www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 20. tbl. 44. árg.

Page 1

40 ár frá stórbrunanum

Síða 10

FLJÓTLEGT OG GOTT!

Hundrað dauðir fuglar á Fitjum

Tæplega eitthundrað ritur drápust í sjávarmálinu í og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Ragnar Guðleifsson, meindýraeyðir, náði í fuglshræin auk nokkurra dauðra gæsa og álfta.

„Eitt afbrigði fuglaflensunnar hefur drepið þessa fugla. Þetta var svipað í fyrra þegar ég þurfti að tína upp fjölda dauðra fugla á svipuðum stað,“ sagði Ragnar.

130 ára afmæli fagnað á Ströndinni

Riturnar drápust úr fuglaflensu.

Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd er 130 ára í ár. Tímamótunum var fagnað með kirkjudegi síðastliðinn sunnudag. Á myndinni að ofan má sjá þegar séra Bolli Pétur Bollason, prestur, Guðmundur Brynjólfsson, djákni, og séra Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur, þökkuðu kirkjugestum komuna á kirkjudaginn og buðu til kaffisamsætis í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Fjallað er um afmælið í máli og myndum í Víkurfréttum í dag. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN

MEÐAL EFNIS

Þegar stríð ber að dyrum fólks

Átakanleg saga fólks á flótta Miðopna

Stækkun Reykjanesvirkjunar lokið

Síða 11

Fjölgar hlutfallslega mest í Vogum

Íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 765 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023. Þeir eru í dag 22.763 talsins. Þetta gerir fjölgun upp á 3,5%.

Íbúum Grindavíkur hefur fjölgað um 55 á sama tímabili og eru í dag 3.716 talsins. Íbúum í Suðurnesjabæjar hefur fjölgað um 51 frá því 1. desember sl. og stendur íbúafjöldinn í 3.960 manns.

Þá hefur fjölgað um 58 manns í Sveitarfélaginu Vogum. Íbúafjöldinn þar er 1.452 en fjölgunin í Vogum er hlutfallslega mest á Suðurnesjum eða 4,2% frá því 1. desember síðastliðinn.

Á Suðurnesjum er íbúafjöldinn nú 31.891 manns þann 1. maí. Þetta gerir 3,0% fjölgun á Suðurnesjum á tímabilinu eða 929 manns.

NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is
SÝNUM
FÁÐU
Í
ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER
VIÐ
ALLAR EIGNIR,
TILBOÐ
FERLIÐ.
í
Keflavík hf.
í Njarðvík
Þetta stórhýsi rís nú í Vogum á
Bugles Nacho Cheese, Original, Roasted Paprika – 125 g 36% 319 kr/pk áður 499 kr Mini Mix Venjulegt , súrt og saltlakkrís 100 g 38% 278 kr/pk áður 449 kr Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Vatnsleysuströnd.
Emmess Jarðarberjabangsi og vanillubangsi 10 í pakka 789 kr/pk áður 1.199 kr 33% Miðvikudagur 17. Maí 2023 // 20. tbl. // 44. árg.

TURTLE WAX

Útför Hilmars Péturssonar gerð frá Keflavíkurkirkju

Útför Hilmars Péturssonar, fasteignasala og bæjarfulltrúa í Keflavík, var gerð frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí. Hilmar lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum í Reykja-

nesbæ 2. maí síðastliðinn, 96 ára gamall. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson jarðsöng. Organisti var Gunnar Gunnarsson. Karlaraddir Fríkirkjunnar sungu og Hlöðver Sigurðsson söng einsöng. Umsjón

útfarar var í höndum Útfararstofu Suðurnesja. Félagar úr Oddfellowstúkunni Nirði stóðu heiðursvörð og báru kistu Hilmars en hann var stofnfélagi og síðar yfirmeistari í Oddfellowstúkunni Nirði.

Framtíðin er björt hjá HS Veitum

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, fjallaði um framtíðarhorfur í rekstri HS Veitna á lokamálstofu á Fagþingi Samorku sem haldið var 4.–5. maí. Hann sagði hana mjög bjarta en félagið kynnti nýlega ársreikning sem sýnir mjög sterka stöðu HS Veitna.

Páll fjallaði um ýmsar áskoranir tengdar rekstri HS Veitna, svo sem í tengslum við vaxandi orkuþörf, stöðu jarðhitaforðans, innleiðingu reglugerða frá Evrópu, vatnsréttindi, þörfina fyrir Suðurnesjalínu 2 og áhrif orkuskipta í samgöngum á rafdreifikerfið. Þá þurfi að huga vel að mannauðnum og mennta næstu kynslóð í iðn- og tæknigreinum til að leysa verkefni framtíðarinnar. Hann lagði þó mesta áherslu á bjarta framtíð HS Veitna. „Fyrirtækið er fjárhagslega sterkt og vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Auk fjárfestinga í veitukerfunum stendur til að halda áfram á braut snjallvæðingar í þágu viðskiptavina og til að stuðla að hagkvæmni í rekstri. Fyrirtækið er á svo mörgum sviðum í fremstu röð veitufyrirtækja, má

þar þakka því öfluga starfsfólki sem félagið býr að og framtíðin er því björt hjá HS Veitum“.

Starfsfólk HS Veitna tók virkan þátt á þinginu. Viðburðurinn hófst á Framkvæmda- og tæknidegi sem er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. Þar lét lið HS Veitna í veitukeppni Samorku sitt ekki eftir liggja og fékk gullverðlaun í þremur greinum af sex. Þá voru nokkrir fulltrúar frá félaginu með áhugaverð erindi. Gústav Daníelsson, öryggisstjóri HS Veitna fjallaði til að mynda um nýja nálgun við atvikaskráningu og notkun QR kóða. Gunnlaugur Kárason, sviðsstjóri fjármálasviðs, fjallaði um innkaup á óvissutímum og Svanur Árnason, sviðsstjóri Vatnssviðs, fjallaði um yfirtöku á vatnsveitu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, ávarpaði fagþingið og fjallaði meðal annars um mikilvægi þess að leggja áherslu á hitaveitur og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar á landsvísu, ekki síst vegna loftslagsbreytinga.

Leikskólinn Gimli tekur fagnandi á móti lífsglöðum og skapandi kennurum

Leikskólinn Gimi í Reykjanesbæ óskar eftir að ráða í 100% starf: Kjarnastjóra/ deildarstjóra, leikskólakennara, þroskaþjálfa og annað uppeldismenntað fólk. Gimli er sjálfstætt starfandi leikskóli með þjónustusamning við Reykjanesbæ og fagsamning við Hjallastefnuna og starfar jafnframt eftir þeirri hugmyndafræði. Jafnrétti, sköpun og lýðræði eru grunnstoðir Hjallastefnunnar og er mannrækt þar í fyrirrúmi. Einkunnarorð leikskólans eru - Kærleikur og agi haldast hönd í höndÁ Gimli ríkir góður starfsandi og er lögð áhersla á að starfsfólkinu líði vel í jákvæðu, styðjandi og hvetjandi starfsumhverfi þar sem gleðin ræður ríkjum.

Undanfarin ár hefur leikskólinn Gimli unnið að margvíslegum þróunarverkefnum og í október árið 2022 var nýjasta verkefninu hrint úr vör sem ber yfirskriftina Jóga og núvitund í vettvangsferðum. Nærandi og gefandi samfélagslegt verkefni. Sjá slóð www.gimlijoga.is

Helstu verkefni og ábyrgð

• Að vinna að uppeldi og menntun ungra barna með elsku og alúð

• Málrækt í orðsins fyllstu merkingu

Menntunar- og hæfniskröfur

• Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun

• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum

• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum

• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

• Frumkvæði í starfi

• Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Ef þú vilt bætast í hópinn og vinna með skemmtilegu fólki í skapandi og hlýlegu umhverfi – þá vertu velkomin.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Gimlis https:/gimli.hjalli.is

Umsóknarfrestur er til 10. júní og nánari upplýsingar um starfið veitir Karen Valdimarsdóttir, leikskólastýra, netfang karenv@hjalli.is

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Páll Erland ræddi framtíðarhorfur HS Orku á Fagþingi Samorku.
Hafnargötu 52, 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Opið Mán - fös 8 - 18 Lau 10 - 14
Keppnissveit HS Veitna vann þrenn gullverðlaun í veitukeppni Samorku. Frá útför Hilmars Péturssonar frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí síðastliðinn. VF/Hilmar Bragi
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Suðurnes

Nýjar tunnur á næstu dögum

flokkum.is

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heilsuleikskólinn Garðasel - Deildarstjóri

Heiðarskóli - Starfsfólk skóla

Háaleitisskóli

Kennari á miðstigi

Kennari í nýsköpun

Starfsfólk skóla

Leikskólinn Holt - Leikskólakennari

Tjarnarsel - Aðstoðarmatráður

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

Æsa fagnar afmæli með veglegum styrkjum

Félagar í Lionsklúbbnum Æsu í Njarðvík fögnuðu 26 ára afmæli klúbbsins, þann 26. apríl sl. Lionsklúbburinn Æsa er kvennaklúbbur með 34 félögum á öllum aldri. Það er öflugt starf í klúbbnum, sem styrkir mannúðar- og menningarmál af ýmsum toga, aðallega hér í heimabyggð. Mikil áhersla er lögð á félagsstarfið, margvísleg fræðsla og kynningar skipa þar stóran sess og félagar eiga góðar stundir saman. Aðal fjáröflun klúbbsins er Blómamarkaður,

sem haldinn er við Ytri Njarðvíkurkirkju um mánaðarmótin maí -júní ár hvert. Í tilefni af afmælinu afhenti Lionsklúbburinn Æsa styrki sem samþykktir höfðu verið það sem af er þessu starfsári. Fulltrúar frá eftirtöldum aðilum veittu gjafabréfum viðtöku: Kirkjuvogskirkja í Höfnum – hjartastuðtæki af gerðinni LifePak Cr2. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – Arjo Sara Stedy flutningshjálpartæki. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum – styrkur til kaupa á sýnileikafatnaði handa

Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur, pabbi, tengdapabbi og afi,

GUÐNI VIGNIR SVEINSSON húsasmíðameistari, Gígjuvöllum 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 13. maí Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 22. maí klukkan 13.

Björk Birgisdóttir

Sveinn Guðnason Ásta Eygló Pálsdóttir

Sigurjón Sveinsson Dóra Víglundsdóttir

Rakel Guðnadóttir Guðlaugur Leifsson

Heiða Guðnadóttir Bjarnþór Erlendsson

Karen Guðnadóttir Stefán Már Jónasson

Bjarki Guðnason og barnabörn

FIMMTUDAG Á VF.IS

starfsfólki. Íþróttafélagið Nesstyrkur. Velferðarsjóður Suðurnesja – styrkur.

Einnig hefur Lionsklúbburinn Æsa styrkt fjölskyldur og einstaklinga í bæjarfélaginu, nemendur í grunnskólum í Njarðvík, Ytri Njarðvíkurkirkju, Alþjóðahjálparsjóð Lions – LCIF og Heiðurssjóð Guðrúnar Bjartar – íslenska hjálparsjóð Lions.

Verðmæti styrkja frá Lionsklúbbnum Æsu á starfsárinu nema alls rúmlega 2.500.000.- kr.

Grindavíkurbær á ráðstefnu í Póllandi

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, fór á dögunum á ráðstefnu í Varsjá í Póllandi um hvernig sveitarfélög eru að minnka kolefnisspor sitt. „Ég fór á þessa ráðstefnu fyrir hönd Grindavíkurbæjar með Dagnýju Jónsdóttur frá HS orku en hún er deildarstjóri Auðlindagarðins. Kannski dálítið skemmtilegt að segja frá því að þarna komu saman stórborgir Norðurlandana en auk Grindavíkurbæjar má nefna borgir eins og Stokkhólm, Helsinki og Köben. Auk þess að fara yfir það hvernig við á Íslandi erum að vinna í að minnka kolefnisspor okkar þá nýttum við þarna tækifærið og fórum yfir það hvernig við erum að nýta jarðvarmann á Reykjanesi og hugmyndafræði Auðlindagarðsins. Þá fórum við yfir þau samfélagslegu áhrif sem jarðvarminn hefur haft í Grindavík. Ráðstefnan var þannig sett upp að sendiherrar

allra Norðurlandanna í Póllandi fórum yfir málin í upphafi, svo áttum við fulltrúar sveitarfélagana sæti í panel og loks var ráðstefnugestum skipt í vinnustofur en við

Dagný stýrðum einni vinnustofunni. Þetta var mjög fróðleg og skemmtileg ferð, ég vona að við höfum látið gott af okkur leiða,“ sagði Atli Geir.

EIGNARHALDSFÉLAGS SUÐURNESJA

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja 2022 verður haldinn mánudaginn 12. júní kl 15:00 hjá Heklunni, Skógarbraut 945, Ásbrú.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Allt fyrir helgina!

Tilboð gilda 17.–21. maí

Kynning í Krossmóa 17. maí, kl. 14–18

Það eru barnadagar

Nýsköpunarkeppni!

Allskonar gotterí á grillið!

Apptilboð, afsláttur í formi inneignar

Lumar þú á góðri hugmynd?

Sendu hana inn fyrir

22. maí og þú gætir unnið 100.000 kr. inneign.

50% afsláttur af Pringles snakki 9.– 11. maí

Betra verð með appinu!

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Vinsælum sagnastundum fram haldið í haust

vinsælum sagnastundum sem haldnar hafa verið mánaðarlega á garðskaga í vetur verður fram haldið í haust. Sagnastundirnar eru haldnar af frumkvæði æskuvina úr garðinum, þeirra bárðar bragasonar frá urðarfelli og Harðar gíslasonar frá Sólbakka. Þeir hafa fengið til sín gesti sem hafa sagt frá áhugaverðum atburðum.

Nú síðast kom séra Jakob Ágúst Hjálmarsson og sagði frá Þormóðsslysinu sem varð við Garðskaga 18. febrúar 1943, fyrir áttatíu árum. Í slysinu fórust 31 einstaklingur. Þar af voru níu konur og eitt barn. Um borð voru tuttugu og tveir einstaklingar frá Bíldudal.

Á sagnastundinni kom fram vilji til þess að atburðarins yrði minnst á Garðskaga. Nú er unnið

FIMMTUDAG Á VF.IS

skotinn niður af þýskum kafbáti skammt undan Garðskaga fyrir tæpum 80 árum. Ýmis gögn um veru kafbáta við Garðskaga eru komin fram á erlendum söfnum og þeim verður væntanlega gerð skil á sagnastund á Garðskaga í haust.

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu

Opið: 11-13:30

að því að láta útbúa minningarskjöld sem festur verður á fjörugrjót og komið fyrir á gönguleiðinni með ströndinni á Garðskaga. Nánar verður greint frá því verkefni síðar í sumar.

Þegar sagnastundir fara af stað aftur með haustinu verður m.a. fjallað um kafbátahernað Þjóðverja við Garðskaga í seinni heimsstyrjöldinni. Ein kunnasta sagan er þegar Goðafoss var

Meðfylgjandi myndir voru teknar á síðustu sagnastund þegar Þormóðsslysinu voru gerð skil en húsfyllir var á veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga á þessari stund en það hefur reyndar verið á öllum sagnastundunum í vetur.

Verður þá ekkert um að vera í Suðurnesjahöfnum í sumar?

Í kjölfarið var fundur milli FMS og stjórnar Sandgerðishafnar og það hefur leitt til þess að þjónustustigið í höfninni hefur snarbatnað. Í samtölum mínum við sjómenn tala allir um hversu mikil og jákvæð breyting er orðin á þjónustunni í Sandgerðishöfn gagnvart smábátasjómönnum, enda sést það mjög vel núna í maí þegar 60 bátar eru að landa og margir þessara báta eru aðkomubátar.

Þá er vetrarvertíðinni árið 2023 lokið og það er liðin tíð að það sé stemmning í kringum þennan dag en þó geta sjómenn verið sammála um að veiði hafi verið mjög góð í vetur. Það góð að fiskvinnslurnar þurftu að stýra bátunum því of mikið magn var að koma af fiski í land.

Þessi mokveiði í vetur og um haustið 2022 hefur reyndar gert það að verkum að núna eru margir bátar orðnir stopp eða við það að stoppa. Stoppin eru ansi löng, allt fram í ágúst þegar nokkrir bátanna fara að stað aftur.

Verður þá ekkert um að vera í Suðurnesjahöfnum í sumar?

Já, það má alveg spyrja að þessu – en jú, það er kannski hægt að segja að það verði rólegt en þó kannski ekki því núna er strandveiðitímabilið hafið og það er nú gleðilegt að segja frá því að það eru mun fleiri bátar að róa á strandveiðinni núna frá Suðurnesjunum þetta ár en árið 2022.

sem eru á færunum og langflestir á strandveiðum.

Þetta er mjög merkilegt og sérstaklega af fjöldi bátanna í Sandgerði er borinn saman við allt Ísland. Þá kemur í ljós að Sandgerði er stærsta löndunarhöfn landsins miðað við fjölda báta núna í maí. Næst á eftir Sandgerði kemur Ólafsvík með 54 báta sem eru á færum. Næst á eftir þeim koma svo Bolungarvík með 43 báta og Patreksfjörður með 36 báta.

Bara gott mál og vel gert hjá FMS og stjórn Sandgerðishafnar að hafa bætt þjónustuna svona mikið.

En varðandi aflann þá hefur veiðin hjá þessum 60 bátum verið góð og menn hafa náð skammtinum sínum nokkuð auðveldlega.

Lítum á nokkra. Guðrún GK með 6,9 tonn í sjö róðrum, Hlöddi VE með 5,9 tonn, Sigrún GK með 7,9 tonn, Tjúlla GK með 5,7 tonn, Gola GK með 5,6 tonn, Una KE með 4,9 tonn og Bliki GK með 4 tonn, allir eftir sjö róðra.

Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu

HEYRN.IS

HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF

// Kópavogur // heyrn@heyrn.is //

Lítum aðeins á staðina. Grindavík: Þar hafa núna í maí níu bátar sem eru á færum landað og þar er t.d. Sigurvon ÁR með 6,6 tonn, Hrappur GK með 4,7 tonn, Sæfari GK 4,6 með tonn, Grindjáni GK með 4,2 tonn og Þórdís GK 3,9 tonn. Allir eftir fimm róðra.

Gríðarlegur fjöldi af bátum hefur landað í Sandgerði en það sem af er maí hafa 60 bátar landað þar

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4.

Sandgerðishöfn hefur legið undir ámæli fyrir að vera ein versta höfn landsins með tilliti til þjónustu, sérstaklega gagnvart smábátasjómönnum, t.a.m. með að fá ís og aðstoð við að hífa á krana þegar einn maður er um borð. Þetta heyrði ég mikið í samtölum mínum við sjómenn um allt land, sem vildu koma til Sandgerðis að róa en orðsporið fældi frá.

Í september 2022 var fundur hjá Fiskmarkaðinum í Sandgerði (FMS) þar sem mættu hátt í þrjátíu skipstjórar og rætt var um hvað betur mætti fara varðandi þjónustuna í Sandgerði.

Nýi Víkingur NS með 4 tonn í sex róðrum, Sigurörn GK með 6,3 tonn, Gréta GK með 5,9 tonn, Dóri í Vörum GK með 5,9 tonn, Dímon GK með 5,8 tonn, Deilir GK með 5,8 tonn og Hadda HF með 5,6 tonn, allir eftir sjö róðra.

Reyndar er það nú þannig að þorskkvótinn sem strandveiðibátarnir mega veiða núna þessa vertíð er um tíu þúsund tonn – og bátarnir sem eru komnir á veiðar eru um 600 talsins. Menn eru hræddir um að þessi tíu þúsund tonna kvóti muni klárast einhvern tímann í júlí.

Reyndar er það nú þannig að undanfarin sumur hefur ufsaveiðin á færin verið feikilega góð og þónokkrir bátar munu fara á ufsann eftir strandveiðina og til að mynda er Addi Afi GK byrjaður á ufsanum.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir
38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19
alla virk a daga
Brekkustíg
hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is.
Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
GUNNAR JÓNSSON 100 ÁRA

130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju fagnað

Kirkjudagur Kálfatjarnarkirkju

á Vatnsleysuströnd var haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag. Við sama tækifæri var haldið upp á 130 ára afmæli Kálfatjarnarkirkju, sem var vígð 1893.

Séra Arnór Bjarki Blomsterberg ,sóknarprestur í Tjarnarprestakalli, og séra Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnarprestakalli, þjónuðu fyrir altari en Guðmundur Brynjólfsson, djákni, predikaði. Guðmundur er fæddur og uppalinn á Ströndinni en starfar í dag sem djákni á Selfossi. Kór Kálfatjarnarkirkju söng undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur, organista.

Eftir guðsþjónustuna að Kálfatjörn bauð sóknarnefnd í afmæliskaffi í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Þar söng Sigríður Thorlacius við undirleik Guðmundar Óskars Guðmundssonar.

Það var þétt setinn bekkurinn í Kálfatjarnarkirkju á kirkjudeginum og góður rómur var gerður að predikun Guðmundar djákna af Ströndinni. Reyndar svo góður að prestarnir fengu söfnuðinn til að standa upp og klappa fyrir Guðmundi.

Í Suðurnesjamagasíni vikunnar, sem aðgengilegt verður á vf.is á fimmtudag, verður fjallað um kirkjudaginn og afmæli Kálfatjarnarkirkju. Þar verður rætt við Guðmund Brynjólfsson en í rafrænni útgáfu Víkurfrétta má einnig sjá og heyra predikun hans, sem var mjög hressileg.

AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI GERÐASKÓLA

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir leiðtogahæfileikum, hafi viðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans.

Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Leiðarljós Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

■ Er staðgengill skólastjóra

■ Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans í samráði við skólastjóra

■ Veita faglega forystu og mótar framtíðarsýn í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, lög um grunnskóla og stefnum sveitarfélagsins í skólamálum

■ Vinnur við þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk

■ Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks

■ Er í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og

ákvarðanatökur

■ Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

■ Leyfisbréf sem kennari

■ Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða kostur

■ Farsæl kennslu og/eða stjórnunarreynsla

■ Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt

■ Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

■ Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2023.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsókn skal að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Séra Bolli Pétur Bollason, prestur, Guðmundur Brynjólfsson, djákni, og séra Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur, þökkuðu kirkjugestum komuna á kirkjudaginn að Kálfatjörn og buðu til kaffisamsætis í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla. Á myndinni að neðan má sjá þétt setna kirkjubekki Kálfatjarnarkirkju. VF/Hilmar Bragi
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 7

Þegar stríð ber að dyrum fólks

en fólk var hætt að kippa sér upp við það. Börnin léku sér á leikvellinum, fólk sat á bekkjum og spjallaði saman og við héldum í fyrstu að þetta yrði eins núna.

Frænka mín hringdi í mig og spurði hvað ég ætlaði að gera, fólk væri að safnast saman til að flýja. Ég sagðist ætla að vera um kyrrt, þetta væri heimili mitt. Stríðið kom heim til mín 2. mars. Við sváfum á gólfinu á ganginum, höfðum gert það frá upphafi innrásarinnar til að verða ekki fyrir glerbrotum ef gluggarnir myndu brotna. Við vöknuðum við bjartan blossa þegar flaug sprakk fyrir utan húsið okkar. Það var hræðilegur hávaði, ég hef heyrt svona hljóð í flaugum að springa en þessa fyrsta sprenging glymur enn í höfðinu á mér. Hún var svo hræðileg. Natalia segir að þegar þau hafi vaknað, féllust þau í faðma og litu svo á klukkuna. „Hún var 5:22 að morgni. Við reyndum að hringja í foreldra mannsins mín og systir hans en það var ekki hægt að ná neinu sambandi.“

Í fjóra eða fimm daga höfðu Natalia og Dmytro gas en það var skammtað í einn klukkutíma á dag því flaugin hafði laskað gasleiðslur og mikill eldur gaus upp frá gaslekanum. „Á meðan við höfðum gas gátum við gert eitthvað heima.

Við höfðum ekki ljós, engan hita og mjög fljótlega höfðum við ekki heldur gas. Ég man að þessi marsmánuður var hræðilega kaldur, það var tíu stiga frost alla daga. Mjög kalt.“

Natalia segir að íbúar hússins, tuttugu manns, hafi hafst við í kjallara byggingarinnar frá 5. mars og þeir hafi reynt að komast að því hvort verið væri að flytja fólk úr borginni en þá var borgin orðin innlyksa og umkringd af Rússum.

Við höfum reynt að fylgjast með „örlögum“ götunnar minnar. Ég held að áttatíu til níutíu prósent af borginni sé eyðilögð. Gatan mín er ekki lengur til, hver einasti steinn hefur verið fjarlægður af Rússum ...

annað en það var gruggugt og gulleitt. Við suðum það og drukkum. Ég man að tilhugsunin um að fá einn bolla af instant kaffi klukkan sjö að morgni var yndisleg, það var heitt og ljúffengt. Það var svo bragðgott – og ég drekk ekki einu sinni kaffi.“

Á þessum tíma horuðust þau hratt og Natalia segir að við komuna til Íslands hafi hún fengið föt sem voru af stærð XS. „Og þau voru of stór á mig. Ég var ekkert nema skinn og bein.“

Mariupol flúin

Það kom að því einn daginn að rússnesk hersveit fann þau. „Þeir komu inn um glugga einnar íbúðarinnar og beindu byssum sínum að okkur: „Hver eruð þið?“

„Við! Við búum hér, hverjir eruð þið?“

Natalia Zhyrnova og eiginmaður hennar, Dmytro, flúðu heimaland sitt, Úkraínu, eftir að hafa upplifað þær hörmungar sem innrás Rússa á föðurland þeirra hafði í för með sér. Saga Natalia er átakanleg og sorgleg en hún var barnakennari í borginni Mariupol þegar stríðsátökin hófust en Mariupol er sú borg sem hefur farið einna verst út úr þessum hörmungum. Natalia sagði fréttamanni Víkurfrétta sögu sína, lýsti flótta sínum frá Úkraínu og þeim sem viðtökum þau hjón hafa fengið á Íslandi.

Natalia var ein fjögurra flóttamanna sem röktu sögu sína í Bókasafni Reykjanesbæjar í síðasta mánuði en frásagnir fólksins hreyfðu við þeim sem á hlýddu. Frásagnir af upplifunum sem eru svo víðsfjarri veruleika okkar sem búum á þessu friðsama landi.

Saknar borgarinnar sinnar endalaust

„Ég er frá Mariupol sem er mjög falleg borg. Mariupol er hlýjasta borg í heimi,“ segir Natalia í upphafi spjalls okkar og á þá ekki við veðurfarslega. Hún og maðurinn hennar komu til Íslands þann 26. apríl síðasta árs. „Ég sakna borgarinnar minnar endalaust mikið og er mjög sorgmædd að Mariupol skuli ekki tilheyra Úrkraínu núna. Hún er auðvitað úkraínsk borg en er því miður hersetin þessa stundina – en ég er viss um að hún verður aftur úkraínsk fyrr en síðar og við munum sjá úkraínska fánanum flaggað um alla borg fljótlega.“

Hvernig var lífið í Mariupol áður en innrásin var gerð?

„Það var æðislegt. Ef stríðið hefði ekki skollið á hefði ég aldrei farið þaðan. Ég elskaði að búa þar, var í góðu starfi sem kennari og við höfðum allt til alls. Við ferðuðumst, vel á minnst þá hef ég komið til fleiri en tuttugu landa. Við ferðuðumst mikið og það var ekki óalgengt að Úkraníumenn færu til Egyptalands yfir vetrartímann, við héldum að veturinn væri svo erfiður,“ segir

hún og hlær. „Svo erum við komin hingað til Íslands. Myrkrið og vindurinn. Myrkrið er ekki svo slæmt en vindurinn ... Svo á sumrin er bjart allan sólarhringinn, ég elska það. Fyrst eftir að við komum þá man ég að það var svo bjart, ég hugsaði að mér fyndist vera komið kvöld en sólin var svo hátt á lofti. Átti ég að fara að sofa eða hvað? Svo leit ég á klukkuna og sá að hún var orðin hálftólf. Ókei, það er kominn tími til að fara að sofa.“

Hefurðu séð myndir frá Mariupol nýlega? „Já, við höfum reynt að fylgjast með „örlögum“ götunnar minnar. Ég held að áttatíu til níutíu prósent af borginni sé eyðilögð. Gatan mín er ekki lengur til, hver einasti steinn hefur verið fjarlægður af Rússum. Ég er viss um að það hafi verið svo mikið að líkum þar að til þess að hreinsa upp eftir sig hafi þeir fjarlægt allt saman með stórvirkum vinnuvélum.

Þegar ég sé myndir af þeim stöðum þar sem ég bjó þekki ég þá ekki lengur. Það er ekkert eftir, engar byggingar, engin tré –ekkert. Þetta er hræðilegt.“

Natalia segir að það sé mjög erfið tilhugsun að snúa aftur. Hún geti ekki hugsað sér að hverfa aftur til Mariupol eftir það sem á undan er gengið, það veki upp of hræðilegar minningar. „Ég veit ekki hvort ég geti nokkurn tímann farið þangað aftur, ég efast um það.“

Hjónin eru nú að byggja upp líf sitt að nýju hér á Íslandi og hafa bæði fengið vinnu í Reykjanesbæ, Dmytro starfar á Marriott-hótelinu og Natalia er kennari á leikskólanum Velli.

Stríðið kemur heim til Natalia og Dmytro

„Við heyrðum í sprengjum þann 24. febrúar en við höfðum vanist því árið 2013. Þann tíma sem „fyrra stríðið“ var í gangi þá heyrðum við sprengingar alla daga og allar nætur því Mariupol var svo stutt frá vígstöðvunum. Lífið stoppaði ekki og fólk hélt áfram sinni daglegu iðju. Í tvö eða þrjú ár heyrðum við drunurnar og fundum jafnvel gluggana skjálfa –

„Vestan megin, í áttina að Úkraínu, voru Rússar. Austan megin, í áttina að Alþýðulýðveldinu Donetsk, voru Rússar. Úr norðri voru Rússar og í suður var sjórinn. Við vorum algerlega innikróuð.“

Heimili hjónanna var skammt frá höfuðstöðvum varnarliðs borgarinnar og Natalia segir að öllu sem var beint að þeim lenti einnig á íbúðabyggðinni. „Fosfórsprengjur og flaugar, þetta lenti allt á húsunum okkar. Við héldum til í kjallaranum í einn og hálfan mánuð. Maðurinn minn útbjó eldstæði og við elduðum fyrir opnum eldi utandyra. Við elduðum hafragraut, makkarónur, pasta – allt sem við gátum fundið en fljótlega urðum við uppiskroppa með mat. Við bökuðum brauð úr hveiti, vatni og salti – það var bragðbesta brauð sem við höfðum nokkurn tímann smakkað. Það bragðaðist eins og kaka.

Fljótlega þurftum við að hætta að elda utandyra því ef Rússarnir sáu reyk byrjuðu þeir að sprengja.

Við hættum stöku sinnum á að kveikja eld inni í kjallaranum en það var einungis gert vegna þess að tvö ung börn voru í hópnum og þau urðu að fá eitthvað heitt í kroppinn.“

Skipti þá engu máli að þarna voru íbúar, vissu Rússarnir ekki af ykkur?

„Þeir vissu vel að þarna voru íbúar. Það voru engir hermenn þarna, þeir voru allir í höfuðstöðvunum. Þarna var bara fólkið sem bjó í húsunum.

Við gátum ekki verið á ferli utandyra en þegar við urðum uppiskroppa með vatn fóru mennirnir með stór ílát og sóttu vatn í brunn sem var nærri höfuðstöðvunum. Svo var hann sprengdur og lík lágu um allt svo fólk var hrætt við að fara þangað. Þá var vatn sótt

Þeir sögðu að þeir myndu bjarga okkur og flytja okkur úr borginni. Síðan sögðu þeir að fyrst ættu konur og börn að fara, eitt og eitt í röð með metra bil á milli okkar, og síðast karlarnir. Okkur leist ekki á blikuna, við vorum varnarlaus og algerlega á þeirra valdi. Guði sé lof en eitthvað varð til þess að þeir þurftu frá að hverfa og sneru ekki aftur. Næsta morgun ákváðum við að forða okkur úr húsinu, allur hópurinn. Við tókum allan mat sem við áttum með okkur og skiptum liði, sumir fór snemma aðrir seinna. Mér fannst maturinn vera einu verðmætin sem við áttum eftir, hann var fjársjóður í okkar augum.

Þegar við yfirgáfum íbúðina hélt ég að við myndum ná að snúa þangað aftur til að sækja eigur okkar en þegar við snerum

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

aftur var íbúðin og allt okkar innbú brunnið. Sárast þykir mér að hafa ekki tekið ljósmyndirnar með okkur en því miður er það allt farið, ég á engar myndir af foreldrum mínum sem dæmi. Þau eru látin en lifa innra með mér,“ segir Natalia og heldur um brjóst sér, „og ég vildi óska að ég ætti eitthvað til minningar um þau. Ég á engar myndir af mér sem barn, engar myndir af foreldrum mínum – þetta er það sem mér þykir allra sárast því allt annað er hægt að endurnýja. Allt er hægt að kaupa en ekki þetta.“ Fyrir flóttann pökkuðu þau helstu nauðsynjum í bakpoka, einhverjum skjölum, sitt hvorum buxunum og peysunum. Það var allt og sumt. Natalia og Dmytro ætluðu fyrst að fara heim til systur hans og síðan foreldra til að kanna hvort það væri í lagi með þau áður en þau héldu flóttanum áfram.

„Þegar við komum að heimili systur hans var enginn eftir þar.

Nágrannar þeirra sögðu að Rússarnir hefðu flutt þau á brott viku eða tíu dögum fyrr. Við vissum ekki hvert þau voru flutt en þau dvelja í Sviss núna. Síðan héldum við heim til foreldra hans.

Við ferðuðumst fótgangandi og þetta ferðalag tók okkur fimm eða sex tíma. Við vorum með þungar byrðar, niðursoðið kjöt og þess

háttar. Allan þennan tíma voru stanslausar sprengingar, það liðu ekki meira en fimm sekúndur á milli þeirra. Á flóttanum héldum við okkur í skjóli húsveggja, við þurftum að stökkva yfir látna því líkin lágu eins og hráviði um allt. Eyðileggingin var alger.

Á þessum tíma var ég ekki hrædd, ég hafði ekki tíma til þess því ég var að reyna að lifa af. Kannski var það adrenalínið sem hélt mér gangandi, tilfinningarnar heltust yfir mig síðar.“

Þegar þau komu að yfirráðasvæði Rússa í borginni voru þau handtekin og færð til yfirheyrslu.

„Þeir höfðu náð völdum á þessum hluta borgarinnar og vildu vita hvert við værum að fara. Yfirmaður vildi senda okkur í búðir

í öðru þorpi þar sem fólk er búið undir að vera flutt á brott. Við sögðum að við værum á leið til foreldra hans og vildum vita hvort þau væru enn á lífi. „Þið komist ekki þangað, þið verðið skotin,“ sagði hann.

Við fórum samt og komumst að því að foreldrar mannsins míns voru á lífi. Húsið þeirra var næstum því í lagi, það vantaði þakið og glerið í gluggana en annað var í lagi. Við hjálpuðum þeim að lagfæra húsið og svo héldum við áfram flóttanum.

Við ætluðum okkur burt frá Mariupol.“

Voru á meðal þeirra heppnu

Natalia og Dmytro fóru til þorpsins sem átti að senda þau til og fóru í gegnum það ferli sem þurfti til að komast úr borginni. Þaðan átti svo að flytja þau til Rússlands því það var eina færa leiðin frá Mariupol.

„Þeir neyddu karlana til að afklæðast því Rússarnir voru að kanna hvort þeir væru með húðflúr hermanna. Þeir tóku símana okkur og fóru í gegnum allt sem var þar; öll skilaboð, allar myndir, öll nöfn í símaskránni. Ég held að þeir hafi verið að athuga hvort fólk væri með einhver tengsl við aðila innan hers Úkraínu. Við vorum heppin, við sluppum í gegnum þessa forskoðun en það tók fimm, sex klukkutíma. Margir komust ekki í gegnum þessa síu og voru færðir í einhverjar búðir, mörg þeirra eru þar enn. Án útskýringa, ekki einu sinni fjölskyldur þeirra vita ástæðuna.“

Natalia og Dmytro fengu að fara til Donetsk til að kveðja dóttur hans sem bjó þar. Síðan voru þau flutt til rússnesku borgarinnar Rastov. „Þaðan vorum við flutt til Sankti Pétursborgar og svo til Eistlands. Svo til Þýskalands og í fyrstu ætluðum við að fara til Portúgals. Það er næstum eins og Íslands,“ segir Natalia hlæjandi. „Einhverra hluta vegna þá skiptum við um skoðun einn dag þegar Dmytro sagði: „Förum til Íslands.“

Ég spurði hvort það væri langt frá Rússlandi og hann svaraði játandi. „Ókei, förum þangað,“ sagði ég. Ég vissi ekkert um Ísland nema að Reykjavík væri höfuðborgin. Hann sýndi mér myndir héðan í rútunni á leiðinni til Þýskalands og ég sagði: „Guð minn góður, kannski verður þetta skárra,“ en Dmytro sagði bara: „Nei, svona er Ísland. Sjáðu hvað það er fallegt.“

Ljósmynd sem sýnir vel hvernig er orðið umhorfs í Mariupol og þá eyðileggingu sem orðin er á hverfum borgarinnar í kjölfar innrásarinnar. Litrík leiktæki barna stinga í stúf við sviðnar rústir íbúðablokka.

Ég er svo vön blómum og trjám. Fyrir tveimur árum voru túlipanar og blómabreiður um alla Mariupol, trén voru í blóma. Það var svo fallegt þar. Ég spurði hvar trén væru, blómin – en hann sagði: „Nei, þetta er norræn fegurð.“ Ég bjóst aldrei við að tré hefðu þetta aðdráttarafl á mig,“ segir Natalia sem hefur uppgötvað „skóginn“ við Rósaselstjarnir og segir hlæjandi frá þegar hún og maðurinn hennar fóru þangað og tóku myndir af sér sem létu líta út eins og þau væru stödd í furuskógi.

„En núna sé ég alla fegurðina hérna, fjöllin og himininn. Himininn er einstaklega fallegur, hann hefur svo mörg litbrigði. Sólarupprásin er guðdómleg og sólsetrið líka. Ég hef ekki heimsótt marga staði á Íslandi en þær myndir sem ég hef séð eru svo fallegar.“

Vilja verða Íslendingar

„Þegar við komum til Íslands þá man ég að grasið var gult – og þegar við vöknuðum þann 17. maí var snjór. Guð minn góður, á þeim tíma værum við að synda í sjónum í Mariupol. Við fengum sýnishorn af öllum veðrum; haglél, rigning, snjór, vindur og sól. Ég man vel eftir þeim degi.“

Þekkti maðurinn þinn eitthvað til Íslands áður en þið komuð hingað?

„Já, hann vissi að hér væri gott fótboltalið, Keflavík. Hann er mikill fótboltaáhugamaður. Hann lék fótbolta með knattspyrnuliði verksmiðjunnar sem hann vann í, fótbolti er mjög vinsæll í Úkraínu. Hann horfir út á fótboltavöllinn þegar við erum í sundi og bíður eftir að það verði byrjað að spila þar. Þegar það gerist ætlar hann að bjóða mér á völlinn með sér.“

Hverjar eru framtíðaráætlanir ykkar?

Natalia er snögg að svara: „Við viljum vera hér. Ísland er mjög öruggt land og þú veist hvað bíður þín á morgun. Hér er allt svo rólegt og afslappað. Keflavík er svo afslappaður bær, hér búa ekki svo margir. Í Mariupol bjuggu sex hundruð þúsund manns, samt var hún eiginlega ekki nógu stór til að kallast borg.

Við erum að sækja námskeið í íslensku og við viljum sækja um íslenska kennitölu og ríkisfang, fá íslenskt vegabréf. Við viljum verða Íslendingar. Ég lít á Ísland sem heimili mitt og vil dvelja hér áfram.

Íslendingar hafa tekið okkur svo vel. Við höfum fengið svo hlýjar móttökur, fólkið er svo gestrisið og reiðubúið að aðstoða á allan hátt. Við höfum eignast marga góða vini hér sem hafa reynst okkur vel.“

Það er gott að heyra að ykkur líði vel hérna en hvernig gengur að takast á við áfallið sem fylgir svona upplifun? Það hljóta að vera eftirköst, er það ekki? „Ég hef ekki ennþá náð að vinna úr því. Ég er að vinna í mínum málum og sæki tíma hjá sálfræðingi.

Einu sinni hélt ég að ég væri hreinlega að deyja. Ég fór á heilbrigðisstofnunina og bað um hjálp, ég var öll verkjuð og var viss um að ég væri að deyja. Þegar læknir var búinn að skoða mig og fann ekkert sjáanlegt þá fór hann að spyrja hvaðan ég væri og út í það sem ég hafði gengið í gegnum. Þá var þetta bara kvíðakast og hann sagði mér að það tæki allavega tvö ár að jafna sig eftir svona áfall – en þau gætu orðið fimm. Maður veit aldrei.“

Á flóttanum héldum við okkur í skjóli húsveggja, við þurftum að stökkva yfir látna því líkin lágu eins og hráviði um allt. Eyðileggingin var alger ...
Skjáskot af vef CNN Natalia var ein fjögurra flóttamanna sem sögðu sögu sína í Bókasafni Reykjanesbæjar fyrir skömmu. VF/JPK
w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Við erum
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 9
Dmytro og Natalia una sínum hag vel í Reykjanesbæ. Þau vonast til að verða Íslendingar þegar fram líða stundir. Mynd úr eigu Natalia
á Aðaltorgi - verið velkomin!

GAMLA FRÉTTIN

Slökkviliðsmenn á þaki frystihússins.

Þarna er verið að rjúfa þakið og sprauta vatni. Reykkafari bíður átektar að fara inn í húsið.

Mikinn reyk lagði frá brunanum i Keflavik hf. yfir bæinn og urðu íbúar nærliggjandi húsa að yfirgefa þau vegna reyksins. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið í húsunum af völdum reyksins, sagði í texta með þessum myndum sem birtust í DV daginn eftir brunann í maí 1983.

DV-mynd: Loftur

40 ár frá stórbruna í Keflavík hf.

Stórbruni varð í frystihúsi Keflavíkur hf. þriðjudagskvöldið 13. maí 1983 er eldur kom upp í ísklefa hússins sem staðsettur var í suður enda hússins. „Allt tiltækt slökkvilið var þegar kallað út og þegar leið á kom Slökkvilið Miðneshrepps til hjálpar og voru um 50–60 slökkviliðsmenn að störfum, einnig kom aðstoð frá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem kom með stóran tankbíl, en mjög illa gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem breiddist út um allt frystihúsið með lofti, en meðfram allri lengjunni voru umbúðageymslur sem eldurinn læsti sig í og varð húsið fljótt orðið alelda,“ segir í forsíðufrétt Víkur frétta frá fimmtudeginum 19. maí, tveimur sólarhringum síðar.

Þá segir í fréttinni að eftir fjögurra tíma slökkvistarf eða um miðnætti tókst loks að ráða niðurlögum eldsins að mestu. Frystihúsið er mjög mikið skemmt en þó slapp norðurendi hússins undan eld inum þar sem flökunarvélar eru staðsettar. Einnig sluppu frysti tæki og pressur nokkurn veginn frá eldinum en þó kom þar mikill reykur og vatn. Aðstaða starfsfólks slapp einnig, beitningaraðstaða og humarvinnslan.

Óvíst var um birgðir af frosnum fiski þegar fréttin var skrifuð, hvort um 13.000 kassar hafi sloppið, en þær voru í stærsta frystiklefa hússins. Verðmæti þessara kassa voru um 18–20 milljónir króna á þeim tíma. Framreiknað til dagsins í dag eru þetta verðmæti upp á 345–384 milljónir króna.

Þá nam tjón tugum milljóna króna [hundruðum milljóna á nú virði] á húseign og vélbúnaði en hjá fyrirtækinu störfuðu um 120 manns og um 60–70 skólakrakkar yfir sumartímann. Ljóst var að margir myndu missa atvinnu sína um óákveðinn tíma, sagði í frétt inni á forsíðu Víkurfrétta.

Í Víkurfréttum frá 27. maí 1983 sagði að a.m.k. ellefu íbúðir urðu fyrir skemmdum af völdum reyks er eldur kom upp í Keflavík hf., en þar sem enginn einn aðili var með rannsókn þessa máls á sinni

Hlutverk Jóns í stórbrunanum í Keflavík hf. var reykköfun. Hann fór inn í brennandi húsið og upp á efri hæðina þar sem var umbúðaloft. Þar var mikill eldur í pappaumbúðum og vaxbornum pappír. Þar uppi var Jón í félagi við þá Gunnar Örn Guðmundsson, Jón Olsen og fleiri góða félaga. „Þetta var mikill eldsmatur og við vorum að gera okkar besta til að slökkva þetta þegar hluti af þakinu hrundi. Við sáum bara út þegar það var hrunið. Þetta var fjör,“ segir Jón. Á þessum tíma voru engin fjarskipti við reykkafara með talstöðvum. Reykkafarar voru tengdir við líflínu og merkjasendingar fóru í gegnum hana. Það var bara kippt í línuna ef eitthvað vantaði eða amaði að. Í dag er þetta með allt öðrum hætti og allur tækjabúnaður miklu betri og öruggari en var á þessum tíma fyrir 40 árum. „Þetta var það besta sem til var þá og menn unnu með það. Sem betur fer slasaðist enginn og þetta fór allt vel að lokum,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri.

Fjöldi fólks fylgdist með slökkvistarfi á vettvangi að kvöldi 17. maí 1983. Litmyndirnar eru úr safni Byggðasafns Reykjanesbæjar.

Forsíðumynd Víkurfrétta frá 19. maí 1983 Sjó var dælt frá Miðbryggjunni og að brunavettvangi. Sjáið ruslið í fjörunni! Slökkviliðsmenn komnir með slöngur upp á þak frystihússins. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri BS.
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Öflugt atvinnulíf á Reykjanesi

Opinn fundur 22. maí kl. 12.00

Samtök iðnaðarins efna til opins fundar mánudaginn 22. maí kl. 12.00 –13.30 á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ.

Á fundinum verður efnt til samtals um uppbyggingu öflugs atvinnulífs á Reykjanesi. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Öll velkomin á fundinn

Skráning á si.is.

Stækkun Reykjanesvirkjunar lokið

Stækkun Reykjanesvirkjunar, REY4, lauk fyrir stuttu og er nú komin í fullan rekstur. Með stækkuninni eykst framleiðslugeta Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 130 MW. Verkefnið er einstakt á heimsvísu því í stað þess að bora nýjar holur þróaði HS Orka, í samstarfi við innlenda sérfræðinga, nýja leið til að áframnýta auðlindina. Allar áætlanir um kostnað og framkvæmdatíma stóðust auk þess sem öryggismál voru í forgrunni á framkvæmdatímanum í góðu samstarfi við aðalverktakann Ístak. Frá þessu er greint á heimasíðu HS Orku.

Áætlanir

stóðust og gott betur

Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku, afhenti Kristni Harðarssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, stækkunina til reksturs með táknrænum hætti við hátíðlega athöfn í Reykjanesvirkjun í lok apríl. Sunna Björg og teymi hennar leiddu verkefnið á undirbúnings- og framkvæmdastigi en framkvæmdir hófust fyrst í ársbyrjun 2021 þótt rannsóknir og þróun hafi staðið yfir allt frá árinu 2009. Sunna Björg segir verkefnið almennt hafa gengið vel og tekist hafi að fá samkeppnishæf verð í stærstu verkþætti ásamt því að fá reynslumikla verktaka í verkið. „Við byrjuðum í miðjum heimsfaraldri

og þótt faraldurinn sjálfur hafi ekki haft teljandi áhrif á verkstaðinn urðu seinkanir í aðfangakeðjunni af völdum hans og stríðsins í Úkraínu. Svo má segja að veður hafi sett sitt mark á verkið og tafið ýmis útiverk. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá kláraðist verkefnið á samþykktri kostnaðaráætlun og vélin fór í rekstur á undan áætlun rétt fyrir jól.“ Sunna Björg telur margar ástæður liggja að baki því að svo vel tókst til: „Við vorum með öflugt og reynslumikið verkefnateymi, þar sem valinn maður var í hverri stöðu, undirbúningurinn var góður og áhættustýringin vönduð. Góð samskipti og samvinna á milli verkefnateymisins og lykilverktaka skiptu einnig sköpum.”

Einstök lausn á heimsvísu

Segja má að umhverfisáhrif af framkvæmdunum séu lítil sem engin en hugmyndafræðin er sú að fullnýta þá orku og þá vökva sem

tekin eru úr jörðu. Í stað nýrra borholna var þróuð leið til að áframnýta auðlindina sem Reykjanesvirkjun byggir á með því að fanga affallsvarmann frá virkjuninni. Jarðsjórinn sem borað er eftir fyrir Reykjanesvirkjun er 270°C heitur og gufan er nýtt til að framleiða 100 MW af rafmagni með tveimur háþrýstitúrbínum. Þá er enn eftir umtalsverð orka í vökvanum sem orðinn er um 200°C. Með tæknilausnum, sem sérfræðingar HS Orku þróuðu í samstarfi við innlenda sérfræðinga í jarðhitakerfum, er nú hægt að nýta þann vökva enn frekar. Meðal verkefna sérfræðinganna var að finna lausnir á því að

fjarlægja úrfellingar á borð við kísil úr vatninu áður en orkan er nýtt. Öryggismál í forgrunni HS Orka leggur ríka áherslu á öryggismál í allri starfsemi sinni, jafnt í rekstri og viðhaldi sem nýframkvæmdum, og kappkostar að fylgja ítrustu stöðlum og verkferlum á sviði öryggismála. Hallgrímur Smári Þorvaldsson, öryggisstjóri HS Orku, segir að heilt yfir hafi tekist vel til í öryggismálum á verktíma REY4: „Á þeim tveimur árum sem framkvæmdir stóðu yfir bárust um 1800 tilkynningar, jafnt stórar sem smáar, sem vörðuðu ör-

Sunna Björg og teymið hennar að loknu vel heppnuðu verki. Nýja túrbínan í Reykjanesvirkjun. n Jarðsjórinn sem borað er eftir fyrir Reykjanesvirkjun er 270°C heitur og gufan er nýtt til að framleiða 100 MW af rafmagni með tveimur háþrýstitúrbínum.
S HVERJU N Ý T T Í R E Y K J A N E T A R A M A R *Á meðan birgðir endast FIMMTUDAG Á VF.IS og erfiðir eldsvoðar í skipum á Suðurnesjum á síðustu vikum eru til umfjöllunar í Suðurnesjamagasíni á vf.is BRUNINN Í KEFLAVÍK HF. 12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Nýi hluti Reykjanesvirkjunar.

Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku, afhenti Kristni Harðarssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, stækkunina til reksturs.

yggi, heilsu og umhverfi. Brugðist var við þeim í góðu samstarfi við aðalverktaka, sem hafði yfirumsjón með öryggismálum á svæðinu, og urðu engin alvarleg slys á framkvæmdatíma. Slíkt tilkynningakerfi ásamt öðrum virkum stýringum er forsenda þess að hægt sé að fyrirbyggja alvarleg atvik.”

Hallgrímur Smári segir að sem verkkaupi vilji HS Orka innleiða framfarir í öryggismálum í byggingariðnaði á Íslandi en „best practices” hér á landi séu ekki sambærilegar við það sem best gerist erlendis. „Við þurfum öll sem eitt að leggjast á árar og lyfta öryggismálum í byggingariðnaðinum hér á landi upp á hærra plan.“

Næsta stórframkvæmd

í Svartsengi

Áhersl ur í orku mál um eru að breyt ast á þann veg að í framtíðinni verður kapp lagt á að nýta betur afl frá þeim auðlindum sem þegar hafa verið virkjaðar. Þar eru marg ir val kost ir fyr ir hendi og hefur HS Orka þegar hafið undirbúning að næstu stórframkvæmd fyrirtækisins en hún felst í því auka afkastagetu og nýtingu auðlindarinnar í Svartsengi. Stækkun orkuversins í Svartsengi, SVA7, miðar að því að auka framleiðslugetu orkuversins úr 75 MW í 85 MW. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með því að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Verkefnið er svipað að stærð og stækkun Reykjanesvirkjunar. Öll tilskilin leyfi eru í höfn og vinna við stækkunina er þegar hafin.

Styrkja vinabæjarferð til Noregs

Vinabæjarsamband Sveitarfélagsins Voga og Fjaler kommune í Noregi var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs í Vogum. Erindi frá Norræna félaginu í Vogum var lagt fram með beiðni um styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar tíu unglinga og fjögurra fullorðinna til Fjaler í Noregi 7.–11. júní næstkomandi. Bæjarráð samþykkti á fundunum að styrkja verkefnið um 300 þúsund krónur.

Slökkviliðsmenn og heilsubrestur

Birgir Þórarinsson, alþingismaður

Mikið álag hefur verið á slökkviliðsmönnum upp á síðkastið. Stórbruni var í Hafnarfirði. Eldur

í skipi í Sandgerði og eldur í skipi í Njarðvík þar sem einn skipverji lést og annar slasaðist alvarlega. Eldsvoðar í skipum eru sérlega hættulegir og í Njarðvík voru þrír slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja hætt komnir við slökkvistörf. Slökkviliðsmenn eru útsettir fyrir starfsumhverfi sem vísindalega hefur verið sannað að eykur líkur á heilsubresti. Þannig eru slökkviliðsmenn allt að tvöfalt líklegri til að fá ákveðnar tegundir krabbameina samkvæmt rannsóknum.

Þrátt fyrir miklar forvarnir og betri útbúnað slökkviliðsmanna við slökkvistörf eiga þeir aldrei möguleika á að verja sig fullkomlega gegn krabbameinsvaldandi efnum í reyk sem myndast við bruna. Í Kanada, Bandaríkjunum og Ástralíu eru um fimmtán tegundir af krabbameinum skilgreind sem atvinnusjúkdómar hjá slökkviliðsmönnum.

Fyrir tveimur árum flutti ég breytingartillögu á Alþingi við frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Lagði ég til

Lóðarhreinsun

hvaða gerðir krabbameina skuli teljast bótaskyldir atvinnusjúkdómar hjá slökkviliðsmönnum.

Vísaði ég til erlendra rannsókna og lagaframkvæmd í áðurnefndum

löndum hvað það varðar. Tillagan var felld og er það miður. Þáverandi heilbrigðisráðherra gat þess hins vegar í umræðu í þinginu um málið að þessu yrði kippt í lag í reglugerð og því væri breytingartillagan óþörf. Reglugerðin hefur síðan litið dagsins ljós, tveimur árum síðar. Í stuttu máli er niðurstaðan þessi. Ekkert er minnst á slökkviliðsmenn. Ekkert er fjallað um hvort og þá hvaða starfsstéttir geti hugsanlega verið útsettari fyrir því að greinast með sjúkdóma vegna atvinnu og starfsumhverfis. Þetta er þvert á það sem var lofað og eru kaldar kveðjur til slökkviliðsmanna sem hætta lífi sínu í þágu borgaranna.

Á Alþingi fyrir skömmu skoraði ég á heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sem setur reglugerðina, að standa við gefin loforð og tryggja að í henni verði tiltekin krabbamein viðurkennd sem atvinnusjúkdómur slökkviliðsmanna.

Land- og lóðahreinsun

Í húsnæði og á lóð Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9a

á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af farartækjum, áhöldum og timbureiningum.

Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023.

Eftir 21. maí verður því sem eftir er í húsnæðinu eða á lóðinni komið til förgunar.

Nánari upplýsingar er að fá í síma 420 3226.

Á landi og lóðum Reykjaneshafnar við hlið lóðarinnar Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, þ.e. Berghólabraut 11, 13 og 15, eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af faratækjum, áhöldum og timbureiningum.

Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023.

Eftir 21. maí verður því sem eftir er á svæðinu komið til förgunar.

Nánari upplýsingar er að fá í síma 420 3226.

Sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar

REYKJANESBÆR

Olíubirgðastöð Steypan 97,0 m 80,0 m 10 10 141.3 m 80,0 m 68,0 m 10 10 160,0 m 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 48.9 m 109.6 m 80,0 m 80,0 m 85,1 m 97,0 m 19 13 9A 11 15 17 12004 m² 7760 m² 12800 m² 7760 m² 10859 m² 10 10 10 18.8m R=12.00 10 10 142.9 m 84.5 m 12196 m² 160,0 m 87,5 m 160,0 m 160,0 m 80,0 m 266 268 267 270 272 271 269 273 274 276 Berghólabraut 108 102 101 107 72,5 m 103 9 13404 m² 69,4 m 90,6 m Olíuverslun Íslands hf 106 105 104 110,1 m 10 10 10 14,9 39,4 10 10 10 10 3,0 4 7 10 Berghólabraut 9a
Steypan 97,0 m 80,0 m 10 10 141.3 m 80,0 m 68,0 m Berghólabraut 10 10 160,0 m 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 48.9 m 96.2 109.6 m 80,0 m 80,0 m 85,1 m 97,0 m 308,8 m 19 13 9A 11 15 17 21 12004 m² 7760 m² 12800 m² 7760 m² 10859 m² 13831 m² Berghólabraut 10 10 10 18.8m R=12.00 10 10 4,5 6,5 142.9 m 84.5 m 12196 m² 160,0 m 87,5 m 160,0 m 160,0 m 80,0 m 262 250 263 266 268 267 270 272 271 269 273 274 276 279 Berghólabraut 108 102 101 107 72,5 m 103 9 13404 m² 69,4 m 90,6 m Olíuverslun Íslands hf 106 105 104 110,1 m 10 10 10 4,5 14,9 39,4 10 10 10 10 3,0 Einkavegur Norðuráls 4 7 10 Berghólabraut 11 13 15
REYKJANESHÖFN
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13
vf is

Það var líf og fjör á Landsbankamótinu. VF/JPK

RISASTÓRT LANDSBANKAMÓT

Afar fjölmennt sundmót fór fram í Vatnaveröld um síðustu helgi þegar um 450 keppendur frá ellefu félögum og annað eins af foreldrum mættu á Landsbankamótið.

Á föstudeginum kepptu átta ára og yngri og í lok móts fóru þau í hinn víðfræga sjóræningjaleik. Á laugardeginum og sunnudeginum kepptu yngri aldurshópar í 25 metra laug fyrir hádegi báða daga og eftir hádegi kepptu eldri sundmenn í 50 metra laug báða dagana. Þröngt var á þingi alla helgina en mótið gekk í alla staði mjög vel.

Fjöldi sundmanna frá ÍRB kepptu í Taastrup

Þrátt fyrir að ÍRB væri að halda sitt árlega Landsbankamót þá var stór hópur frá þeim, eða alls níu sundmenn, að keppa með unglingalandsliði Íslands í Taastrup í Danmörku. Með þeim í för var einnig einn af þjálfurum ÍRB, Jóna Helena Bjarnadóttir.

Það var frábær 25 manna hópur úr unglinga- og framtíðarhópi SSÍ sem hélt til Taastrup í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Íslenska liðið stóð sig gríðarlega vel og endaði sem stigahæsta lið mótsins.

Þeir sundmenn ÍRB sem unnu til verðlauna fyrir Íslands hönd:

Ástrós Lovísa Hauksdóttir: Bronsverðlaun í 100 m baksundi.

Daði Rafn Falsson: Bronsverðlaun í 400 m fjórsundi

Denas Kazulis: Bronsverðlaun í 400 m skriðsundi og gull í 50 m skriðsundi.

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu á ört stækkandi sveitarfélagi á Suðurnesjum?

Elísabet Arnoddsdóttir: Gullverðlaun í 100 m flugsundi, silfur í 50 m flugsundi og silfur í 100 m baksundi. Freydís Lilja Bergþórsdóttir: Bronsverðlaun í 400 m fjórsundi.

Nikolai Leo Jónsson: Silfur í 50 m bringusundi og brons í 100 m bringusundi.

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling sem býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af fjármálum og stjórnsýslu. Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að móta og leiða öflugan hóp starfsfólks og eiga í góðu samstarfi við önnur svið og íbúa sveitarfélagsins.

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins, fjárhagslegum rekstri sveitarfélagsins í samvinnu við bæjarstjóra og stjórnendur, ásamt því að gegna leiðandi hlutverki í stefnumótun í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sviðsstjóri heyrir beint undir bæjarstjóra og er staðgengill hans. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Ábyrgð og stjórnun á daglegri starfsemi sviðsins, skrifstofuhaldi og þróun verklags

• Umsjón með stefnumótandi verkefnum í tengslum við fjármál og stjórnsýslu og eftirfylgni með þeim

• Leiðbeinir um stjórnsýsluleg málefni og samræmir góða stjórnsýsluhætti í allri starfsemi sveitarfélagsins

• Umsjón með samningagerð og ábyrgð á upplýsingatækni-, innkaupa-, skjala- og atvinnumálum ásamt markaðs- og kynningarmálum

Leiðir þróun rafrænnar þjónustu hjá sveitarfélaginu

• Ábyrgð á framkvæmd rekstrar-, fjárhags-, launa- og starfsáætlana í samvinnu við bæjarstjóra og stjórnendur sveitarfélagsins

• Umsýsla með fundargerðum og ritun fundargerða bæjarráðs og bæjarstjórnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í viðskiptafræði, lögfræði eða hagfræði er skilyrði

• Framhaldsmenntun á sviði fjármála, opinberrar stjórnsýslu og/eða stjórnun og stefnumótun er æskileg

• Farsæl stjórnunarreynsla Reynsla og þekking á fjármálum, rekstri og áætlanagerð

• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu

• Áhugi og þekking á upplýsingatæknimálum og þróun rafrænnar þjónustu er kostur

• Leiðtogahæfni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar tæplega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.sudurnesjabaer.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Sjóræningjaleikurinn sívinsæli. Mynd/ÍRB Sundfólk ÍRB. Mynd/ÍRB
sport

Kvennafótboltinn í Grindavík á réttri leið

„Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að starfa við ástríðuna mína, fótbolta. Ég mun leggja mig allan fram fyrir klúbbinn minn og hlakka til að þjálfa kvenfólkið og stýra yngri flokka starfinu,“ segir Anton Ingi Rúnarsson en hann tók við þjálfun kvennaliðs Grindavíkur fyrir þetta tímabil og er einnig yfirþjálfari yngri flokkanna.

Anton æfði fótbolta á fullu og ætlaði sér eins langt og hann gæti en bróðir hans, Sigurjón, hefur fest sig í sessi sem frábær varnarmaður. Anton fann hins vegar fljótt að hæfileikar hans lægju frekar í þjálfun en sem leikmaður. „Ég ætlaði mér stóra hluti sem knattspyrnumaður, spilaði mikið og taldi mig vera á réttri leið en á fyrsta meistaraflokkstímabilinu undir stjórn Óla Stefáns Flóvents

lenti ég í að togna aftan í læri og átti í basli með það og fann bara einhvern veginn að ég væri ekki að fara ná langt, ákvað því bara að setja skóna upp í hillu. Ég hef eitthvað spriklað með GG og held því eflaust eitthvað áfram en þjálfunin er bara farin að taka svo langan tíma. Ég þarf líka að vera í formi til að geta eitthvað í fótbolta og þá þarf að æfa af krafti, ég held ég hafi ekki tíma í það. Ég mun samt kíkja á eina og eina æfingu, mér finnst ofboðslega gaman í fótbolta.“

Anton datt í lukkupottinn, fékk að vera Jóni Óla Daníelssyni til aðstoðar með kvennaliðið og þegar Jón Óli sneri til annarra starfa var nokkuð borðleggjandi hver tæki við. „Ég kom inn með Jóni Óla á miðju sumri 2021 og var svo með honum allt síðasta ár. Þetta var í raun frábært tækifæri fyrir mig því ég tel Jón Óla vera einn ef ekki besta kvennaþjálfara á Íslandi. Hann er mjög lausnarmiðaður, er með lausnir á raun öllu. Ég er sannfærður um að ef Jóni Óli væri skákmaður væri hann frábær í því. Hann er alltaf með nokkra leiki hugsaða fram í tímann. Ég lærði ótrúlega mikið af honum, í raun á öllum sviðum. Jón Óli líka frábær félagi, ég heyri oft í honum og ber undir hann pælingar. Ég lít á hann sem lærimeistara minn og við erum líka orðnir góðir vinir, ég get og mun alltaf geta leitað í viskubrunninn hans.

Annar sem ég verð að nefna er Milan Stefán Jankovic. Eins og oft er sagt um þennan snilling, líklega besti „grasþjálfari“ sem fyrirfinnst. Ég er samt auðvitað með mínar pælingar og veit hvernig ég vil gera hlutina. Ég hef verið heppinn í gegnum tíðina, hef lært af ótal mörgum. Sá fyrsti var Garðar Vignis, ég var honum til aðstoðar með sjötta flokkinn, var þá sjálfur rúmlega tíu ára. Þá fékk ég strax áhugann á þjálfun. Í dag eru kröfurnar þannig að ef maður ætlar að vinna við þjálfun verður maður að sækja sér menntun og það hef ég gert. Ég er að klára UEFA A þjálfaragráðuna í sumar, hef þá réttindi til að þjálfa í efstu deild karla og kvenna,“ segir Anton.

Barist um að komast upp

Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og hópurinn er að verða fullmótaður. „Við vorum með þrjá erlenda leikmenn á síðasta tímabili, markmann, miðvörð og framherja. Ég ákvað hins vegar að sækja mér íslenskan markmann núna, fékk flotta stelpu að láni frá Stjörnunni. Heiðdís Emma er ungur og efnilegur markmaður og ég bind miklar vonir við hana í sumar. Útlendingarnir spila stöðu miðvarðar, miðjumanns og framherja en miðvörðurinn sem ég fékk fyrst, Momola Adesanmi kölluð Mó, sleit krossband eftir 90 sekúndur í fyrsta leik undirbúningstímabilsins. Hún spilaði með Fjölni í fyrra, hún er frábær karakter og það verður ekki auðvelt að fylla hennar skarð en ég verð auðvitað að reyna það. Von er á Dom sem er bandarísk, hún á að vera hörkuleikmaður. Svo verður fróðlegt að sjá tvíburasysturnar

Jada Colbert og Jasmine Colbert en þær eru eineggja tvíburar og alveg ótrúlega líkar. Ég stefni á að

láta þær bera sambærileg númer á bakinu, andstæðingurinn mun eiga erfitt með að þekkja þær í sundur. Gengið á undirbúningstímabilinu hefur verið upp og ofan en hafa

ber í huga að okkur vantaði miðvörðinn í vörnina og ungar og efnilegar grindvískar stelpur þurftu að standa vaktina. Frábær reynsla og þær stelpur eiga eftir að koma sterkar inn þegar þær eldast og fá meiri reynslu. Það er mikill hugur í okkur. Ég tel okkur geta blandað okkur í baráttuna um að komast upp, við eigum einfaldlega að setja stefnuna á það. Efniviðurinn er svo sannarlega fyrir hendi og umgjörðin í kringum kvennaliðið er á við það besta sem þekkist hér á landi. Grindavík er alltaf að verða stærri og betri klúbbur, það er mikill kraftur í nýrri stjórn og ólíkt því sem áður var er nákvæmlega sami metnaður fyrir hönd kvennaliðsins og karlaliðsins.“

Grindvískar stelpur til baka?

Grindavík hefur búið til marga góða leikmenn í gegnum tíðina, hæst ber auðvitað landsliðskonan og atvinnuleikmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir. Anton dreymir um að fá grindvísku leikmennina „heim“ þegar liðið fer upp í Bestu deildina. „Það yrði gaman og sterkt að fá allar grindvísku stelpurnar til baka en við eigum nokkrar sem eru að standa sig mjög vel. Dröfn Einars vill spila í efstu deildinni og er með Keflavík, Kristín Anítudóttir er með HK, er búsett í Reykjavík og ég skil að hún vilji ekki keyra á milli yfir

Auðvitað snýst þetta samt mest um stelpurnar sem ég er með, ég er mjög ánægður með hópinn og veit að það eru mjög mikil efni á leiðinni, framtíðin er björt í fótboltanum í Grindavík

veturinn. Helga Guðrún Kristinsdóttir er með Fylki og er í námi í Reykjavík. Ísabel Almars, sem hafði spilað með Keflavík, er leikmaður sem ég vil endilega fá til að reima á sig skóna á nýju en hún tók sér frí í fyrra. Ég vona að hún fái aftur áhugann og spili með okkur, hún er frábær leikmaður. Unnur Stefáns er sömuleiði hætt, hún spilaði síðast með Þór/KA á Akureyri, hún er þar í námi. Ég vona að hún verði fyrir sunnan í sumar og reyni að plata hana. Auðvitað snýst þetta samt mest um stelpurnar sem ég er með, ég er mjög ánægður með hópinn og veit að það eru mjög mikil efni á leiðinni, framtíðin er björt í fótboltanum í Grindavík,“ sagði Anton að lokum.

ársins

Í sumar munu heimsleikar Special Olympics fara fram í Berlín í Þýskalandi. Þrjátíu ís lenskir þátttakendur, auk að standenda þeirra, taka þátt í leikunum í ár sem hefjast á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og þeim lýkur þann 25. júní. Búist er við að ríflega eitt hundrað stuðningsmenn komi til með að fylgja hópnum.

í Leiru, golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurður segir sitt markmið á leikunum vera að spila stöðugt golf og hafa gaman. Þá ætlar hann að eiga góða stund með keppendum og öðrum auk þess að eignast nýja vini. Móðir Sigurðar, Karen Ásta Friðjónsdóttir, mun halda utan um fjölmennan hóp forráðamanna sem fer við leikana. Nóg af Suðurnesjafólki á leið til Þýskalands í sumar á einn stærsta íþróttaviðburð ársins.

Flott kynningarmyndband um leikana

Lögreglumaðurinn Daði Þorkelsson fer í kyndilhlaup lögreglumanna fyrir heimsleika Special Olympics í sumar og þá verða Keflvíkingurinn Eva Hrund Gunnarsdóttir og Njarðvíkingurinn Lilja Árnadóttir þjálfarar í fimleikum við leikana.

Kylfingurinn Sigurður Guðmundsson úr Suðurnesjabæ keppir í golfi, hann er alvanur golfíþróttinni en auk þess að leika golf vann hann m.a. í mörg ár sem vallarstarfsmaður á Hólmsvelli

Suðurnesjamaðurinn Magnús Orri Arnarson hefur gert kynningarmyndband um heimsleika Special Olympics en myndbandið er vönduð og skemmtileg samantekt um þátttöku Íslands, keppendur, þjálfara

og spennuna sem fylgir því að taka þátt í einum allra stærsta íþróttaviðburði heims. Þettat er heldur betur glæsilegt verkefni sem Magnús hefur unnið að síðustu sex mánuði en hann hefur verið að hasla sér völl í kvikmyndagerð á undanförnum misserum og er meðal umsjónarmanna sjónvarpsþáttann vinsælu Með okkar augum. Myndbandið má sjá í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

Suðurnesjafólk á meðal þátttakenda í einum stærsta íþróttaviðburði
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 15
Grindavík vann góðan 6:1 sigur á Haukum í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna um síðustu helgi. Myndir/Petra Rós Ólafsdóttir

GERVIGRAS Í GARÐINN EÐA SANDGERÐI?

Kallað hefur verið eftir gervigrasi á knattspyrnuvelli í Suðurnesjabæ í nokkurn tíma. Verkís hefur m.a. unnið skýrslu fyrir bæjarfélagið þar sem valkostum uppbyggingar gervigrasvalla í Suðurnesjabæ er velt upp. Samkvæmt upplýsingum sem lesa má úr afgreiðslu bæjarráðs á erindum frá Víði og Reyni, þá var völlur Reynis einn af valkostum verkfræðistofunnar, en völlur Víðis ekki. Bæjarráð hefur nú samþykkt að leggja mat á kostnað og útfærslu gervigrass, bæði í Garði og Sandgerði. Hvort „sætasta stelpan á ballinu“ er völlur Reynis eða Víðis á síðan eftir að koma í ljós en Verkís virðist þó hafa meiri augastað á Reynisvellinum.

Erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði vegna vallarmála í Suðurnesjabæ var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Í erindinu kemur m.a. fram að félagið [Víðir] leggst ekki gegn því að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir orðrétt: „Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðal völl Víðis eins og kemur fram í erindinu en þessi kostur var ekki meðal valkosta sem lagt var mat á í skýrslu Verkís um valkosti upp -

byggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.“

Á sama fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar var erindi frá Knattspyrnufélaginu Reyni varðandi gervigrasvöll en félagið hefur lagt til að gervigras verði lagt á aðalvöll félagsins.

Mundi

Afgreiðsla bæjarráðs er orðrétt svona: „Samþykkt samhljóða að lagt verði mat á kostnað og útfærslu á því að lagt verði gervigras á aðalvöll Reynis en fjallað var um þennan kost í skýrslu Verkís um valkosti uppbyggingar gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.“

Stærsta stöð N1 á Suðurnesjum rís í Reykjanesbæ

Skóflustunga hefur verið tekin að nýrri þjónustumiðstöð N1 að Flugvöllum í Reykjanesbæ. Um verður að ræða stærstu stöð fyrirtækisins á Suðurnesjum og einu stöðina á Íslandi sem mun bjóða upp á dekkjaog smurþjónustu, auk eldsneytis- og rafhleðslustöðva.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki við stöðina í september árið 2023 en þeim hafði verið frestað um nokkur ár vegna heimsfaraldursins. Stöðin verður alls 1.370 fermetrar að stærð og áætlað er að við opnunina skapist tíu ný störf á Suðurnesjum. Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, segir að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmdirnar því að núverandi verkstæði fyrirtækisins að Ásbrú sé orðið of lítið. Þar að auki standi það ekki lengur undir þeim kröfum sem N1 gerir um aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

„Nýja stöðin verður mikilvægur þáttur í uppbyggingunni á þessu

Slátturinn kostar 3000 krónur

svæði. Við teljum mikilvægt að geta ekki aðeins þjónustað fólk sem á leið um svæðið, heldur jafnframt alla þá starfsemi sem fer fram að Flugvöllum. Má þar nefna fjölmargar bílaleigur og ferðaþjónustufyrirtæki sem við eigum nú þegar í samstarfi við, ásamt því að geta þjónustað starfsemi sem reiðir sig á stærri farartæki. Þetta verður fyrsta N1-stöðin þar sem við tengjum saman dekkja- og smurþjónustu við hefðbundna þjónustustöð auk þess að vera með stærðarinnar dekkjahótel. Við munum því vel geta þjónustað fjölbreyttan hóp viðskiptavina á þessu mikilvæga svæði,“ segir Hinrik.

Góðar stundir

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt framlagða tillögu, sem fram kemur í minnisblaði, að reglum um garðslátt eldri borgara og öryrkja sumarið 2023. Kostnaður verði 3000 kr. skiptið með þeim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt allt að þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.

Ég væri til í gervigras í garðinn hjá mér. Þá þyrfti aldrei að slá! trefjar.is

Óseyrarbraut 29, Hafnarfirði

vf is

Sauna tilbúin til notkunar Verð
1.167.000 kr.
220.150 kr. Heitir pottar ...eða kaldir
frá
Verð frá
Ný þjónustumiðstöð N1 rís nú við Flugvelli í Reykjanesbæ. Svona var staðan á húsbyggingunni í vikunn. VF/Hilmar Bragi Frá velli Reynismanna í Sandgerði. Þar kemur til greina að leggja gervigras.
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.