www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Sjóvarpsbæklingur Raflands

Page 1


STENDUR TIL AÐ ENDURNÝA SJÓNVARPIÐ FYRIR JÓLIN? VIÐ TÓKUM SAMAN NOKKUR ATRIÐI SEM ER GOTT AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR NÝTT SJÓNVARP ER VALIÐ Á HEIMILIÐ HVAÐA STÆRÐ HENTAR Í MITT RÝMI?

Síðustu ár hefur átt sér stað alger bylting í myndgæðum og er því hægt að finna hreint ótrúleg gæði á lágu verði.


SKJÁTEGUNDIR - HVAÐ ER Í BOÐI? Skjátegundir eru fjölbreyttar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. OLED sjónvörpin eru bestu fáanlegu myndgæðin í dag. LG er brautryðjandi OLED sjónvarpstækninnar með yfir 1 miljarð litatóna og fullkomnum svörtum lit. Fullkominn svartur dregur fram myndskerpuna og eykur möguleika myndefnisins svo um munar. Gífurleg myndskerpan bætir dýpt litanna ásamt því að draga fram smáatriðin og áferðina í myndefninu, OLED sjónvörpin hafa 8 miljón sjálfupplýsandi pixla sem hver og einn slekkur eða kveikir á sér til að tryggja framúrskarandi liti og fullkominn svartan.

NANOCELL sjónvörpin eru svar LG við QLED sjónvörpunum. NanoCell sjónvörpin bjóða upp á frábær myndgæði á góðu verði, meiri myndskerpu og dýpri litatóna en venuleg LED sjónvörp. Það se NanoCell sjónvörp hafa helst framyfir QLED er að þau henta sérstaklega vel í björt eða stór rými þar sem IPS skjátækni gerir það að verkum að myndin er jafn skýr og margslungin frá öllum sjónarhornum og tapar ekki gæðum í mikilli birtu.

LED sjónvörp eru það sem kalla mætti hefðbundin skjátegund og eru flest þeirra í Ultra HD gæðum í dag. LED sjónvörpin bjóðaupp á frábær myndgæði, góða myndskerpu og eru jafnframt á frábæru verði.


HVAÐA TENGIMÖGULEIKAR ERU ÓMISSANDI? HDMI tengi eru staðalbúnaður á flestum sjónvörpum. Þú þarft að minnsta kosti 4 HDMI tengi á sjónvarpið þitt ef þú villt hafa öll helstu tækin þín tengd á sama tíma. Ef þú notar t.d leikjatölvu, Soundbar og snjallbox eru 3 af 4 tengjum í notkun svo þau eru fljót að fara. Það eykur þægindi að hafa möguleikann á að geta skipta auðveldlega á milli tækja með einum hnappi á fjarstýringunni. Það skiptir líka máli að vera með góðan HDMI kapal uppá gæi tengingarinnar! Nýjasta útgáfan af HDMI er HDMI 2.1 sem er komið í flest betri tækin. HDMI 2.1 gerir ráð fyrir hærri upplausn, hærri rammatíðni og miklu meiri bandbreidd.

Mörg ný sjónvörp hafa Bluetooth tengimöguleika og það hentar sérstaklega vel ef þú vilt geta tengt þráðlaus heyrnatól við sjónvarpið og horft á mynd án þess að vekja alla fjölskylduna eða gefa heimilisfólki hlé frá tölvuleikjahljóðum.

USB tengi er að finna á langflestum sjónvörpum, þau eru ómissandi til þess að tengja flakkarann, snjalltækið og geymslulykilinn við sjónvarpið. USB tengi tryggir að þú getur spilað fjölskyldumyndböndin, haldið myndasýningar og annað dýrmætt sem hvergi finnst á streymisveitum.


HVAÐ ÞARF ÉG AÐ HAFA Í HUGA ÞEGAR KEMUR AÐ STÝRIKERFINU? Mismunandi sjónvarpsframleiðendur eru gjarnan með ólík stýrikerfi og ekki er alltaf boðið upp á sömu möguleika í öllum stýrikerfum. Viðmótið getur bæði verið misjafnt en einnig úrvalið af snjallöppum sem er hægt að sækja. Venjuleg sjónvörp sem hafa ekki snjallkerfi geta t.d ekki spilað úr streymisveitum eða tengst sjónvarpsöppum án þess að utanaðkomandi snjallbox eins og Apple TV, Amazon Fire Stick eða Google Chromecast TV séu notuð sem brú. Í sjónvörpum sem hafa snjallkerfi er hægt að sækja öpp frá flestum erlendum streymisveitum eins og Netflix, Amazon Prime, Disney+ ofl. og spila beint úr sjónvörpum án utanaðkomandi milliliðar, svo lengi sem sjónvörpin eru nettengd. Í LG snjallsjónvörpum er webOX stýrikerfi, sérhannað af LG, sem hefur hlotið fjölda verðlauna og þykir sérlega hraðvirkt og notendavænt. Ódýrari gerðir af Philips sjónvörpum hafa einig SAPHI stýrikerfi sem þekkt er fyrir einfaldleika. Í flestum Philips sjónvörpum er þó Android stýrikerfi sem og í völdum gerðum af TCL sjónvörpum. Android er opnasta stýrikerfið og getur sótt t.d íslensku öppin eins og Rún, Sjónvarp Símans og Stöð 2 appið.

Hvað er Magic Remote? Magic Remote fjarstýringin fylgir völdum LG sjónvörpum en þá virkar fjarstýringin einnig sem músarbendill á skjánum svo það verðu enn auðveldara að nota tækið og stýra því. Fjarstýringin getur einnig stjórnað utanaðkomandi tækjum eins og Soundbar, myndlykli, Apple Tv o.fl.

Hvað er Ambilight? Ambilight er baklýsing sem finnst í Philips sjónvörpum af flestum gerðum. Ambilight er litað ljós sem lýsir á bakvið sjónvarpið í þrjár áttir, og breytist litur og magn ljóss í takt við myndefnið. Ambilight hjálpar ekki aðeins við að skapa notalega stemnigu og bíóupplifun heima í stofu en Ambilight hjálpar einnig augunum við að aðlagast myndefninu og getur dregið úr augnþreytu við áhorf.


LG Nanocell sjónvörp eru einstök að því leyti að í þeim er sérstök skjátækni sem tryggir skýra og jafn góða mynd frá öllum sjónarhornum. Þau henta því sérstaklega vel í stofur og sjónvarpsrými þar sem setið er í kringum sjónvarpið en ekki bara beint fyrir framan. Kynntu þér mikið úrval LG NanoCEll sjónvarpa í Raflandi.


NANOCELL UHD SNJALLSJÓNVARP

NAN0856

NAN0756

STÆRÐ 43"50"55"65"75"85" VERÐ FRÁ

129.995

NAN0926

STÆRÐ 65" 75" VERÐ FRÁ

STÆRÐ

55"65"75" VERÐ FRÁ 219.995

NAN0896

349.995

STÆRÐ 65" VERÐ 299.995


LG bjóða einnig upp á flottan risaskjá á mjög hagstæðu verði

NAN0756

STÆRÐ

86"

VERÐ

499.995


OLED SNJALLSJÓNVARP OLED SNJALLSJÓNVARP

Gallery G1 Oled Sjónvarpið kemur með innbyggðri veggfestingu og er hannað sérstaklega til þess að falla að veggnum eins og listaverk. Einnig vann hönnunin EISA verðlaunin fyrir "best premium Oled TV" árið 2021-2022.

STÆRÐ

65"

VERÐ

649.995


TCL Aandroid sjónvörpin er góð lausn fyrir þá sem vilja góða bíómyndaupplifun á aðeins lægra verði.

ES560

STÆRÐ

32"40"

VERÐ

44.496

P615

STÆRÐ

32"40"

VERÐ FRÁ

44.996


P725

STÆRÐ

43" 50" 55"

VERÐ FRÁ

89.995

P725 línan frá TCL er fullkomin hönnun fyrir tölvuleiki með stuðning fyrir 4k allt að 120fps. Fáðu samkeppnisforskot með bestu útsýnisupplifuninni fyrir stórskjáleiki. QLED litatæknin gerir myndina skýrari og raunverulegri og skilar stórkostlegum birtuskilum sem draga fram smáatriði.


C1

STÆRÐ

48"55"65"77"83" VERÐ FRÁ 329.995

LG eru eigendur OLED skjátækninnar og eiga þeir heiðurinn af bestu mögulegu myndgæðum sem fáanleg eru í dag. OLED skjátæknin gefur fullkominn lit á fullkomnum svörum, ótrúlega skerpu og örþunna glæsilega hönnun sem fellur vel að veggnum í stofunni. LG CX er nýjasta kynslíð C línunnar en hún er margverðlaunuð og er ávallt hlaðin nýjasta búnaði í LG nú með þriðju kynslóðar Alpha 9 örgjöfa sem er sá öflugasti hingað til frá LG.


B1

STÆRÐ

A1

STÆRÐ

48" 55" 65"

VERÐ FRÁ

239.995

55" 65"

VERÐ FRÁ

329.995


ANDROID AMBLIGHT

PUS7906

PUS7956

STÆRÐ 43" 65" 70"

VERÐ FRÁ

109.995

PUS8546

STÆRÐ 43"

STÆRÐ

50" 65"

VERÐ FRÁ 129.995

PUS8556

50"

VERÐ FRÁ

139.995

STÆRÐ 43"50" 58"65"70"75" VERÐ FRÁ 139.995


UHD SNJALLSJONVARP MEÐ SAPHI

PUS7506

STÆRÐ

43"50"

VERÐ FRÁ

99.995

7000 línan frá Philips er full af glæsilegum sjónvörpum á hagstæðu verði. Sjónvörpin eru með P5 Perfect Picture Engine myndvinnslu og HDR 10+ stuðningi ásamt hágæða Dolby Atmos hljóðkerfi. Einfalst SAPHI Smart TV stýrikerfi tryggir að öll skemmtun er aðeins einum smelli frá þér.


OLED SNJALLSJÓNVARP ANDROID

856|936|806 STÆRÐ

55"65" 77"

OLED 800 og 900 línan er með þetta extra sem þarf til þess að kóróna kvikmyndahúsaupplifunina heima í stofu. Rammalaus hönnun, fjögurra hliða Ambilight baklýsing ásamt hágæða Bowers & Wilkins Dolby Atmos hljóðkerfi sem tryggir magnaða innlifun. 936 sjónvarpið hlaut EISA verðlaunin 2020-2021 sem besta heimabíósjónvarpið. Hönnun sjónvarpsins tekur sérstaklega mið að tölvuleikjaspilurum þar sem sjónvarpið er með 4 HDMI tengi og styður 120 ramma á sek í 4k upplausn.


HEIMABÍÓ Til þess að fullkomna sjónvarpsupplifunina er hægt að bæta við heimabíókerfi. Þau fást í öllum stærðum og gerðum og ættu því allir að geta fundið eitthvað sem hentar á heimilið, stór sem smá. Heimabíóin eru á breiðu verðbili og er hægt að fá gæða heimabíó á mjög hagstæðu verði en einnig gera vel við sig og splæsa í kraftmikil kerfi með eitthvað extra sem býr til alvöru bíóupplifun heima fyrir.

VERÐ FRÁ

79.995

Sonos kerfin eru með þeim vönduðustu sem við bjóðum upp á og er úrvalið mikið. Hægt er að tengja mismunandi tæki frá Sonos saman og því getur þú haft t.d. þráðlausa Sonos hátalarann tengdann í heimabíóið og jafnvel útihátalarana ef þú vilt ekki missa af neinu.


VERÐ

94.995

Sonos Beam G2 eru líklegast bestu multi-room hátalarar á markaðnum! Streymdu tónlist frá hinum ýmsu veitum eins og Spotify, Tidal o.fl eða hlustaðu á Internet útvarpsstöðvar hvaðan af úr heiminum. Einfalt í uppsetningu, einfalt að stjórna og einfalt að bæta einingum við kerfið. Sonos Beam er alvöru soundbar með þéttum hljóm og góða, tæra miðju.


SRB20BL|YAS209BL|YAS408BL VERÐ FRÁ

39.995

Yamaha heimabíókerfin eru bæði fáanleg í Soundbar formi og sem heimabíósett fyrir þá sem vilja sökkva fullkomlega inn í kvikmyndina.


SP2|SP2W|SJ2|SN4|SNGY VERÐ FRÁ

29.995

LG heimabíókerfin eru mjög vinsæl og fást á mjög breiðu verðbili. Allt frá einföldum 29.995 kr. Soundbar yfir í hágæða þráðlaust Dolby Atmos kerfi á 169.995 kr.


VERÐ FRÁ

59.995

JBL heimabíókerfin standa undir nafni og skila mjög öflugum bassa og tærum hljóm í nettu setti.


VERÐ FRÁ

39.995

TCL heimabíóin eru þekkt fyrir að skila frá sér háu og skýru hljóði án röskunnar.


VERÐ FRÁ

24.990

Harman Kardon Citation línan gefur þér fullkomna stjórn á tónlistinni í öllum herbergjum með símanum og er með snertilausri stýringu.


JBL FERÐAHÁTALARAR

VERÐ FRÁ

4.495

JBL bluetooth hátalararnir koma í öllum stærðum og gerðum og í öllum regnbogans litum.

ALLIR REGNBOGANSLITIR



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.