www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Stjarnan_mars_17

Page 1

Stjarnan karfa Stjarnan körfuknattleiksdeild

Úrslitakeppnin að hefjast!

Stjarnan - ÍR

Fimmtudaginn 16. mars í Ásgarði 19:15


Efnisyfirlit

Pistill formanns 10. flokkur bikarmeistarar! Væri óskandi að troðfylla Ásgarð í úrslitakeppninni Fullt af frábærum þjálfurum Að leggja hart að þér og treysta á vinnuna sem þú leggur á þig Meistaraflokkur karla Opnu mynd Meistaraflokkur kvenna Fimm góð ráð til krakka í körfu Mathúsi Garðabæjar þakkaður stuðningurinn Metnaðarfullt umhverfi Yfir þrjú hundruð krakkar í körfu í Garðabæ Myndir 2016 - 2017

6 7 8 10 12 14 - 15 16 - 17 18 - 19 20 20 22 24 28 - 29

Útgefandi: Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Ábyrgðarmaður: Hilmar Júlíusson Pennar: Elías Karl Guðmundsson, Gunnar K. Sigurðsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Ari Eiríksson og Hilmar Júlíusson Ljósmyndir: Bára Dröfn Kristinsdóttir, Karl West og Hilmar Ingvi Birgisson. Umbrot og prentun: Svansprent

Við styrkjum Stjörnuna

Rafport

TÁ K N O G L E T U R Á H V Í T U M G R U N N I

2


dresscode iceland

www.c i nta m an i . i s

www. i ns tag ra m .com /c i nta m a n i _i ce l a n d

www.fa ce b ook .com /c i nta ma ni . icel an d


– fyrir þig

4


ÞAÐ ER FLJÓTLEGT OG EINFALT AÐ PANTA MEÐ DOMINO’S APPINU OG Á VEFNUM OKKAR, DOMINOS.IS

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Pistill formanns

Fyrir 10 árum urðu straumhvörf í körfuboltanum í Garðabæ. Vorið 2007 tryggði meistaraflokkur karla í Stjörnunni sér sæti í efstu deild öllum á óvart eftir að hafa tryggt sér síðasta sætið í úrslitakeppni 1. deildar í síðasta deildarleiknum. Nánar er farið yfir þessa sögulegu úrslitakeppni hér í blaðinu. Síðan þetta gerðist hefur töluvert vatn runnið til sjávar. Meistaraflokkur karla hefur unnið 3 bikarmeistaratitla, komist tvisvar í lokaúrslit á Íslandsmóti og alltaf komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010. Það má segja að stöðugleiki hafi einkennt karlaliðið allann þennan tíma og þá er ég ekki að tala um inn á vellinum. Allan þennann tíma hafa aðeins 3 þjálfarar komið að þjálfun liðsins, (ef undan er skilinn einn leikur þar sem Eyjólfur Örn Jónsson og Jón Kr Gíslason stjórnuðu liðinu) þeir Bragi Magnússon sem kom liðinu upp á sínum tima, Teitur Örlygsson og Hrafn Kristjánsson. Sama má segja um leikmenn, þeir sem hafa komið í Garðabæinn hafa yfireitt ílengst þar, leikmenn eins og Fannar Helgason, Jovan Zadrevski, Marvin Valdimarsson og Justin Shouse svo einhverjir séu nefndir. Og nú er árangur barna- og unglingastarfsins farinn að sjást í meistaraflokki og uppaldir leikmenn farnir að láta til sín taka og vonandi mun þeim fjölga á komandi árum. Á þessu tímabili hefur meistaraflokkur kvenna einnig eflst og dafnað. Kvennakarfan var stofnuð árið 2009. Árið 2015 tryggðu stelpurnar sér sæti í efstu deild. Fyrsta árið var erfitt en í ár eru stelpurnar svo gott sem búnar

6

að tryggja sig inn í 4ra liða úrslitakeppni þegar þetta er skrifað. Stefnan er í í raun sú sama í kvennaboltanum og karlamegin, taka eitt skref í einu og koma liðinu í fremstu röð. Ef rétt verður haldið á hlutunum þá er ekki langt í fyrsta titil í meistaraflokki kvenna í Garðabæ. En þessi árangur fyrir 10 árum hafði ekki bara áhrif á afreksstarfið. Gert var átak í að efla barna- og unglingastarfið. Stefnan var tiltölulega einföld, Stjarnan ætlaði að vera með stærsta og besta yngri flokka starfið á landinu. Eflaust má deila um hvað sé best en samkvæmt tölum ÍSÍ er Stjarnan nú ein fjölmennasta körfuknattleiksdeild landsins með ríflega 300 iðkendur bara í barna og unglingastarfinu. Sérstakt gleðiefni er að nokkrir sterkir árgangar stúlknamegin eru að koma upp. Árið 2007 voru ekki margir áhorfendur á körfuboltaleikjum í Garðabæ, fólk í þessum bæ hafði alist upp við aðrar íþróttagreinar. En aðsókn á leiki er alltaf að aukast og hefur aukist ár frá ári. Enda fátt sem toppar stemminguna í troðfullum Ásgarði í úrslitakeppninni. Ég vil að lokum hvetja fólk til að fjölmenna á úrslitakeppnina sem framundan er. Strákarnir eru að hefja mikla rimmu við nágranna okkar úr ÍR og það er klárt að það verður mikil skemmtun og strákarnir þurfa á öflugum stuðningi að halda. Ekki er ljóst á þessari stundu hver verður mótherji stelpnanna en það verður klárlega mikil skemmtun líka. SKÍNI STJARNAN Hilmar Júlíusson Formaður Kkd Stjörnunnar


10. flokkur bikarmeistarar!

Stjarnan fékk bikarmeistaratitil í safnið um daginn er 10. flokkur karla landaði titlinum í hörkuleik við Þór Akureyri í Laugardalshöll. Leikurinn var hin besta skemmtun, Þór byrjaði leikinn af krafti og komst yfir snemma leiks. Stjörnumenn gáfu hins vegar ekkert eftir og unnu sig inn í leikinn og kláruðu hann með stæl. Stjörnusigur staðreynd, 59-68 og bikarmeistaratitill í húsi. Meðfylgjandi eru myndir úr leiknum. Til hamingju með bikarmeistaratitilinn!!

7


„Væri óskandi að troðfylla Ásgarð í úrslitakeppninni“ Hlynur Bæringsson landsliðsmaður gekk í raðir Stjörnunnar síðastliðið haust eftir áralanga veru í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann ræðir hér um veruna úti, lífið í Garðabænum eftir heimkomuna og möguleika Stjörnunnar í úrslitakeppninni sem er framundan. Við byrjum á að spyrja fyrirliðann hvernig það sé að vera kominn heim aftur eftir langa veru í Svíþjóð? „Það eru kostir og gallar sem fylgja því að vera komin heim eftir sex ár í Svíþjóð“ segir Hlynur. „Mér líkaði ákaflega vel í Svíþjóð en á sama tíma saknaði ég að sjálfsögðu fjölskyldu og vina, það er gott að vera nær þeim og tala sitt eigið tungumál alla daga. Það eru kostir og gallar við að búa á Íslandi eins og annars staðar.“ Spurður um veru sína í atvinnumennsku segist Hlynur hafa verið heppinn í Svíþjóð, hann fór í Sundsvall Dragons þar sem fyrir var vinur hans til margra ára, Jakob Sigurðarson. Það hafi því verið mjög auðvelt fyrir hann að aðlagast lífinu þar auk þess sem Svíar séu nokkuð þægilegir í umgengni. „Innan vallar gekk mér strax vel, það er mjög mikilvægt fyrir aðkomumenn að finna taktinn strax því lið eru mjög sjaldan þolinmóð þegar kemur að nýjum leikmönnum, eins og við þekkjum hérna heima“ bætir Hlynur við. Hann segir deildina vera öðruvísi en íslensku deildina er varðar hæð leikmanna og styrk. „Innan vallar var deildin sterkari og meira um hávaxna leikmenn sem kröfðust þess að ég aðlagaðist“ segir Hlynur. Hann segir þó að deildin sé ójöfn, bestu liðin séu sterk, þ.á.m. Sundsvall, Norrköping, Södertalje og Lulea sem höfðu fjármagn til að fá til sín

8

sterka leikmenn og sum kepptu með góðum árangri í Evrópukeppni. Núna eru hinsvegar nokkur lið við botninn sem séu frekar slök að hans mati. Erfið ákvörðun að koma heim „Það var erfið ákvörðun að koma heim“ segir Hlynur aðspurður um það hvernig það kom til að hann ákvað að snúa heim til Íslands. „Eins og ég hef komið inná líkaði mér lífið vel í Svíþjóð og fjölskyldan var sátt.“ Hann segist líka ekki ekki hafa komið heim eingöngu á eigin forsendum, liðið hans varð gjaldþrota eftir áralanga fjármálaóreiðu. „Gjaldþrotið er nú komið fyrir dómstóla enda margt sem bendir til þess að efnahagsbrot hafi verið framin, við vorum


nokkrir sem vorum sviknir og samningar ekki efndir, það skilur alltaf eftir sig pirring“ segir Hlynur. Hann segir því þetta hafa verið leiðinlegan endi eftir langa og góða dvöl í Svíþjóð. Hann segir þó ekki hafa verið erfitt að velja að koma heim þegar það varð ljóst að dvölin hjá Sudsvall yrði ekki lengri. Honum buðust nokkrir möguleikar í Evrópu en það var ekkert sem hann hafði áhuga á. „Með stóra fjölskyldu gat ég ekki bara hoppað hvert sem er fyrir stutta samninga“ bendir fyrirliðinn á. Líður vel í Garðabænum Hlynur segist sér lítast mjög vel á sig í Garðabænum og segir að það hafi verið nokkrar ástæður fyrir því að fjölskyldan ákvað að flytja í Garðabæinn og spila með Stjörnunni. „Þetta var einn af þeim stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem mér leist á að búa á og við vorum mest að skoða hér fyrir sunnan“ segir hann. Liðið sé gott með nokkrum leikmönnum sem hann hafi kannast við, bæði þjálfara og leikmenn og því hafi það verið nokkrir þættir sem réðu för. „Þetta hefur verið ljómandi hingað til“ segir Hlynur um veruna í Stjörnunni. „Heilt yfir höfum við verið góðir, við erum við toppinn ásamt þeim liðum sem var spáð þar ásamt okkur“ bætir hann við. Hlynur segir að nokkrir leikir sitji þó ennþá í honum, tapið í Borgarnesi á útivelli og spennuleikurinn við Njarðvík heima ásamt bikartapinu í Grindavík. „En svona er bara boltinn, það gengur ekki alltaf allt upp, og er það í

raun frekar undantekning að allt gangi upp. Ég er ágætlega sáttur skulum við segja en finnst samt að við ættum að vera með nokkra sigra í viðbót.“ Hörkuúrslitakeppni framundan Talið snýst að úrslitakeppninni og Hlynur er fullviss um að Stjörnumenn muni láta að sér kveða þar í samkeppni við nokkur önnur lið. „KR er að sjálfsögðu með ógnarsterkan mannskap sem gæti styrkst enn frekar nú þegar vorar en við teljum okkur vel geta keppt við þá“ segir Hlynur. Hann segir að fyrir utan KR séu Tindastóll mjög sterkir og hafi væntingar um að vinna titilinn. „Þessi lið finnst mér líkleg en svo eru alltaf lið sem mæta spræk inní úrslitakeppnina, það gæti t.d. verið Keflavík eða ÍR sem við mætum, bæði lið sem hafa spilað töluvert undir getu í vetur.“ segir Hlynur. Hann segir alveg ljóst að það sé hörkuúrslitakeppni framundan og þar ráði áhorfendur miklu um það hvernig liðinu gengur. Troðfyllum Ásgarð Hlynur segist vera þakklátur fyrir það hversu vel honum hafi verið tekið meðal Stjörnumanna og Garðbæinga almennt. „Nú þegar leikirnir verða sífellt mikilvægari þá væri óskandi að við fylltum Ásgarð á hverjum leik, allt er svo mikið skemmtilegra þegar húsin eru troðfull, fyrir alla sem koma að leiknum“ segir landsliðsfyrirliðinn að lokum. Við þökkum Hlyni fyrir áhugavert og skemmtilegt viðtal.

KRAFTUR TRAUST ÁRANGUR Hringdu núna

520 9595


Fullt af frábærum þjálfurum Bryndís Hanna Hreinsdóttir er fyrirliði Stjörnukvenna og sá leikmaður sem spilað hefur lengst með Stjörnunni. Það er því vel með hæfi að setjast niður með Bryndísi og fara yfir árin hennar hjá félaginu. Hvers vegna komstu í Stjörnuna á sínum tíma? Árið 2011 tók ég þá ákvörðun að koma til Stjörnunnar eftir skemmtilegan og lærdómsríkan tíma hjá Haukunum. Helsta ástæða þess að ég kom til Stjörnunnar var sú að mig vantaði nýjar áskoranir og ég þekkti líka nokkrar yndislegar stelpur í liðinu sem hvöttu mig mikið til þess að koma í félagið. Það að hafa komið til Stjörnunnar er sennilega ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Segðu okkur aðeins frá árunum í 1. deildinni, var liðið ekki ansi oft nálægt því að komast í efstu deildina? Árin í 1. deildinni voru okkur afar mikilvæg og dýrmæt reynsla. Á þessum tíma þurfti liðið svolítið að sanna sig inn í félagið. Það var lítil sem engin kvennakarfa í Stjörnunni og því þurftu leikmenn að vera virkilega duglegir að sinna hinum og þessum störfum fyrir félagið. Ég held að við höfum verið með fjáraflanir á hverja einustu helgi til þess að geta verið með lið í deildinni. Auðvitað var fullt af frábæru fólki sem aðstoðaði liðið á þessum tíma líka. Við vorum jú heldur betur ansi nálægt því að fara upp á hverju ári og alltaf í toppbaráttunni. Ég held líka að deildin hafi orðið sterkari með hverju árinu og baráttan því alltaf meiri og meiri. Liðið komst til dæmis tvisvar í úrslitaleik um að komast upp á þessum árum. Ég held síðan að það hafi verið sætasti sigur sem ég hef tekið þátt í þegar við unnum Njarðvík í oddaleik árið 2015 og allt dramað sem fylgdi því. Nú urðu miklar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og fjöldi nýrra leikmanna. Hvernig gekk að koma hópnum saman? Liðið er jú mjög breytt en við erum aðeins þrjár eftir frá því í fyrra, ég og turnarnir tveir Hafrún og Ragna Margrét. Við fengum held ég 10 frábæra nýja leikmenn í liðið og það er alveg magnað hvað það gekk vel að púsla liðinu saman. Helsta ástæða þess að það gekk svona vel er sú að allir þessir leikmenn og þjálfarateymið okkar voru tilbún að leggja hart að sér frá upphafi og gefa af sér til liðsins. Svo

10

erum við með ansi góða sérfræðinga að „recruita“ flotta einstaklinga til okkar. Eina vesenið er kannski að þessar skvísur eru allar svo ungar að nú upplifir maður sig svolítið gamlan í liðinu. Hvernig sérð þú framhaldið hjá liðinu? Þróunin hjá liðinu hefur verið jöfn og stígandi og árangurinn í takt við það. Við erum með fullt af ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa verið að blómstra í vetur og eiga eftir að verða enn betri. Ég er svo ótrúlega stolt af liðinu og framhaldið er spennandi. Nú hefur verið mikið rætt um konur í íþróttum í fjölmiðlum og það halli á konur. Hvernig ert þú að upplifa þetta hjá Stjörnunni? Bakvið liðið okkar er frábær umgjörð og ég er sannfærð að hún gerist varla betri hvort sem um er að ræða kvennaeða karlalið í deildinni. Það er hugsað rosalega vel um liðið og margir sem vinna óeigingjarnt starf fyrir okkur. Bæði stjórnin og kvennaráðið eru dásamleg og gera allt fyrir liðið. Stjarnan er að standa sig gríðarlega vel hvað þetta varðar. Eins er Bryndís nafna mín Gunnlaugsdóttir ómetanleg og mögnuð. Við leikmennirnir skuldum öllum þeim sem koma að liðinu fullt af knúsi og þakklæti. Þú ert einnig að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni - mun Stjarnan geta byggt upp stórveld í kvennakörfubolta? Ég er ekki í nokkrum vafa að Stjarnan verði stórveldi í kvennakörfunni áður en við vitum af, enda fullt af frábærum þjálfurum þar að störfum og eru að gera góða hluti. Nú lítur út fyrir að Stjarnan sé á sínu öðru ári í úrvalsdeild að komast í undanúrslit - hvernig metur þú möguleika liðsins þar? Ég tel möguleika okkar í úrslitakeppninni vera góða, við höfum sýnt í vetur að við getum unnið öll liðin í deildinni. Ef við fylgjum okkar plani, leggjum hart að okkur og njótum þess að spila körfubolta verðum við í góðum málum. Eitt sem að ég veit að mun hjálpa liðinu er öflugur stuðningur. Stuðningur í stúkunni mun skipta ótrúlega miklu máli og ég vil því skora á ALLT Stjörnufólk að fjölmenna á leiki og hvetja okkur áfram. Það mun hjálpa ! Ég veit að það hafa verið myndast ákveðnir ,,fanklúbbar” í kringum liðið sem taka nýjum meðlimum fagnandi. Kíkið við í Kjöt og Fisk á Garðatorgi fyrir nánari upplýsingar.



Að leggja hart að þér og treysta á vinnuna sem þú leggur á þig Danielle Victoria Rodriguez hefur vakið mikla athygli í liði Stjörnunnar enda með frábærar tölur; 23,1 stig, 10,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar í leik. Ekki nóg með að hún sé að standa sig vel innan vallar þá hefur hún verið einstaklega góður liðsfélagi, aðstoðað við þjálfun yngri flokka og verið frábær fyrirmynd bæði innan sem utan vallar. Það er því tilvalið að setjast niður með Dani eins og hún er kölluð og fá að kynnast henni aðeins betur. Það er við hæfi að byrja þetta viðtal eins og flest viðtöl við útlendinga á Íslandi, hvernig líkar þér hér á Íslandi? Mér líður mjög vel á Íslandi, þetta er virkilega fallegt land og allt öðruvísi en aðrir staðir sem ég hef búið á og einstakt á sinn hátt. Hvernig kom það til að þú komst til Stjörnunar og hvernig líður þér hjá félaginu? Ég hafði heyrt flotta hluti af félaginu áður en ég tók ákvörðun um að koma hingað og ég er mjög ánægð hér. Ég elska allt við Stjörnuna. Þjálfararnir, liðsfélagarnir, fólkið í kringum klúbbinn og starfsfólkið í Ásgarðir og bara allir sem hafa hjálpað mér að eiga hér heimili fjarri heimahögum. Hvenær og hvers vegna byrjaðir þú að æfa körfubolta?

12

Ég byrjaði að spila körfu þegar ég var 4 ára gömul. Pabbi minn hafði alltaf spilað og þjálfað körfubolta og eldri systir mín spilaði líka. Þannig að þetta er fjölskyldusport. Hvernig hefur ferilinn þinn verið í körfubolta? Ferilinn minn hefur aldrei verið auðveldur. Þetta hefur verið algjör rússíbani, ég hef upplifað hæðir og lægðir þegar kemur að því að spila körfubolta, unnið og tapað leiki og á fullt af frábærum minningum. Ég hef eytt miklum tíma og vinnu í að bæta mig sem leikmann og hver einasta sekúnda hefur verið þess virði. Ferðin hófst þegar ég var 4 ára og þegar ég var 10 ára ákvað ég að ég vildi spila í háskóla og verða atvinnumaður í körfubolta. Núna er ég 23 ára og hef klárað 4 ár í háskólaboltanum og er núna að ljúka mínu fyrsta ári sem atvinnumaður. Ég er mjög ánægð þegar ég horfi til baka yfir minn feril. Hverjar eru bestu minningarnar úr körfunni? Bestu minningarnar mínar eru tengdar tækifærunum sem fylgja því að spila körfubolta og fá að ferðast um allan heim. Ég hef ferðast um öll Bandaríkin og til 7 landa allt í tengslum við körfubolta. Ertu með einhver ráð til ungra leikmanna sem vilja verða betri í körfubolta? Ef þú átt þér draum eða markmið, þá verður þú að leggja hart að þér og treysta á vinnuna sem þú leggur á þig. Þú verður að trúa á sjálfan þig og hunsa neikvæðni í kringum þig. Þegar ég var að leggja á mig margra klukkutíma vinnu daglega til að verða betri í körfubolta þá var fólk í kringum mig sem sagði að ég myndi aldrei ná markmiðum mínum eða verða nógu góð. Ég hélt samt áfram og treysti á að ef ég legði hart að mér þá myndi ég ná árangri sem ég og gerði.


Leikdagur í lífi Dani 9.30 Vakna og fæ mér morgunmat. Alltaf pönnukökur, ommeletta og smá kaffi. 12:00 Mæti í Ásgarð og tek skotæfingu, boltaæfingar, teygi og rúlla. 13:30 Borða frábæran hádegismat á Mathúsi Garðabæjar

14:30 15:30 18:00 19:15 21:00

Kem heim og tek smá kríu Vakna og geri mig klára fyrir leikinn með smá hugleiðslu og hlusta á tónlist. Mæting í Ásgarð Leiktími – tími til að vinna! Kvöldmatur í Mathúsi Garðabæjar með liðinu

13


Meistaraflokkur karla 2016 - 2017

14

Sæmundur Valdimarsson

Óskar Þór Þorsteinsson

#0

#9

Framherji/Miðherji

Bakvörður/Framherji

23 ára

19 ára

200 cm

187 cm

Anthony O’dunsi

Tómas Þórður Hilmarsson

#2

#10

Bakvörður

Framherji

25 ára

22 ára

193 cm

201 cm

Egill Agnar Októson

Eysteinn Bjarni Ævarsson

#3

#11

Bakvörður

Framherji

18 ára

22 ára

188 cm

195 cm

Marvin Valdimarsson

Justin Shouse

#4

#12

Framherji

Bakvörður

35 ára

35 ára

198 cm

181 cm

Magnús B. Guðmundsson

Tómas Heiðar Tómasson

#6

#13

Bakvörður

Bakvörður

22 ára

25 ára

183 cm

187 cm

Ágúst Angantýsson

Arnþór F. Guðmundsson

#7

#14

Framherji

Bakvörður

31 árs

25 ára

200 cm

187 cm

Hlynur Elías Bæringsson

Brynjar M. Friðriksson

#8

#15

Framherji/Miðherji

Miðherji

34 ára

20 ára

200 cm

202 cm


Grímkell O. Sigurþórsson

Hrafn Kristjánsson

#20

Þjálfari meistaraflokks

Framherji/Bakvörður

karla

20 ára 192 cm

Við styrkjum Stjörnuna AKS Viðskipti ehf

Fagval ehf

Gluggar og Garðhús ehf

Versus Bílaréttingar/ sprautun ehf

Árvík hf

ValSkyn ehf

Hafnasandur hf

Svansprent 15


Meistaraflokkur karl


a og kvenna 2016 - 2017


Meistaraflokkur kvenna 2016 - 2017

18

Danielle V. Rodriguez

Vilborg Óttarsdóttir

#4

#14

Bakvörður

Framherji

23 ára

17 ára

180 cm

175 cm

Shanna Dacanay

Bríet Sif Hinkriksdóttir

#13

#15

Bakvörður

Bakvörður

29 ára

20 ára

161 cm

174 cm

María Lind Sigurðardóttir

Viktoría L. Steinþórsdóttir

#7

#23

Framherji

Bakvörður

27 ára

16 ára

180 cm

165 cm

Bryndís H. Hreinsdóttir

Sunna M. Eyjólfsdóttir

#8

#24

Bakvörður

Framherji

27 ára

17 ára

165 cm

175 cm

Jenný Harðardóttir

Ragna M. Bryjnarsdóttir

#10

#25

Framherji/Bakvörður

Miðherji

25 ára

26 ára

178 cm

188 cm

Hafrún Hálfdánardóttir

Eyrún Embla Jónsdóttir

#11

#26

Framherji

Bakvörður

26 ára

16 ára

180 cm

163 cm

Sigrún Guðrún Karlsdóttir

Jónína Þórdís Karlsdóttir

#12

#99

Bakvörður

Bakvörður

16 ára

17 ára

159 cm

166 cm


Pétur Már Sigurðsson Þjálfari meistaraflokks kvenna

Við styrkjum Stjörnuna Klínisk tannsmiðja Kolbrúnar

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Val-Ás ehf

Bílaleiga AkureyrarHöldur ehf

Hagráð ehf

Stjörnublikk ehf

Bílasprautun Íslands ehf

Gólfþjónusta Íslands ehf 19


Fimm góð ráð til krakka í körfu frá Hlyni Bærings

4. Litlu hlutirnir í körfubolta eru alls ekkert litlir. Æfðu þá líka og spáðu í þeim. Vörn, þar á meðal liðsvörn, góðar hindranir, stíga út, hreyfa sig vel án bolta, geta sett niður opin skot eftir að aðrir hafa búið til skotið og í raun bara að geta haft jákvæð áhrif á leikinn án boltans eru atriði sem krakkar geta spáð í. Það er sama vandamálið alls staðar í heiminum að það er bara einn bolti. Margir leikmenn, m.a. atvinnumenn eru svo vanir að vera með boltann í höndunum allan sinn feril að þeir geta ekki spilað öðruvísi, það minnkar þeirra möguleika mjög mikið enda er gríðarlegt framboð af mönnum og konum sem spila það hlutverk.

Hlynur Bæringsson fyrirliði Stjörnunnar gefur hér góð ráð til krakka í körfubolta. Við hvetjum alla yngri iðkendur í Stjörnunni að kynna sér þessi ráð frá Hlyni og taka þau sér til fyrirmyndar.

1. Hrósaðu liðsfélögum þínum þegar þeim gengur vel, þú ert ekkert verri þó öðrum gangi vel. Ef þú hrósar aldrei öðrum og kemur ekki vel fram við þá munu fáir samgleðjast þér þegar þér sjálfum gengur vel, sama hversu góð/ur þú ert.

2. Að spila og æfa er að sjálfsögðu

mikilvægast en horfið líka á góða körfuboltaleiki og reynið að læra. Ekki bara horfa á boltann, pælið í hvað liðin eru að gera.

3. Hvernig þú undirbýrð þig mun koma fram í frammistöðu á vellinum. Notaðu körfuna og aðrar íþróttir til að tileinka þér góða ávana. Margt af því sem skilar íþróttamönnum í fremstu röð eru eiginleikar sem hjálpa í lífinu öllu. “We are creatures of habit, we are what we repeatedly do, excellence therefore is not an act, but a habit.“ Við mannfólkið erum ekkert nema það sem við venjum okkur á í daglegu lífi. Því getur það orðið vani okkar að skara fram úr, með því að endurtaka okkur nógu oft.

Mathúsi Garðabæjar þakkaður stuðningurinn Nýlega færðu meistaraflokkar kvenna og karla Mathúsi Garðabæjar treyjur að gjöf áritaðar af öllum leikmönnum og þjálfurum liðanna ásamt stórri liðsmynd. Gjafirnar eru þakklæti fyrir frábæran stuðning Mathúss Garðabæjar sem hefur stutt liðin dyggilega í vetur. Leikmenn liðanna hittast þar reglulega og fá að borða saman eftir leiki félagsins auk þess sem Mathúsið ávallt tilbúið til að taka við liðunum til funda, skrafs og ráðagerða milli leikja. Við hvetjum Garðbæinga til að kíkja við á Mathúsinu fyrir næsta leik og fá sér ljúffengan mat og drykk!

20

5. Mætið á alla leiki Stjörnunnar í

úrslitakeppninni, það verður góð skemmtun, bæða karla og kvennamegin og endilega takið með ykkur fjölskyldu og vini!


KRAFA UM FERSKLEIKA Tíminn skiptir höfuðmáli í fraktflutningi, hvort sem þú ert að flytja vörur inn til landsins eða koma afurðum á erlendan markað. Það hversu lengi varan er á leiðinni getur breytt hagnaði í tap og öfugt. Þá er gott að eiga samstarf við öflugt fyrirtæki á sviði flugfraktar til og frá Íslandi.

Því tíminn flýgur www.timinnflygur.is


Metnaðarfullt umhverfi Hrafn Kristjánsson hefur verið þjálfari hjá Stjörnunni frá árinu 2012 þegar hann tók við þjálfun yngri flokka. Hann er uppalinn í KR og var einmitt þjálfari þegar þeir urðu Íslandsmeistarar árið 2011 í einvígi gegn Stjörnunni. Hrafn er þjálfari meistaraflokks karla í dag og hefur verið síðan sumarið 2013. Geturðu farið yfir bakgrunn þinn og feril sem leikmaður og þjálfari? Ég hóf æfingar með KR í kringum 12 ára aldurinn og lék þar fram á tuttugasta aldursár. Þjálfaraferillinn hófst þar einnig árið 1991 þegar ég og fermingarbróðir minn Ingi Þór Steinþórsson þjálfuðum 60 stráka í minniboltanum í Íþróttahúsi Hagaskóla. Leið mín lá vestur á firði til að spila árið 1994 og þar bjó ég í ein 10 ár fyrir utan tveggja ára tímabil þegar ég var í íþróttakennaranámi á Laugarvatni. Á Ísafirði þjálfaði ég hina ýmsu yngri flokka ásamt meistaraflokki kvenna þar til ég tók við þjálfun meistaraflokks karla árið 2001. Liðið fór upp í efstu deild í annarri tilraun og endaði í 10. sæti þar mitt síðasta ár fyrir vestan. Árið 2004 fluttist fjölskyldan norður til Akureyrar þar sem ég þjálfaði meistaraflokk karla til ársins 2009. Árið 2009 lá leiðin suður á bóginn þar sem ég stoppaði við eitt tímabil í Breiðablik áður en ég tók tveggja ára tímabil í uppeldisfélaginu í Vesturbænum. Árið 2012 réði ég mig svo til starfa í Garðabænum, fyrstu tvö árin sem þjálfari drengja- og unglingaflokks og svo með meistaraflokk karla til dagsins í dag.

22

Mynd: Bára Dröfn Kristinsdóttir

Landsliðsfyrirliði Íslands, Hlynur Bæringsson, kom til Stjörnunnar fyrir tímabilið. Hvaða áhrif hefur koma hans haft á félagið, og eins hvaða áhrif hefur vera annarra landsliðsmanna á borð við Jón Arnór, Hörð Axel og Loga á íslenskan körfubolta? Áhrif Hlyns eru eðlilega mikil, bæði innan liðsins og í umhverfinu öllu í Garðabænum. Hann er gríðarlega öflugur leikmaður innan vallar fyrir utan að vera fyrirmynd sem tekið er eftir þess utan. Það að fá þessa leikmenn heim hefur náttúrulega lyft allri umfjöllun um körfuna upp á allt annað plan og ótrúlega gaman að fylgjast með því öllu saman.


Þú ert nú á þínu þriðja ári sem þjálfari Stjörnunnar, en fyrstu tvö árin var niðurstaðan einn bikarmeistaratitill og tvisvar hefur liðið dottið út í fyrstu umferð gegn Njarðvíkingum í oddaleik. Munu einvígin gegn Njarðvík geta nýst liðinu á einhvern hátt þegar í úrslitakeppnina er komið? Það er þannig að það er hægt að finna eitthvað jákvætt í flestum lífsreynslum, sama þótt þær séu slæmar eða góðar. Auðvitað hefðum við viljað gera margt öðruvísi og þegar við gengum frá þessum seríum vorum við ósáttir við að hafa ekki komist lengra. Ég hef trú á að hópurinn hafi lært töluvert af þessum seríum sem hann vonandi nýtir sér í ár. Stærsti lærdómurinn er auðvitað sá að sætin sem liðin sitja í skipta ekki alltaf öllu máli. Það getur ýmislegt gengið á yfir tímabil hjá félögum sem gerir það að verkum að liðið spilar undir getu langt fram eftir vetri. Þegar lið hitta á sitt besta form á réttum árstíma getur allt gerst og það þarf að nálgast öll verkefni af sömu virðingu og ákefð. Það er t.d. greinilegt að sæti 5-8 verða setin af gríðarlega sterkum liðum í ár. Gerðar voru breytingar á leikmannahópnum í jólafríinu þar sem Anthony O’dunsi kom inn í liðið í stað Devon Austin. Hvernig hefur Anthony gengið að aðlagast liðinu og lífinu á Íslandi? Við tókum þá ákvörðun að leita okkur eftir annari „týpu“ af leikmanni þar sem okkur fannst við bæði þurfa leikmann sem gæti höndlað boltann meira en Devon gerði og einnig mann sem gat sótt af krafti á körfuna þegar þurfti. Ég er

100% viss um að sú nálgun var rétt og ef Anthony heldur áfram að þróast í rétta átt hefur hann öll tækifæri að fylla þau hlutverk sem okkur vantaði. Utan vallar er þetta öðlingur og hvers manns hugljúfi og hefur meðal annars komið mjög sterkur inn á æfingar í yngri flokkunum og miðlað þar af þekkingu sinni. Oftast er talað um þrjú lið þegar mögulega Íslandsmeistara ber á góma, Stjörnuna, KR og Tindastól, en það er ansi þéttur pakki þar fyrir neðan. Myndirðu segja að deildin sé jafnari í ár en áður og eru einhver lið sem gætu komið á óvart í úrslitakeppninni? Þessi deild er búin að vera stórskemmtileg og í raun þannig að það geta allir unnið alla. Þó þessi þrjú lið hafi skorið sig frá hinum er ekkert öruggt þegar komið er í úrslitakeppni, það hafa þessi óvæntu úrslit í vetur sýnt okkur. Það er eiginlega of langur listi að telja upp hverjir geta komið á óvart, fyrir mér verða öll þessi átta lið stórhættuleg. Hvernig meturðu uppganginn í körfubolta hjá Stjörnunni síðustu ár? Er framtíð körfuboltans í Garðabæ björt? Það eru einstök forréttindi að fá að starfa í jafn metnaðarfullu umhverfi og er til staðar í Garðabænum. Öll þjálfun, skipulag og utanumhald í yngri flokka starfinu er fyrsta flokks og ég sé fullt af efnivið til framtíðar í gegnum alla yngri flokkana. Verði haldið eins á spöðunum næstu ár eru engin takmörk fyrir því hverju er hægt að áorka í 210!! Skíni Stjarnan!!

23


Yfir þrjú hundruð krakkar í körfu í Garðabæ Stjarnan með eina öflugustu körfuknattleiksdeild landsins Það eru ekki bara meistaraflokkarnir sem eru að standa sig vel í körfunni hjá Stjörnunni. Gríðarlega öflugt barna- og unglingastarf er unnið hjá körfuknattleiksdeildinni. Nú er svo komið að vel yfir þrjú hundruð börn og unglingar iðka körfubolta hjá Stjörnunni sem gerir félagið með þeim allra stærstu á landinu. Þetta er mikil breyting, því fyrir örfáum árum var fjöldi iðkenda um eitt hundrað og fáum sem datt í hug að nefna Stjörnuna sem stórveldi í körfubolta. Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur vaxið og dafnað mjög síðustu ár með öflugu starfi áhugasamra Garðbæinga. Flokkar hafa aldrei verið fleiri, en nú eru starfandi 10 strákaflokkar og 5 stelpuflokkar ásamt 2 hópum þar sem stelpum og strákum er blandað saman, þ.e. leikskólahópur

og minni bolti 6 ára. Í ár eru 317 börn og unglingar skráðir til æfinga hjá körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og hafa aldrei verið fleiri, en til gamans má geta að árið 2013 voru iðkendur „einungis” 211 talsins. Barna- og unglingaráð hefur lagt mikla áherslu á að

24

fá til liðs við Stjörnuna vel menntaða og öfluga þjálfara. Metnaður hefur verið lagður í að styðja þá í þeirra öfluga starfi fyrir klúbbinn og reynt er að bjóða upp á bestu mögulegu aðstöðu til körfuboltaiðkunar. Það er ljóst að það er bjart framundan í körfuboltanum í Garðabæ. Væntingar félagsins eru að öflugt barna- og unglingastarf skili sér ekki bara í öflugum yngri flokkum næstu árin, heldur einnig að fleiri iðkendur setji sitt mark á meistaraflokka félagsins í framtíðinni.

Núna í byrjun mars völdu þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ leikmenn sína sem munu mynda landslið Íslands og taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Stjarnan á 5 glæsilega fulltrúa að þessu sinni, Magnús Helga Lúðvíksson í U15, Árna Gunnar Kristjánsson, Dúa Þór Jónsson og Ingimund Orra Jóhannsson í U16 og Jónínu Þórdísi Karlsdóttur í U18. Barna- og unglingaráð er stolt af þessum árangri en það er líka ljóst að markmið félagsins er að eiga fleiri fulltrúa í landsliðum Íslands á næstu árum. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní, U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert og eitt þeirra einnig í Evrópukeppni FIBA síðar í sumar. Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hvetur öll börn og unglinga í Garðabæ til þess að prófa körfu enda um vaxandi íþrótt að ræða.


10 ár í Úrvalsdeild karla Í tilefni af 10 ára afmæli Stjörnunnar í efstu deild karla í körfuknattleik er ekki úr vegi að rifja upp öskubuskutímabilið 2006-2007 þegar Stjarnan komst aftur í hóp þeirra bestu. Derrick Stevens hafði tekið við sem spilandi þjálfari liðsins um mitt tímabil 20052006, þar sem liðið vann 6 af síðustu 7 leikjum ársins en náði þó aðeins í 9 sigra (18 leikir) og rétt missti af úrslitakeppni 1. deildar það árið. Það má geta þess að Justin nokkur Shouse spilaði með Drangi það tímabil og smellti niður 54 stigum á lið Stjörnunnar í sigri Drangs þann 3 desember 2005. Stjörnumenn fóru bjartsýnir inn í næsta tímabil staðráðnir í að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu, en eftir ósigur í þremur fyrstu leikjum tímabilsins var Derrick Stevens látinn taka pokann sinn og aðstoðaþjálfari liðsins Bragi Hinrik Magnússon tók við liðinu. Nýr erlendur leikmaður að nafni Benjamin Bellucci var fenginn til liðsins og í stöðunni 1 sigur og 5 töp, fóru Stjörnumenn að finna taktinn á nýjan leik og unnu 6 af næstu 8 leikjum og lönduðu 5. sæti deildarinnar í hreinum úrslitaleik við KFÍ í Ásgarði. Þar með náði Stjarnan að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppni 1. deildar það ár. Hnífjafnt einvígi gegn Blikum Stjörnumenn hófu úrslitakeppni 1. deildar í einvígi gegn Breiðablik úr Kópavogi, en Blikar lentu í öðru sæti deildarinnar með 10 sigra og 4 töp. Liðið sem var fyrr til að vinna tvo leiki mætti sigurvegurum í einvígi Vals og FSU. Stjörnumenn enduðu með að leggja Breiðablik að velli í hörkueinvígi 2-1 og unnust allri leikirnir á útivelli. Erlendi leikmaður Stjörnunar Benjamin Bellucci átti trölla einvígi með 31 stig að meðaltali í leik og geymdi bestu framistöðu sína þar til í úrslitaleik einvígsins, þar sem hann setti niður heil 42 stig. Sigurjón Örn Lárusson, Kjartan Atli Kjartansson, Birkir Guðlaugsson og Eyjólfur Örn Jónsson skiluðu góðu framlagi gegn Blikum og voru með um 10 stig að meðaltali í leik hver. Sigur gegn Val og úrvalsdeild staðreynd! Stjarnan mætti Val í úrslitaeinvígi um hvort liðið myndi leika í úrvalsdeild að ári og töpuðu leik 1 í einvíginu 80-77

og voru því komnir með bakið upp við vegg. Bandaríski leikmaður Vals, Zachary Ingles, var allt í öllu í sóknarleik liðsins, með 39 stig í fyrsta leik einvígsins. Bragi Magnússon þjálfari Stjörnunnar skerpti á varna leik liðsins fyrir næsta leik, með það að markmiði að hægja á Zachary og reyna að láta aðra í liðinu taka ábyrgð. Segja má að planið hafi heppnast fullkomlega, því að Stjarnan tók öll völd í einvíginu og sigraði Val að lokum í oddaleik einvígisins í Kennaraháskólanum 84-100 og tryggði þar með liðið upp í Úrvalsdeild karla að ári! Framlag frá mörgum leikmönnum skilaði árangri Margir leikmenn skiluðu flottu framlagi í einvíginu og má þar helst nefna Benjamin Bellucci eða Big Ben, sem var með 23 stig að meðaltali í leikjunum á móti Val. Auk þess skilaði Sigurjón Örn Lárusson flottum tölum, eða að meðaltali 19 stigum og 10 fráköstum í leik og geymdi bestu frammistöðu sína til leiks 3 þar sem hann var með 30 stig og 11 fráköst. Kjartan Atli Kjartansson setti 11 stig að meðaltali í einvíginu og Ottó Þórsson steig virkilega upp og var með 14 stig að meðaltali í leik. Þá má svo ekki gleyma framlagi Hjörleifar Sumarliðasonar, en hann kveikti heldur betur i netinu og setti niður 12 stig á 6 mínútum (4 þrista í röð) í leik 2 og nær lokaði þeim leik fyrir Stjörnumenn.

Á mynd efri röð frá vinstri: Benjamin Bellucci, Eiríkur Þór Sigurðsson, Eyjólfur Örn Jónsson, Guðjón Hrafn Lárusson, Sigurjón Örn lárusson, Hilmar Geirsson, Jón Gunnar Magnússon og Bragi Hinrik Magnússon (Þjálfari). Neðri röð frá vinstri; Sverrir Ingi Óskarsson, Ottó Þórsson, Þorvaldur Símon Kristjánsson, Hjörleifur Sumarliðason, Birkir Guðlaugsson, Kjartan Atli Kjartansson og Eiríkur Ari Eiríksson (Eini Guðlaugsson vantar á myndina en hann var upp í áhorfendastúku að fagna með aðdáðendum liðsins). Algjörlega magnað ævintýri að enda í 5. sæti deildarinnar með sigri í síðasta leik tímabilsins og rétt komast inn í úrslitakeppnina og rétt tæpum þremur vikum síðar eða hinn 4. apríl 2007, höfðu Stjörnumenn tryggt sér sæti í Úrvalsdeild karla. Körfuboltaárið 2006-2007 verður lengi í minnum haft í sögu Stjörnunnar í körfubolta. Höfundur greinar: Eiríkur Ari Eiríksson

25


Úrslitakeppnin er nýtt mót Pétur Már Sigurðsson þjálfari meistaraflokks kvenna er spenntur fyrir úrslitakeppninni sem framundan er segir margt þurfa að ganga upp til að liðið nái langt í keppninni. „Við þurftum að setja saman hóp í sumar úr mörgum áttum. Það hefur gengið merkilega vel að koma hópnum saman og andinn í liðinu er góður og liðið samanstendur af reynsluboltum í bland við unga og efnilega leikmenn“ segir Pétur aðspurður um hópinn. En hvernig hefur veturinn spilast?„Við erum svona á pari. Við höfum spilað vel á köflum en dettum niður inn á milli. Ég sé mikla framför síðan í haust og höfum verið að vinna okkur hægt upp töfluna. Svo þegar úrslitakeppnin byrjar þá er nýtt mót í vændum.“ Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar liðsins? „Sóknarlega erum við að tapa boltanum frekar oft. Hikandi sóknaraðgerðir og lélegar ákvarðanir. En góðu fréttirnar eru að við erum farnar að ná góðu flæði í leiknum hjá okkur, varnar og sóknarlega. Spilum öflugan varnarleik sem leiðir í góðan sóknarleik. Þetta jafnvægi og flæði er að vinna sig inn með hverjum deginum“ segir Pétur. Hvernig er staðan á hópnum fyrir framhaldið? „Stelpurnar eru merkilega heilar miðað við álag í deildinni í vetur. Alltaf einhver meiðsli en enginn alvarleg“ segir Pétur

26

Mynd: Bára Dröfn Kristinsdóttir

Hvað þarf að gerast til að við náum langt í úrslitakeppninni? „Það þarf margt að ganga upp varnarlega. Frákasta boltann vel og taka góðar ákvarðarnir sóknarlega. Okkur veitir ekki af öllum stuðningi sem völ er á. Væri gaman að sjá sem flesta á leikjum hjá okkur í framhaldinu“ segir Pétur að lokum.


Leikdagar í úrslitakeppni meistaraflokks karla Meistaraflokkur Karla: Stjarnan - ÍR, 16. mars kl. 19:15 Ásgarði ÍR - Stjarnan, 18. mars kl. 16:00, Hertz Hellirinn - Seljaskóla Stjarnan - ÍR, 22. mars, kl. 19:15 Ásgarði ÍR - Stjarnan, kl. 19:15, Hertz Hellirinn - Seljaskóla (ef þarf) Stjarnan - ÍR, kl. 19:15, Ásgarði (ef þarf)

Úrslitakeppni Meistaraflokks kvenna Stjarnan komst í fyrsta sinn í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks í ár og hefst keppnin seinna í mars. Við hvetjum Garðbæinga til að kíkja inná kki.is og fylgjast með leikdögum og einnig með því að fylgjast með Stjörnunni Körfu á Facebook. ÁFRAM STJARNAN!!

Greiðslumat á 3 mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A


Myndir 2016 - 2017

r bakarĂ­ logo form

/ M=70 / Y=89 /K= 0

28

Pantone


EUROBASKET 2017 - HELSINKI

Ásamt Finnland-Ísland í undankeppni HM í fótbolta 1. september - 4. september Verð frá 112.900 kr. (Miðar á tvo körfuboltaleiki innifaldir)

www.gaman.is


Í sundlaugargarðinum er eina öldulaug landsins og þar er líka stærsta vatnsrennibrautin 10 m há og 80 m löng. Útilaugin er 25 m, innanhúslaug, heitir pottar, buslulaug, gufuböð og líkamsrækt. Góð aðstaða fyrir fatlaða. AFGREIÐSLUTÍMI:

Mánud - föstud kl. 06:30 – 20:30 Laugard og sunnud kl. 10:00 – 18:00 Breiðumýri, Álftanes, Sími: 550 2350

URNÝ D N E R I T NUM EF

„OP

Sundlaugin í Ásgarði er 25 m útilaug sem er samtengd við litla barnalaug. Gufubað, heitir pottar og kaldur pottur, líkamsrækt. AFGREIÐSLUTÍMI:

Mánud - föstud kl. 06:30 – 21:00 Laugard og sunnud kl. 08:00 – 18:00 Ásgarður, sími: 550 2300

17”

JUN 1

R 20 E B M E V . NÓ


Leigðu

og vertu laus við að þvo og strauja Dúkaleiga, þvottur og hreinsun Fönn leigir út borðdúka og servíettur fyrir margvísleg tilefni, jafnt til einstaklinga sem veitingahúsa. Fönn býr að áratugareynslu í faginu og fullkomnum tækjakosti og við leggjum mikið upp úr því að viðskiptavinir okkar fái þvottinn sinn hreinan á umsömdum tíma. Pantið dúka til leigu tímanlega svo búið sé að taka til pöntunina þegar á að sækja hana. Dúkastærðirnar eru: 1,4 m x 1,4 m | 1,4 m x 2,1 m | 2,3 m x 2,3 m

Sími 510 6300 www.thvottur.is

Opið alla virka daga kl. 8.00 til 18.00

SvanSprent



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.