www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Eldgosið við Fagradalsfjall 2021

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 21. mars 2021 kl. 11:55 eftir Þjarkur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2021 kl. 11:55 eftir Þjarkur (spjall | framlög) (Það er ekkert gagn fyrir lesendur af {{líðandi stund}}, augljóst að þetta sé yfirstandandi.)

Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur. Upprunastaður var í Geldingadölum í austanverðu fjallinu nærri Stóra-Hrúti.[1] Eldgosið hefur einnig verið kallað Geldingadalsgos þó í raun sé örnefnið Geldingadalir, þá yrði það Geldingadalagos.

Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á Reykjanesskaga þegar Reykjaneseldar geysuðu.[2] Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann Beinavörðuhraun.

Þróun

Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla Landhelgisgæslunnar náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. 20. mars mat svo Páll Einarsson sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá Suðurstrandarvegi. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingardal. Geldingardalur er lokaður dalur og hraunstreymið verður að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við Fimmvörðuhálsgosið.[3] Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.[4] Mengunarviðvörun var send til Árnessýslu þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.[5]

Tenglar

Tilvísanir

  1. Eldgos hafið við Fagradalsfjall Rúv, skoðað 19. mars 2021
  2. Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár Rúv, skoðað, 20. mars 2021
  3. „Páll segir gosið ræfilslegt“. RÚV.
  4. „Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt“. Vegagerðin.
  5. „Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld“. RÚV.