www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 28. tbl. 44. árg.

Page 1

Hola

Eldur og eimyrja

Eldgosið við Litla-Hrút hefur verið í sviðsljósinu undanfarna daga enda einstakt sjónarspil sem hófst á Reykjanesskaganum þann 10. júlí. Náttúruöflin láta krafta sína berlega í ljós og hafa slökkviliðsmenn unnið hörðum höndum við að slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar – einhverja þá mestu í manna minnum. Ljósmynd/Jón Þorkell Jónasson

FLJÓTLEGRI KOSTURINN

FLJÓTLEGRI KOSTURINN

VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN ELIN@ALLT.IS 560-5521 HAUKUR HAUKUR@ALLT.IS 560-5525 SIGURJÓN SIGURJON@ALLT.IS 560-5524 HELGA HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA DISA@ALLT.IS 560-5510 ELÍNBORG ÓSK ELINBORG@ALLT.IS 560-5509 PÁLL PALL@ALLT.IS 560-5501 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is Síða 4
EFNIS
hjá
í Grindavík
Síða 14 MEÐAL
Nóg að gera
björgunarsveitarfólki
Sá eini í heiminum?
í höggi og níu pílna leikur
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
Corny súkkulaði
gr
50
þema í
Miðvikudagur 19. júlí 2023 // 28. tbl. // 44. árg.
Mexíkóskt
kvöld?

Miðvikudagur

2. ÁGÚST 2. ÁGÚST

VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT MIÐVIKUDAGINN

Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samstarfi með ríkislögreglustjóra

Bæjarráð Grindavíkur fundaði í síðustu viku og var m.a. tekið fyrir erindi frá ríkislögreglustjóra, sem óskar eftir samstarfi við öll sveitarfélögin

á Suðurnesjum ásamt sambandi sveitarfélaga

á Suðurnesjum, um áframhaldandi þróun á svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og öðrum afbrotum. Bæjarráð samþykkti að taka þátt í verkefninu.

Markmið svæðisbundna samráðsins er að bæta enn frekar þjónustu við samfélagið á Suðurnesjum með því að auka sýnileika og aðgengi að þjónustu vegna ofbeldis á svæðinu, þróa og styrkja enn frekar svæðisbundið samstarf gegn ofbeldi, efla viðbragðsaðila í að takast á við

áföll og ofbeldi og koma á fót svæðisbundnum samráðsvettvangi vegna ofbeldis og annarra afbrota.

Ein megináhersla samstarfsins verður að setja á stofn velferðarmiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum, byggða á Family Justice Center-módelinu.

Horft verður til sérstöðu Suðurnesja sem leiðandi í samvinnu gegn fjölskylduofbeldi, að stærsti alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur í umdæminu og fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum. Þrjár þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis eru starfandi á Íslandi; Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri og Sigurhæðir á Suðurlandi.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NJÁLL SKARPHÉÐINSSON Víkurbraut 15, Keflavík, lést miðvikudaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 27. júlí klukkan 13.

Hrafnhildur Njálsdóttir Björn S. Pálsson Skarphéðinn Njálsson Jónína S. Birgisdóttir Kristín Gyða Njálsdóttir Valdimar Birgisson barnabörn og barnabarnabörn.

Eldgosið við Litla-Hrút er innan Reykjanesfólkvangs. Mynd/Ingibergur Þór Jónasson

Reykjavík skoðar að yfirgefa

Reykjanesfólkvang

VERÐUR HLUTI FÓLKVANGSINS ÞJÓÐGARÐUR?

Kjörnir fulltrúar Reykjavíkur hafa tekið ákvörðun um að skoða grundvöll þess að Reykjavík dragi sig út úr rekstri Reykjanesfólkvangs frá árinu 2024. Þetta kom fram á stjórnarfundi hjá Reykjanesfólkvangi á dögunum. Sjónarmið annarra sveitarfélaga sem áttu fulltrúa á fundinum varðandi framtíð Reykjanesfólkvangs voru rædd en til þess að ákveða næstu skref þarf að fá öll sveitarfélögin í fólkvanginum að borðinu. Í umræðum á fundinum var rætt um að stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins væri ómarkvisst. Einnig tíð skipti í stjórn og óljóst umboð stjórnar, ekki síst fulltrúa sveitarfélaga sem ekki eiga land í fólkvanginum. Hvorki liggur fyrir samstarfssamningur, né stjórnunar- og verndaráætlun um fólkvanginn, sem hefur verið kallað eftir, sem og skýrum svörum frá

Umhverfisstofnun. Þar af leiðandi er brýn vöntun á framtíðarsýn, stefnumörkun og forgangsröðun aðgerða fyrir svæðið en tilvist Reykjanes Geopark byggir á því að svæðið sé friðlýst. Bent var á að nýlega var stofnuð Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins sem m.a. mun markaðssetja Reykjanesið en auk þess er starfandi Markaðsstofa Reykjaness.

Ákveðið var að kalla eftir kynningu á báðum markaðsstofunum inn á næsta fund í Reykjanesfólkvangi.

Rætt hefur verið um hvort að fólkvangurinn eða hlutar hans

ættu að falla í annan friðlýsingarflokk, jafnvel að verða þjóðgarður eða eitthvað annað fyrirkomulag. Rifjað var upp samtal

við Reykjanes Geopark sem laut að því að skoða samstarf á sínum tíma. Ákveðið var á fundi fólkvangsins að stjórnarmenn opnuðu samtal hver í sínu sveitarfélagi um

ofangreint og kalla eftir kynningu á Reykjanes Geopark. Samningur hefur verið um landvörslu í Reykjanesfólkvangi frá 15. apríl til 1. nóvember ár hvert en Óskar Sævarsson úr Grindavík hefur séð um landvörsluna í fólkvanginum. Mikil aukning varð á fjölda ferðamanna 2019 og er ekkert lát á því. Það sést skýrt í talningum Ferðamálastofu sem er með teljara í Seltúni. Undanfarin ár hefur landvörður þurft að sinna mörgum verkefnum utan hefðbundins tímabils, t.d. kvikmyndaverkefni, viðvarandi ferðamannastraumur, eldgos o.fl., og því hefur verið greidd viðbótargreiðsla. Landvörður er tilbúinn til að sinna verkefnum áfram á þessu ári, segir í fundargerð, og stjórnin samþykkti að gera samning við landvörð á sömu nótum og verið hefur.

Brimborg opnar í sumar öflugustu hraðhleðslustöð landsins í Reykjanesbæ

Brimborg hefur hafið framkvæmdir við uppsetningu á öflugustu hraðhleðslustöð landsins þar sem rafmagnsvinnuvél sér um jarðvinnu og aðföng eru flutt á verkstað á rafmagnssendibíl.

Stöðinni hefur verið valinn staður á Flugvöllum í Reykjanesbæ stutt frá flugstöðinni.

Um er að ræða stöð af Kempowergerð með hleðsluafköst allt að 600 kW og getur stöðin annað hleðslu átta ökutækja í einu af öllum stærðum og gerðum. Brimborg hefur samið við HS veitur um orku fyrir stöðina og hefur stór heimtaug þegar verið virkjuð. Stöðin verður opin öllum rafbílanotendum með e1 hleðsluappinu og opnar í sumar.

Stöðin er svokölluð fjöltengjastöð með átta öflugum CCStengjum. Sex tengjanna geta afkastað 120 kWh á klukkustund fyrir venjulega rafbíla og til viðbótar eru tvö vökvakæld tengi sem geta annað allt að 375 kWh á klukkustund fyrir rafmagnsvörubíla, rafknúna hópferðabíla og rafmagnsfólksbíla sem vinna á hærri rafspennu.

Auðvelt aðgengi fyrir löng ökutæki og hreyfihamlaða

Stöðin er hönnuð á svipaðan hátt og bensínstöð með gegnumakstri og því er mjög einfalt aðgengi að og frá öllum tengjum fyrir fólks-, sendi-, vöru- eða hópferðabíla og

einnig fyrir bíla með ferðavagna og kerrur. Hönnun stöðvarinnar hefur miðað að því að einfalda aðgengi að og frá og tryggja gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Upphituð plön verða við stöðina, góð lýsing og öryggismyndavélar auk þess sem hluti af raforkunni verður fengin með sólarorkuveri sem reist verður á þaki þjónustuhúss bíla-

Svona mun hraðhleðslustöðin líta út. Tölvuteiknuð mynd

leigu Brimborgar þegar það rís sem mun draga úr álagstoppum á dreifikerfið.

Lykilhlekkur til útleigu rafbíla til ferðamanna Stöðin verður mikilvægur hlekkur í rafvæðingu bílaleiguflota Brimborgar hjá bílaleigunum Dollar Rent A Car og Thrifty Car Rental sem er með aðstöðu til útleigu bíla á Flugvöllum. Bílaleigur Brimborgar hafa stækkað rafbílaflota sinn umtalsvert undanfarna mánuði meðal annars til útleigu rafbíla til erlendra ferðamanna.

Nú þegar aka yfir tuttugu þúsund rafbílar um vegi landsins og stórir rafmagnsvörubílar hafa þegar hafið akstur en þetta er þó aðeins brot af þeim u.þ.b. 280 þúsund bílum sem eru á Íslandi sem þarf að skipta yfir í rafmagn.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
RIMLAGARDÍNUR OG
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
HREINSUM
MYRKVUNARGARDÍNUR
2 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M

Allt fyrir helgina!

Nettó × Ljósið

Opið 17. júní

Taupokar og spil til styrktar Ljósinu í júlí.

Krossmói

Opið 10–19

Iðavellir

Opið 10–21

Grindavík

Opið virka daga 9–19

Opið um helgar 10–19

Betra verð með appinu!

Tilboð gilda 20.–23. júlí Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Fanga augnablikið

Á Suðurnesjum eru margir listagóðir ljósmyndarar sem leggja sig fram við að festa á „filmu“ þá kynngimögnuðu atburði sem eru að eiga sér stað á Reykjanesskaganum þessi misserin.

Þessar fallegu ljósmyndir sem hér gefur að líta eru eftir þá Jón Steinar Sæmundsson, Ingiberg Þór Jónasson og Jón Þorkel Jónasson, sem á einnig forsíðumyndina. Þá má einnig sjá myndskeið frá gosstöðvunum í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

Nóg að gera hjá björgunarsveitarfólki í Grindavík

n Langflestir þakklátir, þó inn á milli svartir sauðir

Björgunarsveitin Þorbjörn er í Grindavík og hafa meðlimir sveitarinnar haft í nægu að snúast síðan fyrst gaus árið 2021. Staðnar voru vaktir í sex mánuði þá og svo gaus aftur tæpu ári síðar en það gos varði aðeins í tvær vikur. Ballið byrjaði svo aftur og björgunarsveitarfólkið var að sjálfsögðu mætt á vaktina til að aðstoða lögreglu og aðra viðbragðsaðila.

Guðni Oddgeirsson er einn meðlima björgunarsveitarinnar og fór yfir hvernig þetta fór af stað núna. „Eftir síðustu tvö gos vorum við undir það búin að það myndi fara gjósa aftur, jarðhræringarnar voru mjög svipaðar og síðast svo þetta

Veitingaaðilar í Grindavík finna ekki fyrir miklum mun

síðan eldgosið hófst

Veitingaaðilar í Grindavík hafa átt gott sumar en sjá ekki teljandi mun eftir að eldgosið hófst í síðustu viku. Þeir benda þó á að gossvæðið hefur verið lokað í marga daga og eflaust muni umferðin aukast núna þegar búið er að opna svæðið. Þeir eru sammála um að áhugi Íslendinga hafi minnkað frá því að fyrst gaus árið 2021. Rakel Gunnlaugsdóttir, rekstrarstjóri Bryggjunnar

„Það er munur á þessu gosi núna og síðast en þá fundum við fyrir mjög miklum

áhuga. Það er vissulega eitthvað meiri umferð, fólk

hefur verið að koma til að labba að gosinu en úr varð fýluferð því það var ekki opið. Yfir höfuð hefur sumarið verið gott, það er mikil umferð erlendra ferðamanna sem fara Reykjaneshringinn, hann er alltaf að verða vinsælli. Við opnum kl. 11 og erum alltaf með mjög margt í hádeg-

ismat en svo lokum við uppi kl. 17. Við erum með opið til 21 niðri og höfum verið að prófa að vera með lifandi tónlist þar, ekki á uppstilltu sviði með mikrófón heldur er tónlistarmaðurinn á meðal fólksins og spilar. Þetta hefur komið vel út og við munum halda því eitthvað áfram, tala nú ekki um þegar hægt verður að sitja úti á palli, veðrið hefur bara ekki boðið nógu mikið upp á það til þessa,“ sagði Rakel.

Kári Steinsson – Aðal-Braut

„Það er ekki alveg hægt að miða gosið núna við síðustu gos því við erum í miðri sumartraffík og það hefur verið mjög mikið að gera. Það hefur líka verið talsverð traffík að gamla hrauninu, frá 300 til 1.500 manns á dag og yfir höfuð er ferðamanna-

straumurinn hér í Grindavík alltaf að aukast, sem er mjög jákvætt. Svo má ekki gleyma að það hefur verið lokað að gossvæðinu nánast allan tímann. Vonandi munum við fá ennþá fleiri inn í bæinn. Þetta eldgos má vara sem lengst,“ sagði Kári.

Bjarney Högnadóttir – söluturninn Skeifan

„Við höfum verið með eldgos á hverju ári síðan við byrjuðum svo við þekkjum ekkert annað. Það var miklu meiri áhugi í fyrsta gosinu og mín tilfinning er að Íslendingar sýni þessu eldgosi ekki sama áhuga, við erum að verða svo vön þessu. Erlendir ferðamenn eru hins vegar mjög áhugasamir en áður en eldgosið byrjaði var mikil umferð þeirra

kom okkur ekki á óvart. Við vorum stödd hér í húsinu þegar fyrsta útkallið kom en við sáum á vefmyndavélum að reykur var farinn að stíga upp, útkallið kom því ekki á óvart og það fyrsta sem við gerðum var að koma okkur á staðinn og staðsetja nákvæmlega hvar gosið væri.

Í leiðinni fórum við að spá í hvaða leiðir væru hentugastar fyrir ferðafólk en þar sem algert logn var

Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!

Áratuga reynsla Sjónmælingar

Góð þjónusta Linsumælingar

Falleg vara Sjónþjálfun

Nýjungar í sjónglerjum og tækjum

Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is

Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is

þegar gosið byrjaði og mikil gasmengun, var tekin ákvörðun um að loka að svæðinu svo fólk færi sér ekki að voða. Svo komu miklir gróðureldar og mengun af því, rokið hjálpaði heldur ekki og því urðum við að loka. Langflestir fór eftir tilmælum okkar en sumir voru ekki alveg kátir, kannski búnir að labba í nokkra klukkutíma og þurfa að snúa við er svekkjandi en þarna erum við einfaldlega að fara eftir því sem lögreglan og almannavarnir ákveða. Við getum auðvitað ekki bannað fólki að fara, við erum ekki með völd í það, getum bara komið þessum tilmælum til leiðar og svo er það fólksins að taka ákvörðun, stór meirihluti fer eftir því sem við segjum en inn á milli eru svartir sauðir því miður. Langflestir eru mjög þakklátir því starfi sem við sinnum, þau vita að við erum að gera þetta í sjálfboðavinnu.“

Það er ekki bara björgunarsveitin Þorbjörn sem kemur að þessum málum. „Við erum með björgun á svæðinu á okkar könnu og stýrum umferð í samráði við lögregluna, svo er aðgerðarstjórnun í Keflavík. Þeir aðilar eru í nánu sambandi við höfuðstöðvarnar í Skógarhlíðinni í Reykjavík. Við erum u.þ.b. þrjátíu virk í Þorbirni en á þessum sumarleyfistímum getur verið erfitt að manna vaktir og því hafa aðrar björgunarsveitir verið duglegar að leggja okkur lið, ég frétti t.d. af björgunarsveitarfólki sem ákvað að taka sér frí frá vinnu til að geta komið og aðstoðað okkur, það er auðvitað frábært,“ sagði Guðni.

til Grindavíkur á hverjum degi. Mjög margir vilja skoða hraunið sem myndaðist frá fyrstu tveimur gosunum og Reykjaneshringurinn er orðinn mjög vinsæll ferðamannarúntur. Vonandi munu svo ennþá fleiri koma nú þegar búið er að opna að gosinu, ég geri frekar ráð fyrir því,“ sagði Bjarney.

Halla Svansdóttir – Hjá Höllu

„Það hefur kannski verið eitthvað meiri traffík eftir að eldgosið hófst en fyrir það var meira og minna fullt hjá okkur. Við opnum kl. átta á morgnana og erum að fá mikið af ferðafólki sem er nýlent. Mín tilfinning er að landinn sýni þessu eldgosi ekki sama áhuga og áður. Þegar

gaus fyrst, var ég með sérstaka gos-nestispakka til sölu og þeir ruku út. Þeir Íslendingar sem hafa verið að koma, hafa ekki verið á leiðinni að gosinu en vissulega er búið að vera mikið lokað. Sumarið hefur annars verið mjög gott, góð blanda Íslendinga og útlendinga,“ sagði Halla.

Kári Guðmundsson – Fish House

„Það er ekki mikil reynsla

komin á þetta eldgos, stutt síðan það hófst og búið að vera lokað að því nánast allan tímann. Það hefur verið minni traffík hjá mér en eins og ég segi, það er engin reynsla komin á þetta almennilega. Eflaust mun traffíkin aukast um leið og það verður opnað og þá mun ég, eins og aðrir veitingaraðilar hér í Grindavík,

njóta góðs af því. Sumarið hefur verið nokkuð gott, ég átti reyndar von á ennþá fleiri ferðamönnum, spár gerðu ráð fyrir 30% aukningu ferðamanna frá því í fyrra. Mér finnst ég ekki hafa séð þá aukningu hér í Grindavík, það þarf að auglýsa Reykjaneshringinn betur að mínu mati,“ sagði Kári.

Þormar Ómarsson – Papas Pizza

„Þar sem við erum í miðri sumarvertíð er kannski ekki gott að segja til um hvort það sé meiri umferð. Það hefur líka verið nokkuð vinsælt hjá ferðafólki að labba að hrauninu sem myndaðist í síðustu eldgosum, við finnum fyrir því.

Það eru nokkrir leiðsögumenn hér

í Grindavík sem hafa verið að taka ferðafólk að þeim slóðum og svo er

borðað þegar fólkið kemur til baka. Við höfum notið góðs af því og ég á ekki von á öðru en umferðin muni aukast enn meira þegar opnað verður að gosstöðvunum. Landið er fullt af erlendu ferðafólki sem er mjög áhugasamt um þetta en mín tilfinning er að Íslendingurinn sé ekki eins áhugasamur og í fyrri gosum,“ sagði Þormar.

Ólafur Arnberg - veitingastaðurinn Brúin

„Mín tilfinning er að það hafi ekki aukist straumurinn, hann hefur verið góður allt þetta ár, talsvert mikið af fólki hefur verið að fara að gosstöðvunum til að sjá hraunið sem varð til í fyrri gosunum. Svo er auðvitað búið

að vera lokað að gosinu stóran hluta tímans, það verður fyrst að marka þetta þegar búið verður að vera opið í einhvern tíma, þá mun eflaust og vonandi fleira fólk mæta til Grindavíkur,“ segir Ólafur.

w
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Mynd/Jón Steinar Sæmundsson Mynd/Jón Steinar Sæmundsson Mynd/Ingibergur Þór Jónasson Mynd/Ingibergur Þór Jónasson Mynd/Jón Þorkell Jónasson
4 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Guðni Oddgeirsson. VF/SDD

Nýr

Heilsueflandiumhverfi

Heilsueflandi umhverfi

NÝR SEX DEILDA HEILSULEIKSKÓLI VIÐ BYGGÐAVEG 5

Skólar ehf. hafa samið við Suðurnesjabæ um rekstur á nýjum sex deilda heilsuleikskóla að Byggðaveg 5 sem opnar í mars á næsta ári. Skólar ehf. er 23 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fimm heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi, Reykjavík og Garðabæ.

Taktu þátt í að byggja upp nýjan skóla fyrir yngstu börnin í Suðurnesjabæ.

sex deilda heilsuleikskóli, Urriðaból, opnar í Garðabæ í haust

Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Leikskólinn tekur mið af nýjustu lögum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla og verður í samræmi við menntastefnu bæjarfélagsins.

Störfin eru eftirfarandi:

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar.

Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu. Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar í leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi.

góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi

Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.

er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust, heilsa starfsfólksins sem annast þau þarf líka að vera í fyrirrúmi.

Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks var unnin sérstök heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd.

Skólar hafa markvisst byggt upp heilsustefnu sína í samvinnu við starfsfólk og sérfræðinga. Til að vinna að betra heilsufari starfsfólks unnin sérstök Heilsufarsáætlun í samstarfi við Heilsuvernd.

Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður sem eitthvað bjátar á hjá.

Viðverustefna umbunar starfsmönnum fyrir góða viðveru en styður þá sem eitthvað bjátar á hjá.

Taktu þátt í að byggja upp nýjan skóla fyrir yngstu Garðbæingana Leikskólinn tekur mið af nýjustu lögum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla og verður í samræmi við menntastefnu bæjarfélagsins.

• Leikskólastjóri https://alfred.is/starf/leikskolastjori-23

• Aðstoðarleikskólastjóri https://alfred.is/starf/adstodarleikskolastjori-24

Við þurfum allt að 38 starfsmenn til að starfa í sex deildum. Störfin eru eftirfarandi:

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred.is

– Leikskólastjóri

– Aðstoðarleikskólastjóri

– Deildarstjórar fyrir sex deildir

– Fagstjóri í hreyfingu

– Fagstjóri í sköpun

– Sérkennslustjóri

– Matráður

– Aðstoðarmatráður

– Leikskólakennarar

– Leiðbeinendur

Allar nánari upplýsingar um störfin eru á alfred .is og um skólann á skolar.is

Í SUÐURNESJABÆ OPNAR Í MARS Á NÆSTA ÁRI
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA

Síldarverksmiðjan í Helguvík flutt

til Marokkó

Skipstjóri á þremur skipum í einu

Tvö risavaxin flutningaskip voru á sama tíma í Helguvík í þarsíðustu viku en þá var olíuflutningaskip frá Kúveit, sem kom með 55 milljónir lítra af flugvélabensíni, og portúgalskt flutningaskip sem var að flytja nánast allt sem tilheyrði Síldarverksmiðjunni sem er í Helguvík. Verksmiðjan var í eigu Síldarverksmiðjunnar í Neskaupsstað en þar hefur ekki verið unnin síld í nokkur ár. Þegar tækifæri gafst var allt selt til Marokkó og er talið að vinna eigi sardínu í nýrri verksmiðju.

Hafnsögumennirnir Karl Einar

Óskarsson og Jóhannes Þór Sigurðsson voru á staðnum og fóru yfir þessi tvö verkefni og hvernig starfsemi hafnarinnar er háttað en hafnarstarfsmenn þurfa bæði að sjá um höfnina í Helguvík og hafnirnar í Gróf, Njarðvík, Keflavík og í Höfnum. Karl Einar var sá fyrri til að taka til máls. „Allt flugvélabensín sem flutt er til Íslands kemur í Helguvík, 55 milljónir lítra duga í rúman mánuð og er öllu dælt í tanka sem eru grafnir hér í Helguvík. Bensínið sem fer á Reykjavíkurflugvöll er flutt í flutningabílum en það er pípa sem nær að Keflavíkurflugvelli og öllu bensíni er dælt þangað beint frá Helguvík.

Sementsskipin koma á u.þ.b. þriggja vikna fresti en ekkert sement er lengur framleitt á Íslandi. BM Vallá flytur inn sitt sement, þau skip losa á Akranesi.“

Heil síldarverksmiðja flutt

Það er ekki eins algengt að heil síldarverksmiðja sé tekin í sundur og hún flutt frá Íslandi. Jóhannes Þór fór yfir það. „Þetta er portúgalskt flutningaskip sem annast þessa flutninga. Á sínum tíma var þetta ein fullkomnasta síldarverksmiðja landsins en hlutirnir hafa breyst svo mikið. Hér áður fyrr gátu skipin veitt mun minna og sigldu hægar, því voru verksmiðjur út um allt land en í dag bera skipin meira, sigla hraðar og því hentugra að vera með verksmiðjur á færri stöðum, t.d. á Neskaupstað. Það hefur ekki verið unnin síld hér í Helguvík í fjölda ára og forsvarsmenn SVN ákváðu að selja verksmiðjuna, okkur skilst að það verði sett upp sardínuverksmiðja í Marokkó, alla vega er skipið að sigla þangað.

Það er búið að hreinsa allt innan úr verksmiðjunni. Þetta eru stórir hlutir, m.a. risastórir tankar sem eru teknir í tvennt og fluttir þannig, það þarf stór og öflug skip til að flytja svona farm. Verkefnið hófst í september, það er að hreinsa allt innan úr en það eru erlendir aðilar sem sjá um það. Upprunalega átti því að ljúka um áramót en svona verkefni vilja frekar teygjast á langinn en hitt. Eins með komu flutningaskipsins, þetta átti að taka fjóra daga og strax eru orðnar tafir. Það er ótal margt sem kemur upp á og spilar inn í öll plön varðandi svona flutninga, t.d. veðrið en svona stór flutningaskip sigla ekki inn í Helguvík nema í góðum veðurskilyrðum. Þetta er fyrri ferðin og svo á annað skip eftir að koma og taka afganginn af verksmiðjunni,“ segir Jóhannes.

Mikið álag oft og tíðum Það er meira en að segja það að koma stóru flutningaskipi að höfn, Karl Einar fór yfir verkferilinn og hvernig vinnunni við hafnirnar í Reykjanesbæ er háttað. „Þegar olíuflutningaskip koma, tökum við nánast yfir stjórn skipsins. Við erum með tvo dráttarbáta og skipstjórarnir á þeim gera ekkert nema með samþykki okkar sem erum í

brú flutningaskipsins. Við erum við hlið skipstjórans og vinnum náið með honum þar til lagst er við bryggju en lokavaldið er auðvitað alltaf hans, nánast undantekningarlaust fer hann samt eftir því sem við leggjum til. Því má nokkurn veginn segja að maður sé skipstjóri á þremur bátum í einu. Við þurfum að vera með skipstjórnarréttindi, hér á Íslandi er ekki gerð krafa um farmanninn eins og það var kallað í Stýrimannaskólanum, þriðja stigið svokallaða. Ég er með fiskimanninn sem var annað stigið, í dag er þetta með breyttu stigi í Stýrimannaskólanum.

Það er líklega ekkert hlaupið að því að fá unga menn í þetta starf, þetta er ansi mikið álag oft og tíðum. Á fríhelgi get ég átt von á að vera kallaður út ef eitthvað kemur upp á. Við erum þrír sem vinnum

við þetta ásamt hafnarstjóra og yfir sumarið fer einn okkar í frí, hinir tveir þurfa að vera klárir og þó svo að maður sé í helgarfríi verður maður að vera til taks ef eitthvað kemur upp á. Við þurfum líka að sinna Gróf, Keflavík, Njarðvík og svo erum við líka með Hafnir svo við erum þrír sem þurfum að sinna fimm höfnum. Það er oft fyndið að sjá viðbrögð skipstjórana á erlendu flutningaskipunum, þeir eru vanir því að hafnsögumenn sjái bara um að koma skipinu til og frá bryggju en við þurfum að ganga í öll störf, t.d. að losa skipin við ruslið. Við Íslendingar erum bara vanir að ganga í öll störf,“ sagði Karl Einar að lokum.

Auðvelt að nálgast ufsakvóta

Allt að gerast á Reykjanesskaganum og þegar að þessi pistill er skrifaður er enn eitt eldgosið hafið, núna rétt sunnan við fjallið Keili.

Þetta mun væntanlega þýða að sumrinu árið 2023 sé þar með lokið því undanfarin tvö eldgos, þegar að vindáttin var þannig að reykurinn frá gosinu stóð yfir bæina eða Reykjanesbrautina, þá var alltaf einhver væta í skýjunum.

Nóg reyndar um þetta gos. Kannski ekki mikið hægt að tengja sjávarútveginn við eldgos – nema kannski nafnið Keilir. Því jú, nokkir bátar hafa heitið Keilir, þó svo þeir hafi nú ekki verið gerðir út frá Suðurnesjum að undanskildum bát sem hafði skipaskrárnúmerið 1420. Sá bátur er núna á Siglufirði og búið að rífa brúnna af honum og taka mikið í gegn. Hann heitir Örkin SI núna og er notaður í ferðamennskuna.

Þessi bátur hét Keilir GK frá 1998 til 2000 og var þá gerður út frá Sandgerði, var svo seldur til Siglufjarðar og hélt Keilisnafninu en var þá orðinn Keilir SI og með því nafni réri báturinn allt til 2017. Síðustu árin réri báturinn á netum frá Njarðvík og Sandgerði og lagði þá upp aflann hjá Hólmgrími sem ég hef skrifað ansi oft um hérna í þessum pistlum.

Síðasta löndun bátsins var í Grindavík um miðjan maí árið 2017 og var þá báturinn með 2,3 tonn í einni löndun.

Talandi um netaveiðar þá er ekki einn einasti bátur á netaveiðum núna í júlí og í júni var enginn heldur á netum frá Suðurnesjum nema smábáturinn Byr GK sem landaði í Keflavík um 1,8 tonni í tveimur róðrum. Núna eru aðeins fjórir netabátar á Suðurnesjum, það er Erling KE, Maron

GK og Halldór Afi GK og sá fjórði er Hraunsvík GK sem stundar núna strandveiðar.

Þessi vika gæti verið síðasta vikan sem strandveiðibátarnir geta róið, því að stutt er í að þorskvótinn klárist sem var úthlutaður í þennan flokk, eða rúmlega tíu þúsund tonn.

Smábátasjómenn og smábátafélögin í kringum landið óskuðu eftir því við sjávarútvegsráðherra að hann myndi auka kvótann um fjögur þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra sagði pent nei, búið væri að úthluta öllum heimildunum. Svo hvað gera sjómenn þá?

Eins og fram hefur komið hérna þá er mjög stór floti af færabátum og strandveiðibátum sem róa frá

Grindavík og Sandgerði, langflestir frá Sandgerði, allt upp í 69 bátar sem landa þar á einum degi.

Jú, ansi margir ætla sér að fara að veiða ufsa því nóg er eftir að ufsakvóta. Til að mynda þá á Bæj-

AFLAFRÉTTIR

arútgerð Reykjavíkur, sem gerir út frystitogarann Guðmund í Nesi RE, um 1.900 tonna óveiddan ufsakvóta. Nesfiskur ehf. á um 700 tonn af óveiddum ufsakvóta. Alls var um 67 þúsund tonnum af ufsakvóta, miðað við óslægt, úthlutað núna fiskveiðiárið 2022–2023 og er búið að veiða um 31 þúsund tonn af ufsa. Það þýðir að um 36 þúsund tonn eru óveidd af ufsanum og því ætti nú að vera auðvelt fyrir færakallanna að nálgast ufsakvóta. Helsta vandamálið með það er að það er töluvert af þorski á sama svæði og ufsinn er og af honum er ekki nema um tólf þúsund tonn eftir.

Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.

umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

Útlit
Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri:
og
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Jóhannes og Einar Karl.
6 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Portúgalska flutningaskipið liggur við bryggju í Helguvík en það annast flutninga á vélum og tækjum Síldarverksmiðjunnar.

Komdu pallinum og öllu hinu tréverkinu í sumarbúning með

VISTVÆNNI VIÐAR pallaolíu og viðarvörn frá Slippfélaginu .

VISTVÆNN VIÐAR er betri fyrir umhver ð.

SLIPPFÉLAGIÐ

Hafnargötu 54

Reykjanesbæ

S: 421 2720

Opið: 8-18 virka daga

10-14 laugardaga

slippfelagid.is

Göngumessa um gamla miðbæinn

Sumarmessur á Suðurnesjum í allt sumar

Sunnudagskvöldið 9. júlí var farin göngumessa um gamla miðbæinn í keflavík en þessi ganga á sér langa sögu, þetta var í átjánda skiptið sem hún var farin, hefðin varð til þegar keflavíkurkirkja fagnaði 90 ára vígsluafmæli árið 2005. Helgi valdimar biering leiddi gesti í fróðleik á milli sögureita á elsta svæði keflavíkur og organisti keflavíkurkirkju, arnór brynjar vilbergsson, tók ukulele með og spilaði undir fjöldasöng. Þessi ganga er hluti af sumarmessum á Suðurnesjum sem fara fram á hverju sunnudagskvöldi í sumar fram að ljósanótt.

Elínborg Gísladóttir í Grindavík að halda göngumessu í Grindavík

Sr. Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur í Keflavíkurkirkju, var að sjálfsögðu með í för. „Þessi skemmtilega hefð varð til árið 2005 þegar Keflavíkurkirkja fagnaði 90 ára vígsluafmæli og hefur alltaf verið vel sótt. Í þessum ferðum er farið yfir sögu gamla miðbæjar Keflavíkur en kirkjan er samofin þeirri sögu, hún var endurbyggð árið 1902 eftir að hún eyðilagðist í óveðri og upp frá þessu varð til mikil byggð í gamla bænum sem ber mikla sögu. Annað hvort erum það við prestarnir sem segjum söguna eða fáum aðila í það, t.d. kom Hörður Gíslason í fyrra og sagði sögu Gunnars Eyjólfssonar, leikara, sem tengdist mörgum af þessum gömlu húsum. Núna fengum við Helga Valdimar Biering til að ausa úr sínum visku-

brunni en hann er hafsjór af fróðleik um þennan gamla miðbæ. Síðast en ekki síst kom Arnór organisti með ukulele-ið sitt og spilaði undir fjöldasöng á milli staða, mikið sungið og svo enduðum við úti á palli heima hjá mér en ég bý á móti kirkjunni þaðan sem gangan byrjaði. Ég bauð upp á kaffi og nýbakaða hjónabandssælu úr sultu sem mamma mín gerði úr rabbabara sem Helgi Valdimar gaf mér. Ég myndi segja að þetta hafi heppnast einstaklega vel og það er gaman hversu margir mæta ár eftir ár, við vorum auðvitað mjög heppin með veðrið og svona stund verður alltaf skemmtilegri þegar sólin skín en í fyrra var mígandi rigning sem kom þó ekki að sök, fjölmargir mættu líka þá.“

Sumarmessur

á Suðurnesjum

Það er ekki bara í Keflavík sem kirkjurækið fólk getur hist á sunnudagskvöldum í sumar. „Þessi göngumessa er hluti af dagskrá sem við köllum „Sumarmessur á Suðurnesjum“. Við byrjuðum á hvítasunnunni og verðum fram að Ljósanótt. Við prestarnir á Suðurnesjum höfum átt þessa samvinnu varðandi sumarmessur í níu ár en allar eiga kirkjurnar á svæðinu,

Faðir okkar, fóstri, tengdafaðir, afi og langafi, STURLAUGUR BJÖRNSSON Suðurgötu 4a, Keflavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði 9. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. ágúst kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.

Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.

Elinborg Birna Sturlaugsdóttir Benedikt Þórisson Björn Sturlaugsson Karen J. Sturlaugsson Margrét Gunnarsdóttir Philippe Blanc barnabörn og barnabarnabörn

Ég myndi segja að þetta hafi heppnast einstaklega vel og það er gaman hversu margir mæta ár eftir ár, við vorum auðvitað mjög heppin með veðrið og svona stund verður alltaf skemmtilegri þegar sólin skín en í fyrra var mígandi rigning sem kom þó ekki að sök, fjölmargir mættu líka þá ...

sérstaka sögu hvað varðar byggingu og fólkið sem tengist þeim. Elsta kirkjan á Suðurnesjum er í Höfnum, við eigum tvær einstakar kirkjur í Hvalsnesi og InnriNjarðvík sem eiga sér ekki neina líka og yfir höfuð getum við verið mjög stolt af kirkjunum okkar hér á svæðinu. Það er ekki bara fólk af Suðurnesjunum sem mætir í þessar messur, fólk hefur verið að koma af höfuðborgarsvæðinu svo það er greinilegt að þetta fellur vel í kramið. Við reynum alltaf

13. ágúst og þá grípur Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju, í harmonikuna svo þá verður eflaust kátt á hjalla líka.

Það hefur verið mjög góður andi í kringum þetta og í fyrra datt mér smá grín í hug þegar kona kom til mín og spurði hvort hún fengi ekki verðlaun fyrir að hafa mætt í allar sumarmessurnar. Við tókum hana

á orðinu, prentuðum aftan á dagskrána reiti fyrir stimpla sem ég keypti og lét hverja kirkju fá, svo viðkomandi fær stimpil eftir hverja messu og sá sem safnar flestum fær verðlaun í lokin,“ sagði sr. Erla í lokin.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

Smelltu á og leitaðu að Sjónvarp Víkurfrétta.

Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á Í ÁSKRIFT

Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Helga Valdimar Biering jós úr sínum viskubrunni en hann er hafsjór af fróðleik um gamla miðbæinn. Arnór organisti mætti að sjálfsögðu með ukulele og spilaði undir fjöldasöng á milli staða. Magnea og Bjarki Wíum skemmtu sér vel í göngumessunni. Fjölmenni tók þátt í göngunni enda lék veðrið við göngufólkið.
8 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M

Breytingar leggjast misvel í fólk en flestir ánægðir

n Innleiðing breytinga á söfnun úrgangs frá heimilum á Suðurnesjum gengur vel

Reyni að eyða eins litlum tíma í garðinn og ég get

Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Sveitarfélagsins Voga, stefnir á að byrja í golfi þegar hann verður gamall en hans aðaláhugamál er glíma. Guðmundur svaraði nokkrum laufléttum sumarspurningum Víkurfrétta.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Ég ætla að vera heima og ditta að húsinu og njóta með fjölskyldunni og vinum.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Uppáhaldsstaðurinn á Íslandi er gilið í Öskjuhlíðinni (ævintýri í miðborginni).

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á?

Draumastaðurinn sem ég hef ekki komið á er Rauðisandur.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin?

Grillaðar Bónuspulsur eru í miklu uppáhaldi á sumrin.

Hvað með drykki?

Ég elska mjólk og ef hún er blönduð með kakómalti er hún enn betri.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann?

Ég reyni að eyða eins litlum tíma í garðinn og ég get en reyni að eyða þeim mun meiri tíma í glímuna sem er áhugamál númer eitt. Ég stefni svo á að byrja í golfi þegar ég verð gamall.

Veiði, golf eða göngur? Glíma.

Tónleikar í sumar?

Ég ætla klárlega á fjölskyldudaga Voga með fjölskylduna því

að dagskráin í ár er sturluð og ekki er verra að allir viðburðir og skemmtiatriði eru ókeypis, sem hentar sex manna fjölskyldu eins og minni mjög vel.

Áttu gæludýr?

Gæludýrið á heimilinu er hundur ef hund má kalla. Hann er af Pug-kyni og heitir Þorlákur, kallaður Láki. Hann smellpassar inn í hópinn enda með afbrigðum þrjóskur en líka kelinn og kærleiksríkur.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Slá blettinn.

Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)?

Uppáhaldslyktin mín er af nýþvegnum útiþurrkuðum rúmfötum.

Hvert myndir þú segja útlenskum ferðamanni að fara/ gera á Suðurnesjum?

Ef að ég ætti að benda útlendingum á skemmtilega hluti hér á Reykjanesi væri af nógu að taka, brúin á milli heimsálfa, Brimketill, kríuvarpið við Norðurkot og kríuvarpið við Minna-Knarrarnes, fuglalífið á Fitjum, Víkingasafnið svo mætti lengi telja.

Ertu búinn eða ætlarðu að kíkja á eldgosið við Litla-Hrút?

Ég hef ekki ætlað mér að skoða gosið en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?

STÖRF HJÁ SUÐURNESJABÆ

GERÐASKÓLI

■ Kennari í bóklegum greinum á miðstigi

■ Enskukennari – afleysing fram að

áramótum

■ Umsjónarkennari á unglingastigi

FJÖLSKYLDUSVIÐ

■ Starfsmaður í dagdvöl aldraðra

Suðurnesjabær hvetur alla áhugasama að sækja um.

Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á heimasíðu

Suðurnesjabæjar.

„Verkefnið hefur gengið býsna vel og í dag erum við aðeins á undan áætlun. Við stefnum að því að dreifingu nýrra íláta verði lokið um miðjan ágúst. Björgunarsveitirnar í Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum hafa unnið þetta með okkur og staðið sig frábærlega,“ segja þau Davor Lucic, rekstrarstjóri sorphirðu og móttökuplana hjá Kölku, og Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar, en þau hafa verið í forystuhlutverkum við undirbúning og innleiðingu breytinga á söfnun úrgangs frá heimilum á Suðurnesjum í kjölfar gildistöku nýrra laga um úrgangsmál.

Davor Lucic er rekstrarstjóri sorphirðu og móttökuplana hjá Kölku. Hann fluttist til Íslands frá Króatíu fyrir 25 árum og er orðinn Suðurnesjamaður í húð og hár. Anna Karen Sigurjónsdóttir er líka af Suðurnesjum, nánar til tekið frá Grindavík. Hún starfar sem sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar.

Þótt verkefnið virðist einfalt í fyrstu, að fjölga einfaldlega ílátum og gefa út nýjar flokkunarleiðbeiningar, hefur verið að ansi mörgu að hyggja. 11.946 ný ílát hafa verið keypt og 43.895 límmiðar hafa verið prentaðir. Ílátin þarf svo að setja saman, merkja og dreifa til íbúa. Auk þess hafa þau unnið að kynningu á nýrri skipan þessara mála. Víkurfréttir spurði þau frétta af gangi mála.

Flestir ánægðir Þessar breytingar leggjast misvel í fólk að sögn þeirra tveggja. „Meginþorri fólks tekur þessu vel. Ég held að fólk vilji almennt sjá einhver framfaraskref í þessum málum. Svo er auðvitað einstaka

íbúi sem er óhress með þetta. Sumir vilja hafa þetta óbreytt,“ segir Anna Karen og Davor

ítrekar að það sé hins vegar ekki

í boði að breyta ekki. „Lögin eru skýr og kveða á um fjóra flokka við heimili, plast, pappa/pappír, lífrænan úrgang úr eldhúsinu og óflokkaðan úrgang til brennslu.

Það er lágmarkskrafan. Lögin gera svo einnig kröfu um að söfnun á málmum frá heimilum, gleri, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum skuli bjóða í nærumhverfi íbúa. Það verður því næsta verkefni að þessu loknu að taka upp þráðinn við uppbyggingu grenndarstöðva.“

En hver er hvatinn að baki þessum lagabreytingum?

Anna Karen og Davor segja að rannsóknir sýni skýrt að góð flokkun á heimilum tryggi bestu mögulegu heimtur á endurvinnanlegum efnum. Það fer einfaldlega meira inn í hringrásina frá þeim sem flokka vel heima. Þannig fari minna af úrgangi til förgunar með tilheyrandi létti fyrir auðlindir jarðar.

En hvað um fréttaflutning af brennslu endurvinnanlegra efna, nú síðast fernumálið? Getur almenningur treyst því að það efni sem það flokkar skili sér raunverulega í endurvinnslu?

„Það er ekki allt efnið sem við söfnum raunverulega endurvinnanlegt. Við gætum verið að tala um kannski 75% en það sem eftir stendur fer þá til orkuendurvinnslu í Evrópu og kemur í stað jarðefnaeldsneytis,“ segir Davor. „Hringrásarhagkerfið er að verða til. Það er ekki tilbúið,“ bætir Anna Karen við og útskýrir að víða sé verið að byggja upp nauðsynlega innviði og mikilvægt sé að íbúar séu tilbúnir til þess að taka þátt í þessum breytingum.

Af máli þeirra beggja má ráða að miklar breytingar séu að verða á mörgum sviðum. Fjárhagslegir hvatar munu þrýsta á framleiðendur að velja endurvinnanleg efni í sínar vörur og umbúðir. Umbúðir þurfa almennt að léttast til að draga úr þörfinni fyrir stöðuga framleiðslu á nýju plasti. Einstaka mál eins og fernumálið breyti engu um hvert við stefnum. Við þurfum að hætta að urða og virkja hringrásina.

Að lokum hvetja þau íbúa til þess að taka þátt í þeim breytingum sem fram undan eru og benda á að ítarlegri upplýsingar má nálgast á vefnum www.flokkum.is . Að sjálfsögðu geta íbúar svo alltaf haft samband við sitt sveitarfélag eða Kölku ef frekari upplýsinga er þörf.

Páll Ketilsson pket@vf.is Það voru ófá handtökin hjá björgunarsveitarmönnum úr Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum sem tóku að sér að merkja og dreifa tunnunum fyrir Kölku. VF/Hilmar Bragi
10 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M
Anna Karen Sigurjónsdóttir, sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar, og Davor Lucic, rekstrarstjóri sorphirðu og móttökuplana hjá Kölku. VF/JPK
· · · · ·

Danshöfundur á heimsmælikvarða

Danskennarinn, danshöfundurinn og dansarinn Elma Rún Kristinsdóttir keppti með Team DansKompaní á heimsmeistaramótinu í dansi í Braga í Portúgal á dögunum.

Lið Team DansKompaní sýndi magnaðan árangur á mótinu og kom heim með fimm heimsmeistaratitla, tvenn silfurverðlaun og eitt brons auk þriggja gala-gullverðlauna en einungis útvalin siguratriði fá að keppa innbyrðis um svokölluð „most outstanding“verðlaun þvert á keppnisflokka.

Sjálf vann Elma Rún einn heimsmeistaratitil sem dansari en sem danshöfundur og þjálfari vann hún

tvo gala-titla, þrjá heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. Að baki árangri sem þessa liggur þrotlaus vinna en Elma var nýkomin til landsins þegar Víkurfréttir fóru í prentun svo ekki gafst tími til viðtals. Nánar verður rætt við Elmu um glæstan árangur Team DansKompaní og hennar eigin feril í næsta tölublaði Víkurfrétta sem kemur út miðvikudaginn 2. ágúst.

Sló garðinn áður en hann fór til Spánar

Fótbolti skipar stóran sess hjá Guðlaugi Gunnólfssyni yfir sumartímann. Hann hefur þegar sótt tvö stór fótboltamót og skrapp í frí til Spánar til að ná sér niður eftir það. Guðlaugur svaraði nokkrum sumarspurningum Víkurfréttta.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Sumarfríið er þannig að farið er á tvö fótboltamót; Orkumótið og N1-mótið, og svo tvær vikur á Spáni til að hvílast eftir það.

Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju?

Vestmannaeyjar, ég hef ættir að rekja þangað. Eitt það fallegasta svæði þegar gott veður er.

Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á? Egyptalands.

Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Grillmatur og jökulkaldur með.

Hvað með drykki? Sama og ofan, jökul kaldur Peroni.

Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Með garðinn – já, þarf ekki alltaf að gera eitthvað við hann.

Veiði, golf eða göngur?

Golf, alltaf golf.

Tónleikar í sumar?

Nei, engir tónleikar á dagskrá þetta sumarið en maður veit aldrei með hið óvænta.

Áttu gæludýr? Ekkert gæludýr, nei.

Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Sló garðinn áður en ég fór til Spánar og jebb, komið tími á þessa málningu.

Hver er uppáhaldslyktin þín? Hugo Boss af því ég lykta svo vel.

Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/ gera á Suðurnesjum?

Gunnuhver, brú milli heimsálfa og Bláa lónið, alla þrjá. Ef ekki slepptu þessu þá.

Ertu búinn eða ætlarðu að kíkja á eldgosið við Litla-Hrút? Nei og nei, alls ekki. Fór að skoða eldgosið í fyrsta sinn og var vel saddur eftir það.

Geðveikt á Krít

júlía björg thorarensen er átján ára Njarðvíkingur sem var að ljúka sínu öðru ári í FS. Hún ætlar ekkert að pæla í skóla í sumar, bara vinna, skella sér á útihátíðir og í útilegur auk þess að verja tíma með fólkinu sínu. júlía er í sumarspjalli víkurfrétta þessa vikuna.

Aldur og búseta?

18 ára og bý í Njarðvík.

Starf eða nemi? Ég var að klára annað árið mitt í FS.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?

Mjög fínt, byrjaði sumarið á Krít sem var geðveikt en annars er ég búin að vera að vinna mikið sem hefur líka verið mjög fínt.

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Vera með vinum og fjölskyldu, ekki pæla í skólanum, vinna mikið og svo auðvitað veðrið sem þar sem það getur verið sól eina stundina og svo komin rigning eftir smá.

Áhugamál þín?

Ferðast, elda og vera með vinum og fjölskyldu.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?

Ferðast um landið og fara í útilegur.

Guðlaugur á hliðarlínunni á N1-mótinu sem fór fram á Akureyri fyrr í mánuðinum.

Hvar verður þú að vinna í sumar? Ég verð að vinna í Bláa lóninu.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Held að ég verði í vinnunni þetta árið.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Myllubakkaskóli

Starfsmenn skóla

Sérkennari

Umsjónarmaður fasteigna

Velferðarsvið

Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili

Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi

Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur

Forstöðumanneskja búsetuþjónustu

Forstöðumanneskja íbúðakjarna

Sérfræðingur í barna- og fjölskylduteymi

Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Starfsmaður á Eignaumsýslu timarit.is

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is

Hvernig á að verja sumarfríinu? Reyna að njóta sem mest; vinna, skella sér á útihátíðir, útilegur og eyða tíma með fólkinu sínu.

Ætlar þú að ferðast í sumar og hvert þá?

Það er allavega ekkert planað eins og er en það gæti breyst.

Eftirlætisstaður á Íslandi? Þingvellir.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?

Gott veður og enginn skóli.

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?

Hiti á klúbbnum með PBT.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Útihátíðir og sumarbústaðaferðir.

En versta?

Veðrið.

Uppáhaldsgrillmatur?

Nautakjöt.

Raspberry Blast Nocco. Útihátíðir

Sumardrykkurinn í ár?

og útilegur

12 // víkur F r É ttir á S uður NES ju M

Filmusafn Sólveigar Þórðardóttur varðveitt hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar

Þann 17. júní undirrituðu Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, og safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar samningu um varðveislu filmusafns ljósmyndastofunnar Nýmyndar.

Sólveig rak ljósmyndastofuna frá 1982 til 2022 svo um er að ræða myndir sem spanna 40 ára tímabil. Myndirnar eru úr hátt í 10.000 tökum og má leiða líkur á að fjöldi mynda sé um 300.000 talsins. Byggðasafn Reykjanesbæjar þakkar Sólveigu fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Myndirnar eru mikilvæg heimild um liðna tíð sem safninu er ljúft og skylt að taka við til varðveislu.

Við sama tilefni var opnuð ný ljósmyndasýning í Bryggjuhúsi

Setja upp fjóra nýja tanka og breyta ásýnd verksmiðjunnar

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir því við skipulagsyfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum að setja upp fjóra nýja tanka á lóðinni við Heiðarholt 5 í Vogum. Tengist það aukinni framleiðslu sem gert var ráð fyrir við byggingu verksmiðjunnar á sínum tíma. Þá kemur fram í erindinu til sveitarfélagsins að Linde Gas hefur hafið framkvæmdir til að koma til móts við athugasemdir skipulagsnefndar er varðar ljósmengun, hljóðvist og ásýnd á nýjum tönkum.

Í afgreiðslu skipulagsnefndar segir að hún heimilar að settir verði upp fjórir nýir tankar á lóðinni enda rúmast þeir innan skipulags svæðisins.

Nefndin ítrekar óskir sínar um breytta ásýnd og einnig tekur nefndin jákvætt í hugmyndir Linde um breytta liti tankana. Þá þakkar nefndin fyrir jákvæð viðbrögð Linde um hljóðvist og ljósmengun.

Duus safnahúsa sem ber heitið Ásjóna: Íbúar bæjarins í gegnum tíðina. Þar eru sýndar myndir af íbúum svæðisins sem hafa borist safninu í upprunalegum römmum. Elstu myndirnar eru líklega um 140 ára gamlar en þær yngstu teknar fyrir tuttugu árum. Myndir sem fá þann sess að vera settar í ramma og hafðar til sýnis hafa yfirleitt ákveðið gildi í augum eigandans. Þær sýna gjarnan ástvini sem eru fjarri eða eru teknar við tímamót í lífinu. Væntumþykja, stolt eða söknuður eru meðal þeirra tilfinninga sem eru tjáð með þessum hætti.

Sýningin er opin alla daga frá kl. 12 til 17. Verið öll velkomin.

Sjávarplast úr Sandvík og vatnslitaverk gefið til Listasafns Reykjanesbæjar

Listasafni Reykjanesbæjar

bárust gjafir í kjölfar sýninganna Línur, flækjur og allskonar, einkasýningar Guðrúnar Gunnarsdóttur, og You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér, samsýningar þeirra

Vena Naskrecka og Michael

Richardt. Sýningarnar stóðu yfir frá 26. nóvember 2022 til 5. mars 2023.

Guðrún Gunnarsdóttir (1948)

gefur verkið Hringiða I frá árinu 2022 sem unnið er með vatnslitum á vatnslitapappír, klippt og límt. Guðrún er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gaf sýningin Línur, flækjur og allskonar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði áttunda áratugar síðustu aldar, til þrívíddamynda líkt og Hringiða I sem einkenna myndlist hennar í dag.

Vena Naskrecka (1986) gefur verkið Re-Covery, plastskúlptúr sem varð til sem partur af innsetningu og gjörningi listamannsins sem stóð yfir allt sýningartímabil You Are Here /

Bæjarstjórn

Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér, 26. nóvember 2022 – 5. mars 2023. Vena safnaði sjávarplasti í Sandvík á Reykjanesskaga og flutti það til Listasafns Reykjanesbæjar þar sem hún þreif, flokkaði og byggði úr því skúlptúr. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar þakkar listamönnunum fyrir góðar gjafir til Listasafns Reykjanesbæjar.

Sjáðu yfir 440 þætti á vf.is

Sjáðu yfir 440 þætti á vf.is

Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, og Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafnsins.
komin í sumarfrí Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er komin í sumarfrí og samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir frí að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 21. júní til 16. ágúst 2023. Næsti
bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 22. ágúst 2023 í Merkinesi í Hljómahöll.
Þökkum eftirtöldum bakhjörlum fyrir stuðninginn við Suðurnesjamagasín
víkur F r É ttir á S uður NES ju M // 13
Frá sýningunni Línur, flækjur og allskonar í Listasafni Reykjanesbæjar.

sport

Sá eini í heiminum?

Það er draumur hvers kylfings að fara „holu í höggi“. Draumur pílukastarans er að ná „níu pílna leik“ en fyrir þá sem þekkja ekki til pílukasts þá eru níu pílur lágmarkspílufjöldi til að komast úr 501 niður í 0. Þetta afrek hafði einungis einu sinni náðast í úrslitaleik HM en Michael Smith endurtók leikinn í síðasta móti í einum ef ekki þeim ótrúlegasta legg í sögu HM og var andstæðingur hans, Hollendingurinn Michael van Gerwen, einungis einni pílu frá því að ná afrekinu. Síðasta píla hans rétt missti tvöfaldan 12 og nafni hans Smith, fullkomnaði svo verkið og allt varð brjálað í „Ally pally“, Alexandra Palace í London þar sem heimsmeistaramótið fer ávallt fram.

Þó svo að afrekið hafi ekki náðst á stærsta sviðinu heldur á æfingu er samt magnað að ná þessu en Guðmundur Valur, sem býr í Grindavík, náði afrekinu fyrr í vetur og ekki nóg með það, heldur náði hann draumahögginu á Húsatóftavelli í Grindavík á dögunum. Blaðamanni er til efs að það séu margir ef nokkrir í heiminum sem hafa bæði náð að fara holu í höggi í golfi og níu pílna leik í pílukasti!

Guðmundur hefur alltaf verið mikill íþróttaálfur en hann ólst upp í Hafnarfirði. „Ég byrjaði

ungur að æfa fót- og handbolta með Haukum og lék báðar íþróttir upp að tvítugu. Ég var miðjumaður í handbolta, nokkuð útsjónarsamur en skorti hæð til að geta náð virkilega langt en ég att kappi við kempur eins og Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiasen. Ég ákvað að einbeita mér að fótboltanum og átti nokkuð farsælan feril þar sem ég lék með Haukum, Njarðvík, Breiðablik, Þór Akureyri, gekk svo til liðs við FH árið 1989 og komst grátlega nærri því að verða Íslandsmeistari, við töpuðum í frægum

lokaleik Íslandsmótsins og titillinn endaði hjá KA. Árið eftir spiluðum við til úrslita við Val í bikarnum og töpuðum eftir endurtekinn úrslitaleik. Ég gekk svo til liðs við uppeldisfélagið Hauka eftir þrjú ár hjá grönnunum, tók einhver tímabil með uppeldisfélaginu, var svo eiginlega hættur en gekk til liðs við Víði í Garði. Árið eftir réði ég mig sem spilandi þjálfara hjá Ægi í Þorlákshöfn, endaði svo ferilinn árið 1996 hjá FH, þá orðinn 35 ára gamall.“

Golf eftir fótboltaferilinn

Eins og svo margir knattspyrnumenn sem hefja golfiðkun eftir að fótboltaferlinum lýkur var Guðmundur fljótur að komast upp á lagið. „Ég flutti til Grindavíkur fljótlega eftir að fótboltaferlinum lauk, stofnaði fyrirtæki og byrjaði fljótlega í golfi. Ég varð fljótt heltekinn og stundaði golfið grimmt. Ekki eftir svo langan tíma var ég kominn niður í tólf í forgjöf en lægst náði ég niður í 7,6. Ég hef aldrei verið nálægt því að fara í holu í höggi og hef þurft að minnka golfið mikið undanfarin ár sökum vinnu en er byrjaður aftur af meiri krafti þar sem eldri sonur minn er byrjaður og er mjög efnilegur, það ýtir við mér að byrja aftur. Ég er með fimmtán í forgjöf í dag og hef sett stefnuna á að komast niður fyrir tíu, tel það raunhæft markmið. Auðvitað kom það mér skemmtilega á óvart að hafa náð draumahögginu um daginn, maður gerir einhvern veginn ekki ráð fyrir að ná þessu svo þetta var mjög ánægjulegt og ekki skemmdi fyrir að þetta gerðist í móti, ekki að það skipti öllu máli. Höggið var fallegt, ég hafði strax góða tilfinningu fyrir því, boltinn lenti meter frá holu og rúllaði beint ofan í,“ segir Guðmundur.

Sólin skín ekki á hundsrass í pílukasti

Eins og áður kom fram, er ekki líklegt að það séu margir í heiminum ef nokkrir, sem hafa líka náð níu pílna leik í pílukasti. „Ég byrjaði að kasta pílu í vinnunni einhverjum árum eftir að ég byrjaði, var nú ansi langt á eftir hinum til að byrja með en þetta kom hægt og bítandi. Ég var sá eini frá Grindavík um tíma sem sótti stigamótin en eins og svo margir æfði maður sig mest heima í bílskúrnum. Ég komst upp

á lagið og var kominn í landsliðið árið 2012 en svo missti ég dampinn en hef verið að koma upp aftur. Ég hef náð sumu af því sem þykir eftirsóknarvert í pílunni, t.d. að skjóta sig út með 170 en það er hæsta mögulega útskotið, ég hef náð tíu pílna leik en að ná svo níu pílna leiknum var auðvitað æðisleg tilfinning. Þó svo að þetta hafi verið

á æfingu voru þónokkrir að horfa og rafmögnuð stemmning þegar sú níunda hitti í mark. Ég held í raun að það sé erfiðara að ná þessu á æfingu því í keppni kemst maður í ákveðið „zone“ og einbeitingin er ennþá betri, pumpan hefði held ég ekki farið neitt meira af stað. Eigum við samt ekki að setja takmarkið á að ná þessu líka í keppni, maður verður jú að hafa að einhverju að keppa.

Það er deginum ljósara að þetta er miklu meira afrek en að fara holu í höggi, það veit ég vel því nokkrir byrjendur í golfi í Grindavík hafa náð draumahögginu, menn með fulla 36 í forgjöf þegar það var hámarksforgjöfin. Nokkuð ljóst að sólin getur skinið skært á hundsrassinn í golfi en það er enginn sem kastar níu pílum og klárar legg, eingöngu út á heppni,“ sagði íþróttaálfurinn Guðmundur Valur að lokum.

ÍÞRÓTTIR Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Hola í höggi og níu pílna leikur
„Sólin getur skinið á hundsrass golfarans en ekki pílukastarans,“ segir Guðmundur Valur Sigurðsson.
Guðmundur Valur með kúluna góðu eftir að hafa farið holu í höggi. Búinn að ljúka níu pílna leik.

Kristján og Helga stóðu sig vel á Íslandsmóti eldri kylfinga

Kristján Björgvinsson og Helga Sveinsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja stóðu sig vel á Íslandsmóti eldri kylfinga sem fram fór á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í síðustu viku.

Kristján gerði sér lítið fyrir og sigraði í karlaflokki í 65 ára og eldri eftir mjög spennandi keppni og Helga varð í öðru sæti í kvennaflokki 65+, aðeins þremur höggum frá sigurvegaranum.

Besta deild karla:

Sami Kamel bjargaði stigi í Eyjum

ÍBV - Keflavík 1:1

Keflvíkingar sitja enn á botni Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum

í fimmtándu umferð deildarinnar.

Sami Kamel skoraði mark Keflavíkur en heldur hefur lifnað yfir leik liðsins við að endurheimta hann úr meiðslum.

Eyjamenn fengu tilvalið tækifæri til að ná forystu eftir fimmtán mínútna leik þegar Eyjamenn fengu víti en þeir misnotuðu vítaspyrnuna og Keflavík slapp með skrekkinn. Kannski í fyrsta sinn í langan tíma sem eitthvað fellur með Keflavík.

Keflavík lenti undir rétt áður en fyrri hálfleik lauk eftir ágæta sókn Eyjamanna (43’) en Keflvíkingar

Lengjudeild karla:

voru fljótir að svara með marki frá

Sami Kamel í upphafi seinni hálfleiks (48’) eftir góðan undirbúning Dags Inga Valssonar.

Keflvíkingar urðu fyrir áfalli þegar Gunnlaugur Fannar Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli (55’) og tíu mínútum síðar gerðist Sindri Snær Magnússon sekur um dómgreindarleysi þegar hann lá og sparkaði boltanum í andlit andstæðings. Fyrir vikið var Sindra sýnt rauða spjaldið og Keflvíkingar því manni færri það sem eftir lifði leiks.

Eyjamenn náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Keflvíkingar sluppu fyrir horn með mikilvægt stig í botnbaráttunni.

Grindavík og Njarðvík töpuðu sínum leikjum

Grótta - Grindavík 2:0

Grótta komst yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Grindvíkinga (6’) en eftir að hafa lent undir settu Grindvíkingar ágætis pressu á Gróttu og sköpuðu sér hættuleg færi en þeim virtist fyrirmunað að skora.

Vörn Gróttumanna hélt út en það má segja að Grótta hafi verið í nauðvörn síðustu mínútur leiksins og þeir náðu að gera út um leikinn með hraðri sókn í blálokin. Það var Grindvíkingurinn fyrrverandi, Hilmar Andew McShane, sem fékk sendingu og gerði vel að klára framhjá Aroni í marki Grindavíkur (90’+1).

Með sigrinum fór Grótta upp fyrir Grindavík sem er komið í fimmta sæti deildarinnar.

Kristófer Páll Viðarsson er markahæstur í

3. deild með tíu mörk.

3. deild karla:

Reynismenn auka forystu sína á toppnum

Reynismenn unnu mikilvægan sigur á Augnabliki í toppbaráttu

3. deildar karla. Eftir sigurinn er Reynir með 28 stig á toppnum en Víðismönnum mistókst að halda öðru sæti deildarinnar með tapi fyrir Kormáki/Hvöt á Blönduósi og féllu niður í þriðja sæti með 22 stig.

Reynir - Augnablik 2:1

Öll vötn liggja til Manchester

Már Gunnars snýr aftur í sundlaugina og tekur þátt í heimsmeistaramótinu í næsta mánuði

Sundkappinn Már Gunnarsson opinberaði um helgina að hann muni taka þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Manchester á Englandi í byrjun næsta mánaðar.

Már lagði keppnissundið til hliðar á síðasta ári til að einbeita sér að tónlistarferlinum en hann stundaði nám við virtan tónlistarskóla í London, The Academy of Contemporary Music

Víkurfréttir slógu á þráðinn til Más og spurðu hann út í þessar óvæntu vendingar í lífi hans.

Már segist hafa fundið fyrir töluverðri kulnun eftir Ólympíuleikana 2021. „Þrátt fyrir að það hafi verið stórkostlegt ævintýri þá var aðdragandinn að þeim of erfiður. Þá er ég að tala um Covid og þau áhrif sem það hafði.

Eftir Ólympíuleikana var þetta rúmt ár sem ég var frá sundi – ég segi frá sundi en ég datt alltaf inn á æfingu af og til. Ég var hins vegar ekki að æfa með reglulegum hætti en var samt mjög duglegur að halda mér við í ræktinni og fókusera á að styrkja mig þar.“

ÍÞRÓTTIR

þarna úti hafa staðið sig mjög vel í að aðstoða mig með þetta.“ Í mars keppti Már á sínu fyrsta móti síðan á Ólympíuleikunum 2021. Það var haldið í Sheffield og Már synti hundrað metra baksund tveimur sekúndum frá sínum besta tíma. Með þeim árangri tókst honum á ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í Manchester núna í ágúst og hann náði einnig lágmarkinu inn á Ólympíuleikana sem verða á næsta ári í París.

„Til þess að fara til Parísar þarf ég að ranka hærra á heimslistanum þannig að heimsmeistaramótið í Manchester mun allt snúast um að koma mér sem hæst á þeim lista.“

Hvað með skólagönguna, ferðu aftur út í haust?

Ægir - Njarðvík 1:0

Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi verið talsvert meira ógnandi í leiknum voru það Ægismenn sem komust yfir með marki eftir hornspyrnu. Markið má alfarið skrifa á slakan varnarleik Njarðvíkur en markaskorari Ægis stóð eins og steinn í miðjum markteignum

án þess að varnarmenn Njarðvíkur kæmu nokkrum vörnum við og þurfti lítið að hafa fyrir því að skalla í netið (35’).

Þrátt fyrir að eiga nokkur dauðafæri náðu Njarðvíkingar ekki að skora en þeir sóttu mjög stíft í seinni hálfleik. Ægismenn vörðust ágætlega og sóttu hratt þegar færi gáfust og voru nærri því að auka forystuna alla vega í tvígang þegar þeir komust í gegn en Njarðvík slapp fyrir horn á síðustu stundu.

Staða Njarðvíkinga er ekki góð en þeir sitja í fallsæti og óvissa ríkir um hver taki við nú þegar Arnar hefur stigið frá þjálfun liðsins.

2. deild karla:

Þróttur fyrir ofan miðja deild

KFA - Þróttur 1:1 Þróttarar gerðu jafntefli við KFA þegar liðin mættust í Fjarðabyggðahöllinni um helgina og sitja í fimmta sæti með nítján stig. Þróttur er aðeins þremur stigum frá KFA sem er í öðru sæti.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Kári Sigfússon Þrótti yfir (71’) en heimamenn jöfnuðu rúmum tíu mínútum síðar (82’).

Kári er næstmarkahæstur í 2. deild með átta mörk en ÍR-ingurinn Bragi Karl Bjarkason er markahæstur með ellefu mörk.

Fyrri hálfleikur var markalaus og það var ekki fyrr en á 73. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós. Þar var markaskorarinn Kristófer Páll Viðarsson að verki þegar hann skoraði tíunda mark sitt í deildinni og er markahæstur.

Augnablik jafnaði leikinn skömmu fyrir leikslok (85’ víti) en fyrirliði Reynismanna, Benedikt Jónsson, tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma (90’+1).

Kormákur/Hvöt - Víðir 3:2

Helgi Þór Jónsson skoraði á 7. mínútu og kom Víði yfir en heimamenn jöfnuðu skömmu síðar (14’). Staðan var jöfn þegar seinni hálfleikur fór af stað en Kormákur/ Hvöt náði fljótt forystu (49’). Paolo Gratton jafnaði fyrir Víði (61’) en norðanmenn komust yfir á ný á 73. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki og liðin höfðu vistaskipti í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

5. deild karla | A-riðill:

RB eitt á toppnum

RB er efst í A-riðli 5. deildar með

27 stig eftir ellefu leiki en RB vann stórsigur (5:0) á Stokkseyri í byrjun vikunnar. Hafnir eru í þriðja sæti með tuttugu stig.

Þegar Már hélt til Englands í nám var hann hættur í sundi en komst fljótlega í samband við enskt sundlið sem hafði mikinn áhuga á að fá hann á æfingar. „Og það voru allir bara svo hrikalega næs og peppaðir fyrir þetta að ég lét til leiðast. Ég hugsaði líka að þetta væri góður félagsskapur, þannig að seinni partinn og á kvöldin mætti ég á sundæfingar frekar en að hanga bara einn heima.

Það má segja að ég hafi farið í að læra að synda upp á nýtt. Við fórum í að laga baksundið mitt, sem er mitt helsta sund og ég kem til með að keppa í. Þjálfararnir

„Það er smá flókið að svara um framhaldið á skólagöngunni. Ég er að fara aftur út en ég er hvorki að fara á sama stað né í sama skóla. Í byrjun árs ákvað ég að gamni að sækja um í einum flottasta tónlistarskóla Englands, The Royal Northern College of Music, og komst þar inn – sem er eiginlega alveg ótrúlegt því það voru 350 sem sóttu um og bara 40 sem komust inn. Skólinn er í Manchester svo ég fer þangað í september og skemmtileg staðreynd er að skólinn er næsta hús við keppnislaugina þar sem heimsmeistaramótið verður haldið – þannig að það má segja að öll vötn liggi til Manchester.

Þannig að í haust verð ég í skólanum og æfi þar – sem er mjög hentugt því ég þarf beinlínis að labba yfir eina götu frá skólanum og á æfingu,“ sagði tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson að lokum.

Már lagði sundferilinn tímabundið til hliðar svo hann gæti einbeitt sér að tónlistarnámi.

Símon Logi Thasapong og fleiri sóknarmenn Grindavíkur þurfa að fara að nýta færin sín betur. Oumar Diouck hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá Njarðvík en hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn gegn Ægi. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
víkur F r É ttir á S uður NES ju M // 15

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Eldgosið tekur yfir

Enn og aftur gýs á Reykjanesskaganum. Nú er það við LitlaHrút. Daglegur fréttaflutningur er frá gosinu um hversu einstakur þessi viðburður sé, þrátt fyrir að hann sé sá þriðji á fjórum árum. Helstu vandamálin sem blasa við er straumur fólks á gosstöðvarnar og hvernig eigi að vakta svæðið svo fólk fari sér ekki að voða. Önnur spurning er svo hvað gosið eigi að heita. Svo hafði nýi dómsmálaráðherrann helst áhyggjur af því hvernig væri best að auðvelda aðgengi að gosinu með gerð nýrra bílastæða.

Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég Lokaorð hér í Víkurfréttir um innviði. Settar voru fram spurningar og vangaveltur sem ég hef enn ekki séð nein svör við.

Ef það færi að gjósa einhversstaðar verulega nærri Grindavíkurbæ eða Bláa lóninu. Hvað ætlum við þá að gera?

Eru til einhverjar áætlanir ef hraun fer að renna yfir Grindavík eða orkuverið í Svartsengi?

Hvernig verður með heitt vatn og rafmagn fyrir íbúa Suðurnesja?

Verða Grindvíkingar flóttamenn í eigin landi fari híbýli þeirra undir hraun? Hvernig á að bregðast við komi upp eldgos á versta stað. Kannski er það trú helstu ráðamanna að ný bílastæði við Vigdísarvelli muni bjarga Grindvíkingum og Suðurnesjamönnum.

Forseti Íslands heimsótti björgunarsveitafólk

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði komu sína í bækistöðvar Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar á mánudag og var honum tekið með virktum og boðið upp á kaffiveitingar eftir að hafa fræðst betur um eldgosið en aftur var opnað fyrir almenning að gosstöðvunum sama dag.

„Ég vildi mæta og kasta kveðju á fólkið sem stendur hér í ströngu en Björgunarsveitin Þorbjörn og þær björgunarsveitir sem hafa komið að þessum málum hafa staðið sig gríðarlega vel, ásamt lögreglufólki og fólki sem sinnir hjálp í viðlögum. Gosið mallar áfram og búið er að opna fyrir almenning að gera sér ferð og skoða. Langflestir láta í ljós þakklæti fyrir að björgunarsveitarfólk, landverðir og aðrir á vettvangi, stýri málum. Fólk ber auðvitað ábyrgð á sjálfu sér en það er gott að taka við leiðbeiningum og lúta skynsamlegum tilmælum.

Ég er á leiðinni í frí til Kanada og verð í tvær vikur, ef gosið verður ennþá í gangi þegar ég kem til baka

geri ég ráð fyrir að gera mér ferð, annað hvort labbandi eða á hjólinu mínu,“ sagði Guðni Th. að lokum.

Slær fjörutíu bletti tvisvar

í mánuði

Keflvíkingurinn Tómas Tómasson slær ekki slöku við en kappinn er sextán ára gamall og slær rúmlega fjörutíu grasbletti í Reykjanesbæ tvisvar í mánuði í allt sumar. „Þetta gengur vel en það er mikið að gera. Ef ég tek mér frí þá þarf ég slá fleiri bletti til að vinna það upp og þá eru sumir dagar langir,“ segir Tómas en drengurinn er alnafni og barnabarn Tómasar Tómassonar , sparisjóðsstjóra og forseta bæjarstjórnar Keflavíkur til langs tíma. Faðir hans, líka Tómas, og fleiri hjálpa honum að komast á milli staða því drengurinn er ekki kominn með bílpróf en það er stutt í það.

Tómas er vel búinn tækjum, með öfluga sláttuvél, sláttuorf og blásara. Tómas kemur svo grasinu á losunarstað. Þetta gerist ekki miklu flottara enda er mikið að gera hjá kappanum.

Mundi

Allt er þá þrennt er – það verður ekkert fjórða gos á versta stað!

25% %

LADY málning 20%

• Valin grill 20-40%

Rafmagnshlaupahjól 20%

• Cozze pizzaofnar 25%

• Reiðhjólafylgihlutir 25%

• Trampólín 30%

• Allir Philips kastarar 20%

Allar innihurðir 20% • Kaldrýmis hurðir 25%

og pallaolía 30%

• Reiðhjól 25%

• Rafmagnshjól 25%

• Allar Philips perur (Gildir ekki á Hue og WiZ) 20%

• Lofta- og veggplötur 25% • Allar mottur og dreglar 25%

Borðplötur, sólbekkir og hilluefni 25% • Hnífapör og ýmis eldhúsáhöld 30%

Matarstell og glös 30-50%

• Drykkjarkönnur

• Hnífar 30%

• Eldhúsáhöld 30-35%

SUMAR ÚTSALA 50% afsláttur
að Fjölærar plöntur 30-50% • Sumarblóm 30-50% • Trjáplöntur 30% • Útipottar 30% • Garðstyttur og garðskraut 30% Garðáburður 30% • Fræ 30% • Bastkörfur 50% • Claber slönguhjól 30% • Claber úðarar 30% • Reco slönguhjól 50% Reco úðarar 40% • Texas bensínsláttuvélar 25% • Texas og Al-ko orf 25% • Al-ko sláttuvélmenni 30% Hekkklippur rafmangs og rafhlöðu 30% • Garðhúsgögn 30-40% • Útimálning 30% • Viðarvörn
Allt
og bollar 30-40% • Hreinisefni og hreingerningaráhöld 30% Pottar og pönnur 30-50% • Bökunarvörur 25% • Diskamottur 30-70% • Vinnufatnaður 25-50% Öryggisskór og stígvél 25% • Vinnubuxur 25% • Regnföt 25% • Barnabílstólar 25-35% • Vinnuöryggisvara 20% Hanskar 25% • Ruslatunnur og flokkunartunnur 25% • Plastbox 25-30% • Hreinlætisvörur 20-30% Öll blöndunartæki 20-40% • Eldhús og baðvaskar 25-30% ... og margt fleira afsláttur 30% Trampólín Öll reiðhjól afsláttur 25% Pallaolía og viðarvörn afsláttur
Sláttuvélar afsláttur
Skoðaðu blaðið VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT MIÐVIKUDAGINN 2. ÁGÚST 2. ÁGÚST Miðvikudagur vf is
30%
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.