www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Víkurfréttir 19. tbl. 44. árg.

Page 1

100 ára Gunnar umvafinn

ást

Gunnar Jónsson fagnaði 100 ára afmæli um nýliðna helgi. Hann er einn sex núlifandi Suðurnesjamanna sem eru 100 ára eða eldri og það má fullyrða hér að sú staða hafi ekki komið upp áður hér suður með sjó. Á myndinni að ofan er Gunnar með dætrum sínum í afmælisfagnaðinum sem fram fór á Nesvöllum. Á myndinni eru f.v.: Kolbrún Jenný, Sigríður, Hulda Sigurbjörg, Gunnar, Jóhanna Helga og Lovísa Steinunn. Fleiri myndir úr afmælinu eru í blaðinu í dag. Þá verður sýnt frá afmælinu í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta í næstu viku. VF/pket

n Íþróttahús og sundlaug Stapaskóla í Reykjanesbæ:

Framkvæmdir eru töluvert á eftir áætlun

Framkvæmdir við annan áfanga Stapaskóla, fullbúið íþróttahús með áhorfendasvæði sem tekur 1.100 manns í sæti og 25 metra innilaug ásamt útisvæði með heitum pottum, eru töluvert á eftir áætlun. Reykjanesbær og Íslenskir aðalverktakar undirrituðu samning um verkið í september árið 2021.

Fullkláraður mun þessi áfangi kosta rúma 2,4 milljarða króna en tilboð Íslenskra aðalverktaka hljóðaði upp á 92% af kostnaðaráætlun, sagði í frétt um samningana á sínum tíma.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykja­

Síða 14

Katla Rún svekkt eftir tímabilið Agnar og ættfræðin

Síða 11

nesbæjar, segir verkið töluvert á eftir áætlun en að samkvæmt nýuppfærðri verkáætlun verktaka sé stefnt á að taka húsnæðið í notkun í ágúst. „Það verður mjög hæpið en á meðan við höfum ekki annað frá verktakanum þá verðum við að trúa því,“ segir hann. Nú nýverið var íþróttasalnum lokað og þá getur innivinna hafist þar fljótlega.

Með byggingu annars áfanga Stapaskóla fær skólinn ekki aðeins vel búna aðstöðu til íþróttakennslu heldur mun byggingin einnig stórbæta aðstöðu til almennrar íþróttaiðkunar og með tengingu við bókasafnið þjóna íbúum bæjarins sem einskonar hverfismiðstöð.

16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Svona er umhorfs um þessar mundir við Stapaskóla. Myndin vat tekin um síðustu mánaðamót. Búið er að loka íþróttahúsinu en þak er ekki ennþá komið á sundlaugarmannvirkið. VF/Hilmar Bragi
11.–14. maí 50% appsláttur Miðvikudagur 10. Maí 2023 // 19. tbl. // 44. árg.

Hilmar Pétursson látinn

Hilmar Pétursson, fasteignasali og bæjarfulltrúi í Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu á Nesvöllum í Reykjanesbæ 2. maí síðastliðinn, 96 ára gamall.

Hilmar fæddist á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 1926 og var elstur fimm systkina. Hann sótti sína fyrstu skólagöngu í Skagafirði og fór svo í Héraðsskólann á Laugarvatni, eldri deild, áður en hann sótti nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík sem hann lauk árið 1947.

Hilmar vann í vegavinnu og á sjó sem ungur maður. Hann flutti til Keflavíkur og varð skrifstofumaður hjá Keflavíkurbæ 1948 og síðar bæjargjaldkeri árið 1953. Hann var skattstjóri í Keflavík í sex ár, 1956 til 1962. Hann stofnaði Fasteignasöluna og rak hana með Bjarna F. Halldórssyni árin 1963 til 1989 en næsta áratuginn á eftir með Ásdísi eiginkonu sinni þar til hann hætti störfum 1999. Hilmar vann lengi samhliða við bókhald og skattframtalsaðstoð og

hætti því ekki fyrr en árið 2009.

Hilmar var duglegur félagsmálamaður í Keflavík. Á tuttugu árum í bæjarstjórn Keflavíkur, þar sem hann var oddviti Framsóknarflokksins í sextán ár, var hann formaður bæjarráðs 1974 til 1984. Hann var heiðursfélagi í Málfundafélaginu Faxa, var stofnfélagi og síðar formaður í Lionsklúbbi Keflavíkur og stofnfélagi og síðar yfirmeistari í Oddfellowstúkunni Nirði.

Hilmar og Ásdís Jónsdóttir kona hans eignuðust tvo syni, Jón Bjarna sem lést 2007 og

Pétur Kristinn. Hilmar var dyggur viðskiptavinur Víkurfrétta með Fasteignasöluna og er eftirlifandi ættingjum hans sendar samúðarkveðjur. Útför Hilmars fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí kl. 13. Útförinni verður streymt.

https://www.facebook.com/ groups/hilmarpeturs

Efnahagur Suðurnesjabæjar er traustur

n Handbært fé 661,6 milljónir króna í árslok 2022

Ársreikningur Suðurnesjabæjar fyrir árið 2022 var samþykktur samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þegar síðari umræða um reikninginn fór fram. Bæjarstjórn telur rekstrarafkomu ársins mjög viðunandi miðað við aðstæður og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þeirra framlag í rekstri og starfsemi sveitarfélagsins við krefjandi aðstæður. Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2022 ber með sér að efnahagur sveitarfélagsins er traustur sem skapar forsendur fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða og þjónustu við íbúa næstu misseri og ár. Auknar tekjur komu helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum.

Heildartekjur A hluta bæjarsjóðs voru kr. 5.173,1 milljónir en í samanteknum reikningi A og B hluta kr. 5.450,7 milljónir. Heildargjöld A hluta voru kr. 4.676 milljónir og í samanteknum reikningi

A og B hluta kr. 4.808,1 milljónir. Rekstrarafkoma fyrir afskriftir var kr. 497,2 milljónir í A hluta en kr. 642,6 milljónir í samanteknum reikningi A og B hluta. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð að fjárhæð kr. 19,9 milljónir, rekstrarniðurstaða í samanteknum reikningi A og B hluta er neikvæð um kr. 34,3 milljónir. Heildareignir í samanteknum reikningi A og B hluta eru kr. 9.843,5 milljónir. Heildar skuldir og skuldbindingar eru kr. 5.616,5 milljónir. Lífeyrisskuldbinding hækkar frá fyrra ári og er kr. 1.264,4 milljónir í árslok 2022.

Langtímaskuldir við lánastofnanir eru kr. 3.438,5 milljónir og næsta árs afborganir langtímalána verða kr. 250,5 milljónir. Eigið fé í samanteknum reikningi A og B hluta er kr. 4.227 milljónir. Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum, eða skuldaviðmið A og B hluta er 67,07% en var 71,48% árið 2021. Hlutfallið hjá A hluta er 44,47% en var 46,97% árið 2021. Samkvæmt fjármálareglu í 64. gr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki vera hærra en 150%.

Rekstur í samanteknum reikningsskilum A og B hluta skilaði kr. 682,9 milljónum í veltufé frá rekstri, sem er um 12,5% af rekstrartekjum og kr. 430,3 milljónum í handbært fé frá rekstri, sem er 7,9% af rekstrartekjum. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A

og B hluta nam kr. 462 milljónum. Á árinu 2022 voru tekin ný langtímalán að fjárhæð kr. 250 milljónir. Handbært fé lækkaði um kr. 81,2 milljónir frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2022 kr. 661,6 milljónir.

Íbúafjöldi í Suðurnesjabæ þann 1. desember 2022 var 3.910 og hafði fjölgað um 166 íbúa frá fyrra ári, eða um 4,4%.

Mikil verðbólga með tilheyrandi hækkun fjármagnskostnaðar og rekstrargjalda leiddi af sér helstu frávik í rekstri miðað við fjárhagsáætlun ársins. Fjármagnsgjöld A og B hluta voru alls kr. 252,8 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Hins vegar voru heildartekjur A og B hluta alls kr. 318,5 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir og rekstrargjöld voru alls kr. 92,2 milljónum umfram áætlun. Auknar tekjur komu helst fram í meiri útsvarstekjum en áætlað var og endurspeglar það m.a. aukinn kraft í atvinnulífinu, auk þess sem fjölgun útsvarsgreiðenda skilaði auknum tekjum. Þá voru framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga töluvert hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta varð því kr. 40,8 milljónum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins.

Sjónvarp Víkurfrétta er í snjallsjónvarpinu þínu

Smelltu á og leitaðu að

Sjónvarp Víkurfrétta.

Þegar þú hefur fundið rásina smellir þú á

Auðvitað er áskriftin að Sjónvarpi Víkurfrétta ókeypis!

Fundað um framtíð einkarekinna fjölmiðla með allsherjar- og menntamálanefnd

Í fyrsta skipti í rúm fjörutíu ár í blaða/fréttamennsku og útgáfu var ritstjóri Víkur frétta kallaður á fund hjá opinberum aðila til að ræða stöðuna og framtíðina í fjölmiðlun. Allsherjarog menntamálanefnd Alþingis boðaði Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum og Magnús Magnússon hjá Skessuhorni á Vesturlandi á fund í síðustu viku. Víkurfréttir og Skessuhorn eru stærstu

staðarfjölmiðlarnir á landinu og báðir í einkaeigu. Nefndarmenn spurðu ritstjórana spjörunum úr og þeir sögðu frá þeirra stöðu og framtíðarmúsík þeirra miðla en staða einkarekinna fjölmiðla hefur verið mikið í umræðunni.

Ríkið vill styðja við einkamiðlana og er að skoða ýmsa möguleika í því og horfir m.a. til Norðurlandanna. Þar er meiri tilhneiging

til þess að miðlarnir séu með áskrift, þó ekki algild. Víkurfréttir eru með ókeypis aðgang að öllu sínu efni þannig að það myndi þýða verulegar breytingar á rekstrinum ef það yrði skilyrði fyrir ríkisstyrk. Á myndinni eru fulltrúar Víkurfrétta og Skessuhorns með nefndarfólki allsherjar­ og menntamálanefndar. Tveir Suðurnesjamenn eru í nefndinni; Jóhann Friðrik Friðriksson og Birgir Þórarinsson.

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Í
ÁSKRIFT
2 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Vandað 3ja herbergja parhús með bílskúr. Tvö baðherbergi, tveir sólpallar. Skilast fullbúið að innan sem utan. Eingöngu fyrir 55 ára og eldri. Afhending samkv. samkomulagi.

Ufsasund 2

Afhending

Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Löggiltur
– s. 864 9677
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Aðstoðamaður fasteignasala – s. 773 0397
Jóhannes Ellertsson
fasteignasali
Júlíus M. Steinþórsson
Bjarni Fannar Bjarnason
Nýbyggingar í Grindavík Víðigerði 28
Verð 85.700.000 Stærð 147,9 m2 Verð 16.500.000 Stærð u.þ.b. 44 m2 10 geymslu- og smáiðnaðarhúsnæði í byggingu í Grindavík. Hvert bil er u.þ.b. 44 m2. Mænishæð er 6 m og hæð innkeyrsluhurðar er 3,2 m. Opið hús fimmtudag 4. maí frá kl. 17:15-17:45 júní 2023

Fresta afgreiðslu á erindi um breytingu deiliskipulags fyrir Vallargötu 7–11

Umhverfis- og skipulagsráð

Reykjanesbæjar hefur frestað erindi JeES arkitekta ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi

Vallargötu 7–11 í Keflavík. JeES arkitektar ehf. leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi gamla bæjarins í Keflavík. Deiliskipulag var samþykkt

1. febrúar 2000 f.h. lóðarhafa

Rolf Johansen & Co ehf. með uppdrætti dags. 28. apríl 2023. Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skapa nýtt heildstætt

umhverfi íbúðarhúsa í nánd við elsta hluta Reykjanesbæjar með sameiningu lóðanna Vallargötu

9, 9a og 11 fyrir samsett fjölbýlishús með bílakjallara, færa eldri hluta íbúðarhússins á Vallargötu

9 á lóðina Vallargötu 7 og styrkja Klapparstíg með göngutengingu

frá Kirkjuvegi niður að Hafnargötu. Auk þess verða gerðar minniháttar breytingar á gildandi deiliskipulagi á lóðunum Kirkjuvegi 8 og Klapparstíg 11, sem felst í breytingu fyrirkomulags húsanna innan lóðar, til að skapa samræmi og heildstæða ásýnd húsbygginga innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar Vallargata 9, 9a og 11 verða sameinaðar í Vallargötu 9. Heimilt verður að byggja fjölbýlishús að hámarki tvær hæðir og ris með allt að 36 íbúðum, 45–75 m2 að stærð. Bílakjallari er undir hluta lóðar.

Svona sér arkitektinn fyrir sér breytingar á Vallargötu 7–11 í Keflavík.

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,

HILMAR PÉTURSSON fyrrverandi fasteignasali, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum þriðjudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 15. maí klukkan 13.

Ásdís Jónsdóttir

Pétur Hilmarsson Anna Borgþórsdóttir Olsen

Borgþór Pétursson

Sigríður Þórdís Pétursdóttir

Ásdís Olsen Pétursdóttir Eggert Freyr Pétursson

Drengur Olsen Eggertsson

Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR HAUKS ÞÓRÐARSONAR

Mávatjörn 23, Reykjanesbæ.

Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hlévangs, í Keflavík.

Magnea Þorgerður Aðalgeirsdóttir

Atli Guðmundsson Brynhildur Sverrisdóttir

Þórður R. Guðmundsson Sigríður I. Daníelsdóttir

Sigurlaug D. Guðmundsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir

Steinar Guðmundsson og fjölskyldur þeirra

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Heiðarskóli - Starfsfólk skóla

Holtaskóli - Starfsmenn skóla

Leikskólinn Holt - Leikskólakennari

Njarðvíkurskóli

Starfsmaður skóla á kaffistofu starfsmanna

Starfsmenn skóla-sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla

Umhverfis- og framkvæmdasvið Verkefnastjóri framkvæmda

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn

mun rísa á

300 íbúða hverfi með ofanvatnslausnum

Uppbygging í austasta hluta Reykjanesbæjar í Dalshverfi III í Reykjanesbæ er að hefjast. Grunnar að fyrstu húsunum hafa verið teknir og þá verður leikskóli reistur í hverfinu. Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur verið samið um byggingu sex deilda leikskóla við Drekadal.

Í heild verða 300 íbúðir í Dalshverfi III og þegar er búið að úthluta lóðum undir um 130 íbúðir. Þetta að langstærstum hluti fjölbýlsishús, en einnig nokkur parhús, raðhús og fjögur einbýlishús.

Þetta hverfi er hannað með grænum ofanvatnslausnum þannig að regnvatni er ekki beint í fráveitukerfi bæjarins. Gatnagerð lýkur fljótlega og þá verður farið í seinni úthlutun lóðanna þrjúhundruð. Markmið skipulags hverfisins er að skapa fjölskylduvænt hverfi, með öruggum gönguleiðum, góðum

tengslum við náttúru með grunnskóla og leikskóla í göngufæri. Íbúðastærðum er stillt í hóf og byggðin er lágreist en samt þétt sem býður upp á gott skjól og sólríka garða. Þar sem hverfið er í jaðri byggðar eru góð tækifæri til útivistar í óspilltri náttúru, m.a. á Vogastapa. Umhverfis­ og skipulagsráð hvatti bæjarbúa til að senda inn tillögur að götunöfnum í Dalshverfi III og nafni á hverfistorgið. Bæjarbúar tóku vel við sér og á sjöunda hundrað tillögur bárust. Fjöldi þeirra var ævintýratengdur og niðurstaðan var að göturnar og torgið í nýja þessu nýjasta hverfi bæjarins heita nú: Álfadalur, Trölladalur, Dísardalur, Huldudalur, Risadalur, Dvergadalur, Jötundalur, Drekadalur og Skessutorg.

Á lóðum við Berghólabraut eru ýmsir óskilamunir sem Reykjanesbær vill losna við fyrir 21. maí næstkomandi. VF/Hilmar Bragi

Farga óskilamunum af lóðum við Berghólabraut eftir 21. maí

Reykjanesbær auglýsir í þessari viku eftir eigendum muna sem eru staðsettir á nokkrum lóðum og í húsnæði við Berghólabraut á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Í húsnæði og á lóð Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af faratækjum, áhöldum og timbureiningum. Á landi og lóðum Reykjaneshafnar við hlið lóðarinnar Berghólabraut 9a á iðn-

aðarsvæðinu í Helguvík, þ.e. Berghólabraut 11, 13 og 15, eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023. Eftir 21. maí verður því sem eftir er í húsnæðinu eða á lóðinni komið til förgunar, segir í auglýsingu bæjarins í Víkurfréttum í þessari viku.

Gæti orðið ónæði vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

Framkvæmdir standa nú yfir við nýja akbraut sem tengir saman flughlað flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og flugbrautir á vellinum. Markmið nýrrar akbrautar er að auka öryggi flugbrautakerfisins með bættu flæði í komum og brottförum. Vegna þess hluta framkvæmdanna sem nú er í vinnslu þarf af loka núverandi akbrautarkerfi Keflavíkurflugvallar á tveimur stöðum að hluta (N4 og E4). Það þýðir aukna notkun á braut 10 til

brottfara og þannig gætu íbúar í Reykjanesbæ og nærliggjandi íbúðasvæði flugvallarins orðið fyrir einhverju ónæði vegna hávaða frá flugi. Verkinu á að ljúka seinni hluta maímánaðar. Íbúum er bent á hljóðmælingakerfið á vef Isavia þar sem hægt er að koma athugasemdum á framfæri um ónæði vegna flugumferðar en nota má QR­kóðann hér að framan með snjalltækjum til að komast á síðuna.

Leikskóli þessari lóð, sem merkt er með gulum lit, í Dalshverfi III í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi
4 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
GÓÐ COMBOTILBOÐ Pepsi | Pepsi Max 500ml, Doritos 170g & To ee Crisp kr. stk. 499 COMBO TILBOÐ! Reykjavík Akureyri Reykjanesbæ Barónsstíg 4 Mýrarvegi Hafnargötu 51 24/7 24/7 8-24

Mini veröld Lúka

Lúka Art & Design er lítið íslenskt hönnunarfyrirtæki. Hönnuður og framkvæmdastjóri er Keflvíkingurinn Brynhildur Þórðardóttir. Lúka Art & Design var þátttakandi í HönnunarMars og sýndi þar vörulínuna Huggulegt líf í Pennanum húsgögnum í Skeifunni. Línan var fyrst frumsýnd á HönnunarMars 2019 en hefur verið í þróun síðan.

Lúka sýndi nýjustu hönnun sína af húsbúnaði í sambland við vörur sem þegar eru í framleiðslu. Frumgerðir af borðum og stólum voru sýndar í mini­útgáfum sem virka eins og þrívíðar skissur af hlutunum.

„Mini ­ útgáfurnar gera okkur kleift að kanna tengsl hlutarins við rýmið og efnið og síðast en ekki síst að sjá hvort formin og hlutföllin séu að ganga upp. Efnisvalið er líka stór hluti af hönnun hlutarins og með því að búa til mini­útgáfur af einhverju getur maður prófað að setja hlutinn í mismunandi efni án þess að kosta miklu til eða hreinlega sóa efni. Þannig geta hönnuðir nýtt afskurð og búta af efni sem annars fara til spillis og því er um vissa endurnýtingu að ræða. Fyrir mig sem hönnuð er líka ákveðin útrás að búa hlutinn til í höndunum og í því ferli fær maður innblástur og nýjar hugmyndir fæðast. Að lokum held ég að með því að búa til mini­útgáfur af hlutunum fyrst getur maður rannsakað þá, endurskoðað og betrumbætt hönnun sína á þeim. Úr verða vandaðir hlutir sem þjóna betur tilgangi sínum og mynda meiri heildarsvip,“ segir Brynhildur Þórðardóttir, hönnuður.

Huggulegt líf

Línan Huggulegt líf snýst um huggulegt andrúmsloft og friðsæld. Boðið er upp á breiða línu af umhverfisvænum og sjálfbærum húsbúnaði með samþætt heildarútlit fyrir heimilið. Línan er að öllu leyti framleidd hérlendis.

„Vörurnar auðvelda okkur að upplifa gæðastundir, hvort sem er með sjálfum okkur eða í félagsskap annarra. Huggulegt líf línan var

fyrst frumsýnd á HönnunarMars

2019 og hefur hún síðan verið í áframhaldandi þróun undanfarin

ár. Vörurnar eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum á borð við birki, eik og ull en einnig stáli, steypu, gleri og endurunnu plasti. Unnið er með róandi litir þar sem brúnir tónar eru ríkjandi ásamt rauðum, gulum, bláum og gráum,“ segir Brynhildur.

Litríkar og líflegar vörur

„Við erum búin að vera starfandi með hléum síðan í byrjun árs 2009. Hugmyndafræði fyrirtækisins hefur alltaf snúist um gæði og gleði, vörurnar okkar eru litríkar og líflegar og stefnan var strax sett á framleiðslu hérlendis og starfaði fyrirtækið í fyrstu á mörkum myndlistar og hönnunar. Lúka hélt m.a. nokkrar myndlistarsýningar og setti upp innsetningu í Gallerí­

BOXi á Akureyri sem hét Prjónaheimur Lúka. Fyrirtækið tók einnig

þátt í sýningum á vegum Fatahönnunarfélags Íslands og var með í Showroom Reykjavík nokkrum sinnum og sýndi á Reykjavik Fashion Festival. Lúka hefur líka tekið þátt í Copenhagen Fashion Week og stefnir á fleiri vörusýningar í Evrópu. Í dag býður Lúka upp á ýmis konar heimilisvörur, s.s.

teppi, skurðarbretti, framreiðslubakka, spegla og kertastjaka,“ segir Brynhildur. Brynhildur Þórðardóttir er með

BA í textíl ­ og fatahönnun frá

Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Hún hefur m.a. unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO•ON og Varma. Brynhildur hefur einnig starfað sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð og hefur verið tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir verk sín. Hún hefur unnið sem list­

Rétturinn

Lúka Art & Design var þátttakandi í HönnunarMars og sýndi þar vörulínuna Huggulegt líf.

rænn ráðunautur fyrir myndlistarmenn og hönnuði, gert auglýsingar fyrir stofnanir og fyrirtæki, sett upp sýningar fyrir Fatahönnunarfélag Íslands, Poppminjasafn Íslands o.fl. Í dag er Brynhildur að sinna eigin hönnun og kennslu, veitir innanhúsráðgjöf, vinnur að vöruþróun fyrir ýmsa aðila og hannar sokka fyrir Smart Socks.

Nánari upplýsingar: lukaartdesign.is/ instagram.com/lukaartdesign/ facebook.com/Lukaartanddesign/

Veiði bátanna ágæt þrátt fyrir hrygningarstopp

a F la F r É ttir á S uður NESJ u M Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

flestir utan við Grindavík og var veiðin hjá þeim ansi góði. Þeir fóru reyndar líka út fyrir Sandgerði og inn í Faxaflóann og lönduðu þá í Sandgerði.

Pistill í síðasta blaði vakti nokkra athygli og ansi margir sendu mér skilaboð með þökkum fyrir flott orð varðandi Grímsnes GK.

Já, það má kannski segja að síðasti pistill hafi hálfpartinn verið minningargrein um þennan fengsæla og farsæla bát sem Grímsnes GK var. Því miður var Grímsnes GK ekki eini báturinn sem brann, því að aðeins fimm dögum síðar brann bátur í Sandgerði sem hét Þristur ÍS. Sá bátur var með skipaskrárnúmer 1527 og var þónokkuð yngri og minni enn Grímsnes GK. Þristur ÍS var smíðaður í Stykkishólmi árið 1979 og var 23,4 metra langur og mældist um 84 tonn að stærð. Saga bátsins hefur að mestu verið bundin við Árskógssand og Patreksfjörð en báturinn var gerður út frá Árskógssandi í um tíu ár og hét þá þar Særún EA og síðan á Patreksfirði þar sem að báturinn hét Brimnes BA og var hann gerður út þar í 23 ár.

Saga bátsins er ekki mikil á Suðurnesjum en þó kom hann nokkuð oft suður á vertíð þegar hann hét Særún EA og réri eitt sinn heila

vertíð í Sandgerði og var þá Guðjón Bragason skipstjóri á bátnum. Eftir að báturinn var seldur frá

Patreksfirði fór hann að mestu á sæbjúgnaveiðar, þá var skipstjóri á bátnum Jón Ölver Magnússon sem býr í Garðinum og hann kom þá með bátinn nokkuð oft til Sandgerðis. Nýr eigandi var kominn að bátnum sem hafði legið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem verið var að gera hann kláran til veiða með dragnót. Allur afturhluti Þrists ÍS er gjörsamlega ónýtur enda var hann að mestu úr áli sem bráðnaði í eldinum og tjónið er ansi mikið því um borð voru til dæmis ný veiðarfæri.

En jæja, ljúkum dapra kaflanum því eins og ég segi alltaf, og hef sagt í mörg ár, að hver bátur hefur sína sögu og sál. Núna er aprílmánuður búinn og jú, þrátt fyrir hrygningarstoppið var nú veiði bátanna ágæt og þá aðallega hjá línubátunum. Minni bátarnir voru að veiðum

Fjölnir GK var langaflahæsti línubáturinn í apríl með 554 tonna afla í fimm róðrum, þar á eftir kom Páll Jónsson GK með 454 tonn í fjórum róðrum og Sighvatur GK með 419 tonn í fjórum. Allt eru þetta Vísisbátar og lönduðu þeir allir í heimahöfn sinni, Grindavík. Þar var líka Valdimar GK sem var með 316 tonn í þremur róðrum en Valdimar GK er eini línubáturinn sem Þorbjörn ehf. í Grindavík á og gerir út.

Sóley Sigurjóns GK er komin norður til Siglufjarðar þar sem hún landar rækju sem síðan er ekið til Hvammstanga og unnin þar en mestum hluta af fiskinum er ekið suður til vinnslu, þorskinum til Nesfisks í Garð og öðrum tegundum til Miðness í Sandgerði. Í apríl landaði Sóley Sigurjóns GK alls 190 tonnum í fjórum löndunum og af því var rækja 127 tonn. Annars er strandveiðitímabilið hafið og vægast sagt mjög margir bátar sem réru fyrstu vikuna, langflestir í Sandgerði og má nefna að einn daginn komu 45 bátar og lönduðu þar.

Lítum aðeins á strandveiðibátana í næsta pistli.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183­0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421­0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893­3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898­2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421­0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga
Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS
Bílaviðgerðir
Brynhildur Þórðardóttir.
6 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

„Við vorum að sýna nýja hönnun frá VIGT og settum upp sýningu í samstarfi við aðra aðila undir yfirskriftinni Af jörðu,“ segir Guðfinna Magnúsdóttir, ljósmyndari og einn eigenda VIGT í Grindavík.

VIGT sýndi á HönnunarMars

VIGT er hönnunarfyrirtæki í Grindavík, stofnað árið 2013 af mæðgunum Huldu Halldórsdóttur og dætrunum Örnu, Hrefnu og Guðfinnu Magnúsdætrum. Faðirinn, Magnús, er eigandi trésmíðaverkstæðisins Grindarinnar en það fyrirtæki var stofnað árið 1979 og hefur ætíð verið farsælt. VIGT tók þátt í HönnunarMars í síðustu viku en um er að ræða hönnunarhátíð á Íslandi þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun, hátíðin er haldin árlega og er alltaf lífleg höfn hug mynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, er í raun hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið. Eflaust kemur einhverjum spánskt fyrir sjónir að þessi hátíð heiti Hönn unarMars þar sem maímánuður er nýlega genginn í garð en vegna COVID þurfti að færa dagsetn inguna til í fyrra og var ákveðið að halda hana ári síðar en halda sig við nafnið.

Guðfinna fór yfir sögu VIGT og hvernig gekk. „Við mæðgurnar stofnuðum VIGT árið 2013, við höfum allar verið viðloðandi fyrirtækið Grindina sem afi, Guðmundur Ó. Ívarsson, pabbi og bróðir hans, Kalli stofnuðu. Kannski mætti segja að uppruni okkar sé þaðan, við ólumst upp við að skoða byggingasvæði á sunnudagsrúntum og hlustuðum á smíðatal inni á heimilinu á hverjum degi. Við sáum tækifæri í að nýta þekkingu og reynslu, tækja kost verkstæðisins og það efni sem til fellur þar. Okkur langaði að hanna og framleiða húsgögn og minni fylgihluti inn á heimilið og létum slag standa. Við tökum þátt í öllu ferlinu, frá hugmynd og hönnun til framleiðslu og dreif ingar. Þetta hefur vaxið og dafnað ár frá ári og ég held að framtíð okkar sé björt.

Við tókum þátt í HönnunarMars

í fyrsta sinn í fyrra og ákváðum að vera aftur með í ár. Við vorum að sýna nýja hönnun frá okkur sem er unnin í samvinnu við Granít smiðjuna, sem sérhæfir sig í stein smíði. Sýningin var uppsett með VESSEL og GRAEN studios og bar yfirskriftina „Af jörðu“. Þarna var okkar hönnun og VESSEL í brennidepli en VESSEL sérhæfir sig í plöntum og gerð grasagarða ( e. Terrarium ) fyrir heimili og vinnustaði.“

Leki í húsnæði, góð ráð dýr Það munaði minnstu að illa hefði farið. „Við ætluðum að sýna á Laugaveginum þar sem Epal er með verslun og gallerý. Gallerýið er á neðri hæðinni og nokkrum dögum fyrir sýninguna kom upp vatnstjón svo við urðum að finna nýtt húsnæði. Til allrar hamingju gátum við leigt tómt verslunarhúsnæði á Hverfisgötu, þar sem verslunin Húrra Reykjavík var eitt sinn, og við rétt náðum að stilla sýningunni upp áður en HönnunarMars

hófst síðasta miðvikudag. Það var mjög mikil umferð alla dagana og við vorum ánægðar með við ­

tökurnar. Við fengum DJBumbleBeeBrothers til að bjóða upp á ljúfa tóna á opnunarhófinu og ég myndi segja að stemmningin og andrúmsloftið hafi verið mjög gott alla dagana. Þessi sýning er ekki hugsuð sem eiginleg sölusýning

Lóðarhreinsun

Land- og lóðahreinsun

Í húsnæði og á lóð Reykjanesbæjar að Berghólabraut 9a

á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af farartækjum, áhöldum og timbureiningum.

Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023.

Eftir 21. maí verður því sem eftir er í húsnæðinu eða á

lóðinni komið til förgunar.

Nánari upplýsingar er að fá í síma 420 3226.

Á landi og lóðum Reykjaneshafnar við hlið lóðarinnar Berghólabraut 9a á iðnaðarsvæðinu í Helguvík, þ.e. Berghólabraut 11, 13 og 15, eru ýmsir óskilamunir sem þar eru í óleyfi. Um er að ræða m.a. ýmsar tegundir af faratækjum, áhöldum og timbureiningum.

Þeir sem telja sig eigendur af viðkomandi munum er gefin kostur á því að fjarlægja þá úr húsnæðinu eða af lóðinni fyrir lok dags 21. maí 2023.

Eftir 21. maí verður því sem eftir er á svæðinu komið til förgunar.

Nánari upplýsingar er að fá í síma 420 3226.

Sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar

en Olíubirgðastöð Steypan 97,0 m 80,0 m 10 10 141.3 m 80,0 m 68,0 m 10 10 160,0 m 10 10 10 10 10 10 10 10 10 48.9 m 109.6 m 80,0 m 80,0 m 85,1 m 97,0 m 19 13 9A 11 15 12004 m² 7760 m² 12800 m² 7760 m² 10859 m² 10 10 10 18.8m R=12.00 10 10 142.9 m 84.5 m 12196 m² 160,0 m 87,5 m 160,0 m 160,0 m 80,0 m 266 268 267 270 272 271 269 273 276 Berghólabraut 108 102 101 107 72,5 m 103 9 13404 m² 69,4 m 90,6 m Olíuverslun Íslands hf 106 105 104 110,1 m 10 10 10 14,9 39,4 10 10 10 10 3,0 4 7 10 Berghólabraut
9a
REYKJANESBÆR Steypan 97,0 m 80,0 m 10 10 80,0 m 68,0 m Berghólabraut 10 10 160,0 m 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 10 48.9 m 96.2 109.6 m 80,0 m 80,0 m 85,1 m 97,0 m 308,8 m 13 9A 11 15 21 7760 m² 12800 m² 7760 m² 10859 m² 13831 m² Berghólabraut 10 10 10 18.8m R=12.00 10 10 4,5 6,5 84.5 m 12196 m² 160,0 m 87,5 m 160,0 m 160,0 m 80,0 m 262 250 263 266 268 267 270 272 271 269 273 276 279 Berghólabraut 108 102 101 107 72,5 m 103 9 13404 m² 69,4 m 90,6 m Olíuverslun Íslands hf 106 105 104 110,1 m 10 10 10 4,5 14,9 39,4 10 10 10 10 3,0 Einkavegur Norðuráls 4 7 10 Berghólabraut 11 13 15
Hafnarstjóri Reykjaneshafnar
REYKJANESHÖFN
DJBumbleBeeBrothers.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 7
Guðfinna (til hægri) á spjalli við sýningargest.

Kollagen og gelatín unnið úr fiskroði

Nóg til af þorskroði en verðið hefur sexfaldast á áratug

Marine Collagen var stofnað árið 2017 en fyrirtækið er í jafnri eigu útgerðarfélaganna Þorbjarnar og Vísis úr Grindavík, Brims og Samherja. Í dag er framleitt úr tvö til þrjú þúsund tonnum af roði á ári og veltan á síðasta ári var um 650 milljónir. Áform eru uppi um stækkun verksmiðjunnar svo hægt sé að framleiða meira. Það er gelatínið sem býr til mestu verðmætin í dag en kollagenið gæti átt eftir að verða verðmætari í framtíðinni.

Tómas Þór Eiríksson hefur verið viðloðandi fyrirtækið síðan 2015 en hann gerðist framkvæmdastjóri árið 2018. Hann er í dag starfandi stjórnarformaður, á meðan núverandi framkvæmdastjóri, Erla Ósk Pétursdóttir, er í námsleyfi. „Hugmyndin að stofnun Marine Collagen fæddist í Sjávarklasanum svokallaða, hjá Þór Sigfússyni. Sjávarklasinn er úti á Granda í Reykjavík en um er að ræða fullt af sprotafyrirtækjum tengdum sjávarútvegi. Codland varð fyrst til árið 2013 en það er samstarfsverkefni Sjávarklasans, Þorbjarnar og Vísis. Fljótlega var farið að skoða þennan möguleika, að vinna kollagen úr roði. Eftir að hafa skoðað verksmiðjur í Færeyjum,, var spjótunum fljótlega beint til Spánar. Þar er fjölskyldufyrirtækið Junca Gelatines en það hefur unnið gelatín og kollagen úr svínaskinni í sextíu

Framsýni

Tómas fékk eldskírn þegar hann og vinnufélagar hans settu verksmiðjuna upp og hugsuðu fram í tímann. „Það var mikil áskorun þegar við settum verksmiðjuna upp en það var á miðju COVID ­tímabili og ekki hægt að fá neina sérfræðiaðstoð að utan. Þess vegna þurftum við að finna út úr mörgu sjálfir, hvernig tækin myndu raðast saman. Þetta reyndi mikið á starfsfólkið en kannski var þetta lán í óláni. Við þekkjum núna hvern einasta smápart í verksmiðjunni og eins þurftu TG raf og Vélsmiðja Grindavíkur, öflug fyrirtæki á sínu sviði frá Grindavík, að læra þetta allt frá grunni svo mikil og góð þekking myndaðist. Feðgarnir Jón & Margeir, sem reka öflugt flutningafyrirtæki í Grindavík, komu mjög sterkir að uppsetningunni en að koma þessum stóru tönkum og vélum fyrir inni í verksmiðjunni krafðist mikillar fagmennsku. Sem betur fer gerðum við strax ráð fyrir að þurfa stækka verksmiðjuna og hönnun á stækkun er hafin. Við vorum búnir að tryggja okkur lóð

Gelatín og kollagen er unnið úr fiskroði. Gelatín er notað sem matarlím en svo er hægt að vinna kollagen úr því líka en kollagen er 90% prótein sem finnst í ríkum mæli í bandvef allra dýra, fiska og manna. Kollagen er bæði notað í heilsubótarskyni og með fyrirheitum um fegurðarauka.

L A G E
1 1 . - 1 3 . M a í 3 0 % t i l 5 0 % a f s l á t t u r Í v e r s l u n o k k a r H a f n a r g ö t u 5 4 , 2 3 0 R e y k j a n e s b æ r & í n e t v e r s l u n p i c c o l o b o r n i s 8 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
R S A L A

GAMLA FRÉTTIN

þar sem við erum. Stækkun á verksmiðjunni mun gera okkur kleift að geta framleitt meira og eins verður þurrkara bætt við til að vinna betra kollagen.

Það tók tíma að fá allan ferilinn til að virka, við vorum fyrst ekki að ná að koma roðinu í gegn, þ.e. að tengja verksmiðjuna í gegnum allt flæðið. Þurftum að byrja upp á nýtt, reyna nýjar aðferðir en vinnslan snýst um efnafræði, að ná vökvanum úr roðinu og svo fer það í gegnum svokallaða filtera og á endanum verður til gelatín sem er í raun prótein. Þetta verður á endanum frekar þykkur vökvi sem er þurrkaðuður og endar í duftformi sem við svo seljum. Það var mikill sigur þegar við náðum að tengja allt saman og þá hófst framleiðslan. Til að byrja með vorum við að koma einni til þremur lotum í gegnum framleiðsuferlið á viku. Það eru sjö til tuttugu tonn en í dag tökum við auðveldlega átta til níu lotur á viku, um sextíu til sjötíu tonn. Við vinnum á þremur vöktum og venjulega er vinnsla allan sólarhringinn. Það eru fjórir starfsmenn á hverri vakt en í heildina tekur um þrjátíu klukkustundir að vinna roðið í gelatín, að framleiða kollagen tekur síðan lengri tíma. Það eru rúm 10% roðsins sem nýtast í framleiðsluna, afgangurinn fer til Lýsis hf. sem notar hratið í fóðurframleiðslu.“

Markmiðið okkar frá upphafi var alltaf að innan fimm ára yrði öll þekking komin til Grindavíkur.

Lykillinn allan tímann hefur verið að öflugir aðilar eiga fyrirtækið, stærstu sjávarútvegsfyrirtæki

landsins

verðið komið yfir hundrað krónur. Þetta hefur verið skemmtilegur slagur og ánægjulegt fyrir útgerðina í landinu. Við erum að kaupa um 50% af öllu þorskroði sem fellur til í landinu en aukin ferskfiskvinnsla á undanförnum

Fyrstu flugvallartankarnir hverfa

n Voru dregnir sjóleiðis upp í Hvalfjörð

Gamla fréttin 15. nóvember 1984

Í allt sumar hefur staðið yfir undirbúningur að brottflutningi fyrstu tveggja olíutankanna sem staðið hafa innan flugvallargirðingar gegnt Háaleiti í Keflavík. Jafnhliða undirbúningnum var flugvallargirðingin færð ofar í heiðina, langt upp fyrir Móahverfi í Njarðvík. Er nú þannig gengið frá girðingunni að lítið mál er að koma tönkum yfir hana, þó fleiri verði fjarlægðir, sem vonandi verður áður en langt um líður.

Þó tankar þessir væru mikil ferlíki tókst vel að koma þeim niður að Njarðvíkurbryggju, eftir að nokkur umferðarmerki höfðu verið fjarlægð og ruddur hafði verið sérstakur vegur til þessara flutninga. Þó var oft ansi þröngt milli tankanna og húsa við þær götur sem þeir voru fluttir eftir.

Eftir nokkurt bras tókst að sjósetja báða tankana á sunnudag í Njarðvíkurhöfn með aðstoð þriggja öflugra krana og síðan voru þeir dregnir upp í Hvalfjörð af olíuskipinu Bláfelli, en þar mun Olíufélagið nota þá áfram. En látum myndirnar tala sínu máli, því þær segja meira en orð. ­ epj./pket.

Nóg af roði

Segja má að Marine Collagen hafi forskot á erlenda framleiðendur. „Við njótum góðs af því að vera í öflugum sjávarútvegsbæ. Að fá roðið ferskt, beint úr húsunum, skiptir miklu máli en þannig sparast vinna og pakkningar. Verð á roði hefur hækkað mikið sökum mikillar eftirspurnar, þegar við byrjuðum vorum við að kaupa kílóið á sextán krónur en núna er

árum hefur aukið framboðið á roði. Við stefnum ótrauðir áfram og það verður gaman þegar nýja verksmiðjan verður orðin klár, þá munum við geta náð betri tökum á þurrkuninni sem er svo mikilvæg fyrir sjálft kollagenið. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær við náum tökum á því. Svo er kannski áskorunin til framtíðar meira sú að fá nægt magn af roði til að vinna úr. Við höfum prófað ýsuroð, munum prófa ufsaroð og svo er fiskeldið alltaf að stækka og stækka. Ég sé ekki fyrir mér að við munum verða fyrir hráefnisskorti eða þurfa flytja inn roð til að vinna. Tíminn mun leiða í ljós hvort litið verði á gelatín og kollagen unnið úr þorskroði sem verðmætari vöru en sömu vörur unnar úr öðrum fisktegundum. Ég held að það sé alltaf að verða meiri og meiri vakning varðandi þessi efni eins og kollagen. Ég hef mikla trú á þessu efni en það nýtist á ýmsa vegu, bæði til heilsu og fegrunar. Við erum öll með kollagen í okkur, upp frá tuttugu og fimm ára aldri fer það að minnka og þá finna sumir til í liðamótum. Öll fæðubótarefni eru umdeild en mig grunar að kollagen muni bara vaxa og dafna í framtíðinni,“ sagði Tómas Þór að lokum.

Þetta hefur verið skemmtilegur slagur og ánægjulegt fyrir

útgerðina í landinu.

Við erum að kaupa um

50% af öllu þorskroði sem fellur til í landinu en aukin ferskfiskvinnsla á undan­

förnum árum hefur aukið framboðið á roði ...

FRAMHALDSPRÓFSTÓNLEIKAR

Í MAÍ 2023

STAPI – HLJÓMAHÖLL

Gengið inn um inngang Stapa

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Karl Snorri Einarsson Rafbassi Föstudaginn 12. maí kl.18:00 Jón Böðvarsson Tenór-saxófónn Föstudaginn 12. maí kl. 20:00 Magnús Már Newman Slagverk Laugardaginn 13. maí kl.15:00 Litmyndir frá Byggðasafni Reykjanesbæjar.
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 9

Boys In The Bush með einstaka tónlistarupplifun

Íslenskir og danskir listamenn hafa sameinast um að koma undarlegri sögu Mary Toft fram í sviðsljósið með framúrstefnulegu tónlistarmyndbandi. Tveir Suðurnesjamenn eru meðal þátttakenda í verkefninu.

Hæfileikaríkur hópur listamanna, tónlistarmanna, myndlistarmanna, grafískra hönnuða og ljósmyndara frá Íslandi og Danmörku hefur sameinast um að skapa einstaka og kraftmikla upplifun. Með því að nota blöndu af gervigreind, analogtækjum, tónlist og kraftmikilli frásögn hafa þeir náð að lífga upp á undarlega sögu Mary Toft á einstökum hætti sem aldrei hefur verið gert áður.

Í hópnum eru [Sandgerðingurinn]

Björgvin Guðjónsson í Óðinsvéum, grafískur hönnuður og listrænn

stjórnandi frá Íslandi, sem hefur unnið að fjölmörgum verkefnum í bæði tónlist og hönnun. Með í för er einnig Gísli Dúa Hjörleifsson í Freder­

icia, ljósmyndari og stafrænn listamaður frá Íslandi, en verk hans hafa verið sýnd erlendis. [Keflvíkingurinn]

Sverrir Rúsínurassgat Ásmundsson í Árósum, tónlistarmaður og upptökufræðingur, frá Íslandi, kemur með sérfræðiþekkingu sína og býr til einstakan hljóðheim fyrir verkefnið.

Auk þess höfum við danska dúettinn

NiemannsLand, sem er listrænt samstarf bræðranna Kristian Niemann­

Nielsen og Nicolai Niemann­Nielsen, sem búa í Árósum. Þeir sérhæfa sig í að búa til analog myndbandslist og eru þekktir fyrir grípandi AV­samstarf og lifandi myndefni. Með list sinni ögra þeir hefðbundnum leiðum til að sjá og upplifa myndefni og fara með áhorfendur í ferðalag könnunar og ímyndunarafls.

Þrátt fyrir að sumir meðlimir hópsins hafi kosið að vera ónafngreindir á þessum tímapunkti eru framlög þeirra til verkefnisins ekki síður mikilvæg. „Boys In The Bush“ lofar að vera einstök tónlistarupplifun sem blandar saman hæfileikum fjölbreytts hóps skapandi fólks frá Íslandi og Danmörku. Hópurinn er spenntur að afhjúpa verkefnið sitt og getur ekki beðið eftir að deila því með heiminum.

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Elín Bjarnadóttir

Aldur: 16 ára

Námsbraut: Fjölgreinabraut

Áhugamál: Körfubolti og að vera með vinum og fjölskyldu

Gefst aldrei upp

Elín Bjarnadóttir er á kafi í körfubolta og á sér þann draum heitastan að komast í atvinnumennsku í sportinu. Elín er FSingur vikunnar.

Hvað ert þú gömul? Sextán ára.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Hvað það var chill og sakna líka bekkjarins.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Því

það er betra fyrir körfuna og einfaldast.

Hver er helsti kosturinn við FS? Hvað þú kynnist mörgum.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Mjög gott.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða

frægur og hvers vegna? Arnór út af körfu.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega

Margrét Norðfjörð.

Hvað hræðist þú mest? Köngulær.

Vildi geta teleportað

Signý Magnúsdóttir er nemandi í tíunda bekk Akurskóla og er mjög metnaðarfull og sjálfstæð. Hún elskar ensku og ætlar að klára stúdentinn í FS. Signý er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Ég elska ensku, hef alltaf haft mjög gaman af henni.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Sóley, hún er með alveg frekar marga fylgjendur á samfélagsmiðlum og stendur sig vel þar.

Skemmtilegasta saga úr skólanum: Örugglega þegar við pökkuðum inn öllu í stofunni hjá kennaranum okkar og hentum klósettpappír út um allt hjá öðrum kennara fyrir árshátíðavídeóið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Örugglega Pési, hann hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? All The Stars með SZA og Kendrick Lamar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pestó pasta með kjúklingi.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

10 Things I Hate About You.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Síma, þyrlu og manneskju sem kann að fljúga þyrlu.

Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfull.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Teleportation.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Metta vörurnar eru mjög heitar, niðurþröngar gallabuxur er kalt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? When I Was Your Man með Bruno Mars.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög skilningsrík.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? TikTok og Hay Day.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Verða atvinnumaður i körfu.

Hver er þinn stærsti draumur? Að komast í atvinnumennsku í körfunni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Þrautseig því ég gefst aldrei upp.

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Signý Magnúsdóttir

Aldur: 15

Skóli: Akurskóli

Bekkur: 10.

Áhugamál: Lestur, félagsstörf

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Hef ekki hugmynd, ætla í FS og klára stúdent þar og finna út úr restinni seinni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ég er mjög sjálfstæð.

8MÍNÚTUR 3MÍNÚTUR 7MÍNÚTUR 3 MÍNÚTUR 15 M ÍNÚ TUR R U T Ú N M 2 R U T Ú N M 8 MENNINGARHÚS SUNDRÆKTINÍÞRÓTTAHÚS MIÐBÆR I N N VERSLAN I R BÍÓHÚ S NNIRUÐRAGITSYL SÚHIFFAK ÍLH Ð A R F J A L L EV I T I N G A R S T AÐUR MA HEIMAVISTMA OG VM A Á AKUREYRI VMA NÁNA R I U P P LÝSI NG A R O G UMS Ó KNI R HEIM A VIS T .I S FR A MH A LD SS KÓLANEMEND U R ALL S S TA Ð A R AÐ A F L A NDI N U TIL 8.JÚNÍ
Björgvin Guðjónsson. Gísli Dúa Hjörleifsson. Sverrir Rúsínurassgat Ásmundsson.
10 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M

Er orðinn einn af þessum leiðinlegu ættfræðiköllum

agnar guðmundsson er tölvunarfræðingur að mennt og mikill göngugarpur en hann ver miklum af sínum frítíma í að ganga um fjöll og firnindi vítt og breytt um landið. Hann tók nýverið upp á því að grúska í ættfræði – enda tekinn að eldast. agnar tengir ættfræðina við sína útivist með því að kynna sér sögu þeirra staða sem hann gengur til. víkurfréttir settust niður með agga og spurðu hann nánar út í ættfræðigrúskið.

Agnar vinnur nú að því að setja saman gagnagrunn með upplýsingum um alla Íslendinga. Verkefnið er viðamikið og stefnan sett á að gera safnið opið almenningi fyrr en síðar.

„Samstarfsmaður minn í þessu verkefni er Oddur Helgason, sem er titlaður spekingurinn. Hann er orðinn 82 ára gamall og rekur ættfræðiþjónustu í Reykjavík. Það er honum að þakka að þetta safn 900 þúsund Íslendinga sé varðveitt og til á tölvutæku formi en það sem við nokkrir erum að gera er að taka þetta safn, allra Íslendinga, og koma því á þannig form að allir geti notið. Það er að segja, tengst safninu á netinu og bætt við sína sögu. Það eru til heimildir um fólk út um allt, þær eru í bókum, þær eru í gömlum blöðum sem eru aðgengileg á timarit.is, sögum sem Ismus.is [Íslenskur músík ­ og menningararfur] hefur á hljóðupptökum, viðtöl við eldra fólk. Þetta þarf að fanga í eitt stórt safn og gera aðgengilegt öllum, þannig að allir geti flett upp sínu fólki. Þeir þurfi ekki að leita sjálf hverjir þeirra forfeður voru og geti gengið að þessum upplýsingum vísum.

Þetta eru ekki bara sögur um fólk sem við erum að skrásetja heldur líka ábúendur, þannig er þetta kallað ábúendatöl. Í þínu tilfelli gæti t.a.m. verið áhugavert að vita hverjir hafi verið ábúendur á Valdastöðum í Kjós, hverjir bjuggu þar og hvenær.“

Agnar segir að hann nái að blanda saman útivistinni við ættfræðiáhugann og þegar hann sé á göngu vilji hann vita sögu staðanna sem hann heimsækir.

Svolítill skáldskapur

Hvað nær þetta langt aftur hjá þér?

„Ég er með 1.491 einstakling á tíundu öld, þ.e.a.s. níu hundruð og eitthvað, og ég er með sex einstaklinga fædda á fyrstu öld. Þetta er orðinn svolítill skáldskapur þegar þú ert kominn langt aftur –en á tuttugustu öld eru 473 þúsund einstaklingar.

Þetta verkefni, sem er ótrúlega spennandi og á eftir að taka einhver ár til viðbótar, ég held að það verði einhvers konar ættsfræðisprengja þegar það fer í loftið.“

Verður þetta eitthvað í líkingu við Wikipedia, þannig að fólk geti sjálfkrafa bætt inn upplýsingum?

„Já, það verður einhver stýring á því en það verður mjög aðgengilegt

fyrir fólk að koma með ábendingar og bæta við, skanna inn gögn og tengja sem viðhengi við fólkið sitt – og jafnvel, það sem við þurfum að huga vel að í dag þótt það sé ljótt að segja það, að fanga sögu þeirra sem eru á síðustu metrunum. Við erum með fólk sem er kannski orðið hundrað ára, er ennþá skýrt og veit ótrúlega margt. Þessi vitneskja fer með fólkinu ef hún er ekki skrásett.“

Byrjaði rúmlega tvítugur á verkinu

Þótt áhugi Agnars á ættfræði hafi vaknað fyrir skemmra en ári síðan skrifaði hann forritið á árunum 1993 til 1996 þegar hann var að vinna hjá Friðriki Skúlasyni. „Ég var fyrsti starfsmaðurinn sem Friðrik Skúlason réði í vinnu sem forritari. Þá var ég nemi í tölvunarfræði í háskólanum og á þeim tíma var Friðrik með vírusvarnarforrit sem var það hraðvirkasta og besta í heiminum. Það var selt út um allan heim og flest fyrirtæki á Íslandi voru með þetta forrit í áskrift. Síðan vorum við að gera villuleitarforritið Púka sem leiðrétti í Word Perfect og þessum gömlu forritum, það leiðrétti íslenskt mál. Friðrik er mjög vel gefinn og hafði þessa hugsjón, hann vildi búa til einhvers konar forrit sem væri þannig að allir Íslendingar gætu skoðað sig og sína sögu í forritinu – og það var fyrir daga internetsins sem hann fékk þessa hugmynd. Hann byrjaði að slá inn manntalið frá árinu 1703 sem var fyrsta heildarmanntal sem nokkur þjóð hafði gert. Hann sló þetta allt inn í forrit sem hann bjó til sjálfur og fékk nafnið Espólín, í höfuðið á Jóni Espólín, sýslumanni, sem bjó á Espihóli í Eyjafirði (þess

vegna tók hann upp nafnið Espólín). Þetta forrit rokseldist og það urðu víða til svona Espólíngrúskarar, urðu til svona sérfræðingar á hverju landshorni. Síðan bræddum við þessi gagnasöfn saman í eitt stórt og þá hafði Kári Stefánsson samband við Friðrik og vildi fá safnið. Frikki setti þau skilyrði að hann yrði að hafa það opið fyrir alla en Kári sagði það ekki koma til greina. „Þá bara kaupi ég þetta, það skiptir engu málið hvað það kostar!“ Þá hefur Frikki bara sagt blákalt nei, það kæmi ekki til mála. Þetta verður að vera aðgengilegt þjóðinni, það er hans hugsjón. Upp úr því verður Íslendingabók til en Friðrik á algerlega heiðurinn að henni. Hann fékk leyfi til að ráða sagnfræðinga og íslenskufræðinga og fleiri, sem voru staðsettir hjá Íslenskri erfðagreingingu, til að þétta safnið og bæta við upplýsingum.

Það má segja að þeir séu nánast búnir að fara í gegnum allar ritaðar heimildir sem til eru; kirkjubækur, sóknarmannatöl og fleira. Þannig fylltu þeir upp í Íslendingabók, þetta er alveg stórkostlegt verkefni og gert af mikilli hugsjón þessara manna, Friðriks Skúlasonar og Kára Stefánssonar.“

Ættfræðiáhugi eru fyrstu ellimerkin

„Ég hafði engan áhuga á ættfræði þegar ég hætti að vinna við þetta hjá Friðriki Skúlasyni á sínum tíma en það er að koma núna – af því að ég er að verða gamall,“ segir Agnar. „Ég held að það sé hægt að gera ennþá betur en Íslendingabók gerir, miklu betur. Við erum hópur sem vinnum að þessu og þar er Oddur Helgason í broddi fylkingar. Oddur hefur haft þessa hugsjón frá því að hann var um fertugt

FRÍSTUNDIN

og gert þetta að sínu ævistarfi, að safna saman ættfræðiupplýsingum í þetta safn. Það er þetta safn sem ég er með hér,“ segir Aggi og bendir á tölvuna. „Má segja að láni frá honum – af því við erum að gera þetta vænt fyrir þjóðina til að vinna sjálfa í. Oddur talar daglega við svona tíu manns, vítt og breytt um landið, til að bæta safnið. Hann bætir nýjum upplýsingum við á hverjum degi, bætir tengingar og bætir við fólki. Ætli safnið stækki ekki um svona hundrað manns í á hverjum degi. Við erum lukkuleg sem þjóð að hafa þessar upplýsingar, allt þetta ritaða mál frá svona tólftu öld.“

Hvenær tókstu aftur upp þráðinn við þetta ættfræðigrúsk?

„Það eru svona níu mánuðir. Það byrjaði þegar ég heimsótti Odd í Skerjafjörðinn en við kynntumst fyrst árið 1993 þegar ég var að vinna hjá Friðriki Skúlasyni. Þá kom hann til mín með hugmyndir og pælingar. Þá var ég 23

Það má segja að þeir séu nánast búnir að fara í gegnum allar ritaðar heimildir sem til eru; kirkjubækur, sóknarmannatöl og fleira.

Þannig fylltu þeir upp í Íslendingabók, þetta er alveg stórkostlegt verkefni og gert af mikilli hugsjón þessara manna, Friðriks Skúlasonar og Kára Stefánssonar ...

ára gamall, háskólanemi að vinna við forritun, og ég hugsaði bara: „Ég get ekki verið svona. Alltaf að tala við fullorðið fólk um ættfræði. Þetta getur ekki verið lífið mitt.“ Þetta var samt ótrúlega fróðlegt og ég kynntist fullt af fólki – núna er ég orðinn einn af þessum leiðinlegu köllum sem eru á kafi í ættfræði,“ sagði Agnar hlæjandi að lokum.

TIL SÖLU

Tilboð óskast í sumarhús Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Húsið er byggt af nemendum skólans veturinn 2022–2023.

Húsið er 56 m2 að grunnfleti með millilofti sem reiknast um 9 m2 en gólfflötur er um 22 m2

Húsið er fullklárað að utan, klætt með 32 mm bjálkaklæðningu. Alusink er á þaki. Veggir að innan eru klæddir með gipsi og einnig loft í holi og herbergjum. Loft yfir stofu og risi eru panelklædd. Á gólfi er 22 mm nótar gólfplötur.

Húsið er án endanlegra gólfefna, innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er einangrað með 200 mm steinull í gólfi, 150 mm steinull í útveggjum og þak er einangrað með 200 mm steinull. Gluggar eru allir með tvöföldu k-gleri.

Húsið selst í því ástandi sem það er.

Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 10. ágúst 2023.

Húsið verður til sýnis í samráði við Gunnar Valdimarsson s: 8995163.

Tilboðum skal skila á vef Ríkiskaupa eigi síðar en kl. 12:00, mánudaginn 22. maí n.k. merkt: V22030 - Sumarhús Fjölbrautaskóla Suðurnesja 2023:

https://www.rikiskaup.is/is/um-rikiskaup/utgefid-efni/ eydublod/kauptilbod

Skólinn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Borgartúni 26, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is

SUMARHÚS FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA TIL SÖLU
víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 11
Á skrifstofa Agnars er aragrúi bóka sem tengjast ættfræðiáhuga hans. VF/JPK

Stefnumótun um dagvistun barna

í Suðurnesjabæ

Tillaga Bæjarlistans, O-lista, í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar um stefnumótum um dagvistun barna í Suðurnesjabæ var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar.

Tillaga Bæjarlistans er svohljóðandi:

Gunnar eldhress og dansandi í aldarafmæli

Gunnar Jónsson varð 100 ára 7. maí. Hann er þar með sjötti núlifandi Suðurnesjamaðurinn sem er 100 ára eða eldri. Gunnar bauð til afmælisveislu á Nesvöllum síðasta sunnudag, þar sem hann fagnaði með dætrum sínum og öðrum afkomendum og ættingjum. Það var sannarlega gleði í afmælisveislunni og þar var stiginn dans en Gunnar er mikill áhugamaður um dans. Hann dansaði við dætur sínar hverja og eina, auk þess að taka línudans með þeim. Og það var dansað við lifandi tónlist en tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson, sem er í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu, kom og lék nokkur af sínum þekktustu lögum og auðvitað dansaði Gunnar við tónlistina.

Gunnar er fæddur í Austurey í Laugardal í Árnessýslu, fimmti í röðinni af tíu systkinum, en flutti til Keflavíkur eins árs gamall.

Gunnar er titlaður skipstjóri í símaskránni en hann byrjaði til sjós þegar hann var fimmtán ára gamall. Í viðtali við Víkurfréttir fyrir rúmu ári síðan sagði hann frá sögum af sjónum og m.a. þegar breskir hermenn skutu á bát hans austur á fjörðum.

Gunnar hefur verið virkur í heilsueflingu Janusar í Reykjanesbæ og verið þátttakandi í því verkefni frá upphafi og er enn að.

„Ég hef verið að mæta tvisvar í viku eins og þetta var en það hefur alveg dottið út eitt og eitt skipti og þá sérstaklega þegar það er leiðinda veður eins og verið hefur undanfarið.“

Þessi 100 ára gamli unglingur er ennþá að keyra. Hann er með gild ökuréttindi og er nýlega kominn úr sjónprófi sem staðfesti 80% sjón.

Heilsuefling Janusar hefur gert okkar manni gott. Hann er í flottu formi, gerir æfingar alla daga og er duglegur að hreyfa sig. Gunnar segir að það hafi svo sem ekki verið markmið að verða 100 ára. Þegar dætur hans ræddu þá staðreynd við hann að morgni afmælisdagsins að hann væri orðinn 100 ára, sagði hann: „Ég get svo svarið það“. Dæturnar eru með háleit markmið fyrir

föður sinn og setja núna stefnuna á 110 ára afmælishátíð. Eins og segir hér að framan er Gunnar sá sjötti í hópi núlifandi

Suðurnesjamanna sem eru 100 ára eða eldri. Elst Suðurnesjafólks er María Arnlaugsdóttir f. 19.06.1921.

Þá koma Georg Ormsson fæddur 11.08.1922, Sigurður Ingimundarson fæddur 05.09.1922, Guðný Nanna Stefánsdóttir fædd 16.10.1922 og Axel Þór Friðriksson fæddur 05.12.1922. Gunnar Jónsson er svo fæddur 07.05.1923.

Á bæjarstjórnarfundi þann 2. nóvember 2022 lagði Bæjarlistinn til að stofnaður yrði stýrihópur til að útfæra stefnumótun Suðurnesjabæjar í dagvistun barna. Sú tillaga var samþykkt í bæjarráði þann 9. nóvember 2022. Hópurinn hefur skilað afurð þeirrar stefnumótunar í skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði þann 19. apríl 2023 og voru tillögur samkvæmt minnisblaði samþykktar.

Bæjarlistinn lýsir yfir ánægju með skýrsluna og þakkar fyrir mjög vandaða, ítarlega og faglega vinnu við gerð hennar. Bæjarlistinn leggur til að tillögurnar verði útfærðar sem fyrst og birtar í stefnumótun. Í kjölfarið kynnt bæjarbúum. Mikilvægt er að íbúar Suðurnesjabæjar geti fylgst með stefnumótandi ákvörðunum sem teknar eru í sveitarfélaginu og varða hagsmuni þeirra.

SUÐURNESJABÆR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

Garðsláttur í boði fyrir eldri borgara og öryrkja í Suðurnesjabæ

Eldri borgarar og öryrkjar í Suðurnesjabæ eiga kost á því að fá garðslátt í sumar. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öryrkja fyrir árið 2023 verði 3.000 kr. skiptið með þeim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt í allt að tvö til þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu hverju sinni.

Ítreka mikilvægi ungmennaráðs

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað mikilvægi ungmennaráðs í Suðurnesjabæ og að vettvangur sé til staðar til að koma áherslumálum sem brenna á ungum íbúum Suðurnesjabæjar á framfæri.

Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á dögunum. Formaður ungmennaráðs gerði grein fyrir áherslum ráðsins og fór yfir ýmsar tillögur til bæjarstjórnar. Eftirtaldir fulltrúar ungmennaráðs sátu fundinn: Hafþór Ernir Ólafsson, Heba Lind Guðmundsdóttir, Ester Grétarsdóttir, Sara Mist Atladóttir og Irma Rún Blöndal.

Gunnar Jónsson hefur haldið uppi heiðri karla þegar kemur að dansi og hann fékk blóm frá dansfélagsskap sínum. Dætur Gunnars eru liðtækar í línudansinum með karli föður sínum. Hér taka þær sporin með honum. Gunnar er duglegur að dansa og að þessu sinni sá Pálmi Gunnarsson um undirleikinn í lifandi flutningi. Tónlist Pálma hljómar oft úr íbúð Gunnars á Nesvöllum, enda tónlistarmaðurinn í miklu uppáhaldi. VF/pket Janus Guðlaugsson hefur séð um heilsueflingu Gunnars nokkur undanfarin ár. Tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson kom í afmælið og flutti úrval sinna bestu laga sem Gunnar svo dansaði við. Afmælisbarnið Gunnar á stóra deginum. Gunnar sat til borðs með 89 ára gamalli systur sinni, Magneu Steinunni.
12 // víkur F r É ttir á S uður NESJ u M
Fjölmargir ættingjar og vinir komu í aldarafmælið á Nesvöllum.

Fá fjarvistir fyrir þátttöku í verkefni með bæjarfulltrúum

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og ungmennaráðs Reykjanesbæjar var haldinn þann 2. maí síðastliðinn, í sömu viku og barna- og ungmennahátíð var í fullum gangi í bæjarfélaginu. Forseti bæjarstjórnar, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, setti fundinn með formlegum hætti og bauð meðlimum ungmennaráðs upp í pontu. Á fundinum fóru tólf meðlimir ungmennaráðs með fjölbreytt erindi um mál er varða börn og ungmenni. Erindin bentu öll til þess að andleg heilsa ungmenna sé mikið áhyggjuefni. Meðlimir ráðsins kom með tillögur og hugmyndir að ýmsu sem gæti bætt heilsu ungmenna í Reykjanesbæ, þar má helst nefna hugmyndir eins og að fá félagsráðgjafa í grunnskóla bæjarins, fjölga félagsmiðstöðvum, lengja opnunartíma í sundlauginni, hafa símalausa skóla, auka fjárframlög til íþróttafélaganna og auka samráð við ungmenni þegar kemur að málefnum er þau varða.

Ungmennaráðið lagði áherslur á aðrar áskoranir nútímans. Skjátími ungmenna, aukin ofbeldismenning og áskoranir sem tengjast skólagöngu meðal ungra innflytjenda voru meðal þess sem fram kom.

Þess má geta að meðlimir ungmennaráðsins eru áheyrnarfulltrúar í nefndum og ráðum bæjarins og var því einnig rætt um mikilvægi þess verkefnis og þá ómældu vinnu sem ungmennin leggja í starfið, launalaust. Þá var einnig nefnt að meðlimir fá vinnu sína í ráðinu ekki metna í Fjölbrautaskóla

Suðurnesja og fá fjarvistir þegar þau mæta á fundi með ráðum og nefndum á skólatíma. Formaður ungmennaráðsins talaði þá um að mikilvægt væri að ráðið myndi fá fjármagn fyrir einstaka verkefnum og laun fyrir setu þeirra á hinum ýmsu fundum. Ráðið kom því með ýmis málefni á borð og fór yfir það sem betur mætti fara en fóru jafnframt yfir það sem vel er gert hér í bæ. Þá lofuðu þau leiksvæðinu við Kamb í Innri­Njarðvík, fögnuðu því að nú væri kominn meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu í Njarðvík og hrósuðu barna ­ og ungmennahátíðinni og þeim flottu viðburðum sem í boði voru á hátíðinni. Einnig hrósuðu þau Fjörheimum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar fyrir faglegt og skemmtilegt starf sem er opið öllum ungmennum bæjarins sem og unglingaráði Fjöheima en það ráð er byggir á unglingalýðræði og skipuleggur meðal annars viðburði á vegum Fjörheima.

Samþykkja heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða gamalla barna

Að lokum þakkaði bæjarstjórn ungmennaráðinu fyrir fagleg vinnubrögð, góðar ábendingar og vel undirbúnar ræður. „Ég hvet ykkur til að festa í sessi þennan neista sem þið hafið í brjósti ykkar og haldið áfram að þrýsta á okkur og alla í samfélaginu okkar. Því ykkar rödd heyrist og hún er mikilvæg,“ voru skilaboð sem Bjarni Páll Tryggvason kom áleiðis til ráðsins og voru mörg svör bæjarstjórnar í þá áttina: „Mig langar að hvetja ykkur til að halda áfram að vera þessi breyting sem þið viljið sjá í heiminum. Hvert og eitt ykkar er full fært um að lyfta grettistaki í að gera samfélagið okkar betra,“ sagði Helga Jóhanna Oddsdóttir. Ungmennaráðið hlakkar til að vinna áfram í málefnum barna og ungmenna í góðu samstarfi við bæjarstjórn og starfsfólk Reykjanesbæjar og þakkar um leið fyrir gott samstarf á árinu.

Ungmennaráð Reykjanesbæjar.

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að heimgreiðslur til foreldra tólf mánaða gamalla barna sem fá ekki daggæslu fyrir börn sín verði í samræmi við bókun fræðslunefndar og felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að útbúa reglur í samræmi við það og leggja þær fyrir bæjarráð.

Fræðslunefnd Grindavíkur hafði lagt til að foreldrar barna sem náð hafa tólf mánaða aldri geti sótt um heimgreiðslur sem nemur ekki hærri fjárhæð heldur en niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldri. Með þessu er komið til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til

að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn byrjar í leikskóla. Nefndin telur mikilvægt að skilyrða greiðsluna þannig að fyrir liggi að réttur til fæðingarorlofs sé fullnýttur og barnið sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Grindavíkurbæ.

Bæta tólf herbergjum við hótel

Eldhamar hefur sótt um byggingarleyfi fyrir stækkun á Hafnargötu 26 í Grindavík. Sótt er um að byggja við eldra hús til austurs, einnig tvær hæðir, þar sem hótelið er stækkað og bætt við tólf hótelherbergjum ásamt rýmum sem tengjast þeirri starfsemi. Nýbygging er byggð upp á sama hátt og eldra hús þar sem fyrsta hæð er steypt og önnur hæð er léttbyggt timburhús. Stærð nýbyggingar samkvæmt umsókn er 898,2 fermetrar.

Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar staðfestir í fundargerð sinni að byggingaráformin eru í samræmi við skipulag og hefur umsóknin

RAMMAGERÐIN KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Við hjá Rammagerðinni Keflavíkurflugvelli viljum fjölga í teymi sölufulltrúa í sumar.

hlotið fullnaðarafgreiðslu nefndarinnar og byggingarfulltrúi tekið við málinu.

Hlutverk sölufulltrúa er að selja viðskiptavinum vörur félagsins, veita þeim framúrskarandi þjónustu ásamt því að halda verslunum snyrtilegum og fylla á vörur eftir þörfum. Unnið er á vöktum.

Byrjað verður strax að vinna úr umsóknum og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst, kostur ef viðkomandi gæti hafið störf fljótlega.

Vinsamlega sendið ferilskrá þar sem fram koma fyrri störf og meðmælendur.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Almenn verslunarstörf

• Þjónusta við viðskiptavini

• Áfyllingar og ásýnd verslunar

Menntunar- og hæfniskröfur

• Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

• Öguð vinnubrögð og sveigjanleiki

• Framúrskarandi þjónustuhæfileikar

• Áræðanleiki og stundvísi

Um vinnustaðinn

Rammagerðin hefur verið heimili íslenskrar hönnunar frá 1940.

Rammagerðin er rammíslensk gjafavöruverslun sem leggur áherslu á íslenska hönnun og handverk. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 sem rammagerð en seldi svo ullarvarning og fatnað svo áratugum skipti.

Rammagerðin, sem nú hefur verið starfrækt síðan 1940, rekur í dag 8 verslanir með vörur frá yfir 300 íslenskum hönnuðum og handverksmönnum.

Sótt er um starfið í gegnum Alfred.is Frekari upplýsingar veitir melkorka@rammagerdin.is

Ungmennaráð Reykjanesbæjar fundaði með bæjarstjórn.
ÍS LA ND 1 94 0 WW W IS Fj öl br ey tt ú rv al a f ís le ns kr i hö nnun víkur F r É ttir á S uður NESJ u M // 13

Gríðarlega svekkjandi

Katla hóf sinn körfuboltaferil um svipað leyti og hún byrjaði í grunnskóla, um sex ára aldurinn og fyrsta spurningin er: „Af hverju körfubolti?“

„Mjög góð spurning – af því að það hafði enginn í minni fjölskyldu verið í körfubolta,“ segir Katla. „Ég held að þetta hafi bara verið af því að vinkonur mínar í skólanum fóru í körfu og ég svolítið elti. Ég var í fimleikum áður og var þá í fimleikum og körfu eins og margar litlar stelpur voru á þessum tíma. Svo valdi ég körfuna af því það var mun skemmtilegra. Fimleikaferillinn entist til tíu ára aldurs.“

Engar aðrar íþróttir sem hafa komið í millitíðinni?

„Ég prófaði fótbolta í eitt sumar og fannst það alveg geggjað, þá var ég örugglega sjöunda bekk. Það var það skemmtilegt að ég var að hugsa um það eftir sumarið hvort ég ætti að velja fótbolta eða körfu. Svo um leið og leið og veturinn kom í fótboltanum var þetta orðið leiðinlegt, þegar við vorum að æfa inni. Ég hætti eiginlega um leið og karfan byrjaði.“

Unnu allt sem hægt var að vinna

Katla og félagar hennar í Keflavík sýndu fljótt að þær voru með yfirburðalið í sínum árgangi á landinu en þær eru fæddar árið 1999. „Fyrst tókum við þátt í Íslandsmóti í minnibolta sem yngra lið, þ.e.a.s. við spiluðum upp fyrir okkur við stelpur sem voru ári eldri. Við töpuðum öllum leikjum fyrst, vorum að mæta miklu stærri og sterkari stelpum. Svo í síðustu túrneringunni á þeirri leiktíð unnum við alla leikina. Það var enginn bikar en okkur þótti þetta alveg geggjað. Svo þegar Íslandsmótið byrjaði aftur þá unnum við alla leiki og vorum langbestar í okkar aldurflokki, ‘99 árganginum og með nokkrar stelpur sem voru ári yngri.

Þessi ‘99 árgangur tapaði ekki leik upp alla flokkana. Við töpuðum ekki einum leik, vorum með mikið yfirburðalið á landinu. Það voru kannski eitt eða tvö lið sem gátu veitt okkur einhverja samkeppni.

Katla Rún Garðarsdóttir er fyrirliði silfurliðs Keflavíkur í körfuknattleik kvenna en liðið hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu og bikarkeppni KKÍ í ár. Katla hefur verið með Keflavík alla sína tíð og henni hefur ekki þótt nein ástæða að leita annað. Katla gerði upp tímabilið með Víkurfréttum og rakti feril sinn frá því að hún hóf að leika körfubolta.

Af þessum árgangi erum ég og Þóranna Kika [Hodge­ Carr] ennþá að spila körfubolta. Hún er úti í Bandaríkjunum í námi. Svo voru nokkrar yngri stelpur sem spiluðu eiginlega alltaf með okkur, eins og Birna [Valgerður Benónýsdóttir], sem er að spila með mér í Keflavík, og Kamilla Sól [Viktorsdóttir] sem er í Njarðvík.“

Ágætis árangur – samt vonsvikin

Hvað finnst þér um tímabilið sem var að klárast, hvernig meturðu það?

„Ef maður lítur á tímabilið í heild, þegar maður lítur til baka og jafnvel fyrir tímabilið, þá held ég að árangurinn hafi verið ágætur hjá okkur – en samt er maður svo vonsvikinn að hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem var náttúrlega stærsta markmiðið á tímabilinu. Líka skellurinn í bikarnum, þegar við töpuðum þeim leik [94:66 fyrir Haukum í úrslitum]. Þetta voru tveir stórir bikarar sem við vorum á höttunum eftir en töpuðum báðum. Við komumst þó í úrslitaleikina og fengum silfur í báðum, sem er flott en ekki það sem við vildum. Gull er auðvitað það sem við sækjumst eftir.“

Katla Rún á magnaðan feril að baki aðeins 24 ára. Hún hefur orðið Íslands­ og bikarmeistari í körfubolta með öllum yngri flokkum Keflavíkur og einnig Íslands ­ og deildarmeistari með efstu deildar­

liði Keflavíkur og bikarmeistari í tvígang.

Þið voruð eiginlega með yfirburðalið í allan vetur.

„Já og eiginlega ekki það sem fólk var að búast við. Okkur var varla spáð í úrslitakeppnina fyrir tímabilið, sem er kannski ekkert skrítið því við komumst ekki í hana í fyrra. Mér bætingin á liðinu og leikmönnum á milli tímabila vera það mikil að mér finnst. Miklar framfarir og mikil leikgleði sem var í gegnum allt tímabilið hjá okkur.“

Voru kannski væntingar stuðningsmanna orðnar ósanngjarnar?

„Ósanngjarnar eða ekki ósanngjarnar. Við vorum að sýna hversu gott lið við vorum í raun og veru, þetta er eitthvað sem við vissum fyrir tímabilið og vorum með háleit markmið. Maður setur sér ekki svona stór markmið nema að hafa trú á að maður geti náð þeim. Þetta fór svolítið frá því að í byrjun tímabils vorum við „underdogs“ ef maður má aðeins sletta, liðið sem þurfti að vinna sér inn virðingu –sanna sig.

Svo var þetta eiginlega búið að snúast við í allri umræðu þegar kom að úrslitunum, þá vorum við orðnar liðið sem þurfti að vinna en ekki öfugt. Sem er bara gott, okkur fannst þetta líka, við vorum fullar sjálfstrausts. Þetta er bara svona í körfunni, hausinn spilar mikið

inn í og stundum skiptir ekki máli hvort liðið sé betra. Það skiptir máli hvort liðið hittir á betri dag, bæði lið eru vel undirbúin og þegar maður horfir til baka á seríuna á móti Val þá er rosalega stutt á milli liðanna.

Við höfðum tækifæri til að vinna fyrsta leikinn en nýttum það ekki og þær vinna á vítalínunni, leikur tvö fór í framlengingu og leikur þrjú er eiginlega eini leikurinn sem var ekki jafn, leikurinn sem við unnum á heimavelli. Þetta er gríðarlega svekkjandi þegar maður hugsar til baka og fer yfir þetta.“

Hvað finnst þér um það að Hörður Axel sé hættur með liðið?

„Ég held að öllu liðinu finnist mikil eftirsjá í Herði. Hópurinn sem var með Herði í ár gekk vel og við vorum mjög ánægðar með hann. Hann er búinn að vera með okkur síðustu fjögur ár og búinn að kenna okkur mjög margt, gefa okkur fullt af tækjum og tólum til framtíðar í körfubolta. Það er mikill söknuður og við hefðum auðvitað viljað hafa hann áfram sem þjálfara.

Umræðan gagnvart honum, bæði sem þjálfara og leikmanns, hefur oft verið óvægin og ósanngjörn. Hann er frábær þjálfari og einstaklingur, hann hefur lagt mikið til klúbbsins og leikmanna sinna.

Það er alls ekki sjálfgefið.

Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á hve mikilvægur hlekkur hann var í Keflavíkurliðinu fyrr en hann meiddist, þá fór fólk svolítið að draga þetta til baka.“

Líður vel í Keflavík

Katla fór aldrei út í það að huga alvarlega að námi erlendis og að spila körfubolta samhliða því. Það hefði eflaust staðið henni til boða hefði hún kosið að fara þá leið en Katla hefur spilað með öllum landsliðum Íslands. „Ég var fyrst valin inn í U15 landslið Íslands, það fyrsta sem er í boði í rauninni. Svo var ég í U16, á yngra ári í U18 þannig að ég var þar í tvö ár. Sama með U20, var með því í tvö ár en svo er ég bara orðin of gömul fyrir yngri landsliðin. Ég hef farið í eitt A­landsliðsverkefni og svo var ég boðuð á landsliðsæfingar þarsíðasta sumar en þá var ég bara búin að ráðstafa sumrinu öðruvísi, þannig að ég

gaf ekki kost á mér þá. Kallið kom bæði seint og hausinn var ekki í körfubolta þetta sumar – var búin að vera öll sumur síðan ég var fimmtán ára. Fyrsta sumarið sem ég var ekki í körfubolta var fyrsta Covid­sumarið. Maður var þvílíkt spenntur að fara til útlanda og gera eitthvað skemmtilegt ... en það varð ekki mikið úr því.“

En hvarflaði aldrei að þér að fara út í háskóla?

„Það var einhver fjarlægur draumur hjá mér, eins og kemur upp hjá öllum á einhverjum tímapunkti held ég. Svo einhvern veginn þegar ég er að útskrifast þá var þetta ekki lengur ofarlega á óskalistanum hjá mér, það heillaði mig ekki eins og svo marga.

Margar vinkonur mínar hafa farið út og upplifanir þeirra eru misjafnar en það er auðvitað frábært að geta gert þetta ef maður hefur áhuga á því. Ég held að ég hefði getað farið eitthvert hefði ég viljað það, ég fór aldrei út í það einu sinni að kanna þann möguleika. Ég veit ekki, kannski er ég bara svona heimakær. Mér líður vel hérna í Keflavíkinni.“

Í hvaða skóla fórstu eftir grunnskóla?

„Ég fór í Verzló eftir grunnskóla, þannig að ég var alla daga að keyra brautina, og hélt því svo áfram og fór í HR [Háskólann í Reykjavík] þar sem ég lærði viðskiptafræði. Núna er ég að vinna í skrifstofustarfi á bílaleigunni Geysi. Maður verður að halda fjölskyldufyrirtækinu uppi,“ segir hún og hlær. „Það er ekki hverjum sem er treyst fyrir því.“

Katla er að verða 24 ára en samt orðin ein af elstu og reyndustu leikmönnum Keflavíkurliðsins.

„Ég á nóg eftir og bý skyndilega yfir mikilli reynslu,“ segir Katla. „Rosalega skrítið að vera elst allt í einu. Ég var elst af íslensku leikmönnum liðsins framan af tímabilinu, alveg þangað til Emelía [Ósk Gunnarsdóttir] kom aftur. Fínt að hafa hana þarna, hún tók fram úr mér – er einu ári eldri.

Thelma Dís [Ágústsdóttir] er eldri en ég. Hún er að klára skólann og það verður spennandi að sjá hvað hún gerir,“ sagði fyrirliðinn Katla Rún sem er tilbúin í slaginn á næsta tímabili.

á tímabilinu
– segir Katla Rún Garðarsdóttir þrátt fyrir góðan árangur
Jóhann
johann@vf.is Meistarinn Katla Katla Rún á magnaðan feril að baki aðeins 24 ára. Hún hefur orðið Íslands- og bikarmeistari í körfubolta með öllum yngri flokkum Keflavíkur og einnig Íslands- og deildarmeistari með efstu deildarliði Keflavíkur og bikarmeistari í tvígang. Spurning hvort annar leikmaður á landinu hafi leikið þetta eftir? Hér er Katla í leik með U18 á Evrópumótinu 2017. Mynd úr safni Kötlu sport
Páll Kristbjörnsson

Við

á kronan.is
finnur Snjallverslun Krónunnar í
store
store kronan.is
Afgreiðslutímar
Þú
App
Play
höfum
fyrir heimsendingar úr Snjallverslun!
Reykjanesbær og Vogar!
opnað

Svona sér arkitekt fyrir sér nýja verslun BYKO í Reykjanesbæ.

Stækka byggingarreit fyrir nýja BYKO-verslun í Reykjanesbæ

Smáragarður ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti JeES arkitekta ehf. frá 24. apríl 2023. Heimild verði að stækka byggingareit lítillega vestanmegin. Um er að ræða nýtt verslunarhúsnæði BYKO í Reykjanesbæ.

Umhverfis­ og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna.

Panta einingar fyrir færanlegar skólastofur fyrir hálfan milljarð

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur veitt heimild þess að panta lausar einingar fyrir færanlegar skólastofur sem settar yrðu upp í Reykjanesbæ. „Í ljósi þess fordæmalausa ástands sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir í grunn- og leikskólamálum þá er óskað eftir því að fá að fjárfesta í fleiri lausum einingum. Hönnun og nánari útfærsla mun koma síðar en til að koma þessu í framleiðsluferli er nauðsynlegt að fá heimild til að panta einingarnar,“ segir í minnisblaði sem Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, lagði fyrir síðasta fund bæjar-

ráðs Reykjanesbæjar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er kostnaður áætlaður um 500 milljónir króna.

Mundi

Hefði kannski verið fljótlegra að hlaða viðbótina við Stapaskóla úr svona gámaeiningum?

Tæplega þrjú þúsund kylfingar hafa leikið á Hólmsvelli frá því það var opnað inn á sumarflatir 20. apríl, sumardaginn fyrsta. Hólmsvöllur er með fyrstu golfvöllum landsins sem opnar formlega í sumarbúningi og fær því mikið af gestum utan Suðurnesja í heimsókn í upphafi sumars. Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu opna flestir um mánuði seinna. Fyrsta stigamót Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í byrjun vikunnar, 9. maí en eitt af stóru mótum Golfsambands Íslands verður í Leirunni 2.–4. júní næstkomandi. Þá munu bestu kylfingar landsins mæta á Hólmsvöll. Leiran hefur grænkað mikið á undanförnum dögum og vikum en Hilmar Bragi tók þessa mynd í upphafi vikunnar.

• • •
Færanlegar stofur við Myllubakkaskóla.
Á þriðja þúsund í Leirunni
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.