www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Kiko Korriro

Page 1

Sýnisbók safneignar Showcase Kiko Korriro

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Sýnisbók safneignar IV Showcase IV Kiko Korriro

Safnasafnið / Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Útgefandi / Publisher

Safnasafnið

Icelandic Folk and Outsider Art Museum

Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

© Safnasafnið 2019

Ritstjórar / Editors

Harpa Björnsdóttir, Unnar Örn J. Auðarson

Texti / Text

Níels Hafstein, Þórður Sverrisson, Aðalsteinn Ingólfsson

Þýðing / Translation

Anna Yates

Ljósmyndir / Photographs

Daníel Starrason, Sigurgeir Sigurjónsson

Pétur Thomsen, úr einkasafni

Forsíða / Cover photo

Trúarskipti (hluti) / Apostasy (detail) 1946

Ljósmynd / Photograph: Sigurgeir Sigurjónsson

Grafísk hönnun / Graphic design

Ármann Agnarsson

Prentun / Printing

Litróf

Letur / Fonts

Graphik Regular & Medium

Pappír / Paper

Amber graphic 170 gr. / Amber graphic 240 gr.

Upplag / Edition

500

Sýnisbók safneignar IV Showcase IV Kiko Korriro

BEHIND THE SCENES

What lies behind that pale, boyish face like a tabula rasa

what is inside the exterior form that is presented to the world showing little but a faint smile what is hidden within that must not be told and is not visible in the pensive blue eyes what will happen if the mask tears apart and is swept away like a melancholy cloud seized by the wind What will be the response if a step is taken into the fenced-off zone of sensitive emotions what is fear worth in comparison with tragic feelings and the hypersensitivity of the moment what lies behind this face which has seen too much, and does its utmost to safeguard it what is the answer stored up in the heart of the aged man, in the last gleam of life?

BAKSVIÐ

Hvað dvelur á bak við þetta hvítföla drengjalega andlit sem er eins og óskrifað blað

hvað er innan við formgerð sem snýr að heiminum og sýnir fátt nema dauft brosið

hvað leynist hið innra sem ekki má segja frá og sést ekki í íhugulum bláum augum

hvað gerist ef gríman rofnar og sviptist burtu eins og dapurt ský sem vindurinn tekur

hvert verður viðbragðið ef stigið er inn á afgirt svæði með viðkvæmum tilfinningum

hvers virði er óttinn í samanburði við harmrænar kenndir og ofurnæmi stundarinnar

hvað er á bak við þetta andlit sem hefur séð of margt og reynir allt til að vernda það

hvert er svarið sem aldurhniginn maður geymir í hjarta sér í síðustu ljósglætu lífsins?

Ljósmynd af Þórði tekin hjá Metro-Goldwyn-Meyer á námsárunum í Bandaríkjunum 1946–48 Photograph of Þórður, taken at MGM during his student years in the USA 1946–48

ÞÓRÐUR G. VALDIMARSSON, KIKO KORRIRO

Sköpunarþörf mannsins er djúpstæð og verður á stundum ástríða eða árátta sem leiðir hann inn á óræðar brautir svo hann fái útrás og geti tjáð tilfinningar sínar. Í listsköpun Þórðar má sjá myndverk sem hann hefur haft mikla innri þörf til að skapa og eru til verk frá nærri því hverju ári á ríflega sjötíu ára tímabili. Þar er að finna mikið magn frumlegra og fagurra verka sem hann sýndi fáum – og ekki fyrr en seint á ævinni. Tíðarandinn og persónuleiki Þórðar áttu ekki samleið fyrr en á síðari hluta lífs hans en þá var verkum hans komið á framfæri á nokkrum sýningum.

Þórður Guðmundur Valdimarsson, sem tók sér listamannsnafnið Kiko Korriro, fæddist 17. janúar 1922 og ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Valdimar Kristján Guðmundsson (1898–1975) setjari, og Vilborg Björg

Þórðardóttir (1889–1968) húsmóðir, og átti hann einn yngri bróður, Sverri Örn Valdimarsson prentara.

Þórður byrjaði ungur að teikna og kynna sér undur náttúrunnar og safnaði jurtum og steinum. Að loknu námi hér heima sigldi hann vestur um haf til New York með síðustu ferð Dettifoss, en eins og landsmenn þekkja þá fórst skipið á heimleið í febrúar 1945, þegar tundurskeyti frá þýskum kafbáti hæfði það úti fyrir ströndum Írlands.

Fyrstu mánuðina nam Þórður við University of Columbia í New York en flutti til Kaliforníu síðari hluta ársins 1945 og lagði stund á stjórnmálafræði við University of Southern California, USC, í Los Angeles. Samhliða náminu hófst nýr kafli í lífi hans við að skapa myndlist af ýmsu tagi og varð hann strax stórtækur á því sviði. Þórður lauk námi við USC snemma árs 1949 og kom til Íslands í maí og dvaldi

þar sumarlangt. Í ágúst 1949 hélt hann til Frakklands og gerði stuttan stans í Nice en flutti sig þaðan til Parísar þar sem hann var við framhaldsnám við Sorbonne Université til ársins 1953.

Eftir heimkomuna starfaði Þórður um skamman tíma á tveimur vinnustöðum en féll ekki við það sem honum var ætlað og sinnti ekki hefðbundnu starfi eftir það. Þórður bjó á heimili foreldra sinna eftir að hann flutti til Íslands, giftist ekki og eignaðist ekki börn. Hann sinnti fræðistörfum og skrifum og fjallaði í blaðagreinum um þjóðréttarmál, landhelgismál, varnarmál, stóriðju og stjórnmál. Sjónarmiðin sem hann setti þar fram þóttu á stundum fjarlæg og óraunsæ, jafnvel hvöss, og undirtektir því oft litlar eða honum andsnúnar. Hann dró sig því að mestu út úr opinberu lífi en ritaði þó eftir það einstaka grein um myndlist og menningu og birti í tímaritum, ásamt því að taka takmarkaðan þátt í þjóðfélagsumræðunni.

ÞÓRÐUR G. VALDIMARSSON, KIKO KORRIRO

The human creative urge is deep-seated, and sometimes becomes a passion or obsession, leading into enigmatic paths, which provide a means of release and the possibility of self-expression. Þórður‘s art comprises works which he had a great strong internal need to create; they include works from almost every year over a period of more than seventy years. Among them are a large number of original and beautiful pieces which he hardly showed to anyone – and only late in life. The zeitgeist was incompatible with Þórður‘s personality until the later years of his life, when his work was exhibited in a few shows.

Þórður Guðmundur Valdimarsson, who in his art used the pseudonym Kiko Korriro, was born on 17 January 1922 and grew up in the west of Reykjavík. His parents were typesetter Valdimar Kristján Guðmundsson (1898–1975) and his wife Vilborg Björg Þórðardóttir (1889–1968); he had a younger brother, printer Sverrir Örn Valdimarsson.

At a young age Þórður started to draw and to learn about the wonders of nature, collecting plants and stones. Following his education in Iceland he headed across the Atlantic to New York at the end of 1944 aboard the Icelandic liner Dettifoss, on her last trip; on the return journey to Iceland she was sunk in February 1945 by a German U-boat.

Initially Þórður studied for some months at Columbia University in New York, then moved to California in 1945 to study political science at the University of Southern California, USC, in Los Angeles. Alongside his studies, a new chapter of his life commenced with artistic work of various kinds; he was prolific from the outset. Þórður graduated from USC in early 1949, then returned to Iceland in May and remained throughout the summer. In August 1949 he went to France, stopping briefly in Nice before travelling on to Paris, where he pursued further study in political science at the Sorbonne until 1953.

On his return to Iceland he was employed for a short time at two workplaces, but could not get along with the tasks assigned to him. He never held a conventional job again, and never married or had children. Þórður lived in his parents’ home, pursuing scholarly work and writing press articles about international law, territorial waters, defence, heavy industry and politics. The views he put forward were sometimes seen as remote and unrealistic, even caustic, and hence he often received a lukewarm or even hostile response. As a result he largely withdrew from public life, while continuing to write occasionally about visual art and culture in periodicals; he also participated, in a limited way, in social debate.

Við bróðurbörn Þórðar þekktum áhuga hans á listum og sáum í æsku að hann bjó til myndir. Við gerðum okkur hins vegar hvorki grein fyrir umfangi og gæðum verka hans, né ástríðu hans fyrir að teikna og skapa allt frá barnsaldri til hinsta dags. List Þórðar kom fyrst fyrir almenningssjónir í janúar 1983 þegar opnuð var sýning í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2 í Reykjavík, með ríflega sjötíu myndum sem hann hafði gert á árunum 1946 til 1958. Frumkvæði að þeirri sýningu hafði Gunnar Örn

Gunnarsson myndlistarmaður (1946–2008), frændi og vinur Þórðar, en faðir Gunnars Arnar og Þórður voru systrasynir. Gunnar

Örn bjó á bænum Kambi í Rangárvallasýslu

þar sem Þórður dvaldi langdvölum á efri

árum sínum og hafði tækifæri til að skapa myndverk og sýna í listasmiðju frænda síns. Vinátta Gunnars Arnar og fjölskyldu hans var Þórði ómetanleg og veitti honum lífsgleði og þrótt er árin færðust yfir.

Eftir lát föður síns árið 1975 bjó Þórður í leiguhúsnæði við Hringbraut og síðar í

lítilli íbúð á Austurbrún, eða þar til í október árið 2002 að hann lést. Það varð verkefni bróður hans og bróðurbarna að fara yfir dánarbúið og pakka niður öllu sem þar var. Ótrúlegt magn myndverka og listmuna fyllti skápa, skúffur og hirslur og síðar bættust við kassar með myndum og munum sem

Gunnar Örn hafði varðveitt.

Rúmum áratug síðar leitaði Níels

Hafstein eftir því að fá myndverk Þórðar til Safnasafnsins og ákvað fjölskyldan þá að afhenda safninu verulegan hluta þess sem Þórður lét eftir sig. Safnasafnið hefur annast mjög vel myndverkasafn Þórðar og sýnt list hans virðingu með rannsókn og sýningum á hluta verka hans árin 2016 og 2019. Þórður var víðlesinn og hafði yfirgripsmikla þekkingu á ótrúlegustu efnum. Í samræðum við samferðamenn sína beitti hann skarpri greind til að kryfja innlend og erlend stjórnmál, samfélagsmál, bókmenntir og dægurmál sem voru honum hugleikin hverju sinni. Ef staðreyndir lágu ekki á lausu tók hann sér iðulega skáldaleyfi til að skreyta umræðuna svo hún yrði litríkari og gæfi samkvæminu skemmtilegri og menningarlegri blæ.

Þórður lifði í sérstökum hugarheimi sem á stundum var erfitt að tengja við, því tilveran og samtíminn voru ekki alltaf í takt við þá mynd eða fantasíu sem bjó í huga hans. Hann fyllti hóp kynlegra kvista sem krydda tilveru okkar en verða því miður æ sjaldséðari. Við fáum þó áfram að njóta góðs af hugarheimi og snilligáfu Þórðar í umgengni við verkin sem hann skapaði.

We, the children of Þórður’s brother, knew he was interested in art, and in our youth we saw that he made pictures. But we had no notion of the extent or quality of his works, nor of the passion he had for drawing, from his boyhood to his dying day. Þórður’s art was first exhibited in January 1983 in an exhibition at Listmunahúsið in Reykjavík, comprising over 70 works he had made between 1946 and 1958. The show was held on the initiative of Þórður’s cousin and friend, artist Gunnar Örn Gunnarsson (1946–2008): Gunnar Örn’s father was Þórður’s first cousin. Gunnar Örn lived on the farm of Kambur in south Iceland, where Þórður spent a lot of time in his old age, and had the opportunity to work and exhibit his art in his cousin’s studio. The friendship of Gunnar Örn and his family was deeply appreciated by Þórður, providing him with energy and joy in his later years.

After his father died in 1975, Þórður lived in rented accommodation in Reykjavík until his death in 2002. It fell to his brother and his nieces and nephews to sort through and pack up all the contents of Þórður’s home. Cupboards, drawers and shelves yielded an astonishing number of art works. Boxes of pictures and other objects in the keeping of artist Gunnar Örn were later added.

A little more than a decade later, when Níels Hafstein enquired about works by Þórður for Safnasafnið – the Icelandic Folk and Outsider Art Museum, the family decided to present to the museum a large part of Þórður’s oeuvre. The museum has taken good care of Þórður’s works, and displayed respect for his art through research, and by exhibiting part of the collection in 2016 and 2019.

Þórður was well-read and had extensive knowledge of a multitude of subjects. In debate with his companions he applied his sharp intelligence to analysis of Icelandic and international politics, social issues, literature, and current affairs that interested him. If he lacked facts to support his argument, he did not hesitate to allow himself poetic licence to embellish the discourse, to make it more colourful and raise the social gathering to a livelier, more cultured level.

Þórður lived in a world of his own, which could be hard to fathom, as present-day reality was not always in step with the ideas or fantasies in his mind. He was one of those eccentrics who add spice to life – but are sadly becoming rare; but we can still enjoy Þórður’s vision and genius through the art he made.

Lituð ljósmynd af Þórði tekin á námsárunum í París 1949–53 Hand-coloured photograph of Þórður, taken during his student years in Paris 1949–53

THE OTHER SIDE OF PARADISE

Aðalsteinn Ingólfsson

… I shall not attempt to describe my feelings when I first saw the works which are now exhibited to the public – in view of what I believed I knew about the artist, Þórður Valdimarsson. For nearly thirty years he has been striding the streets of Reykjavík: a well-known character, and at the same time reserved, standing upright and dignified, invariably dressed in patent-leather shoes and shirt and tie. Only his fiery red hair gave a hint of contrariety, a different way of thinking. …

But for three decades, in solitude and under the name Kiko Korriro, Þórður has been engaged in a creative dialogue with voices –of prophetic spirits and demons alike, which have warred within him, and which the rest of us tend to stifle – and recorded the outcome on countless sheets of paper, and in the most beautiful colours. And this he has done from necessity alone, without the slightest prospect of financial gain or worldly glory. What is more, I believe that even after Þórður‘s cousin, artist Gunnar Örn, had come across the pictures by chance, the artist‘s initial impulse was to throw them on the fire.

We are invited here into a wondrous world – though not the Paradise it appears initially. It is more than that: an entire cosmos with its own creation story, symbolic creatures, and a storyline which is sometimes so complex that the artist alone holds the key. … in it good does battle with evil; demons and harpies assail humans, while angels and elves come to their defence.

In Þórður‘s visual world, the reality of each period, in Iceland and abroad – the Cold War, the nuclear threat, the Red and Yellow Perils, the Cod Wars, pollution – is interwoven with the reality discerned by the inner eye. Thus we see grass grow, birds dream and fish sing. … Leaping salmon, shoals of herring and spouting sperm whales are such a source of delight for him that a sheet of paper cannot accommodate his pleasure: it is as if the surges and breakers stretch far beyond its edges. That creative energy goes hand-in-hand with frugality: every tiny space must be filled in. …

If these works are reminiscent of various trends in international art which have sought inspiration in the childlike, the primitive, the original – see Cubism, Cobra and Art Brut –that is certainly not a function of direct influence from them, even in the case of a man with the erudition of Þórður Valdimarsson. Those movements consciously adapted what was bestowed on him – or his alter ego Kiko Korriro – as a gift.

But, despite the fantastical character of these images, their intensity and the emotional turmoil within them are almost terrifying at times. We are invited to peek over the edge, down into the abyss. Let us indulge ourselves, throw in our lot with these images. In that way we may reach the bottom of the abyss within ourselves.

Extracts from the catalogue published in connection with Þórður G. Valdmarsson's exhibition at Listamunahúsið in Reykjavík 1983.

HINUM MEGIN PARADÍSAR

Aðalsteinn Ingólfsson

… Ég ætla ekki að lýsa þeim tilfinningum sem sóttu á mig, er ég fyrsta sinni sá verk þau sem nú koma fyrir almenningssjónir, – í ljósi þess sem ég þóttist vita um höfund þeirra, Þórð Valdimarsson. Í hartnær 30 ár hefur hann stikað um götur Reykjavíkur, þekktur borgari, en að sama skapi hlédrægur, teinréttur og virðulegur í fasi, ævinlega í blánkskóm og með flibba. Aðeins eldrautt hárið gaf til kynna væga sundurgerð, öðruvísi þankagang. …

En í þrjá áratugi, í einrúmi og undir nafninu Kiko Korriro, hefur Þórður átt skapandi viðræður við þær raddir, sagnaranda sem demóna, sem strítt hafa innra með honum og við hin skrúfum oftast fyrir, – og fest útkomuna á ótal arkir og í hinum fegurstu litum. Og það af þörfinni einni og án minnstu vonar um fjárhagslegan ávinning eða veraldlega upphefð. Ég held meira að segja að er frændi Þórðar, Gunnar Örn listmálari, rakst á þessar myndir af tilviljun, hafi listamanninum verið skapi næst að bera þær á eld.

Hér er okkur boðinn aðgangur að undursamlegri veröld, sem þó er ekki sú Paradís sem hún virðist í fyrstu. Hún er meira en það: heill kósmós með eigin sköpunarsögu, táknverum og atburðarás, sem á stundum er svo flókin að listamaðurinn situr einn að lyklinum. … í henni berjast hið góða og illa, djöflar og illfygli gera atlögu að mannskepnunni, englar og álfar verja hana. Í þessari myndveröld Þórðar tvinnast saman

veruleikinn á hverjum tíma, innanlands sem utan, kalda stríðið, kjarnorkuhættan, rauð og gul hætta, þorskastríð, mengun, – og sá veruleiki sem innra augað sér. Fyrir tilstilli þess sjáum við grösin gróa, fuglana dreyma og fiskana syngja. … Stökkvandi laxar, vaðandi síldartorfur og blásandi búrhveli eru honum slík nautn að teikniörkin rúmar ekki ánægju hans, heldur er eins og boðaföllin og öldugangurinn teygi sig langt út fyrir jaðra hennar. Þessi sköpunargleði helst í hendur við nýtni: hvern gómstóran blett verður að nýta. …

Minni þessi verk á ýmsar þær stefnur í heimslistum sem leitað hafa fanga í hinu bernska, frumstæða, upprunalega, – sjá kúbisma, Kóbra og Art Brut, – þá er það örugglega ekki fyrir bein áhrif úr þeim áttum, jafnvel þótt fjölfróði eins og Þórður Valdimarsson eigi í hlut. Þær hreyfingar hafa meðvitað tileinkað sér það sem hann, eða alter egó hans, Kiko Korriro, hlaut í vöggugjöf.

En þrátt fyrir ævintýralegt yfirbragð þessara mynda, er ákefð þeirra, sú hringiða tilfinninga sem þær innihalda, allt að því ógnvekjandi á köflum. Okkur er boðið að skyggnast fram af brún, niður í hyldýpi.

Látum það eftir okkur, gefum okkur óhikað á vald þessum myndum. Með því gætum við komist til botns í hyldýpinu innra með okkur sjálfum.

Útdráttur úr sýningarskrá sem gefin var út í tilefni af sýningu Þórðar G. Valdimarssonar í Listmunahúsinu 1983.

Móðir Jörð og sólguðinn hennar / Mother Earth and her Sun God (1939) Pastel, krít og penni / pastel, crayon and pen, 21 � 27 cm

ERÓTÍK, KÓMÍK OG TRAFFÍK

Snemma árs 2015 barst Safnasafninu að gjöf mikill fjöldi verka eftir Þórð G. Valdimarsson, eða Kiko Korriro, frá Þórði Sverrissyni viðskiptafræðingi og systkinum hans.1 Er heildarfjöldi verkanna áætlaður vera um 120.000, þar með talið 3 stórar möppur og 57 kassar með skúlptúrum, teikningum, bókum, klippimyndum, ljósmyndum og smáhlutum.

Það virðist sem Þórður G. Valdimarsson hafi sett sér ákveðið markmið með því að skissa og teikna þann gífurlega fjölda mynda sem var að finna í möppum og kössum við dánardægur hans og að hann hafi haft ákveðin leiðarstef í huga. Ekki síst það djarfa og ómstríða sem örvaði hann til dáða og féll að ástríðu hans til að virkja af þrótti og metnaði og bæta stöðugt við yfirþyrmandi myndverkastaflann. Í íslenskri myndlist er vart að finna álíka einbeitni og þrautseigju. 2

Var í tilefni gjafarinnar stofnuð við Safnasafnið svonefnd Kiko Korriro stofa.3 Helsta markmiðið með stofnun hennar er að varðveita listaverkin og gripina sem safnið fékk samkvæmt gjafabréfi og önnur verk sem áður höfðu verið gefin eða berast síðar. Stofunni er ætlað að efla stöðu listamannsins, standa vörð um orðspor hans og kynna verk hans á reglubundnum sýningum á tímabilinu frá 2016 til 2026 til að ná fram sterkri heildarmynd um höfundarverk Þórðar. Þá er markmið stofunnar að veita fræðimönnum og áhugafólki aðgang að verkum hans til að rannsaka þau, miðla fróðleik um listamanninn, hugmyndir hans og aðferðir og skýra sérstöðu hans í íslenskri listasögu.

Í þessari grein verður fjallað um myndverkagjöfina og hvernig Þórður G. Valdimarsson og verk hans koma greinarhöfundi fyrir sjónir í ljósi rannsóknar sem hann gerði á verkum hans árin 2015–2019.

EROTIC, COMIC, TRAFFIC

Early in 2015, the Icelandic Folk and Outsider Art Museum received a large number of works by Þórður G. Valdimarsson (Kiko Korriro) from Þórður Sverrisson and his siblings.1 The total number of works is estimated at 120,000, including three large files and 57 boxes containing sculptures, drawings, books, collages, photographs and small objects.

Þórður appears to have set himself a certain objective when he set out to sketch and draw the huge number of works which were in the boxes left at his death. He seems to have been guided by certain recurring themes – not least eroticism and dissonance, that spurred him on and chimed with his passion for activation with energy and ambition, constantly adding to the towering stacks of art works. In Icelandic art there is scarcely another example of such focus and perseverance. 2

Shortly after the presentation of the gift, the Museum established the Kiko Korriro Collection,3 whose principal objective is to conserve the artist’s works and objects presented to the Museum under a deed of gift, as well as other works received before or since. The Collection’s role is to uphold the status of the artist and safeguard his reputation, and to present his work in regular shows between 2016 and 2026, in order to establish an overview of his oeuvre. It is also the objective of the Museum to grant scholars and other interested persons access to the works for research and scholarly writings, to disseminate knowledge of the artist, his ideas and methods, and to elucidate his uniqueness in Icelandic art history.

The gift of Þórður G. Valdimarsson’s art will be discussed below, as will the author‘s perceptions of the artist and his work, informed inter alia by his study of the works made in 2015–19.

Frá sýningunni í Safnasafninu 2016 / From the exhibition at Safnasafnið 2016
Gamli og nýi tíminn / Old and New Times (1946) Tússlitur / tusche, 49 � 73,5 cm

FYRSTA EINKASÝNINGIN

Þórður dvaldi löngum við sköpunarstarf sitt í innri veröld þar sem galdurinn undi fjarri raunveruleika dagsins. Hann stundaði myndlist frá unglingsaldri og segir í viðtali: „Ég skoðaði mikið af myndabókum sem krakki, af fornri norrænni myndlist, steinaldar­ og járnaldarlist og allskonar fléttumynstrum. Ég var mjög hrifinn af þessu og fór að teikna sjálfur.“4

Varðveittar eru myndir eftir Þórð frá þessum fyrstu árum og síðan línulega fram til dánarárs. Það liðu þó áratugir þangað til fyrstu verk hans komu opinberlega fram hér á landi, á einkasýningu hans árið 1983 í Listmunahúsinu í Reykjavík þegar hann var um sextugt.

Myndir Þórðar á sýningunni í Listmunahúsinu þóttu djarfar og ögrandi og sýningin í heild róttæk yfirlýsing um ágæti frumlegra stílbragða. Vakti sýningin mikla athygli, hlaut mikið lof gagnrýnenda og laðaði að fjölda fólks.

Í tilefni sýningarinnar sagði Þórður í viðtali: „Flestar þessara mynda gerði ég á árunum 1946 til 1947,5 en síðan hef ég haldið þessu við og á líklega eitthvað um 10 þúsund myndir í fórum mínum, mála stundum 10–20 myndir á dag. Ég byrjaði að mála í Kaliforníu þegar ég var þar við háskólanám í 4 ár í stjórnmálafræði, en líklega hef ég verið fyrsti Íslendingurinn sem nam þau fræði, enda skyldi enginn orðið þegar ég kom heim, og ég var titlaður þjóðréttarfræðingur.“6

Síðar í viðtalinu segir Þórður:

„Þegar ég var við nám á sínum tíma í Kaliforníu var tekið til við það í fangelsum, skólum og öðrum stofnunum að þjálfa hugsunina með túlkun myndlistar. Þá snerist allt um abstraktið, en árangurinn af því að kenna myndlist var góður og í fangelsunum kom að vísu fram mikið ofbeldi í myndunum en það var mikill kraftur í þeim. Ég fór að hugsa um þetta í undirmeðvitundinni út frá þeirri nauðsyn að mennta hugsunina, og í okkar tækniheimi er nauðsynlegt að þjálfa saman fagmennsku og frjálsa hugsun.“ 7

Trúarskipti / Apostasy (1946)

Tússlitur / tusche, 73,5 � 49 cm

Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur skrifaði formála í sýningarskrá sem fylgdi sýningunni í Listmunahúsinu 1983 og

kynnti Þórð síðar í bók sinni Einfarar í íslenskri myndlist (1990). Hann nefnir þar að Þórður hafi tekið upp listamannsnafnið

Kiko Korriro á Kaliforníuárunum og sjálfur segir Þórður í viðtali að ástæðan hafi verið

sú að Bandaríkjamönnum hafi þótt erfitt

að bera fram íslenska nafnið hans og því

hafi hann tekið upp þjálla nafn.8 Kveðst

Þóður einnig á þessum tíma hafa verið í góðu sambandi við töfralækna frumbyggja

í Ameríku og hafi kynnt sér náttúru- og

huglækningar þeirra og jafnvel hvatt

kunningja sína í leikarastétt til að leita sér lækninga hjá þeim. Í bókinni er vitnað til bréfs sem Þórður sendi Aðalsteini en þar segir meðal annars:

„Umræddar myndir eru tilraun til könnunar á undirvitund minni og viðleitni til að ná til stærri heildar af því tagi sem sé eins konar reynslu­ eða minningabanki kynstofns vors og allífsins, sem sá guð, sem er veröldin sjálf, notar við framköllun þróunarinnar. … Það sem vakti fyrir mér við gerð þeirra var í rauninni alls ekki að gera listaverk, heldur að virkja hæfileika mína til hugboða eða „intuition“ – sem ég vissi að ég bjó yfir í ríkum mæli og ég taldi að gætu komið að gagni við vissar lífeðlisfræðilegar rannsóknir er hugur minn stóð til, sem sé rannsókn á eðli lífs, dauða og öldrunar, svo og fyrirbrigðinu guð – frá vísindalegu sjónarmiði fremur en trúarlegu.“ 9

Á þessum tímapunkti höfðu menn litlar spurnir af klippiverkum, skúlptúrum og öðrum myndverkum sem Þórður gerði um miðja síðustu öld og lágu ósnert í geymslum til ársins 2014. Auk þess komu árið 2017 einnig fram mikilvæg klippiverk frá árunum 1944–1961 í dánarbúi Þórðar sem líta má á sem fyrstu teikn íslenskrar Pop-listar, og komið verður að síðar.

Þegar listaverk Þórðar voru fyrst sýnd á Íslandi árið 1983 vöktu þau mikla athygli því þau voru svo frábrugðin því sem almenningur hafði áður séð, og hið sama gildir reyndar um þau verk sem hann bjó til síðar á ævinni og voru uppgötvuð að honum látnum. Ætla má að vandaðar kynningar á verkum Þórðar hvetji menn til að gefa gaum að sérstæðu inntaki þeirra og óvenjulegri úrvinnslu listamannsins, og eins gott að missa ekki móðinn frammi fyrir hinni miklu ofgnótt ímyndunaraflsins.

Þorskastríð I – 12 mílur / Cod War I – 12 nautical miles (1958)

Tússlitur / tusche 1946, 49 � 73,5 cm

FIRST ONE-MAN SHOW

Þórður devoted much of his time to his creative work, in his inner world where magic reigned, far from everyday reality. He practised art from an early age, and remarked in an interview:

“I looked at a lot of picture books as a child – of Old Norse art, Stone Age and Iron Age art, and all sorts of interlace patterns. I really liked it, and I started drawing myself.”4

Pictures are extant marked with his name from those early years, and throughout his life in a continuous series until the year of his death. Many decades passed, however, before his work was first placed on public display, i.e. in 1983 at the Listmunahúsið gallery in Reykjavík, when he was about 60.

Þórður’s work was regarded as bold and provocative, and the show was seen as a radical manifesto for a new style. The exhibition made a great impression, was enthusiastically praised by critics, and attracted many visitors.

On the occasion of the exhibition, the artist said in an interview:

“I made most of these pictures in 1946 to 1947,5 but since then I have carried on, and I now have probably around 10 thousand pictures in my keeping – I sometimes paint 10–20 pictures a day. I started in California when I was at university there for 4 years in political science. I was probably the first Icelander to study that subject – and indeed no-one understood the word stjórnmálafræðingur [political scientist] when I came home, and I was said to have qualified in International Law.”6

Later in the interview Þórður observes:

“Back when I was studying in California, artistic expression was being introduced in prisons, schools and other institutions as a means of developing the mind. At that time it was all about abstract art, but the outcome of teaching art was beneficial. In prisons, admittedly, a lot of violence was expressed in the pictures, but there was power in them. I started thinking about it subconsciously, on the principle of the necessity to train the mind – that in our technological world it is necessary to practise professionalism and free thought together.” 7

Friðardúfubragur – Þjóðviljinn / Song of the Peace Dove – political news (1954) Tússlitur / tusche, 49 � 73,5 cm

Art historian Aðalsteinn Ingólfsson contributed a foreword to the catalogue of Þórður’s show, and he returned to the subject in his book Naive and Fantastic Art in Iceland (1989). He recounts that Þórður had adopted his artist‘s pseudonym Kiko Korriro during his time in California. Þórður explained in an interview that he did so because his Icelandic name was hard for Americans to pronounce, so he took an easier name.8

Þórður also claimed to have been intimately acquainted with Native American medicine men, and learned about their natural and spiritual remedies – even recommending his actor friends in Hollywood to seek treatment from them when they were ill. The book quotes a letter written by Þórður to Aðalsteinn:

“The pictures in question are an attempt to explore my subconscious and an endeavor to reach a larger whole of that kind, that is, a sort of experience- or memory-bank of our species and of universal life, which the god that is the world itself, uses in implementing evolution. What I had in mind by making them was, in fact, not at all creating works of art but rather harnessing my talent for mental insight, or intuition, which I knew I possessed in abundance and I thought could be useful to me in certain biophysical research in which I was interested, that is, research into the nature of life, death, and ageing, as well as the phenomenon of god – from a scientific point of view rather than a religious one.” 9

At that time little was known of Þórður’s collages, sculptures and book art, made in the mid-20 th century, which lay untouched in storage until 2014. In addition, important collages from 1944–61 were discovered in 2017, which may be seen as prefiguring Icelandic Pop Art. This will be discussed further below.

When the artist’s work was first shown in Iceland in 1983, it attracted great attention because it was so unlike what the public had seen before, and the same is true of works he made later in life, which were only discovered after his death. Professional presentation of Þórður’s art may be expected to encourage people to observe the unique content and development in his works; and one must try not to give up in face of this profusion of imagination.

Uppreisn í Ungverjalandi / Unrest in Hungary (1954) Tússlitur / tusche, 73,5 � 49 cm

Fólk grínsins / People of Comedy (1949)

Tússlitur / tusche, 49 � 73,5 cm

EXHIBITIONS AT THE FOLK AND OUTSIDER ART MUSEUM 2016 AND 2019

After the Folk and Outsider Art Museum received the gift of Þórður's works in 2015, a large proportion of the works was displayed in 2016 as an installation, curated by the present author. Shelving was installed in the middle of the gallery, and 72 plastic boxes were arranged in it, containing tens of thousands of drawings, over which orange plastic strapping was stretched. On the walls were seven irregular clusters of photographs of the young Þórður, drawings in periodicals, sculptures made of wire, clay and wood, cast brass objects in shelves, and small collages.10 The intention was to show the scale of Þórður’s oeuvre and to bring out various aspects of his artistic work, imbuing the events with mystical overtones and stimulating an interest in seeing more.

In 2019 another installation was displayed, following extensive research.11 The emphasis was on offering people the opportunity to see three major aspects of Þórður’s art. For that purpose 13 metal sculptures, 28 pencil drawings and nine collages were brought out for display.12 Wedge forms and linear curlicues were examined in two and three dimensions: content and style, overt and covert provocations, an innovative pro -

gression within a tight frame, and manifold scenes in a space, drawing the eye. Two photographs of Þórður were also hung, and a serene clay goddess placed so that her weight provided a certain counterbalance to the turmoil in the other works. The installation offered promise that Þórður’s works were not obsolete, as tends to be the case with innovations that last a short time, or are brought to life in a movement that arises from ferment in society, for instance due to indifference, adversity, exclusion on the periphery of poverty and wealth, or a revolution by artists eager for a slice of the cake.

Exhibitions of Þórður’s work are of real cultural significance, and they underline the necessity for both introvert and extrovert art, honestly made, to be displayed in such a way as to touch the observer, so that the innovative presentation leads them to change the way they think. This had probably never been attempted before the exhibitions of Þórður’s work at the Folk and Outsider Art Museum in 2016 and 2019. The inventive approach must hence be deemed worth the trouble, and it is to be hoped that it gives rise to compelling questions.

SÝNINGAR SAFNASAFNSINS 2016 OG 2019

Eftir að Safnasafnið tók við gjöfinni á myndverkum Þórðar árið 2015 var afráðið að kynna stóran hluta af verkum hans sem innsetningu árið 2016 í sýningarstjórn greinarhöfundar. Hillusamstæðu var stillt upp á miðju salargólfi og í hana raðað 72 plasthirslum með tugþúsundum teikninga og strekkt yfir með rauðgulum plastböndum. Á veggjunum voru

7 óreglulegir klasar með ljósmyndum af Þórði ungum, teikningum í tímaritum, skúlptúrum

úr vír, leir og viði, steyptum messinghlutum

á hillum og klippiverkum.10 Ætlunin var að

sýna umfang verka Þórðar og draga fram

ýmsar hliðar á sköpunarstarfi hans, gefa

viðburðinum dularfullan blæ og vekja upp löngun manna til að sjá meira.

Árið 2019 var sett upp önnur innsetning

í Safnasafninu að undangenginni ítarlegri rannsókn.11 Lögð var áhersla á að gefa fólki kost á að sjá þrjá meginþætti í listsköpun

Þórðar og teknir fram til þess 13 málmskúlptúrar, 28 blýantsteikningar og 9 klippimyndir.12 Horft var til formfleyga og línuvindinga í tvívídd og þrívídd, inntaks og stílgerða, ljósra og leyndra ögrana, nýstárlegrar

framvindu innan þröngs ramma og settar upp margbrotnar stöður í rými sem drógu augað að sér. Þá voru hengdar upp tvær ljósmyndir af Þórði og rólyndisleg leirgyðja staðsett þannig að þyngd hennar skapaði visst mótvægi við óróleik annarra verka.

Innsetningin gaf fyrirheit um að verkin væru ekki fallin á tíma, eins og gerist með nýjungar sem lifa stutt skeið eða uppvakna í hreyfingu sem verður til vegna gerjunar í þjóðfélagi, til dæmis vegna afskiptaleysis, mótlætis, útskúfunar á jaðri fátæktar og velmegunar eða byltingar þeirra listamanna sem vilja ólmir sneið af kökunni.

Sýningar á verkum Þórðar hafa verulegt menningarlegt gildi og undirstrika nauðsyn á því að bæði innhverf og úthverf list unnin af heilindum sé sýnd á þann hátt að hún snerti við áhorfendum og frumleg uppsetning verkanna fái þá til að hugsa öðruvísi. Það hafði líklega hvergi verið reynt fyrr en á sýningunum á verkum Þórðar í Safnasafninu 2016 og 2019, nýmælin verða því að teljast fyrirhafnar virði og vekja vonandi upp krefjandi spurningar.

Frá sýningum í Safnasafninu 2016 og 2019 From the exhibitions at Safnasafnið 2016 and 2019 Frá sýningunni í Safnasafninu 2016 / From the exhibition at Safnasafnið 2016 Listamaður að verki / Artist at Work (1939) Blýantsteikning / pencil-drawing, 21 � 29,7 cm

FRUMSKÓGUR UNDIRMEÐVITUNDARINNAR

Í tilefni af fyrstu einkasýningu Þórðar í Listmunahúsinu útskýrir hann í viðtali vinnubrögð sín á þennan hátt:

„Maður lætur eðlisávísunina ráða ferðinni, lætur frumskóg undirmeðvitundarinnar ráða. … Undirmeðvitundin hefur tilhneigingu til að breyta öllu, og síðan ég byrjaði að æfa undirmeðvitundina hef ég fengið meiri áhuga á fornri list, og það má segja að ég hafi tilhneigingu til þess að líta á veröldina sem Guð. Það má segja að það sé dálítið heiðið sjónarmið, en ég held að það sé ekkert ljótt við það. …“ 13

Það sem vekur sérstaka athygli þegar rýnt er í verk Þórðar er hinn gífurlega mikli fjöldi teikninga af ýmsum stærðum og gerðum og með fjölbreyttu myndefni. Margar þeirra eru í háum gæðaflokki og gerðar af mikilli leikni í djarfhuga sviptingum eins og listamaðurinn hafi hitað sig upp og barið sér á brjóst og varla litið upp frá vinnu. En þrátt fyrir sprengikraft línanna sem þeytast um flötinn eins og heimurinn sé á hvolfi er útkoman samfelld.

Myndirnar eru smitandi á köflum og formgerðirnar þandar til hins ýtrasta. Þeirra á meðal eru saklausar tilvísanir í kynlíf og kynlegar athafnir. Yfirbragðið er hispurslaust, ekki síst í bollaleggingum um kynvitund, kynusla og kynfrelsi og var kannski lætt inn í bunkana til að auka við dul og forboðnu seiðmagni.

Hér er Þórður langt á undan samtíð sinni í frjálslyndri hugsun og greiningu og hefði valdið hneykslun með því að flíka þeim á meðan hann var yngri. Þó er lítið fjallað um tilhugalíf og náin kynni en meira lagt upp úr sviðsetningu, því oft er stillt upp langri röð sókndjarfra karla sem veifa stórum kylfulaga limum gegn liði gleiðfættra kvenna, líkt og það eigi að berja þær til hlýðni og undirgefni, eða fylkingarnar mani hvor aðra til framhaldsleiks en láti ekki ánetjast því áhuginn á snertingu er ekki meiri en þetta. Þessar uppstillingar minna á fólk sem stendur í þröngu rými með tilskornum spegilflötum á veggjum sem kasta brotnum myndum þess inn í línulegan óendanleika smæðarinnar.

Nokkrar gormabækur eru í gjöfinni, eins konar bókverk með litkrítarmyndum á hverju spjaldi báðum megin. Er myndefnið könnun á stöðu naktra líkama karla og kvenna sem tvinnast saman af mikilli ákefð í harðsnúinni þolfimi og leikfimi, til dæmis í andstuttum stafrófsstellingum og er þá endurtekningin frá framhlið yfir á bakhlið nákvæm en samt alltaf einhver smábreyting frá einni síðu til annarrar sem þokar hreyfingunni áfram. Stundum eru stöðurnar svo flóknar að erfitt er að skilja hvernig persónurnar hafa náð að hringa sig saman og illmögulegt að gera sér í hugarlund hvernig þær geti losað sig úr klemmunni. Eru þessir vafningar varla til eftirbreytni nema þrautþjálfuðu vöðvaræktarfólki. Álíka litkrítarverk eru til í stærra formi og gera skilyrðislausa kröfu til höfundarins um nýjar líkamsstöður.

Hér er um viðkvæman farangur að ræða, og ekki við allra hæfi, en viðhorf fólks til myndbirtingar erótíkur hefur breyst og nú orðið kippa fáir sér upp við berstrípun og frábrigðilega hegðun á opinberum stöðum þótt hún sé handan við hornið í hversdagslífinu.

Þórður teiknaði líka fiska, fugla, spendýr og skrímsli sem sum virðast hafa mannlega eiginlega. Fyllir hann með teikningu og litum algerlega út í myndflötinn sem iðar af lífi og hvergi sér í auðan blett. Margar myndanna eru frásagnarkenndar með lýsandi titlum og oft boðskap um baráttu dýra eða manna, á meðan aðrar sýna sveim af fuglum eða fiskum í fjölbreyttum fléttum og erótíkin er aldrei langt undan. Þessar myndir eru gáskafullar og gerðar af ánægju, ef til vill þegar honum þótti vera kominn tími til að hvíla sig?

Þá bregður í nokkrum myndverkum

fyrir sérkennilegri teikniskrift sem er tilkomin vegna þess að listamanninum hefur orðið svo heitt í hamsi að hann rissaði yfir á auða fleti sem stóðu út úr blaðahlaðanum á vinnuborðinu og framlengdi myndina, síðan hafa partarnir orðið viðskila við meginverkið og má líta á þá sem útúrdúra, jafnvel sjálfstæð verk í einfaldleik sínum.

Skáldfákur / Pegasus (1939) Blýantsteikning / pencil-drawing, 29,7 � 21 cm

On the occasion of Þórður’s first solo show at Listmunahúsið, the artist explained his methods in an interview:

“One allows instinct to take control, allows the jungle of the subconscious to take control. … The subconscious has a tendency to alter everything, and since I started exercising my subconscious I have gained more interest in ancient art, and one may say that I have a tendency to view the world as God. One may call that a somewhat heathen viewpoint, but I don’t think there’s anything wrong with that. … ” 13

It is particularly interesting, in examining Þórður’s works, to observe so many drawings of various sizes and forms, with a wide range of subjects. Many are of high quality, skilfully made in bold strokes, as if the artist had worked himself up, beating his chest, before addressing the drawing with absolute focus. And despite the explosive power of the lines that race across the picture plane as if the world is upside-down, the outcome is consistent.

The pictures are sometimes infectious, and forms are pushed to the utmost. Among them are innocent allusions to sex and sexual activities. The presentation is candid, not least in addressing gender identity, gender nonconformity and sexual freedom – which may have been slipped into the bundles in order to add an element of mystery and forbidden magic.

Þórður is here far ahead of his time in his liberal thinking and analysis; and he would have sparked a scandal had he made them known in his earlier days. There is, however, little allusion to courting and intimacy: scenes are often more staged, with a long row of bold males waving their large cudgelshaped penises as they face a troop of women with spread legs, as if they are to be beaten into submission – or as if two gangs are daring each other to proceed, though without being caught, for they are not really interested in closer contact. The staged scenes are reminiscent of people standing in a confined space where mirror fragments on the walls reflect their distorted images into the linear infinity of smallness.

JUNGLE OF THE SUBCONSCIOUS

Snúningur / Rotation (1938)

Blýantsteikning / pencil-drawing, 29,8 � 21 cm

A number of spiral-bound books are included in the gift, with images in pastel on both sides of each sheet. The subject is an exploration of the postures of naked male and female bodies which are energetically intertwined in gymnastics – for instance in breathless alphabetic poses in which the drawing on the front is precisely reproduced on the reverse – though always with some small alteration that propels the movement onward. The poses are sometimes so complicated that it is hard to imagine how the figures have contrived to get into such a position, and difficult to see how they can ever free themselves. These convolutions could hardly be reenacted, except by highly-toned body-builders. Similar pastel pieces exist in larger format, making unequivocal demands on the artist for new poses.

This is a delicate subject, and not for everyone – but attitudes have changed to what may be shown, and today most people see nothing offensive in nudity and abnormal behaviour in the public arena, although it is less acceptable in everyday life.

Þórður also drew birds, mammals and monsters, some of which appear to have human attributes. He fills the entire picture plane with drawings and colour, leaving no empty space. Many of the pictures are narrative in nature with descriptive titles, often presenting a message about the battle between animals and humans, while others depict a swarm of birds or fish diversely intertwined, with recurrent erotic overtones.

Those pictures are humorous and full of fun – made perhaps when he felt it was time for a break?

There are examples of odd drawing, which occur when the artist was so carried away that he continued the drawing onto plain sheets that protruded from the pile of paper on the table; these parts later became separated from the main work, and they may be seen as diversions, or even works in their own right, in their simplicity.

Erótík / Erotica (1935) Pastel, krít og penni / pastel, crayon and pen. 42,8 � 30,4 cm

Blómastúlka / Flower Girl (1939)

Blýantsteikning / pencil-drawing, 21 � 29,7 cm

Gleðileikar / Joyful Intercourse (1994)

Pastel, krít og blýantur / pastel, crayon and pencil, 44 � 30 cm

Móðir Jörð, ljóð í litum og formum / Mother Earth, poetry in form and colour (1938) Pastel, krít og penni / pastel, crayon and pen. 21 � 29,8 cm

Andlit I / Face I (c.1949–53) Samklipp úr pappír / Paper collage, 11,4 � 13,7 cm

Meðal verka Þórðar er að finna afar athyglisverðar klippimyndir sem eru ótvíræður vitnisburður um frumleik og ögrandi nálgun. Minni klippimyndirnar gerði Þórður á námsárum sínum í Los Angeles á fimmta áratugnum, merktar 1944–1949, en þær stærri í París upp úr 1950, allt ljósmyndir og prent frá þeim tíma. Sú kenning er sett fram hér að þær séu fyrstu Pop-listaverk íslensks listamanns, og ef sú kenning stenst þá hefur Þórður verið frumkvöðull í þeim efnum, á svipuðum tíma og Eduardo Paolozzi

(1924–2005) tók að ögra hefðbundnum viðhorfum í Bretlandi með klippimyndum

sínum byggðum á dægurefni úr blöðum.14 Erró hóf gerð svipaðra klippimynda á 6. áratugnum og má í þeim kenna vissan skyldleika við þéttofnar borgarmyndir Þórðar, ekki síst þegar horft er til málverks Erró sem ber heitið Matarlandslag frá árinu 1964.

Klippiverk Þórðar eru ríflega hundrað, í stærðum A2 til A6, en áhrifaríkust eru þau stærstu sem lýsa náttúrhamförum þar sem jöklar springa og þrýstast fram með offorsi, og húsa- og götumyndir falla í skriðum úr fjarlægðinni. Hér er Þórður á allt öðru róli en samferðamenn hans í myndlist eftirstríðsáranna, hann virðist hafa verið gæddur forspáranda og getað séð fyrir loftlagsbreytingar framtíðarinnar. Hann setti líka saman blóma-, stafa- og dýramyndir og stuðandi klippiverk sem virðast vera ádeilur á konur í sviðsljósinu, meðal annars á Brigitte Bardot kvikmyndaleikara, og er efnið skeytt saman í óhugnanleg andlit sem vekja ugg í brjósti.

Í gjöfinni eru einnig fínlegir fígúratífir pennadrættir á prentuðum auglýsingum af vélum og tækjum til notkunar í tilraunastofum og geimferðum og virðast annað hvort vera gerðar í hæðnis- og ádeiluskyni eða Þórður hafi hrifist af nýjungunum og viljað setja mark sitt á þær.

Karnival / Carnival (1950) Samklipp úr pappír / paper collage, 50,2 � 75,5 cm

Þórður’s oeuvre includes most interesting collages, which are clear evidence of his originality and provocative approach. The smaller collages, made by Þórður during his years as a student in Los Angeles in the 1940s, are dated 1944–49. The larger pieces were made in Paris in the 1950s, using photographs and printed matter from that time.

The hypothesis is here proposed that these are the first examples of Pop Art by an Icelandic artist; and if that is so, Þórður was a pioneer in this field, around the time that Eduardo Paolozzi (1924–2005) started to challenge tradition in the UK with this collages made with newsprint.14

Icelandic artist Erró started to make similar collages in the 1950s; these display commonalities with Þórður’s dense urban images, not least in the case of Erró’s painting Foodscape of 1964.

The collages number a little over a hundred, in formats A2 to A6; the largest are the most powerful, depicting natural disasters where glaciers explode, bursting violently out, while images of buildings and streets collapse in the distance. Þórður is here far away from his contemporaries in postwar art; he appears to have had the gift of prophecy, foretelling the climate change that lay ahead. He also composed images of flowers, letters and animals, and made cheeky collages which appear to be mocking women in the public eye, such as film star Brigitte Bardot: pictures are assembled into unnerving, scary faces.

The gift also includes delicate figurative pen drawings on advertisements for tools and machinery for use in laboratories and space travel; these appear to be made with satirical intent – or perhaps Þórður liked the technical innovations, and wanted to make his mark on them.

Andlit II / Face II (c.1949-53) Samklipp úr pappír / Paper collage, 15 � 14,3 cm Fornt andlit / Ancient Face (1964) Samklipp úr pappír / paper collage, 25,3 � 14,5 cm Andlit tækninnar / Face of Technology (1944) Samklipp úr pappír / Paper collage, 39,5 � 29 cm Heimsátök / World Conflict (1951) Samklipp úr pappír, túss / paper collage, tusche, 37 � 50 cm

Þórður experimented with a range of media, which he subdued to his will. The most interesting examples are sculptures of sheet metal and small re-usable objects arranged on sheets of iron or wood, forming a consistent whole. The affinity with the pencil drawings is obvious, as the oscillations within the forms are as dynamic in the circular forms as well as in the pointy spearlike shapes. It is astonishing to consider how great Þórður’s manual strength must have been – for the material is thick, and the process of shaping it would have been very time-consuming, unless he had access to a metal workshop or was assisted by a metalworker. But it appears more probable that he acquired the metal offcuts from a workshop. The force required would have been demanding for a man so physically delicate, with an aversion to manual labour.

The gift also includes a file containing dried plants, a stone collection, decorated plastic eggs, wire work, carved branches, clay figures and painted stones, all of which play a role in the process of the artist’s development.15 It is highly likely that more evidence may be found which will throw light on the artist’s methods and his allusions to unusual phenomena.

Þórður gerði tilraunir í ýmis efni og lagaði þau að vilja sínum. Athyglisverðastir eru skúlptúrar ársettir 1951 úr flatmálmi og litlum endurnýtanlegum hlutum sem standa á járn- eða tréplötum og mynda samstæða heild. Auðséð líkindi eru með þeim og blýantsteikningunum

því sveiflurnar innan formanna eru álíka kröftugar í hringlögun og oddhvössum

framvísunum. Það vekur undrun hve

Þórður hefur verið handsterkur því

efnið er þykkt og hlýtur að hafa verið

seinlegt að móta það nema hann hafi haft aðgang að verkstæði eða fengið aðstoð

iðnaðarmanns, þó líklegra sé að hann hafi

hirt afskurð í smiðju, en samt hefur þetta

verið nokkurt átak fyrir svo fíngerðan mann fráhverfan erfiðisvinnu.

Í gjöfinni er einnig mappa með

þurrkuðum jurtum, steinasafn, skreytt

plastegg, víraverk, tálgaðar greinar, leirstyttur og málaðir steinar og gegna

öll hlutverki í þróunarferli listamannsins.15

Mjög líklegt er að eitthvað finnist síðar sem varpar ljósi á verklag og skírskotun til óvenjulegra fyrirbæra.

Mótmæli / Protest (1951) Útskorinn viður / carved wood, 50 � 29 cm Skúlptúr I / Sculpture I (1951) Ál, járn og tré / aluminium, iron and wood, 36,5 � 35 � 10,5 cm
Skúlptúr II og III / Sculpture II and III (1951) Ál og járn / aluminium and iron, 43,5 � 20 � 14 cm + 40,7 � 20 � 10,5 cm
Skúlptúr IV / Sculpture IV (1951) Ál, járn og tré / aluminium, iron and wood, 41,5 � 48,5 cm Mannvera / Figure (1951) Rekaviður / driftwood, 43 � 49 � 8 cm

When we consider the part of Þórður G. Valdimarsson’s oeuvre which has now been studied, a continuous thread can be detected in his creative work. He appears to have been ready to take on challenges, to minutely examine content and methods, and to carry out detailed artistic research in order to express his ideas, which were generally far from conventional. Every stroke has an equivalent in form, and every shape is thoroughly connected to the existing overall picture. The colours provide a fullness and texture which harmonises with the lines, especially in the pen-drawn watercolours.16 The same is true of other methods. Þórður’s pencil technique is expert, the physical proportions are accurate, and he displays no reticence in letting go – for here the energy is so intense, the cadences so rapid, that the observer is taken aback.

It is a trivial question to ask whether Þórður should have sought classical art training; for had he done so, no doubt the outcome would have been subsumed into artistic trends which tend to be ephemeral. His contribution to art is a unique world, and of value on its own terms. We may also consider what was happening in western Europe when Þórður was pursuing his postgraduate studies in Paris. He surely knew about the Dadaists, Surrealists17 and German Expressionists, and the link between Denmark and the Netherlands, the COBRA group which made an impression in collaboration between artists. The COBRA group were met with surprise for deliberately working along the same lines as folk artists: they examined their work and looked back over the centu-

ries in order to seek out naiv elements, which they applied in their own creative work.

Asger Jorn [1914–1973] was in the lead, being captivated by artworks from ancient cultures of the Nordic region, and that influence is seen in his work. The wonderful painter Carl Henning Pedersen [1913–2007] was seen by many as avant-garde, but it has now become clear that his painting is not learned, but sincere and spontaneous, and belongs in another category than was previously deemed evident.

Here it is worth mentioning that many of the most “original” artists of the early 20 th century shamelessly appropriated “primitive” art and remade it under their own names. They made a show of their imitations, and gained the world’s attention. In that light, the imitations produced by famous artists are but pretentious simulacra – truly “outsider” art by comparison with the real thing! This was confirmed by the Museum of Modern Art in New York, when it staged a large exhibition in 1984 on the artists’ works and published a two-volume report on this tendency.18 It is, unfortunately, still reflected today in the work of world-famous artists. This matter is brought up in order to demonstrate that ideas sometimes travel, or suddenly make an appearance, and artists can hardly make innovative or striking works without taking something from both past and present and making it their own. But some need a strong character to resist the temptation to copy. It is desirable – and in fact selfevident – that the international copyright and moral rights of fellow-artists be respected, or acknowledged with a nod by direct reference.

INFLUENCE OR NOT

ÁHRIF EÐA ÁHRIFALEYSI

Þegar horft er yfir þann hluta höfundarverks Þórðar G. Valdimarssonar sem nú hefur verið kannaður sést heillegur þráður í sköpunarstarfi hans. Hann virðist hafa verið tilbúinn að takast á við áskoranir, grannskoða inntak og aðferðir og gera ítarlegar listrannsóknir til að koma frá sér hugmyndum sem yfirleitt voru utan alfaraleiðar. Sérhver dráttur á sér samsvörun í formi og hvert form er vel tengt inn í fyrirliggjandi heildarmynd. Litirnir gefa fyllingu og áferð sem rímar við línurnar, einkum í pennateiknuðu vatnslitamyndunum.16 Hið sama gildir um aðrar aðferðir. Blýantstækni Þórðar er kunnáttusamleg, líkamshlutföll eru nærri lagi og enga feimni að sjá hjá honum að gefa tauminn lausan því þar er aflið svo magnað og sveiflan svo hröð að áhorfandinn rekur upp stór augu.

Það er léttvæg spurning hvort Þórður hefði átt að afla sér klassískrar skólafræðslu, því þá hefði útkoman sjálfsagt fallið inn í farveg tískustrauma sem sjaldan eiga langa dvöl í deiglu tímans. Framlag hans til myndlistarinnar er sérheimur og merkilegur sem slíkur. Það má líka huga að því hvað var á seyði í Vestur-Evrópu þegar Þórður var í framhaldsnámi í París. Hann hlýtur að hafa haft spurnir af Dadaistum, Súrrealistum17, þýska Expressionismanum og tengingunni á milli Danmerkur og Niðurlanda með COBRAhreyfingunni sem lét að sér kveða í samstarfi listamanna. Það vakti undrun hvað þeir COBRA-menn unnu markvisst í anda alþýðulistamanna, skoðuðu verk þeirra og leituðu langt aftur í aldir til að finna bernska þætti og nýta þá í sköpunarferlinu. Asger

Jorn (1914–1973) var í fararbroddi því hann hafði mikinn áhuga á listminjum frá fornum menningarskeiðum á Norðurlöndum og áhrifin komu fram í verkum hans. CarlHenning Pedersen (1913–2007), sá yndislegi danski málari, var af mörgum talinn vera framúrstefnumaður en nú er ljóst að málverk hans eru ekki tillærð heldur einlæg og sjálfsprottin og falla í annan flokk en var áður talið sjálfsagt.

Hér er vert að nefna þá staðreynd að flestir af „frumlegustu“ listamönnunum í upphafi 20. aldar hrifsuðu kinnroðalaust til sín útfærslur „prímítífrar“ myndlistar frumbyggja og endurgerðu verk þeirra undir eigin nafni. Þeir veifuðu ótt þessum afritum og hlutu athygli heimsins fyrir vikið. Í því ljósi eru eftirmyndir frægðarmannanna tilgerðarlegar stælingar, „utangarðslist“ samanborin við frumverkin! Þetta staðfesti Museum of Modern Art í New York árið 1984 þegar það setti upp umfangsmikla sýningu á verkum listamannanna og gaf út skýrslu í tveimur bindum um þessa tilhneigingu.18 Má með dæmum sýna að hún endurspeglast í verkum heimsfrægra listamanna enn þann dag í dag.

Á þetta er minnst til að sýna fram á að hugmyndir ferðast stundum um eða spretta upp fyrirvaralaust og að listamenn geta varla búið til nýstárleg og grípandi verk nema taka eitthvað til sín úr bæði fortíð og samtíma og gera að sínu. Þeir þurfa þó sumir sterk bein til að standast freistingar eftirgerða. Æskilegt er, og reyndar sjálfsagt, að þeir virði alþjóðlegan höfunda- og sæmdarrétt kollega sinna eða kinki til þeirra kolli í virðingarskyni með beinni tilvísun.

Madeleine Carroll, Þórður G. Valdimarsson (1948)

Eitt eftirminnilegasta hlutverk Madeleine Carroll var í kvikmyndinni 39 þrep (1935) eftir Alfred Hitchcock, en hún var um tíma hæstlaunaðasta leikkona Hollywood. Hennar er minnst með viðurkenningarstjörnu á frægðarstétt Hollywood Boulevard. / Madeleine Carroll is best remembered for her role in Alfred Hitchcock’s film The 39 Steps (1935). At the peak of her career she was the highest-paid actress in Hollywood. She has a star on the Hollywood Walk of Fame.

HOLLYWOOD

Í fórum Þórðar var að finna forvitnilegar ljósmyndir sem sýna Þórð með frægum Hollywood-leikurum. Þórður hafði eins og fleiri Íslendingar á miðri 20. öld leiftrandi áhuga á kvikmyndum og leikurum, enda leit almenningur upp til þeirra sem fordæma í eftirsóttum lífsstíl, líklega sem andsvar við kreppu og stríðsrekstri. Áður en hann hélt vestur um haf til náms útvegaði hann sér blaðamannapassa hjá Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, til að framvísa síðar ef færi gæfist.

Fljótlega eftir komuna til Los Angeles bankaði hann upp á hjá Metro-GoldwynMeyer Studios í Hollywood og óskaði eftir því að fá að ræða við leikarana í þeim tilgangi að birta fréttir af þeim á Íslandi.

Það gerði hann og má nefna grein um einn helsta kúrekaleikara þess tíma, söngvarann Gene Autry.19 Þórði var tekið fagnandi í Hollywood og fékk hann að ganga um kvikmyndaverin að vild. Reyndar hrifust menn svo af þessum heillandi glaðbeitta pilti að hann var ljósmyndaður með kvikmyndastjörnunum og jafnframt teknar vandaðar andlitsmyndir af honum eins og verið væri að búa hann undir markaðssetningu á næstu filmu.

Það er bersýnilegt að Þórður lifði sig inn þetta fyrirhafnarlitla frægðarhlutverk og er merkilegt hvað hann er sjálfsöruggur á myndunum, rétt eins og hann hafi þekkt leikarana frá fornu fari. Þeir eru hins vegar varfærnir og vita varla hvaðan á þá stendur veðrið en taka samt þátt í samtölum og athöfnum og samþykkja þessa nálægð. Sem dæmi má nefna ljósmynd af Þórði við hlið leikkonunnar Ann Blyth þar sem hún klæðist hafmeyjubúningi. Þau kúra afslöppuð í sviðsmyndinni, horfast í augu í einlægni og er engu líkara en Þórður leiki aðalkarlhlutverkið í myndinni í stað Williams Powells sem það gerði í raun. Til að kóróna áhrifin situr hann í sömu stellingu og Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn. Ungæðisháttur hans er auðsær á sumum ljósmyndunum, elskuleg framhleypni, ósjálfráð og einhvern veginn sjálfsögð á þessum stað, studd af samveru við fólk sem skein á hvíta tjaldinu.

Á þessum tíma voru kvikmyndaleikarar í sérstöðu gagnvart aðdáendum sínum í lokuðum klúbbi þar sem fólk hélt saman og leitaði ógjarnan út fyrir hann. Þórður virðist hafa flogið inn í þetta afmarkaða hólf og vakið jákvæð viðbrögð ekki ósvipuð þeim sem lóan og hrossagaukurinn gera á Íslandi. Á þessu skeiði frægðarljómans

mótaðist hann á sinn hátt og lagði grunn að ferli sínum sem myndlistar- og myndvísindamaður.

Þórður G. Valdimarsson, óþekktur/unknown, Richard Widmark (1948) Richard Widmark hlaut frægð fyrir leik í fjölda kúreka- og spennumynda. Hans er minnst með stjörnu

á frægðarstétt Hollywood Boulevard. / Richard Widmark was famous for his roles in Westerns and other films. Widmark has a star on the Hollywood Walk of Fame.

Þórður G. Valdimarsson, Richard Douglas, Douglas Kennedy (1948) Leikararnir Richard Douglas og Douglas Kennedy eru þarna við tökur á myndinni Ævintýri Don Juan frá 1948. / Actors Richard Douglas and Douglas Kennedy are here captured while filming the Adventures of Don Juan from 1948.

Þórður G. Valdimarsson, William Powell (1948) Þórður spilar borðspil við einn helsta leikara Metro-Goldwyn-Meyer. William Powell átti langan og farsælan feril og er minnst með stjörnu á frægðarstétt Hollywood Boulevard. / Þórður plays a board game with the famous MGM film star. William Powell had a long and prosperous career and has a star on the Hollywood Walk of Fame.

Bob Hope, Þórður G. Valdimarsson (1948)

Bob Hope hlaut einkum frægð fyrir gamanleik og uppistand. Hann kom fram á Broadway, söng og dansaði, auk þess að koma fram í útvarpi og sjónvarpi og leika í fjölda kvikmynda. Á um 80 ára ferli hlaut hann margvísleg verðlaun og var einn vinsælasti leikari síns tíma. Fjórar stjörnur bera nafn hans á frægðarstétt Hollywood Boulevard. / Bob Hope was a famous and successful comedian, renowned for his stand-up comedy. During his 80year career, singing and dancing in vaudeville, performing on Broadway, acting in films and appearing on radio and televison, he was one of the most beloved actors of his time. He has four stars on the Hollywood Walk of Fame.

Among Þórður’s possessions were interesting photographs of him with Hollywood film stars. Like many other Icelanders in the mid-20 th century, he had a passionate interest in film and actors – as the public looked up to them as models of a desirable lifestyle, probably to make up for the years of the Depression and World War II. Before Þórður set off across the Atlantic as a student, he arranged to be provided with a press pass from Tíminn, the newspaper of the centrist Progressive Party. He intended to use this if the opportunity arose.

Shortly after he arrived in Los Angeles he called at the Metro-Goldwyn-Meyer studios in Hollywood, requesting to be allowed to interview the company’s actors for the Icelandic press. Permission was granted, and he wrote, for instance, an article about one of the leading Western actors of the time, singer Gene Autry.19 Þórður was given a warm welcome in Hollywood, and was able to wander the studios freely. The charming, cheerful lad made such a favourable impression that he was photographed with stars and on film sets, and high-quality head shots of Þórður were taken, of the kind used for promotion of new films and actors.

Þórður clearly revelled in this ambiance of easy fame. It is remarkable to observe how confident he appears in the pictures, as if the famous film actors were his old buddies. The actors themselves, on the other hand, are more reserved, as if they hardly know what to make of Þórður, but nevertheless gamely take part in interviews and photo shoots, accepting this proximity. An example is a photograph of Þórður with actor Ann Blyth in a mermaid costume. The two rest at ease on the set, gazing into each other’s eyes as if Þórður, and not William Powell, were her leading man. The icing on the cake is Þórður’s pose, mimicking the statue of Hans Christian Andersen’s Little Mermaid in Copenhagen harbour. Þórður’s callowness is obvious in some of the photographs: a charming brashness, unpremeditated and somehow a matter of course in that setting –a consequence of mingling with the stars of the silver screen.

In that era film actors maintained a distance from their fans, forming a closed “club” and rarely venturing outside their own circle. Þórður appears to have inveigled his way into that élite community, to be welcomed there, much as the golden plover and the snipe are welcomed in Iceland as harbingers of spring. In this period of rubbing shoulders with fame, his personality was moulded, paving the way for his life as an artist and art explorer.

HOLLYWOOD

Þórður G. Valdimarsson, Ann Blyth (1948) Leikkonan Ann Blyth er hér í hlutverki hafmeyjar í kvikmyndinni Hr. Peabody og hafmeyjan frá 1948. Hennar er minnst með viðurkenningarstjörnu á frægðarstétt Hollywood Boulevard. / Actress Ann Blyth on set in her role as mermaid in the film Mr. Peabody and the Mermaid from 1948. She has a star on the Hollywood Walk of Fame.

Þórður tended not to seek models; his subjects generally sprung from his own mind, making contact with the fleeting moment. He then circumvented the zeitgeist, creating his own world that reflected his own personality, with influences that seeped in from fiction, the news and debate on current affairs. The present author has developed a 16-point analytical system he calls Hringferill myndlistar (Circle of Art); when Þórður’s art is tested against the Circle, two elements of that system are mainly applicable: Narrative and Response 20

Narrative refers to works which preserve the ambiance of the past, depict working methods and forms of employment, deal with stories or motifs, placenames, valleys, mountains, mythology, fairytales, games and journeys, or supernatural phenomena, often with detailed explanations. And the methods of narrative artists should be mentioned, of using natural forms in their work – and leftovers and reusable objects – sometimes with such perseverance that it verges on the focus displayed by environmental activists. Subjects are generally objective, inspired by reality, but in some cases images cross the boundary of propriety and decency, with detailed depictions, which may even be blood-spattered. The objective is twofold: to attract attention and to cause offence – even placing wellknown people in the works in order to smear them, either for their own purposes or as a political diatribe. The nature of such works approaches that of caricatures and propaganda images in the press, of little artistic merit. Response entails images made as a reaction to bad parenting, lack of love, rejection, violence, bullying, exclusion, isolation,

imprisonment, betrayal, loss of employment, bereavement, ill-health, jealousy, cyberbullying, use of powerful medications and drug abuse. This is not the same, however, as art therapy – in which the causes are specifically sought out – but the brain’s efforts to improve and ameliorate the situation.

Firstly, these are images which are introvert and gentle, crossing the boundary of reality and heading inwards, to where issues are peacefully resting. What previously prevented the person in question from natural participation gradually takes on symbolic form as a protective layer against pain and loneliness. They may abjure the cause of their suffering, or make peace with the past and commit it to the depths of the mind – illuminate, beautify, forgive and forget. Secondly are images which are in some sense involuntary, appearing without warning in the subconscious due to sensitive perception, in relaxation or meditation or mystical experience when everyday concerns and thoughts are pushed aside. At that point the “wide-open spaces” of the soul take over, and the mind has the freedom to express itself unconditionally. This mental state can also be a form of escape from a hostile environment into an invented reality.

Þórður’s art abounds in references to a mental life that opposed consumerism and behaviour modification at a difficult time when people were recovering from a frenzy of international war that had left nations in ruins, mourning their dead. For Þórður there was no point in introspection or being drawn into the formal experiments and colour-planes of the geometric abstract. 21 That artistic movement was supposed to be

ANALYSIS

Þórður leitaði lítið eftir fyrirmyndum, þær spruttu að mestu leyti fram út hugskoti hans sjálfs og náðu sambandi við líðandi stund. Hann fór síðan á svig við tíðarandann út í óvissuna og bjó til eigin veröld sem féll að persónuleika hans, en ýmis áhrif síuðust inn í hugann frá skáldskap, fréttum og þjóðfélagsumræðu. Greinarhöfundur hefur mótað 16 þátta greiningarkerfi sem hann nefnir Hringferil myndlistar og þegar myndlist Þórðar er mátuð við það kerfi þá eru það einkum 2 þættir sem koma til greina, frásögn og viðbragð. 20

Frásögn felst í myndum sem varðveita andblæ liðinna tíma, lýsa verklagi og atvinnuháttum, taka fyrir sögur og minni, örnefni, dali, fjöll, goðafræði, ævintýri, leiki og ferðalög, eða yfirnáttúruleg fyrirbæri, oft með nákvæmum útskýringum. Þá má nefna þau vinnubrögð frásagnarfólks að nota náttúruform í verk sín, afganga og endurnýtanlega hluti, stundum af slíkri festu að jaðrar við einbeitni umhverfisverndarsinna. Yfirleitt eru myndefnin hlutlæg og sækja í raunveruleikann en til eru myndgerðir þar sem farið er yfir mörk velsæmis og blygðunarkenndar með nákvæmum lýsingum, jafnvel blóði drifnum.

Markmiðið er tvíþætt, að draga að sér athygli og ganga fram af fólki, jafnvel staðsetja

þekktar persónur í verkunum til að varpa rýrð

á þær í eiginhagsmunaskyni eða pólitískri

hatursorðræðu – og nálgast þá verkin mjög

skop­ og áróðursmyndir dagblaða og tímarita sem hafa takmarkað listgildi.

Viðbragð felst í myndum sem eru unnar sem andsvar við slæmu uppeldi, ástleysi, höfnun, ofbeldi, einelti, úskúfun, einangrun, fangavist, svikum, starfsuppsögn, ástvina­

missi, veikindum, afbrýði, árásum í tölvu eða snjallsíma, notkun sterkra lyfja og neyslu fíkniefna. Hér er þó ekki um listmeðferð að ræða þar sem leitað er sérstaklega að orsakavaldi, heldur viðbragð heilans til að bæta úr og laga.

Í fyrsta lagi er um að ræða myndgerðir sem eru innhverfar og blíðar, fara yfir þröskuld raunveruleikans og stefna inn á við þar sem hlutirnir kúra í friði. Það sem áður útilokaði viðkomandi manneskju frá eðlilegri þátttöku tákngerist smám saman í vörn utan um sársauka og einmanaleika. Hún afneitar því sem hrjáir hana, eða sættir sig við orðinn hlut og felur í djúpi hugans, upptendrar og fegrar, fyrirgefur og gleymir. Í öðru lagi er um að ræða myndgerð sem er á einhvern hátt ósjálfráð og birtist án fyrirvara í undirvitundinni vegna næmrar skynjunar í slökun og íhugun eða dulrænni reynslu þegar áhyggjum og hversdagsþönkum er vikið til hliðar. Þá taka „óravíddir sálarinnar“ við og hugurinn fær frelsi til að tjá sig án skilyrða. Þetta hugarástand getur líka verið flóttaleið frá fjandsamlegu umhverfi inn í tilbúinn veruleika.

Í myndverkum Þórðar eru fjölbreyttar vísanir í hugarlíf sem andæfði neysluhyggju og atferlismótun á erfiðum tímum þegar menn voru að jafna sig eftir alþjóðlegt stríðsbrjálæði þar sem vart stóð steinn yfir steini og heilu þjóðirnar syrgðu fallna ástvini. Það hafði ekkert gildi fyrir hann að leggjast í naflaskoðun og ánetjast formtilraunum og litaspjöldum strangflatarlistarinnar. 21 Sú stefna átti að vera hið rétta svar við óskapnaði og leggja grunn að nýju skipulagi heimsins, á honum reis ný byggingarlist, auglýsingagerð og hönnun.

GREINING

the “correct” answer to chaos, and pave the way for a new way of organising the world; it formed the foundation of new architecture, commercial art and design.

Þórður’s works are not made with accuracy or refinement, although he himself was precisely that type of person in nature, appearance and conduct. They are neither attractive nor conducive to joy in the sense of the aesthetic judgement of received yardsticks: they are a political assessment and examination of social and antisocial behaviour.

They shed light on a systematic obsession, in their mechanistic production in the artist’s later years, when the quantity impinged on the quality – unless he was exhausting the possibilities he had? It is entirely possible that Þórður was shielding himself against encroachment from the outside world, and for that reason delved deep in a quest for the primeval atom in spiritual cleansing, finding repose and relaxation in some kind of deep trance or tranquillity. Whatever the truth of the matter, the works of art are made with admirable tenacity, as by one who plays chess against himself all day long, or plays a form of Patience or Solitaire that can scarcely be resolved, as the odds are against him. But behind this lies perhaps a sublime objective, which was overshadowed in the precariousness of his self-imposed solitude, but now rises to the surface, bright and clear, as a fascinating ideology and a challenging subject for art historians and scholars.

One cannot help wondering whether Þórður ever intended to share his art – as he looked upon it differently from others, more as a scientific experiment with pictures than art as such. He was reluctant to show his work, and is said to have remarked that it would be better to burn it – though he was persuaded to change his mind. Perhaps that was because these are manifestations of personal thoughts and sensitive dialogues with his inner self – a fragile private world. But the present never asks about reasons in the past, and is not discouraged by emotionality; it opens cracks and looks under stones, examines interfaces and brings out the best that chimes with the freshest.

New methods in art museums also call for a different approach from that applied in the past: not doing things by the book, pushing aside received traditions in order to make room and breathing space and new fulfilment for the art itself.

It is in that light that Þórður’s best works have something to offer the present day; they are covetable, and fill a space in the nation’s cultural heritage. They were made in the feeling of the moment, with sensitivity and intuition, grounded in a steadfast will to be constantly at work, without reward or recognition – formed at the core of being, far from the transience of the everyday, defenceless in the doubt and pain of memory and uncertain of what reception the world will offer – like children taking their first unassisted footstep.

Verk Þórðar eru ekki búin til af nákvæmni og fágun þótt hann hafi sjálfur verið þeirrar gerðar í eðli, útliti og framkomu. Þau eru hvorki hugnæm né sæluvekjandi í skilningi fegurðarmats fyrirskipaðrar mælistiku staðalgerðar heldur pólítískt mat og skoðun á félagslegri og andfélagslegri hegðun.

Verkin varpa ljósi á kerfisbundna þráhyggju í vélrænni vinnslu á efri árum þegar magnið skyggir á gæðin, nema hann hafi verið að tæma þá möguleika sem honum stóðu til boða? Þá má vel vera að Þórður hafi brynjað sig gagnvart ásókn umheimsins og í því skyni kafað ofan í efnið í leit að frumkjarna í andlegri hreinsun og fundið hvíld og slökun í einhvers konar djúphjúpi? En hvað sem því líður þá eru listaverkin unnin af aðdáunarverðri seiglu eins og maður sem teflir daglangt við sjálfan sig eða leggur kóngakapal sem er þeirrar náttúru að ganga varla upp því tölfræðin er honum andhverf. En að baki liggur kannski háleitt markmið sem hvarf í fallvaltleika sjálfskipaðrar einveru en kemur nú tært og skírt upp á yfirborðið sem spennandi hugmyndafræði og ögrandi viðfangsefni fyrir listfræðinga og fræðimenn.

Sú hugsun læðist að hvort Þórður hafi nokkurn tíma ætlað sér að veita öðrum hlutdeild í sköpunarstarfi sínu því hann leit það öðrum augum en aðrir. Það var frekar vísindaleg myndrannsókn en gerð listaverka. Hann var tregur til að sýna og mun hafa sagt að best væri að bera eld að verkunum, en hætti við eftir fortölur. Kannski var það vegna þess að þau eru birtingarmyndir persónulegra íhugana og viðkvæmra samtala hans við innra sjálf, brothættur einkaheimur. En nútíðin spyr aldrei um ástæður í fortíð og lætur ekki tilfinningasemi aftra sér, hún opnar smugur og veltir við steinum, skoðar snertifleti og dregur fram það besta sem rímar við það ferskasta.

Nýir starfshættir í listasöfnum kalla líka á aðra nálgun en áður tíðkaðist, að ekki sé farið nákvæmlega eftir bókinni, að áunninni hefð sé ýtt til hliðar til að gefa listinni svigrúm, andrými og nýja fyllingu. Það er í þessu ljósi sem bestu verk Þórðar eiga erindi við nútímann, þau eru eftirsóknarverð og fylla í skarð í listmenningu þjóðarinnar. Þau eru búin til í stemningu augnabliksins af næmi og innsæi, reist á staðfestu viljans til að starfa stöðugt án umbunar og frama, mótuð í kjarna verundarinnar fjarri hverfulleika hversdagsins, berskjölduð í efa og sársauka minnisins og óviss um viðtökur heimsins líkt og barn sem stígur fyrsta skrefið án hjálpar.

Þórður á vinnustofunni hjá Gunnari Erni myndlistarmanni í kringum 1990. Hjá þessum frænda sínum og vini hafði Þórður aðstöðu til að vinna óáreittur að myndlist sinni. / Þórður in the studio of artist Gunnar Örn around 1990. Þórður deeply appreciated the friendship of his cousin, who gave Þórður the opportunity to practise his art in his studio.

Þórður G. Valdimarsson tilheyrði þeim hópi óviðjafnanlegra manna sem auðga líf annarra, hann er án vafa einn af virkustu og bestu listamönnum þjóðarinnar og brýnt að kynna verk hans fyrir hverri nýrri kynslóð og veita honum stöðu sem hæfir framlagi hans til listarinnar. Fólk getur átt erfitt með að skilja samhengið í margbreytilegri gerð verkanna, einkum ef það fengi aðgang að öllu hinu yfirgripsmikla ævistarfi, en það á án efa óhægt um vik að láta sem ekkert sé er það stendur frammi fyrir fjörugum sviðsmyndum hugmyndaflugsins.

Það væri fengur fyrir orðspor íslenskrar myndlistar að sýna verk Þórðar erlendis og koma þeim á framfæri í alþjóðlegum tímaritum og mikilvægum tímalínum í uppsláttarritum. Er þá líklegt að margir reki upp stór augu og spyrji: Af hverju höfum við aldrei heyrt um þennan margslungna meistara?

Þórður G. Valdimarsson was one of that group of peerless people who enrich the lives of others; he is undoubtedly one of Iceland’s most prolific and finest artists, and it is imperative to present his work to each new generation, and make a place for him befitting his contribution to art. People may have difficulty grasping the coherence in the multifarious forms of the works – not least if they have access to his extensive oeuvre. But it is hard for them not to react in face of the vigorous scenes of imagination.

It would be beneficial for the reputation of Icelandic art to show Þórður’s work abroad, and make him known in international periodicals and important timelines in reference works. If that were done, it is likely that many people would exclaim in astonishment: Why have we never heard of this multifaceted maestro?

Fuglar / Birds (1936) Vatnslitur og penni / watercolour and pen, 28,3 � 21,6 cm. Fuglaskoðari / Bird-watcher (1930) Pastel, krít og penni / pastel, crayon and pen, 21 � 29,8 cm

ENDNOTES AND REFERENCES

1 The donors are the children of Málfríður Lára Jóhannsdóttir (1923–99) and Þórður’s brother Sverrir Örn Valdimarsson (1923– 2004). He founded and ran the Litmyndir printing press in Hafnarfjörður. Their children are: Aðalsteinn, Guðmundur Ingi, Lára Björg, Valdimar, Vilborg and Þórður.

Þórður G. Valdimarsson’s writings are in the keeping of the National Archives of Iceland.

2 Helgi Þorgils Friðjónsson (b. 1953) is the artist who comes closest to Þórður in terms of prolific drawing, along with painting, printmaking and sculpture, in which the nude is a regular feature. And artist Bjarni H. Þórarinsson (b.1947), who uses the name Kokkur Kyrjan Kvæsir, devotes all his time to the creation of a huge system of “visiology” based on thirty years of research, with neologisms, eloquence, visualconstructive poetry and visio-roses.

3 Other special collections have been established at the Folk and Outsider Art Museum: in 2016 in memory of artist Ingvar Ellert Óskarsson (1944–92), and in 2018 of writer/artist Thor Vilhjálmsson (1925–2011).

4 Fréttablaðið, 29.7.2002, p.17.

5 Morgunblaðið, 30 January 1983, p. 60. In Aðalsteinn Ingólfsson’s book Naive and Fantastic Art in Iceland (1989), p. 64, Þórður is quoted as saying that he made the pictures between 1947 and 1958, which is probably correct in view of the number of works. The dates cited in Morgunblaðið may have been misremembered by Þórður, or the journalist may have misquoted him.

6 Morgunblaðið, 30 January 1983, p. 60. Þórður called himself a þjóðréttarfræðingur (specialist in international law) in articles published in Iceland, presumably for the reason he explains here, that no-one in Iceland knew what a “political scientist” was. In 2002 he said in an interview that he had studied political science in the USA, and this same information appears in Aðalsteinn Ingólfsson’s book Naive and Fantastic Art in Iceland, published by Iceland Review (1989), p. 64.

7 Morgunblaðið, 30 January 1983, p. 60.

8 Aðalsteinn Ingólfsson, Naive and Fantastic Art in Iceland, p. 64, Published by Iceland Review, 1989. See also Fréttablaðið, 29.7.2002, p. 17. For a period of time Þórður also used the pseudonym Ray Polaris.

9 Aðalsteinn Ingólfsson, Naive and Fantastic Art in Iceland, p. 64, Published by Iceland Review, 1989.

10 Showcase I, 2016, Folk and Outsider Art Museum.

11 The study commenced soon after the receipt of the gift in 2015. Þórður’s personal effects were examined, to select what could be used. The contents of boxes were counted and the drawings roughly classified by quality. Notes were made on the spiral-bound books, sculptures and collages. Next, preparations commenced for the exhibition in 2016. Photographs of Þórður were provided by Valdimar Sverrisson, who had restored them and prepared them for enlargement. In 2017 large collages found in storage by Þórður Sverrisson in Hafnarfjörður were examined. He sent photographs of them, and descriptions of them were written. In 2019 the drawings were brought out again, and a selection was made for the exhibition. The works were framed, and this essay was written for this fourth Showcase volume.

12 The collages are from the artist‘s estate and were donated to the museum in 2019.

13 Morgunblaðið, 30 January 1983, pp. 60–61.

14 Collage is an age-old art form which has an honoured place, not least in the far East. But the antecedents of Pop Art lie mainly in the powerful political works of John Heartfield (1891–1968), the ready-made works of Marcel Duchamp (1887–1968) and composite works by various other Dadaist and Surrealist artists in the early 20th century, such as Hans Arp (1886–1966), Kurt Schwitters (1887–1948), Hannah Höch (1889–1978) and Max Ernst (1881–1976), not to mention the Cubist works of Pablo Picasso (1881–1973) and Georges Braque (1882–1963), which feature collage. (See e.g. Pop by Simon Wilson (1974) and Collage: The Making of Modern Art (1967) by Brandon Taylor).

ATHUGASEMDIR, SKÝRINGAR, TILVÍSANIR, UPPLÝSINGAR

1 Gefendur eru börn Málfríðar Láru Jóhannsdóttur (1923–1999) húsfreyju og Sverris Arnar Valdimarssonar (1923–2004) bróður Þórðar, sem stofnaði og rak prentsmiðjuna Litmyndir í Hafnarfirði. Þau eru: Aðalsteinn, Guðmundur Ingi, Lára Björg, Valdimar, Vilborg og Þórður.

– Skrif og önnur gögn Þórðar G. Valdimarssonar eru varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands.

2 Myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) kemst sem afkastamikill teiknari einna næst Þórði í þessum efnum, ásamt því að mála, þrykkja og búa til skúlptúra og nektin er ekki fjarri. Þá lítur myndlistamaðurinn Bjarni H. Þórarinsson (f. 1947), sem kallar sig Kokkur Kyrjan Kvæsir, varla upp frá því verki að skapa stórt myndvísindakerfi byggt á 30 ára listrannsókn með nýyrðum, orðkyngi, sjónháttum og vísirósum.

3 Við Safnasafnið eru fleiri stofur tileinkaðar einstökum listamönnum: Stofa Ingvars Ellerts Óskarssonar (1944–1992) myndlistarmanns var stofnuð árið 2016 og Stofa Thors Vilhjálmssonar (1925–2011) rithöfundar og myndlistarmanns árið 2018.

4 Fréttablaðið, 29.7.2002, bls. 17.

5 Morgunblaðið, 30. janúar 1983, bls. 60. Í bók Aðalsteins Ingólfssonar Einfarar í íslenskri myndlist (1990), bls. 64, er haft eftir Þórði að hann hafi gert þessar myndir á árunum 1946 til 1958, sem er trúlegra ef miðað er við fjölda verkanna. Ártölin í viðtalinu í Morgunblaðinu eru þá misminni Þórðar eða ekki rétt haft eftir honum af blaðamanni.

6 Morgunblaðið, 30. janúar 1983, bls. 60. Þórður titlaði sig þjóðréttarfræðing í greinum sem hann skrifaði og birti á Íslandi en skýringin er sjálfsagt sú sem hann nefnir í viðtalinu. Árið 2002 segist hann einnig í viðtali hafa numið stjórnmálafræði í Bandaríkjunum (sjá Fréttablaðið, 29.7.2002, bls. 17) og sömu upplýsingar koma fram í bók Aðalsteins Ingólfssonar, Einfarar í íslenskri myndlist, útg. Iceland Review 1990, bls. 64.

7 Morgunblaðið, 30. janúar 1983, bls. 60.

8 Aðalsteinn Ingólfsson, Einfarar í íslenskri myndlist, útg. Iceland Review 1990, bls. 64. Sjá einnig Fréttablaðið, 29.7.2002, bls. 17. Það má sjá í gögnum Þórðar að hann notaði einnig um tíma listamannsnafnið Ray Polaris.

9 Aðalsteinn Ingólfsson, Einfarar í íslenskri myndlist, útg. Iceland Review 1990, bls. 64.

10 Sjá Sýnisbók safneignar I, Showcase, útg. Safnasafnið 2016.

11 Rannsóknin hófst fljótlega eftir viðtöku gjafarinnar árið 2015. Þá var talið upp úr kössum til að fá tilfinningu fyrir fjölda verka og teikningar flokkaðar. Skráðir voru minnispunktar um gormabækur, skúlptúra og klippimyndir. Síðan var hugað að uppsetningu sýningar 2016 og ljósmyndir af Þórði fengnar frá Valdimar Sverrissyni bróðursyni hans, sem hafði lagfært þær og búið undir stækkun. Árið 2017 komu í leitirnar stórar klippimyndir hjá Þórði Sverrissyni í Hafnarfirði, hann sendi ljósmyndir af þeim til safnsins og var skrifað um þær. Árið 2019 voru teikningarnar teknar fram á ný og valið úr þeim til sýningar, myndir rammaðar inn og skrifuð grein til birtingar í þessari fjórðu sýnisbók safneignar.

12 Klippimyndirnar eru úr dánarbúi Þórðar og bættust við gjöfina til Safnasafnsins 2019.

13 Morgunblaðið, 30. janúar 1983, bls. 60–61.

14 Klippitækni er gömul listgrein og í hávegum höfð víða, ekki síst í Austurlöndum fjær. Undanfara Pop-listar má þó helst rekja til áhrifamikilla pólitískra mynda John Heartfield (1891–1968), ready-made verka Marcel Duchamp (1887–1968) og samsettra verka ýmissa annarra listamanna úr hópi Dadaista og Súrrealista í byrjun 20. aldar, t.d. Hans Arp (1886–1966), Kurt Schwitters (1887–1948), Hannah Höch (1889–1978) og Max Ernst (1881–1976), að ónefndum kúbískum verkum Pablo Picasso (1881–1973) og Georges Braque (1882–1963) þar sem samlímingar og klipp komu við sögu. (Sjá m.a. Pop eftir Simon Wilson (1974), og Collage: The Making of Modern Art (1967) eftir Brandon Taylor).

In their work Pop artists made use of a range of readymade material from advertising, packaging, newspapers and periodicals. British artist Eduardo Paolozzi (1924–2005) is regarded as one of the leading pioneers of Pop Art. The name of the movement derives from the word POP which appears in his collage I Was a Rich Man’s Plaything (1947). The same word features in a collage by his fellowcountryman Richard Hamilton (1922–2011), Just what is it that makes today’s homes so different, so appealing? (1956). In the USA the leading pioneers of Pop Art were Roy Lichtenstein (1923–1997), Robert Rauschenberg (1925–2008), Jasper Johns and Andy Warhol (1928–1987), who used advertising and pop culture in their art.

Sölvi Helgason (1820–1895) and Guðmundur P. Thorsteinsson (1891–1924), known as Muggur, are Icelandic artists known for cut-outs and collage. Sölvi, working in accord with tradition, folded sheets of paper to cut out delicate symmetrical forms, while Muggur combined paper with other materials. Erró (b. 1932) started to work with collage in 1958, and when he moved to New York in 1964 he discovered American comic strips and other rich visual material. (Gunnar Kvaran, Erró í tímaröð: Líf hans og list, p.148). Other modern-day Icelandic artists who made use of ready-made material in the spirit of Pop Art include Magnús Kjartansson (1949–2006) and Sigurður Örlygsson (1946–2019).

15 The gift included a number of prints in A4 format, which Þórður made in collaboration with poet Jónas Svafár (1925–2004) of Reykjavík, painted rocks and a number of paintings by unidentified artists. The items Þórður brought back from France appear to have included a painted rock which resembles the work of Jean Dubuffet (1900–85), who was a rising star on the European art scene, living in Paris. A link may be discerned here, as Dubuffet worked extensively under the influence of folk art, which he also collected. His own work and his collection later formed the basis of the Collection de l´Art Brut in Lausanne, Switzerland.

16 The gift includes several small works of this kind. In 2009 Gallery Fold presented the Folk and Outsider Art Museum with two works in A1 format, and in that same year art historian Aðalsteinn Ingólfsson presented the Museum with two prints by Þórður.

17 Dagblaðið Vísir – DV, 28.1.1983, p.35. Review by Gunnar B. Kvaran of Þórður‘s show at Listmunahúsið, 1983.

18 MoMA: Primitivism in Modern Art in the 20th Century – Affinity of the Tribal and the Modern In the indigenous art of Africa, South America, Asia and Indonesia, an inherent propensity is the premise for making works of art, so that they will be authentic vis-à-vis tradition, and may be used, for instance, in religious ceremonies and initiation rites.

19 Gene Autry (born Orvon Grover, 1907–1998) was an American songwriter, singer and actor. He was a keen horseman, and became famous as a singing cowboy on screen. He also hosted radio and TV shows. He was a pioneer of country music, along with Jimmie Rodgers, and through his work in westerns he helped spread that music all over the world. Gene Autry was elected to the C ountry Music Hall of Fame and the Nashville Songwriters Hall of Fame, and he is the only person honoured with a star in the Hollywood Walk of Fame not only for his contribution to film, but also to TV, music, radio and live performance.

20 Hringferill myndlistar, 16 þátta greiningarkerfi (Circle of Art) was developed by Níels Hafstein in 1999 and published in the catalogue of the exhibition Yfir Bjartsýnisbrúna (Over the Bridge of Optimism) at the Reykjavík Art Museum – Hafnarhús in 2003. In that show Níels Hafstein presented the work of 11 trained and 11 self-taught artists, 11 men and 11 women. The Circle of Art is regularly revised by the author. It is accessible (in Icelandic) at the bottom of the first page of the Museum’s website www.safnasafnid.is

21 During his student years in the USA Þórður experimented with arrangements of irregular cutouts of photographs and letters, but these works are figurative, and at odds with the geometrical ideas of the artists who gave abstract formal work priority over objective reality. In making his Pop Art works, he appears rather to have had in mind the work of the Dadaists, Cubists and Surrealists. He later threw off their influence, and made works of art which make him unique and one of a kind.

Pop-listamenn nýttu í verk sín margvíslegt tilbúið efni úr auglýsingum, umbúðum, dagblöðum og tímaritum. Breski listamaðurinn Eduardo Paolozzi (1924–2005) er talinn einn helsti frumkvöðull Pop-listar og vísar nafn listastefnunnar til orðsins POP sem kemur fram á klippiverki hans I Was a Rich Man’s Plaything frá árinu 1947 en sama orð kemur einnig fyrir í klippiverki landa hans Richard Hamilton (1922–2011) Just what is it that makes todays homes so different, so appealing? frá árinu 1956. Í Bandaríkjunum voru framverðir Pop-listastefnunnar helstir Roy Lichtenstein (1923–1997), Robert Rauchenberg (1925–2008), Jasper Johns (f. 1930) og Andy Warhol (1928–1987) en þeir nýttu sér auglýsingar og dægurmenningu í listsköpun sinni.

Af íslenskum listamönnum eru Sölvi Helgason (1820–1895) og Guðmundur P. Thorsteinsson (1891–1924), Muggur, kunnir klipparar. Sölvi braut blöð samkvæmt hefð og klippti til fínlegar samhverfur en Muggur raðaði pappír og öðru efni saman. Erró (f. 1932) hóf að gera klippimyndir 1958 og þegar hann fluttist til New York 1964 komst hann í kynni við bandarískar teiknimyndasögur og annað ríkulegt myndefni. (Gunnar Kvaran, Erró í tímaröð: Líf hans og list, bls.148). Aðrir seinni tíma íslenskir listamenn sem nýttu sér tilbúið efni í anda Pop-listar eru t.d. Magnús Kjartansson (1949–2006) og Sigurður Örlygsson (1946–2019).

15 Gjöfinni fylgdi talsvert af prentmyndum í A4 stærð sem Þórður vann með Jónasi Svafár (1925–2004) skáldi í Reykjavík, tússlitaðir steinar og nokkur málverk eftir ónafngreinda höfunda. Meðal þess sem Þórður virðist hafa haft í farteski sínu frá Frakklandi er málaður steinn sem minnir á verk eftir Jean Dubuffet (1900–1985) sem var rísandi stjarna í evrópsku listalífi, búsettur París. Þarna er ákveðin tenging því Dubuffet vann lengi undir miklum áhrifum af alþýðulist og safnaði henni. Sú heild varð síðan grunnurinn að Collection de l´Art Brut í Lausanne í Sviss.

16 Í gjöfinni eru nokkur lítil verk af þessum toga en aftur á móti fékk Safnasafnið tvö A1 verk að gjöf frá Gallerí Fold árið 2009. Það sama ár gaf Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur safninu tvær grafíkmyndir eftir Þórð.

17 Dagblaðið Vísir – DV, 28.1.1983, bls. 35, gagnrýni um sýningu Þórðar í Listamunahúsinu 1983 eftir Gunnar Kvaran.

18 MoMA: Primitivism in Modern Art in the 20th Century – Affinity of the Tribal and the Modern. Í verkum frumbyggja er eðlislæg tilhneiging forsendan fyrir gerð listaverka svo þau verði sannverðug samkvæmt hefð og notuð til dæmis við trúariðkanir og manndómsvígslur.

19 Gene Autry (skírnarnafn Orvon Grover, 1907–1998) var bandarískur lagasmiður, söngvari og leikari. Hann stundaði hestaíþróttir og varð frægur sem syngjandi kúreki í kvikmyndum og eigin þáttum í útvarps- og sjónvarpsstöð sinni. Hann var brautryðjandi í sveitatónlist ásamt Jimmie Rodgers og í vestramyndunum bar hann hróður þeirra söngva út um allan heim. Gene Autry var félagi í Country Music Hall of Fame og Nashville Songwriters Hall of Fame og er jafnfram eini einstaklingurinn sem var ekki einungis heiðraður á Hollywood Walk of Fame fyrir framlag sitt til kvikmynda, heldur líka til sjónvarps, tónlistar, útvarps og leiksviðs.

20 Hringferill myndlistar; 16 þátta greiningarkerfi, var mótaður af Níelsi Hafstein árið 1999 og birtist fyrst á prenti í skrá sem fylgdi sýningunni Yfir Bjartsýnisbrúna í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur árið 2003. Þar tefldi Níels Hafstein fram verkum eftir 11 lærða og 11 leika listamenn, 11 konur og 11 karla. Hringferillinn er endurskoðaður af höfundi reglulega. Nálgast má greiningarkerfið neðst á heimasíðu Safnasafnsins – www.safnasafnid.is

21 Á námsárunum í Ameríku gerði Þórður tilraunir með uppröðun á óreglulegum ljósmynda- og stafaklippum en efnið er fígúratíft og fellur illa að geometríu þeirra myndlistarmanna sem um þessar mundir tóku huglæga formgerðarvinnu fram yfir hlutlægan raunveruleika. Hann mun frekar hafa haft myndir Dadaista, Cubista og Súrrealista í huga þegar hann bjó til Pop-listaverk sín. Síðar losnaði Þórður undan þessum áhrifum og bjó til listaverk sem gerðu hann einstæðan og sér á báti.

EXHIBITIONS OF ÞÓRÐUR G. VALDIMARSSON’S ART

Solo exhibitions:

Listmunahúsið 1983, on the initiative of artist Gunnar Örn, Þórður‘s cousin.

– Gallery Kambur 1998, curated by artist Gunnar Örn, Þórður‘s cousin.

– Listhús Ófeigs 2002, Reykjavík, on Þórður’s own initiative.

– Icelandic Folk and Outsider Art Museum

2016, curated by artist and museum director Níels Hafstein.

– Icelandic Folk and Outsider Art Museum

2019, curated by artist and museum director Níels Hafstein.

Group shows:

Þórður participated in two exhibitions at the University of Southern California, Los Angeles, during his time as a student there 1945–49.

– Einfarar í íslenskri myndlist (Naive and Fantastic Art in Iceland) – exhibition at Hafnarborg, the Hafnarfjörður Centre of Culture and Fine Art, 1990, curated by Aðalsteinn Ingólfsson, coinciding with the publication of his book of the same title.

– Erótík (Eroticism) – exhibition 1996 at Deiglan, Akureyri, north Iceland, curated by artists Gunnar Örn and Samúel Jóhannsson.

– Exhibition 1997 at Luise Ross Gallery, New York.

Hjartans list (Art From the Heart) – exhibition of works by 6 naive artists in 1999 at Gerðuberg Arts Centre, Reykjavík, curated by Þorbjörg Gunnarsdóttir and Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.

– Over the Bridge of Optimism – 2003 in Reykjavík Art Museum, curated by artist and museum director Níels Hafstein.

SÝNINGAR Á VERKUM ÞÓRÐAR G. VALDIMARSSONAR

Einkasýningar:

Listmunahúsið 1983, að frumkvæði

Gunnars Arnar myndlistarmanns og

frænda Þórðar.

– Gallerí Kambur 1998 í sýningarstjórn

Gunnars Arnar myndlistarmanns og

frænda Þórðar.

– Listmunahús Ófeigs 2002 að eigin frumkvæði.

– Safnasafnið 2016 í sýningarstjórn

Níelsar Hafstein myndlistarmanns og safnstjóra.

– Safnasafnið 2019 í sýningarstjórn

Níelsar Hafstein myndlistarmanns og safnstjóra.

Samsýningar:

– Þórður tók þátt í tveimur samsýningum við University of Southern California í Los Angeles er hann var þar við nám á árunum 1945–1949. Notaði hann þá þegar listamannsnafnið Korriro, en bætti við það Kiko að undirlagi prófessors á staðnum (sjá Einfarar í íslenskri myndlist, bls. 64).

Einfarar í íslenskri myndlist – sýning haldin 1990 í Hafnarborg í sýningarstjórn Aðalsteins Ingólfssonar í tilefni af útgáfu bókar með sama titli.

– Erótík – sýning haldin á Listasumri árið 1996 í Deiglunni á Akureyri í sýningarstjórn myndlistarmannanna Gunnars Arnar og Samúels Jóhannssonar.

– Sýning 1997 í Luise Ross Gallery í New York.

– Hjartans list – sýning 1999 í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á verkum sex næfra listamanna í sýningarstjórn Þorbjargar Gunnarsdóttur og Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur.

– Yfir Bjartsýnisbrúna – sýning 2003 í Listasafni Reykjavíkur í sýningarstjórn Níelsar Hafstein myndlistarmanns og safnstjóra.

Allar ljósmyndir, listaverk, texti og annað efni er verndað skv. íslenskum og aþjóðlegum höfundaréttarlögum. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

All photographs, artworks and text are protected under Icelandic and International Copyright Conventions. All rights reserved, including the right to reproduce this book or any portions thereof, in any form, except for brief quotations in a review or by written permission by the authors and publisher.

ISBN 978-9935-9517-0-0

Þakkir / Thanks

Safnaráð, Sigurgeir Sigurjónsson, Þjóðskjalasafn Íslands Þórður Sverrisson og fjölskylda

Safnasafnið var stofnað árið 1995 og er staðsett á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Höfuðmarkmið Safnasafnsins er að safna, rannsaka, sýna og varðveita sjálfsprottna alþýðulist. Hefur safnið vakið athygli fyrir frumlega sýningarstefnu þar sem verkum leikra og lærðra er teflt saman af hugviti og frumleik. Sýnisbók safneignar IV um listamanninn Kiko Korriro (1922–2002) er fjórða sýnisbókin þar sem verkum úr safneign Safnasafnsins er miðlað til stærri hóps en gesta safnsins, með það að markmiði að auka veg og hróður íslenskrar alþýðulistar.

The Icelandic Folk and Outsider Art Museum, founded in 1995, is located at Svalbarðsströnd by Eyjafjörður in north Iceland. The museum’s main objective is to collect, research, exhibit and preserve folk and outsider art. The museum has been acknowledged for its original exhibition policy, where all forms of visual art are celebrated, whether made by professional or self-taught artists. Showcase IV on artist Kiko Korriro (1922–2002) is the forth in a series of books introducing the museum’s collection to the broader public, the objective being to cast light on Icelandic folk and outsider art and claim the recognition it deserves.

Folk and Outsider Art Museum 9 7 8 9 935 951700 ISBN 978-9935-9517-0-0
Safnasafnið
Icelandic
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.