður gervigrasvöll í Suðurnesjabæ á síðasta fundi sínum og mikilvægi þess að fá bætta aðstöðu fyrir íþróttir í Suðurnesjabæ. Í afgreiðslu ráðsins segir að ungmennaráð vill hvetja bæjarstjórn til að setja í forgang að taka ákvarðanir til að hægt sé að hefja vinnu á gervigrasvelli í Suðurnesjabæ eins fljótt og unnt er.

Samkaup hefur lengi verið ein meginstoða atvinnulífs á Suðurnesjum og hefur haft það að leiðarljósi að vera bakhjarl mannlífs og menninga á Suðurnesjum. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs hjá Samkaupum, segir að ástæðuna vera djúpar rætur fyrirtækisins á svæðinu. „Kaupfélag Suðurnesja er stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins og þess vegna er það stefna okkar að halda höfuðstöðvunum hér, svo dæmi sé tekið. En fleiri kaupfélög eru líka hluthafar í Samkaupum og ég held að arfleifð kaupfélaganna og þeirrar samfélagshugsunar sem þau endurspegluðu hafi ennþá áhrif á okkur sem störfum hjá Samkaupum.“

Ábyrgur samfélagsþegn Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. „Hluti af starfsmannastefnu Samkaupa er að ráða starfsfólk okkar úr nærumhverfi verslana og höfuðstöðvum félagsins, því það er mikilvægt að skapa atvinnutækifæri í nærsamfélaginu. Margir af stjórnendum Samkaupa hafa byrjað á verslanagólfinu. Hjá Samkaupum hefur myndast sú menning að hæglega er hægt að vinna sig upp með því að standa sig vel. Félagið er í dag skipað

mjög færu fólki, meðalstarfsaldur er langur og algengt að fólk vinni hjá félaginu í tugi ára í ólíkum stöðugildum. Samkaup býður upp á tækifæri fyrir starfsfólk sitt að þróast í starfi innan félagsins í samræmi við metnað, hæfni og kunnáttu.“ Nefnir hún sem dæmi nýjustu ráðninguna inn á skrifstofu Samkaupa, en Bergur Daði Ágústsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fjármálum og reikningshaldi hjá Samkaupum. Hann mun vinna náið með starfsfólki fjármálasviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Bergur er þó ekki að stíga sín fyrstu skref hjá fyrirtækinu, því hann hefur síðustu þrjú sumur, eða frá árinu 2021, unnið sem bókari í sumarstarfi hjá Samkaupum. Þá er Bergur Keflvíkingur í húð og hár og starfar einnig sem dómari í bæði fót- og körfubolta.

Fólk fær stuðning „Við erum því mjög ánægð með ráðningu Bergs Daða að geta haldið góðum Suðurnesjamanni áfram á Suðurnesjum. Við höfum

Bæjarstjórn setji gervigras í forgang

Rekstrarniðurstaða neikvæð um 64 milljónir króna í Vogum

verið mjög ánægð með störf hans í bókhaldinu og það er mikill fengur að fá Berg Daða inn sem fastráðinn starfsmann á fjármálasvið og við erum spennt að sjá hann dafna í starfi,“ segir Heiður Björk. Samhliða störfum mun Bergur klára nám í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík með stuðningi frá Samkaupum til að sinna náminu á vinnutíma með fullum sveigjanleika. „Samkaup leggja ríka áherslu á að styðja

starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar og er eitt af megin markmiðum fyrirtækisins að starfmenn Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar á tækifæri til frekari starfsþróunar. Við erum stolt af þessari stefnu okkar og af þeirri staðreynd að Samkaup er vinnustaður sem fólk líður greinilega vel hjá og vill starfa lengi hjá okkur.“

Þrátt fyrir ýmis jákvæð teikn á lofti í rekstri Sveitarfélagsins Voga samhliða fólksfjölgun var rekstrarniðurstaða neikvæð um 64 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í sex mánaða rekstraryfirlit frá KPMG sem lagt var fyrir bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Tekjur voru 7% hærri en áætlað var sem er í takt við aukna fólksfjölgun en íbúum hefur fjölgað um 10% það sem af er ári. Verðbólga og kostnaðarhækkanir hafa aftur á móti töluverð áhrif á afkomu á fyrstu sex mánuði ársins en rekstrargjöld reyndust 9% hærri og fjármagnsliðir 10% neikvæðari en áætlað var. Veltufé frá rekstri er þó nokkuð hærra en áætlað var og nam 48 milljónum króna eða sem samsvarar 5% af tekjum samanborið við 4% samkvæmt áætlun.

Almannavarnafulltrúi ráðinn Almannavarnafulltrúi mun taka til starfa innan embættis Lögreglunnar á Suðurnesjum. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum síðasta laugardag. Ráðherra sagði að fram hafi komið áhyggjur af því að á svæðinu sé ekki starfandi almannavarnafulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, sér í lagi í ljósi tíðra almannavarnaraðstæðna sem komið hafa upp síðustu ár. „Ég hef meðtekið þær áhyggjur og deili þeim með ykkur. Ég fæ því að deila þeim ánægjulegu fregnum með ykkur að í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur málið verið leyst og til starfa mun taka almannavarnafulltrúi hjá embættinu. Er það nú þegar í ferli,“ sagði Guðrún á fundinum.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

JÓN VILHELM EINARSSON húsasmíðameistari Suðurgötu 13, Keflavík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. október klukkan 13. Helga María Pálsdóttir Bogi Þór Jónsson Stefanía Birna Jónsdóttir Eiríkur Loftsson Atli Geir Jónsson afa- og langafabörn

Á fundinum var formlega opnuð vefsíðan sudurnes.is – Velkomin til Suðurnesja.

Vel heppnaður samráðsfundur Velferðarnets Suðurnesja Velferðarnet Suðurnesja hélt vel heppnaðan samráðsfund 5. október 2023. Fulltrúar sveitarfélaganna, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisstofnana á Suðurnesjum fóru yfir farinn veg og framtíð verkefnisins. Til fundarins mætti starfsfólk fyrrnefndra aðila sem hefur tekið þátt í mótun Velferðarnetsins, auk þess mættu stjórnendur og kjörnir fulltrúar á fundinn. Velferðarnet Suðurnesja er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnana sem eru í beinni þjónustu við íbúa á Suðurnesjum, þ.e. Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, lögreglunnar, sýslumanns og Vinnumálastofnunar. Fundurinn var ákveðin uppskeruhátíð verkefnisins sem hefur verið í þróun og framkvæmd síðastliðin tvö ár. Mikið hefur áunnist í verkefninu á þeim tíma og dýrmætt tengslanet myndast á milli þeirra átta þátttökustofnana Velferðarnetsins.

Meginmarkmið Velferðarnets Suðurnesja er að þróa opinbera þjónustu á Suðurnesjum með það fyrir augum að hún taki enn betur mið af íbúum svæðisins og sé sem best samþætt á milli þjónustuveitenda og faghópa. Ljóst var af niðurstöðum fundarins að mikill vilji er fyrir því að halda verkefninu áfram og innleiða það enn frekar. Með samstarfinu verði boðleiðir á milli starfsstöðva og faghópa styttri, verkefnið auki starfsánægju þeirra sem starfa á opinberum vettvangi í þágu íbúa og sé þannig íbúum til heilla.

Heildarávinningur verkefnisins er því mikill fyrir íbúa, stofnanir og starfsfólk. Á fundinum var formlega opnuð vefsíðan sudurnes.is – Velkomin til Suðurnesja. Velkomin til Suðurnesja er samræmd móttaka nýrra íbúa á Suðurnesjum. Markmiðið er að nýir íbúar upplifi sig velkomna, þeir séu upplýstir um helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu og verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu. Vefsíðan er í stöðugri þróun og mun verða þýdd á ensku innan skamms. Það er von Velferðarnets Suðurnesja að síðan komi íbúum, starfsfólki sveitarfélaga og ríkis sem og starfsmönnum fyrirtækja á svæðinu að góðum notum.


HAFÐU ÞAÐ EXTRA GOTT Á

HREKKJAVÖKU

Á meðan birgðir endast

OPIÐ 24/7 HAFNARGATA 51, 230 KEFLAVÍK


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sorptunnuvinna Sigurvonar I M T R A L R A K R U Ð Ú R H Ö R É L L U R Ö F R I D N U N gaf af sér tvö fjórhjól

ORÐALEIT

Finndu tuttugu vel falin orð

G F Í Æ F T S Á R A T A M F A E A M T É S T P U K L Á G T L R I L X A T L A G A T Ö K A L I T P A T T M Ú L T Ó J L A Þ T G Æ T L G O É A A Ö L Æ D Ó O L V P A É I R R T G U M Ú R K N R Ö V M I R B T A L B M U S É O R M A R O R K T S O R B A A Ó L S B L K H A U T A R O M G H Á G L A K E T D S A K Ð Ú A É T A Ó B L M U P E D B T K R Ó U R U Ð Ó J R A T N L A S Æ B R T I P R A V R U D N E E L D S U M B R O TAT Í M I BRIMVÖRN Ö R L ÁT U R VÖMB AT L A G A E N D U R VA R P I HRÚÐURKARLAR H U M ÁT T VA LTA SKÚMASKOT

LÓA M AT U R H A U S TA R KJÖTBOLLA M ATA R Á S T RUGLAR HNALLÞÓRUBOÐ UNDIRFÖRULL ORMAR RJÓÐUR

el! Gangi þér v

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín? Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Rétturinn

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

Opið:

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

11-13:30

alla virka daga

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

Félagar í Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði ákváðu að gefa sér afmælisgjöf í tilefni af 95 ára afmæli björgunarsveitarinnar um þessar mundir. Keypt voru tvö fjórhjól til sveitarinnar. „Með gríðarlega öflugri liðsheild tókst okkur að safna fyrir þessum hjólum í sumar og munar þar mest um tunnuverkefnið okkar,“ segir á fésbókarsíðu sveitarinnar. Sigurvon tók í sumar þátt í því að setja saman og dreifa nýjum sorptunnum á Suðurnesjum. Afraksturinn af þeirri vinnu fór m.a. í að kaupa fjórhjólin. Sigurvon 4 og Sigurvon 5 eru fjórhjól af gerðini Can-Am Outlander MAX XT-P 1000 T. Hjólin höfðu viðkomu hjá Fjöltaki í Grindavík og fengu þar aukarafmagn og merkingar.

„Það er ekki nokkur vafi að nýju hjólin eiga eftir að nýtast okkur vel á komandi árum,“ segir í tilkynningu Sigurvonar.

Líkur hafa aukist á að nýr kvikugangur myndist Merki um landris á Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla-Hrút lauk í byrjun ágúst í sumar. Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Frá þessu greinir Veðurstofa Íslands. Nýjustu GPS-mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu. Líkurnar á því að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa aukist og getur sú þróun átt sér stað á næstu vikum eða mánuðum. „Fyrstu líkön sem keyrð hafa verið út frá gervihnattagögnum

VF/Ingibergur Þór Jónasson

benda til þess að þensluna megi rekja til kviku sem er að safnast fyrir á um 10 km dýpi. Það ferli

sem er í gangi núna er sambærilegt því sem sést hefur í aðdraganda fyrri kvikuinnskota í Fagradalsfjalli. Enn fremur sýna gögn að hraði á aflögun hefur aukist síðustu vikur,“ segir í færslu á vef Veðurstofu Íslands. Líkurnar á því að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa aukist og getur sú þróun átt sér stað á næstu vikum eða mánuðum. Þetta myndi valda skjálftavirkni þegar kvika brýtur sér leið í gegnum stökka hluta jarðskorpunnar sem gæti endað með eldgosi.

Bilanir og bátasmíði Jæja, loksins er maður heima hjá sér að skrifa pistil, ekki á flakki eins og ég er svo oft þegar ég skrifa þessa pistla. Október er orðinn hálfnaður og það sem af er hefur veiðin verið góð hjá bátunum. Stóru línubátarnir eru bæði á veiðum fyrir norðan og austan landið. Páll Jónsson GK og Sighvatur GK eru báðir komnir með svipað mikið, Páll með 294 tonn í tveimur róðrum og Sighvatur með 283 tonn í tveimur róðrum. Báðir mest með yfir 150 tonn í einni löndun og báðir að landa á Djúpavogi. Fjölnir GK kom til Seyðisfjarðar og síðan Skagastrandar og hefur landað alls 236 tonnum í þremur róðrum. Valdimar GK er með 195 tonn í tveimur róðrum en kom reyndar bilaður til Neskaupstaðar og bilunin var það mikil að Þorbjörn ehf. sendi frystitogarann Tómas Þorvaldsson GK austur til þess að sækja bátinn og var Valdimar GK dreginn suður til Hafnarfjarðar. Þaðan fór Valdimar GK til Njarðvíkur en kom í ljós að kúpling hafði bilað og reyndar er ekki vitað alveg með vissu hvort bilunin sé stærri en bara kúplingin. Reyndar var Valdimar GK ekki eini báturinn sem kom bilaður í land því að Jóhanna Gísladóttir GK kom til Grindavíkur eftir mikinn brælutúr. Togarinn hafði verið á veiðum við austurlandið í vitlausu veðri og kom til Grindavíkur með aðeins um 45 til 50 tonna afla. Rótor í einu spilinu bilaði sem gerði það að verkum að þeir urðu að hætta veiðum og sigldu til Grindavíkur. Ansi löng sigling, eða um 27 klukkutímar. Það var nú reyndar ekki þannig að allt væri að bila því þann 16. október kom skipið Spiekeroog til

Margrét GK 9 kom til landsins á mánudaginn. VF/Hilmar Bragi AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Helguvíkur. Þetta skip var smíðað árið 2013, 108 metra langt og 16,7 metrar á breidd. Skipið var á leið frá Tyrklandi til Ameríku með sement og var ákveðið að láta skipið skjótast smá rúnt með nýjan bát því um borð var báturinn Margrét GK 9 sem Stakkavík ehf. var að láta smíða fyrir sig. Skrokkurinn er smíðaður í Tyrklandi en allt annað; tækjabúnaður, íbúðir, allt á dekkið, eins og línubúnaður, fiskvinnsluvélar og fleira, verður sett í bátinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Nýja Margrét GK er um fimmtán metra löng og 30 tonn af stærð og mun áhöfnin á Óla á Stað GK en þar er Óðinn Arnberg skipstjóri, færast yfir á Margréti. Þessi smíði er nokkuð merkileg því mjög er langt síðan stálbátur var smíðaður á Íslandi, eða kláraður hérna á landinu. Því er báturinn í raun ekki nýsmíði hérna á landi því skrokkurinn er smíðaður erlendis.

Annað er merkilegt við Margréti GK 9 en það er að þetta verður fyrsti stálbáturinn af minni gerðinni sem er smíðaður til veiða með línu. Svo til allir bátanna sem eru upp að 30 tonnum, eða um fimmtán metra langir, eru smíðaðir úr plasti. Kannski að síðasti báturinn sem var smíðaður úr stáli hafi verið báturinn Sigurður Einar RE 62 sem átti sér stutta sögu á Íslandi, í aðeins þrjú ár. Sá bátur var seldur til Færeyja um haustið 2003 og er ennþá gerður út þar á línu. Kannski má segja að síðasti báturinn sem var smíðaður hérlendis sé bátur sem var lengi í slippnum í Njarðvík. Sá skrokkur var smíðaður í Noregi, kom til landsins um 1985 og lá í slippnum í Njarðvík í rúm tíu ár. Báturinn gekk undir nafninu Búsi SN 7 en þessi skrokkur varð aldrei að neinum báti heldur fór hann aftur út, líklegast til Noregs. Ef við horfum einungis á nýsmíði stálbáta á Suðurnesjum þá voru nokkrir stálbátar, um tíu til fimmtán tonn af stærð, smíðaðir hjá Vélsmiðju Olsen í Njarðvík og líklegast eru það síðustu stálbátarnir sem voru alveg smíðaðir á Suðurnesjum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


3 FYRIR 2

19.-25. október

AF ALLRI INNIMÁLNINGU ÞÚ FÆRÐ 3 DÓSIR EN GREIÐIR AÐEINS FYRIR 2 DÝRUSTU

-20%

AF ÖLLUM BLÁUM BOSCH VERKFÆRUM

-25%

-25%

-25% AF ÖLLUM HERHOLZ INNIHURÐUM

AF ÖLLUM BAÐINNRÉTTINGUM

-25%

-30%

-25%

AF ÖLLUM PLASTKÖSSUM

AF ÖLLUM STÁLVÖSKUM

AF ÖLLU HARÐPARKETI

-25%

-30%

AF ÖLLUM STURTUKLEFUM

AF ÖLLUM JKE INNRÉTTINGUM

-25%

-20%

AF ÖLLUM *gildir ekki af bláum Bosch RAFMAGNSVERKFÆRUM*

AF ÖLLUM SNICKERS VINNUFÖTUM

AF ÖLLUM PLASTHÚÐUÐUM ÞILJUM

-25% AF ÖLLUM HÁÞRÝSTIDÆLUM

-25%

AF ÖLLU VIÐARPARKETI

-25%

AF ÖLLUM SALERNUM

-25% AF ÖLLUM STURTUÞILUM

-30% AF ÖLLUM FLÍSUM


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

EINAR ÁSKELL OG SÆNSK VINABÆJARMENNING Í GRINDAVÍK

n Þrjá sýningar opnaðar sama daginn

Það var mikið um dýrðir í Grindavík föstudaginn 13. október en þá kíktu m.a. nokkrir Svíar og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn. Þekktastur Svíanna er eflaust barnabókapersónan Einar Áskell en sýningin 50 ár af Einari Áskeli, var sett upp í bókasafni Grindvíkinga við grunnskólann en auk þess voru opnaðar tvær sýningar í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Á sýningunni í bókasafninu var spjald með Einari og pabba hans og það voru ófá grindvísk börnin sem létu þetta tækifæri ekki úr greipum sér ganga og fengu mynd af sér með hetjunni sinni. Sýningin var sett upp af bókasafni Norræna hússins í samvinnu við sænska sendiráðið. Í fyrra voru 50 ár síðan fyrsta bókin kom út um Einar Áskel, árið 1972. Sýningin var formlega opnuð með ávarpi Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannssonar. Boðið var upp á veitingar í anda Einars Áskels og ömmu hans.

Þegar Einar Áskell hafði lokið sér af, fóru gestir í Kvikuna en þar var sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi, opnuð. Þessi sýning hefur ferðast á tólf listasöfn víðsvegar um landið frá haustinu 2022 og mun enda í Svíþjóð árið 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi. Sýningin var sett upp til að minnast þess að liðin eru 250 ár frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns, Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander. Hann var alltaf kenndur við bæinn Piteå í Svíþjóð en bærinn hefur verið vinabær Grindavíkur

síðan 1978, það var ástæða þess að sýningin endaði í Grindavík. Samhliða henni opnaði sýningin Paradise Lost - Daniel Solander’s Legacy, sem ætlað er að minnast ferða Solanders til Kyrrahafsins árið 1769. Eru þar sýnd verk tíu listamanna frá Kyrrahafssvæðinu en Solander var í áhöfn HMS Endeavour í fyrstu ferð Evrópumanna til Ástralíu. Grindavíkurdætur fluttu nokkur lög og Grindavíkurbær bauð upp á ljúffengar veitingar. Voru allir alsælir með hvernig til tókst. Myndirnar tala sínu máli.

ÓGEÐSLEGA SPENNANDI HROLLVEKJA

SKÓLASLIT 3: Öskurdagur er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugarfóstur kennsluráðgjafa á Suðurnesjum og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. Á hverjum virkum degi í október mun birtast einn kafli úr sögunni ásamt myndlýsingu Ara Hlyns Guðmundssonar Yates inni á skolaslit.is. Þar er einnig hægt að hlusta á kaflana. Sagan er sögð með miðstig grunnskóla í huga en er í raun fyrir alla sem þora. Sagan nær svo hámarki þann 31. október.

Aldrei verið eins spennt

Ein af myndum Ara Yates úr nýjustu sögunni. „Við erum komin í gang aftur og erum í raun að ljúka þessu ferðalagi með Skólaslitum 3 í þessari frábæru seríu. Þetta fer vel af stað í ár líkt og undanfarin ár. Við vitum svo sem út í hvað við erum að fara. Það er hrollvekja og hún gerist hér á svæðinu. Okkar krakkar í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hafa að einhverju leyti áhrif á framgang sögunnar,“ segir Anna Hulda Einarsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ. Sagan er eins og áður skrifuð af Ævari Þór Benediktssyni og Ari Yates myndskreytir en hann teiknar mynd fyrir hvern einasta kafla sögunnar.

„Þetta er bara ógeðslega spennandi og við í Fjörheimum höfum aldrei verið eins spennt og við erum núna. Við ætlum að halda draugahúsið sem við vorum með 2021 aftur og ég held að ég geti fullyrt að þetta verður stærsta draugahús samtímans,“ segir Ólafur Bergur Ólafsson, tómstundaleiðbeinandi Fjörheima og 88 Hússins. „Október er undirlagður í skólunum okkar og einnig í Fjörheimum,“ segir Anna Hulda og Ólafur Bergur bætir því við að það sé búið að halda vampíruvöfflukvöld og vera með blóðsósuskreytingar. „Þetta er bara geggjað verkefni og gaman að fá að ljúka því með þessum hætti og það er mikil stemmning í öllum sem taka þátt“. „Það er skemmtilegt að þetta er hrollvekja. Það eru uppvakningar og allskonar skemmtilegt en það er líka verið að taka á málefnum líðandi stundar eins og samskiptum, vináttu, hinseginleikinn kemur við sögu og bara fjölbreytileikinn í allri sinni frábæru mynd. Það eru allskonar málefni sem eru tekin til umfjöllunar í sögunni og frábært tækifæri fyrir kennara, foreldra, starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar og í raun alla til að taka þátt í,“ segir Anna Hulda. Ólafur Bergur bætir við að þetta sé geggjað verkefni og

það sé gaman að segja frá því að Fjörheimar eru að fara af stað með Halloween- eða skólaslitaklúbb sem ætlar að skipuleggja draugahúsið sem verður opið 31. október. „Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í honum geta kíkt til okkar í Fjörheima á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá 18:30 til 20:00. Það verður stór hópur ungmenna úr 8. til 10. bekk sem mun setja upp þetta draugahús. Í hitteðfyrra mættu í kringum 2.000 manns úr Reykjanesbæ og af Suðurnesjum. Ég veit einnig til þess að það kom fólk af höfuðborgarsvæðinu í heimsókn. Þetta draugahús er risaverkefni inni í öðru risaverkefni sem Skólaslit 3 eru,“ segir Ólafur Bergur. Anna Hulda segir að hver skóli fyrir sig sé svo með sérstök verkefni tengd sögunni frá degi til dags. „Það er líka svo gaman að þetta er sagan okkar og hún gerist á okkar svæði. Það sem komið er af sögunni í ár gerist í flugstöðinni, þannig að við þekkjum sögusviðið og getum tengt vel við það“. Ein af myndum Ara Yates úr nýjustu sögunni.

Ólafur Bergur Ólafsson og Anna Hulda Einarsdóttir. VF/Hilmar Bragi

Ólafur Bergur segir að það sé örugglega gaman fyrir krakkana að sjá sitt samfélag í sögunni.

Fengu tækifæri til að hafa áhrif á söguna Ævar Þór Benediktsson heimsótti alla skólana á Suðurnesjum í september áður en hann hóf að skrifa söguna. Hann sagði frá Skólaslitum 3 og gaf nemendum sem hann talaði við tækifæri á að koma með hugmyndir inn í söguna. Í tengslum við söguna í ár vann unglingaráð Fjörheima stiklu eða myndband með vísun í söguna. Unglingaráðið hefur jafnframt komið að myndbandagerð fyrir tvær fyrri skólaslitasögurnar. „Stiklan í ár er einstaklega hrollvekjandi og alveg á heimsmælikvarða,“ segir Ólafur Bergur og hann segir að ungmennin í Fjörheimum séu algjörir snillingar.

„Við erum mjög stolt af þeim og við erum líka þakklát að fá að taka þátt í þessu verkefni sem brýtur upp október á skemmtilegan hátt“. Anna Hulda segir að þetta verkefni um Skólaslit komi til með að setja mark sitt á október um komandi ár. Skólaslitum sé ekki lokið þó svo það komi ekki ný saga á næsta ári. Skólarnir eigi þessa sögu og geta unnið með hana með nýjum árgöngum á næstu árum. „Þetta er eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Anna Hulda. Nánar er fjallað um Skólaslit 3 á vf.is og sjá má viðtal við Önnu Huldu og Ólaf Berg í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

SKÓLASLIT 3 Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is



10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Píeta samtökin hafa verið starfandi frá árinu 2018 en samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Píeta samtökin eru með stuðningsfund einu sinni í mánuði í Keflavíkurkirkju, þriðja mánudag hvers mánaðar klukkan 17:30. Víkurfréttir hittu Benedikt Guðmundsson, einn stofnanda Píeta samtakanna, og sr. Fritz Má Jörgenson, sóknarprest í Keflavíkurkirkju, til að fræðast um starfið sem fer fram í kirkjunni. „Píeta samtökin eru að írskri fyrirmynd en fyrir nokkrum árum hitti ég írska konu sem kynnti mig fyrir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi,“ segir Benedikt. „Ég ásamt góðum hóp fólks byrjuðum um 2014 að undirbúa stofnun samtakanna sem voru svo formlega stofnuð 2016 og starfsemin hófst 2018.“ Á heimasíðu Píeta samtakanna kemur fram að boðið er upp á viðtöl og stuðningshópa fyrir átján ára og eldri. Píetasíminn 552-2218 er opinn allan sólarhringinn og þá er einnig bent á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112. Benedikt leiðir stuðningshópinn sem hittist í Kapellu vonarinnar í Keflavíkurkirkju, hann þekkir sjálfur vel til sorgarinnar og að takast á við missinn eftir sjálfsvíg en sonur hans tók eigið líf árið 2006, þá einungis 22 ára gamall. „Við byrjuðum með þennan stuðningshóp hér í kirkjunni í fyrra og hittumst einu sinni í mánuði. Við erum svo heppin að vera með Benedikt Guðmundsson, sem er einn af stofnendum Píeta samtakann, og hann leiðir þessar stundir hjá okkur. Í rauninni gengur þetta út á að fólk kemur hér og hitti jafningja sína sem hafa reynslu af því að fást við þá sorg og þær tilfinningar sem fylgja því að hafa misst ástvin í sjálfsvígi,“ segir sr. Fritz og bætir við að það hafi líka komið fólk sem á aðstandendur sem eru í sjálfsvígshættu en ekki tekið eigið líf. „Því fylgir líka mikil tilfinngaleg óvissa og endurtekin sorg, því þú ert alltaf á milli vonar og ótta.“

„Starf okkar felst m.a. í því að styðja styðja fólk með sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og aðstandendur þeirra,“ segir Benedikt. „Einnig aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Hingað eru allir velkomnir sem þurfa á stuðningi okkar að halda og engum er vísað frá.“ Píeta samtökin vinna einnig í forvörnum og að fræða almenning um málefnið. Samtökin eru rekin á styrkjum, aðallega frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum en ríkið leggur málefninu einnig lið. Hlutur ríkisins mætti vera meiri en á Íslandi eru sjálfsvíg t.a.m. hæsta dánarorsök karla á aldrinum átján til 29 ára. Sr. Fritz bendir á að á árunum 2011 til 2020 voru að meðaltali 31 sjálfsvíg hjá körlum og níu hjá konum. „Hér falla nærri fjörutíu manns að jafnaði á ári hverju fyrir eigin hendi. Ef við sæjum þær dánartölur í umferðarslysum er ég hræddur um að við sæjum stjórnvöld leggja út í alls kyns úrbætur á vegakerfinu. Píeta samtökin eru að veita alls kyns úrræði fyrir aðstandendur, og það er eitthvað sem fólk fær upplýsingar um hér, en það er fyrst og fremst samtalið. Það er ótrúlega dýrmætt að geta deilt reynslu, styrk og vonum í þessu og átta sig á að það sé líf eftir svona mikla sorg. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa það að sorgin fer ekki neitt – en það er hægt að lifa með henni,“ sagði sr. Fritz að lokum.

Ívar Snorri Jónsson er átján ára nemandi á listnámsbraut í FS. Hann er áhugasamur um tónlist og stefnir á að útskrifast til að enda ekki betlandi á götum bæjarins. Ívar er FS-ingur vikunnar. Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Einfalda lífið og æskan sjálf. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég hreinlega tími ekki að kaupa mér bíl og keyra til Reykjavíkur. Það er líka rosalega þægilegt að klára stúdentinn í Keflavík. Hver er helsti kosturinn við FS? Ég er allavega mjög sáttur með listnámsbraut. Ég er að fá stúdentinn með því að klára basic áfanga og mála nokkrar myndir. Stór kostur. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið virðist vera mjög gott á fyrsta ári en róast síðan niður því lengra sem tíminn gengur. Ég er á fimmtu önn og reyni að ná mætingu í tíma og drulla mér út ASAP. Nenni lítið að hanga og spjalla. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Frosti Sigurðarson er tær snilld þegar kemur að körfubolta. Hver er fyndnastur í skólanum? Bragi myndlistarkennari 100%. Hvað hræðist þú mest? Sársaukafullan dauða og niðurlægingu. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Föt frá B & L er hot right now. Mullet er alveg rosalega kalt.

Sr. Fritz Már Jörgenson.

FS-ingur vikunnar

Benedikt Guðmundsson. VF/JPK

Tími ekki að kaupa mér bíl

FS-ingur vikunnar: Nafn: Ívar Snorri Jónsson. Aldur: 18. Námsbraut: Listnámsbraut og tónlistarbraut. Áhugamál: Tónlist.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? My Sweet Lord - George Harrison. Hver er þinn helsti kostur? Ég get hreyft á mér eyrun. Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? YouTube og Spotify er mest notað. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Útskrifast og helst ekki enda betlandi á götum bæjarins. Hver er þinn stærsti draumur? Að búa í Hafnarfirði, underrated bær. Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Óhagganlegur. Ekki er hægt að hagga mér.

FS-ingur vikunnar: Nafn: Emelía Björk Nönnudóttir. Aldur: 15. Skóli: Stóru-Vogaskóli. Bekkur: 10. Áhugamál: Elda, baka og fleira.

Vildi geta lesið hugsanir

Ungmenni vikunnar

Sorgin fer ekki neitt – en það er hægt að lifa með henni

Emelía Björk Nönnudóttir er fimmtán ára nemandi í Stóru-Vogaskóla sem er góðhjörtuð og traust. Hún er ekki búin að ákveða í hvaða framhaldsnám hún ætlar eftir grunnskóla. Emelía er ungmenni vikunnar. Hvert er skemmtilegasta fagið? Örugglega íþróttir og íslenska.

Þú finnur allt fyrir myndlistina hjá okkur. Allar tegundir lita, ótrúlegt úrval pensla, pappír, skissubækur, möppur, trönur og strigar. Blindrammar, spreybrúsar, gjafasett og svo margt, margt fleira.

SLIPPFÉLAGIÐ

Opið:

Hafnargötu 54

8-18 virka daga

Reykjanesbæ

10-14 laugardaga

S: 421 2720

slippfelagid.is

Hver er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Einhver í íþróttum, veit ekki hver. Skemmtilegasta saga úr skólanum: Mér dettur ekkert í hug. Hver er fyndnastur í skólanum? Ég veit ekki. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mörg uppáhaldslög. Get ekki valið eitt. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjúklingur. Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Just go with it.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Mat til að lifa, sæng svo mér verði ekki kalt og skemmtilega manneskju svo mér leiðist ekki. Hver er þinn helsti kostur? Góð og traust. Ef að þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Lesa hugsanir. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Er ekki ákveðin. Ef að þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Góðhjörtuð.


RAFHLEÐSLULAUSNIR UNDIRSTÖÐUR FYRIR ORKU- & HLEÐSLUSTÖÐVAR

Steini 60 RAF - vörunr. S060 100 kg. 60x60x12 cm.

Steini 80 RAF - vörunr. S080 175 kg. 80x80x12 cm.

Kempower Satellite foundation - vörunr. S052 230 kg. 40x40x60 cm.

Kempower Double - vörunr. S050 1.160 kg. 120x115x73 cm.

Purkur Plús+ RAF - vörunr. D061b 98 kg. 15x15/50x50x70 cm.

Grettir RAF - vörunr. S049 1.510 kg. 100x100x60 cm.

TALAÐU VIÐ OKKUR, VIÐ LEYSUM MÁLIN MEÐ ÞÉR!

Steini 100 RAF - vörunr. S100 360 kg. 100x100x15 cm.

Kempower Trible - vörunr. S051 1.560 kg. 120x178x73 cm.

BTC rafmagnsaflturn - vörunr. S054 1.625 kg. 135x135x42 cm.

Draupnir RAF - vörunr. S043b 125 kg. 40x40x30 cm.

Framúrskarandi fyrirtæki 2022-2023

Við framleiðum lausnir Óskar Húnfjörð framkvæmdastjóri Brynjar Húnfjörð framleiðslustjóri

Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Yfir og allt um kring

Eiga eldri borgarar að vera hornrekur?

Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur, grunnskólakennari, kennsluráðgjafi og formaður sveitar­stjórnarráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstri hreyfingunni grænu framboði. Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.

Tækifæri fyrir öll Það er nefnilega mikilvægt að við finnum öll til okkar, að við upplifum að við tilheyrum. Til að svo verði þurfum við fyrst og fremst að fá tækifæri. Tækifæri til náms á eigin forsendum, tækifæri til áhugamála, samskipta og vináttu og síðan tækifæri til að fá starf við hæfi og þannig skila aftur af okkur til samfélagsins. Hin eilífa hringrás. Það þarf meira en tækifæri, það þarf líka félagslegt réttlæti. Við þurfum á misjöfnum tækifærum að halda allt eftir því hver við erum, hvar okkar hæfileikar og styrkleikar liggja. Þar eiga samfélagslegar stoðir að koma inn. Kerfið svokallaða sem á að mæta okkur og grípa ef svo ber undir. Margir ná að sigla lífsveginn án teljandi áfalla eða skorts á lífsgæðum – en svo eru það þau sem þurfa á aðstoð að halda. Þau sem þurfa að nýta stoðkerf ið meira en ella, hafa ekki bakland eða stuðning þegar eitthvað bjátar á. Þau þurfa kerfin að grípa. Þá þarf líka að tryggja að kerfin virki, að við höfum öll aðgang að þjónustu við hæfi hvort sem um ræðir heilbrigðis-, mennta- eða félagsþjónustu sem dæmi. Kerfin þurfa líka að vera mannúðleg og svið og deildir innan þess að koma fram við þau sem þangað leita af mannvirðingu og náungakærleik sama hvað. Við vitum nefnilega aldrei hvað liggur að baki athöfnum og atgervi fólks eða við hvaða aðstæður það býr. Það sem við vitum er að stuðnings og úrræða er þörf meira nú en áður. Lög og

reglugerðir þurfa að endurspegla þennan veruleika og svo þurfa kerfin sem að okkur koma að tala saman og ráðamenn að tryggja fjármagn til reksturs.

Menntun í heimabyggð Ef við viljum tryggja blómlega byggð á landinu öllu verðum við að tryggja að menntun sé aðgengileg öllum, óháð búsetu. Fjölbreytt menntun og nýsköpun gegna þar lykilhlutverki og eru undirstaða jákvæðrar byggðaþróunar. Unga fólkinu okkar ætti að tryggja fjölbreytta menntunarmöguleika bæði í bóknámi og iðnnámi án þess það þurfi að þvera landið til að sækja sitt nám eða bíða þar til ákveðnum aldri er náð, því hætt er við að hugurinn leiti annað en til náms á meðan beðið er. Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla. Tryggja þarf fjölbreytt nám í framhaldsskólum sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika. Á þessum aldri er ungt fólk að upplifa miklar breytingar og mikilvægt að hægt sé að fara í gegn um nám á eigin hraða. Það þarf að gera ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða hafa aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi það nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf einnig að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla og virkt samstarf við atvinnulífið ef um verknám er að

ræða. Í samþykktri stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi.

Fjarnám er lykill að auknum jöfnuði Breyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms. Leggja þarf aukna áherslu á gæðafjarnám enda hafa mörg sem á landsbyggðunum búa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni, hvar sem það býr og sem liður í að auka menntunarstig á landsbyggðunum þarf að tryggja námsframboð. Auk þess þarf að huga að fjölbreyttum möguleikum á námi með vinnu sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum sem eyrnamerktir eru hinum dreifðari byggðum. Efla þarf þekkingar- og fræðasetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir frumkvöðla og stuðningsaðila nýsköpunar í samræmi við 9. gr. laga um opinberan stuðning við nýsköpun (nr. 25/2001). Svokölluð stafræn nýsköpunargátt á landsbyggðunum þar sem aðgengi að stoðefni og miðlun ýmiss konar þekkingar og hæfni er í forgrunni ásamt samvinnu möguleikum, þar sem starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum starfa án staðsetninga ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Þekkingar- og fræðasetrin geta auk þess stutt við fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur sem skilar sér út í samfélagið og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum eins og öflug dæmi eru um. Tryggjum fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis til eflingar landsins alls.

BLEIKI DAGURINN Bleiki dagurinn verður á föstudaginn, 20. október, og verður opinn dagur fyrir konur á Heilsugæslustöð HSS frá kl. 13:00 til 15:00. n Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ljósmæður kynna starfsemi heilsugæslunnar og verða í boði blóðsykursmælingar, blóðþrýstingsmælingar, ýmiskonar ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi heilsu og lífsstíl. n Lóa Björk Einarsdóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands heldur fyrirlestur um mikilvægi forvarna og skimana.

Almenna markmið Landssambands eldri borgara er skýrt, að bæta kjör eldra fólks en sértæka markmiðið er að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. LEB vinnur að því að ná þessum markmiðum en leiðirnar að markmiðunum eru margar og orðræðan oft villandi.

Eldra fólk þversneið samfélagsins Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, fremur en aðrir þjóðfélagshópar. Innan LEB er því fjölbreyttur hópur fólks með ólíkar skoðanir. Við búum við ólíka afkomu og lífskjör sem móta afstöðu okkar um úrbætur á kjörum eldri borgara. Þessi orðræða endurspeglast í mörgum tillögum að umbótum. Fyrir vikið munu þær aðgerðir sem ráðist verður í hafa mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga. Eitt úrræði nýtist tilteknum hluta eldra fólks, annað úrræði öðrum en hvort markmiðið næst í gegnum almannatryggingakerf ið eða skattkerfið ræður ekki úrslitum. Leiðir að bættum kjörum krefst vandaðs undirbúnings og best er að breyta eins fáum stærðum eins og hægt er til að forðast mistök. Við viljum varast að auka flækjustig kerfisins sem og mistök. LEB vill sértækar aðgerðir til að hjálpa þeim sem verst eru staddir og hækkun ellilífeyris sem fyrst. Það má bæta laun eldri borgara sem eru með lægstu innkomuna með nokkrum leiðum.

Af hverju ætti ellilífeyrir TR að vera lægri en lægsti launataxti? LEB vill að ellilífeyrir almannatrygginga verði aldrei lægri en lægstu laun á vinnumarkaði sem eru 402.256 kr. Ellilífeyrir er 315.525 kr. fyrir skerðingar. Mismunurinn eru 86.731 kr og það munar um minna hjá þeim sem hafa lítið milli handanna. Flöt hækkun nýtist best þeim sem eru með lægstu tekjurnar.

Af hverju fylgir lífeyrir ekki launavísitölu? Hækkun ellilífeyris til samræmis við lægstu laun gæti skilað hlutfallslega mestri hækkun ráðstöfunartekna til þeirra sem hafa allar sínar tekjur frá almannatryggingum. Hækkun hámarks ellilífeyris og hámarks persónuafsláttar eru einföldustu aðgerðirnar til að bæta stöðu eldra fólks.

Hækka almenna frítekjumarkið og draga úr skattheimtu á eldra fólk Almenna frítekjumarkið hefur verðið 25.000 kr. frá árinu 2017 og það þarf að hækka verulega. Hækkun frítekjumarksins myndi nýtast vel fyrir þá sem eru með lægstan lífeyri. Frítekjumark atvinnutekna er nú 200 þúsund krónur. Þess vegna skila greiðslur

úr lífeyrissjóði minni ábata en atvinnutekjur. Af hverju eru lífeyristekjur ekki metnar eins og atvinnutekjur? Þá má einnig bæta afkomuna með því að draga úr skattbyrði á eldri borgara.

Draga úr skerðingum Skerðingarhlutföllin og útfærsla þeirra sem hafa hvað mest jöfnunaráhrif á afkomu eldri borgara en lækkun á skerðingarmörkum gera lítið fyrir fyrir tekjulægstu hópana.

Brostnar vonir margra Í huga flestra á lífeyrir að koma í staðin fyrir atvinnutekjur þegar fólk sest í helgan stein í lok starfsferilsins en flestir verða fyrir miklu tekjufalli við stafslok. Það getur reynst mjög þungt högg, einkum fyrir þá sem skulda enn húsnæðislán eða eru á leigumarkaði. Þá vitum við að konur á mínum aldri höfðu sjaldnast tækifæri á að vera í fullu starfi því leikskólapláss voru ekki í boði fyrir hjón eða sambúðarfólk. Konur eiga nokkuð í land með að ná upp fullum réttindum í gegnum lífeyrissjóðskerfið. Margir stóðu í þeirri trú að lífeyrissjóðakerfið ætti að virka sem viðbót við lífeyri almannatrygginga en það virkar ekki sem viðbót við lífeyri almannatrygginga, heldur virðist því ætlað að koma að nokkru leyti í stað almannaryggingakerfisins eða að minnsta kosti að draga úr kostnaði við það.

Ekki samningsrétt og sett hjá Eldri borgarar eru ekki með samningsrétt heldur eigum allt undir því að stjórnmálamenn og stéttarfélög sinni okkar málum. Við höfum fengið sérfræðinga til að vinna gögn fyrir okkur sem við höfum kynnt sem víðast. Við höfum rætt við ráðherra, þingmenn, fulltrúa stéttarfélaga, stofnana og fjölmiðla, haldið fundi og ráðstefnur en árangurinn er ekki sjáanlegur. Við erum hópurinn sem vann langan vinnudag við að byggja upp gott samfélag sem yngra fólk fær að njóta í dag. Því finnst okkur þetta áhugaleysi óskiljanlegt! Hvað þarf til að hlustað sé á okkur? Við þurfum greinilega að vanda okkar val í næstu kosningum, því við bíðum ekki lengur. Drífa Sigfúsdóttir, varaformaður Landssambands eldri borgara.

n Krabbameinsfélag Suðurnesja verður á staðnum og kynnir starfsemi sína.

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Léttar veitingar í boði fyrir gesti

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

Bestu kveðjur, Margrét Sturlaugsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsfélags Suðurnesja.

vf@vf.is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 13

STÓRAFMÆLI UMFG n Mönnum ber ekki saman um hvort miða eigi stofnárið við 1963 eða 1935. n Íþróttafélag Grindavíkur stofnað árið 1935, nafni síðan breytt eða nýtt félag stofnað? Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG) var stofnað á síðustu öld, það er óvéfengt. Hins vegar greinir aðila á, hvort bera líti á stofnárið sem 1963 eða 1935. Í þessari grein verður saga íþróttafélaga í Grindavík rifjuð upp og rætt við tvo aðila sem tengjast málinu en eru á sitthvorum vagninum. Halldór Ingvason telur sig hafa verið einn þeirra sem stofnaði nýtt ungmennafélag árið 1963, UMFG.

GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Gunnlaugur Hreinsson sem hefur verið mikið tengdur UMFG í gegnum tíðina, margsinnis verið formaður eða verið í stjórn félagsins og er einmitt í stjórn félagsins í dag, var formaður í kringum árið 2005 og lagði fyrir þáverandi stjórn UMFG, að skv. fundargerð bæri að líta á stofnárið sem 1935 og stofnárinu var þá breytt úr 1963 í 1935. Ekki verður tekin afstaða til málsins í þessari grein, eingöngu er verið að varpa ljósi á þau sjónarmið sem koma fram hjá báðum aðilum. Saga íþrótta í Grindavík nær aftur til 1935, þ.e.a.s. þegar Grindvíkingar fóru að æfa og keppa undir nafni íþróttafélags en eflaust höfðu Grindvíkingar stundað alls kyns íþróttir allt frá því að byggð myndaðist þar. Íþróttafélag Grindavíkur (ÍG) var stofnað 3. febrúar árið 1935 og var fyrsti formaður félagsins Jón Tómasson. Skv. fundargerðum var góð virkni í félaginu fyrstu árin og eitthvað um keppnir, mest í knattspyrnu en einnig var mikið um að leiksýningar væru settar upp. 18. janúar árið 1952 fórst báturinn Grindvíkingur með fimm manna áhöfn, þar af fjórir Grindvíkingar en þeir voru Jóhann Magnússon, skipstjóri, Guðmundur Hermann Kristjánsson, vélstjóri, Þorvaldur Jón Kristjánsson og Sigfús Bergmann Árnason, voru þeir allir mjög liðtækir íþróttamenn og/eða leikarar. Þessi atburður hafði lamandi áhrif á allt byggðalagið og þar með á starf Íþróttafélagsins. Þó var einhver starfsemi í nokkur ár á vegum félagsins, t.d. fimleikaæfingar og knattspyrna en eftir 1955 má segja að starfsemin hafi lagst að mestu niður. Árið 1963 komu Halldór Ingvason sem hafði búið í Grindavík síðan 1947, Jón Leósson sem kom frá Akranesi og Bragi Guðráðarson sem ættaður var úr Borgarfirði, saman og rættu stofnun íþróttafélags og var hugmyndin að það yrði ungmennafélag. Tómas Þorvaldsson sem var formaður ÍG þegar starf félagsins lagðist að mestu af, hafði ávinning af þessu og kom að máli við þá Jón og Braga og spurði þá hvort þeir vildu ekki endurvekja Íþróttafélag Grindavíkur þar sem félagið ætti nokkrar eignir, m.a. hálfkláraðan knattspyrnuvöll og landið undir honum, svo og tæki í íþróttasal. Halldór er einn af fáum sem er til frásagnar í dag þar sem flestir sem komu beint að þessu máli, eru fallnir frá.

Nýtt félag eða nafnabreyting „Ég þekkti Tómas Þorvaldsson ágætlega og ræddi þetta við hann. Hann tók mínu erindi vel og sýndi því skilning að við vildum frekar stofna ungmennafélag en endurvekja ÍG, svo að við gætum keppt á landsmótum á vegum Ungmennafélags Íslands. Við vorum sammála um að þar sem hið nýja ungmennafélag væri óbeint að

taka við af íþróttafélaginu, gætu eignir ÍG runnið óhindrað yfir í hið nýja ungmennafélag, UMFG. Það verður að viðurkennast þegar hugsað er til baka, að ekki kemur nægilega ljóst fram í fyrstu fundagerð að verið var að stofna nýtt félag og skrifa hefði átt fyrstu fundargerð í nýja fundargerðarbók. Það var ekki gert og þess vegna var kannski eðlilegt að að einhver misskilningur hafi komið fram. Það kemur fram í fundargerðinni að borið er undir fundinn að breyta nafni og lögum eldra félags og töldum við það nægja til að skilgreina nýtt félag stofnað árið 1963, þ.e. UMFG. Milli áranna 1935 til 1963 var ekkert ungmennafélag í Grindavík heldur íþróttafélag og voru lög þess félags ekki í samræmi við lög ungmennafélaga. Þess vegna verður að líta svo á að stofnár UMFG sé 1963, ekki 1935. Ég hafði samband við óháðan lögfræðing og spurði álits, þegar hann vissi að hvorki hefði félagið heitið ungmennafélag né verið með lög ungmennafélaga, beri að líta á 1963 sem stofnárið.

Mér finnst líka lítið vera gert úr starfi þeirra sem stofnuðu ÍG, ég efast um að margir í Grindavík viti að það félag hafi verið til því umræða síðustu ára hefur öll verið á þann veg að UMFG hafi verið stofnað árið 1935. Með því er verið að afmá nafn Íþróttafélags Grindavíkur og ég veit að ef ég ætti hagsmuna að gæta varðandi það félag, myndi ég ekki sætta mig við að nafn félagsins komi hvergi fram. ÍG og UMFG voru ekki bæði stofnuð 5. febrúar árið 1935, það vita allir. Þess vegna er rétt að halda merki ÍG hátt á lofti og virða það frá stofnun fram í október 1963, þegar UMFG varð til,“ segir Halldór.

Verkum skipt Þegar UMFG var stofnað var strax mikill kraftur í félaginu og skipti fólk með sér verkum. Jón sem kom frá Akranesi eins og áður var getið, sá um knattspyrnuhlutann, Halldór sem hafði kynnst körfuknattleik á Núpi í Dýrafirði og Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni, sá um þann hluta og eftir að eiginkona Halldórs, Helga Emilsdóttir, flutti til Grindavíkur þetta ár 1963, sá hún um handbolta sem hún hafði æft í Reykjavík. Auk þess var deildunum skipt upp í eldri og yngri deild og var Gunnar Vilbergsson fyrsti leið-

Gunnlaugur Hreinsson

Halldór Ingvason

togi yngri deildar. Var þetta gert til að virkja sem flesta í starfi. Gunnlaugur Hreinsson er frá Mosfellssveit, flutti til Grindavíkur árið 1971 og hóf búskap með eiginkonu sinni, Láru Marelsdóttur sem er frá Grindavík. Gunnlaugur sem sjálfur hafði stundað íþróttir og þá mest knattspyrnu, sýndi starfi UMFG strax mikinn áhuga og ekki leið á löngu þar til hann var kosinn í stjórn félagsins og varð formaður samtímis, árið 1976. „Ég tók upp með sjálfum mér að skoða fundargerðarbækur og tók eftir í fundar-

gerðinni frá 11. og 18. október árið 1963, að Íþróttafélag Grindavíkur var að halda sinn fund og í fundargerðinni 18. október, kemur skýrt fram að lagt er undir fundinn að nafni félagsins og lögum sé breytt, svo félagið ætti kost á því að keppa á meðal annarra ungmennafélaga. Einnig er vert að geta þess að í afsali þar sem Einar G. Einarsson fær heimild til að afsala fyrir hönd Járngerðarstaðartorfunnar, ÍG lóðina sem er undir íþróttavellinum. Það kemur fram í þessu afsali að ÍG er ekki heimilt að framselja né veðsetja lóðina, þess vegna gat lóðin aldrei runnið inn í annað félag. Þess vegna ákvað Tómas Þorvaldsson og þeir sem voru í stjórn ÍG á þessum tíma, að breyta frekar nafninu og lögum félagsins. Í mínum huga er stofnárið þar með 1935. Ef ég myndi skipta um nafn í dag, mun fæðingardagur minn ekki breytast. Ég kynnti þetta fyrir stjórn UMFG í kringum árið 2005, við vorum öll sammála um þetta og því lét ég breyta ártalinu,“ sagði Gunnlaugur.

Úr fundargerð:

Var síðan gengið til atkvæða um það hvort breyta ætti nafni og lögum félagsins yfir í Ungmennafélag Grindavíkur. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

—Sjá nánar á vf.is

BÓLUSETNINGAR GEGN INFLÚENSU OG COVID-19 FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI OG FORGANGSHÓPA HEFJAST 26. OKTÓBER Í HLJÓMAHÖLL Bólusett er í Hljómahöll, Hjallavegi 2, 260 Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. október og miðvikudaginn 1. nóvember. ATH lokað er á milli 11:30 og 12:30 Tímanir eru vefbókanlegir á heilsuvera.is Sóttvarnarlæknir mælir með að inflúensubóluefni og COVID-19 bóluefni verði gefin áhættuhópum. Forgangshópar í Inflúensu bólusetningu: • Allir einstaklingar 60 ára og eldri. • Öll börn fædd 1.1.2020-30.06.2023 sem náð hafa 6 mánaða aldri þegar bólusett er. • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. • Þungaðar konur • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Forgangshópar fyrir Covid bólusetningu: • Allir einstaklingar 60 ára og eldri. • Einstaklingar með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, offitu, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. • Þungaðar konur • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

ATH: Bólusett er í almenningsrými. Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða stutterma skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Heilsugæslan í Grindavík mun bólusetja í Víðihlíð (matsal á 2. hæð) sömu áhættuhópa þriðjudaginn 24. október og miðvikudaginn 1. nóvember frá kl. 12:30 til 14:00. Hægt er að bóka tíma í Grindavík á heilsuvera.is og í síma 422-0750.


sport Jana Falsdóttir gekk til liðs við Njarðvík frá Haukum fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið vel af stað með Njarðvíkurliðinu og var valin leikmaður fjórðu umferðar Subway-deildar kvenna. Jana er uppalin Keflvíkingur og á stutt að sækja körfuboltahæfileikana en báðir foreldrar hennar, Margrét Sturlaugsdóttir og Falur Harðarson, eru fyrrverandi landsliðsmenn í íþróttinni.

Gefst ekki upp

Jana er baráttuhundur sem á það til að fara fram úr sér í ákafanum

ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Njarðvík. Þær töpuðu í tvísýnum leik í fyrstu umferð fyrir Keflavík en eru búnar að vinna alla leiki síðan þá [með fyrirvara um að Njarðvík átti leik gegn Þór á Akureyri eftir að Víkurfréttir fóru í prentun]. „Við vorum svolítið óheppnar í fyrsta leiknum en annars hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Jana.

En hvernig er með þig? Þú ert auðvitað uppalinn Keflvíkingur, hefur þú alltaf verið í körfubolta? „Já, ég var líka í fimleikum en hætti í þeim í fimmta eða sjötta bekk og fór þá alveg í körfuna. Annars hef ég ekki verið í neinum öðrum íþróttum.“

Það var náttúrlega hörkuleikur gegn þínum gömlu félögum. „Já og ég vil meina að við hefðum tekið hann ef þetta hefði ekki verið fyrsti leikurinn sem við spiluðum saman.“

Það eru náttúrlega mikil og góð körfuboltagen í þér og foreldrarnir báðir gallharðir Keflvíkingar. Eru þau ánægð með að sjá þig í Njarðvíkurbúningnum? Ég man ekki eftir að hafa séð pabba þinn í grænu á leikjum. „Já, þau eru mjög sátt. Ég held að pabbi eigi bara ekkert grænt til að vera í, ég verð bara að kaupa eitthvað á hann.“ Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára gömul hefur Jana leikið síðustu tvö tímabil með Haukum í efstu deild. Þar áður lék hún með Stjörnunni í fyrstu deild. „Ég skipti úr Keflavík yf ir í Stjörnuna þegar mamma var að þjálfa þær í fyrstu deildinni. Mig langaði þá að fara í aðeins stærri stöðu og fá að spreyta mig með meistaraflokki. Keflavík var auðvitað með mjög gott lið í efstu deild og ég hefði ekki fengið að gera neitt þar,“ segir Jana. Eftir eitt ár með Stjörnunni fór Jana að kíkja í kringum sig og mörg lið sýndu henni áhuga. „Haukar urðu fyrir valinu af því að mér leist best á þá eftir fundinn.“

Hvernig er svo að vera í græna liðinu? „Mér finnst það bara æðislegt, alveg geggjað. Frábærar stelpur og þjálfarateymið geggjað. Ég er mjög sátt og glöð þarna.“ Hvert er markmiðið hjá ykkur í vetur? „Markmiðið er auðvitað að vinna sem flesta leiki en ég held að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman. Ég held að það komi mikið út úr því að hafa gaman, þannig að við ætlum að fókusera á það að hafa

Er með körfuboltann í blóðinu Jana hér á fleygiferð með boltann þegar Njarðvík vann Grindavík og hún var valin leikmaður fjórðu umferðar Subway-deildarinnar. VF/JPK gaman og ég held að við munum ná langt með því – og auðvitað stefna á að vinna titla,“ segir Jana og talar um að á undirbúningstímanum hafi liðið farið í gott ferðalag saman til að bygg ja upp liðsandann. „Það var rosalega skemmtilegt. Við fórum á æfingar á Vík, Flúðum og í Hveragerði og fengum tækifæri til að kynnast hver annarri mjög vel. Skemmtileg ferð og gerði mikið fyrir okkur.“

Ég get ekkert verið að hugsa um það hvað ég er lágvaxin. Ég þarf að hugsa um hvað ég hef á móti andstæðingnum. Eins og ég er með hraða og snerpu ...

Aðstoðarmaður tannlæknis óskast til starfa á Tannlæknastofu Benedikts Jónssonar. Um er að ræða hlutastarf eða fullt starf eftir samkomulagi. Fjölbreytt og skemmtilegt starf. Hæfniskröfur eru góð mannleg samskipti, íslensku kunnátta nauðsynleg, almenn tölvukunnátta, rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsóknir berist á bennitann@gmail.com

Finnst þér þú hafa lært mikið á þeim tveimur tímabilum með Haukum? „Já, mjög mikið. Við fórum náttúrlega á EuroCup og aðalleikstjórnandinn okkar meiddist í bikarleik í fyrra, þá steig ég svolítið upp og fékk að bera meiri ábyrgð. Ég lærði mjög mikið af því, fékk nóg af tækifærum.“

Hver er þinn helsti styrkleiki í körfunni? Þú hefur nú ekki beinlínis hæðina með þér. „Nei, ég get ekki sagt það – en ég held að ég hafi það að gefast ekki upp. Ég get ekkert verið að hugsa um það hvað ég er lágvaxin. Ég þarf að hugsa um hvað ég hef á móti andstæðingnum. Eins og ég er með hraða og snerpu, þá þarf ég bara að nýta mér það. Jana er mjög áköf í vörninni og getur komið stærri leikmönnum í vandræði með snerpu sinni. „Ég fæ stundum svona sprengikraft en stundum get ég farið svolítið fram úr mér og þá hef ég liðsfélagana til að bakka mig upp. Ég er svolítið að vinna í því að sprengja ekki of mikið, það er að koma smám saman,“ segir Jana sem er enn að þroskast sem leikmaður.

Hugar að framtíðinni Fyrir utan körfubolta, hvað gerir Jana í frítímum? „Úff, í frítíma? Það er ekki mikill frítími sem ég hef en mér finnst gaman að hitta vini mína og vera með fjölskyldunni. Ég hef mjög mikinn áhuga á listum en ekki náð mikið að fara út í það sjálf.“ Hvernig listum hefurðu þá helst áhuga á? „Sérstaklega byggingalist en annars öllum listum yfir höfuð. Ég hef gaman af að teikna hús en það er aukaáhugamál, eitthvað sem ég mun jafnvel líta á að fara í framhaldsnám í. Ég stefni á nám í arkitektúr. Mér finnst það mjög heillandi,“ segir Jana sem segir markmiðið vera að nýta körfuboltann til að komast í gott nám erlendis. Ertu með eitthvað sérstakt í huga, einhver lönd? „Það eru Bandaríkin. Mér finnst það vera besti kosturinn og er búin að vera að skoða skóla sem eru með svona arkitektasvið svo ég geti lært það sem ég vil. Mig langar ekki að læra bara eitthvað, mig langar að nýta þetta til að fara í gott nám. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni og ég vil gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ sagði Jana og var stokkin á æfingu með Njarðvíkurliðinu áður en þær héldu til Akureyrar.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM // 15

Markmiðið er að efla knattspyrnuna í Reykjanesbæ n Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Knattspyrnufélagið Hafnir vinna saman

Rafn Markús Vilbergsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnudeild Njarðvíkur, og Bergsveinn Andri Halldórsson, formaður Knattspyrnufélagsins Hafna, undirrituðu samstarfssamning í síðustu viku þar sem 2. flokkur Njarðvíkur mun meðal annars bera heitið Njarðvík/ Hafnir. Markmiðið er að efla knattspyrnuna í Reykjanesbæ, styrkja innviði meistaraflokks Hafna og veita ungum og efnilegum leikmönnum í Njarðvík tækifæri að spila í meistaraflokki í mótum á vegum KSÍ. „Markmið samningsins fyrir okkur er að þeir strákar sem komast ekki að í meistaraflokki Njarðvíkur fá tækifæri til að spila með meistaraflokki Hafna og á sama tíma er Hafnir búið að byggja upp félag fljótt og vel, mjög skemmtilegt félag, og okkur langar líka að efla það og gera enn sterkara í Reykjanesbæ,“ sagði Rafn við tilefnið. Knattspyrnufélagið Hafnir er hugsað sem félag fyrir alla unga stráka á Suðurnesjum þar sem leikmenn geta fengið tækifæri á að spila meistaraflokksbolta í stemmningsríku umhverfi og fá á sama tíma tækifæri á að sýna sig á knattspyrnuvellinum. Njarðvík styður mjög vel við stefnu Hafnamanna og vilja hjálpa þeim að þróa starfið betur og sjá til þess að þeir komist áfram á næsta þrep og stækki sem félag. Með því að 2. flokkur muni spila sem Njarðvík/ Hafnir munu ungir leikmenn sem hafa farið í gegnum yngri flokka Njarðvíkur eiga möguleika á að fá tækifæri að spila með meistara-

Fyrsta fimleikamót haustannar Síðastliðna helgi fór fram fyrsta mót haustannar í áhaldafimleikum, Haustmót í frjálsum æfingum og 1. til 3. þrepi íslenska fimleikastigans.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Knattspyrnufélagið Hafnir hafa gert með sér samning um samstarf sín á milli. VF/JPK flokki Hafna, þróast og þroskast hraðar sem leikmenn og sem eykur möguleikann á að þeir geti fyrr spilað á efri deildum. Einnig mun samstarfið auka líkurnar á að þeir sem eru komnir upp úr 2. flokki Njarðvíkur og eru ekki með spilatíma í meistaraflokki fái tækifæri með Höfnum og haldist þannig í Njarðvíkurumhverfinu og verði áfram virkir í kringum félagið. Bergsveinn segir að Knattspyrnufélagið Hafnir, sem var endurvakið fyrir tveimur árum, hafi vaxið mjög hratt og með þessum samningi vilja Hafnamenn auka gæði fótboltans og sjá þetta sem tækifæri fyrir unga stráka þar sem þeir koma í skemmtilegt og stemmningsríkt umhverfi. „Sem er líka stresslaust og þeir fá að njóta sín á fótboltavellinum og spila helling.“

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Hafnir verða áfram sjálfstætt félag fyrir alla leikmenn á Suðurnesjum þar sem grunngildi og hugmyndir Hafnamanna verða áfram hafðar að leiðarljósi en með samstarfinu munu innviðir félagsins styrkjast á ýmsum sviðum og ungir leikmenn frá Njarðvík munu á sama tíma fá aukinn möguleika á spilatíma með félaginu. Með þessu samstarfi vilja félögin stuðla saman að frekari uppbyggingu knattspyrnu í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum. Knattspyrnudeild Njarðvíkur og væntir mikils af samstarfinu, vonast til að það verði farsælt og öllum til heilla. Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, ræddi við Bergsvein og Rafn eftir undirritun samningsins og má sjá viðtalið í Sjónvarpi Víkurfrétta og rafrænni útgáfu blaðsins.

„ÞRUMAÐ Á ÞRETTÁN“

Sandgerðingar berjast Jónas Þórhallsson hafði betur gegn Rúnari Arnarsyni í fyrstu umferð tippleiks Víkurfrétta og hélt þar með velli. Víkurfréttir ákváðu að leita út í Sandgerði eftir nýjum áskoranda og varð Sigursveinn Bjarni Jónsson fyrir valinu en Sissi eins og Sigursveinn er líklega betur þekktur, hefur verið ötull stuðningsmaður Reynis í Sandgerði til fjölda ára og var um tíma formaður knattspyrnudeildarinnar. Hann er fimm barna faðir og fjögurra barna afi, vinnur hjá Iceland Seafood og situr í dag í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar fyrir X-S, Samfylkinguna og óháða. Sissi hafði þetta að segja um komandi slag gegn Jónasi. „Ég hef verið viðloðandi stjórn knattspyrnudeildar Reynis í tæp 24 ár, var formaður 2003–2008 og aftur 2018–2022. Mikil hefð er fyrir þátttöku í getraunum í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Reynir á traustan hóp sem merkir við 245. Í gegnum árin hefur getraunastarfið oft verið öflugt og markvisst og mikið af góðu fólki lagt fram óeigingjarna vinnu. Þessa stundina er því miður ekkert skipulagt getraunastarf á vegum deildarinnar en ég kalla eftir að fólk bjóði sig fram til að halda utan um slíkt starf. Aðstaðan í Reynisheimilinu er frábær og væri tilvalið að endurvekja starfið, t.d. á laugardagsmorgnum. Ég hef sjálfur tippað nokkuð reglulega þegar enski boltinn er í gangi en aldrei náð að vinna þann stóra, mest fengið nokkra þúsundkalla út úr tólf réttum. Fyrir utan Reyni Sandgerði þá er mitt lið Manchester United, maður heldur ávallt tryggð við liðið þrátt fyrir misjafnt gengi undanfarin ár. Mér líst vel á að mæta Jónasi í þessari umferð en hann er mesti Reynismaður og Sandgerðingur sem ég þekki og hefur það verið mér ómetanlegt að geta leitað í hans viskubrunn þegar kemur að rekstri og utanumhaldi knattspyrnudeildar. Þá átti hann hugmyndina að Norðurbær - Suðurbær-mótinu í Sandgerði en það mót fór fram í fjórtánda skipti fyrr á árinu, þar er ég í stjórn ásamt fleira góðu fólki. Mér líst mjög vel á að endurvekja tippleikinn í blaðinu og hvet alla tippara til að muna að merkja við sitt félag, það munar um minna í rekstri deildanna,“ sagði Sissi. Jónas, sem er gallhaður stuðningsmaður Manchester United, var að vanda hógvær eftir sigur sinn gegn Rúnari. „Ég er auðvitað ánægður með að hafa unnið Rúnar, vissi að þetta yrði hörkuleikur okkar

Mótið fór fram í Gerplu, Versölum, og átti fimleikadeild Keflavíkur níu keppendur á öllum getustigum.

á milli. Annars er gaman frá því að segja að ég fór í verslun í Reykjanesbæ í síðustu viku eftir að Víkurfréttir komu út og það kom að mér maður sem hrósaði mér fyrir að búið væri að endurvekja þennan dálk í Víkurfréttum. Ég er nú svo hógvær að ég ákvað að eigna mér ekki heiðurinn af þessu en það er greinilegt að þetta vekur athygli. Maðurinn sagðist vona að getraunakaffið yrði endurvakið í Reykjanesbæ, hann mundi vel eftir þegar það var í K-húsinu við Hringbrautina á sínum tíma en svo lognaðist það út af þegar það færðist á aðra hæð í skólanum. Ég tek undir með þessum ágæta manni, ég vona að getraunaspekingar í Reykjanesbæ finni sér samastað, ég held að þetta eigi mjög vel heima inni á nýja staðnum Brons og skora hér með á vin minn Magga Þorsteins og félaga hans á staðnum að hjálpa til við að búa þetta til,“ sagði Jónas.

húsafriðunarsjóði fyrir árið 2024

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2023. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Leiðbeiningar). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Heilsuleikskólinn Heiðarsel- Leikskólakennari Háaleitisskóli - Kennari í Friðheima

Jónas

Seðill helgarinnar

Sissi

ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo

Chelsea - Arsenal

ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo ooo

Sheff. Utd. - Man. Utd. Man. City - Brighton Newcastle - Crystal Palace Nott. Forest - Luton Bournemouth - Wolves Brenton - Burnley Norwich - Leeds Blackburn - Cardiff Bristol City - Coventry Hull - Southampton Middlesbrough - Birmingham Swansea - Leicester

Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari Myllubakkaskóli - Íþrótta- og sundkennari Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari og/eða þroskaþjálfi Velferðarsvið - Sérfræðingar í ráðgjafa- og virkniteymi Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn


NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM

YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

Lítil lús en mikið vesen Mundi

P-47 Thunderbolt við Vogshól á Njarðvíkurheiði 8. júlí 1944 Latham flugmaður var í flugtaki á leið í eftirlitsflug á Faxaflóa. Í flugtakinu reyndist hreyfill vélarinnar ekki skila fullu afli og kviknaði í honum. Stuttu eftir flugtak stökk flugmaðurinn út í fallhlíf og kom niður heill á húfi. Flugvélin kom niður skammt frá Vogshól. Latham flugmaður lenti í svipuðu atviki þann 13. júní sama ár við Húsatóftir að því er segir á vefnum stridsminjar.is

Flugatvik á stríðsárunum á Miðnesi rædd á sagnastund á Garðskaga Flugatvik á stríðsárunum á Miðnesi verða umræðuefni í sagna­ stund sem verður haldin á veitingahúsinu Röstinni á efri hæð byggðasafnsins á Garðskaga næstkomandi laugardag, 21. október, kl. 15:00. Bræðurnir Ólafur og Þorsteinn Marteinssynir hafa um árabil safnað upplýsingum um flugatvik á stríðsárunum við Ísland. Líklega er söfnun þeirra sú nákvæmasta sem til er um það efni. Þeir stóðu, ásamt Bandaríkjamanninum Jim Lux, fyrir uppsetningu

módels og minningarmarks um flugvélina „Hot stuff“ á Stapanum við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þá hafa þeir haldið úti vefsíðu um þetta efni með myndum og texta. Þorsteinn kemur á sagna­ stundina, sýnir myndefni og segir

frá því sem á gekk við landið á stríðsárunum. Flugvélar voru orðnar kröftugar sem bardagatæki á þeim tíma. Flugvöllurinn í Miðnesheiðinni hafði stórt hlutverk á stríðstímanum. Allir velkomnir á Garðskaga, ekkert aðgangsgjald. Veitingahúsið og byggðasafnið verða opin. Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.

Fréttir af veggjalúsafaraldri hafa verið áberandi í frönskum fjölmiðlum og víðar. Þessar litlu pöddur eru ansi skæðar og erfiðar viðfangs og því ekkert skrítið að fólki bregði við og fái ofsakláða bara við tilhugsunina um að lenda í þessum vágesti. Talið er að hún hafi skotið sér niður í 10% heimila í París og sé einkum að finna í lestum, í metróinu, á flugvöllum og í bíóum. Skólum hefur verið lokað, ríkisstjórnin hefur haldið neyðarfund, víða má sjá rúmdýnur sem fólk hefur losað sig við á gangstéttum borgarinnar og fólk er almennt frekar stressað yfir þessu. Ég myndi segja að skalanum einn til tíu sé þetta vel yfir 25 í ógeðslegheitum. Tilhugsunin um litlar pöddur að skríða á sér á nóttunni er frekar vond, sérstaklega pöddum sem er erfitt að losa sig við. Það er víst þannig að eitrið sem vann á þessum ógeðispöddum fyrir tuttugu til þrjátíu árum og útrýmdi þeim næstum því, var svo baneitrað að það var bannað að nota það – og núna þegar eitrið er mun umhverfisvænna og ekki hættulegt fólki bítur það auðvitað ekki á þeim. Þar sem ég sit klæjandi og skrifa þennan pistil, einmitt um borð í lest sem ég tók metróið í, og mun fara í nokkrar fleiri lestir og flug í vikunni, væri ég alveg til í að taka sénsinn á gamla, góða eitrinu og sulla því sem víðast. Ég væri líka meira að segja frekar til í að skipta

Víkurfréttir verða lúslesnar þessa vikuna ... eins og alltaf! á þessu og Covid – við kunnum allavega á það. En svo eru það þeir sem segja að þetta sé bara einhver almenn hystería, veggjalús hefur alltaf verið og verður alltaf til. Hún er kannski leiðinleg en hún drepur engan, ber ekki sjúkdóma á milli þannig að það gæti verið verra. Og ef glasið er hálffullt má líka fagna því að 90% heimila eru laus við þennan ófögnuð. Það er eitthvað! Ríkisstjórnarfundurinn fyrrnefndi var frekar tíðindalítill og ekkert plan sett í gang. Heilbrigðisráðherrann sagði bara að það væri engin ástæða til að panikera. Þá vitum við það. Panikið er kannski mest varðandi orðspor Parísar. HM í rugby stendur yfir í borginni og auðvitað verða Ólympíuleikarnir haldnir hér á næsta ári. Þar sem veggjalýs gera lítið til að skapa stemmningu fyrir fjölmennum viðburðum ætla ég að leyfa mér að vona að einhverjum detti í hug að dusta rykið af gamla góða eitrinu og klára þetta mál í eitt skipti fyrir öll! Ég ætla allavega að hætta þessum skrifum núna þar sem konan sem situr á móti mér í lestinni hefur fylgst með mér klórandi mér alls staðar og er greinilega farið að klæja sjálfa!

HORFÐU Á SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Á VF.IS Lögreglustöðinni lokað vegna raka og myglu Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Nýjar lausnir í húsnæðismálum hjá Reykjanesbæ

Bylting í aðbúnaði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Suðurnesjamagasín Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Er sameining Keflavíkur og Njarðvíkur möguleg? Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

nr. 449 // 13. október // 23. þáttur 2023

Hrollvekjandi skólaslit með sögusvið í flugstöðinni

Suðurnesjamagasín nr. 448 // 6. október // 22. þáttur 2023

Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

Elva Dögg varð óvænt þingkona Horfðu hér í rafrænni útgáfu blaðsins

BAKHJARLAR SUÐURNESJAMAGASÍNS FÁ ÞAKKIR FYRIR STUÐNINGINN!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.