www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 25. tbl. 44. árg.

Page 1

Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent, var í hlutverki fjallkonu. Skátarnir leiddu fjallkonuna eins og hefð er fyrir.

með 1.100 rými fyrir flóttafólk í Reykjanesbæ:

mikill fjöldi fyrir okkar samfélag

– segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri

Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hlutfallslega tekur á móti flestum flóttamönnum sem koma til Íslands. Tæplega 2.400 manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi það sem af er ári. Móttökukerfi flóttamanna er komið að þolmörkum, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var gestur Kastljóss á RÚV á mánudagskvöld, ásamt Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra í Hafnarfirði, þar sem þau ræddu málefni flóttafólks.

n Átta konur af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, mun hætta í bæjarstjórn um næstu áramót.

Friðjón hefur verið í bæjarstjórn frá árinu 2010 og í meirihluta frá árinu 2014. Við brotthvarf hans mun Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins taka við sem formaður bæjarráðs. Guðný Birna Guðmundsdóttir,

bæjarfulltrúi Samfylkingar tekur við sem forseti bæjarstjórnar.

Það verða því konur sem leiða öll framboð í bæjarstjórn Reykjanesbæjar við þessi tímamót. Hinar eru Valgerður Björk Pálsdóttir, oddviti Beinnar leiðar, Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokks og Margrét Þórarinsdóttir, oddviti Umbótar.

Þá bætist enn í kvennaflóruna í bæjarstjórn þegar Friðjón hættir

Síður 10–11

Konur leiða öll framboð Þjóðlegt á 17. júní

því varamaðurinn Sigurrós Antonsdóttir sem var í 4. sæti Samfylkingarinnar í síðustu kosningum verður bæjarfulltrúi.

Kjartan sagði að skipta mætti þessum hópi í tvennt. Annars vegar umsækjendur um alþjóðlega vernd og svo þeir sem hafa fengið alþjóðlega vernd og eru komnir með íslenska kennitölu og orðnir íbúar í Reykjanesbæ. Þeir skipta tugum eða hundruðum. Kjartan sagði að á vegum sveitarfélagsins væru sjötíu manns en íslenska ríkið væri með ellefuhundruð pláss og þau væri langflest í sama hverfiun, á Ásbrú. „Við segjum bara, það er komið nóg. Þetta er eiginlega orðin of mikill fjöldi fyrir okkar samfélag,“ sagði Kjartan í viðtalinu í Kastljósi. Hann sagði reyna á innviði eins og skóla, almenningssamgöngur og félagsþjónustu. „Við segjum, þetta er fínt. Við höfum verið að axla okkar samfélagslegu ábyrgð í þessu verkefni. Þetta er komið nóg. Við höfum alveg látið ráðherra og þingmenn heyra það. Það er samstaða um þá afstöðu í bæjarstjórn Reykjnesbæjar að þetta sé komið nóg og við þurfum að fá fleiri sveitarfélög að borðinu til að taka þátt í þessu verkefni“.

Reykjanesbær er að sinna 350 manns sem eru komnir með alþjóðlega vernd í gegnum verkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Það var samþykkt í bæjarstjórn og það flóttafólk er þegar komið í sveitarfélagið. Hins vegar séu á annað þúsund einstaklinga sem eru ekki komnir með alþjóðlega vernd í sveitarfélaginu og það segir Kjartan vera of mikið. Auknum fjölda hefur fylgt ákveðin kergja. Stjórnandi Kastljóss vitnaði til þess að kjörnir fulltrúar hafi sagt flóttamenn vera taka íbúðir af heimamönnum og spurði bæjarstjórann hvort hann yrði var við óánægju íbúa. „Já, við finnum vel fyrir því. Ég hef ekki tilfinningu fyrir því hversu stór hópur bæjarbúa er á móti og hversu stór hópur kann að vera með. Hópurinn sem telur að nóg sé komið er háværari. Við heyrum meira í honum heldur en hinum.“

Kjartan sagði einnig í viðtalinu að fjöldinn hafi mikil áhrif á skólakerfið og álag á kennara og starfsfólk skóla sveitarfélagsins væri mikið. Kjartan segir að sveitarfélagið hafi lagt í mikinn kostnað sem það vill að ríkið komi til móts við og greiði.

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
n
Ríkið
Síður 8–9
Síða 14
EFNIS
að fólk á Íslandi byggi í snjóhúsum Ætli ég sé ekki best geymd á miðjunni – þar er mesti „fætingurinn“
MEÐAL
Hélt
Of
22.–25. júní MiðVikudaguR 21. júní 2023 // 25. tbl. // 44. áRg.

Fjárframlög til HSS fylgja sem fyrr ekki fjölgun íbúa og ferðamanna

Ný skýrsla Deloitte sem unnin var fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sýnir að fjármögnun á hvern íbúa á Suðurnesjum hefur dregist enn frekar saman frá því að sambærileg skýrsla var unnin fyrir ári síðan en á þeim tíma vakti HSS athygli á að í óefni stefndi. Skýrslan í fyrra sýndi að á árunum 2008–2022 námu skerðingar á hvern íbúa 22% ef horft er til stofnunarinnar í heild, en 45% ef horft væri eingöngu til sjúkrasviðs. Ný skýrsla Deloitte sem tekur til áranna 2008–2023, sýnir að fyrrgreindar skerðingar á hvern íbúa hafa farið úr 22% í 27% fyrir stofnunina í heild og úr 45% í 50% fyrir sjúkrasviðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Þjónusta bætt með hagræðingu en mæta þarf fjölgun skjólstæðinga

Á HSS hefur undanfarin misseri verið unnið að hagræðingu og eflingu þjónustunnar en stofnunin hefur um árabil verið vanfjármögnuð til þeirra verkefna sem henni er ætlað að sinna. Stofnunin hefur upplýst heilbrigðisráðuneytið um nauðsyn þess að ráðin verði bót á vandanum þar sem hann fer vaxandi og nauðsynlegt er að komast fyrir hann sem fyrst. Sem dæmi má nefna að á 20 ára tímabili hefur

íbúum á svæðinu fjölgað um 85% og ferðamönnum um 613% miðað við brottfarir erlendra farþega á Keflavíkurflugvelli en stór hluti þeirra stoppar einnig á einum vinsælasta áfangastað landsins, Bláa lóninu. Vandinn birtist m.a. í því

að vaktalínum lækna á slysa- og bráðamóttöku hefur ekki verið

fjölgað og eru þær enn aðeins tvær.

Því er ekki einungis lífsnauðsyn -

legt að fjölga vaktalínum lækna á slysa- og bráðamóttöku í samræmi

við aukinn fjölda verkefna, heldur

á einnig eftir að fullfjármagna

þessar tvær sem fyrir eru.

Þessi vanfjármögnun vegur afar

þungt í rekstri HSS. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá desember sl. um bráðaþjónustu á Íslandi

kemur fram að kostnaður af hverri

sólarhrings vaktalínu sé gróft

áætlaður um 225 milljónir. Vegna

vanfjármögnunar hefur HSS þurft

að taka rekstrarfé af heilsugæslusviði til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna, sem hefur þannig bitnað á þjónustu heilsugæslunnar.

Lesa má nánar um málið á vf.is.

Tæknismiðja stofnuð á Suðurnesjum

n Verður staðsett í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja og aðgengileg öllum íbúum Suðurnesja

Skrifað var undir samning um rekstur Fab Lab smiðju í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tæknismiðjan mun opna síðla sumars og verða opin öllum, bæði nemendum FS og öðrum íbúum Suðurnesja. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, voru þar ásamt bæjarstjórum sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesjum, stjórnendum menntastofnana, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og öðrum sem hafa unnið að undirbúningi Fab Lab smiðju í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangurinn var að skrifa undir samninga um stofnun Fab Lab smiðjunnar en samningarnir styðja við rekstur smiðjunnar og sameiginlega þátttöku þeirra sem koma að verkefninu.

Fab Lab Suðurnesja verður staðsett í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Notendur smiðjunnar munu hafa aðgang að þrívíddarprenturum, laserskerum, vínilskerum, fræsivélum, rafeindabúnaði og fleiri tækjum. Markmiðið með smiðjunni er meðal annars að auka þekkingu skólafólks og almennings á persónumiðaðri framleiðslu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Einnig að auka áhuga nemenda grunn- og framhaldsskóla á verkog tækninámi, auka almennt tæknilæsi, tæknivitund og efla hæfni til nýsköpunar í námi og atvinnulífi. Markmiðið er þannig að efla samkeppnishæfni íbúa, fyrirtækja og stofnana á svæðinu. Íbúar á Suðurnesjum eru ríflega 30 þúsund og hefur fjölgað mikið síðustu áratugi. Fab Lab Suðurnesja mun þjóna íbúum á Suðurnesjum; nemendum, kennurum, frumkvöðlum, listafólki, atvinnuleitendum og starfsfólki fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana.

Breytingar í menntamálum

Bjarklind Sigurðardóttir, verkefnastjóri Tæknismiðjunnar, segir að róttækar breytingar í samfélaginu og atvinnulífi kalli á breytingar í menntamálum. „Á Suðurnesjum eru mjög öflug fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum sem reiða sig á tækninýjungar. Þar má nefna líftæknifyrirtæki, orkufyrirtæki, sjávarútvegsfyrirtæki, flugtengd fyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og verslanir svo eitthvað sé nefnt. Nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum hafa nú þegar sýnt smiðjunni stuðning með styrkveitingum til tækjakaupa. Fab Lab Suðurnesja er einnig góður vettvangur til að kynna fyrir nemendahópum þau framtíðarstörf sem þarf að sinna innan fyrirtækja. Hægt er að kynna störf í gegnum verkefni sem nemendur leysa sjálfir út frá ráðgjöf, námskeiðum eða kynningum starfsmanna. Við okkur blasa mikil tækifæri til að nýta innviði og þekkingu fyrirtækja á Suðurnesjum til að efla unga fólkið og kveikja áhuga þess og annarra íbúa á að nýta tæknina til að vera skapandi þátttakendur í tækniuppbyggingu framtíðarinnar.

Það er mikill áhugi á Suðurnesjum fyrir Fab Lab smiðjunni og að efla þannig nemendur og aðra íbúa á svæðinu. Sumir skólar á svæðinu hafa þegar stigið sín fyrstu skref með tækjakaupum. Félagasamtök hafa til að mynda afhent grunnskólum í Reykjanesbæ þrívíddarprentara að gjöf og víða má sjá framtak samtaka og einstaklinga í þessa veru. Margt smátt gerir eitt stórt. Fab Lab Suðurnesja mun í framtíðinni styðja við og aðstoða einstaklinga jafnt sem starfsfólk fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana til að halda áfram góðri vinnu. Við höldum áfram að nýta orkuna og þjónustulundina

sem býr í okkar samfélagi til góðra verka,“ segir Bjarklind.

Eigum að læra meðan við lifum Ráðherrarnir voru að vonum ánægðir með þetta skemmtilega verkefni.

„Ég sá að það var pottur brotinn og það vantaði augljóslega Fab Lab hér í Reykjanesbæ og þess vegna setti ég það snemma á dagskrá og því ótrúlega glöð að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé hægt að byrja,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Hver er reynslan af þessu? „Reynslan er ótrúlega góð og sérstaklega þar sem samfélagið allt nýtir aðstöðuna. Við erum að sjá það að það eru ótrúlegustu nýsköpunarverkefni sprottið upp úr tæknismiðjum, jafnvel verkefni sem eru að verða stór fyrirtæki í dag, en ekki síst líka til að vekja áhuga og færnina í ýmsum stafrænum málum sem mikil þörf verður á gagnvart færniþörf framtíðarinnar. Við sjáum það að aðgengi að svona getur auðgað atvinnulíf og fyrirtæki, getur aukið áhuga ungs fólks á ákveðnum greinum og þau geta fundið áhuga sínum farveg. En ekki síst líka frumkvöðlar, ungt fólk, eldra fólk getur komið og prófað hlutina og hugmyndir sínar og látið þær verða að veruleika“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir Fab Lab eða tæknismiðjuna verða hugsaða þannig að á þennan stað geti allir leitað í samfélaginu sem vilji rækta áfram og þroska hugmyndir, fá hugmyndir og vinna með þær áfram. „Nám á að vera alltaf alsstaðar. Við eigum ekki að klára nám þegar við ljúkum formlega skólagöngu. Við eigum að læra meðan við lifum,“ segir Ásmundur.

FS setur niður kennslustofur á lóð skólans

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að bráðabirgðahúsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja verði komið fyrir á skólalóð FS í samræmi við uppdrætti. Heimildin gildir í þrjú ár og skal kynna fyrir næstu nágrönnum, segir í afgreiðslu ráðsins.

Um er að ræða þrjár skólastofur og einn geymslugám, samsettar úr fjórum gámaeiningum á

einni hæð lagðar ofan á hellulögð plön við skólann. Ein stofan stendur við Faxabraut en tvær ofan við skólann. Heildarfjöldi í skólastofum verður um þrjátíu nemendur í hverri stofu og starfsmenn verða einn til tveir. Nú er komin í ferli viðbygging við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Byggingin mun rísa við norðurgafl skólans, ofan við íþróttahúsið við Sunnubraut.

Færanlegar kennslustofur rísa á malarvelli við Hringbraut

Reykjanesbær hefur óskað eftir að settar verði upp lausar, færanlegar kennslustofur á malarvöllinn við Hringbraut. Þetta er til að bregðast við þeirri neyð

sem er í húsnæðismálum grunnskólanna Myllubakka- og Holtaskóla. Í umsókninni segir að húsnæði verði fjarlægt þegar uppbyggingu

skólanna er lokið, eða eftir að hámarki þrjú ár. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir erindið. Heimildin gildir í þrjú ár og skal kynna fyrir næstu nágrönnum.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Hópurinn við undirskrift að Tæknismiðju, Fab lab á Suðurnesjum. VF/pket
2 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M

Komdu pallinum og öllu hinu tréverkinu í sumarbúning með

VISTVÆNNI VIÐAR pallaolíu og viðarvörn frá Slippfélaginu .

VISTVÆNN VIÐAR er betri fyrir umhver ð.

SLIPPFÉLAGIÐ

Hafnargötu 54

Reykjanesbæ

S: 421 2720

Opið: 8-18 virka daga

10-14 laugardaga

slippfelagid.is

Þrjú önnur verkefni hlutu viðurkenningu

Auk verkefnis Tjarnarsels sem hlaut hvatningarverðlaun fræðsluráðs, þá hlutu þrjú önnur verkefni sérstaka viðurkenningu. Þau eru:

Gróðurhús í grænum skóla er áskorun og ævintýri

„Gróðurhús í grænum skóla er áskorun og ævintýri“ er verkefni græna teymis Tjarnasels, barnanna, kennara og matráðar. Verkefnið hlaut í síðustu viku hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum. Við sama tækifæri voru þrjú önnur verkefni í skólum Reykjanesbæjar sem fengu sérstaka viðurkenningu

Undanfarin ár hefur gríðarlega mikil og öflug vinna farið fram í að umbylta flötu og litlausu útisvæði leikskólans Tjarnarsels, elsta leikskólans í Keflavík, í náttúrulegan garð. Sú vinna hefur að langmestu leiti farið fram í sjálfboðavinnu. Í byrjun júní ár hvert mæta hress börn og systkini þeirra, galvaskir foreldrar, duglegir afar og ömmur, fyrrverandi nemendur, kennarar og fjölskyldur þeirra fylktu liði til að fegra og snyrta garðinn, smíða leiktæki, útbúa leiksvæði og gróðursetja sumarblóm sem hafa verið forræktuð með börnunum frá febrúar ásamt kryddjurtum og grænmeti. Þegar allir leggjast á eitt er óhætt að segja að kraftaverk gerist. Samtakamátturinn og krafturinn í slíkum mannauði er ómetanlegur, segir í umsögn um verkefnið.

Síðasta vinnudag sem var í júní 2022 mættu í kringum 170180 manns á öllum aldri með bros á vör. Það var töfrum líkast að fylgjast með þessum dugnaðarforkum mæta með uppbrettar ermar, í vinnugöllunum með gleðina að vopni og til í hvað sem er. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá fjölskyldur barna af erlendu bergi brotna taka þátt í verkefninu og eykst þátttaka

þeirra með hverju ári. Eftir síðasta vinnudag sagði móðir pólskrar stúlku þegar hún gekk út „núna finnst mér ég vera hluti af samfélagi.“ Kraftur fjölbreytileikans svífur því yfir á þessum stærsta degi ársins í elsta leikskóla bæjarins, segir jafnframt í umsögn um verkefnið sem hlaut hvatningarverðlaunin í ár.

Gróðurhús sem er sérstaklega hannað fyrir börn

Nýjasta viðbótin í garðinum við Tjarnarsel er svokallað Bambahús, sem er gróðurhús sem sérstaklega er hannað fyrir börn. Nýsköpunarog þróunarsjóður menntasviðs Reykjanesbæjar styrkti skólann til að kaupa slíkt hús árið 2022.

Ræktunarstarfið þar hófst sama dag og húsið var sett niður og er það grænfánaverkefni skólans að þessu sinni, en Tjarnarsel hefur fengið Grænfánann sjö sinnum m.a. fyrir sjálfbærni í garðinum og forræktun blóma og grænmetis.

Skólinn tók þátt í Erasmus+ verkefni með Landvernd á árunum 2019-2021 ásamt leik- og grunnskólum á Íslandi, Slóveníu, Lettlandi og Eistlandi. Afrakstur þess verkefnis var gefin út í rafrænni bók sem kallast Lifandi náttúra – lífbreytileiki á tækniöld. Árið 2017 gaf skólinn út handbók sem kallast Garðurinn okkar – útnám í leikskóla.

Verkefnið sem hlaut hvatningarverðlaun fræðsluráðs er leitt áfram að Græna teymi skólans og verkefnastjóra garðsins, þeim Fanneyju M. Jósepsdóttur verkefnisstjóra, Önnu M. Kjærnested deildarstjóra og Þóreyju Óladóttur leikskólakennara. Græna teymið leiðir ræktunarstarfið áfram af metnaði og ástríðu fyrir viðfangsefninu sem skilar sér í blómlegri útikennslu þar sem börn, kennarar og matráðar fá notið sín við leik og störf með framsækni, virðingu og eldmóði.

Bætt við garðinn á hverju ári „Við erum að bæta einhverju við garðinn okkar á hverju ári. Í fyrra bættum við við gróðurhúsi og erum að fá verðlaun fyrir það núna. Við erum að auka sjálfbærni og kenna börnunum hvernig á að rækta til matar. Það er þannig að grænmeti sem þú ræktar sjálfur er

miklu betra á bragðið en annað grænmeti. Þau eru alltaf til í að smakka og prófa. Svo eru þau að sjá blóm verða til af fræi,“ segir þær Fanney, Anna og Þórey í samtali við Víkurfréttir, sem leitt hafa verkefnið. Þær segja garðinn við Tjarnarsel hafa þróast frá malbiki til náttúru en unnið hefur verið að umbreytingu á leiksvæði barnanna allt frá árinu 2013. Verkefnastjóri var fenginn til að leiða verkefnið í upphafi en frá upphafi hefur verið kappkostað að hafa umhverfi leikskólans Tjarnarsels sem náttúrulegast. Þar eru stórir steinar og mold í bland við gróður og þrautir ýmiskonar. Börnin taka virkan þátt í hugmyndavinnunni og eru stundum með háar hugmyndir.

Þannig vildu nokkur börn fá Parísarhjól í ár. „Það kemur kannski seinna en hugmyndavinnan byrjar alltaf hjá börnunum, grasrótinni,“ segja þær stöllur.

„Nýheimar - námsúrræði fyrir börn á flótta“ í Háaleitisskóla. Það eru þau Helena Bjarndís Bjarnadóttir og Friðþjófur Helgi Karlsson sem leiða verkefnið sem var sett á laggirnar haustið 2021 af frumkvæði skólans og með traustum stuðningi fræðsluskrifstofu. Markmið verkefnisins er aðlögun barna í leit að alþjóðlegri vernd að skólastarfinu og skjól fyrir þau á meðan umsóknarferlið er í gangi.

„Fjármálafræðsla í 10. bekk“ er verkefni í Njarðvíkurskóla sem Yngvi Þór Geirsson leiðir. Yngvi Þór er grunnskólakennari við Njarðvíkurskóla og hefur kennt samfélagsgreinar í 10. bekk til fjölda ára og hefur fjármálafræðsla verið hluti af námsefni árgangsins. Fyrir um fimm árum fór Yngvi að útbúa sitt eigið námsefni þar sem honum fannst það sem var í boði ekki henta nægilega vel og ekki vera í takt við samfélagið. Yngvi Þór hefur verið að þróa verkefnið jafnt og þétt frá þeim tíma. Markmiðið með fræðslunni er að kynna helstu fjármálahugtök fyrir nemendum, gera nemendur læsa á fjármál og að þau viti hvar og hvernig á að nýta sér upplýsingar og reiknivélar á netinu. Aðalmarkmiðið er að þau verði fjárhagslega sjálfstæð í framtíðinni og fari vel með peningana sína.

„Jóga og núvitund í vettvangsferðum“ hjá leikskólanum Gimli hlaut einnig viðurkenningu. Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir leiðir verkefnið en leikskólinn Gimli hefur til fjölda ára unnið markvisst með jóga og núvitund sem hefur skilað sér vel inn í starf leikskólans. Á vormánuðum 2020 fékk Gimli styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði Reykjanesbæjar fyrir verkefnið Jóga og núvitund í vettvangsferðum. Með því verkefni var farið í að tengja jóga og núvitund við umhverfismennt og nemendum kenndar aðferðir sem hægt er að nota út í náttúrunni. Sigurbjörg sem hefur séð um jógastundir nemenda á Gimli er verkefnastjóri yfir verkefninu. Hún setti í upphafi saman verkefnabók með fjölbreyttum æfingum sem kennarar geta unnið með nemendahópnum. Nánar má lesa um verkefnið sem hlutu viðurkenningu á vef Víkurfrétta, vf.is.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fanney M. Jósepsdóttir, verkefnastjóri, Þórey Óladóttir, leikskólakennari, Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels og Anna M. Kjærnested, deildarstjóri.
4 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M
Viðtal í Suðurnesjamagasíni.

Mjög hentugt

þegar kom að því að finna

nafn á tannlæknastofuna

Við hvað starfið þið og hvar?

Erum tannlæknar á Tannlæknastofu Kristínar á Hafnargötu 45 Hver eru helstu verkefni?

Allar almennar tannlækningar, bæði hjá börnum og fullorðnum, og almennur rekstur á tannlæknastofunni.

Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt? Alltaf að reyna að fylgja nýjustu stefnu og nýjustu tækni í tannlæknaheiminum.

Okkar markmið er einnig að veita góða þjónustu og vinnum að því að láta fólkinu okkar líða sem allra best í okkar umhverfi. Við höfum verið heppnar með starfsfólk og hvor aðra. Það gerir okkar fyrirtæki einstakt.

Eitthvað áhugavert sem þið eruð að gera? Nýjasta nýtt hjá okkur á stofunni eru tannréttingarmeðferðir með skinnum,

eitthvað sem er ótrúlega spennandi og við spenntar að halda áfram með það og sjá þróun á þeim markaði. Einnig eru miklar nýjungar í sambandi við allar tannlækningar sem tengjast tannsmíði, þar ber fyrst að nefna skönnun og þrívíddarprentun. Miklar og skemmtilegar nýjungar sem gaman er að fylgja eftir. Við erum duglegar að sækja endurmenntun, bæði hér heima og erlendis, þar sem við reynum ávallt að fylgja nýjustu straumum og 5stefnum.

Hvað hafið þið verið að gera? Kristín Erla útskrifaðist frá tannlæknaháskólanum í Árósum 2011, flutti þá strax heim þar sem Kristín G. beið eftir henni með stól og höfum við unnið saman síðan. Kristín Erla byrjaði reyndar sem aðstoðardama á stofunni 2005. Kristín Geirmundsdóttir útskrifaðist frá Oslóarháskóla 1990 og hefur starfað í Keflavík

síðan, fyrst sem aðstoðartannlæknir og síðar á eigin stofu. Ekki leiðinlegt að vinna með bestu vinkonu sinni alla daga og í dag rekum við saman tannlæknastofu Kristínar. Mjög hentugt þegar kom að því að finna nafn á tannlæknastofuna okkar.

Hvað eruð þið að gera núna? Störfum sem tannlæknar og erum báðar miklar fjölskyldukonur, Kristín Erla á þrjú börn, Kristín Geirmunds á tvö stálpuð börn. Reynum að huga vel að heilsunni og erum að stunda almenna heilsurækt alla daga, hlaup, golf og fjallgöngur.

Framtíðarplön: Halda áfram að byggja upp góðan rekstur og veita eins góða þjónustu eins og hægt er.

Hversu lengi hafið þið búið á Suðurnesjum? Kristín Erla er fædd og uppalin í Garðinum, en

Hvað heitir strákurinn í Búkollu?

Undanfarin þrjú ár hefur leikskólinn Gefnarborg í Garði tekið þátt í og verið stýriskóli í Erasmus+ verkefninu Inclusion through sensory integration eða Skynreiða með inngildingu að leiðarljósi ásamt samstarfsleikskólum í Króatíu, Grikklandi, Rúmeníu og Svíþjóð.

Verkefnið skiptist í þrjú tímabil þar sem unnið var með læsi, útinám, sköpun og námshvetjandi umhverfi. Eftir fyrsta tímabilið heimsóttu kennarar frá hinum þátttökulöndunum leikskólann Gefnarborg og fengu að kynnast leikskólanum og umhverfinu. Síðan þá hafa verið farnar fjórar ferðir þar sem starfsmenn Gefnarborgar heimsóttu hin þátttökulöndin. Sú síðasta var farin í maí

byrjun en þá fóru sex kennarar á vegum Gefnarborgar til Târgoviște í Rúmeníu. Í skólaheimsóknum til þátttökulandanna fá þátttakendur meðal annars að kynnast menningu landsins og daglegu starfi leikskólanna. Markmið verkefnisins er að nýta skynreiðu sem aðferð til að stuðla að inngildingu innan barnahópsins. Með inngildingu er átt við að öll börn upplifi að þau tilheyri samfélaginu óháð bakgrunni það er fjárhag, menningu, tungumáli, fötlun og svo framvegis. Skynreiða (e. Sensory integration) á sér stað þegar heilinn sameinar skilaboð frá fleiri en einu skynfæri, þannig að úr verður skiljanleg heild. Hver skynjun styrkir aðra og að nýta fleiri skiln-

ingarvit hjálpar til við að festa í minni. Á meðan verkefninu stóð þróaðist sú aðferð sem við köllum Læsistengd skynjun. Þá er unnið með bækur, sögur og ljóð á þann veg að kennarar og börn leita að tækifærum til þess að vinna með skynjun út frá innihaldi textans. Með þessari nálgun fá öll börn möguleika til að upplifa söguna og öðlast skilning á sínum forsendum. Þetta hjálpar til dæmis börnum með annað móðurmál að líða vel og finna sig betur þar sem aðaláherslan er ekki lengur á talað mál. Rauðhetta og sagan um Búkollu eru dæmi um sögur sem unnið var með í öllum löndunum. Einnig var unnið með tónlist eins og sinfóníu nr. 9 „The New World“ eftir Dvořák. Í Búkollu er hægt að skynja ýmislegt eins og bergmálið þegar kýrin baular, smakka mjólk, smjör og ost, fara í feluleiki þar sem við leitum að Búkollu, klífa fjöll og hóla og margt fleira. Í heimsókninni til leikskólans Gradinita nr. 1 í Târgoviște í Rúmeníu fengu þátttakendur að fylgjast með samverustund barnanna. Þar var sögð sagan af

Nöfn: Kristín Erla Ólafsdóttir og Kristín Geirmundsdóttir

Aldur: 39 ára og 57 ára

Menntun: Við erum báðar tannlæknar

flutti til Danmerkur til að læra í fimm ár, kom svo aftur 2011 og settist þá að í Reykjanesbæ. Kristín Geirmundsdóttir er fædd og uppalin í Keflavík, bjó eitt ár í Reykjavík eftir stúdentsprófið og fór síðan til Osló í fimm ár og settist að í Keflavík.

Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Hér höfum við alla þjónustu sem við þurfum, þó nálægð við höfuðborgina komi sér oft vel. Stutt í almenna útivist og á flugvöllinn.

Hvernig líst ykkur á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes? Frábært

félag og mikil tækifæri fyrir konur á svæðinu.

Hvað varð til þess að þið skráðuð ykkur í FKA? Við nöfnur ákváðum að þetta væri spennandi tækifæri fyrir okkur.

Hvað finnst ykkur FKA gera fyrir ykkur? Það víkkar sjóndeildarhringinn að kynnast fólki sem við hefðum kannski annars ekki kynnst.

Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum: Styrkjum hvora aðra, stöndum saman. Konur eru konum bestar!

FKA Suðurnes

Markmið með verkefninu er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna og sýna hversu megnugar og magnaðar þær eru.

Búkollu á líflegan og skemmtilegan máta. Börnin tóku virkan þátt í flutningnum með því að festa myndir af sögupersónum á sögusvuntu kennarans. Augljóst var að börnin þekktu söguna um Búkollu vel og lifðu sig inn í söguna, þrátt fyrir gestkomendur sem fylgdust einnig með. Að sögustund lokinni bauðst börnunum að fara á mismunandi stöðvar sem áttu það sameiginlegt að tengjast sögunni. Þar var meðal annars hægt að „mjólka kú“, búa til ost, hjálpa stráknum að rata í gegnum völundarhús, teikna söguna og búa til fjós. Það var mikil upp -

skera fyrir íslensku gestina að sjá þjóðsöguna í nýjum búningi og frá nýju sjónarhorni. Rúmensku börnin höfðu beðið eftir tækifæri til að spyrja íslenska hópinn um nafn stráksins í sögunni Búkollu en þar var fátt um svör. Ef til vill er einhver fróður sem veit hvað strákurinn heitir?

Saga Hilma Sverrisdóttir höfundur er leikskólakennari

Tanía Björk Gísladóttir höfundur er jógakennari, nemi í sjúkraþjálfun og með B.a. í Mannfræði

Tannlæknarnir Kristín Erla og Kristín Geirmunds. Kristín-arnar og starfsstúllkur þeirra á tannlæknastofunni.
V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M // 5

Verð á ufsa mjög gott á mörkuðum

Húsnæði og búnaður Síldarvinnslunnar hf. í

Helguvík. VF/Hilmar Bragi

Búnaður fiskimjölsverksmiðju

í Helguvík seldur til Marokkó

Búnaður fiskimjölsverksmiðju

Síldarvinnslunnar í Helguvík hefur verið seldur til Marokkó.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf., segir í samtali við Víkurfréttir að eftir því sem best sé vitað er skip á vegum kaupanda

á leið til landsins að sækja búnaðinn í lok þessa mánaðar. Fiskimjölsverksmiðja hóf starfsemi sína í Helguvík árið 1997 en í febrúar árið 2019 var tilkynnt um að starfsemi verksmiðjunnar yrði hætt. „Ástæða lokunarinnar er einfaldlega sú að rekstur verksmiðjunnar stendur ekki undir sér. Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja,

hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár.

Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ sagði í tilkynningu um lokunina á sínum tíma.

Húsnæði verksmiðjunnar eru ennþá í eigu Síldarvinnslunnar.

Gunnþór segir að varðandi nýtingu á húsnæðinu þá séu einhver verkefni í skoðun þar og hefur verið töluverður áhugi, en ekkert sem hann geti greint frá núna.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi,

MAGNÚS ÞÓR VILBERGSSON

Lómatjörn 1, Reykjanesbæ, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn

17. júní.

Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. júní klukkan 12. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Reikningur: 0142-15-382544 Kt.: 7011055950

Harpa Jakobína Sæþórsdóttir

Haraldur B. Magnússon Rut B. Róbertsdóttir

Eyrún Ósk Magnúsdóttir Ólafur D. Helgason

Marta H. Magnúsdóttir Stefán Ö. Hrafnsson

Hrönn Þormóðsdóttir Hallbjörn Sævars og barnabörn

Veðurguðirnir eru heldur betur búnir að vera hliðhollir sjómönnum á Suðurnesjum núna í júní, þó svo að þeir sem vilja hafa sól og sumaryl séu ekki eins kátir. Það er nefnilega búið að vera mjög góð tíðin þó svo að sólina hafi vantað og færabátarnir, sem eru gríðarlega margir, hafa getað róið svo til alla þá daga sem þeir mega róa. Eru þetta þá helst strandveiðibátarnir sem mega róa mánudaga til fimmtudaga – og síðan eru nokkrir aðrir færabátar sem eru að mestu að eltast við ufsann út við Eldey.

Veiðin hjá þeim hefur verið góð og þeir bátar sem hafa verið þar eru, t.d. Hópsnes GK sem er kominn með 19,8 tonn í þremur róðrum og mest 7,2 tonn í róðri og Geirfugl GK sem er kominn með 21,7 tonn í þremur og mest 7,6 tonn. Báðir að landa í Grindavík og báðir í eigu Stakkavíkur.

Þeir hafa reyndar verið á veiðum á sömu slóðum og bátarnir frá Sandgerði en þar er t.d. Addi Afi GK sem er kominn með 26,7 tonn í sex róðrum og mest 7,7 tonn og Ragnar Alfreðs GK sem er kominn með 13,2 tonn í fjórum róðrum.

Mjög margir strandveiðibátar eru að róa og eru um 60 bátar í Sandgerði, nokkrir þeirra eru á það hraðskreiðum bátum að þeir ná að fara nokkuð langt út og áleiðis að ufsanum þarna við Eldey en strandveiðibátar mega vera lengst fjórtán tíma höfn í höfn. Reyndar er veiðin hjá strandveiðibátunum búin að vera mjög góð og hafa þeir verið að ná skammtinum sínum nokkuð auðveldlega og líka aukaafla, eins og t.d. ýsu, karfa og ufsa. Lítum á nokkra báta. Una KE með 8,7 tonn í átta, Bliki GK 8,1 tonn í átta, Gola GK 7,1 tonn í sjö, Tjúlla GK 6,8 tonn í átta og Von GK 6,2 tonn í fjórum en þessi bátur er ekki á strandveiðum. Allir þessir bátar að landa í Sandgerði.

Hérna er að neðan er litið á

bátana sem eru að átta brúttótonna

stærð:

Í Grindavík er t.d. Sigurvon ÁR

með 11,6 tonn í sjö og af því eru

8,1 tonn ufsi, Sæfari GK 7,5 tonn

í sjö, Hrappur GK 7,5 tonn í sjö, Grindjáni GK 6,4 tonn í sex og

Þórdís GK 5,2 tonn í fimm.

Í Sandgerði er t.d. Arnar ÁR

með 11 tonn í átta og af því er ufsi

4,4 tonn, Snorri GK 9,6 tonn í sjö

róðrum en það má geta þess að á

Snorra GK er Gísli skipstjóri sem var áður skipstjóri á línubátnum

Pálínu Ágústdóttur GK, Sandvík

KE 9,3 tonn í átta, Dóri í Vörum

GK 8,3 tonn í átta, Dímon GK 8,3 tonn í átta, Séra Árni GK 7,6 tonn

í sex, Sigurörn GK 7,5 tonn í átta, Hadda HF 7,4 tonn í sjö, Kvika

KE 7,1 tonní sjö, Stakasteinn GK 7 tonn í átta, Fagravík 6,9 tonn í sjö og Óskar KE 6.9 tonn í níu. Nokkuð merkilegt er að stór hluti af færabátunum sem eru að landa í Sandgerði, og þá er ég að tala um strandveiðibátana, hafa náð yfir einu tonni í róðri og sumir nokkuð langt yfir það – og er það þá aukaaflinn sem er að hjálpa til með það. Arnar ÁR er t.d. mest með 2,3 tonn, Snorri GK 2,1 tonn, Dóri í Vörum GK 1,6 tonn, Dímon GK 1,7 tonn, Séra Árni GK 1,6 tonn, Hadda HF 1,9 tonn, Kvika KE 1,7 tonn, Binna KE 1,6 tonn,

Faxi GK 1,5 tonn, Líf NS 1,4 tonn, Kiddi GK 1,1 tonn og Gullfuglinn GK 1,6 tonn. Núna á strandveiðunum, eins og hefur verið undanfarin ár, hafa langflestir bátanna verið á svæði A sem nær frá Akranesi og að Vestfjörðum. Þar hafa bátarnir alltaf náð skammtinum sínum en eru að langmestu leyti með þorsk en mjög lítinn aukaafla.

Á svæði D sem nær frá Akranesi, að Suðurnesjum og austur að Hornafirði hafa aftur á móti aflahæstu strandveiðibátarnir verið út af aukaaflanum sem þeir hafa náð og þeir hafa líka verið með svipað eða meira aflaverðmæti en bátarnir á svæði A, enda er verð á ufsa mjög gott á mörkuðum. Miðað við nýjustu tölur sem ég hafði þegar ég skrifaði þennan pistil þá var slægður ufsi á 221 krónur kílóið og óslægður ufsi á 163 krónur kílóið. Til að mynda með Arnar ÁR sem er á strandveiðum þá er aflaverðmætið hjá honum, bara fyrir ufsann, um 750 þúsund krónur núna í júní. Séra Árni GK er með um 3,2 tonn af ufsa og er því ufsaaflaverðmætið hjá honum um 530 þúsund krónur núna í júni.

Reykjaneshöfn lét farga 130 tonnum af rusli af lóðum í Helguvík

Reykjaneshöfn lét farga um 130 tonnum af rusli ýmiskonar sem eigendur vitjuðu ekki í kjölfar auglýsinga um lóðahreinsun á lóðum Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9 og 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Þá var einnig fjöldi bílhræja fjarlægður. Í húsnæði og á lóðunum á svæðinu voru ýmsir munir í óleyfi, m.a. ýmsar tegundir af farartækjum, áhöldum og timburein-

ingum. Á lóðunum við Berghólabraut 11, 13 og 15 voru einnig ýmsir óskilamunir í óleyfi. Gefinn var frestur til 21. maí til að fjarlægja þá en eftir þann tíma ætlaði Reykjaneshöfn að farga því sem yrði ekki sótt.

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri atvinnu- og hafnarmála hjá Reykjanesbæ, segir að núna séu lóðirnar komnar í það ástand að hægt sé að ráðstafa þeim. Framtíð

Séð yfir lóðirnar í Helguvík eftir að þær voru hreinsaðar. VF/Hilmar Bragi

lóðanna sé nú til vinnslu og að ákvörðun um ráðstöfun lóðanna verði vonandi tekin fyrir haustið, hvort lóðirnar verði seldar eins og þær eru eða nýttar í aðra uppbyggingu sem er til skoðunar á svæðinu. Halldór Karl segir að það sé fyrst og fremst bæjarráðs og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að taka afstöðu til málsins.

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Rétturinn
n
Töluverður áhugi á húsnæði Síldarvinnslunnar
a F la FRÉ tti R á S uðu R n ES ju M Gísli
Reynisson gisli@aflafrettir.is
6 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M

Lokahnykkurinn fyrir Dance World Cup

Team DansKompaní stefnir á að fylgja eftir frábærum árangri í heimsmeistarakepninni á síðasta ári

Keppnislið DansKompaní í Reykjanesbæ, Team DansKompaní, æfa nú af kappi fyrir úrslitakeppni Dance World Cup sem haldið verður í Braga í Portúgal dagana 30. júní til 8. júlí. Liðið er skipað 53 dönsurum á aldrinum sjö til 25 ára en þau komust öll í landsliðshóp Íslands í febrúar síðastliðnum og hafa æft af krafti undanfarna mánuði fyrir úrslitakeppnina. Þessi flotti hópur er með átján atriði í keppninni í ár sem eru hvert öðru frábærari enda er stefnan sett á að fylgja eftir árangri liðsins frá því í fyrra þar sem hópurinn landaði m.a. einum heimsmeistaratitli, silfur- og bronsverðlaunum.

Lokahnykkurinn í undirbúningi fyrir keppnina er styrktarsýning sem haldin verður í Andrews Theater miðvikudagskvöldið 21. júní kl. 19.

Á sýningunni gefst fólki tækifæri á að sjá öll keppnisatriðin í allri sinni dýrð, styrkja þennan hæfileikaríka hóp og fá í leiðinni frábæra skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Miðaverð er 3.500 kr. og miða er hægt að nálgast hjá keppendum, í gegnum fésbókarsíðu Team DansKompaní en einnig verður miðasala á staðnum á sýningardag.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, leit inn á æfingu hjá hópnum fyrir skemmstu og smellti af nokkrum myndum.

Team heimsmeistararDansKompaní

Snævar ingi Sveinsson er átján ára gamall nýstúdent frá Má. Hann fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur, félagslíf og þrautsegju við útskrift Má áhugasviðið hans hefur alltaf verið fjölbreytt en fasti liðurinn hefur alla tíð verið tölvur og tölvuleikir.

Hvenær byrjaðir þú í náminu?

Ég hóf nám í Menntaskólanum á Ásbrú í ágúst árið 2020. Ég man eftir því hvernig kennarar jafnt og nemendur tóku manni opnum örmum frá fyrsta degi, það var gott andrúmsloft jafnt yfir skólann, maður vissi að þetta var ekki líkt skóla eins og maður þekkti hugtakið áður fyrr. Enginn í skólanum kveið fyrir því að vakna fyrir skólann, heldur reyndu flestir að komast fyrr að í skólann. Það breytir svo miklu að vera spenntur fyrir náminu og MÁ er heldur betur að rækta þannig umhverfi.

Hvernig gekk námið?

Námið gekk mjög vel, ekki síður vegna frábærra kennara, starfsfólks og að sjálfsögðu þeirra yndislegra nemenda sem gera skólann að svona frábærum stað. Ég get ekki minnst á einn kennara sem ég taldi vera síðri en annar kennari, allir kennarar í skólanum eru frábærir á sinn eiginn hátt. Það mætti halda að ég væri að skálda þetta en

ég er svo ótrúlega heppinn að hafa gengið í MÁ því ég og mínir samnemendur voru svo heppnir með kennara.

Hver er lykillinn að velgengni þinni í náminu?

Aldrei hugsa til styttri tíma, þ.e.a.s. ekkert er seinni tíma vandamál þegar kemur að námi. Einbeittu þér að standa þig sem allra best öll þín ár í námi því þau skipta öll jafnmiklu máli. Þetta fjallar ekki um það að vera bestur af öllum, þetta fjallar um að vera besti þú sem þú getur orðið.

Af hverju valdir þú MÁ?

Ég vildi prófa eitthvað öðruvísi og ekki ganga hinn hefðbundna veg og MÁ var tiltölulega nýr skóli sem kennir fög á mínu áhugasviði. Ég er svo ofsalega feginn að ég valdi MÁ. Að velja Menntaskólann á Ásbrú sem minn menntaskóla er ákvörðun sem ég hef aldrei séð eftir. Ég eignaðist vini til lífstíðar, öðlaðist mikilvæga lífsreynslu og

fékk tengsl við atvinnulífið sem ég er viss um að munu nýtast mér seinna meir.

Myndir þú mæla með náminu og þá af hverju?

Ef þú hefur tök á að stunda nám við Menntaskólann á Ásbrú og hefur áhuga á þeim sviðum sem kennd eru í MÁ, þá mæli ég hiklaust með námi við Menntaskólann á Ásbrú.

Hvað er það besta við MÁ að þínu mati?

Félagslífið (ugghm, týpískt að fyrrum varaforseti nemendaráðs segir það) en félagslífið er sífellt vaxandi og dafnandi. Það er eitthvað fyrir alla í félagslífinu í MÁ.

Hvað tekur við?

Ég fékk samþykkt í BSc-nám

í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík í haust. Einnig var ég ráðinn í upplýsingatæknifyrirtæki (Byxa ehf.) strax eftir skólalok. Bjartir tímar framundan.

Team DansKompaní vann gull og silfur heimsmeistaramótinu dansi. Atriðið Yfir Vestfirðina vann heimsmeistaratitil flokknum Children Small Group Song & Dance. Dansarar atriðinu voru þær Aðalbjörg Ósk, Andrea Ísold, Bryndís Björk, Emma Rún, Freyja Marý, Heiðrún Lind, Katla Dröfn, Rebekka Dagbjört, Sonja Rós og Valgerður Pálína. Atriðið Pólar Express einnig silfurverðlauna flokknum Mini Small Group Song & Dance. Þær Ástrós Tekla, Elísabet, Halla Björk, Heiðdís, Helena Rós, Hugrún, Hildigunnur, Pálína Hrönn, Valgerður Ósk og Viktoría Sól voru dansarar því haldið Sebastian á Spáni þessu sinni alls eru yfir dansarar löndum sem hinum flokkum. DansKompaní 24 atriði mótinu og eru keppendur liðsins aldrinum sex til og þriggja Keppnin hófst föstudaginn 24. stendur yfir viku. Þó nokkur Team DansKompaní eiga því eftir að stíga og er viðbúið þau nái góðum árangri. Rún Kristinsdóttir höfundur beggja dansatriðanna.
í dansi Thelma Hermannsdóttir Víkurfréttir standa vaktina í allt sumar og birta reglulega fréttir af íþróttaviðburðum á sport
Frétt um heimsmeistaratitil Team DansKompaní birtist í Víkurfréttum í
júní á síðasta ári.
„Eignaðist vini til lífstíðar, öðlaðist mikilvæga lífsreynslu og fékk tengsl við atvinnulífið“
– segir Snævar Ingi Sveinsson, nýstúdent frá Menntaskólanum á Ásbrú.
V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M // 7

Hélt að fólk á Íslandi byggi í snjóhúsum

Hadia Rahmani og fjölskylda hennar eru íbúar í Reykjanesbæ en þau flúðu ástandið í heimalandi sínu, afganistan, fyrir einu og hálfu ári síðan. Þegar talibanar tóku við völdum í landinu versnuðu aðstæður almennings til muna – sérstaklega varð staða kvenna slæm.

Hadia hélt að íslendingar byggju í snjóhúsum og var ekki hrifin þegar fjölskyldunni bauðst að koma til landsins. Hún var nú að ljúka námi í Menntastoðum hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) og hyggur á að mennta sig enn frekar, eitthvað sem hún hefði ekki geta gert heima í afganistan. Hadia ræddi við Víkurfréttir um fortíð og framtíð í nýju landi.

og pashto. „Ég tala dari en finnst pashto ekki skemmtilegt mál og einbeitti mér frekar að ensku. Ég skil urdu líka mjög vel eftir að hafa búið í Pakistan. Þannig að ég get horft á indverskar myndir.“

Af hverju lögfræði?

„Ísland hjálpaði okkur að komst hingað. Ég vil hjálpa fólki og veit að Íslandi vantar fólk til að vinna við þessi störf. Ég vil gefa til baka fyrir hjálpina sem Ísland hefur veitt okkur.

Margir vilja bara vinna hér en ég vil byggja framtíðina mína á Íslandi og leggja hart að mér við það.“

Við hreinlega týndum þeim í öllum hamaganginum. Við ætluðum að fara öll saman en það var svo mikið kaos þarna. Það var hræðilegt,“ segir Hadia en þeir sem sáu fréttamyndir frá flugvellinum í Kabúl á þessum tíma ættu að geta gert sér í hugarlund hversu örvæntingarfullt fólkið var. Systir Hadia og maðurinn hennar eru ennþá í Afganistan.

„Pabbi er að reyna að ná þeim út en það er nánast ómögulegt að komast þaðan núna.

Hadia segir slæmt ástand í heimalandi sínu vera ástæðu þess að fjölskyldan flúði Afganistan. „Pabbi minn var að vinna með NATO og staðan í Afganistan versnaði eftir komu talibana. Þá aðstoðaði NATO okkur við að flýja en þeir sem störfuðu fyrir NATO voru taldir í sérstakri hættu eftir valdatöku talibana.“

Réttur kvenna til náms afnuminn „Ég er í raun og veru 23 ára gömul en er 25 ára samkvæmt kennitölunni. Ég fæddist fyrir tímann og var alltaf svo smávaxin að þegar ég átti að hefja skólagöngu vildi skólinn ekki taka mig inn – ég var allt of lítil. Svo frændi minn gerði mig tveimur árum eldri á pappírum – þess vegna er ég 25 ára í dag,“ segir Hadia og skellir upp úr.

Hadia hafði verið í eitt ár í háskólanámi úti í Afganistan þegar talibanar komust til valda og þeir bönnuðu kvenfólki að stunda nám mjög fljótlega eftir valdaskiptin.

Hadia segir að talibanar séu ekki Afganir, þeir komi frá Pakistan, svo þeir eru í raun aðkomumenn í hennar heimalandi. „Talibanar eru Pakistanar og Ameríkanar. Ef þú spyrð þá út í íslam þá vita þeir ekki neitt. Þeir eru ekki múslimar, þeir eru bara að þykjast vera múslimar,“ segir Hadia og er augljóslega mikið niðri fyrir.

Hvað varstu að læra?

„Ég var að læra ensku og ætlaði að verða enskukennari. Ég hafði verið að kenna í barnaskóla í sex mánuði, kennarinn þar vildi fá mig til að kenna ensku af því að enskan mín er mjög góð. Skólinn var svo langt frá heimilinu mínu svo ég hætti þar eftir hálft ár og fór í skóla.

Núna ætla ég að fara í lögfræði. Ég gat ekki lært lögfræði í mínu

heimalandi, það var of áhættusamt að vinna fyrir ríkisstjórnina. Þess vegna ætlaði ég að verða kennari –en núna þegar ég er komin hingað þá langar mig að verða lögfræðingur, þess vegna legg ég hart að mér við að læra íslensku. Ég skil hana ágætlega orðið en er ekki orðin nógu góð í að tala hana.“ Hadia talar reyndar ágætis íslensku þótt hún þurfi stundum að grípa til enskunnar þegar réttu orðin láta standa á sér en það er stutt síðan hún flutti til Íslands. „Ég er búin að búa hérna í eitt og hálft ár en það er bara eitt ár síðan ég byrjaði að læra íslensku.

Mér finnast Íslendingar svolítið rólegir. Þeir eru ekkert mikið fyrir að spjalla,“ segir Hadia. „Ég vil tala við fólk, þannig er best að ná tökum á tungumálinu, en oftar en ekki enda ég á að tala við aðra útlendinga sem kunna ekki íslensku og varla ensku. Ég er að læra mikið en tala ekki nóg. Mér finnst það erfitt.“ Það eru aðallega tvö tungumál sem eru töluð í Afganistan; dari

Systir hennar hennar og

mágur urðu viðskila við fjölskylduna á flugvellinum

Fjölskylda Hadia sem býr hérna telur ellefu manns í það heila. Hún er elst systkina sinna, á tvær systur og tvo bræður. „Við erum reyndar tíu í fjölskyldunni en það vildi svo til að frændi minn var líka á flugvellinum þegar við fórum þaðan og hann komst með okkur. Hann gat það vegna þess að pabbi hafði það uppáskrifað að hann væri búinn að vinna fyrir NATO. Á þeim tíma var ástandið orðið svo slæmt í Afganistan að fólk reyndi í örvæntingu að komast burt. Jafnvel þótt það væri ekki með pappíra til að fara úr landi, það var svo hrætt við talibanana. Við þurftum að gera þrjár tilraunir til að komast inn á flugvöllinn en tvisvar sinnum urðum við frá að hörfa.

Þegar við komumst loks inn á flugvöllinn þá skildum við systur mína og manninn hennar eftir.

Þetta er í annað sinn sem talibanar taka yfir landið mitt. Fyrra skiptið var áður en ég fæddist en þá fluttist fjölskylda mín til Pakistan. Ég fæddist svo þar. Þegar ástandið batnaði fluttum við aftur til Afganistan. Þetta seinna skipti var svo sjokkerandi.“

Býstu við að flytja aftur þangað?

„Nei,“ svarar Hadia ákveðin. „Ástandið þar er svo óstöðugt. Það verður kannski orðið gott aftur eftir tvö, þrjú ár en hvenær sem er gæti það fallið aftur í sama farið.“

Frá Afganistan flaug fjölskyldan til Katar, svo Ítalíu og loks Kósóvó. „Við vorum í tvær nætur í Katar. Það var algert helvíti, svo hrikalega heitt. Ég vissi að margir þurftu að vera í tíu, ellefu daga þar en við fórum til Ítalíu eftir tvær nætur. Þar bjuggum við í búðum í sex daga. Svo vorum við í þrjá mánuði í Kósóvó á meðan við biðum eftir því að fá að vita hvaða land myndi bjóða okkur hæli. Það var mjög margt fólk í Kósóvó sem ég þekkti, sumir fóru til Kanada, aðrir til Belgíu eða Noregs, til ólíkra landa. Ég held ennþá sambandi við margt af þessu fólki.“

MANNLÍF Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Útskriftarhópurinn úr Menntastoðum.
Margir vilja bara vinna hér en ég vil byggja framtíðina mína á Íslandi og leggja hart að mér við það ...
Talibanar banna konur í háskólum. Fréttaskýringarþáttur BBC News um málið frá desember 2022. Myndskeið er aðgengilegt í rafrænni útgáfu Víkurfrétta
8 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M
Örvæntingarfullir Afganir reyna að komast inn á flugvöllinn í Kabúl í aðdraganda valdatöku talibana. Skjáskkot/Financial Times

Elskaði vindinn í Afganistan

Áttu þér einhver áhugamál fyrir utan námið?

„Ég horfi svolítið á sjónvarp, Netflix og RÚV af því að ég vil bæta íslenskuna og enskuna mína. Svo langar mig að ferðast um Ísland. Ég hef t.d. aldrei á ævinni séð foss,“ segir hún en þegar viðtalið var tekið var verkefnastýra Menntastoða í MSS búin að undirbúa að fara með Hadia og sýna henni foss.

Hún segir að Afganistan sé mjög fjalllent. „Afganistan er allt í fjöllum, ekki eins og hérna þar sem allt er flatt,“ segir hún en er snarlega bent á að það eigi kannski bara við Suðurnesin. „Ég sá aldrei sjó í Afganistan, ólíkt því sem er hér, en heima er mikið af dýrmætum gimsteinum í fjöllunum og þar er stunduð námuvinnsla. Þess vegna er svona mikið stríð í Afganistan, það eru svo margir sem vilja komast yfir þessi verðmæti.

Veðrið í Afganistan er fullkomið.

Það ekki of heitt og ekki of kalt, bara hlýtt. Ekki kalt eins og í evrópskum löndum og ekki eins heitt og á arabalöndunum. Pakistan, Indland, Katar og Dubai eru svo heit, allt of heit. Ég elskaði vindinn

í Afganistan, þegar hans naut við,“ segir hún og skellihlær. „Ég hef hins vegar fengið meira en nóg af honum hérna. Núna kann ég ekki við vindinn.“

„Heima er nóg af ávöxtum og nánast allt fullkomið – bara stríð. Ég held að það sem skipti mestu máli sé að búa við öryggi. Ekkert jafnast á við það að finna til öryggis.“

Íslenskan skemmtilegasta fagið en erfitt að læra nýtt tungumál

Hadia segir að MSS hafi hjálpað sér mikið. „Það hefur hjálpað mér mikið, m.a. að læra íslensku. Áður en ég fór í MSS þá kunni ég ekki á

tölvu, ég átti tölvu en hún var bara til afþreyingar. Ég kunni ekkert á forrit eins og Excel, PowerPoint og þess háttar. Ég horfði bara á myndir eða spilaði tölvuleiki.“

Hvernig fannst þér að vera í Menntastoðum þótt þú hefðir ekki fullt vald á íslensku? Fannst

þér það erfitt?

„Já, það var mjög erfitt þegar ég var að byrja en það varð alltaf auðveldara. Mér fannst mjög gaman að læra íslensku, nýtt tungumál.

Málfræðin er svolítið erfið. Ég er góð í málfræði og hef náð ágætum tökum á henni en stundum, þegar ég er að leysa verkefni, getur mér yfirsést eitt lítið orð sem getur breytt allri meiningunni á bak við setninguna.

Í Menntastoðum lærði ég t.d. um norræna goðafræði og Íslendingasögur sem mér finnst mjög áhugavert.“

Vissirðu eitthvað um Ísland áður en þú komst hingað?

„Nei, ég vissi bara að Ísland væri land íss. Ég skal vera hreinskilin, þegar við vorum í Kósóvó

Talnaglöggur

þá vildi ég fara til Kanada því við áttum ættingja þar sem vildu taka við okkur. Þegar íslensk stjórnvöld buðu okkur að koma hingað þá grét ég. Þessi ættingi minn í Kanada sagði okkur að Ísland væri

Svo langar mig að ferðast um Ísland. Ég hef til dæmis aldrei á ævinni séð foss ...

mjög gott land, konan hans hafði komið hingað. „Það er ekki á kafi

í ís,“ sagði hann en ég hélt að fólk á Íslandi byggi í snjóhúsum – svo kemur í ljós að Grænland er allt í ís en Ísland grænt,“ sagði Hadia

brosandi að lokum en hún hefur nú sótt um nám í Keili og verður væntanlega orðin lögfræðingur fyrr en varir.

starfskraftur með áhuga á umhverfismálum

og fjölhæfur

Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við starfsstöð fyrirtækisins í Helguvík.

Starfið felur meðal annars í sér vigtun efnis, ýmsa skýrslugerð og þátttöku í umbótaverkefnum.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is

Við leitum að einstaklingi sem ...

... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun.

... er talnaglöggur, nákvæmur og tölvufær.

... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær.

Kröfur um menntun og hæfni:

Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Góð tölvufærni er mikill kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is Umsókir skal senda Kölku sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is.

Kalka sorpeyðingarstöð sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga.

Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík.

Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila.

Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum.

Miklar breytingar hafa orðið á lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt.

Hadia með fjölskyldu sinni heima í Afganistan.
Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is
www.kalka.is
Hadia að sjá foss í fyrsta sinn.
//
V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M // 9

Á myndinni má sjá t.v. Tinnu Hrönn Einarsdóttur, sem fram kom í hlutverki fjallkonu 2023 og Kristínu E. Pálsdóttur sem fyrst kvenna kom fram í hlutverki fjallkonu í Grindavík við hátíðarhöld árið 1984.

Lýðveldinu fagnað í Grindavík

Þjóðhátíðardeginum var fagnað í Grindavík sl. laugardag en í ár eru 79 ár liðin frá stofnun lýðveldisins Íslands.

Hátíðarhöld í Grindavík hófust með hátíðarstund í Grindavíkurkirkju. Þar fluttu ávörp þær Ásrún Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík. Ásrúnu voru jafnréttismálin hugleikin en í máli hennar kom m.a. fram að lýðræði er alltaf samofið jafnrétti. Elínborg fjallaði m.a. um mikilvægi málfrelsis sem þjóðin þarf að höndla með virðingu, ábyrgð

Fjölmenni í skrúðgarðinum

Fjölmenni fagnaði á þjóðhátíðardegi Íslendinga í Reykjanesbæ en í skrúðgarðinum var hátíðardagskrá og skemmtidagskrá.

Dagskrá þjóðhátíðardagsins hófst með hátíðarguðþjónustu í Keflavíkurkirkju. Að henni lokinni fór skrúðganga undir stjórn skáta úr Heiðabúum og Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með hátíðarfánann í skrúðgarðinn í Keflavík. Það kom í hlut Sólveigar Þórðardóttur, ljósmyndara, að þjóðfánann að húni. Hefð er fyrir

því að Karlakór Keflavíkur syngur þjóðsönginn. Setningarræða dagsins var í höndum Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Valý Rós Hermannsdóttir, nýstúdent, var í hlutverki fjallkonu. Ræðu dagsins flutti svo Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, söngkennari, leikstjóri og stjórnandi.

Þegar formlegri hátíðardagskrá lauk tók svo skemmtidagskrá við í skrúðgarðinum. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.

og kærleika. Þá söng Kirkjukór Grindavíkur ættjarðarlög.

Frá árinu 1984 hefur fjallkona, tákngervingur Íslands, komið fram við hátíðarhöld í tilefni af 17. júní í Grindavík. Í ár var Tinna Hrönn Einarsdóttir í hlutverki fjallkonu Íslands. Hún er sú fertugasta til að klæðast búningnum.

Eftir hádegi var íbúum og gestum boðið í Kvikuna. Þar gátu börn hoppað í hoppuköstulum, farið á hestbak og fengið andlitsmálningu. Þá var boðið upp á kaffiveitingar í tilefni dagsins.

Þjóðhátíðardegi fagnað í Suðurnesjabæ

Íbúar Suðurnesjabæjar fögnuðu þjóðhátíðardeginum með hátíðar- og skemmtidagskrá við Sandgerðisskóla sl. laugardag.

Kynnar hátíðarinnar voru þær Sara Mist Atladóttir og Salóme Kristín Róbertsdóttir úr Ungmennaráði Suðurnesjabæjar. Fjallkonan var Kara Petra Aradóttir nýstúdent.

Magnús Stefánsson bæjarstjóri flutti hátíðarræðu, þar sem hann ræddi m.a. um Suðurnesjabæ, sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir.

„Ég vil nota þetta tækifæri til þess að minna okkur á að fyrir réttri viku síðan átti sveitarfélagið okkar Suðurnesjabær fimm ára afmæli. Sveitarfélagið tók til starfa þann 10. júní 2018 og þar með er 10. júní árlegur afmælisdagur

Suðurnesjabæjar. Með lýðræðislegum hætti, sem byggir í grunnin á ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins frá 17. júní 1944, tóku íbúar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs ákvörðun um sameiningu sveitarfélaganna í Suðurnesjabæ og var sú ákvörðun tekin með lýðræðislegri kosningu íbúanna. Á sama hátt ákváðu íbúarnir með lýðræðislegri kosningu hvað nýja sveitarfélagið skyldi heita og var niðurstaðan Suðurnesjabær. Ég óska íbúum Suðurnesjabæjar til hamingju með fimm ára afmæli sveitarfélagsins, þótt seint sé og við eigum að halda á lofti stofndegi sveitarfélagsins ár hvert, það er í lýðræðislegum anda og minnir okkur á hvernig við tökum ýmsar ákvarðanir með lýðræðislegum hætti.

Það mætti halda langa ræðu um það hvernig starfsemi Suðurnesjabæjar hefur þróast undanfarin

fimm ár, hvað gert hefur verið, hvernig íbúaþróun hefur verið o.s.frv., en við látum það bíða í bili. Hins vegar vil ég nefna hve íbúum Suðurnesjabæjar hefur fjölgað á þessum fimm árum og hve margir hafa valið þann kost að taka búsetu í okkar samfélagi.

Fyrir sameiningu 2018 voru íbúarnir samtals innan við 3.400, en um þessar mundir bíðum við spennt eftir því að íbúafjöldinn nái því að verða 4.000. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að bjóða alla sem hafa bæst í hóp íbúa sveitarfélagsins á undanförnum árum velkomin í okkar samfélag, með

von um að öllum líði vel í sveitarfélaginu og njóti þeirra lífsgæða og þjónustu sem sveitarfélagið stendur fyrir og býður upp á. Suðurnesjabær er sannarlega gott samfélag og fjölmörg tækifæri og möguleikar blasa við til jákvæðrar þróunar í náinni framtíð,“ sagði Magnús m.a. í ræðu sinni.

Þá lét hljómsveitin Payroll fyrir þjóðhátíðargesti í Suðurnesjabæ. Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki úr Suðurnesjabæ. Team Danskompaní sýndi Disneysyrpu frá keppnisliði Team Danskompaní. Leikhópurinn Lotta lauk svo deginum og flutti söngvasyrpu.

Kara Petra Aradóttir nýstúdent var fjallkonan í Suðurnesjabæ í ár. Hér er hún ásamt fulltrúum frá knattspyrnufélögunum Reyni og Víði. Setningarræða dagsins var í höndum Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, forseta bæjarstjórnar.
Myndasafn frá 17. júní á vf.is 10 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M
Ræðu dagsins flutti svo Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, söngkennari, leikstjóri og stjórnandi.

Reykjanesbæ

Sólveig Þórðardóttir fánahyllir á 17. júní

Sólveig Þórðardóttir, ljósmyndari, var fánahyllir við hátíðarhöld Reykjanesbæjar í skrúðgarðinum í tilefni 17. júní í ár. Sólveig er Keflvíkingur í húð og hár, gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann í Keflavík og síðar í Iðnskóla Suðurnesja. Hún hóf störf hjá Heimi Stígssyni ljósmyndara 1973, fór á námssamning hjá honum og útskrifaðist sem sveinn í ljósmyndun 1976 og síðar með Meistarabréf sem meistari í ljósmyndun.

Árið 1982 stofnaði Sólveig eigin ljósmyndastofu, Nýmynd, og hóf rekstur hennar í Ásbergshúsinu að Hafnargötu 26. Frá árinu 2004 var Nýmynd starfrækt í eigin húsnæði að Iðavöllum 7. Kjörorð Nýmyndar var „Myndatökur við allra hæfi“.

Í árslok 2022 hætti Nýmynd starfsemi og lét Sólveig jafnframt af störfum. Sólveig hefur því starfað við ljósmyndun í rúm 51 ár og rekið eigið félag Nýmynd með sömu kennitölu í 40 ár.

Við starfslok ákvað Sólveig að afhenda Byggðasafni Reykjanesbæjar filmusafn Nýmyndar að gjöf

og af því tilefni var látlaus móttaka í DUUS-Safnahúsum þar sem Sólveig og Eva Kristín Dal, forstöðumaður Byggðasafnsins, undirrituðu samkomulag þessa efnis. Filmusafnið spannar árin 1982 til 2009 en síðan þá er myndasafnið stafrænt. Myndirnar úr filmusafninu eru úr u.þ.b. 10.000 tökum

og má leiða líkur að því að fjöldi mynda sé um 300.000 talsins. „Myndirnar eru einstök heimild um íbúa Reykjaness síðastliðna áratugi og er það heiður fyrir sveitarfélagið og Byggðasafnið að fá það hlutverk að varðveita þær fyrir komandi kynslóðir,“ sagði bæjarstjórinn.

Störf í boði

hjá Reykjanesbæ

Akurskóli | Kennari, sérkennari þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérfræðingur óskast Bókasafn Reykjanesbæjar | Sérfræðingur Heilsuleikskólinn Heiðarsel | Leikskólakennari

Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, neyðarheimili Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, persónulegur ráðgjafi Velferðarsvið | Barnaverndarþjónusta, stuðningsfjölskyldur Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

skrúðgarðinum í
V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M // 11
Sólveig ánægð með nafnið sitt í skrúðgarðinum.

Mikilvægt að sveitarfélögin fylgi stafrænni þróun

n Ný ábendingagátt Reykjanesbæjar hentar öllum snjalltækjum.

„Mikilvægt er að taka öllum ábendingum fagnandi, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og horfa á þær sem tækifæri til úrbóta. Reykjanesbær hefur unnið hörðum höndum að því seinustu mánuði við að finna leiðir til þess að einfalda ábendingagáttina hjá sveitarfélaginu og er því ánægjulegt að þetta skref hafi verið tekið. Tekið er fagnandi á móti öllum ábendingum,“ segir Aðalheiður J. Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar en nýlega var opnuð stafræn ábendingagátt á vef Reykjanesbæjar.

Um er að ræða eina einingu í gæðakerfi sveitarfélagsins sem hefur verið í innleiðingu seinustu

ár. Gæðakerfi Reykjanesbæjar er CCQ frá Origo. Í frétt frá Reykjanesbæ kemur fram að ein af frumskyldum sveitarfélaga sé að veita þjónustu við íbúana og í nútímasamfélagi hefur framsetning á þjónustunni breyst töluvert. Stafræn þróun hefur verið hröð seinustu ár og hafa stofnanir og

fyrirtæki þurft að bregðast hratt

við og eru sveitarfélög þar engin undantekning. Þar á meðal má

nefna framsetningu á því hvernig

íbúar og aðrir einstaklingar geta sent inn ábendingu. Íbúar verða

að geta sent inn ábendingar um

það sem betur má fara og hrósað

því sem vel gengur og þannig haft

áhrif á samfélagið sitt. Það er þó ekki aðeins mikilvægt að vera með gott aðgengi að ábendingagátt, öflug og örugg úrvinnsla er einnig mikilvæg.

Ábendingagáttin er notendavænni en fyrri lausnir og auðveldari úrlausnar fyrir starfsfólk.

Ný ábendingagátt hentar öllum snjalltækjum og er því ekkert mál að grípa símann og senda ábendingu með einföldum hætti. Hægt er að senda myndir með ábendingunni og möguleiki er að senda staðsetningu á korti ef það á við.

Öflugt bakendakerfi gerir það að verkum að starfsfólk getur brugðist hratt við ábendingum og komið

þeim í réttan farveg. Kerfið sýnir

einnig hvar ábendingin er stödd innan stjórnsýslunnar sem gerir eftirfylgni markvissari en áður en mikilvægt er að gott gagnsæi sé í stjórnsýslunni. „Með virkri ábendingagátt er Reykjanesbær að bjóða upp á virkt samtal um málefni líðandi stundar og örugga úrvinnslu á þeim. „Reykjanesbær er að sýna frábært fordæmi með því hugarfari starfsfólks að bjóða ábendingar velkomnar,“ segir Maria Hedman, vörustjóri CCQ hjá Origo.

Ferðalagasumarið mikla hjá Jóni Garðari

Jón Garðar er 17 ára nemi úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón

Hvað einkennir íslenskt sumar?

Einstefnugata eða stefna í báðar áttir?

Jasmina Vajzović Crnac Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda.

Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það.

Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitssemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum.

Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu.

Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú, til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og

lengi má áfram telja. Við verðum að skilja að allir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur í báðar áttir.

Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófa nýja leiðir. Ef

hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim?

Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið að taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp í og byggt mitt líf að ég lifi (undarlega) góðu lífi. Það góðu lífi að hvorki Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki minn, vinir og fjölskylda eru fyrir vikið mun sterkari einstaklingar, víðsýnni, því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningarsamfélagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsýn fyrir vikið.

Minningarorð um Árna Johnsen og bátasafnið

Fallinn er frá góðvinur minn

Árni Johnsen en hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann

6. júní síðastliðinn. Kynni okkar Árna hófust eftir að ég gerðist félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur. Árni var fastagestur hjá okkur á kútmagakvöldum og var ávallt aufúsugestur. Seinna stofnuðum við bátafélagið sem hafði þann tilgang að koma upp bátasafni Gríms Karlssonar.

Árni og Grímur voru miklir mátar og með stofnun bátafélagsins var hafist handa við að koma öllum bátalíkönum sem

Grímur hafði smíðað undir eitt þak. Ég get fullyrt að með samvinnu okkar í bátafélaginu og hjálp Valgerðar sem réð ríkjum í Duus húsum tókst okkur, mest með hjálp Árna, að koma upp safninu. Með aðstoð frá fjárveitinganefnd Alþingis sem Árni hafði milligöngu um tókst okkur oftar en ekki að auka við flotann í safninu.

Ég kveð þennan góða vin og votta aðstandendum samúð. Hafsteinn Guðnason.

Garðar hefur verið að vinna í Sambíóunum í Keflavík í vetur og segist hann ætla að halda því áfram út sumarið. Það sem Jóni finnst einkenna gott íslenskt sumar eru útilegur og að ferðast bæði utan- sem innanlands og ætlar hann svo sannarlega að gera það í allt sumar.

Aldur og búseta?

Ég er 17 ára og bý í InnriNjarðvík.

Starf eða nemi?

Er á Viðskipta- og hagfræðibraut í FS og er vaktstjóri í Sambíóunum í Keflavík.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?

Bara nokkuð kósý. Búinn að fara tvisvar til útlanda og einnig upp í bústað með fjölskyldu og vinum.

Hvar verður þú að vinna í sumar?

Ég verð í bíóinu í sunar en svo verð ég einnig að spasla og mála húsið.

Hvernig á að verja sumarfríinu?

Í sumar ætla ég að ferðast mikið bæði til útlanda og innanlands. Ég ætla líka að sinna áhugamálinu og fara á marga fótboltaleiki. Annars bara go with the flow og taka öllum tækifærum sem mér eru gefin.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?

Ég er búin að fara til Englands og Spánar og á eftir að fara til Tenerife. Ég ætla upp í bústað og fleiri ferðalög hérlendis.

Eftirlætis staður á Íslandi?

The city of joy. Alltaf geggjað veður þegar maður fer til Akureyrar á sumrin.

Rigning og fótboltaleikir. Áhugamál þín? Ég stunda fótbolta af krafti og er það þá fótbolti en líka það ferðast með geggjuðu fólki eins og vinum og fjölskyldu.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin? Fara í útileigur með fjöllunni eða vinum.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?

Pæling að vera upp í bústað en fara svo dagsferð á laugardeginum til Eyja en ekkert staðfest ennþá.

Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling? Íslensk sumartónlist. Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati? Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?

Klárlega útihátiðirnar, ekkert sem toppar þær.

En versta? Þegar það er ömurlegt veður á útihátíðunum.

Uppáhalds grillmatur?

Klassískt

lambalæri er í miklu uppáhaldi á sumrin, Sumardrykkurinn í ár?

Fanta Lemon, sérstaklega þegar það er sól.

Spasla og mála húsið
12 // V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M
Maria Hedman, vörustjóri CCQ hjá Origo, og Aðalheiður J. Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar.

Sjáðu yfir 440 þætti á vf.is

Jón hrútur og

Aron frístundabóndi

Magnús Guðmundsson og draumfarir sjómanna

Stærsti hraðhleðslugarður landsins á Aðaltorgi

Burtfarartónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Stinningskaldi í Grindavík

Barnavöruleiga fyrir ferðafólk Landhelgisgæslan í Njarðvíkurhöfn

Hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar

Þökkum eftirtöldum bakhjörlum fyrir stuðninginn við Suðurnesjamagasín

sport

Ætli ég sé ekki best

– segir Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, leikmaður meistaraflokks Keflavíkur í Bestu deild kvenna, en hún er ein af leikreyndari mönnum liðsins. Sigurrós er uppalin Keflvíkingur og hefur leikið 182 meistaraflokksleiki með Keflavík í deildarkeppnum, bikarkeppnum og Faxaflóamótum. Skráðir leikir eru reyndar orðnir 247 en Sigurrós lék um tíma með Þrótti Reykjavík og Haukum. Fyrstu skrefin með meistaraflokki tók Sigurrós þegar hún lék seinni hálfleik í sigri Keflavíkur á ÍBV í Lengjubikarnum þann 18. apríl 2009. Víkurfréttir ræddu við Sigurrós um tímabilið og ferilinn.

Keflavík hefur verið að finna taktinn í síðustu leikjum og situr nú í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna, Keflavík er jafnt Stjörnunni að stigum sem er í því sjötta. Eftir sigur á Þór/KA í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar komst liðið í fyrsta sinn síðan 2008 í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Keflavík tapaði hins vegar naumlega fyrir Stjörnunni (0:1) þegar liðin áttust við á HS Orkuvellinum síðasta föstudag.

Stefni á að taka skrefið upp á við „Tilfinningin fyrir tímabilinu er mjög góð,“ segir Sigurrós í upphafi viðtals. „Við erum að fóta okkur. Það var smá hökt á okkur í byrjun en við erum að ná að pússa okkur saman, það er kominn meiri stöðugleiki hjá okkur. Við sjáum að mótið er galopið, við getum unnið hvaða lið sem er og tapað fyrir hvaða liði sem er. Þetta tímabil er bara undir okkur sjálfum komið.“

Var ekki svolítið svekkjandi að detta út úr bikarnum?

„Jú, það var mjög svekkjandi. Líka hvernig leikurinn spilaðist. Heppnin var allavega ekki með okkur í þessum leik, þetta var svolítið þannig.“

Þá er bara hægt að einbeita sé að deildinni, er það ekki þetta klassíska?

„Jú, það er bara næsti leikur –á móti Val á miðvikudaginn. Það

verður hörkuleikur, heimaleikur. Við tökum þær hérna á grasinu, við viljum alltaf þrjú stig hérna heima,“ segir hún en Valur situr í efsta sæti Bestu deildar kvenna og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu.

Sigurrós segir að takmarkið á tímabilinu sé að skila betri árangri en undanfarið með liðinu. „Taka skrefið upp á við. Ég held að þetta sé að smella hjá okkur, að við séum að átta okkur á hvað við getum, hverjir eru okkar styrkleikar.

Við höfum verið að prófa leikmenn í nýjum stöðum, eins og Anita [Lind Daníelsdóttir] hefur

ÍÞRÓTTIR

verið að standa sig frábærlega í hafsentinum. Manni hefði aldrei dottið til hugar að setja hana í þá stöðu en ég held að þetta sé hennar staða. Hún er algjör klettur í vörninni og með þennan fót kemur hún boltanum hátt á völlinn þegar þess þarf.“

Sorglega fáir mæta á leiki

Það hefði nú verið gaman að sjá fleiri á vellinum en það voru alveg sorglega fáir sem mættu á leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

„Já, sérstaklega af því að mér finnst þetta hafa verið sérstakur áfangi hjá okkur. Miðað við hvað það er langt síðan að við höfum náð að komast í átta liða úrslitin. Keflavík var að reyna ýmislegt til að hvetja fólk til að fjölmenna, það voru einhver happdrætti og svona, en maður er mjög þakklátur

þeim sem komu. Samt smá svekkelsi, maður hefði viljað fá fleiri í stúkuna.“

Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri og eins og Sigurrós bendir á þá reyndi knattspyrnudeildin fá fólk til að fjölmenna og styðja við bakið á liðinu en aðeins 72 mættu á leikinn samkvæmt skýrslu.

„Maður veit eiginlega ekki hvað þarf að gera, hver ástæðan er fyrir þessum fjölda. Er þetta orðið of aðgengilegt annarsstaðar og fólk þar af leiðandi latara við að koma á vellina – en svo sér maður önnur lið fylla sínar stúkur. Þannig að maður spyr sig.“

Þú ert nú búin að vera lengi í boltanum, ertu ekki með þeim leikreyndari í hópnum?

„Jú, maður er allavega með þeim elstu.“ Nú hlær Sigurrós. „Þannig að maður hefur einhverja reynslu. Ég byrjaði ung í þessu svo einhver reynsla hefur safnast upp.“ Sigurrós er uppalin í Keflavík og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins sextán ára gömul. Hún lék svo með Þrótti í Reykjavík og Haukum um tíma en sneri aftur til Keflavíkur fyrir tímabilið 2020. „Ég er náttúrlega bara Keflvíkingur en maður þurfti að skreppa annað. Það var einmitt Jóna [Guðrún Jóna Kristjánsdóttir], aðstoðarþjálfarinn okkar, sem fékk mig yfir í Þrótt á sínum tíma. Þá vorum við þjálfaralausar og kvennaboltinn lá svolítið niðri hjá okkur í Keflavík og ég nennti ekkert að bíða endalaust eftir nýjum þjálfara þegar mér bauðst að fara annað. Mig langaði að halda áfram og vissi ekki alveg hvernig framtíðin var í Keflavík á þeim tíma.“

Það hefur nú verið gerð bragarbót á þeim málum hjá Keflavík.

„Já, þetta eru þvílíkar framfarir – en maður verður að passa sig á að staldra ekki við heldur.

Það er ýmislegt sem þarf að bæta í kvennaboltanum á Íslandi í dag en þetta eru miklar framfarir miðað við hvernig þetta var. Þetta er bara allt annað, svart og hvítt.“

Þá vorum við þjálfaralausar og kvennaboltinn lá svolítið niðri hjá okkur í Keflavík og ég nennti ekkert að bíða endalaust eftir nýjum þjálfara þegar mér bauðst að fara annað ...

247 leikir í meistaraflokki, þar af 182 með Keflavík. Það fjölgar leikjunum hjá þér.

„Þeir væru nú orðnir talsvert fleiri en ég lenti í meiðslum á yngri árunum. Maður var svolítið óheppin þá og missti þar af leiðandi út nokkuð af leikjum. Ég hef alveg verið laus við meiðsli í seinni tíð – þetta kemur víst með aldrinum segja þeir. Þetta er hluti af reynslunni, maður lærir betur á líkamann á sér og veit betur hvað hann þarf. Þá minnka meiðslin.“

Sigurrós getur leyst flestar stöður á vellinum en hún leikur núna á miðjunni með Keflavík.

„Ég var að leysa af í bakverðinum á síðasta ári og hef aðeins verið að spila þá stöðu eftir að ég ökklabrotnaði á sínum tíma. Þá var ég í brasi að nota hægri fótinn og mér var hent í vinstri bakvörðinn þannig að ég þyrfti ekki að nota hægri fótinn þegar ég var að spila hjá Þrótti. Ég festist svolítið í bakverðinum en get leyst hinar og þessar stöður. Ég spilaði á kantinum líka á síðasta tímabili, varnarsinnaður kantmaður – en svona í grunninn er ég miðjumaður vil ég meina.“

Hver er skemmtilegasta staðan?

„Það er á miðjunni. Þar er mesti „fætingurinn“ og ætli ég sé ekki best geymd þar,“ sagði baráttuhundurinn Sigurrós að lokum.

geymd á miðjunni – þar er mesti „fætingurinn“
Sigurrós á hér í baráttu við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, fyrirliða Stjörnunnar, í bikarleiknum um síðustu helgi. VF/JPK Sigurrós búin að vinna boltann í leiknum við Þór/KA þegar Keflavík tryggði sér sæti í átta liða úrslitum. VF/JPK Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

VÍGALEG MEÐ GRÍMU

Fyrirliði Keflavíkur í meistaraflokki kvenna, Kristrún Ýr Holm, var ansi vígaleg þegar Keflvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna en leiknum lauk með 1:0 sigri Stjörnunnar. Kristrún skartaði grímu í leiknum en hún þurfti að fara af velli í lok leiks Keflavíkur og ÍBV í Bestu deild kvenna eftir að hafa fengið boltann í andlitið. Kristrún nefbrotnaði við höggið en hún lætur „smá“ nefbrot ekki halda sér frá því að taka fullan þátt í baráttunni með Keflavík.

Eitt vinsælasta fjallahjólamótið

n Blue Lagoon Challenge haldið í 27. skiptið

Knattspyrnumolar

Reimar á sig knattspyrnuskóna

Maciej Baginski, körfuknattleiksmaður með Njarðvík, hefur söðlað um og endurvakið knattspyrnuferilinn en í síðustu viku gekk hann til liðs við Hafnir sem leikur í 5. deild karla. Baginski er ekki með skráðan knattspyrnuleik á sig frá því í fjórða flokki Njarðvíkur árið 2008 svo Víkurfréttir slógu á þráðinn til Maciej og spurðu hann hvort hann væri að endurvekja ferilinn og byrjaður í fótbolta.

„Byrjaður og ekki byrjaður, ég er bara að sprikla með vinum mínum. Ég hef spilað fótbolta á hverju sumri með vinahópi en ekkert skipulagt, það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri fyrir utan körfuna,“ svarar Maciej og segist spila fótbolta til að halda sér í formi yfir sumartímann.

Sleppurðu í liðið hjá Höfnum?

„Það fer held ég að fari bara eftir því hversu mikið ég æfi. Ef ég næ nokkrum samfelldum æfingum þá

held ég að ég geti spilað einhverja leiki með þeim. Kannski spila ég einn eða tvo leiki í sumar, hver veit?“

Hjá Höfnum hittir Maciej fyrir annan körfuknattleiksmann, Jón Arnór Sverrissonar sem leikur með Þrótti Vogum en Þróttarar unnu 2. deild í körfuknattleik með yfirburðum á síðasta tímabili. Fjölhæfir leikmenn þar á ferð.

Hafnir sitja í þriðja sæti A-riðils 5. deildar með tíu stig eftir sex leiki.

Austanmenn reyndust orkumeiri í seinni hálfleik og skoruðu tvívegis (63’ og 76’) og tryggðu sér 3:1 sigur.

Þróttur situr í fjórða sæti 2. deildar með fjórtán stig, eins og KFA sem er sæti ofar.

Síðastliðinn laugardag var Blue Lagoon Challenge haldið í 27. skiptið. Á þriðja hundrað hjólreiðakappar tóku þátt en mótið er eitt vinsælasta fjallahjólamót landsins. Bláa lónið er aðalstyrktaraðili mótsins og bauð öllum þátttakendum upp á kjötsúpu og í lónið að móti loknu auk þess sem allir keppnendur voru verðlaunaðir með húðvörum Bláa lónsins. Þátttökugjald Blue Lagoon Challenge rennur til barna- og unglingastarfs Hjólreiðafélags Reykjavíkur og er mikilvægur liður í því að efla enn frekar ungt og upprennandi hjólreiðafólk.

Grindvíkingar unnu glæstan sigur

á efsta liði Lengjudeildar kvenna þegar HK mætti á Stakkavíkurvöll í síðustu viku, úrslitin 5:3 fyrir

Grindavík. Grindvíkingar eru komnar í fimmta sæti deildarinnar en þær unnu Gróttu, liðið í þriðja efsta sæti, í þarsíðustu umferð.

Lengjudeild karla

Grindavík og Njarðvík töpuðu bæði sínum leikjum í síðustu viku.

Grindavík tapaði naumlega fyrir

Fjölni (0:1) en Njarðvík steinlá fyrir Aftureldingu (7:2).

2. deild karla:

Þróttur tapaði óvænt þegar liðið lék gegn Hetti/Huginn á Egilsstöðum um helgina. Þróttur komst yfir á 9. mínútu en Höttur/Huginn jafnaði leikinn skömmu fyrir leikhlé (44’).

Kári Sigfússon skoraði mark Þróttar og er kominn með fimm mörk í deildinni.

3. deild karla: Eftir góða byrjun í 3. deild karla í knattspyrnu hefur Víðismönnum aðeins fatast flugið í síðustu leikjum, eða allt frá því að þeir höfðu sigur í nágrannaslagnum við Reyni. Víðir tók á móti botnliði ÍH um helgina og byrjunin lofaði ekki góðu, gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu og leiddu (0:1) í hálfleik.

Sveinn Þór, þjálfari Víðismanna, hefur látið sína menn fá að heyra það í hálfleik – og það bar árangur.

Sveini Þór Steingrímssyni , þjálfara Víðis, leist ekki á blikuna og skipti fjórum leikmönnum inn á í hálfleik sem skilaði árangri. Ísak John Ævarsson jafnaði leikinn á 67. mínútu og bætti um betur þegar hann skoraði sigurmarkið (78') og tryggði Víði sigurinn.

Reynismenn gerði markalaust jafntefli Kormák/Hvöt en Reynir hafði unnið alla sína leiki frá tapinu fyrir Víði. Reynir situr í öðru sæti með sextán stig. Víðir er með jafn mörg stig en lakara markahlutfall í þriðja sæti. Árbær leiðir 3. deild með sautján stig svo baráttan á toppnum er jöfn og spennandi.

„Stemmningin var einstök í mótinu og gleðin skein úr hverju andliti að keppni lokinni. Mjög fjölbreyttur hópur tók þátt en mismunandi vegalengdir voru í boði; 60 km leið, 30 km leið og líkt og í fyrra var einnig var boðið upp á rafhjólaflokk. Að keppni lokinni sameinuðumst allir í Bláa lóninu þar sem átökin liðu úr keppendum.

Það er áskorun en ekki síður afrek að ljúka keppni en 60 kílómetra leiðin lá frá Völlunum í Hafnarfirði, um Djúpavatnsleið að Svartsengi í Grindavík og 30 kílómetra leiðin hófst við Krýsuvíkurkirkju og endaði á sama stað, við Bláa lónið,“ segir Þórdís Einarsdóttir, formaður HFR og mótsstjóri Blue Lagoon Challenge.

Í fyrsta sæti í karlaflokki, af þeim sem fóru 60 km, var Ingvar Ómarsson á tímanum 1:50:52 og í kvennaflokki var það Hafdís Sigurðardóttir sem bar sigur af hólmi á tímanum 2:15:30. Í 30 km vegalengdinni var það Hjalti Böðvarsson sem sigraði karlaflokkinn á tímanum 1:30:56 og Anna Gína Aagestad sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 1:40:13.

„Það er fátt betra en að taka á móti þátttakendum og smitast af gleði þeirra þegar þau koma yfir marklínuna og breytir þá engu hvort keppendur ná verðlaunasæti eða ekki, áfanginn er alltaf jafn einstakur. Það eru forréttindi að fá að upplifa stemmninguna í kringum þrautina sem og sjá hversu mikilvægu hlutverki þátttökugjald keppninnar gegnir í unglingastarfi Hjólreiðafélags Reykjavíkur en félagið hefur verið uppeldisfélag margra bestu hjólreiðamanna landsins.

Leiðin er malbikuð að hluta en einnig fer hún um grófan malarveg, um moldarslóða og sand. Heildarhækkun á leiðinni, ef farið er 60 km leið, er um 600 metrar og þar munar mest um Ísólfskálabrekkuna. Þegar þangað er komið er um 40 km lokið og því farið að síga í hjá allflestum.

Ég er einstaklega þakklát Bláa lóninu, keppendum og öllum öðrum sem komu beint eða óbeint að skipulagningu verkefnisins sem og okkar frábæru sjálfboðaliðum sem stóðu vaktina á laugardaginn.

Án þeirra væri verður svona verkefni aldrei að veruleika.“ sagði Þórdís að lokum.

Kristrún brosti bara og sýndi þumalinn eftir nefbrotið. VF/JPK Lengjudeild kvenna
V íku RFRÉ tti R á S uðu R n ES ju M // 15
Sigríður Emma F. Jónsdóttir og Ariana Lynn Veland skoruðu gegn HK.

Til hamingju með daginn Þórunn

Það er komið að sumarsólstöðum, þegar sól er hæst á himni og dagur allan sólarhringinn. Þessi dagur 21. júní hefur sérstakt gildi fyrir mig, dagur gleði og hamingju. Þennan dag fyrir tuttugu og fimm árum hitti ég núverandi eiginkonu mína fyrst, í Jónsmessugangu á Fimmvörðuhálsi og kvæntist henni sama dag fyrir sautján árum síðan.

Ég hafði gaman að því að ferðast, en lagði ekki neitt sérstaklega mikið upp úr nestinu í gönguferðum, rúsinur, hnetur og kannski ein samloka var fínt fyrir mig. Ég verð að viðurkenna að ég tók fljótlega eftir konu í stórum hóp

göngumanna, þar sem hún hljóp áfram eins hind, fagurlega sköpuð og greinilega í góðu formi, en var öllum lokið í nestishléi á miðjum Fimmvörðuhálsi þegar hún tók fram nestisboxið. Þar var allt þrælskipulagt og hver brauðsneið listilega vel smurð eins flott og gerist á fínustu veitingastöðum. Fikraði mig nær henni í von um brauðmoli félli úr nestisboxinu, og síðan hefur hún ekki losnað við mig.

Sumarsólstöður eru þannig tími breytinga hjá mér, skemmtilegra breytinga með allskonar áskorunum. Þannig er það líka núna, nýtt skeið er hafið á ævinni. Tímin

til að lifa og njóta, setjast í helgan stein eins sagt er. Framundan eru flutningar í sveitinna þar sem við höfum komið upp sumarhúsi í litlum skógi við Áshildarmýri þar sem fyrsti mótmælafundur á Íslandi fór fram. Árið 1496 söfnuðust djarfir bændur úr Árnesþingi þar saman til að mótmæla ánauð og kúgun danskra yfirvalda og kröfðust umbóta í stjórn landsins. Það fer vel á að barnabarnabarn síðasta danska landshöfðingjans skuli setjast að á þeim stað, og skammast sin hæfilega. En þessi lokaorð áttu að fjalla um sumarsólstöður, sólina og

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

sumarið, ástina og lífið. Ég ætla að leyfa mér að ljúka honum á þann hátt, í krafti þess að eiga lokaorðið sem enginn má mótmæla. Til hamingju með daginn Þórunn, framtíðin er okkar.

Bæjarnafnið að vefjast fyrir skemmtikröftum

Hjólakappar BMX BRÓS

skemmtu fólki á öllum aldri með hjólaæfingum í skrúðgarðinum

á þjóðhátíðardaginn. Kapparnir hófu skemmtunina með því að reyna að rífa upp stemmninguna hjá Keflvíkingum og hrópuðu „Keflavík!“ í nokkur skipti. Þetta fór ekki alveg nógu vel í alla og

Rukkar bæjarstjórinn ekki örugglega stimpilgjöld?

Eins og austur-þýskur landamæravörður Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur vakið athygli og kátínu undarfarið við undirritun samninga. Það fer nefnilega ekki framhjá neinum þegar Kjartan Már bæjarstjóri staðfestir undirskrift sína með stimpli bæjarins. Fjöldi fólks tók þátt í að undirrita samninga um Fab Lab eða tæknismiðju í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þögnin við undirritunina var þó rofin nokkuð reglulega með háværu stimpilhljóði bæjarstjórans. Tveir ráðherrar voru við undirritunina og dáðust að voldugum stimpli Reykjanesbæjar. Kjartan bæjarstjóri sagði græjuna svo sannarlega vera stöðutákn en sagði jafnframt að

hann hafi einnig fengið á sig það orð að vera eins og austur-þýskur landamæravörður þegar hávær stimpilhljóðin glymja. Hægt er að sjá og heyra í stimplinum í rafrænni útgáfu Víkurfrétta.

Ráðherra tíður gestur í spaghetti og pizzur Í öðrum fréttum frá undirritun samninga um tæknismiðjuna, sem fram

fór á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafði á orði að hann hafi í gegnum tíðina verið tíður gestur í salnum en á allt öðrum forsendum. Þangað hafi hann oft komið sem foreldri á Nettómótinu í körfubolta með börnum sínum til að fá spaghetti og pizzur.

því var hvíslað í eyra eins hjólakappans „Þið eruð í Reykjanesbæ“. Eitthvað hefur hvíslið ekki borist rétt alla leið því það sem eftir lifði skemmtunarinnar voru íbúar í Suðurnesjabæ ávarpaðir ítrekað.

Nú vantar hringtorg

Umferðarþungi á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabrautar í Njarðvík er alltaf að aukast. Á þessu mikla umferðarhorni hefur verið ÓB-stöð í áraraðir en nú hefur verið bætt um betur og þar opnuð vegasjoppa með öllu. Þá liggur fyrir að í nánustu framtíð opnar BYKO þar skammt frá og líkamsræktarstöð World Class. Vinstri beygja af Fitjabraut inn á Njarðarbraut er áskorun og þá þarf að koma gangandi umferð yfir Njarðarbrautina á þessum slóðum. Það ætti því að vera næst á dagskrá að koma fyrir hringtorgi á þessu horni eða leysa vandann með umferðarljósum.

Epoxy Gólf leitar af starfsmanni með þekkingu á múriðn. Unnið er með epoxy, flotefni, polyurethane og microsement. Góð laun í boði.

Starfslýsing:

n Gólflagnir með tveggjaþátta efni

n Flotun gólfa

n Lögn á Microsementi

n Múrviðgerðir

Kröfur um:

n Stundvísi

n Sjálfstæði

n Metnaðarsemi

n Reglusemi

n Sveigjanleiki

n Jákvæðni

n Með ökuréttindi

Tekið skal fram að unnið er töluvert úti á landi. Áhugasamir sendi tölvupóst á epoxygolf@epoxygolf.is eða hafi samband í síma 519-8970.

Epoxy Gólf is looking for an employee to do flooring work. Working with both epoxy, self-levelling cement, polyurethane and microcement.

Job description:

n Flooring with two-component materials

n Putting down self-levelling underlayment

n Applying microcement

n Concrete repairs

Requirements for:

n Punctuality

n Independence

n Ambition

n Orderliness

n Flexibility

n Positivity

n With drivers license

It should be noted that work is also done in the country side. Interested send email to epoxygolf@epoxygolf.is or call 519-8970.

Mundi
Kjartan Már með austur-þýska landamætastimpilinn. Áslaug Arna brosir yfir græjunni.
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.