www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Spjall:Málvísindi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hagnýt málvísindi eða hagnýtt málvísindi?[breyta frumkóða]

Ég er ósammála því að hér eigi að nota lýsingarorðið „hagnýtur“. Ástæðan er sú að öll málvísindi (og öll vísindi) eru hagnýt málvísindi (og hagnýt vísindi) í þeim skilningi að öll vísindi eru slík að þau megi hagnýta. Spurningin er hins vegar sú hvort búið sé eða verið sé að hagnýta þau á einhverju sviði og þar þar með hvort þau séu hagnýtt vísindi eða ekki.

Ef við lítum á enska orðalagið sem er notað fyrir sömu hugmynd, þá er það „applied linguistics“ en ekki „applicable linguistics“ og eins í öðrum greinum: applied ethics og applied mathematics. Á íslensku heitir applied ethics hagnýtt siðfræði (siðfræði sem verið er að hagnýta og er því hagnýtt) og hún er kennd sem slík í námskeiðum í Háskóla Íslands; hún heitir ekki hagnýt siðfræði (því öll siðfræði er hagnýt og getur mögulega verið hagnýtt). Sömuleiðis heitir applied mathematics á íslensku heimfærð stærðfræði en ekki heimfæranleg stærðfræði (orðið „nytjastærðfræði“ er einnig til) - hún er stærðfræði sem búið er að heimfæra eða verið er að heimfæra á eitthvað en öll stærðfræði er heimfæranleg þótt hún sé ekki öll heimfærð.

Ég held að þetta sýni að hugsunin sé ekki sú að þessar undirgreinar séu hagnýtar heldur að þær séu hagnýttar og þess vegna er ekki um lýsingarorðið „hagnýtur“ að ræða hér heldur lýsingarháttinn „hagnýttur“. --Cessator 20. febrúar 2006 kl. 15:31 (UTC)[svara]