www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 37. tbl. 44. árg.

Page 1

Ungt fólk á fullt erindi á Alþingi

Bylting í aðbúnaði fyrir sjúklinga og starfsfólk á nýjum deildum HSS

Ný slysa- og bráðamóttaka hefur formlega verið tekin í notkun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Við sama tækifæri opnaði einnig ný nítján rýma sjúkradeild á stofnuninni.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, klippti á borða á tveimur stöðum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á þriðjudaginn. Dagskráin hófst á þriðju hæð stofnunarinnar þar sem undanfarin misserI hefur verið unnið að því að innrétta sjúkradeildina. Þar eru nítján rúmgóðar stofur eða herbergi með stórum baðherbergjum. Hver stofa er útbúin með sérstakri lyftu sem auðveldar rúmliggjandi sjúklingum að komast inn á baðherbergin. Þá verða settir upp margmiðlunarskjáir við öll rúm. Þar geta sjúklingar horft á sjónvarp eða vafrað um netheima. Það voru þau Willum Þór ráðherra og Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri á sjúkrahússviði, sem opnuðu sjúkradeildina formlega. Bylting hefur orðið á slysa- og bráðamóttöku HSS með opnun móttökunnar á jarðhæð D-álmunnar. Starfssemin fer úr um 90 fermetra rými sem var orðið barn síns tíma og yfir í um 300 fermetra rými. Þar eru rúmgóðar bráða- og slysastofur auk einangrunarherbergja, góðrar biðstofu fyrir sjúklinga og góðrar starfsmannaaðstöðu. Aðkoma sjúkrabíla að Heil-

brigðisstofnun Suðurnesja er líka á nýjum stað með auðveldu aðgengi að slysa- og bráðamóttökunni. Þá er röntgendeildin á sama gangi og allur aðbúnaður hinn besti. Willum Þór naut aðstoðar frá Ástu Kristbjörgu Bjarnadóttur deildarstjóra við að klippa á borða við opnun slysa- og bráðamóttökunnar.

Við opnun nýju slysa- og bráðamóttökunnar kom fram að komur þangað eru um 16.000 á ári hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa komur aukist um 40% á tæpum áratug. Slysa- og bráðamóttakan í Keflavík er sú þriðja stærsta á landinu á eftir Landspítala í Fossvogi og slysa- og bráðamótttökunni á Selfossi.

Willum Þór upplýsti að slysaog bráðamóttökunni hafi verið tryggðar aukalega 200 milljónir króna á ári af fjárlögum sem verður til að efla móttökuna enn frekar.

Því var líka haldið fram við opnunina á þriðjudaginn að slysA- og bráðamóttakan sem verið væri að opna á nýjum stað á HSS væri sú glæsilegasta á landinu og heimafólk mætti vera stolt af aðstöðunni sem nú væri í boði.

Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, klipptu á borða.

Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri á sjúkrahússviði HSS, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, opnuðu nýju sjúkradeildina á HSS.

Lúmsk eftirköst heilahristings

Vill stækka körfuknattleiksíþróttina

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Xtra ódýrt í Nettó! 28. september –1. október Pastaveisla á undir 700 kr
Sjúklingar á sjúkradeildinni munu allir hafa margmiðlunarskjái við rúm sín á deildinni til að horfa á sjónvarp eða flakka um netheima. VF/Hilmar Bragi
5
Síða 14 Síða
Síður 8–9
MEÐAL EFNIS
Miðvikudagur 4. október 2023 // 37. tbl. // 44. árg.

Embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja auglýst laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar

Suðurnesja. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í Heilbrigðisumdæmi

Suðurnesja sem nær yfir Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð

Svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sveitarfélögin á Suðurnesjum og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, ákveðið að formfesta svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum. Markmið þessa verður að bæta enn frekar þjónustu við þolendur ofbeldis á Suðurnesjum og styrkja svæðisbundið samstarf gegn ofbeldi. Leitað verður eftir samstarfi við aðra lykilaðila á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu.

á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi. Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera, hafi mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti, góða kunnátta í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2023, segir á vef stjórnarráðsins.

NÝR ÞÁTTUR Á HVERJUM FÖSTUDEGI

Samstarfið mun fela í sér margvíslegar aðgerðir og er stefnt að fyrsta formlega samráðsfundi vettvangsins í lok ársins. Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að opna þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum sem hefur hlotið vinnuheitið Velferðarmiðstöð Suðurnesja í byrjun næsta árs.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra, ásamt og Guðrúnu Björgu Sigurðardóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar, (t.v.) og Heru Ósk Einarsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar (t.h.).

Velferðarmiðstöð Suðurnesja

Velferðarmiðstöðin verður þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis þar sem fólk af öllum kynjum getur sótt sér margvíslega þjónustu á einum stað. Markmiðið er að auka þjónustu við fólk sem beitt hefur verið ofbeldi og að gera aðgengilegri þá þjónustu sem þegar er í boði. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur veitt verkefninu

18,8 milljóna króna styrk sem tryggja á reksturinn fyrsta árið og er undirbúningur Velferðarmiðstöðvar formlega hafinn.

ráðuneytisins á afbrotavarnir, þ.m.t. fræðslu og forvarnir. Hefur ríkislögreglustjóra verið falin samhæfing þess efnis meðal lögregluembættanna á landsvísu, þar á meðal á Suðurnesjum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur einnig falið ríkislögreglustjóra ábyrgð á aðgerð C.6. Stuðningur við svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi í þingsályktun um áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess fyrir árin 2019 til 2022.

Hera Ósk Einarsdóttir. sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar. tekur við styrknum úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar. félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Aukin áhersla á afbrotavarnir á landsvísu

Svæðisbundna samráðið er hluti af auknum áherslum dómsmála-

Lýsir ánægju með þingsályktunartillögur um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir og lýsir ánægju með þingsályktunartillögur þingmanna um heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ sem lagðar hafa verið fram á yfirstandandi þingi. Afgreiðsla bæjarráðs er að bæjarstjóra er falið að fylgja málinu eftir. Tillaga til þingsályktunar um heilsugæslusel í Suðurnesjabæ.

Flutningsmenn eru Jóhann

Friðrik Friðriksson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ingibjörg Isaksen og Þórarinn Ingi Pétursson. „Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við að opna heilsugæslusel í Suðurnesjabæ í takt við stefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja 2020–2023. Fjárframlög til stofnunarinnar taki mið af því verkefni svo að þjónustan geti hafist sem fyrst.“

Tillaga til þingsályktunar um heilsugæslu í Suðurnesjabæ. Flutningsmenn eru Ásmundur

Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Óli

Björn Kárason, Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að láta Sjúkratryggingar Íslands skoða kosti þess að bjóða út rekstur heilsugæslu í Suðurnesjabæ, með samstarfi við einkaaðila eða Heilbrigðisstofnun

Suðurnesja, HSS. Jafnframt ályktar Alþingi að fela heilbrigðisráðherra að kanna samþættingu þjónustu sérfræðilækna og annarra sérgreina í öllum byggðarkjörnum á Suðurnesjum.“

Leita að nafni á nýjan leikskóla

Á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar þann 13. september var ákveðið að leita í hugmyndabrunn íbúa og annarra áhugasamra að nafni fyrir nýjan leikskóla að Byggðavegi í Sandgerði í Suðurnesjabæ.

Leikskólinn er byggður samkvæmt teikningum JeEs arkitekta og hófst hönnun hans árið 2019. Skólinn verður fullbyggður sex deilda. Byggingarframkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að skólinn opni í mars á næsta ári ef allt gengur að óskum.

Ríkislögreglustjóri leggur verkefnunum lið með verkefnisstjórn og hefur Sigþrúður Guðmundsdóttir verið ráðin sem verkefnisstjóri svæðisbundna samráðsins á Suðurnesjum og opnunar Velferðarmiðstöðvar.

Þiggja boð Voga um fund um sameiningarmál

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að þiggja boð Sveitarfélagins Voga um fund til að ræða sameiningarmál.

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum dags. 24. september 2023 með bókun bæjarráðs varðandi valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga hefur borist bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ. Óskað er eftir fundi með fulltrúum Suðurnesjabæjar til þess að ræða málefnið og kanna hvort grundvöllur sé til þess að skoða það frekar, t.d. með óformlegum könnunarviðræðum sem miða að því að meta kosti og ókosti sameiningar.

Leita leiða til að hefja frístundaakstur í Suðurnesjabæ

Suðurnesjabær hefur samið við Skóla ehf. um reksturinn sem starfar í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins. Í sveitarfélaginu eru í dag tveir leikskólar Gefnarborg og Sólborg.

Hugmyndir að nafni á nýja leikskólann óskast sendar á „Betri Suðurnesjabær“ inni á vef Suðurnesjabæjar í síðasta lagi 27. október 2023.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita leiða til að hefja frístundaakstur milli byggðarkjarnanna í Suðurnesjabæ.

Erindi frá unglingaráðum Reynis og Víðis dagsett 14. september 2023 var sent bæjaryfirvöldum í Suðurnesjabæ. Þar fara unglingaráð Reynis og Víðis þess á leit að settur verði á laggirnar frístundabíll fyrir unga iðkendur sem þurfa að fara milli byggðarkjarna til að sækja íþróttaæfingar.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS
2 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Frá Vogum. VF/Hilmar Bragi
NÚNA -30% 5.877 8.395
INNIMÁLNINGU
OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 LAUGARDAGA 10-14
NÚNA -30% 6.507 9.295
2,7L. ALLE ROM mött, þvottheldinn akrýl innimálning sem auðvelt er að þrífa án þess að blettir myndist
AF ALLRI
-30%
NÝR LITUR GETUR BREYTT RÝMINU
4L. KÓPAL 10 Vatnsþynnanleg lyktarlaus plastmálning sem hylur einstaklega vel og ýrist lítið við rúllun

Gengið um söguslóðir Unu Guðmundsdóttur í Garðinum

Mikil og góð þátttaka var í sögugöngu á vegum Hollvinafélags

Unu Guðmundsdóttur sem fram fór í Garðinum síðasta laugardag. Leiðsögumaður í göngunni var Hörður Gíslason. Hann tók á móti göngufólkinu í Útskálakirkju þar sem hann ræddi m.a. um Sjólyst, sem á seinni árum hefur verið kölluð Unuhús. Eftir fyrirlestur í kirkjunni var farið að leiði Unu í kirkjugarðinum og þar sett niður haustblóm. Það var einnig gert á leiði Ernu Sveinbjarnardóttur, sem í mörg ár fór fyrir Hollvinafélagi Unu Guðmundsdóttur. Frá Útskálakirkju var svo gengið niður að Ósi og eftir sjávarkambinum

inn í Gerðar, þar sem Sjólyst stendur.

Sjólyst í Garði er lítið hús staðsett skammt ofan við Gerðavör við höfnina í Gerðum. Húsið var byggt árið 1890 af Andrési Andréssyni, sem var smiður í Garðinum. Talið er að byggingarefni hafi að mestu komið úr farmi Jamestown sem strandaði við Hafnir 1881. Húsið á fyrirmynd sína í torfbæjunum og finnast fá hús af þessari gerð

nú. Um miðja síðustu öld var gerð viðbygging við Sjólyst þar sem er eldhús og snyrting en anddyri var reist nokkru fyrr.

Sjólyst hefur af mörgum verið kennt við Unu Guðmundsdóttur og þá kallað Unuhús, en Una var kölluð Völva Suðurnesja bæði af Grétari Fells svo og Gunnari M. Magnússyni sem skrifaði samnefnda bók. Una bjó í húsinu megnið af ævi sinni ásamt fósturdóttur sinni

Stefaníu G. Kristmundsdóttur og

bróðir Unu, Stefán, bjó þar einnig þegar hann var heima í Garðinum í fríum en hann keypti húsið um 1920. Stefán átti mörg handtökin í húsinu og munum þess. Í húsinu var lengi bókasafn sveitarfélagsins og sá Una um það og muna margir heimsóknir sínar í bókasafnið hjá Unu.

Eftir lát Unu árið 1978 var húsið komið í eigu bæjarfélagsins að hennar eigin ósk en það stóð að mestu autt um árabil.

Segja má að Sigurður Ingvarsson

rafverktaki í Garði og Baldvin

Njálsson útgerðarmaður og fiskverkandi hafi bjargað Sjólyst frá

glötun. Ýmis mannvirki voru rifin

í umhverfi Sjólystar fyrir mörgum

árum sem Sigurður, sem þá var í hreppsnefnd Gerðahrepps, kom

í veg fyrir að örlög Sjólystar yrðu að lenda undir jarðýtu. Á sama

tíma vantaði Nesfiski, fyrirtæki Baldvins, húsnæði fyrir starfsfólk. Húsið var því tekið og lagfært og gert íbúðarhæft. Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur var svo stofnað 18. nóvember 2011. Samningur var í framhaldinu gerður milli Hollvinafélagsins og Sveitarfélagsins um rekstur og uppbyggingu Sjólystar og hefur hann verið endurnýjaður reglulega síðan. Bæjarfélagið stýrði og kostaði endurbyggingu Sjólystar en Hollvinafélagið studdi vel við með öflun styrkja og var með í ráðum. Arkitekt framkvæmdanna við húsið var Magnús Skúlason en

byggingameistari var Ásgeir Kjartansson, sem vann verkið ásamt syni sínum Bjarka sem einnig er byggingameistari. Sigurður H. Guðjónsson, húsasmíðameistari í Sandgerði smíðaði alla glugga í húsið og gaf hann sína ómetanlegu vinnu. Hann smíðaði einnig útidyrahurðirnar. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings Húsafriðunarsjóðs og Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja ásamt styrkja frá ýmsum einstaklingum. Á afmælisdegi Unu 2020 var endurbótum á Sjólyst lokið og fékk Hollvinafélagið húsið afhent þann dag til varðveislu og reksturs, segir m.a. í sögu Sjólystar á vef Suðurnesjabæjar.

Sögugangan síðasta laugardag endaði í Sjólyst og þar endaði jafnframt sumardagskrá Sjólystar en þar hefur verið boðið upp á kaffi og vöfflur allar helgar í sumar. Nú tekur vetrarstarfið við en næst á dagskrá er aðalfundur hollvinafélagsins í nóvember.

Elsku hjartans fallega stelpan okkar, systir og barnabarn,

HELENA SÓL KEILEN

Einidal 13, Reykjanesbæ, lést umvafin ástvinum þann 27. september síðastliðinn. Útför hennar verður frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. október kl. 13:00.

Ástvinir vilja þakka veitta aðstoð, stuðning og vináttu í gegnum árin. Rut Þorsteinsdóttir Chad Keilen

Thor Keilen

Emilía Keilen

Stefán Lee Keilen

Erna Árnadóttir Þorsteinn Geirharðsson

Kathy Keilen James Keilen

SUÐURNESJABÆR Við leiði Unu Guðmundsdóttur að Útskálum. VF/Hilmar Bragi Gönguhópurinn lét ekki kulda og trekk hafa áhrif á sig þegar gengið var í Gerðar. Í stofunni hennar Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst. Sjólyst í Gerðum í Garði. Í eldhúsinu í Sjólyst hafa verið bakaðar vöfflur allar helgar í sumar.
4 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M

elva dögg Sigurðardóttir varð á dögunum óvænt þingkona fyrir viðreisn í Suðurkjördæmi. elva skipar fjórða sæti á lista flokksins í kjördæminu og var því ekki að gera ráð fyrir því að taka sæti sem varaþingmaður á alþingi Íslendinga. Þegar guðbrandur einarsson þurfti að taka sér leyfi frá þingstörfum, og þau sem skipa annað og þriðja sætið gátu ekki leyst hann af, var haft samband við elvu dögg. Hún er í námi í danmörku en skellti sér um borð í næstu flugvél og flaug heim til keflavíkur.

Elva Dögg var kölluð heim frá Danmörku til að taka sæti á Alþingi

UNGT FÓLK Á FULLT ERINDI Á ALÞINGI

að halda áfram og gefast ekki upp og stefna áfram.“

Finnst þér ung fólk ekki vera nógu duglegt í því?

Elva Dögg segir það hafa verið mjög skrítið að koma inn í Alþingishúsið í fyrsta skipti en skemmtilegt. „Ég var búin að sjá þetta svo oft á myndum og í fréttum og það er gaman að sjá hvernig þetta allt er og hvernig allt virkar. Nú er maður bara í þessu,“ segir Elva Dögg þegar hún tekur á móti útsendara Víkurfrétta í þinghúsinu.

„Ég fékk símtal frá Guðbrandi þegar ég var úti í Danmörku þar sem hann einfaldlega spurði hvort ég væri mögulega til í að koma inn á þingið þar sem hann yrði frá næstu vikurnar. Ég þurfti að fá smá tíma til að melta þetta þar sem ég var ekki alveg að búast við þessari spurningu. Ég var ekkert lengi að hugsa þetta. Þetta er spennandi tækifæri og mikill heiður að fá að koma hingað og starfa hér þannig að ég sagði já, pakkaði í tösku og skellti mér aftur heim.“

Elva Dögg er í meistaranámi í Danmörku og hefur verið þar síðasta ár að læra félagslegt frumkvöðlastarf og stjórnun. Félagsleg nýsköpun er hluti af náminu. „Við skoðum mikið nýsköpun til að efla samfélagið. Við skoðum hugmyndir, fyrirtæki og verkefni sem snúa að því að styrkja okkur sem samfélag. Þá smíðum við lausnir sem leiða til þess að samfélagið okkar verður betra,“ segir Elva Dögg. Áður en hún fór í þetta nám í Danmörku hafði hún menntað sig í tómstunda- og félagsmálafræði og hafði verið að vinna í tengslum við það nám áður en hún flutti út til Danmerkur. Námið sem hún leggur stund á núna er til tveggja ára, þannig að hún segist eiga talsvert eftir.

Hvernig er að mæta svona blaut á bak við eyrun inn á Alþingi?

„Ég viðurkenni að það er alveg stressandi en einnig alveg ótrúlega spennandi. Ég fæ að koma hérna

inn í byrjun þingsins þannig að ég næ að koma inn og heyra vel um málin og allt sem er að fara af stað. Ég fæ að vera partur af þessu og fá allar upplýsingar í byrjun, sem er mjög gott. Ég er mikið að læra og skilja leikreglurnar og hvernig praktíkin virkar.“

Nú ertu búin að vera hérna vel á aðra viku þegar þetta viðtal er tekið. Hvernig ertu að upplifa þetta?

„Það er ótrúlega mikið stuð. Það er mikið í gangi og þetta er lifandi. Það er verið að mæta á nefndarfundi, þingflokksfundi, fundi í sal og það er mjög mikið af allskonar spennandi í gangi hérna sem er ótrúlega gaman að fá að fylgjast með og taka þátt í.“

Ertu búin að fara í púlt?

„Já, ég hef tvisvar farið í púltið. Ég hélt jómfrúarræðuna mína og svo eina í tengslum við öldr

unarrými. Það var stressandi en skemmtilegt.“

Um hvað fjallaði jómfrúarræðan?

„Hún fjallaði um það hvort við viljum ekki að Ísland sé þannig að þegar fólk fer út í nám velji það að koma aftur heim. Ég talaði aðeins um vexti og húsnæðismál og ræddi hvort þetta sé ekki eitthvað sem við viljum hugsa um og að við séum að skapa umhverfi sem fólkið sem fer út að læra vilji koma heim í.“

Hefur þú trú á að þú getir haft áhrif?

„Já, ég hef trú á því. Ég hef séð það hér inni á þinginu að það er algjörlega hægt.“

Jafnvel þó svo maður sé í minnihluta?

„Já. Það er alveg hægt að koma góðum málum í gegn, klárlega. Það þarf vilja og þrautseigju. Það þarf

Elva Dögg segir að núna í byrjun þingsins sé minnihlutinn búinn að vera með fleiri mál í gangi á þinginu. Nú eru mál að koma inn frá ríkisstjórninni, sem er spennandi líka, og á næstu vikum fáum við vonandi að heyra meira frá ríkisstjórninni. Fólkið í minnihluta er búið að vera mjög duglegt að koma upp og halda sínum málefnum á lofti.

Hver finnst þér vera mikilvægustu málefni þíns kjördæmis, Suðurnesja og Suðurkjördæmis?

„Heilbrigðismálin hafa verið mikið í umræðunni núna og við loksins komin með betri aðstæður og meiri fjölbreytni í þjónustu fyrir íbúana okkar, sem er ótrúlega mikið fagnaðarefni. Það má hins vegar margt bæta áfram og við megum ekki hætta þarna því það er svo mikil stækkun og ör þróun í samfélaginu okkar og kjördæminu öllu. Það eru allskonar samfélagsleg verkefni sem við þurfum að finna og tækla. Þá kemur samfélagslega nýsköpun mjög sterk inn þar. Það er eitthvað sem ég vil tala fyrir og langar að kynna og koma inn með því nýsköpun er á mikilli uppsiglingu á Íslandi og við verðum að passa að sofna ekki á verðinum varðandi samfélagslega nýsköpun. Fólk sem er að koma inn með hugmyndir, fyrirtæki og allskonar sem snýr að þessum samfélagslega ábata og að við séum líka að styrkja það og búa til umhverfi fyrir fólk til að láta hugmyndir sínar dafna.“

Elva Dögg vill sýna ungu fólki að það er hægt að hafa áhrif og það sé gaman að taka þátt í stjórnmálum og samfélagslegri umræðu. „Það er ótrúlega mikilvægt að við gerum það og að við látum okkur málin varða og að við höfum skoðanir.

Þetta er framtíðin okkar og ef að við höfum ekki skoðanir og tökum ekki ákvarðanir þá gerir það einhver annar fyrir okkur,“ segir Elva Dögg.

„Jú, jú. Mjög margir ótrúlega duglegir og það er mikið af baráttufólki í alskonar verkefnum en það má alltaf gera betur og ég held að við getum gert miklu betur.“

Nú hefur verið talað um það að atvinnulíf á Suðurnesjum hefur verið einsleitt í gegnum tíðina. Nýsköpun kom upp eftir bankahrunið og það varð smá sprettur þá en svo hefur þetta aðeins farið til baka. Heldur þú að nýsköpun geti aukið fjölbreytni í atvinnulífi á svæðinu?

„Alveg klárlega. Það er svo mikilvægt að við styðjum við fólkið sem er með hugmyndir, að það fái stuðning og leiðsögn við að koma sínum hugmyndum á framfæri.“

Elva Dögg á von á því að vera á þingi fram í nóvember. Þá á hún von á því að Guðbrandur Einarsson verðið orðinn sprækur á ný en hann fór í hnjáliðsaðgerð á dögunum. Hún segir að á Alþingi sé ótrúlega mikið af góðu fólki í öllum flokkum og segist vera vel tekið í Alþingishúsinu.

Fatnaður þingmanna er oft til umræðu. Tókstu fataskápinn

þinn með frá Danmörku?

„Ég er mjög mikið dressuð upp af systur minni og einnig mömmu. Ég hef verið að fá mikið lánað hjá þeim. Ég var gella í framhaldsskóla en síðustu ár hef ég ekkert verið mikið í gellufötum. Ég er búin að vera að fá aðstoð og kaupa farða, þannig að maður sé nú ágætlega til fara.“

Elva Dögg býr í foreldrahúsum á meðan þessu stutta þingstoppi stendur á Íslandi og telur að sitt fólk sé bara ánægt með að hafa fengið hana heim í þetta óvænta verkefni. Hún segir einnig að Alþingi sé algjörlega staður fyrir ungt fólk. Það eigi erindi þangað inn og það sé mikilvægt að Alþingi endurspegli þjóðina.

Nánar má sjá í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á vf.is eða hér í rafrænni útgáfu blaðsins.

-
ALÞINGI Páll Ketilsson pket@vf.is v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 5

Matylda með Töru Lynd, Magnúsi og Margréti. Hún var að vonum glöð og þakklát fyrir styrkinn en þessi flotta stelpa, sem hefur m.a. stundað júdó og fimleika, var svolítið þreytt þegar styrkurinn var afhentur enda að ganga í gegnum erfiða lyfjameðferð þessa dagana sem reynir talsvert á hana. VF/JPK

Matylda styrkt með ágóða Pétursmótsins

Pétursmótið í körfuknattleik var haldið í Blue-höllinni í síðasta mánuði en körfuknattleiksdeild Keflavíkur heldur mótið á hverju ári til minningar um osteopatann Pétur Pétursson sem lést árið 2016. Það voru Keflvíkingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar en karlalið Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Þróttar tóku þátt í Pétursmótinu í ár. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, afhenti Margréti Þórarinsdóttur, ekkju Péturs, og börnum þeirra, Töru Lynd og Magnúsi, allan ágóða mótsins í byrjun vikunnar en það voru 900 þúsund krónur sem Margrét, Tara Lynd og Magnús voru beðin að ráðstafa til góðra verka í samfélaginu á Suðurnesjum.

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Fjölskylda Péturs ákvað að ágóðinn skildi renna til Matylda Bergdísar Wiak og fjölskyldu hennar en Matylda, sem er þrettán ára gömul og nemandi í Holta -

skóla, greindist með hvítblæði í mars á þessu ári og er fjölskyldan því að ganga í gegnum erfiða tíma í veikindum hennar.

Amma, mamma og pabbi Matylda; Natalia Witczak, Izabela Wiak-Witchak, Maciej Wiak, Tara Lynd Pétursdóttir, Matylda, Magnús Pétursson, Margrét Þórarinsdóttir og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.

Fyrsti mánuður fiskveiðiársins gerður upp

Eins og svo oft áður hef ég byrjað pistlana mína á þessum orðum; að tíminn æðir áfram og já, það gerir hann því að núna er september liðinn og því rétt að líta á hvernig bátunum gekk í þessum fyrsta mánuði á fiskveiðiárinu 2023–2024. Byrjum á stóru línubátunum, þeir átti ansi góðan mánuð. Sighvatur GK var með 457 tonn í fjórum róðrum og af þeim afla var 340 tonnum landað í Grindavík, restinni á Djúpavogi í einni löndun, Páll Jónsson GK með 422 tonn fjórum róðrum og af þeim afla var 202 tonnum landað í Grindavík, restinni var líka landað á Djúpavogi eins og hjá Sighvati GK. Fjölnir GK var með 405 tonn í fjórum róðrum og af þeim afla var einungis 115 tonnum landað í Grindavík, hinu var landað á Skagaströnd og Djúpavogi. Valdimar GK var með 359 tonn í fjórum róðrum og af þeim afla var 190 tonnum landað í Grindavík, restinni á Grundarfirði.

Af minni bátunum var Særif SH með 190 tonn í þrettán róðrum en hann landaði að mestu í Sandgerði, síðan Grindavík og einni löndun á Arnarstapa, Auður Vésteins SU 167 tonn í sautján í þremur höfnum; Neskaupstað, Vopnafirði og Stöðvarfirði, Gísli Súrsson GK 162 tonn í fimmtán róðrum á Neskaupstað og Vopnafirði, Margrét GK 120 tonn í sextán róðrum, öllu landað í Sandgerði. Óli á Stað GK 99 tonn í fjórtán róðrum, 62 tonnum af þeim afla var landað í Sandgerði, restinni í Grindavík. Vésteinn GK

75 tonn í sjö róðrum á Neskaupstað og Stöðvarfirði, Sævík GK 98 tonn í sextán róðrum en báturinn byrjaði fyrir norðan á Skagaströnd og kom síðan suður um miðjan september og landaði 49 tonnum í átta róðrum í Sandgerði og Grindavík, Dúddi Gísla GK 65 tonn í ellefu á Skagaströnd, Katrín GK 40 tonn í sex á Siglufirði, þar var Hópsnes GK líka með 71 tonn í tólf róðrum. Geirfugl GK hóf síðan veiðar og náði einni löndun, tæp fimm tonn sem landað var í Sandgerði en hann var í slipp mestan hluta af september.

Aðeins þrír netabátar réru og tengdust þeir allir Hólmgrími.

Þetta voru Addi Afi GK sem var með 13 tonn í sex róðrum, Hraunsvík GK með 12 tonn í níu og Friðrik Sigurðsson ÁR með 143 tonn í sautján róðrum en Hólmgrímur hefur leigt Friðrik Sigurðsson ÁR fram í maí árið 2024. Má segja að þessi bátur komi í

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

staðinn fyrir Grímsnes GK. Skipstjóri á bátnum er Sigurður Haraldsson sem á bátanna Svölu Dís KE og Unu KE.

Dragnótaveiði var mjög góð. Sigurfari GK var með 222 tonn í tuttugu róðrum, Siggi Bjarna GK 214 tonn í sextán róðrum, Benni Sæm GK 175 tonn í fimmtán og Maggý VE 158 tonn í sextán, allir að landa í Sandgerði nema tvær landanir hjá Maggý VE í Grindavík og ein löndun hjá Benna Sæm GK í Keflavík.

Nokkrir færabátar voru á veiðum, t.d. Dímon GK með 6,3 tonn í átta róðrum, Líf NS 2,7 tonn í fimm, Fagravík GK 1,8 tonn í tveimur og Guðrún GK 6,4 tonn í fimm, allir í Sandgerði.

Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
UPPSKERA BRAGÐAREFUR HVELLUR FREGNIR ÞINGHEIMUR BJÖRGUNARSVEIT PAKKAMATUR RAKARI SANDGERÐI FLUGVÉLAR KLETTUR DÚFA GÚRKA FÓTBOLTI RÚGBRAUÐ RAÐA BRÚÐUR MAUR GAMANMÁL TAPPI T T F Ú D U E Ó R A R B Ú Ð Ú T E Æ A G Í B V U T T M G Ö S R A E L N G F I F R G H G N K Ó S V A T K Ð R V E P I Þ U T A U L Ú A F A U A A G E M E G E N G L G Á M Ö M A S N Æ L A Þ Ý T P Æ P H T 8 Í A S B L G B K H K Ó Ú G S G Æ A T A R A G P L I U Æ Æ N L T I R Ú T M G M R A B K T R A U P D R K A Æ R Ó R N K A E L P B Í Z B S R P E R Ð D I A É Ð P Ð A T Ú M Ý U Ó R B K G R U Æ G B L E T O A F Ú T T J B I Ó A Ó Ó L Ú E G B R U A B F Ð G S A R R
Finndu tuttugu vel falin orð Gangi
ORÐALEIT
þér vel!
Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is
6 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M

Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna

Reykjanesbæjar

Menningar- og þjónusturáð

Reykjanesbæjar hefur óskað eftir tilnefningum vegna menningarverðlauna Reykjanesbæjar 2023, Súlunnar. Tilnefningar þarf að senda í síðasta lagi 16. október á netfangið menningarfulltrui@ rnb.is

Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Rökstuðningur þarf að fylgja tilnefningu.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Vissi ekki af 157 kílóum af fíkniefnum í skútu við Garðskaga

Einn einstaklingur situr í áframhaldandi gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn af lögreglu á skútu úti fyrir Garðskaga í júní í sumar. Skútan var færð til hafnar í Sandgerði í viðamikilli aðgerð sem að komu, auk lögreglu, menn frá bæði tollgæslu og landhelgisgæslu. Landsréttur úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 12. október næstkomandi.

vfÍ úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. september sl. segir m.a.: Að kvöldi 23. júní 2023 sást skúta úti við Garðskagavita. Sást maður sigla úr skútunni á gúmmíbát og þar annan mann í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bifreið og í gúmmíbátinn. Sigldi maðurinn sem kom á gúmmíbátnum á ný út í skútuna eftir það. Lögregla fór í framhaldinu um borð í skútuna þar sem varnaraðili var ásamt þeim sem hafði farið í gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust 157.092 grömm af hassi og 40,52 grömm af maríúana. Teknar voru skýrslur af varnaraðila 24. júní, 30. júní og 26. júlí sl. Aðspurður sagðist hann hafa farið í bátsferð til gamans með hinum skipverjanum á skútunni. Varnaraðili vissi ekki hver borgaði flugmiðann fyrir hann frá Grænlandi til Kaupmannahafnar. Kvaðst varnaraðilinn hafa verið búinn að vita af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en hann þekkti hann ekki vel. Hann sagði að þeir

ishefðu byrjað ferðina rétt sunnan við Bergen í Noregi og hafi ætlað að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Varnaraðili sagði þá hafa lent í stormi og hafi því stoppað við Íslandsstrendur þar sem að það vantaði vistir. Varnaraðili hafi ekki þekkt og ekki séð manninn sem kom með vistir til þeirra við Garðskaga. Aðspurður kvaðst varnaraðili ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Í þriðju skýrslutöku var varnaraðila kynnt að lögreglan hefði talað við fyrrum eiganda skútunnar og fengið upplýsingar um hver borgaði fyrir skútuna. Fyrrum eigandi framvísaði millifærslu upp á 150.000 danskar krónur þar sem fram kemur að varnaraðili millifærði upphæðina 10. mars 2023. Aðspurður sagði hann að þessi

fjárhæð hefði verið lögð inn á reikninginn hans og hann hefði svo millifært á fyrrum eiganda skútunnar. Aðspurður sagðist hann ekki vita hver lagði inn á reikninginn sinn og sagði það hafa verið gert í nokkrum millifærslum en man ekki hve mörgum. Aðspurður hver hefði beðið hann um að millifæra þessa fjárhæð á fyrrum eiganda skútunnar sagðist hann ekki muna það nema vera með símann sinn. Það kæmi fram í símanum hver hefði beðið hann um það. Aðspurður sagðist varnaraðili ekki muna hvað einstaklingurinn heitir.

Þann 24. júní sl. var kærði úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun til 4. júlí 2023 á grundvelli rannsóknarhagsmuna með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur

sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar. Þann 4. júlí sl. var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til þriðjudagsins 1. ágúst 2023 og einangrun til þriðjudagsins 11. júlí 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar. Þann 1. ágúst sl. var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 29. ágúst 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar. Þá var kærða gert að sæta gæsluvarðhaldi til 15. september 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar.

Eins og rakið er að framansögðu þá hefur lögregla til rannsóknar mál á hendur ákærða og fleirum sem varðar innflutning mikils magns fíkniefna með skútu sem siglt var upp að ströndum landsins. Telur lögreglustjóri ætluð brot sem ákærði eigi aðild að geta varðað við ákvæði almennra hegningarlaga sem segir að slík brot varða allt að tólf ára fangelsisrefsingu ef sök sannast. Ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins samfleytt frá 24. júní 2023. Af hálfu ákærða er kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald mótmælt. Er vísað til þess að ákærði hafi staðfastlega vísað til þess að hann hafi ekki haft vitneskju um eðli farmsins. Landsréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til 12. október nk.

Skútan í Sandgerðishöfn 24. júní í sumar. Mynd/Sigurður Þorkell Jóhannsson Aðalsteinn Ingólfsson er handhafi Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar.
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 7

Lúmsk eftirköst heilahristings

Heilahristingur var kveikjan að Heilaheilsu.

Umræða um heilahristing í Bandaríkjunum ýkt.

Fyrstu viðbrögð mikilvæg

Flestir fá heilahristing einhvern tíman á lífsleiðinni og í um 60 til 70% tilfella jafnar fólk sig hratt og örugglega án nokkurs inngrips. Hins vegar er stór hópur sem glímir við langvarandi einkenni og viðvarandi heilsubresti eftir heilahristing eins og Ólína fékk sjálf að reyna á eigin skinni. „Það er mikilvægt að greina vandann strax í upphafi eftir að fólk hefur fengið heilahristing. Fyrstu viðbrögð eru mjög mikilvæg, að fara ekki of geyst af stað og passa sig mjög vel fyrstu dagana, sérstaklega að fá ekki aftur heilahristing.

„Það er í raun ekki endilega heilahristingurinn sjálfur sem er hættulegur, heldur röng viðbrögð eftir að hafa fengið heilahristing,“ segir dr. ólína viðarsdóttir sem ákvað að stofna fyrirtækið Heilaheilsu sem sérhæfir sig m.a. í þjónustu við einkennum heilahristings. Hún lenti sjálf í að fá heilahristing í fótboltaleik en ólína lék 70 landsleiki í fótbolta og lék um tíma í Svíþjóð og englandi sem atvinnumaður.

„Ég ólst upp í Grindavík, kláraði grunnskólann þar og fór svo í eitt og hálft ár í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég æfði og spilaði fótbolta með Grindavík og bauðst að fara til Bandaríkjanna á háskólastyrk árið 2001. Ég lærði sálfræði, var fyrstu tvö árin í Central Michigan og kláraði svo frá Richmond. Ég kom heim eftir námið, skipti þá yfir í Breiðablik og lék með þeim og fór í meistaranám í sálfræði við Háskóla Íslands. Eftir nokkur ár heima bauðst mér að gerast atvinnumaður í knattspyrnu í Svíþjóð og lék með Örebro í sænsku úrvalsdeildinni. Eftir rúmlega ár fór mér að leiðast og vildi vinna samhliða og fór að vinna sem sálfræðingur í Svíþjóð ásamt því að spila fótbolta. Í heildina vorum við fjölskyldan um fimm ár úti, tókum stutt stopp í Englandi þar sem ég og konan mín spiluðum með Chelsea, og komum svo heim árið 2013. Þá byrjaði ég að vinna sem sálfræðingur á Landspítalanum og hóf síðan doktorsnám við HÍ. Á árunum 2013 til 2017 spilaði ég fótbolta með þremur liðum hér heima, Val, Fylki og KR.

Á þessum tíma var ég farin að skoða heilaþjálfun og vitræna endurhæfingu fyrir fólk með geðraskanir. Ég var að innleiða þannig meðferðir og skoða hugarstarfið, athygli, einbeitingu og minni. Á sama tíma og ég var í þessu doktors námi var ég að spila fótbolta á fullu og lenti í að fá heilahristing. Þetta gerðist í leik, ég kláraði hann og hélt svo áfram að æfa eins og ekkert hefði í skorist.

Spilaði tvo leiki í viðbót og lenti þá aftur í að fá höfuðhögg, ekki eins harkalegt og í fyrra skiptið en fékk aftur heilahristing, hugsanlega og líklega var ég ekki búin að jafna mig nægjanlega vel eftir fyrra skiptið. Ég fékk mikil einkenni eftir þetta, þarna lauk knattspyrnuferlinum og ég þurfti að fá veikindaleyfi frá vinnu í einhvern tíma. Ég myndi segja að ég hafi verið um tvö

ár að jafna mig alfarið eftir þetta.“

Ólína fór að reyna lesa sér til um hvað hægt væri að gera til að jafna sig af heilahristingi en fann lítið og þar sem hún var á kafi í doktorsnáminu á þessum tíma kviknaði

áhugi hennar á að einbeita sér að úrræðum sem grípur fólk sem hefur fengið heilahristing og úr varð að hún stofnaði fyrirtækið Heilaheilsu árið 2021. „Ég sökkti mér af fullum þunga ofan í pælingar um heilahristing og meðferð eftir heilahristing og sótti m.a. námskeið til Kanada. Ég er með góðan grunn í námi, var m.a. að rannsaka áhrif geðheilsu á hugarstarf í doktorsnámi mínu, svo það hefur gengið vel að tileinka mér vísindi tengd heilastarfseminni. Fyrirtækið hefur gengið vel en Heilaheilsa veitir faglega og trausta þjónustu þar sem áhersla er lögð á að efla heilaheilsu og að bæta líðan. Við bjóðum upp á sérhæfða þjónustu við einkennum heilahristings, sálfræðimeðferð, líkamsþjálfun, námskeið og þjónustu við fyrirtæki, fagaðila og stofnanir. Markmið okkar er að efla þjónustu við þá sem glíma við einkenni heilahristings. Þessa þjónustu vantaði hér á landi,“ segir Ólína.

Það þarf líka að passa sig á að gera ekki of lítið því heilinn þarf blóðflæði og því er hreyfing nauðsynleg í bataferlinu. Oft þarf að fara í sjúkraþjálfun til að meðhöndla hálsáverka eftir höfuðhögg, það þarf að vinna með sjónskynjun, taugakerfið, draga úr bólgum og í raun mjög margt sem þarf að gera. Hingað til hefur verið flókið fyrir einstaklinga að ná sér í nauðsynlega þjónustu því þetta er svo margþætt en við hjá Heilaheilsu höldum vel utan um allt ferlið. Við greinum vandann, veitum meðferð og beinum fólki í réttan farveg. Birtingarmynd einkenna er svo ólík eftir heilahristing, það sem hrjáir einn einstakling er kannski eitthvað allt annað en það sem sá næsti finnur. Sem betur fer jafna flestir sig á nokkrum vikum en sumir geta þurft mun lengri tíma. Það er í raun ekki heilahristingurinn sjálfur sem er hættulegur, heldur röng viðbrögð strax á eftir, röng greining og ófullnægjandi

meðferð sem getur gert bataferlið langt og erfitt.“

Ólína heyrir daglega sögur fólks sem hafði lent í að fá heilahristing fyrir kannski tuttugu árum en af því að fyrstu viðbrögðin voru ekki rétt lenti fólk í keðjuverkandi vanda. „Það eru ýmis óljós einkenni sem komu fram án þess að fólk áttaði sig á því. Heilinn sjálfur jafnar sig eftir heilahristing því hann er stjórnstöðin og tilgangur hans er að samhæfa öll kerfi líkamans. Þegar áverki, s.s. heilahristingur, kemur á stjórnstöðina er algengt að truflun komi fram í öðrum kerfum líkamans, allt frá ofurnæmu taugakerfi til bólgumyndunar, blóðflæðivanda, hormónabreytinga, jafnvel þunglyndis svo dæmi sé tekið.

Þetta gerðist í leik, ég kláraði hann og hélt svo áfram að æfa eins og ekkert hefði í skorist. Spilaði tvo leiki í viðbót og lenti þá aftur í að fá höfuðhögg, ekki eins harkalegt og í fyrra skiptið [...] þarna lauk knattspyrnuferlinum

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Ólína að fagna marki í leik með Örebro í Svíþjóð.
8 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Ólína með Grindavíkurliðinu á síðustu öld.

Ég mæli hiklaust með því að þeir sem hafa upplifað heilahristing, jafnvel fyrir mörgum árum síðan og eru óvissir hvort þeir geti verið að glíma við eftirköst heilahristings, fari á vefsíðuna hjá okkur og nái sér í netnámskeiðið „Allt um heilahristing“. Þar útskýri ég á mannamáli hvað gerist í heilanum eftir heilahristing, þá truflun sem önnur kerfi líkamans verða fyrir og hvað hægt er að gera. Mörgum finnst eins og þeir hafi hlustað á ævisöguna sína eftir að hafa horft á þessa fyrirlestra hjá okkur, þeir ná að spegla sig í mörgu af því sem þar kemur fram. Það kemur líka fram í þessum fyrirlestrum hvað sé hægt að gera, það eru meðferðir við öllu. Vandinn hefur bara verið sá að fólk áttaði sig ekki á hvað var að hrjá það og hver orsökin var, þá er auðvitað erfitt, jafnvel ómögulegt, að finna lausn á vandanum,“ segir Ólína.

Ýkt umræða um skaðsemi heilahristings

Umræða um afleiðingar endurtekna höfuðhögga hefur verið hávær síðustu ár, sérstaklega í Bandaríkjunum. Sú umræða varð háværari eftir að myndin Concussion kom út sem fjallar um fyrstu greiningar á heilahrörnunarsjúkdóminum Chronic Traumatic Encephalaphathy (CTE) í heila látinna leikmanna úr ameríska fótboltanum og baráttu vísindamanna við NFL-deildina þar úti. Umræðan er af hinu góða segir Ólína þar sem hún vekur athygli á mikilvægu málefni en er þó orðin nokkuð ýkt. „Þetta er mikið hitamál í Bandaríkjunum og í raun er þetta komið úr því að það mætti ekki tala um heilahristing, yfir í að hann sé hættulegur og allir fái heilabilun ef þeir fá heilahristing.

Meira um Ólínu

Aldur: 40 ára.

Hvolpasveitin bauð andlitsmálningu í bíó

Umræðan er því orðin svolítið ýkt í hina áttina, það hefur verið mikill hræðsluáróður í fjölmiðlum í kringum heilahristing en niðurstöður rannsókna eru ekki svona afgerandi, þ.e. þær eru ekki að sýna þessi beinu orsakatengsl milli höfuðhögga og CTE. Ólína segir að það þurfi að róa umræðuna og túlka niðurstöður rannsókna af meiri varkárni.

Það eru möguleg tengsl á milli tíðni höfuðhögga og CTE hjá hluta atvinnumanna í amerískum fótbolta en þýðið í þessum rannsóknum er lítið og ekki valið af handahófi. Því er erfitt að yfirfæra niðurstöður yfir á alla þá sem ekki eru atvinnumenn í amerískum fótbolta. Það er líka vert að benda á að ekki er hægt að greina þennan sjúkdóm fyrr en einstaklingurinn er látinn. Það var mikilvægt að umræðan varð til, þá voru meiri peningar settir í rannsóknir á afleiðingum höfuðhögga, réttum viðbrögðum og mögulegum úrræðum. Úrræði eins og Heilaheilsa hafa síðan þá sprottið upp víða um heim, sérstaklega í Bandaríkjunum og Kanada – en eins og ég segi, umræðan er orðin of ýkt og fólk telur sig í hættu ef það fær heilahristing, er jafnvel hætt að þora að hreyfa sig eða er hikandi við að setja börnin sín í íþróttir þar sem hætta er á höfuðhöggi. Það þarf að róa umræðuna, greina rétt frá rannsóknarniðurstöðum, og þurfa fjölmiðlar að taka meiri ábyrgð þar. Mér finnst mikilvægt að fólk viti að ef viðbrögðin eru rétt eftir heilahristing jafna flestir sig hratt og örugglega á þremur til fjórum vikum. Hins vegar eru allt að 30 til 40% með einhver einkenni eftir þann tíma og þá skiptir öllu máli að komast sem fyrst í rétta greiningu og meðferðð,“ sagði Ólína að lokum.

Fjölskylda: Gift Eddu Garðarsdóttur og á tvö börn, Bergþóru ellefu ára og Viðar átta ára.

Menntun: Sérfræðingur í klínískri sálfræði og doktor í líf- og læknavísindum.

Uppáhaldsíþróttalið: Í dag er það Þróttur Reykjavík en ég bý í Laugardalnum og fjölskyldan því komin í rautt og hvítt.

Besti matur: Lasagne.

Borða aldrei: Humar.

Uppáhaldskokteill: Espresso Martini.

Draumabíllinn: Á engan sérstakan, breytir mig engu hvað ég keyri.

Hvaða manneskju í heiminum viltu eiga tíu mínútur með? Ömmu Ólínu.

Sérstök ungbarnasýning var síðasta laugardag á nýju Hvolpasveitarmyndinni í Sambíóunum í Keflavík. Sýningin var sérstaklega höfð fyrir þau sem eru að fara í bíó í fyrsta skipti, enda kölluð „Fyrsta bíóferðin“. Hvolpasveitin: Ofurmyndin er stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna sem er að fá frábæra dóma. Fyrir sýninguna í Keflavík var boðið upp á andlitsmálningu fyrir börnin og þá fengu bíógestir einnig „goodie bags“. Leikurinn í Sambíóunum í Keflavík verður endurtekinn um komandi helgi. Hvolpasveitin verður sýnd á laugardag kl. 13:00, 15:15 og 17:30. Á sunnudag verður myndin sýnd 13:00, 15:20 og 17:40.

Sjónvarp

Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta.

Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT

Boðið var upp á andlitsmálningu fyrir sýningu Hvolpasveitarinnar síðasta laugardag. Aftur verður boðið upp á málningu um komandi helgi. Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 9
Ólína með eiginkonu sinni, Eddu Garðarsdóttur, og börnunum Bergþóru og Viðari.

Söfn leita til íbúa

Í lok ágúst var ljósmyndasýningin Horfin hús – Horfinn heimur opnuð í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar en sýningin er unnin í samstarfi Bókasafns Reykjanesbæjar og Byggðasafn Reykjanesbæjar. Á sýningunni er að finna ljósmyndir af gömlum húsum og mannlífi á slóðum þar sem Bókasafnið er til húsa í dag, heimur sem er ýmist horfinn eða á hröðu undanhaldi nýrra tíma. Íbúum gefst kostur á að bæta við upplýsingum um myndirnar á sýningunni og efni þeim tengdum.

Víkurfréttir hittu þær Önnu Maríu

Cornette, sýningastjóra Bókasafns

Reykjanesbæjar, og Evu Kristínu Dal, forstöðumann Byggðasafns

Reykjanesbæjar, í Duus húsum og fékk að heyra hvernig hafi komið til samstarfs milli safnanna.

Brotabrot af safnkostinum

Hvernig vildi það til að byggðasafnið og bókasafnið fóru í eina sæng saman með svona sýningu?

„Byggðasafnið á náttúrlega mjög stórt og gott ljósmyndasafn en bókasafnið og byggðasafnið vinna bara mjög náið saman myndi ég segja,“ segir Eva og Anna María tekur undir það með henni. „Þetta eru tvö söfn sem sveitarfélagið rekur og auðvitað viljum við fá svona samlegðaráhrif, byggðasafnið hefur eitt að bjóða og bókasafnið annað. Saman verður frábær útkoma úr því.“

Eva segir að samstarfið hafi legið beint við þegar Stefanía Gunnars-

dóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, hafði samband við hana og spurði hvort hún væri ekki til í samstarf. „Það var auðvitað alveg sjálfsagt að opna dyrnar fyrir bókasafninu að koma og skoða ljósmyndasafnið okkar.“

Það er enginn rígur eða samkeppni á milli stofnana?

„Nei, við vinnum bara frekar mikið saman,“ segir Eva. Þær stöllur hlæja að spurningunni og segja að sameiginlegt markmið beggja safna sé að bæta lífsgæði bæjarbúa og takist það með því að vinna saman þá gera söfnin það.

„Svo er bara mjög gaman þegar við vinnum saman,“ bætir Anna María við og Eva tekur undir það.

Anna María segir að sýningarsalur bókasafnsins, Átthagastofa, sé sérstaklega hugsaður fyrir sýningar tengdum heimahögunum og þar eigi Byggðasafn Reykjanesbæjar og Bókasafn Reykjanesbæjar augljósa samleið.

„Við erum með stóran og góðan safnkost í byggðasafninu sem kemur héðan af Suðurnesjum,“ segir Eva. „Við höfum bara ákveðna getu til að sýna og sýnum bara lítið brotabrot af safnkostinum okkar hverju sinni, þannig að það er frábært að koma því að víðar.“

Óhefðbundinn sýningarstaður

Anna María segir að bókasafnið sé ekki hefðbundinn sýningarstaður.

„Fólk á leið í ráðhúsið í allskonar erindagjörðum og dettur þá jafnvel inn á þær sýningar sem eru í gangi hjá okkur. Það er ekki eingöngu að koma í þeim tilgangi að sjá sýningarnar okkar ólíkt því þegar fólk gerir sér sérstaka ferð til að sjá sýningar byggðasafnsins ef ég nefni það sem dæmi.“

„Þetta er svona óformlegri vettvangur og kannski annar markhópur sem við erum að ná til þarna. Það er auðvitað bara frábært að bókasafnið sé með þetta sýningarrými og geti sett upp sýningar,“ segir Eva.

„Okkur finnst líka frábært að geta verið með sýningar fyrir alla,“ bætir Anna María við.

Byggðasafnið er svo auðvitað alltaf með sýningarrými í Duus húsum.

„Já, nú erum við búin að koma því svo fyrir að sýningar byggðasafnsins verða hér í Bryggjuhúsinu héðan af og við ætlum að halda þeim þar í stað þess að vera dreifð um húsið. Þannig að það sé auðveldara fyrir gesti að átta sig á að nú sé það komið inn á byggðasafnið.

Hér hafa staðið yfir mjög miklar framkvæmdir, það er búið að setja lyftu í húsið og það bætir aðgengi til muna. Það þurfti líka að styrkja gólfið svo við þurftum að taka allt niður og byrja frá grunni – svo núna erum við með fjórar sýningar í húsinu.“

að grúska í þessu og fann grein í Faxa frá 1978 þar sem auglýst var eftir myndum af fólki sem bjó

í Keflavík í kringum 1920, umhverfinu í kring og störfum fólks.

Ólafur Þorsteinsson skrifaði þessa grein og var að safna myndum sér til gamans fyrir væntanlegt byggðasafn. Það var mjög skemmtilegt að detta niður á þessa grein því okkar sýning er af húsum frá þessum tíma en bundin við reitinn sem ráðhúsið stendur á og næsta nágrenni, af húsum sem búið er að rífa eða eru mikið breytt og fjölskyldunum sem bjuggu þar.“

45 ára gömul hugmynd

Anna María segir að Ólafur vitni

í uppdrátt af Keflavík frá þessum tíma, sama uppdrátt og er á sýningunni í bókasafninu:

„Til er uppdráttur af Keflavík frá þeim tíma og talinn sá elsti sem til er af Keflavík. Því tel ég gaman að til séu myndir af þessu fólki með uppdrættinum og svo má rekja

áfram, í myndunum, ættliðina í það óendanlega að minnsta kosti

það fólk, sem haldið hefur áfram og halda mun sig við Keflavíkina.“

(Ólafur Þorsteinsson, Faxi, 3. tbl. 1978)

„Þannig að þetta er hugmynd sem hefur eiginlega verið til í 45 ár,“ segir hún og bætir við að í

Við gerum okkur grein fyrir því að eftir því sem lengra líður eru minni líkur á að þessar upplýsingar skili sér – og við viljum allar upplýsingar; hver þetta er, hvenær þetta er og hvert er tilefnið. Það hleypir meira lífi í efnið ...

sumum tilfellum vanti upplýsingar með myndunum sem eru á sýningunni og hafi gestir viðbótarupplýsingar, eða jafnvel leiðréttingar, þá séu þeir hvattir til að koma þeim til skila á sýningunni.

„Við lendum svolítið í því að fólk er að koma með myndir til okkar, sem við tökum gjarnan við, en þekkingin hefur glatast úr fjölskyldunni,“ segir Eva. „Það er að segja, hverjir eru á myndinni.“

„Þannig að markmiðið með sýningunni er líka að fá þessar upplýsingar,“ segir Anna María. „Við gerum okkur grein fyrir því að eftir því sem lengra líður eru minni líkur á að þessar upplýsingar skili sér – og við viljum allar upplýsingar; hver þetta er, hvenær þetta er og hvert er tilefnið. Það hleypir meira lífi í efnið.“

Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR SIGURÐSSON

Grænás 2a, Njarðvík, lést á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 12. október klukkan 13.

Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Alzheimersamtökin.

Gunnlaug B. Jónsdóttir

Ólafur Ásmundsson Álfheiður K. Jónsdóttir

Sigurður Ásmundsson Kristjana V. Einarsdóttir

Stefán Ásmundsson Erla Runólfsdóttir

Sverrir Ásmundsson Lára L. Magnúsdóttir

Ari Páll Ásmundsson

Sævar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

Það fyrsta sem ég rek augun í þegar ég geng hérna inn er veggur fullur af ljósmyndum. Mér finnst þetta eiginlega vera framhald af sýningunni í bókasafninu.

„Það er reyndar alls engin tilviljun,“ segir Eva. „Við erum hérna með íbúana og í bókasafninu eru húsin. Það er auðvitað gaman að geta látið sýningarnar tala svolítið saman.“

„Þetta var mjög skemmtilegt þegar við byrjuðum að vinna í þessu,“ segir Anna María.

„Kjartan bæjarstjóri kom með hugmyndina að sýningunni eftir að hafa sé sambærilega sýningu í Chicago. Stefanía talaði svo við byggðasafnið sem segir okkur frá möppu af myndum sem var búið að taka saman. Ég fór auðvitað

í

safnsins og eru íbúar hvattir til að kíkja á hana – og bæta við upplýsingum ef þeir luma á þeim.

Sýningin Horfin hús – Horfinn heimur stendur yfir fram miðjan nóvember á opnunartíma Gestir glugga í sögu myndanna á opnun sýningarinnar Horfin hús – Horfinn heimur. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is
10 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Eva Kristín Dal, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar, og Anna María Cornette, sýningastjóri Bókasafns Reykjanesbæjar. VF/JPK

Garibaldi kom, sá og sigraði á Ljósberanum 2023

Úrslit Ljósberans 2023 voru kynnt og viðurkenningar veittar fyrir bestu ljóðin að mati dómnefndar við fallega athöfn á Bókasafni Reykjanesbæjar nýverið. Garðar Baldvinsson hlaut fyrstu og önnur verðlaun í samkeppninni fyrir ljóðin Hvolf og Segðu satt. Hann skrifar undir listamannsnafninu Garibaldi. Anna Björg Hjartardóttir hlaut þriðju verðlaun fyrir ljóðið Draumar hefja sig til flugs á heiðinni. Sérstaka viðurkenningu fékk Hrefna Ósk Maríudóttir fyrir ljóð sem barst án titils.

1. sæti:

Ljóðið „Hvolf“ barst undir dulnefninu Kvíavellir.

hvolf

sindrandi bylgjur um hvolf sindrandi augu um hvolf

sindrandi mjólkurleið um hvolf

ambur á vörum

fingur að handarbaki neglur sem himnur allt nýtt

litli bróðir

formlaus

hvítvoðungur

möguleikar tækifæri ráðrúm

hvolf þenjast handan alheims sindrandi

Umsögn dómnefndar:

Það inniheldur heimspekilegar vangaveltur um undur alheimsins, himinhvolfsins, vetrarbrauta og svo þess stórfenglega undurs sem nýfætt barn er hverju sinni.

Hversu dásamlegt það er að barn fæðist með tíu fingur og hver og einn þeirra með örþunna nögl eins og himnu? Hvaða möguleikar og hvaða hlutverk bíður hvítvoðungs undir stjörnuhimni? Ljóðið fangar þessar spurningar og varpar ljósi á umkomuleysi og ábyrgð mannsins í þeim heimi sem hann fæðist í. Í fyrstu verðlaun er yfirlestur hjá Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Í boði er yfirlestur á ljóðum eða handriti að ljóðabók með endurgjöf og spjalli í samræmi við umfang efnis og óskir höfundar.

Harpa Rún Kristjánsdóttir er með MA-próf í almennri bókmenntafræði frá HÍ og hefur starfað við ritstjórn og útgáfu frá árinu 2015. Hún hefur skrifað skáldsögu, ljóðabækur, fræðitexta og leikrit auk þess að fást við þýðingar.

2. sæti: Ljóðið „Segðu satt“ barst undir dulnefninu Berghylur.

segðu satt

hver verður næstur hvert fór lífsins fegurð hvernig útleggjast táknin hvernig lifir dauðinn

hví þarf allt að vera í táknum sem má túlka að vild kannski góðvild kannski óvild

hví þurfa dánir svo flókin tákn mega þeir ekki tala við okkur lifandi beint og milliliðalaust

talaðu bróðir segðu mér satt er líf eftir dauðann

Umsögn dómnefndar:

Þetta ljóð er áleitið og spyr erfiðra spurninga. Af hverju eru lífið og dauðinn þessi mikla ráðgáta? Ljóðmælandinn spyr einfaldlega þeirrar spurningar sem við veltum öll fyrir okkur: Er líf eftir dauðann? Til hvers lifum við og til hvers deyjum við?

Garibaldi er skáldanafn Garðars Baldvinssonar. Hann er fæddur 1954 og hefur gefið út níu ljóðabækur ásamt smásögum og fræðaefni. Ljóð hans fjalla gjarnan um ferðalög eins og í sjónhimnum frá 1997 og smávinir fagrir foldarskart frá 2019. Hann tók einnig saman sögur og ljóð vestur-íslenskra skálda í bók sinni Íslandslag. Íslensk-kanadískar bókmenntir frá 1870 til nútímans frá 2006. Garibaldi var formaður Félags ábyrgra feðra í upphafi aldarinnar og skrifaði fjölda greina um þau mál.

Sérstaka viðurkenningu dómnefndar fékk Hrefna Ósk Maríudóttir fyrir ljóð sem barst án titils undir dulnefninu Óskhyggja. Höfundur þess sendi fleiri ljóð í keppnina og er dómnefnd er sammála um að höfundur eigi erindi í ljóðlistina.

Bök barna eru ekki byggð til að bera bresti

blóðskyldra

Hrefna Ósk Maríudóttir (hún) er hinsegin aktivisti, Forseti Q-félags hinsegin stúdenta, femínisti og skáld. Hún hefur yrkt ljóð og samið sögur frá barnsaldri og ætlar sér að birta meira á næstu misserum.

3. sæti

Anna Björg Hjartardóttir hlaut þriðju verðlaun fyrir ljóðið „Draumar hefja sig til flugs á heiðinni“.

DRAUMAR HEFJA SIG

TIL FLUGS Á HEIÐINNI

Kviknar neisti bærist andgift hugarstreymi í takt sjávarfalla flóðs og fjöru Drengur leggur hlustir við suðurnesjarokkið og Suðurnesjarokið fyllir vit með viti Ljósblik hugmynda lýsir upp tilveruna og unga sál örlög verða til Orka tveggja heima brúar skil báru og skers flekar jarðar aðskilja bil milli heima bera hróður útvarða Atlandshafs um heim Tónar og taktur nesjanna fæðir draum í hjartans öra slætti drengs sem lifnar allur við í litlu húsi út í garði og aðeins eldri stúlka syngur héðan liggja leiðir til allra átta Draumar hefja sig til flugs á heiðinni

Umsögn dómnefndar:

Ljóðið Draumar hefja sig til flugs barst undir dulnefninu Héðan liggja leiðir. Draumar hefja sig til flugs á heiðinni. Það má segja að hér komi ljóð „beint frá býli“ eins og sagt er. Ljóðmælandinn er ungur drengur sem hlustar á

Suðurnesjarokk og Suðurnesjarok.

Þetta tvennt vekur spurningar og skapar örlög hans. Hann býr við orku tveggja heima, útvarða sem standa sitt hvorum megin Atlandshafsála.

Hann er í seilingarfjarlægð við hin óþekktu útlönd búandi hjá stóra flugvellinum þar sem draumar hefja sig til flugs dag og nótt og vegir liggja til allra átta. Hér kemur fram sérstaða fólksins á Suðurnesjum hér áður fyrr sem bjó í íslensku einangruðu sveitasamfélagi með Ameríku í túnfætinum og aðgang að útlöndum við bæjardyrnar.

Dómnefnd skipuðu skáldin: Anton Helgi Jónsson, Gunnhildur Þórðardóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðmundur Magnússon og þýðandinn Helga Soffía Einarsdóttir. Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður bókasafns Reykjanesbæjar, fær þakkir fyrir alla aðstoðina í kringum keppnina. Þátttaka var mjög góð, framar öllum vonum.

Kertaljós ljósberans eftir Páll Guðmundsson logaði og gerði sína töfra á meðan á athöfninni stóð. Ljósberinn er skúlptúr sem Páll á Húsafelli hannaði sem fyrstu verðlaun þegar keppnin var fyrst haldin og var það Gunnhildur Þórðardóttir sem þá fékk fyrstu verðlaun. Styrktaraðilar Ljósberans 2023 eru KFC, Penninn Eymundsson, Nettó, Reykjanesbær og Bláa lónið.

w Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Erum við Mariott hótelið – verið velkomin Haustdagar 5-9. október 20% afsláttur af sólgleraugum og umgjörðum NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 11

Stórir áfangar í heilbrigðismálum

Það er markmið stjórnvalda að stuðla að góðu heilbrigðiskerfi fyrir alla landsmenn óháð efnahag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar [https://www. stjornarradid.is/rikisstjorn/ stjornarsattmali/] er kveðið á um að heilsugæslan verði styrkt enn frekar sem fyrsti viðkomustaður notenda, þjónusta aukin og heilsugæslustöðvum fjölgað. Kjörtímabilið er hálfnað og það má með sanni segja að góður árangur hafi náðst á þeim tíma. Það er af mörgu að taka en í þessari grein mun ég fjalla um það sem snýr að Suðurnesjum.

Einkarekin heilsugæslustöð tekur til starfa

Um síðustu mánaðamót tók ný einkarekin heilsugæsla til starfa við Aðaltorg í Reykjanesbæ og mun hún bæta aðgengi að heilbrigðisþjónustu á svæðinu verulega. Heilsugæslan Höfða sér um rekstur stöðvarinnar og hafa móttökur verið mjög góðar. Um er að ræða fyrstu einkareknu heilsugæsluna sem starfar eftir nýju fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni. Íbúar geta skráð sig á nýju heilsugæslustöðina á staðnum eða í gegnum réttindagátt Sjúkratrygginga á vefnum.

Ný heilsugæsla HSS

í Innri-Njarðvík

Í sumar auglýsti Framkvæmdasýsla

ríkisins eftir aðilum til að bjóða í byggingu og útleigu á aðstöðu fyrir

nýja heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Innri-Njarðvík. Nýja byggingin verður 1.640 fermetrar og leggur Reykjanesbær til lóðina og ráðgert er að starfsemi geti hafist um mitt ár 2025. Mikil íbúafjölgun hefur verið á Suður-

nesjum og hefur aðgengi að heilbrigðisþjónustu verið ábótavant um langt skeið. Gera má ráð fyrir enn frekari fjölgun og umsvifum á svæðinu sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins. Nýrri heilsugæslu í Innri-Njarðvík er ætlað að þjónusta 12.000–15.000 íbúa.

Stórbætt aðstaða á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á aðstöðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við Skólaveg í Reykjanesbæ. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni verður ný sjúkradeild á þriðju hæð, hjúkrunardeild á annarri hæð og ný slysa- og bráðamóttaka á fyrstu hæð formlega teknar í notkun í vikunni. Breytingarnar eru löngu tímabærar og verður auknu fjármagni varið af fjárlögum til eflingar á bráðamóttökunni.

Bætt aðgengi, betri heilsa

Um langt skeið hefur eitt helsta baráttumál mitt í stjórnmálum

snúist um bætta heilsu og líðan

íbúa. Aukið aðgengi að heilbrigðisþjónustu skiptir þar miklu máli.

Það er mikið fagnaðarefni að verið sé að stórbæta heilbrigðisþjónustu

á Suðurnesjum og mikilvægt að auðvelda enn frekar aðgengi t.d. með heilsugæsluselum í Vogum og Suðurnesjabæ. Heilbrigðisráðherra er að lyfta grettistaki í málaflokknum og nú finna íbúar

á Suðurnesjum fyrir þeim framförum með bættu aðgengi og betri þjónustu.

Áfram veginn!

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Suðurkjördæmis.

SKIL Á AÐSENDU EFNI

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið

vf@vf.is

Breytingar á Aðalskipulagi

í Reykjanesbæ

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 19. september 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020-2035 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í heildarfjöldi íbúða og byggingarmagns á reit M9 Vatnsnes er aukinn. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 7. júní 2023

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær 3. október 2023

„Þetta var ákveðið svolítið „spontant“ fyrir nokkrum vikum,“ segir tónlistarmaðurinn ásgeir trausti en hann heldur tónleika í Hljómahöll föstudagskvöldið 6. október. ásgeir hefur ekki spilað áður í Hljómahöllinni en hefur komið fram á ljósanótt og á keflavík Music Festival.

Einhvern tíma er allt fyrst segir einhvers staðar. „Ég hef ekki haldið heila tónleika áður aleinn, hef verið með innkomur hér og þar og tekið eitt til tvö lög en þetta er í fyrsta skipti sem ég held heila tónleika einn og óstuddur. Hug-

myndin var að halda bara eina tónleika á tónleikastað í Reykjavík sem heitir Mengi en svo vatt hugmyndin bara upp á sig og nú eru tíu tónleikar bókaðir. Tónleikarnir í Hljómahöll verða þeir fimmtu og ég hlakka mikið til. Ég mun bæði flytja ný lög sem verða á næstu plötu og líka lög sem henta í svona flutningi, þ.e. annað hvort á gítar eða píanó. Þegar hugmyndin

Kísildalir norðursins

Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Mekka hátækniþróunar sem virkar eins og segull fyrir hugvit og hefur leitt af sér þekkingarsamfélag sem er engu líkt. Heimili LinkedIn, Apple og Facebook – hugbúnaðarfyrirtækja sem skapað hafa hafa nýjar víddir í samskiptum þvert á ríki. Eftir fjölda funda með fjárfestingasjóðum, tæknifyrirtækjum og stjórnmálamönnum yfirgaf ég dalinn og hélt til þáverandi starfa í Boston, með aukna þekkingu og tengsl í farteskinu. Hugsunin sem dvaldi í huga mér var þó þessi staður í Kaliforníu. Hvernig gat hann þróast með þeim hætti að hvert einasta mannsbarn tengir hann við tækniþróun og framsýni? Hollywood-tæknigeirans. Staðurinn þar sem hlutirnir gerast.

Örútgáfur Kísildalsins á Íslandi

Nokkru síðar var ég í heimsókn á Íslandi og átti leið um Reykjanesið með fjölskyldunni. Sólin var heldur lægra á lofti en í Kaliforníu, en eftir því sem við siluðumst áfram í vetrarsólinni glampaði á fyrirtækin í hrauninu. Fyrst, við hlið jarðhitavirkjunarinnar í Svartsengi, birtist Bláa lónið - sem við þekkjum flest fyrir að hafa þróað meðferð við psoriasis og unnið snyrtivörur fyrir alþjóðamarkað. Þar á eftir sáum við Carbon Recycling, sem framleiðir grænt eldsneyti fyrir orku-

skiptin. Þá birtist ORF líftækni, sem þróað hefur vaxtaþætti meðal annars fyrir læknisfræðirannsóknir, og Haustak, sem þurrkar og flytur út margs konar fiskafurðir. Svona hélt ferðalagið áfram og aðdáun mín jókst því allt eru þetta verkefni sem auka verðmæti gulls okkar Íslendinga; jarðhitans. Við þessa heildarmynd rann upp fyrir mér að Kísildalurinn er ekki bara í Norður-Kaliforníu –heldur eru svokallaðar örútgáfur af honum hér í norðri á Íslandinu góða. Ekki nóg með það að Reykjanesið sé eingöngu undir heldur eru dalirnir tveir: Auðlindagarður HS Orku á Reykjanesi sem er meðal annars heimili ofangreindra fyrirtækja, og auðlindagarður ON, þar sem tæknifyrirtækin Carbfix og Climeworks hafa þegar vakið athygli á heimsvísu, og geta orðið mikilvægar tæknilausnir fyrir loftslagsbreytingar.

Sýn sem skapar tækifæri Á sama hátt og Kísildalurinn eini sanni dregur saman fyrirtæki í hugbúnaðargerð, þá draga auðlindagarðarnir hér á landi að sér fyrirtæki og frumkvöðla sem auka verðmæti jarðhitaauðlindarinnar og skapa þekkingu um leið. Hliðstæð sóknarfæri, sem styttra eru komin, eru verkefni Landsvirkjunar við Kröflu þar sem tækniþróun og háskólasamvinna á mikið inni. Þessir mögnuðu garðar – sem ættu í raun að vera á allra vörum en allt of fáir utan geirans þekkja –eiga þó langt í land að verða raunverulegir „kísildalir“. En með því því að hugsa um möguleikana og stefna í slíka átt saman gæti Ísland orðið heilt yfir, að slíkum segli.

fæddist ætlaði ég bara að spila á kassagítar en þegar við byrjuðum að æfa komu fleiri pælingar, ég er með píanó og alls kyns effecta og næ að láta hljóðheim sem ég bý til á staðnum með pedala-lúppum, malla undir á meðan ég spila lögin. Þetta hefur komið vel út og ég hlakka mikið til að flytja tónlistina fyrir Suðurnesjafólk og aðra gesti,“ sagði Ásgeir Trausti.

Slík stefnumótun mótaði einmitt árangur Kísildals Kaliforníu. Á árunum eftir seinna stríð tapaði svæðið hæfileikafólki á brott eftir háskólanám. Stóran hluta í að breyta þessu átti prófessor Frederick Terman við Stanford. Sýn hans leiddi til þess að stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki var aukinn og sérstakur iðngarður stofnaður á háskólasvæðinu. Dæmi um aðila sem settust að í garðinum voru stofnendur Hewlett Packard, og síðar Intel sem framleiðir örgjörva - en kísilnotkun í tölvutækni er einmitt ástæða nafngiftar dalsins. Á sama tíma og auðlindagarðarnir hér heima auka smám saman vægi sitt með leiðtogum ólíkra verkefna er einnig aðdáunarvert að sjá áherslu á hringrás, nýtni og nýsköpun í orkugeiranum aukast. Meðal annars vegna stefnumótandi áherslu og stuðningi frá aðilum líkt og Icelandic Startups, Bláma og Rannís. Nýjasta og áhugaverðasta dæmið er þó áform þess efnis að breyta skuli draugahúsi Helguvíkur í fjölbreyttan grænan iðngarð með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni. Þannig sýn virkar sem áburður á íslensku auðlindagarðana og dregur að sér hugvit og fjármagn. Þannig sýn eflir unga fólkið okkar og tækifæri þess. Þannig sýn styður einnig að Ísland verði staðurinn fyrir lausnir sem skipta máli; ekki bara hér í norðri heldur þvert á ríki, líkt og þær sem fæðast í Kísildal Norður-Kaliforníu. Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er orkumálastjóri.

Ásgeir Trausti með tónleika í Hljómahöll
12 // v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Íris gæðastjóri hjá Skólamat

Íris Jónsdóttir Thordersen hefur verið ráðin sem gæðastjóri Skólamatar. Hlutverk gæðastjóra er að sjá um að innleiða, þróa og viðhalda gæðakerfi ásamt gæðahandbók. Markmið gæðastjóra er að halda uppi gæðum og tryggja öryggi viðskiptavina og starfsfólks.

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum hjá Skólamat en fyrirtækið hefur stækkað hratt síðustu ár. Ég finn að það er mikil metnaður í fyrirtækinu og ég hlakka til að takast á við áskoranirnar sem við í Skólamat stöndum frammi fyrir,“ segir Íris.

Íris er 41 árs Njarðvíkingur, en hún er með B.Sc í næringarfræði og M.Sc í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Hún er í sambúð með Helga Má Helgasyni lyfjafræðingi í Reykjanesapóteki og eiga þau börnin Heimi, Elísu, Stefán Óla og Svandísi. Áður starfaði Íris sem matvælafræðingur hjá Taramar árin 2022-2023 og sem flugfreyja hjá Icelandair árin 20072021. „Við erum mjög ánægð að fá Írisi til liðs við okkur en við teljum

að hún passi einstaklega vel inn í Skólamatarfjölskylduna okkar. Við erum viss um að Íris eigi eftir reynast okkur vel í því sem framundan er,“ segir Fanný Axelsdóttir, mannauðsstjóri Skólamatar. Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á máltíðum í leikog grunnskólum. Skólamatur þjónustar um 15.000 nemendur á degi hverjum í rúmlega 85 mötuneytum á suðvesturhorni landsins. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 170 starfsmenn.

Lilja ráðin deildarstjóri auðlindastýringar HS Orku

Dr. Lilja Magnúsdóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra auðlindastýringar HS Orku. Hún var áður yfirforðafræðingur fyrirtækisins en hún gekk fyrst til liðs við HS Orku haustið 2020. Lilja tekur við starfinu af Guðjóni Helga Eggertssyni sem gegndi því um fimm ára skeið.

„Ég er spennt fyrir því að leiða þessa öflugu deild sem auðlindastýringin er og rækta áfram þekkingar- og nýsköpunarhugsunina sem er ríkjandi hjá HS Orku. Það eru spennandi verkefni framundan hjá okkur en deildin sér meðal annars um að ákvarða staðsetningar á nýjum borholum, við mælum og vöktum mikilvæga þætti í jarðhitakerfunum auk þess að þróa hugmynda- og reiknilíkön. Markmiðið er að skilja hegðun jarðhitakerfanna og nýta auðlindirnar á sem hagkvæmastan hátt í sátt við umhverfið.“ Lilja lauk grunn- og meistaranámi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og doktorsprófi frá orkuverkfræðideild Stanford-háskólans í Bandaríkjunum árið 2013. Í doktorsverkefninu rannsakaði Lilja bestu nýtingu jarðhita með því að tengja reiknilíkön við mælingar. Þar þróaði hún aðferð til að meta sprungutengingar á milli borholna með rafleiðni.

Að loknu doktorsnámi tók Lilja við stöðu nýdoktors við Lawrence

Mikil þátttaka í Ljósanótt

þrátt fyrir slæmt

veður

undirbúningur fyrir ljósanæturhátíðina 2023 gekk vel og voru ríflega 120 viðburðir skráðir á nýjan vef ljósanætur. tæplega 80 þúsund heimsóttu vefinn og því ljóst að mikill áhugi er fyrir hátíðinni. ljósanótt var haldin í 22. sinn dagana 31. ágúst til 3. september. Þetta kemur fram í fundargerð menningar- og þjónusturáðs reykjanesbæjar.

Afar slæm veðurspá setti vissulega mark sitt á hátíðina og þurfti að grípa til vararáðstafana varðandi ýmsa dagskrárliði en á endanum fór það svo að nær allir viðburðir fóru fram samkvæmt dagskrá með ýmsum breytingum. Mikil þátttaka var á laugardagskvöldi þegar dagskráin náði hápunkti sínum og er talið að fimmtán til tuttugu þúsund

Suðurnesjabær kaupir perlulistaverk Hannesar Sveinlaugssonar

Berkeley National Laboratory.

Þaðan lá leiðin til Tesla í Kaliforníu þar sem hún starfaði sem yfirverkfræðingur í hönnun og þróun við sólarrafhlöðudeild fyrirtækisins.

Árið 2016 hóf Lilja störf við jarðhitarannsóknir með notkun gervigreindar við verkfræðideild Háskóla Íslands.

Lilja er uppalin í Reykjavík en var búsett í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum í ellefu ár. Eiginmaður hennar er Gregory Zarski og eiga þau tvö börn.

HS Orka er þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins en fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Svartsengi og Reykjanesvirkjun, auk Brúarvirkjunar í Biskupstungum og Fjarðarárvirkjana í Seyðisfirði.

Ekki vanþörf á að halda hinsegin fræðslu áfram

Lögð voru fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Samtökin ‘78 um fræðslu og ráðgjöf til barna, unglinga og starfsfólks Grindavíkurbæjar á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur.

Í bókun fulltrúa D-, B- og U-lista segir: „Fulltrúar D, B og U lista vilja lýsa yfir ánægju með samninginn við Samtökin ‘78 og áframhaldandi samstarfs. Í ljósi umræðu síðustu misseri í samfélaginu varðandi hinsegin og kynfræðslu í grunnskólum er ekki vanþörf á að halda hinsegin fræðslu áfram sem fjallar um fjölbreytileikann og virð-

ingu fyrir því og mikilvægi þess að vinna gegn fordómum, sem virðist enn viðgangast í samfélaginu.“

Nefndin vísar samningsdrögunum til umfjöllunar í fræðslunefnd.

Suðurnesjabær festi nýverið kaup á perlulistaverki eftir listamanninn Hannes Sveinlaugsson sem býr að Lækjamótum í Sandgerði. Listaverkið er túlkun Hannesar á gamla Garðskagavita. Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðukona safna, tók við verkinu fyrir hönd Suðurnesjabæjar. Við sama tækifæri afhenti Hannes annað perlulistaverk „Eldgos“ til Monika Bałik sem var fyrir nokkru búin að tryggja sér verkið.

Sýning Hannesar á perlulistaverkum sínum á Byggðasafninu á Garðskaga var fyrsta einkasýning hans og opnaði um Bæjarhátíðina og lauk þann 17. september sl. Margir gestir, innlendir og erlendir og á öllum aldri, hafa staldrað við fyrir framan perluverkin, notið þess að horfa á þau og talað um hvað það er einstök samsetning lita í þeim og litagleði. Verkin hans Hannesar veita gleði.

Hannes var mjög ánægður með móttökurnar sem verkin hans fengu og heldur nú ótrauður áfram að skapa perlulistaverk sem vonandi margir geta notið í framtíðinni.

Rætt hefur verið um að perlulistaverkið muni prýða vegg í nýrri viðbyggingu við íþróttamiðstöðina í Sandgerði eftir komandi áramót.

NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM Á VF.IS

manns hafi þá verið á hátíðarsvæðinu í ágætis veðri.

Mikill fjöldi fólks kemur að því að láta Ljósanótt verða að veruleika og í ár voru aðstæður einstaklega krefjandi.

Ráðið færir öllum þeim aðilum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar þakkir fyrir vel unnin störf. Sömuleiðis eru styrktaraðilum færðar sér -

stakar þakkir en án þeirra væri ekki hægt að halda hátíðina með jafn myndarlegum hætti og gert er. Þá eru íbúum og gestum sem létu hvorki veður né vind stöðva sig einnig færðar þakkir fyrir sitt framlag í að halda frábæra Ljósanótt árið 2023, segir í fundargerð menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heilsuleikskólinn Garðasel - Leikskólakennari

Myllubakkaskóli – Umsjónarkennari á unglingastigi

Stapaskóli - Kennari á leikskólastig

Stapaskóli - Kennari á unglingastig

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Reykjanesbær - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Hannes Sveinlaugsson við verkin á sýningunni á Garðskaga sem stóð yfir á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar.
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 13

sport

Ef það tekst ekki að manna einhvern leik er það bara þannig. Ef ég myndi ætla fara vera með samviskubit yfir slíku þyrfti ég að hætta þessu strax. Við erum öll að gera okkar besta og ef það dugar ekki er það bara þannig ...

fyrir einhverja rannsóknarblaðamennsku ef við fáum áfram að fjalla um íþróttina á þennan hátt,“ bætti hann enn frekar við.

Á tíma sínum sem ritstjóri hefur

Vill stækka körfuknattleiksíþróttina

Ástríða fyrir körfubolta er drifkrafturinn

„Þetta myndi ekki ganga upp nema vera með alla þá fjölmörgu sjálfboðaliða um allt land sem eru tilbúnir að fjalla um leikina,“ segir keflvíkingurinn davíð eldur baldursson sem hefur rekið vefinn karfan.is síðan 2016. Hér eftir í greininni, verður Karfan notað og orðið fallbeygt, þegar verið er að tala um karfan.is

Davíð ólst upp hjá ömmu sinni og afa, gekk í Myllubakkaskóla og var í síðasta árganginum sem fór í Holtaskóla þar sem allur árgangurinn var saman. Davíð fór svo í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en var byrjaður að venja komur sínar þangað áður en sjálf skólagangan hófst. „Það kom ekkert annað til greina en fara í FS, afi kenndi þar til fjölda ára og amma vann um tíma þar líka. Ég var mikið með afa þar þegar ég var yngri [afi og amma Davíðs, sem ólu hann að mestu upp, voru Sturlaugur Helgi Ólafsson og Ólöf Björnsdóttir].

Ég kláraði samt ekki FS, fór í Iðnskólann í Reykjavík og í Kvikmyndaskólann, ætlaði að verða einhver listamaður. Ég vann aðeins við kvikmyndagerð í alls kyns lausamennsku en svo fór ég í Háskóla Íslands þegar ég var orðinn 25 ára gamall. Ég kláraði grunnnám stjórnmálafræði og er búinn með meistarapróf í alþjóðasamskiptum, sömuleiðis kennsluréttindi og hef lítillega kennt í framhaldsskóla en er að vinna sem grunnskólakennari í Breiðagerðisskóla í dag. Ég er umsjónarkennari á miðstigi og er að kenna börnum sem eru á sama aldri og mín börn, það hefur ákveðna kosti. Ég kenni íslensku og upplýsingatækni en er aðallega að kenna þeim á lífið.“

Karfan.is

Davíð fékk snemma áhuga á körfubolta og æfði upp yngri flokkana í Keflavík, hann spriklar ennþá í „bumbubolta“ en fyrir hátt í tíu árum gat hann sinnt þessu áhugamáli í gegnum Körfuna sem blaðamaður. Eins og nafnið ber með sér, fjallar vefsíðan um körfuknattleik og þá mest um íslenska boltann.

Síðan var sett í loftið árið 2005, stofnendur voru Njarðvíkingarnir Jón Björn Ólafsson, Davíð Ingi Jóhannsson, Ingvi Steinn Jóhannsson og Hjörtur Guðbjartsson. Fimmti Njarðvíkingurinn, Skúli Sigurðsson, kom að tæknimálum ásamt því að skrifa á vefinn.

Davíð Eldur var byrjaður að fjalla um leiki fyrir Körfuna en bauðst svo að taka við síðunni árið 2015. „Ég var búinn að vera fjalla um leiki og skrifa fyrir Körfuna í tvö ár þegar breytingar urðu og mér og öðrum stóð til boða að taka við síðunni. Ég þurfti ekkert að hugsa mig lengi um en á þessum tíma voru vinsældir körfuknattleiks á Íslandi að stóraukast, meðal annars vegna aukinnar umfjöllunnar. Búið sem var skilið eftir fyrir okkur var einnig mjög gott, þar sem þeir Jón Björn, Skúli og Hörður, sem voru með þetta á sínum herðum þá, höfðu verið gífurlega duglegir. Þeir eru reyndar enn þann dag í dag alltaf að skrifa eitthvað eða dekka leiki fyrir

ÍÞRÓTTIR

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Körfuna, aðdáun mín á dugnaði þeirra og festu verður seint lýst með orðum. Við gerðum eiginlega engar breytingar á vefnum þannig séð, fyrir utan kannski útlit, en áfram snýst þetta bara um að fjalla um körfubolta. Þetta myndi ekki ganga upp nema vera með alla þá fjölmörgu sjálfboðaliða um allt land sem eru tilbúnir að fjalla um leikina og senda efni en svo þarf auðvitað að koma því á vefinn, ég sé að mestu um það. Ég hef ennþá mjög gaman af þessu, er alls ekkert orðinn þreyttur en neita því ekki að undir lok tímabils kemur stundum upp smá þreyta. Ég er bara nokkuð orkumikill yfir höfuð og svo er ég mátulega kærulaus. Ef ég væri það ekki væri ég endalaust að bögga mig ef hlutirnir eru ekki gerðir fullkomlega. Það er bara ekki hægt að fara fram á það, hvorki frá mér né þeim sem eru að sinna þessu í sjálfboðastarfi. Ef það tekst ekki að manna einhvern leik er það bara þannig. Ef ég myndi ætla fara vera með samviskubit yfir slíku þyrfti ég að hætta þessu strax. Við erum öll að gera okkar besta og ef það dugar ekki er það bara þannig,“ segir Davíð.

„Blessunarlega hefur körfuboltasamfélagið einnig verið með síðunni í liði. Leikmenn, þjálfarar og aðrir tengdir boltanum hafa nánast alltaf tekið vel í það sem við höfum viljað gera. Það kostar þó alveg það að við getum ekki leyft okkur að gera hvað sem er. Við erum fyrir löngu búin að sætta okkur við að vinna engin blaðamannaverðlaun

Davíð séð mikið af skemmtilegum liðum og atvikum tengdum körfunni en allra minnistæðast segir hann vera titlana sem liðin vinna á vorin og þau stóru skref sem íslensku landsliðin hafa tekið á þessum árum. „Langstærsta afrekið sem unnið hefur verið á þessum síðustu árum var karlamegin, að horfa á KR vinna sex titla í röð, gjörsamlega stórkostlegt afrek sem ég get lofað að verði ekki leikið eftir. Kvennamegin eru tveir titlar sem koma fyrst upp í hugann, Keflavík 2017 og Njarðvík 2022 en báðir unnust titlarnir að miklu leyti vegna ungra leikmanna sem flestir höfðu verið aldir upp hjá félögunum. Einnig eru margir eftirminnilegir leikmenn frá þessum tíma, bæði íslenskir og erlendir. Mér fannst Damon Johnson alltaf geggjaður þegar ég var yngri, svo hafði ég mjög gaman af því þegar hann kom aftur til Keflavíkur fjörgamall árið 2015. Sama ár var Keflavík með mjög eftirminnilegan leikmann kvennamegin, Carmen Tyson Thomas, stórkostlegur leikmaður og ekkert eðlilega hress. Fyrir utan einhverjar gamlar Keflavíkurhetjur sem unnu sína titla áður en ég fór að fjalla um íþróttina, myndi ég segja að mínir uppáhaldsleikmenn hafi verið Arnar Freyr Jónsson úr Keflavík og Guðmundur Jónsson úr Njarðvík. Stórkostlegir keppnismenn sem lögðu gjörsamlega allt í sölurnar fyrir sín lið. Ótrúlega margir flottir leikmenn í íslenskum körfubolta í dag samt líka sem maður hefur verið svo heppinn að fá að fylgjast með alveg frá því að þeir voru í yngri landsliðum Íslands. Bræðurnir úr Þorlákshöfn, Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir, koma fyrst upp í hugann. KR-ingarnir

Almar Orri Atlason og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Hilmar Péturs og Hilmar Smári Hennings úr Hafnarfirði, Sara Rún Hinriksdóttir og Jana Falsdóttir

úr Keflavík, Jón Axel og Bragi

Guðmundssynir úr Grindavík og

Tryggvi Snær Hlinason úr Þór Akureyri. Allt leikmenn sem gaman er að fylgjast með á vellinum. Einnig hefur verið frábært að fylgja eftir frábærum ferli Elvars Más Friðrikssonar sem hefur einhvern veginn alltaf komið manni á óvart

með því að verða betri og betri. Spilar í sterkum deildum í Evrópu og er alltaf mættur í landsliðið.“

Þá segir Davíð marga skemmtilega viðmælendur hafa orðið á hans vegi á þessum árum sem hann hefur verið með Körfuna. „Þau skipta líklega hundruðum sem beðin hafa verið um viðtöl síðan ég byrjaði á þessu. Eiginlega öll skemmtileg þannig séð og við erum þakklát fyrir öll þau komment sem við fáum. Þau allra bestu eru oftar en ekki við þau sem eru annaðhvort aðeins eldri, eru nálægt því að hætta, eða þau sem eru kannski ekki með mestu reynsluna og eru kannski að fara í sín fyrstu viðtöl. Það er eins og einhvers staðar þarna á milli detti leikmenn, þjálfarar og aðrir í að vera of öruggir og þá þora þeir að segja minna. Til þess að nefna einhver sem eru alltaf góð þá væru það Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ægir Þór úr Stjörnunni, Sveinbjörn Claessen úr ÍR og Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val. Maður getur alltaf treyst á að fá mjög heiðarleg svör frá þessum leikmönnum og það skiptir engu máli hvort um sigur eða tap er að ræða. Verð að nefna Máté Dalmay, þjálfara Hauka, líka, hann er líklega einhver skemmtilegasti viðmælandi deildanna í dag. Það er einhver tugur viðtala við hann inni á YouTube-síðu Körfunnar sem eru öll eins og sjálfstæð listaverk,“ segir Davíð.

Þá segir Davíð það einnig hafa verið eftirminnilegt að fylgja eftir miklum uppgangi íslensku landsliðana síðustu ár en Ísland hefur á síðustu átta árum í tvígang tryggt sér sæti á lokamóti og eru yngri landslið nú reglulega í bestu deildum Evrópumóta. „Það er í raun og veru alveg ótrúlegt hvað Ísland hefur verið að gera síðustu árin með landsliðin sín, hafa oftar en ekki náð að skipa sér á bekk með þeim bestu þrátt fyrir að vera smáþjóð sem í ofanálag fær miklu minni aðstoð frá ríkinu en þær þjóðir sem keppt er við. Það leggjast einhvern veginn allir á eitt, bæði vel stjórnað af sambandi sem vinnur dag og nótt að því að allt sé í lagi og þjálfurum og leikmönnum sem gefa fríin sín eða taka sér frí frá vinnu/skóla til þess að leika fyrir Ísland.“

Fleiri á vagninn

Davíð og félagar vilja alltaf fá nýja aðila á vagninn, bæði fréttaritara en

„Þrumað á þrettán“

Víkurfréttir endurvekja hér með tippleikinn í enska boltanum og tveir miklir áhugamenn um knattspyrnu ríða á vaðið og eigast við í fyrstu umferð. Sigurvegarinn heldur velli og tippar aftur vikuna á eftir en fær nýjan mótherja.

Tipparar munu tippa á getraunaseðil með þremur tvítryggingum og tveimur þrítryggingum og skila honum inn til Íslenskrar getspár.

Getraunastarfsemi er ein af tekjulindum íþróttafélaga og mörg

VÍÐISMENN BIKARMEISTARAR

Það var vel mætt á Laugardalsvöll á föstudagskvöld þegar Víðir og KFG kepptu til úrslita í Fótbolti.net-bikarnum í knattspyrnu. Mikill fjöldi stuðningsmanna beggja liða skapaði frábæra stemmningu og eftir jafnan og spennandi leik voru það Víðismenn sem lyftu bikarnum sem keppt var um í fyrsta sinn í ár.

Til að byrja með hafði 2. deildarlið

KFG örlítið betri tök á leiknum og fyrsta markið leit dagsins ljós þegar þeir þræddu sendingu í gegnum vörn

Víðis og Ólafur Bjarni Hákonarson afgreiddi boltann í fjærhornið án þessa að Joaquin Ketlun Sinigaglia kæmi vörnum við (21') en skömmu áður en fyrri hálfleikur var liðinn var Tómas

Leó Ásgeirsson við það að komast í gegnum vörn KFG en var felldur inni í vítateig andstæðinganna og umsvifalaust dæmd vítaspyrna. Tómas fór á punktinn og skoraði af öryggi og jafnaði stöðuna í 1:1 (41').

Víðismenn mættu tvíefldis til seinni hálfleiks og sóttu töluvert meira á Garðbæinga en í fyrri hálfleik. Besta færið í seinni hálfleik kom þegar Björn Aron vann boltann á hægri kanti, brunaði upp og sendi

Bestu stuðningsmenn á landinu

hættulega sendingu fyrir mark KFG þar sem Paulo Gratton renndi sér í boltann en var hársbreidd frá því að ná honum fyrir galopnu marki.

Elís Már Gunnarsson varð svo hetja

Garðmanna þegar Helgi Þór Jónsson sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn KFG þar sem Elís renndi sér og náði góðu skoti framhjá markverði KFG (88’).

félög bjóða upp á kaffi á laugardagsmorgni og þangað mæta getraunaspekingarnir, ráða ráðum sínum og leysa heimsmálin áður en getraunalvaran tekur við. Spáð er í getraunaseðil helgarinnar, merki sett á seðilinn, honum skilað inn og hægt er að styrkja sitt félag með því að haka við númer síns félags, 26% rennur beint til félagsins. Númer liðanna á Suðurnesjum koma fram hér að neðan.

Í þessari fyrstu umferð eru höfðingjarnir Jónas Þórhallsson frá Grindavík og Rúnar V. Arnarson frá Keflavík leiddir saman.

Það var vel mætt af stuðningsmönnum Víðis á leikinn og þeir létu vel í sér heyra. Gunnar Birgisson, stuðningsmaður Víðis númer eitt, sagði í viðtali við Víkurfréttir eftir leikinn að þetta væru bestu stuðningsmenn á landinu en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar er einnig rætt við Svein Þór Steingrímsson, þjálfara Víðis, og Helga Þór Jónsson, leikmann Víðis sem lagði upp sigurmarkið.

raunir hafa í raun alltaf spilað stórt hlutverk í fótboltanum í Grindavík. Ég ólst upp í Sandgerði, Maggi Þórðar, einn af stofnendum Reynis Sandgerði, var með vörubílastöð í Sandgerði og lét okkur unga drengi selja getraunaseðla í beitningarskúrum og um borð í bátum. Ég sá um getraunir í Grindavík tímabilið 1979–1984 og Grindavík var þá söluhæst yfir landið, fór oft yfir 30 þúsund raðir á viku. Þá voru getraunir stærsti tekjupóstur knattspyrnudeildarinnar. Ég vona að þau sem hafa áhuga á enska boltanum byrji að tippa því getraunir gera leikinn skemmtilegri og fá sér um leið kaffi og meðlæti frítt sem er í boði Hérastubbs bakarí í Gula húsinu á laugardagsmorgnum milli kl. 11:00 og 13:00.“

Á vef Víkurfrétta, vf.is, má sjá veglega myndasyrpu og umfjöllun um leikinn.

líka aðila sem eru flinkir að vinna á tölvu því það þarf alltaf að setja efnið inn á vefinn. Eins vill Davíð fá fleiri hlaðvarpsþætti [podcast] um körfubolta. Fyrir þann sem hefur áhuga á körfubolta er hér kjörið tækifæri.

„Tækninni fleytir alltaf fram, í dag geta í raun allir verið blaðamenn, þ.e. að taka viðtal því símarnir eru orðnir svo góðir og ná góðum hljóð- og myndgæðum og fyrir umfjallanir eða aðrar skriftir er nóg að eiga ódýrustu gerðina af tölvu. Við erum einnig með nokkra hlaðvarpsþætti en ég vil sjá fleiri á rásinni hjá okkur. Það er hægt að fjalla um körfubolta út frá svo mörgum hliðum, fara í söguna o.s.frv. Svo erum við ekki öll eins sem betur fer, sumir geta ekki hugsað sér að taka viðtal eða tala í hlaðvarpi en eru frábærir að vinna í tölvu og kannski góðir í að skrifa og setja efni inn á síðuna. Ég hef verið einn í því í kringum leiki og neita því ekki að ég væri til í að fá fleiri með mér í það verkefni, þá gæti fjölskyldan átt möguleika á betri samvistum við mig á leikkvöldum.“

Eins og áður kom fram er vinnan við Körfuna öll unnin í sjálfboðastarfi, það er ástríðan sem drífur menn áfram. Davíð er greinilega með sömu gen í sér og afi sinn og amma sem bæði eru fallin frá, alla vega hefur hann tileinkað sér margt frá þeim.

„Mínar helstu fyrirmyndir í lífinu eru afi og amma, þau unnu alltaf baki brotnu og gáfu líka mjög mikið af sér í formi félagsstarfa, þau gerðu alltaf mjög mikið fyrir samfélagið. Ég lít svolítið þannig á þessa vinnu við Körfuna. Ég vil trúa að ég sé að láta gott af mér leiða, þó svo að ég geri mér grein fyrir á sama tíma að hér sé ekki verið að kljúfa atómið. Þetta er áhugamál og ég er að gera þetta af ástríðu. Sjálfboðastarfið er á vissan hátt á undanhaldi að einhverju leyti því það er búið að selja okkur þá hugmynd að maður verði að fá borgað fyrir allt sem maður gerir en þá finnst mér ekki vera pláss fyrir ástríðuna. Auðvitað má ástríða og fjárhagslegur ábati eiga samleið, það þarf þó ekkert að vera alltaf og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Ég elska að hitta aðra sem eru í sinni ástríðu, ef áhuginn liggur saman verða samskiptin svo óþvinguð, opin og skemmtileg, það leiðir venjulega til góðra hluta. Ég hef mjög gaman af því sem ég er að gera í dag, kennslan á vel við mig og hver veit, kannski verður möguleiki fyrir einhvern að gera vefsíðu Körfunnar eða aðra sambærilega að heilsársstarfi í framtíðinni þó maður hafi sjálfur aldrei viljað gera það. Íþróttin er alltaf að stækka og á endanum hlýtur það að gerast. Mér þykir mjög gaman að sjá marga af þeim sem hafa stigið sín fyrstu skref hjá okkur á Körfunni, verða betri og fá vinnu við það sem þeir elska að gera, hvort sem það hefur verið tengt fjölmiðlum eða öðru tengdu íþróttinni,“ sagði Davíð Eldur að lokum.

Jónas er af mörgum kallaður guðfaðir knattspyrnunnar í Grindavík en hann átti stærstan þátt í að byggja upp getraunaþjónustuna í Grindavík sem var lengi vel ein af aðaltekjulindum knattspyrnudeildar UMFG.

Rúnar hefur sömuleiðis unnið ötult starf fyrir knattspyrnudeild

Keflavíkur, var formaður hennar í mörg ár, sat einnig í stjórn KSÍ og situr í dag í stjórn Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.

Jónasi leist vel á seðil helgarinnar. „Mér líst vel á að Víkurfréttir endurveki þennan skemmtilega dálk, ég hef saknað hans í blaðinu. Það þurfti svo sem ekkert svona til að hreyfa við mér að tippa, ég hef alltaf gert það. Helgin byrjar hjá mér í Gula húsinu, þar hittumst við karlarnir og spáum í spilin en get-

Rúnar er hvergi banginn og stefnir ótrauður á sigur á móti Jónasi. „Mér líst vel á þetta og hlakka til að mæta Jónasi. Við þekkjumst auðvitað vel í gegnum fótboltann. Mér finnst gaman að þessi tippleikur sé endurvakinn og ég ætla mér ekkert nema sigur í þessari fyrstu umferð. Ég ætla mér að enda á meðal þeirra fjögurra efstu og er spenntur að vita hver verðlaunin verða. Ég man hvernig þetta var á sínum tíma, þá fékk sigurvegarinn ferð á úrslitaleikinn í enska boltanum, ég vona að það verði líka núna og ég ætla mér að sjálfsögðu að vinna! Ég sakna þess að geta ekki hitt aðra tippara á laugardagsmorgnum eins og við gerðum alltaf hér áður fyrr, ég hvet forsvarsmenn knattspyrnudeildanna til að endurvekja þann skemmtilega sið.“

1 X 2 Seðill helgarinnar 1 X 2 o o o Crystal Palace - Nott. Forest o o o o o o

Burnley - Chelsea o o o o o o

Man Utd - Brentford o o o o o o

Everton - Bournemouth o o o o o o

Fulham - Sheff. Utd. o o o o o o

Cardiff - Watford o o o o o o

Coventry - Norwich o o o o o o

Ipswich - Preston o o o o o o

Leeds - Bristol City o o o o o o

Millwall - Hull o o o o o o

Plymouth - Swansea o o o o o o

QPR - Blackburn o o o o o o Sheff. Wed. - Huddersfield o o o

Getraunanúmer félaganna á Suðurnesjum: 190 Þróttur, Vogur 230 Keflavík 240 Grindavík 245 Reynir, Sandgerði 250 Víðir, Garði 260 Njarðvík
Elís Már skorar sigurmarkið.
Joaquin Ketlun Sinigaglia, fyrirliði Víðis, lyftir bikarnum. Á innfelldu myndinni fagna stuðningsmenn Víðis sigrinum. VF/JPK
Rúnar
v Í kur F r É ttir á S uður N eSJ u M // 15
Jónas

Keyptir verði tveir sjálfsalar í grunnskóla Suðurnesjabæjar

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar leggur til við bæjarráð sveitarfélagsins að áætlað verði fjármagn í að keyptir verði tveir sjálfsalar til eignar til að setja í sitt hvorn skólann í Suðurnesjabæ. Kostnaður við sjálfsalana er um þrjár milljónir króna samtals.

Á fundi ungmennaráðs var rætt um stöðu málsins en búið er að reyna að ná samkomulagi við Heilsukassann og Ölgerðina varðandi samning um að hafa sjálfssala sem fyrirtækin sæju um en það hefur ekki gengið bæði vegna staðsetningar sveitarfélagsins og vöruúrvals sem í boði yrði.

Niðurstaðan sé að best sé að kaupa sjálfsala til eignar sem nemendur í skólunum geta rekið og valið hvað er í boði í sjálfsölunum og gæti það verið á sama tíma verið fjáröflun fyrir skólaferðalög.

Hugsunin með verkefninu væri einnig að að krakkarnir séu að halda sér á skólalóðinni á skólatíma, velja heilsueflandi fæði til framboðs og slíkt verkefni gæti verið kjörið tækifæri fyrir ungmenni að læra að eigin raun um viðskipti og rekstur.

Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu í ANDRÝMI

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar fagnar skemmtilegu, mikilvægu og metnaðarfullu verkefni sem ANDRÝMI í Reykjanesbæ er og segir að mikilvægt er að tryggja áframhaldandi fjárveitingu til verkefnisins. Reykjanesbær óskaði eftir hugmyndaríkum og áhugasömum einstaklingum eða hópum til að endurskilgreina torg og almenningssvæði með tímabundnum lausnum. Verkefnið stóð yfir frá maí fram

í miðjan september. ANDRÝMI er í grunninn skipulagstæki sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun svæða og til að auka fjölbreytta notkun almennings á svæðinu. Margrét L. Margeirsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, kynnti verkefnaskil.

Í fundargögnum ráðsins má sjá skýrslu um ANDRÝMI og þau verkefni sem unnið var að í sumar og kostnað við verkefnin.

Starfsgreinakynning SSS vex og dafnar með árunum

Árleg starfsgreinakynning Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fer fram þann 5.október næstkomandi í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ á milli klukkan 9:00 og 12:00.

Starfsgreinakynningin hefur verið haldin ár hvert frá árinu 2012 (að undanskildum faraldsárum) og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu.

Kynningin er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er markmið hennar að efla starfsfræðslu grunn-

skólanemenda í 8.–10. bekk og stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir aldurshópinn á svæðinu. Mikilvægt sé að skerpa á framtíðarsýn og starfsvitund ungs fólks en kynninguna sækja nemendur eldri bekkja allra grunnskóla Suðurnesjanna auk fleiri áhugasamra og í boði verða yfir hundrað mismunandi starfsgreinar, allt frá löggæslu yfir í gítarsmíði.

Um skipulag kynningarinnar sér Þekkingarsetur Suðurnesja.

Mundi

Það fer enginn í sund í Grindavík nema að vera með góða sundmaga!

Á tm.is og í TM appinu getur þú gengið frá öllum tryggingum hvar og hvenær sem þér hentar.

Enginn í sund á kúttmagakvöldi

Notkun íþróttamannvirkja í Grindavík til skemmtanahalds var tekin til umfjöllunar í bæjarráði Grindavíkur á dögunum og sat sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lionsklúbbur Grindavíkur óskar eftir því að heimild verði gefin til að breyta opnunartíma sundlaugar þegar kúttmagakvöld klúbbsins verður haldið þann 8. mars 2024. Afgreiðsla bæjarráðs er að veita forstöðumanni heimild til að loka sundlauginni á meðan á kúttmagakvöldinu stendur.

Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig
Veggmynd á bílskúr við Sólvallagötu í Keflavík er m.a. afrakstur verkefnisins. Ungmennaráð Suðurnesjabæjar vill fá sjálfsala í grunnskóla bæjarins. Kúttmagar og sund fara ekki vel saman. Frá starfskynningu á Suðurnesjum.
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.