www.fgks.org   »   [go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Desíbel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 1. nóvember 2016 kl. 21:56 eftir EmausBot (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. nóvember 2016 kl. 21:56 eftir EmausBot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:Q5329)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Desíbel, skammstafað dB, er tíundi hluti einingarlausu stærðarinnar Bel, sem er lograkvarði notaður til að mæla hlutfallslegan styrk, oftast afl. Er ekki SI-mælieining. Bel-kvarðinn er kenndur við Alexander Graham Bell. Venjan er að gefa aflhlutfall á Bel-kvarða sem desíbel.

Skilgreining: Einingin desíbel er 10-faldur logrinn af tilteknu hlutfalli, t.d. afli útmerkis Pút og afli innmerkis Pinn í rafrás:

G = 10log(Pút/Pinn)

þar sem G er mögnunin.

Tvöföldun í afli samsvarar því u.þ.b. 3 dB, fjórföldun 6 dB o.s.frv.